Page 1

<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Norska skátaminjasafnið

Framundan

Safnið var stofnað árið 1986, en hugmyndin kviknaði árið 1976. Það var Odd Hopp sem var landsgildismeistari sem kom því vel á veg og aðstoðuðu félagar í St. Georgsgildinu í Noregi við það. Safnið átti að vera fyrir alla skáta í Noregi, en þar voru þá þrjú bandalög skáta, KFUM, KFUK og NSF, norsk speiderforbund. Í dag starfa þau undir einum hatti. Stofnfundurinn var merkilegur á sinn hátt, en þá voru saman komnir við sama borð í fyrsta sinn fulltrúar allra bandalaganna ásamt fulltrúum frá St. Georgsgildinu. Árið 2009 opnaði safnið í nýjum húsakynnum við Storgaten 3 í miðborg Osló. Það er opið á þriðjudögum kl. 10-15. Mjög ítarlegar upplýsingar um safnið og það sem þar er að finna er á heimasíðu þess www.speidermuseet. no. Þar er nú sýning um sögu skátastarfs í Noregi, en Norðmenn fagna 100 ára afmæli skátastarfs á þessu ári. Hafið þið verið á landsmóti í Noregi eða einhverju öðru

skátamóti? Skoðið heimasíðuna. Það er líka verið að skrá norska skátasögu og verður hún á wikipediu http://leksikon.speidermuseet. no/wiki/Hovedside. Til að mynda er að finna þarna upplýsingar um landsmót í Röros 3.-9. ágúst 1972.

• Laugardaginn 12. mars kl. 20 Heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands • Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi • Laugardaginn 7. maí Landsþing í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, nánar í næsta Gildispósti • Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl.

mars 2011

18. árg.

Heimsókn á laugardag Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti heimsótt kl. 13.30

Laugardaginn 12. mars förum við í heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is/ í ný heimkynni stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Erling Ólafsson skordýrafræðingur ætlar að sýna okkur nýja og stórbætta aðstöðu náttúruvísindamanna stofnunarinnar. Hlutverk stofnunarinnar er að rannsaka íslenska nátturu og stunda skipulega heim­ ilda­söfnun um hana. Þarna eru gerðar rann­ sóknir í hinum ýmsu fræðigreinum svo sem skordýrafræði, jarðfræði, steingervingafræði, frjómælingar, grasafræði, flokkunarfræði, fuglafræði og vistfræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Margir náttúrugripir eru varðveittir hjá stofnuninni m.a. geirfuglinn, sem keyptur var á uppboði í London fyrir nákvæmlega 40 árum með samskotum frá almenningi. Eitt af því sem Náttúrufræðistofnun er að gera nú er undirbúningur að uppsetningu á beinagrind steypireyðar sem rak á land norður á Skaga síðastliðið sumar.

Verður örugglega fróðlegt að koma í þetta nýja hús, en það er staðsett við Urriða­ holtsstræti 6-8, ekki langt frá IKEA. Mæting við Urriðaholtsstræti 6 laugar­ daginn 12. mars kl. 13.30. Við áætlum að vera þarna í um 1 ½ klukkustund.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Frá gildismeistara

Þegar þetta er skrifað er rétt mánuður í jafndægur á vori, rétt mánuður þar til dagurinn fer að verða lengri en nóttin. Hækkandi sól vekur vonir og þrár í brjóstum okkar, vonir um gott sumar og þrá til njóta útiverunnar eins og hverjum og einum þykir best. Ný stjórn gildisins er tekin til starfa, við þökkum fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Ég þakka traust og virðingu sem mér er sýnd með kjöri mínu til gildismeistara, ég vona að ég sé traustsins verð og hlakka til að vinna með ykkur. Ég veit að ég á góða að þar sem samstarfsmenn mínir í stjórn eru, reynsluboltar sem örugglega eiga eftir að leiða mig fyrstu skrefin og leiðbeina. Á aðalfundi 10. febrúar sl. fengum við góða gesti, Einar Jón Gunnarsson og Eszter Tóth konu hans, sem sögðu okkur frá kvenskátamiðstöðinni Sangam á Indlandi. Merkilegt starf er unnið þar, sérstaklega fannst mér athyglisvert að þarna nutu nokkrar stúlkur menntunar ásamt starfi sínu, menntun sem þeim hefði ekki staðið til boða ef þær hefðu lent í vinnu annar staðar. Það sýnir okkur hvað skátastarfið kemur víða við og leiðir til góðs. Einnig kom væntanlegur félagi í heimsókn, Jóhannes Ágústsson , en ætlunin er að taka hann formlega í gildið á fundinum 14. apríl nk. Það leiðir aftur hugann að því að ef gildið á að fá að

Stjórn gildisins

Guðbjörg Guðvarðardóttir, Edda M. Halldórsdóttir, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Jóna Briet Guðjónsdóttir, Edda M. Hjaltested, Hermann Sigurðsson, Sigurður Baldvinsson,

dafna þurfum við nýja félaga. Ef við lítum til okkar nánustu, getur ekki verið að einhverjir þeirra væru tilbúnir að slást í hópinn? Hvernig væri að kanna það? Ekki er nauðsynlegt að hafa verið virkir skátar alla tíð. Eina sem þarf er viljinn til að kynnast skemmtilegu fólki á ýmsum aldri, félögum sem verða allir jafnaldra þegar þeir koma saman. Það er að segja, ungir í anda. Ég lýk þessarri hugleiðingu og geri orð Harðar Zóphaníassonar, fyrrverandi gildismeistara, að mínum: Góði, komdu í gildið hér, það gagnlegt bæði og gaman er. Þar er glens og grín og gleðin verður þín. Góði, komdu í gildið hér. Guðbjörg Guðvarðardóttir gildismeistari

gildismeistari, varagildismeistari, ritari, gjaldkeri, meðstjórnandi, varamaður, varamaður,

5654503 / 8974503 5651308 / 8941544 5554513 / 6998191 5552614 5551811 / 6901811 5551283 / 8988298 5552902 / 8950309

Útgefandi: St. Georgsgildið í Hafnarfirði • Umsjón og ábm.: Guðbjörg Guðvarðardóttir, eyrarholt@simnet.is • Umbrot og prentun: Hönnunarhúsið ehf.

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól, og sjáum hana þíða allt sem kól, kól, kól, (Aðalsteinn Sigmundsson)

Svipmyndir frá aðalfundi

Egill Strange

Gógó og Óli.

Jón Kr. Jóhannesson

Einar Jón Gunnarsson, Eszter Tóth, Gunnar Rafn Einarsson og Fanney Kristbjarnardóttir í indverskum fötum.

Fríða Ragnarsdóttir og Árni Rosenkjær ræða við Gunnar Rafn.

Eszter klæðir Kristjönu í sari.

Fríða og Stella.

Einar Jón og Eszter

Gildispósturinn 2011 mars - 1. tbl. 18. árg.  

Gildispósturinn 2011 mars - 1. tbl. 18. árg.

Advertisement