Gildispósturinn 2011 mars - 1. tbl. 18. árg.

Page 1

<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Norska skátaminjasafnið

Framundan

Safnið var stofnað árið 1986, en hugmyndin kviknaði árið 1976. Það var Odd Hopp sem var landsgildismeistari sem kom því vel á veg og aðstoðuðu félagar í St. Georgsgildinu í Noregi við það. Safnið átti að vera fyrir alla skáta í Noregi, en þar voru þá þrjú bandalög skáta, KFUM, KFUK og NSF, norsk speiderforbund. Í dag starfa þau undir einum hatti. Stofnfundurinn var merkilegur á sinn hátt, en þá voru saman komnir við sama borð í fyrsta sinn fulltrúar allra bandalaganna ásamt fulltrúum frá St. Georgsgildinu. Árið 2009 opnaði safnið í nýjum húsakynnum við Storgaten 3 í miðborg Osló. Það er opið á þriðjudögum kl. 10-15. Mjög ítarlegar upplýsingar um safnið og það sem þar er að finna er á heimasíðu þess www.speidermuseet. no. Þar er nú sýning um sögu skátastarfs í Noregi, en Norðmenn fagna 100 ára afmæli skátastarfs á þessu ári. Hafið þið verið á landsmóti í Noregi eða einhverju öðru

skátamóti? Skoðið heimasíðuna. Það er líka verið að skrá norska skátasögu og verður hún á wikipediu http://leksikon.speidermuseet. no/wiki/Hovedside. Til að mynda er að finna þarna upplýsingar um landsmót í Röros 3.-9. ágúst 1972.

• Laugardaginn 12. mars kl. 20 Heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands • Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi • Laugardaginn 7. maí Landsþing í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, nánar í næsta Gildispósti • Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl.

mars 2011

18. árg.

Heimsókn á laugardag Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti heimsótt kl. 13.30

Laugardaginn 12. mars förum við í heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is/ í ný heimkynni stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Erling Ólafsson skordýrafræðingur ætlar að sýna okkur nýja og stórbætta aðstöðu náttúruvísindamanna stofnunarinnar. Hlutverk stofnunarinnar er að rannsaka íslenska nátturu og stunda skipulega heim­ ilda­söfnun um hana. Þarna eru gerðar rann­ sóknir í hinum ýmsu fræðigreinum svo sem skordýrafræði, jarðfræði, steingervingafræði, frjómælingar, grasafræði, flokkunarfræði, fuglafræði og vistfræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Margir náttúrugripir eru varðveittir hjá stofnuninni m.a. geirfuglinn, sem keyptur var á uppboði í London fyrir nákvæmlega 40 árum með samskotum frá almenningi. Eitt af því sem Náttúrufræðistofnun er að gera nú er undirbúningur að uppsetningu á beinagrind steypireyðar sem rak á land norður á Skaga síðastliðið sumar.

Verður örugglega fróðlegt að koma í þetta nýja hús, en það er staðsett við Urriða­ holtsstræti 6-8, ekki langt frá IKEA. Mæting við Urriðaholtsstræti 6 laugar­ daginn 12. mars kl. 13.30. Við áætlum að vera þarna í um 1 ½ klukkustund.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Gildispósturinn 2011 mars - 1. tbl. 18. árg. by Skátagildi - Issuu