Gildispósturinn 2010 nóv - 4. tbl. 17. árg.

Page 1

<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Stjórn gildisins

Guðvarður B. F. Ólafsson, Edda M. Halldórsdóttir, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Jóna Briet Guðjónsdóttir, Edda M. Hjaltested, Hermann Sigurðsson, Sigurður Baldvinsson,

gildismeistari, varagildismeistari, ritari, gjaldkeri, meðstjórnandi, varamaður, varamaður,

5551216 / 8566907 5651308 / 8941544 5554513 / 6998191 5552614 5551811 / 6901811 5551283 / 8988298 5552902 / 8950309

Jólafundurinn í Skátalundi

Sunnudaginn 12. desember kl. 14 verður jólafundurinn. Að venju verðu hann í Skáta­ lundi. Þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir með börn og barnabörn og jafnvel langömmu eða langafabörn. Jólasveinninn kemur í heimsókn og auðvitað verður gengið í

kringum brennuna ef veður leyfir. Við vonum að sem flestir komi með heimalagað góðgæti á hlaðborðið. Drykkjarföng verða á staðnum. Lesin verður jólasaga, sungnir jólasöngvar og jólaguðspjallið flutt. Hittumst sem flest, klædd eftir veðri og eigum góða stund saman.

Skátakórinn – Syngjandi jól

Framundan

Skátakórinn syngur í Hafnarborg laugardaginn 4. desember kl. 17.20-17.40. Gott tækifæri til að fara í bæinn, hlusta á góðan söng og fá sér kaffi með vinum og kunningjum. Kórinn er einnig að æfa þessa dagana lög Tryggva Þorsteinssonar og mun flytja þau á næsta ári. • • • • • • • •

Fimmtudaginn 11. nóv.kl. 20 Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20 Laugardaginn 12. des. kl. 14 Fimmtudaginn 13. jan. kl. 20 Fimmtudaginn 10. feb. kl. 20 Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fimmtudaginn 12. maí kl. 20

Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi Afhending Friðarlogans í Karmelklaustrinu Jólafundur – í Skátalundi Fundur í Skátalundi Aðalfundur í Hraunbyrgi Fundur í Skátalundi Fundur í Skátalundi Fundur í Skátalundi

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 4. tbl.

nóvember 2010

17. árg.

Tónlistarsafnið heimsótt Fúsi á ýmsa vegu - fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20

Sigfús Halldórsson tónskáld, píanó­ leikari, söngvari og myndlistarmaður 7. febrúar 1920 - 21. desember 1996 Í tilefni þess að 7. september 2010 voru liðin 90 ár frá fæðingu Sigfúsar Hall­ dórssonar listamanns, í víðum skilningi þess orðs, opnaði Tónlistarsafn Íslands sýningu um líf og störf listamannsins. Sjá má á sýningunni ýmsa muni úr búi Sigfúsar, svo sem dagbækur, myndir, skjöl, bréf og annað sem og ljósmyndir úr myndabók heimilisins. Þá má sjá og heyra nokkur lög úr gömlum sjónvarpsþáttum þar sem Sigfús flytur lög sín með söngv­urunum Guðmundi Guðjónssyni, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Sigurveigu Hjaltested. Næsti fundur gildisins verður einmitt í Tónlistarsafni Íslands fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Safnið er við Hábraut 2 í Kópavogi beint á móti Gerðarsafni. Til þess að allt fari nú vel fram þurfum við að vita um þátttöku í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 9. nóvember. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 5554513 eða 6998191. Ef ykkur

vantar far þá endilega látið vita í sömu númer. Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður safnsins mun taka á móti okkur og fræða okkur um tilurð safnsins og tilgang þess og síðan njótum við sýningarinnar um Sigfús.

„Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn“. Vatnslitir. 1985. Eigendur: Hrefna Sigfúsdóttir og Ágúst E. Ágústsson

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.