Sæmundur haust 2003

Page 1

SambandÍslenskraNámsmannaErlendis

SÆMUNDUR
tbl. 22. árg. október 2003
2.

Efnisyfirlit:

Frá ritstjóra

Eru kosningaloforðin að gleymast?

Það var mikill handagangur í öskjunni í aðdraganda alþingiskosninganna í maí síðastliðnum þegar stjórnmálaflokkarnir báru á borð fyrir kjósendur hin ýmsu loforð og yfirlýsingar í þeim tilgangi að heilla væntanleg atkvæði ofan í kjörkassana. Það vakti þó athygli okkar námsmanna að einn stjórnmálaflokkur umfram aðra tók afgerandi forystu í þeim loforðaflaumi sem beindist að námsmönnum. Það merkilega var að þetta var annar ríkisstjórnarflokkanna, sem hafði verið aðili að ríkisstjórn síðustu átta ár. Það var Framsóknarflokkurinn sem lofaði okkur „réttlátari námslánum“. „Gott og vel - best að kjósa þá“, gætu hafa verið viðbrögð einhverra í okkar hópi. En hvað gerist svo? Ríkisstjórnarflokkarnir koma sér saman um sameiginlega stefnu í stjórnarsáttmála, þar sem m.a. segir að „Hugað verði að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána og lög um [Lána-] sjóðinn [verði] endurskoðuð“. Framsóknarmenn fengu ekki yfirráð yfir menntamálaráðuneytinu svo það gæti reynst þeim erfitt að framfylgja öllum þeim loforðum sem þeir settu fram s.l. vor. Nú í byrjun þings hafa ríkisstjórnarflokkarnir strax fengið á sig gagnrýni frá stjórnarandstöðu, sem bendir á að lítið sé að gerast í þessum málaflokki þrátt fyrir hástemmd loforð og yfirlýsingu í stjórnarsáttmála.

Hver verða þín mánaðarlaun - samantekt úr skýrslum dr. Þórólfs Matthíassonar og Elínborgar Sigurðard. 26

Reyndar kom það nokkuð á óvart að flokkurinn skyldi, eftir átta ára setu í ríkisstjórn, fyrst nú ætla sér að umbylta lögum um Lánasjóðinn - hvers vegna ekki fyrr? Af hverju ættum við að kjósa flokkinn nú og trúa á mátt hans og megin í menntamálum fyrir næsta kjörtímabil ef ekkert hafði verið að gert fram að því ? Flokkurinn er nú kominn í þá stöðu að þurfa að efna þessi stóru loforð en það gæti reynst þrautin þyngri.

Sæmundur ákvað að minna Framsóknarmenn á kosningaloforð sín og lagði fyrir frambjóðendur nokkrar spurningar, sem miða við loforð flokksins í þeim auglýsingum sem birtust í vor. Svörin geta lesendur séð hér á blaðsíðu ....... og dæmi nú hver fyrir sig. Ég vona svo sannarlega að lögum um LÍN verði breytt til hagsbóta fyrir námsmenn erlendis sem fyrst, en við hjá SÍNE vildum þó gjarnan leggja orð í belg og vera til ráðgjafar í því máli - áður en frumvarpið sjálft fer í vinnslu. SÍNE mun því fara fram á það hið fyrsta en þess má geta að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa ekki svarað bréfum frá SÍNE og BHM, sem send voru þeim snemma í haust, þar sem minnt er á fyrrnefnt ákvæði stjórnarsáttmálans. Sjáum hvernig það fer

Lifið heil Heiður Reynisdóttir, ritstjóri

Skrifstofa SÍNE

Hverfisgötu 105

101 Reykjavík

Sími: 552-5315 · Fax: 552-5370

Netfang: sine@sine.is

Veffang: www.sine.is

Skrifstofan er opin alla virka

daga frá kl. 9 - 12.

Stjórn SÍNE veturinn 2002 - 2003:

Formaður:

Guðmundur Thorlacius (Þýskaland)

Gjaldkeri:

Brynhildur Ingvarsdóttir (USA)

Varaformaður: Lilja Sturludóttir (Svíþjóð)

Ritari: Hrafn Sveinbjarnarson (Danmörk)

Stjórnarmaður í LÍN:

Guðmundur Thorlacius (Þýskaland)

Vafamálafulltrúi LÍN:

Heiður Reynisdóttir

Meðstjórnendur:

Gróa Másdóttir (Noregur) Haraldur Óskar Haraldsson (Svíþjóð/USA)

Framkvæmdastjóri:

Heiður Reynisdóttir

Sæmundur, ritstjóri:

Heiður Reynisdóttir

Ábyrgðarmaður:

Guðmundur Thorlacius

Forsíða:

Oddvar Örn Hjartarson

Umbrot: Áslaug J. - aslaug@fjoltengi.is

Prentun: Hagprent-Ingólfsprent ehf.

2
SÍNE
· samband íslenskra námsmanna erlendis Frá ritstjóra Heiður Reynisdóttir 2
Námsstyrkir Námsmannalínunnar
Bréf frá framkvæmdastjóra 6 Stjórnendur útrásarfyrirtækja Þór Sigfússon 8 Kosningar - almennar upplýsingar 10 Kynning á stjórnmálaflokkunum Frjálslyndi flokkurinn 12 Samfylkingin 14 Sjálfstæðisflokkurinn 18 Framsóknarflokkurinn
Ávarp formanns Guðmundur Thorlacius 4
5
20 Vinstri hreyfingin - grænt framboð 24
Regluverk
Guðmundur
34 LÍN og námsaðstoð á Íslandi Orri Freyr Oddsson 36
Að flytja búslóð með Samskipum 30
LÍN gert einfaldara
Thorlacius 32 Bækur sem húsgögn hjá blómálfum Hrafn Sveinbjarnarson

ÁVARP FORMANNS SÍNE

Kæru félagar

Það hefur verið mikið að gera í starfi SÍNE síðustu mánuði. Eins og margir hafa tekið eftir opnuðum við nýja heimasíðu í byrjun sumars sem tók við af annari eldri og lúnari. Þessi nýja síða á að vera auðveldari í notkun - sérstaklega fyrir þá notendur sem eingöngu hafa aðgang að gömlum og hægum tölvum. Við þekkjum það öll sem höfum verið í námi erlendis að tölvuaðgangur í skólum getur verið mismikill og af misjöfnum gæðum svo ég vona að allir félagsmenn hafi nú möguleika á að nýta sér það efni sem í boði er á heimasíðu SÍNE.

Nú fer í hönd sá tími þegar stjórn SÍNE ákveður verkefni og áherslur í baráttumálum vetrarins og því vil ég beina þeim tilmælum til ykkar félagsmanna að láta endilega heyra í ykkur til að leggja okkur lið í þessari vinnu. Lánasjóðsmálin hafa á hverjum vetri tekið drjúgan tíma og fengið mikla athygli og á því verður væntanlega ekki breyting nú og því brettum við upp ermar og hellum okkur í þá vinnu sem framundan er. Það er ykkur í hag að láta okkur vita af því sem

aflaga fer í ykkar samskiptum við LÍN og það er því von mín að þið sendið okkur línu ef eitthvað þarnast skoðunar við.

Enn á ný er komið að nokkrum tímamótum í sögu félagsins. Eldri stjórnarmeðlimir sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið kveðja og nýir taka við stjórnartaumum. Það er nú svo að þótt menn láti af störfum á þeim vettvangi, er eins og þeir geti ekki alveg sagt skilið við félagið og taka að sér annars konar störf fyrir það. Ég held að þetta sýni hversu góður andi hefur skapast í félaginu. Menn vinna saman að hagsmunamálum sem skipta virkilega máli. Menn sjá árangur starfs síns á vettvangi lánasjóðsins og í aukinni þjónustu við félagsmenn. Ég vil með þessu stutta ávarpi þakka því fólki sem hverfur nú úr stjórninni og bjóða þau velkomin sem ganga til liðs við okkur

Guðmundur Thorlacius formaður SÍNE

Sími: 591 4000

Fax: 591 4040

E-mail: avis@avis.is Knarrarvogur 2 www.avis.is

4
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Guðmundur Thorlacius

Bréf frá framkvæmdastjóra

Kæru SÍNE félagar,

Nýja félagsmenn, sem hófu nám erlendis í haust, býð ég hjartanlega velkomna í félagið og vona að námið og dvölin á erlendri grundu muni víkka sjónarhorn ykkar og auðga reynsluheiminn að námi loknu. Það hefur sjálfsagt ekki gengið þrautalaust fyrir sig að koma sér og sínum fyrir í nýju landi svo ekki sé minnst á allan undirbúninginn sem staðið hefur mislengi hjá mönnum. Ég hvet ykkur til að hafa samband við okkur hjá félaginu ef ykkur vantar upplýsingar, ráðleggingar eða aðstoð við málarekstur - t.d. hjá LÍN. Það er einmitt mjög ánægjulegt að sjá hvað félagsmenn hafa margir verið duglegir við að hafa samband við skrifstofu

SÍNE og leita eftir aðstoð. Þau mál sem helst brenna á fólki snerta yfirleitt

LÍN með einhverjum hætti enda vel flestir félagsmenn á lánum hjá stofnuninni. En við skulum skoða á helstu verkefni SÍNE sem unnin hafa verið undanfarið ár.

Póstkort send út

Í september s.l. voru send póstkort til félagsmanna, þar sem beðið var um að upplýsingar um heimilisfang og netfang félagsmanns úti yrðu send til skrifstofu SÍNE. Félagsmenn og umboðsmenn þeirra hafa brugðist skjótt og örugglega við beiðninni og hafa fjölmargir haft samband við skrifstofuna. Án þessara upplýsinga er skrifstofan sambandslaus við SÍNE félaga þar sem upplýsingarnar koma hvergi fram. Það þarf vart að taka það fram hversu mikilvægt það er fyrir félagsmenn að fá sendar tilkynningar og fréttir án milligöngu umboðsmanns heima á Íslandi og því hvet ég alla þá sem ekki hafa enn sent skrifstofu SÍNE þessar upplýsingar að drífa í því hið fyrsta. Þeir sem ekki hafa netföng geta þó ávallt séð allar tilkynningar og fréttir á heimasíðu félagsins (www.sine.is).

Flugmálin

Fyrir jólin og á vorin, undanfarin ár, hefur skrifstofa SÍNE reynt að afla hagstæðra tilboða á farmiðum til Íslands fyrir félagsmenn. Á því er ekki undantekning nú og hafa tilboð frá Bandaríkjunum, London, Þýskalandi og Hollandi þegar verið send félagsmönnum í tölvupósti en þau eru jafnframt birt á heimasíðu SÍNE. Í flestum tilvikum er um að ræða takmarkað sætaframboð og tilboðin gilda jafnframt í tiltölulega skamman tíma. Ég hvet ykkur til að

kynna ykkur málið á heimasíðunni eða að hafa samband við okkur á skrifstofunni.

Lánasjóðsþjónusta - vel nýtt

Eins og fyrr segir hefur Lánasjóðsþjónusta SÍNE verið vel nýtt undanfarið og virkilega ánægjulegt að sjá hvað félagsmenn eru duglegir að láta SÍNE sjá um vandamálin sem eiga það til að skjóta upp kollinum í þessum málaflokki. Ég vona svo sannarlega að á því verði ekki breyting í vetur og bið ykkur alveg endilega að nýta þá þekkingu og reynslu sem er að finna innan vébanda SÍNE.

Þá er einnig vert að minna á liðinn „Sent og svarað“ á heimasíðu LÍN (www.lin.is) en þangað er hægt að senda almennar fyrirspurnir um sjóðinn eða reglur hans og jafnframt leita eftir tilteknum efnisatriðum sem áður hefur verið spurt að á síðunni. Svör eru síðan send í tölvupósti og einnig birt á síðunni sjálfri.

Endurgreiðslur LÍN

Áður en við yfirgefum lánamálin alveg langar mig að minnast á vinnu SÍNE í svokölluðu endurgreiðslumáli, sem staðið hefur yfir í um 2 ár. Fyrir þá sem ekki þekkja til málsins er rétt að kynna það í örstuttu máli. SÍNE og Bandalag háskólamanna (BHM) tóku höndum saman í upphafi árs 2001 og gerðu mað sér samkomulag um að vinna sameiginlega að lækkun endurgreiðslubyrði námslána. Fleiri félögum var boðið að vinna að verkefninu og á vordögum sama ár var settur á stofn samráðshópur 17 samtaka námsmanna og launþega. Unnin var skýrsla fyrir hópinn, af Dr. Þórólfi Matthíassyni, þar sem fram kom m.a. að aldrei fyrr hefði endurgreiðslubyrði námslána verið jafn þung. Vinnu samráðshópsins lauk svo formlega í maí á þessu ári þegar ríkisstjórnarflokkarnir birtu stjórnarsáttmála þar sem fram kemur að hugað verði að lækkun endurgreiðslubyrði námslána á kjörtímabilinu. Má segja að með þeirri yfirlýsingu hafi unnist áfangasigur í þessu mikilvæga máli en nú í septemberbyrjun var Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni sent bréf þar sem SÍNE og BHM leggja áherslu á að vinnu við málið verði flýtt, m.a. með stofnun nefndar þar sem félögin tvö eiga sinn fulltrúann hvort. Það eru því spennandi tímar framundan og víst er að félagsmenn munu fá frekari fréttir af þessu máli áður en langt um líður

6
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Heiður

Rannsókn á fjármálum ungs fólks

Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Sæmundar tók SÍNE að sér að annast íslenskan hluta samnorrænnar rannsóknar á fjármálum ungs fólks á Norðurlöndum. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að athugull SÍNE félagi í Danmörku hafði samband eftir að hafa séð auglýst eftir þátttakendum í rannsóknina, þar sem Ísland var ekki tiltekið sem aðili að verkefninu. Við eftirgrennslan kom í ljós að enginn á Íslandi hafði fengist til að vinna verkefnið svo SÍNE ákvað að taka það að sér. Nú er vinna við

gagnaöflun lokið og innan skamms verða íslensku gögnin send til Finnlands þar sem úrvinnsla og endanleg skýrslugerð fer fram. Það má því búast við niðurstöðum rannsóknarinnar í byrjun næsta árs ef áætlanir ganga eftir. Við munum því vonandi flytja fréttir af því í næsta Sæmundi, sem væntanlegur er í apríl á næsta ári.

Bókin Nám erlendis endurútgefin

Stjórn SÍNE hefur ákveðið að endurútgefa bókina „Nám erlendis“, sem einhverjir félagsmenn hafa ef til vill kynnst. Bókin var síðast gefin út árið 1999 og því kominn tími á endurútgáfu. Allt er þetta hins vegar spurning um fjármagn og því mun SÍNE leita eftir styrkjum til að fjármagna útgáfuna. Bókin verður sem fyrr einnig birt í heild sinni á heimasíðu félagsins þegar vinnu við uppfærslu er lokið en ráðgert er að prentað eintak verði útgefið með vorinu.

Ný heimasíða

Þá er einnig gaman að segja frá því í lokin að heimasíða félagsins var endurgerð frá grunni og opnuð nú snemmsumars. Fyrirtækið Spuni sá um smíði og hönnun síðunnar en Oddvar Hjartarson sá um ljósmyndavinnu í tengslum við verkið. Það er óhætt að segja að tími hafi verið kominn á gömlu síðuna en sú nýja á að vera auðveldari í notkun fyrir félagsmenn með slakan tölvubúnað og gegnsærri fyrir nýja notendur. Ábendingar og athugasemdir eru þó vel þegnar því gott verk má ávallt bæta.

Með þessum orðum kveð ég að þessu sinni og óska ykkur farsældar og góðrar skemmtunar í náminu í vetur. Þið hafið svo samband ef eitthvað er.

Kær kveðja, Heiður Reynisdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE MYNDLIST

http://www.isholf.is/myndlistaskolinn myndrey@isholf.is

7
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Í REYKJA VÍK
ASKÓLINN

Hvað geri ég þá ?

Daglega berst skrifstofu SÍNE fjöldinn allur af fyrirspurnum frá félagsmönnum eða námsmönnum sem eru að velta fyrir sér námsmöguleikum erlendis. Spurningarnar sem berast eru jafn ólíkar og þær eru margar en tengjast auðvitað allar námsmönnum og veru þeirra erlendis á einhvern hátt. Það vekur athygli að flestar spurningar berast frá Norðurlöndum en skýringin á því er væntanlega gríðarlega mikill fjöldi íslenskra námsmanna í þeim löndum. Svo flestir fái notið birtum við hér nokkrar þeirra spurninga sem borist hafa ásamt svörum við þeim.

Erasmus utan heimalands

Ég er námsmaður í Danmörku en langar að fara í skiptiprógram til Bretlands í eitt ár. Fæ ég Erasmus styrk frá Danmörku eða Íslandi - hvert sný ég mér til að sækja um styrkinn?

Ef íslenskir námsmenn eru nemar í háskólum í Danmörku, t.d. Kaupmannahafnarháskóla, eru þar í fullu námi og ætla sér að útskrifast þaðan, fara þeir á vegum síns skóla í gegnum alþjóðaskrifstofu skólans. Námsmaðurinn verður að fylgja því skiptinámsfyrirkomulagi sem skólinn hefur upp á að bjóða. Erasmus er eins alls staðar í Evrópu - lágmarksdvöl er 3 mánuðir og hámarksdvöl 12 mánuðir. Yfirleitt er reglan sú að til að eiga kost á Erasmus styrk þarf námsmaður að hafa lokið sem nemur einu ári í viðkomandi skóla.

(Svarað með aðstoð Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á Íslandi www.ask.hi.is)

Námsstyrkir fyrir Íslendinga í

Danmörku

Hvenær myndast réttur hjá SU í Danmörku? Ég hef búið og starfað í landinu í eitt ár - get ég sótt um SU?

Almenna reglan er sú að Íslendingar eiga rétt á að sækja um styrk eða lán hjá SU (Statens Uddannelsesstøtte) eftir tveggja ára dvöl og at-

vinnuþáttöku í landinu - að lágmarki 50% starfshlutfall. Menn mega ekki hafa komið til landsins til að stunda nám heldur er atvinnuþátttaka algjört skilyrði. Vitað er um að Íslendingum hafi verið neitað um SU þrátt fyrir að uppfylla þessi skilyrði en sú neitun er þá ekki á rökum reist og viðkomandi námsmaður þarf að leita lengra með sitt mál. Skrifstofan Halló Norðurlönd hallo@norden.is hefur liðsinnt nokkrum sem lent hafa í slíkum málum.

Há skólagjöld í Bretlandi - Svíþjóð rétti staðurinn!

Er einhver leið fyrir íslenska námsmenn í ESB landi að fá niðurfelld skólagjöld í Bretlandi - t.d. með því að flytja lögheimili til Danmerkur eða Svíþjóðar?

Það er alfarið ríkisborgararétturinn sem ræður því hversu há skólagjöld eru greidd í Bretlandi - ekki dvöl í ESB landi eða skráning lögheimilis. Íslenskir námsmenn í Danmörku eiga því ekki formlegan rétt á s.k. ESB skólagjöldum í Bretlandi, sem eru margfalt lægri en þau sem Íslendingar þurfa að greiða í dag. Hins vegar er það þekkt að skólar í Bretlandi túlka rétt Íslendinga misjafnlega og dæmi eru um að íslenskir námsmenn þar í landi þurfi einungis að greiða ESB námsgjöld en það er þá eingöngu vegna vanþekkingar skóla eða velvilja. Það er engin regla sem heimilar lækkun.

8
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Eina leiðin fyrir Íslendinga að lágum skólagjöldum í Bretlandi, sem SÍNE er kunnugt um, er sú að nýta sér heimild dómsmálaráðuneytisins á Íslandi til tvöfalds ríkisborgararéttar, sem samþykkt var þann 1.júlí síðastliðinn. Svíar hafa samþykkt svipuð lög og því geta íslenskir námsmenn í Svíþjóð sótt um annað ríkisfang þar í landi og átt þannig rétt á lægri skólagjöldum í Bretlandi. Þetta er auðvitað löng og flókin leið en þeir sem hafa nægan tíma geta hugleitt þennan möguleika. SÍNE er þó ekki kunnugt um hvaða kröfur þarf að uppfylla til að eiga rétt á ríkisborgararétti í Svíþjóð.

Ódýrari strætókort í Danmörkuekki fyrir okkur!

Námsmenn á SU (danska námsstyrkjakerfið) fá afslátt af almenningsfargjöldum þá mánuði sem þeir njóta SU styrkja. Njóta íslenskir námsmenn á lánum hjá LÍN sama réttar?

Því miður er það ekki raunin. SÍNE hefur kannað málið gaumgæfilega og niðurstaðan er sú að íslenskir, norskir og sænskir námsmenn í Danmörku eiga ekki rétt á ódýrari fargjaldakortum líkt og danskir samnemendur þeirra. SÍNE er kunnugt um að málið hafi verið tekið upp innan Norðurlandaráðs en nánari fréttir af niðurstöðu eða hugsanlegum tillögum hafa ekki borist. SÍNE mun taka málið upp við Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Íslands gagnvart Norðurlandaráði.

Námi lokið - engin vinna

Ég er nýkominn heim úr námi, fæ því ekki námslán, er án atvinnu og fæ ekki atvinnuleysisbætur. Hvað get ég gert til að tryggja mér framfærslu?

Námsmenn sem ekki fá vinnu að námi loknu eiga því miður ekki rétt á atvinnuleysisbótum og þurfa því yfirleitt að leita til sveitarfélags síns vegna framfærslu. Á heimasíðu Félagsþjónustunnar í Reykjavík segir m.a. um fjárhagsaðstoð: Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið lán eða styrkur

Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 71.020 krónur á mánuði og 122.400 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.

Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld og af henni er reiknuð staðgreiðsla skatta. Þess vegna er nauðsynlegt að skila inn skattkorti.

Námsmenn eru því hvattir til að kynna sér þau úrræði sem í boði eru í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur lögheimili, ef atvinnutilboðin hrannast ekki inn við heimkomu, sem þau gera nú vonandi.

Símar: 551 2992 og 551 4106 Netfang: nfr@rvk.is

9
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Kennsla fyrir ungana okkar

heima í stofu

Það getur verið töluverður höfuðverkur fyrir foreldra að undirbúa börnin sín fyrir heimkomu til Íslands þannig að íslenska skólaumhverfið komi þeim ekki algjörlega í opna skjöldu eftir langar fjarvistir erlendis með mömmu og pabba. Þá er það kannski helst íslensk málnotkun og lestur sem háir börnunum frekar en þekking því margir foreldrar hafa talað um að þau standi jafnvel mun betur að vígi þekkingarlega séð heldur en félagarnir á Íslandi en íslenskan valdi þeim nokkrum erfiðleikum.

Með tilkomu netsins ætti foreldrum að reynast auðveldara að nálgast upplýsingar ásamt því að börnin hafa sjálf almennt betra aðgengi að fróðleik í gegnum netið en hina gömlu hefðbundnu póstþjónustu. SÍNE félögum bjóðast nú afsláttarkjör hjá fyrirtækinu Skólavefurinn.is og greiða þá um 800 krónur í stað 950 í mánaðarlegt gjald fyrir þjónustuna sem í boði er. En um hvað snýst Skólavefurinn? Við tókum Skúla Thorarensen framkvæmdastjóra fyrirtækisins tali.

„Skolavefurinn.is er fyrirtæki sem sérhæfir sig í námi á Netinu. Hann er nú að hefja sitt fjórða starfsár, og eru um 90% af grunnskólum landsins áskrifendur, fjölmargir leikskólar og framhaldsskólar, auk sífellt fleiri einstaklinga. Á Skólavefnum er að

Félagar í SÍNE geta fengið 15 % afslátt af áskrift hjá fyrirtækinu

Skólavefnum.is ef farið er í gegnum skrifstofu samtakanna en almennt verð er 950 krónur.

Hægt er að ganga frá áskrift á slóðinni: www.skolavefurinn.is/askrift

finna námsefni fyrir kennara og einstaklinga, sem fram til þessa hefur aðallega miðast við grunnskólastig, en undanfarið hefur hann verið að færa út kvíarnar og býður nú upp á námsefni sem tengist bæði leikskólum og framhaldsskólum og ætti að henta öllum fróðleiksfúsum einstaklingum.

Námsefni á Skólavefnum spannar flestar námsgreinar og þar er reynt að bjóða upp á fjölbreytt námsefni sem tekur til sem flestra þátta og er mikil áhersla lögð á skýra og einfalda framsetningu, sem tekur mið af því nýjasta sem er að finna í tölvu- og upplýsingaheiminum“, segir Skúli.

Er efnið þá fyrst og fremst til að vinna á tölvunni?

„Það sem er kannski eftirtektarverðast við Skólavefinn og gerir hann ólíkan öðrum vefum er kannski aðallega samspilið á milli hefðbundinnar framsetningar á námsefni og gagnvirks námsefnis, en flest allt námsefni sem þar er að finna er bæði hægt að prenta út og leysa beint af vefnum með beinni svörun. Skólavefurinn býður t.a.m. upp á samræmd próf síðustu ára fyrir 4., 7. og 10. bekk í þægilegum einingum sem nemendur geta þjálfað sig í, og hefur það mælst vel fyrir og hlotið mikla athygli.

Í vetur mun Skólavefurinn bjóða upp á fjölmargar

10
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

spennandi nýjungar og sem dæmi um slík ar nýjungar er efni um fólk og atburði í sög unni og ítarlegt efni um valin lönd. Þá býður Skólavefurinn upp á vikulegar fram haldssögur í gagnvirk um búningi með fjöl breyttum verkefnum og æfingum, bæði ís lenskar og á ensku. Nú eru t.a.m. tvær framhaldssögur í gangi, en það eru Ævisaga Benjamíns Franklíns í þýðingu Jóns Sigurðssonar og Sagan af Jóni halta eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.

Þá leggur Skólavef urinn sérstaka áherslu á að koma til móts við nemendur með ýmsar sérþarfir og hefur í því

skyni hannað tól sem ætti að geta nýst nem endum með sjón- og/eða lestrarörðugleika af ýmsu tagi. Þetta tól gerir nemandanum kleift að breyta leturstærð, lit leturs og bakgrunnslit. Auk þess er mikil áhersla lögð á munnlega framsetningu efnis, þ.e. að bjóða upp á námsefnið upplesið þannig að hægt sé að hlusta á það beint af vefnum,“ segir Skúli.

Telurðu að vefurinn geti nýst Íslendingum erlendis?

„Já, tvímælalaust. Margir foreldrar sem búa erlendis

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

hafa einmitt áhyggjur af því að börn þeirra kynnist ekki því efni sem er verið að taka fyrir á Íslandi. Við

bjóðum uppá lausnir fyrir þennan hóp, þar sem foreldrar geta látið krakka sína vinna með sama efni og jafnaldrar þeirra eru að fást við á Íslandi. Við höfum t.a.m. mikið úrval verkefna sem þjálfa lesskilning, orðaforða, málfræði og stafsetningu. Öllu efni okkar fylgir upplestur og er bæði hægt að vinna það beint í tölvunni eða prenta

ið settum okkur það metnaðarfulla markmið þegar við hófum starfsemi fyrir 3 árum að bjóða upp á nýtt efni alla virka daga. Það hefur undantekningarlaust staðist og nú bjóðum við oft uppá tvennt eða þrennt á hverjum degi. Sem dæmi má taka að efni dagsins í dag er kennsluefni í málfræði til útprentunar þar sem farið er yfir orðflokka og gagnvirkar æfingar úr sama efni. Þá bjóðum við uppá kafla í vinsælli framhaldssögu og skemmtilegan leik um höfuðborgir í Evrópu“, segir Skúli að lokum.

Uppteknir SÍNE foreldrar ættu því vonandi að finna eitthvað efni við hæfi barna sinna á vefnum.

11

BarnaSæmu nd u r

12
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
13
Eimskip auglýsing
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Hvað verður um

kosningaloforðin?

Fyrir alþingiskosningarnar, sem fram fóru þann 10. maí s.l., kepptust stjórnmálaflokkarnir við að auglýsa stefnuskrár sínar og loforð um betri tíð með blóm í haga ef bara þeir fengju atkvæðið þitt. Nú þegar loforðaþynnkan er að renna á menn þótti Sæmundi rétt að heyra hljóðið í framsóknarmönnum, sem voru með mjög áberandi loforð um réttlátari námslán í aðdraganda kosninganna. Gera má ráð fyrir að einhverjir námsmenn hafi kosið flokkinn einmitt vegna þeirra loforða sem birt voru og má sjá afrit af hér á opnunni, svo Sæmundur ákvað að leggja fyrir fulltrúa flokksins nokkrar spurningar.

Hvenær hyggst framsóknarflokkurinn koma loforðum sínum í framkvæmd?

Á kjörtímabilinu í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans, sem er grundvöllur að samstarfi flokkanna tveggja sem mynda núverandi ríkisstjórn.

Með hvaða hætti mun flokkurinn koma loforðum sínum í framkvæmd ? Má t.d. eiga von á að framsóknarmaður taki sæti í stjórn LÍN þegar endurskipað verður í stjórnina um áramót (Nýr ráðherra mun taka við og mun því skipa í stjórn LÍN)?

Eins og fram kemur í spurningunni er þess vænst að ný stjórn LÍN verði skipuð um áramót. Framsóknarflokkurinn mun tilnefna fulltrúa til setu í þeirri stjórn. Að öðru leyti munu þingmenn flokksins, einkum þeir sem sæti eiga í menntamálanefnd Alþingis, svo og aðrir forystumenn vinna að framgangi stefnu flokksins í málefnum námsmanna.

Á hvert eftirtalinna atriða, sem birtust í auglýsingu flokksins, leggur framsóknarflokkurinn mesta áherslu á í væntanlegu breytingarferli á lögum um LÍN:?

• Endurgreiðslu námslána

• Framfærslugrunn LÍN

• Námsstyrkjakerfi

• Afnám ábyrgðarmanna

Í stjórnarsáttmála þeim, sem er grundvöllur samstarfs stjórnarflokkanna á þessu kjörtímabili, segir:

„Lánasjóður íslenskra námsmanna gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms Hugað verði að lækkun endurgreiðslubyrði námslána og lög um sjóðinn verði endurskoðuð.“

Í samræmi við þetta verður á kjörtímabilinu unnið að framkvæmd þeirra fjögurra atriða sem nefnd eru í spurningunni.

Sérstaða námsmanna erlendis gagnvart LÍN er all nokkur en þó aðallega fólgin í því að þeir bera gengisáhættu og millibankagjald (ólíkt félögum þeirra á Íslandi) sem þýðir að skuld þeirra getur orðið umtalsvert hærri við námslok en námsmanns á Íslandi, sem ætti rétt á svipaðri lánaupphæð. Geta þeir búist við því að framsóknarflokkurinn beiti sér sérstaklega fyrir þeirra hönd til leiðréttingar á þeirri áhættu?

Stefna Framsóknarflokksins í málefnum lánasjóðsins var mótuð á flokksþingi sem haldið var í febrúar 2003. Þar voru gerðar eftirfarandi ályktanir um málefni lánasjóðsins:

„Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði treyst. Endurgreiðsla núverandi lána verði lækkuð í 3,75% til samræmis við eldri lánaflokk. Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður og framfærslan taki mið af raunverulegri framfærsluþörf námsmanna.

Upphaf endurgreiðslu námslána verði miðað við eðlileg námslok, ekki lok lántöku eins og nú er

14
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

LÍN leiti annarra leiða til að ábyrgjast lán til námsmanna s.s. með samningum við tryggingafélög um tryggingar fyrir endurgreiðslu lána. Fallið verði frá kröfu um ábyrgð þriðja aðila á láni hjá LÍN.

Reglugerð LÍN verði breytt þannig að framhaldsskólanemar í lánshæfu námi missi ekki styrk til jöfnunar námskostnaðar þótt þeir nýti lánarétt sinn.

Fjarnám verði eflt meðal annars til þess að fólk geti sótt sér menntun í sinni heimabyggð. Kostnaður við fjarnám umfram staðnám skal sjá stað í lánafyrirgreiðslu LÍN.“

Málefni Lánasjóðsins og hagsmunamál námsmanna eru hins vegar til stöðugrar skoðunar á vettvangi flokksins og mótuð er stefna í þeim efnum til þeirra viðfangsefna sem brýnust þykja hverju sinni. Í þeirri stefnumótun taka þátt fjölmargir aðilar, sem gegnt hafa trúnaðarstörfum fyrir hönd námsmannahreyfinganna, og einnig fjölmennur hópur flokksmanna, sem eru meðal lánþega LÍN að loknu námi hérlendis og erlendis. Þannig má gera ráð fyrir að atriðið sem spurt er um muni koma til umfjöllunar á vettvangi stofnana Framsóknarflokksins fyrr en síðar

15
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Gagnrýna LÍN

Gróa Másdóttir fjallar um þátttöku SÍNE í samnorrænni rannsókn

á fjármálum ungs fólks

Í vor barst okkur í stjórn SÍNE fyrirspurn frá athugulum, íslenskum nema í Danmörku, sem hafði séð auglýst eftir þátttakendum í samorræna rannsókn „Unges privatøkonomi“ þar í landi. Hann vildi vita hvort rannsóknin næði ekki einnig til Íslands. SÍNE ákvað í kjölfarið að taka að sér rannsóknina hér á landi og Íslendingar voru boðnir velkomnir í hópinn. Talið var styrkjandi fyrir rannsóknina að Ísland væri meðal þátttakenda en tekið var fram að við þyrftum að afla sjálf fjár til að standa straum af kostnaði við gagnaöflun hér á landi en við þyrftum ekki að greiða fyrir úrvinnsluþáttinn í Finnlandi. Leitað var eftir stuðningi hjá öllum ráðuneytum og fjármálastofnunum. Það hefur ræst ágætlega úr því þannig að við þurfum ekki að standa sjálf undir kostnaðinum við rannsóknina. Undirrituð hefur að mestu leyti séð um rannsóknina en hefur fengið góða hjálp frá öðrum.

SÍNE hefði mjög gjarnan viljað sjá eigin félagsmenn sem þátttakendur í rannsókninni en því varð því miður ekki við komið vegna eðlis rannsóknarinnar því ekki reyndist unnt að taka viðtöl við námsmenn erlendis auk þess sem mjög margir eru eldri en 29 ára. Þeir skólar sem tóku hvað best í beiðni um aðgang að námsmönnum voru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Viðskiptaskólinn á Bifröst auk nokkurra framhaldsskóla og sérskóla.

Yfir 40 svör bárust, flest frá nemendum Háskóla Íslands, þar sem fólk vildi taka þátt, láta vita að það gæti ekki tekið þátt vegna t.d. aldurs eða að láta vita að þetta væri þörf rannsókn. Við vorum afar glöð með viðbrögðin. Við urðum sem sagt að velja úr hópnum og er undirrituð mjög ánægð hversu vel tókst til með valið. Hópurinn, þ.e. þessir 12 einstaklingar, er ólíkur innbyrðis þannig að við fengum mjög góða almenna sýn á skuldastöðu nemenda. Ef draga á saman niðurstöður úr þessum viðtölum þá er eitt sem er sameiginlegt öllum viðmælendum

og það er að allir gagnrýna Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeim finnst reglurnar að mörgu leyti fáránlegar eins og það að tekjur námsmanna, t.d. yfir sumarmánuðina, hafa áhrif á hversu hátt lán hver nemandi fær. Oft er það þannig að fólk verður að vinna með skólanum til að geta stundað nám vegna tekjuskerðingarinnar. Annað sem einhverjum fannst skrýtið er að umsækjendur þurfi að hafa ábyrgðarmenn til að geta fengið lán. Það eru ekki allir sem geta útvegað þá. Til að mynda eru foreldrar eins viðmælandans á vanskilaskrá sem þýðir að þeir geta ekki gengist í ábyrgð fyrir viðmælandann. Þar af leiðandi getur hann ekki fengið lán sem þýðir að hann getur líklega ekki farið í framhaldsnám.

Einn viðmælandinn talaði um að það ætti að gera hluta af námlánunum að styrk eins og tíðkast sums staðar erlendis. Þetta myndi t.d. auðvelda fjölskyldufólki að stunda nám. Það sem er sameiginlegt með öllum viðmælendum nema einum er að þau eru ánægð með bankann sinn og þjónustuna þar. Ef þau hafa einhvern tíma verið óánægð þá eru þau búin að skipta um banka. Sá sem er óánægður af þeim hefur það einmitt í hyggju. Viðmælendur eru sammála um að við búum í efnishyggjuþjóðfélagi þar sem skiptir að eiga allt það flottasta og nýjasta og ef fólk hefur ekki efni á hlutunum þá eru tekin lán. Sitt sýnist hverjum um það hverjum þetta er að kenna. Reyndar eru þau flest á því að fjölmiðlar og bankar ýti undir efnishyggjuna. Bankar mættu, eins og annar viðmælandi sagði, t.d. afhenda lántakendum bæklinga um hverjar afleiðingarnar geta orðið ef fólk ætlar að taka yfirdráttarlán.

Undirrituð vonar svo sannarlega að þessi rannsókn hafi einhver áhrif til hins betra, t.d. að LÍN fari að hugsa um að breyta reglum sínum.

Gróa Másdóttir, varaformaður og gjaldkeri SÍNE

16
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Gróa Másdóttir

Halló Norðurlönd!

Ert þú að flytja búferlum milli Norðurlandanna og hefur siglt í strand í kerfinu vegna þess að mismunandi reglur gilda í löndunum eða vegna þess að þú hefur ekki fengið réttar upplýsingar?

Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta sem Norrænu félögin sjá um fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Við leiðbeinum þér eftir bestu getu í gegnum stjórnsýslukerfið á Norðurlöndunum og gefum upplýsingar um rétta aðila og tengla sem þú hetur nýtt þér í leit að svari. Þjónustan er opin alla virka daga milli kl. 09.00 og 16.00.

Landsbókasafn ÍslandsHáskólabókasafn

stendur vörð um íslenskan menningararf og varðveitir fyrir framtíðina

Námsmenn erlendis!

Leggið okkur lið!

Erum þakklát fyrir hvaðeina sem berast kann frá útlöndum varðandi Ísland og Íslendinga, t.d. doktorsritgerðir varðar af Íslendingum við erlenda háskóla eða doktorsritgerðir sem á einhvern hátt varða íslensk efni, ábendingar um rit eða geisladiska, auglýsingar, prógröm, ritdóma og aðrar umfjallanir Það sem okkur finnst hafa lítið gildi í dag getur orðið mikils virði eftir 100 ár.

Halló Norðurlönd á Íslandi · Sími 511 1808 · hallo@norden.is www.hallonorden.org

Gerum safn heimilda um okkur sem heillegast! Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Arngrímsgötu 3

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

17

Nýr menntamálaráðherra væntanlegur um áramót

Að loknum stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í maí síðastliðnum var tilkynnt um þær breytingar sem urðu á ráðherrastólum nýrrar ríkisstjórnar. Meðal þeirra beytinga sem þá voru kynntar voru ráðherraskipti í menntamálaráðnueytinu um næstu áramót. Þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks taka við ráðherraembætti af Tómasi Inga Olrich núverandi menntamálaráðherra.

Sæmundur ákvað af þessu tilefni að líta yfir feril væntanlegs ráðherra, en upplýsingarnar eru fengnar á vef Alþingis www.althingi.is:

Menntun:

• Stúdentspróf MS 1985.

• Lögfræðipróf HÍ 1993.

Fyrri störf:

• Lögfræðingur hjá Lögmönnum Höfðabakka 1993-1994.

• Yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar ríkisútvarpsins 1997-1999.

• Alþingismaður Reykn. 1999-2003, alþm. Suðvest. síðan 2003 (Sjálfstfl.).

Félagsmál og nefndastörf:

• Í stjórn Orators, félags laganema við HÍ 19891990.

• Í stjórn Stefnis, félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 1993-1994.

• Varaformaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1993-1994.

• Í stjórn Vinnumálastofnunar frá 1997.

• Í stjórn LÍN frá 1997.

• Í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um fjölmiðla og konur. Ýmis störf á vegum íþróttahreyfingarinnar.

• Allsherjarnefnd 1999 (formaður), menntamálanefnd 1999-2003

• Samgöngunefnd 1999

• Sérnefnd um stjórnarskrármál 2000-2003,

• Iðnaðarnefnd 2003

• Kjörbréfanefnd 2003

• Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA 19992003 (formaður 2003).

• Hefur ritað ýmsar greinar í héraðs- og landsmálablöð.

18
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Menntaskólinn á Akureyri Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki sími 455 4500
19
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

LÍN

Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að innan Menntamálaráðuneytisins hafa engin formleg skref verið tekin í þá átt að lækka endurgreiðslubyrði Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Að undirlagi SÍNE og BHM var settur á laggirnar samráðshópur til að kanna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána. Í lokaskýrslu hópsins voru nokkrar leiðir nefndar sem allar hafa að markmiði að létta endurgreiðslubyrðina. Ein var sú að greiðslur af námslánum yrðu frádráttarbærar frá skattstofni, önnur að tekjutengt hlutfall endurgreiðslu verði lækkað, þriðja sú að auka sveigjanleika í endurgreiðslum, fjórða sú að miða hlutfall endurgreiðslu við nettótekjur í stað brúttótekna og að endingu að afnema verðtryggingu lánanna. Fyrir kosningar voru menn og konur sem sóttust eftir að setjast á Alþingi Íslendinga óspör á yfirlýsingar og stefndu allir flokkar að því að ráðast í úrbætur í málefnum lánasjóðsins. Í síðasta tölublaði Sæmundar var forystumönnum flokka,

ásamt ungliðum hreyfinganna, boðið að ávarpa námsmenn erlendis Sumir voru með mótaðar tillögur um það hvernig létta ætti endurgreiðslubyrði námslána á meðan aðrir töluðu meira á almennum nótum. Verður nú að vona að ráðamenn standi við yfirlýsingar sínar og komi til móts við þá fjölmörgu sem glíma við að greiða af námslánum sínum.

Þetta verður í síðasta sinn sem ég rita um málefni af vettvangi lánasjóðsins þar sem ég hef nú látið af störfum sem fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN. Nýr fulltrúi SÍNE í stjórninni er Brynhildur Ingvarsdóttir, sem hefur gengt starfi gjaldkera SÍNE. Óska ég henni velfarnaðar í hinu nýja starfi hennar

Með góðri kveðju, Guðmundur Thorlacius

MARGT SMÁTT

Jólaflug frá Bandaríkjunum

Skrifstofa Flugleiða býður SÍNE félögum í Bandaríkjunum upp á eftirfarandi tilboð nú fyrir jólin:

Frá Boston og Baltimore: USD 448-648 (fer eftir því hvort ferðast er yfir helgi).

Frá Minneappolis og Orlando: USD 498-698 (fer eftir því hvort ferðast er yfir helgi).

Ferðatímabil 15. desember 2003 - 9. janúar

2004 en sölu lýkur 31 .október 2003

Einungis hægt að kaupa farmiða í gegn um eftirfarandi söluaðila:

Lina Jonsson LT Travel www.linatravel.com 800-711-7242/845-940-1104

lina@linatravel.com

Thorunn Bigler Protravel International Inc. 877-702-2600 #648 /212-702-2648

tbigler@protravelinc.com

Jólaflug frá London

Félagsmönnum SÍNE standa til boða, hjá Flugleiðum, sérstök jólafargjöld á flugleiðinni London-Ísland og eru verðin eftirfarandi:

Flogið á tímabilinu 12. september - 14. desember og 11. janúar - 31. mars 2004, verð: GBP 99 (+ skattur)

Flogið á tímabilinu 15. desember - 10. janúar, verð: GBP 150 (+ skattur)

Nánari upplýsingar er að finna á www.icelandair.co.uk/sine

20
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Guðmundur Thorlacius

MARGT SMÁTT

Jólaflug frá Þýskalandi og Hollandi

Á heimasíðu Flugleiða í Frankfurt (sjá nánar á heimasíðu SÍNE) er nú að finna tilboðsfargjöld sem gilda vegna ferða um næstu jól heim til Íslands. Verðin eru eftirfarandi: Frá Frankfurt og Amsterdam til Íslands: 339 EUR

Frá Berlin, Hamborg, Dusseldorf, Hannover, Suttgart til Íslands (flogið er í gegn um Kaupmannahöfn): 419-439 EUR

Fyrstu 50 sem bóka frá 40 EUR afslátt. Í sölu til 19. desember 2003.

Jólaflug frá Kaupmannahöfn

Nú hefur skrifstofu SÍNE borist jólatilboð Flugleiða frá Danmörku til Íslands (von er á tilboðum frá Svíþjóð og Noregi innan skamms). Tilboðin verða sett inn á þessa síðu: http://www.icelandair.dk/sine.

MARGT SMÁTT

Háskóli Íslands sér um framkvæmd TOEFL-prófsins

Frá og með haustinu 2003 sér Háskóli Íslands um framkvæmd TOEFL-prófsins

á Íslandi. Prófstaðurinn verður Eirberg á Landspítalalóðinni. Skráning fer fram í gegnum skráningarsíðu TOEFL. Nánari upplýsingar um dagsetningar TOEFLprófa og skráningarfrest er að finna á www.toefl.org

Íslendingafélagið í Björgvin

Ný heimasíða Íslendingafélagsins í

Björgvin í Noregi hefur verið tekin í notkun www.isbjorg.org og netfang félagsins er isbjorg@isbjorg.org Íslendingafélagið í Björgvin er öllum opið, Íslendingum, Norðmönnum, öllum sem áhuga hafa á íslenskum málefnum

Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjór nar um menntamál frá 23. maí 2003: „Að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Háskólanám verði eflt og fjarnám þróað í samvinnu við menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi. Öflugt símenntunarkerfi verði þróað áfram í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og sérstök áhersla verði lögð á sókn á sviði starfs- og verkmenntunar. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Hugað verði að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána og lög um sjóðinn endurskoðuð.“

New York

Ég er á leiðinni í nám til New York og vantar íbúd og/eða meðleigjanda frá og með janúar 2004. Vill helst vera á Manhattan, endilega hafið samband í síma 001-386-383-0209 eða irisbjork20@hotmail.com

21
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Stjórn SÍNE veturinn 2003-2004

Á sumarráðstefnu SÍNE, sem haldin var þann 21. ágúst s.l., var ný stjórn félagsins kosin. Af því tilefni er vel við hæfi að kynna stjórnarmeðlimi fyrir félagsmönnum og því lögðum við nokkrar spurningar fyrir stjórnarmeðlimi með það að markmiði að kynnast þeim ögn betur. Sjáum hvað þau segja.

Guðmundur Thorlacius, formaður SÍNE

Nám og námsferill: Hóf nám við Westfälische Wilhelms Universität í Münster í Þýskalandi haustið 1996. Lauk LL.M. gráðu ári seinna og hóf þá doktorsnám í opinberu réttarfari og samanburðarlögfræði við sama skóla. Mun að öllum líkindum ljúka því námi sumarið 2004.

Kom heim úr námi: Ég kom heim sumarið 2000, hélt áfram að skrifa og hóf störf hjá ríkisskattstjóra í febrúar 2001. Byrjaði síðan að vinna á tekju- og lagaskrifstofu Fjármálaráðuneytisins í ágúst 2003.

Byrjaði í stjórn SÍNE: Ég byrjaði í stjórn SÍNE haustið 2001 sem fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN og gengdi því starfi í tvö ár. Haustið 2002 varð ég formaður SÍNE.

Hvernig nýttirðu þér þjónustu SÍNE á námstíma: Ég nýtti mér þjónustu SÍNE aðallega með tvennum hætti. Áður en ég fór út hafði ég samband við skrifstofu SÍNE og þar var mér bent á hvar ég gæti leitað mér upplýsinga um skóla og nám í Þýskalandi. Eins og svo margir tók ég um tíma framfærslulán hjá LÍN. Hjá skrifstofu SÍNE og á vefsíðu félagsins fékk ég allar upplýsingar um lánið og um endurgreiðslu þess

Brynhildur Ingvarsdóttir, fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN

Nám og námsferill: Ég lauk BA-prófi í sagnfræði með bókmenntafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands 1995. Ég flutti til Boston haustið 1996 og lauk MA-prófi í fjölmiðlafræði frá Emerson College í Boston.

Kom heim úr námi: Ég kom heim sumarið 2002 og byrjaði í stjórn SÍNE haustið 2002 og gegndi stöðu gjaldkera 2002-2003.

Hvernig nýttirðu þér þjónustu SÍNE á námstíma: Á námsárunum var SÍNE okkur hjónum mjög innan handar þegar upp kom sú staða að eiginmaður minn „kláraði kvótann“ hjá LÍN. Hann stundaði doktorsnám í jarðeðlisfræði við MIT, þar sem krafist er þriggja námsanna á ári, vor, sumar og haust. Til þess að ljúka doktorsnámi áætlaði skólinn 5-6 ár, 3 annir á ári, samtals 15-18 annir. Hámarkslánstími LÍN til framhaldsnáms á háskólastigi er hins vegar 12 annir og þarna bar mikið á milli. Fyrir tilstilli SÍNE var máli okkar skotið til vafamálanefndar

22 SÍNE
· samband íslenskra námsmanna erlendis

LÍN og var okkur veitt undanþága fyrir láni í 2 annir til viðbótar, sem gerði okkur kleift að ljúka námi á réttum tíma.

Ég hvet félagsmenn eindregið til þess að nýta sér þá þjónustu sem SÍNE býður upp á. Þar er brunnur þekkingar um málefni Lánasjóðsins og önnur hagsmunamál námsmanna.

Hrafn Sveinbjarnarson, ritari stjórnar

Fakta fyrir utan að ég er búinn til og fæddur árið 1973 og er enn á lífi:

Nám og námsferill: BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands sumarið 1997, Nám í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1997-2001, Cand. mag. í sagnfræði nóvember 2001.

Kom heim úr námi: Kom heim úr námi frá Kaupmannahöfn árið 2001 og hóf sama ár störf fyrir SÍNE

Hvernig nýttirðu þér þjónustu SÍNE á námstíma: Ég var trúnaðarmaður SÍNE í Kaupmannahöfn í um 2 ár. Hafði þar á undan leitað til forvera míns í því embætti vegna húsnæðisvandræða og fékk þá mikla uppörvun. Er ennþá mjög glaður yfir súkkulaði því sem SÍNE sendi mér og öðrum trúnaðarmönnum það herrans ár 2000. Var forseti Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1998-2000. Starfa nú sem skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands. Spila á flautu í frístundum og hef gaman af erlendum bókum - einkum latneskum fagurbókmenntum, góðu víni og gáfuðu kvenfólki.

Gróa Másdóttir, gjaldkeri SÍNE

Nám og mámsferill: Fór út haustið 1995 og byrjaði í fornleifafræði í janúar 1996. Kláraði CandMag próf í fornleifafræði og sagnfræði haustið 1998. Byrjaði í MAnámi í sögu í janúar 1999 sem ég kláraði svo frá HÍ í febrúar 2003.

Kom heim úr námi: Kom heim í júní 2001 og byrjaði í stjórn SÍNE þá um sumarið.

Hvernig nýttirðu þér þjónustu SÍNE á námstíma: Ég var tengiliður Íslendingafélagsins og SÍNE frá 1997 til 2001 þar sem ég miðlaði upplýsingum frá SÍNE til námsmanna í Þrándheimi. Ég nýtti mér t.d. það að fá afslátt hjá Samskipum þegar við fluttum heim og mig minnir að sá afsláttur hafi verið töluverður. SÍNE hefur staðið sig vel í sínum baráttumálum t.d. það sem viðkemur LÍN. Ég hvet alla til þess að kíkja á nýju heimasíðuna okkar til að sjá hvað um er að vera hjá okkur. Það að sitja í stjórn SÍNE hefur gefið mér mjög mikið fyrir utan góðan félagsskap :-)

Haraldur Óskar Haraldsson, meðstjórnandi

Nám og námsferill: Ég lauk C.S. gráðu frá Véla- og iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc.gráðu frá Véla- og iðnaðarverkfræðideild H.Í. Tók svo nokkur námskeið fyrir M.Sc. gráðu sem hann lauk frá The University of Michigan, Ann Arbor. Að síðustu lauk ég Phd gráðu í orkuverkfræði, frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 2000.

Kom heim úr námi: Kom heim árið 2000 og byrjaði í stjórn SÍNE sama ár. Gegndi stöðu formanns veturinn 2001-2002

Hvernig nýttirðu þér þjónustu SÍNE á námstíma: Fyrir námið nýtti ég mér góða þjónustu SÍNE við val á skólum erlendis.

23
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

STYRKIR Í BOÐI

Styrkir til náms í Finnlandi, Hollandi og Noregi Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi, Hollandi og Noregi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í þessum löndum. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kemur í hlut Íslendinga. Umsækjendur skulu hafa lokið BA- eða BS-prófi eða öðru sambærilegu prófi. Menntamálaráðuneytið framsendir umsóknir er uppfylla skilyrði sem nánar eru tilgreind í upplýsingum um styrkina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og einnig á eftirgreindum vefsíðum:

Í Finnlandi eru styrkir veittir til 3 - 9 mánaða og nemur styrkfjárhæðin 725 evrum á mánuði. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu CIMO (Centre for International Mobility)

http://finland.cimo.fi/studying/

Í Hollandi er um svokallaða Huygens-styrki að ræða og eru þeir veittir til 3 - 10 mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 702 evrur á mánuði og skulu umsækjendur vera yngri en 35 ára. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu NUFFIC (Netherlands organization for international cooperation in higher education) http://www.nuffic.nl/huygens/

Í Noregi eru styrkir veittir til 1 - 10 mánaða

MARGT SMÁTT

námsdvalar. Styrkfjárhæð er 8.000 n.kr. á mánuði og skulu umsækjendur vera yngri en 40 ára. Upplýsingar og eyðublað fást á vefsíðu Rannsóknarráðs Noregs www.rcn.no/english/is/

Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum. www.menntamalaraduneyti.is

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkurinn er að upphæð kr. 300.000 og veitist ungum, efnilegum myndlistarmanni. Eftirfarandi gögn og upplýsingar þurfa að fylgja umsókninni: Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir eða litskyggnur af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum námsog listferli.

Í dómnefnd sitja: Ólafur Kvaran safnstjóri Listasafns Íslands (515-9600), Björg Atla, SÍM (551-7706) og Halldór Björn Runólfsson, LHÍ (551-0131)

Umsóknir skulu merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, Listasafn Íslands, P.O. Box 668, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1.nóvember 2003.

Afsláttur SÍNE félaga hjá Skólavefnum.is

Félagsmenn SÍNE fá nú 15% afslátt af áskriftarverði Skólavefsins.is (www.skolavefurinn.is) en á vefsíðunni er boðið upp á íslenskt kennsluefni fyrir allt skólastigið á aðgengilegan og líflegan hátt. Þetta er kærkomin leið fyrir barnafjölskyldur erlendis sem vilja halda við íslenskuþekkingu eða auka við hana. Félagsmenn fá áskrift á 800 krónur og áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins sine@sine.is.

24
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

MARGT SMÁTT

Náms- og rannsóknarstyrkur

Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk að upphæð kr 500.000,- Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs, BA/BS eða sambærilegrar eða hærri gráðu. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að finna í starfsreglum sjóðsins sem birtar eru í heild á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands, www.sudurland.is/fraedslunet en þar kemur m.a. fram að rannsóknarverkefnið skuli tengjast Suðurlandi og þjóni ótvíræðum atvinnulegum og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknum um styrk skal senda ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun (sjá 5.gr starfsreglna) til Fræðslunets Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss fyrir 10. nóvember 2003. Nánari upplýsingar veitir Jón Hjartarson framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands í síma 480 5020.

UTANRÍKISRÁÐUNE Y TIÐ

www.mbf.is

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

BONDI.IS

25

Styrkir KaupþingsBúnaðarbanka afhentir

Þann 12. júní síðastliðinn afhenti Kaupþing - Búnaðarbanki styrki á vegum Námsmannalínu bankans. Afhentir voru 15 styrkir, hver að upphæð 200.000 krónur. Skiptust þeir þannig að 8 fóru til námsmanna erlendis, 2 útskriftarstyrkir til nemenda í sérskólum og 5 til útskriftarnema við Háskóla Íslands.

Alls bárust um 330 umsóknir en í úthlutunarnefnd áttu sæti Jón Adolf Guðjónsson og Kristín B. Gísladóttir f.h. bankans og f.h. námsmanna sátu í nefndinni Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir frá BÍSN, Davíð Gunnarsson frá SHÍ og Heiður Reynisdóttir frá SÍNE.

Sæmundur ákvað af þessu tilefni að heyra í tveimur af þeim námsmönnum erlendis sem hlutu styrkinn en þeir eru Guðbrandur Benediktsson í Svíþjóð og Guðbjörg Halla Arnalds í Bandaríkjunum.

Fyrsti viðmælandi okkar er Guðbrandur Benediktsson en hann stundar MA-nám við Gautaborgarháskóla í alþjóðlegum safnafræðum, og upp á ensku kallast námið „Masters Programme in International Museum Studies“. Námið, sem tekur um tvö ár , samanstendur af bæði bóklegu námi, verklegu og loks MA-ritgerð en Guðbrandur stefnir á að útskrifast vorið 2004. Að sögn Guðbrands er nemendahópurinn, 27 manns, alþjóðlegur en innan hans er að finna námsmenn af þrettán þjóðernum frá fimm heimsálfum.

En hver var aðdragandinn að því að Guðbrandur ákvað að velja þetta nám

„Ja, ég er með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og hef sömuleiðis unnið nokkuð á söfnum. Mér hefur þótt safnastarfið heillandi og tel að það bjóði upp á ýmsa skemmtilega möguleika. Því langaði mig til þess að sækja mér menntun á sviði safnastarfs og eftir nokkra eftirgrennslan, leist mér best á þetta nám í Gautaborg. Aðdragandinn var í raun ekki svo langur, þó ég hafi gengið með hugmyndina

nokkuð lengi í kollinum. Framkvæmdin sjálf, hinn eiginlegi undirbúningur, tók þó ekki nema tæpt ár Þar sem ég er giftur og á tvö lítil börn, þurfti að taka með í reikninginn ýmsar breytur til þess að þessi ferð hentaði öllum sem best.“

Voru einhverjar hindranir sem mættu þér í skipulagningunni eða við komuna út?

„Það má svo sem deila um hvað kalla skuli hindranir. Að minnsta kosti mætti ég engum sem hindruðu mig. Það er að vísu ekki hlaupið að því að fá íbúð í borgum eins og Gautaborg, en við vorum reyndar býsna heppin hvað það varðar. Það kom mér reyndar nokkuð á óvart, hve snúið það getur verið að stunda nám í Svíþjóð og vera foreldri. Einhvern veginn hafði ég gert mér í hugarlund að slíkt væri með besta móti í Svíþjóð, en málið var ekki alveg svo einfalt. Að því er mér skilst, þá er þetta auðvitað misjafnt eftir borgum og háskólum. Það tók okkur til dæmis lengri tíma en við ætluðum að fá leikskólapláss fyrir börnin. Svo hefur glíman við „kerfið“ ekki alltaf verið til ánægju og yndisauka, en svo sem engar hindranir. Eitt af því sem maður lærir og ég tel afar mikilvæga lexíu, er einfaldlega hvernig það er að vera útlendingur í framandi landi.“

26
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
„Samkvæmt nýlegri sænskri rannsókn...“

Hefur skólinn eða námið staðið undir þeim væntingum sem þú hafðir áður en þú fórst út?

„Já, í flesta staði hefur námið staðið undir þeim væntingum sem ég gerði. Mér finnst þetta vera „þrælgóður pakki“ þar sem blandað var saman aðferðafræði safnastarfs og praktík. Þar við bætist að í þessum fjölbreytta hópi nemenda og kennara, sem einnig komu víða að, skapaðist oft fjörug og fróðleg umræða. Þannig að ég er mjög ánægður. Auðvitað eru ýmsir vankantar á náminu, enda er verið að kenna þetta prógram hérna í fyrsta skipti, en það ætti að vera auðvelt að slípa þá af. Okkur hefur þá verið tjáð það að reynslan þyki afar góð og að framhald muni verða á þessu námi, enda mun eftirspurnin vera mikil.“

Hvernig reynsla er það fyrir þig að stund nám erlendis?

„Reynsla mín er í flesta staði mjög góð - og það sem ekki hefur reynst gott má alltaf sjá sem lærdómsríkt. Ég get ekki annað en mælt með námi erlendis - og vel það. Ég tel að það sé flestum til góða að búa erlendis og kynnast öðrum löndum á þann máta - og þó svo að Svíþjóð sé harla lítið exótískt fyrir Íslendinga, er þar margt sem maður verður áskynja að er öðruvísi en heima á Íslandi. Ég ætla enn fremur að leyfa mér að segja að Svíþjóð er ákaflega gott land að búa í og þetta er yfirleitt mjög gott samfélag. Það er enda ekki að ástæðulausu að Íslendingar líta mikið til þess sem Svíar eru að gera, samanber frasann sem tryggir að menn hlusta af athygli: „Samkvæmt nýlegri sænskri rannsókn...“

Það eru vissulega ýmis atriði sem geta vafist fyrir mönnum þegar haldið er utan í nám, alls kyns praktísk mál sem þarf að leysa, en þá er bara að bíta á jaxlinn og klára dæmið. Auðvitað er ekki hægt að ráðleggja mönnum annað en að skipuleggja námsdvöl erlendis sem best og halda svo einbeitingunni.“

Það er stundum talað um að það hjálpi íslenskum námsmönnum erlendis að „vera Íslendingar“ - hefurðu fundið fyrir því ?

„Já, í Svíþjóð finnur maður fyrir því, manni hættir jafnvel til að líta ekki á sig sem útlending. Hér eru og hafa verið margir Íslendingar, bæði við nám og störf. Ekki hvað síst á það við um fólk á sviði heilbrigðisþjónustu og iðulega fer af þeim gott orð. Þá er líka um að gera að standa sig sjálfur! Annars finnst mér ég hafa skynjað glöggt hve samstarf Nordurlandaþjóðanna er gott og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga. Og gamla góða dönskukennslan hefur vissulega reynst fínn grunnur fyrir sænskuna.“

Nú er mikið rætt um námslánin - hvernig hefur þér tekist að láta enda ná saman á lánum ? Hefur styrkurinn hjálpað í þeirri baráttu?

„Já, það hefur að mestu gengið að ná endum saman hjá okkur. Blessunarlega reyndist það auðvelt fyrir eiginkonu mína að fá vinnu sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi Sahlgrens, en styrkurinn frá BÍ reyndist mér frábærlega og kom á besta tíma. Auðvitað kallar þetta á ýmiskonar hagræðingu og segja má að við séum á „low budget“. Til að mynda erum við ekki

27
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

með bíl, enda eru almenningssamgöngur hér í borg með mestu ágætum.“

Hefurðu leitt hugann að því hvað tekur við hjá þér að námi loknu?

„Já, oft og iðulega. Hvað það verður veit nú enginn... en auðvitað langar mig til þess að starfa innan safnageirans og svo get ég vel hugsað mér að ljúka námi mínu í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands og tengja það safnafræðunum. Það er svona eiginlega næst á döfinni, enda tel ég að snertiflötur þessara tveggja sviða sé afar spennandi. Um þessar mundir er ég einmitt að vinna að rannsókn á Göteborgs Stadsmuseum sem snýr að þessu sambandi minjavörslunnar og ferðamála.“

Það liggur þá kannski beinast við að spyrja hver væri þinn draumavinnustaður að námi loknu?

„Það hefur alltaf verið ætlunin að snúa heim strax að loknu námi. Og að sjálfsögðu dreymir mig um að vinna á safni sem er bæði kraftmikið og framsækið. Ég tel að það sé heilmikil gróska í íslensku safnastarfi um þessar mundir og langar mig á einn eða annan máta að taka þátt í því starfi.“

En hvað með áhugamál - er einhver tími fyrir þau með náminu?

„Já, ætli það megi ekki segja að eitt af mínum aðal áhugamálum sé að ferðast og skoða mig um. Ég hef vissulega fengið nokkur tækifæri til þess hérna, enda er flest allt nýtt að sjá. Í sumar ferðuðumst við fjölskyldan m.a. um í fögrum sveitum Smálanda, eða „Í Beykiskógum Smálanda“, eins og segir í laginu - og komum t.d. að Kattholti. Síðan ferðuðumst við heilmikið um Vesturströnd Svíþjóðar, sem er ákaflega falleg. Við fórum allt norður til Noregs, svo inn í land, til Vänern og gistum meðal annars í bænum Åmål sem er kunnur að endemum í sænskri kvikmyndasögu. Nú svo má segja að ég hafi fengið heldur betur gott tækifæri að sinna öðru áhugamáli mínu, sem er að heimsækja söfn,“ segir Guðbrandur að lokum.

að ákveða hvaða skóla ég vildi sækja um en eftir að ég hafði sigtað út fimm skóla tóku inntökupróf við. Ég fór út í tvær vikur til að taka inntökupróf og skoða skóla, en undirbúningstíminn var mun lengri. Allt í allt gekk þetta mjög vel. Ég var helst hissa á hversu mikið skipulagsleysi var á skrifstofum sumra skólanna en öll gögnin mín komust loks í réttar hendur og mér tókst að fá gögn til að ganga frá vegabréfsárituninni rétt í tæka tíð.“

Hefur námið staðið undir þeim væntingum sem þú hafðir áður en þú fórst út?

„Námið hefur fyllilega staðið undir væntingum mínum og meira en það. Fyrsta önnin mín var frekar róleg og það kom mér aðeins á óvart, sérstaklega eftir að hafa verið eins upptekin og ég var heima. Það stóð hins vegar ekki lengi, aðalkvörtun mín núna er vegna of fárra klukkustunda í sólarhring Ég hef verið rosalega ánægð í náminu og að mínu mati ættu allir þeir sem hafa tækifæri til að stunda nám eða dvelja erlendis að taka því fegins hendi. Nám utanlands krefst hins vegar mikillar vinnu og fjármuna svo að hver og einn verður að meta það fyrir sig hvort hann er tilbúinn að takast á við það.“

Það er stundum talað um að það hjálpi íslenskum námsmönnum erlendis að „vera Íslendingar“ - hefurðu fundið fyrir því?

Guðbjörg Halla Arnalds stundar B.F.A. nám í nútíma dansi við North Carolina School of The Art í Norður Karolínu. Hún gerir ráð fyrir að ljúka náminu í júní árið 2005. Það er oft talað um að umsóknarferlið fyrir skóla í Bandaríkjunum sé langt og strangt og Guðbjörg Halla er sammála því.

„Ég var búin að hugsa um að fara í framhaldsnám í dansi í langan tíma og ákvað að láta loksins verða af því eftir að ég lauk stúdentsprófi. Það tók sinn tíma

„Já, ég hef svolítið fundið fyrir því að það að vera Íslendingur hjálpi stundum. Það eru sárafáir útlendingar í skólanum hérna, og yfirleitt á svæðinu þannig að útlendingar vekja talsverða athygli. Athyglin stafar hins vegar aðallega af útlendum hreim. Minn íslenski hreimur hvarf frekar fljótt svo ég hef sloppið við mikla athygli vegna þjóðernisins eftir það.“

Nú er mikið rætt um námslánin - hvernig hefur þér tekist að láta enda ná saman á lánum ? Hefur styrkurinn hjálpað í þeirri baráttu?

28
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
„Hef áhuga á að reyna fyrir mér úti“

„Það hefur gengið ágætlega að láta enda ná saman. Ég er með styrki frá skólanum og Búnaðarbankastyrkurinn hefur líka komið í góðar þarfir þetta árið.

MARGT SMÁTT

Stúdentar njóta sama réttar

Norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir undirrituðu nýjan félagsmálasáttmála þann

18.september s.l. Sáttmálinn þýðir meðal annars að nú njóta námsmenn á Norðurlöndum sama réttar í öllum löndunum t.d. að því er varðar barna-og húsaleigubætur og bætur verða greiddar vegna heimflutnings innan Norðurlandanna þegar um alvarleg bráðatilvik er að ræða. Með sáttmálanum eru reglur um félagslegt öryggi Norðurlandabúa sem flytjast milli landanna gerðar skýrari og réttur borgaranna betur skilgreindur. Sáttmálinn felur sömuleiðis í sér aðlögun að reglum sem gilda í Evrópusambandinu. Má í þessu sambandi nefna að sænski fjölskylduráðherrann, Berit Andnor, lýsti yfir því að sænsk yfirvöld hefðu ákveðið

Í Norður Karólínu er frekar ódýrt að búa þannig að þetta hefst allt saman. Ég hugsa að ég eyði minna á mánuði heldur en meðalnámsmaður eyðir bara í leigu í New York.“

Áttu þér einhver áhugamál sem ekki tengjast náminu og hefurðu getað sinnt þeim úti?

„Ég hef alltaf haft gaman af ferðalögum og útivist og ég byrjaði í klettaklifri eftir að ég kom út. Það er mjög misjafnt hversu mikinn tíma ég hef til að sinna öðru en skólanum en oftast nær er voða lítill tími. Oft er svo mikið að gera að ef ég er í fríi í heilan dag vil ég frekar taka mér smá frí og slaka á.“

Hefurðu leitt hugann að því hvað tekur við hjá þér að námi loknu?

„Já, ég hef mikið brotið heilann um hvað tekur við þegar ég útskrifast án þess að fá mikinn botn í það. Dansheimurinn er ekki sá öruggasti þannig að það þarf talsverða útsjónarsemi til að lifa af. Ég er hins vegar búin að stofna til ýmissa sambanda við fyrrverandi samnemendur mína sem og aðra danshöfunda og dansara í heiminum. Ég vona bara að þessi sambönd komi mér til góða þegar ég þarf á þeim að halda.

Danslífið á Íslandi er ekki mjög fjölbreytt þó að það hafi verið aðeins að breytast á síðustu árum. Í framtíðinni hef ég því meiri áhuga á að reyna fyrir mér úti að minnsta kosti fyrst í stað“, segir Guðbjörg Halla að lokum.

að sjá til þess að íslenskir stúdentar nytu fullra félagslegra réttinda í Svíþjóð, en dæmi eru um annað á undanförnum árum.

SÍNE félagar í Svíþjóð ættu því að geta sótt fljótlega um húsaleigubætur þar í landi, en þó ber að hafa í huga ströng aldurs- og tekjuskilyrði sem gilda um bæturnar.

Madrid

Madrid eða nágrenni ! Óskum eftir íbúðaskiptum við fjölskyldu sem er að fara heim til Íslands um jólin. Við erum með 4ra herbergja hæð í vesturbæ Reykjavíkur (113 fm). Skipti á bíl koma líka til greina. Íbúðin er laus frá 18. desember til 5. janúar.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Þórhall á netfang: thorhallur@eggert.is

29
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Þökkum eftir töldum aðilum stuðninginn

Borgarbyggð, Borgarbraut 11, 310 Borgarnes www.borgarbyggd.is

Bókasafn Ísafjarðar, Austur vegi 9, 400 Ísafirði www.isafjordur.is/bokasafn

Fjölbrautarskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi www.fva.is

Gerðahreppur, Melbraut 3, 250 Garður www.gerdahreppur.is

Haraldur Böðvarsson, Bárugötu 8-10, 300 Akranesi www.hb.is

Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Safnhúsinu, 550 Sauðárkróki

Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Laufskógum 1, 700 Egilsstöðum www.heraust.is

Johan Rönning, Sundaborg 15, 105 Reykjavík www.ronning.is

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogi www.kopavogur.is

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Hvanneyri, 311 Borgarnesi www.hvanneyri.is

Líffræðistofnun Háskóla Íslands, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík www.hi.is/pub/lif

Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstöðum www.me .is

Menntaskólinn við Hamrahlíð, v/Hamrahlíð, 105 Reykjavík www.mh.is

Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík www.mbl.is

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholt, 112 Reykjavík www.rala.is

Reykjanesbær, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík www.reykjanesbaer.is

Safnhús Skagafjarðar, v/Faxatorg, 550 Sauðárkróki skalasafn@skagafjordur.is

Sparisjóður Mýrarsýslu, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi www.spm.is

Sparisjóðurinn í Keflavík, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík www.spkef.is

Tónlistarskólinn á Akureyri, Hafnarstræti 81, 600 Akureyri tonak@akureyri.is

Tæknifræðingafélag Íslands, Engjateig 9, 105 Reykjavík www.tfi.is

Verkfræðingafélag Íslands, Engjateig 9, 105 Reykjavík www.vfi.is

Þjónusta SÍNE við félagsmenn

Félagsmenn geta hringt „collect“ á skrifstofu SÍNE hvaðanæva að úr heiminum.

SÍNE félagar fá aðstoð í samskiptum sínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna www.lin.is en í stjórn LÍN situr fulltrúi frá SÍNE og vinnur stöðugt að bættum kjörum félagsmanna í lánamálum

Framkvæmdastjóri SÍNE situr alla s.k. vafamálafundi Lánasjóðsins og leiðbeinir félagsmönnum í málarekstri auk þess að tala máli allra námsmanna á þeim fundum.

SÍNE félagar njóta afsláttarkjara hjá Samskipum www.samskip.is en þeir fá 12% afslátt af flutningsgjöldum hjá fyrirtækinu.

Fyrir jól og á vorin reynir SÍNE að afla hagstæðra kjara á flugmiðum til Íslands fyrir félagsmenn sína.

Trúnaðarmenn SÍNE aðstoða félagsmenn í viðkomandi námslandi

Stjórn SÍNE leitar allra leiða til að bæta hag námsmanna erlendis

SÍNE er í samstarfi við Atvinnumiðstöð stúdenta og geta félagsmenn leitað þangað þeim að kostnaðarlausu í leit að sumar- eða framtíðarstarfi

SÍNE hefur barist fyrir lægri endurgreiðslubyrði námslána og nú gefst lánþegum kostur á að greiða af láni sínu átta greiðslu á ári í stað tveggja áður.

SÍNE er aðili að samráðshóp 15 samtaka sem leita munu leiða til að létta endurgreiðslubyrði námalána

Finnst þér erfitt að átta þig á regluverki LÍN?

Á skrifstofu SÍNE færðu aðstoð við túlkun á reglum Lánasjóðsins, á þínum forsendum og á þínum hraða.

Þarftu aðstoð við málarekstur?

Hafðu samband - SÍNE lítur á málið með þér Þekkirðu þinn rétt hjá LÍN ?

SÍNE hjálpar þér að átta þig á þinni stöðu hjá sjóðnum.

Hafðu samband - við erum til þjónustu reiðubúin!

30
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Landsbankinn augl
32 SÍNE
landssíminn auglýsing
· samband íslenskra námsmanna erlendis
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.