Sæmundur

Page 35

Mynd frá námsárum höfundar í Danmörku

út á strönd eða í eitthvert „sommerlandið“ sem bílsins var sárt saknað. Sem sagt lærði ég að nota strætó og hann nota ég enn en jafnvel á Íslandi er það ekkert mál. Ég hafði aldrei séð eins marga tilboðspésa sem vikulega fylltu lúguna, frá öllum helstu verslunarkeðjum landsins. Ég lærði að skipuleggja matarinnkaup og einu sinni í viku var fyllt á skápana. Bjór, kjöt, fiskur, álegg og grænmeti var keypt í miklu magni. Föstudagurinn var notaður til að kaupa inn og við eltum tilboðin..... 2 fyrir einn, tíu á verði níu, 25% afsláttur. Fjölskyldan hjólaði langar leiðir með bakpoka og hjólakörfur fullar af tilboðum og húsbóndinn komst uppá lag með hjóla með bjórkassa á bögglaberanum. Kvöldmaturinn var skipulagður viku fram í tímann og nestið sem allir tóku með sér

var í anda Danans... gulrót og pylsa með rúgbrauði og kartöflu. Það þurfti enginn að ganga með veggjum þó hann hefði með sér smurt nesti að heiman. Danir eru stoltir af matarpakkanum sínum og það var nýtt fyrir mér. Eftir 15 ára starf hjá Neytendasamtökunum er óhjákvæmilegt fyrir mig annað en að vera meðvitaður neytandi. Neytendamálin er stór málaflokkur og samtökin skoða þau frá mörgum hliðum; réttindi og skyldur neytenda – verðlag og samkeppni – sóun og áhrif neyslu á umhverfi − fjármál heimilanna og heimilisbókhald. Það er merkilegt að hafa þurft að flytja til Danmerkur til að fá uppeldi í neytendafræðum en viðhorfin hér á landi eru að breytast og neytendavitund er almennt sterkari nú en þegar ég flutti út.

35


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.