Gildispósturinn 2010 okt. 3. tbl. 17. árg

Page 1

<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Best að flytja tré á haustin

Fyrsti fundur vetrarins var fimmtu­ daginn 9. september. Steinar Björgvins­ son garðyrkju- og skógfræðingur kom og ræddi um upphaf Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og umhverfið við Hval­ eyrarvatn. Einnig sagði hann frá rósa­ garðinum sem er samvinnuverkefni Garðyrkju­félags Íslands og skógrækt­ arinnar. Þarna eru ræktaðuð fleiri hundruð rósaafbrigði af ýmsum toga og verða vonandi í sínu besta formi 2012 þegar þér verður svokallaður „rósa­

fundur“. Einnig sagði hann okkur hvenær væri best að færa tré og runna, en það er á haustin þegar vöxturinn færist í rótina og næg rigning er til staðar svo við þurfum ekki alltaf að vera að vökva. Var gerður góður rómur að erindi Steinars. Nokkuð vel var mætt á fundinn og veitingum gerð góð skil, en Jóna Bríet hafði staðið í eldhúsinu og bakað pönnukökur og eru henni færðar bestu þakkir.

Haustferð gildisins í Flóann. Mæting í Hraunbyrgi 9.45. Fimmtudaginn 14. okt. kl. 20 Opið hús í Skátalundi. Molakaffi Laugardaginn 24. okt. kl. 14 Vináttudagurinn í Kópavogi Þriðjudaginn 2. nóv. kl. 20 Málþing í tilefni 100 ára afmælis kvenskátastarfs í heiminum Fimmtudaginn 11. nóv.kl. 20 Fundur í Skátalundi Laugardaginn 12. des. kl. 14 Jólafundur – í Skátalundi Fimmtudaginn 13. jan. kl. 20 Fundur í Skátalundi Fimmtudaginn 10. feb. kl. 20 Aðalfundur í Hraunbyrgi Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 Fundur í Skátalundi Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 Fundur í Skátalundi Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi

• Laugardaginn 9. okt. kl. 10

Framundan

• • • • • • • • • •

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 23. tbl.

október 2010

17. árg.

Fjör í Flóa – Sá ég spóa Haustferð gildisins verður farin laugardaginn 9. október

Lagt verður af stað með rútu kl. 10 frá Hraunbyrgi. Ekið verður sem leið liggur að Selfossi en þaðan verður stefnan tekin niður að sjó eftir Gaulverjabæjarvegi að Sveitabúinu Tungu í Flóahreppi. Tunga er 7 km fyrir austan Stokks­­eyri og 16 km fyrir sunnan Selfoss. Þar ætlum við að skoða sveitabúðina Sóleyju. Búðin er alltaf opin þegar einhver er heima. Á haustin er hún klædd í fallegan haustbúning með öllum þeim ljúfu litum sem haustið býður upp á. Þegar allir hafa glatt augað verður haldið eftir Villingaholtsvegi í Forsæti sem er líka í Flóanum. Í Forsæti III er lifandi listasmiðja sem heitir Tré og list, sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Forsæti er á bökkum Þjórsár. Beint undir er Þjórsárhraun sem rann fyrir um 8700 árum. Þar ætlum við að fá okkur hádegissnarl. Síðan verður ekið að Urriðafossi sem er neðsti fossinn í Þjórsá og einn vatnsmesti foss landsins. Landsvirkjun áformar að reisa virkjun við fossin og mun hann þá nánast hverfa.

Skátamiðstöðin að Úlfljótsvatni er næsti áfangastaður og munum við fá okkur kaffi og með því og skoða þar staðhætti. Síðan verður haldið heim í gegnum Grafninginn með litróf haustsins allt í kringum okkur meðfram Þingvallavatni og yfir Mosfellsheiðina. Áætlað er að koma heim um kl. 17. Kostnaður við ferðina er 4.500 kr. Innifalið: Rúta, hádegissnarl, aðgangseyrir að Tré og list, kaffi og með því á Úlfljótsvatni. Til þess að halda kostnaði niðri er best að sem flestir komi. Takið því með ykkur gesti. Verðið hækkar ef færri en 20 skrá sig. Þátttaka tilkynnist til Ásu Maríu á netfangið asamaria.valdimarsdottir@gma<<Nafn>>il. com, sími 898 0384 eða Kristjönu á netfangið klukku­berg16@internet.is sími 699 8191 í síðasta lagi laugardaginn 2. október. Þeir sem vilja fræðast nánar um staðina geta farið á eftirtaldar vefsíður. treoglist.is - www. ulfljotsvatn.is - tunga.is

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.