<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>
Norska skátaminjasafnið
Framundan
Safnið var stofnað árið 1986, en hugmyndin kviknaði árið 1976. Það var Odd Hopp sem var landsgildismeistari sem kom því vel á veg og aðstoðuðu félagar í St. Georgsgildinu í Noregi við það. Safnið átti að vera fyrir alla skáta í Noregi, en þar voru þá þrjú bandalög skáta, KFUM, KFUK og NSF, norsk speiderforbund. Í dag starfa þau undir einum hatti. Stofnfundurinn var merkilegur á sinn hátt, en þá voru saman komnir við sama borð í fyrsta sinn fulltrúar allra bandalaganna ásamt fulltrúum frá St. Georgsgildinu. Árið 2009 opnaði safnið í nýjum húsakynnum við Storgaten 3 í miðborg Osló. Það er opið á þriðjudögum kl. 10-15. Mjög ítarlegar upplýsingar um safnið og það sem þar er að finna er á heimasíðu þess www.speidermuseet. no. Þar er nú sýning um sögu skátastarfs í Noregi, en Norðmenn fagna 100 ára afmæli skátastarfs á þessu ári. Hafið þið verið á landsmóti í Noregi eða einhverju öðru
skátamóti? Skoðið heimasíðuna. Það er líka verið að skrá norska skátasögu og verður hún á wikipediu http://leksikon.speidermuseet. no/wiki/Hovedside. Til að mynda er að finna þarna upplýsingar um landsmót í Röros 3.-9. ágúst 1972.
• Laugardaginn 12. mars kl. 20 Heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands • Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi • Laugardaginn 7. maí Landsþing í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, nánar í næsta Gildispósti • Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi
St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl.
mars 2011
18. árg.
Heimsókn á laugardag Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti heimsótt kl. 13.30
Laugardaginn 12. mars förum við í heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is/ í ný heimkynni stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Erling Ólafsson skordýrafræðingur ætlar að sýna okkur nýja og stórbætta aðstöðu náttúruvísindamanna stofnunarinnar. Hlutverk stofnunarinnar er að rannsaka íslenska nátturu og stunda skipulega heim ildasöfnun um hana. Þarna eru gerðar rann sóknir í hinum ýmsu fræðigreinum svo sem skordýrafræði, jarðfræði, steingervingafræði, frjómælingar, grasafræði, flokkunarfræði, fuglafræði og vistfræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Margir náttúrugripir eru varðveittir hjá stofnuninni m.a. geirfuglinn, sem keyptur var á uppboði í London fyrir nákvæmlega 40 árum með samskotum frá almenningi. Eitt af því sem Náttúrufræðistofnun er að gera nú er undirbúningur að uppsetningu á beinagrind steypireyðar sem rak á land norður á Skaga síðastliðið sumar.
Verður örugglega fróðlegt að koma í þetta nýja hús, en það er staðsett við Urriða holtsstræti 6-8, ekki langt frá IKEA. Mæting við Urriðaholtsstræti 6 laugar daginn 12. mars kl. 13.30. Við áætlum að vera þarna í um 1 ½ klukkustund.
Munið: http://stgildi.hraunbuar.is