Sæmundur 2003 vor

Page 1

Samband Íslenskra Námsmanna Erlendis

SÆMUNDUR 1. tbl. 22. árg. apríl 2003

Efnisyfirlit:

Frá ritstjóra

Ófriðartímar

Þegar þessi orð eru rituð sit ég í íslenskri sveitasælu, fjarri þeirri óöld sem ríkir nú í Írak. Sorglegt þykir mér að Ísland sé á lista yfir lönd sem styðja umdeilda innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Hvers vegna ? Friðarsinnar mótmæla víða um heim og allir virðast spyrja sig sömu spurningar: Er þetta nauðsynlegt ? Það er sjálfsagt ekki sama hvort setið er í Hvíta húsinu með alvæpni allt í kring eða hér, við bæjarlækinn með jökulinn í forgrunni. Kannski myndi ég skilja Runna í Hvíthúsum ef ég væri í hans stöðu - að verja býlið og skepnurnar fyrir ..... ja, fyrir hverju ? Þetta er ofar mínum skilningi.

Á meðan stríð geisar í Írak er undirbúningur kosningabaráttu að hefjast á Íslandi. Sæmundur ber að þessu sinni keim af því, enda mikilvægt að námsmenn erlendis fái upplýsingar um helstu kosningamál flokkanna. Sæmundur fékk forystumenn flokka, ásamt ungliðum hreyfinganna, til að ávarpa námsmenn erlendis og því eru þær greinar sem hér birtast örlítið frábrugðnar þeim greinum sem birtast í öðrum fjölmiðlum. Það er von mín að lesendur kynni sér hvað flokkarnir hafa fram að færa og eigi því auðveldar með að finna atkvæði sínu farveg í kjörklefanum. Þá eru jafnframt birtar leiðbeiningar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna en sömu upplýsingar er að finna á slóðinni www.kosning2003.is

Málefni Lánasjóðsins eru eðlilega nokkuð fyrirferðarmikil hér í blaðinu þar sem við fáum m.a. fréttir af starfi stjórnar og endurskoðun úthlutunarreglna ásamt niðurstöðum nýrrar BS ritgerðar, sem fjallar um arðsemi menntunar og mögulegar úrbætur á regluverki LÍN. Þá skyggnumst við ennfremur í nýútgefna skýrslu um endurgreiðslur námslána sem tekin er saman af dr. Þórólfi Matthíassyni, lektor í hagfræði við H.Í. Í þeirri samantekt kemur fram að endurgreiðslur námslána hafa aldrei verið þyngri og, það sem alvarlegra er, að ríkissjóður virðist hagnast á auknum lántökum námsmanna hjá LÍN. Af þessum sökum hefur SÍNE, ásamt fleiri samtökum námsmanna og launþega, kynnt þingmönnum og ráðherrum hugmyndir um skattalega ívilnun endurgreiðenda námslána. Sú hugmynd er til komin vegna nýrra upplýsinga um hagnað ríkissjóðs ásamt því að fordæmi eru fyrir skattaafslætti af þessum toga. Aðgerðin er einföld í framkvæmd og hefur ekki áhrif á tekjustreymi LÍN. Það verður án efa fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls á komandi misserum og við munum vonandi sjá breytingar til batnaðar á endurgreiðslu- og útlánareglum sjóðsins í nánustu framtíð.

Lifið heil Heiður Reynisdóttir, ritstjóri

Skrifstofa SÍNE

Hverfisgötu 105

101 Reykjavík

Sími: 552-5315 · Fax: 552-5370

Netfang: sine@sine.is

Veffang: www.sine.is

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 - 12.

Stjórn SÍNE veturinn 2002 - 2003:

Formaður:

Guðmundur Thorlacius (Þýskaland)

Gjaldkeri:

Brynhildur Ingvarsdóttir (USA)

Varaformaður:

Lilja Sturludóttir (Svíþjóð)

Ritari: Hrafn Sveinbjarnarson (Danmörk)

Stjórnarmaður í LÍN:

Guðmundur Thorlacius (Þýskaland)

Vafamálafulltrúi LÍN: Heiður Reynisdóttir

Meðstjórnendur:

Gróa Másdóttir (Noregur) Haraldur Óskar Haraldsson (Svíþjóð/USA)

Framkvæmdastjóri: Heiður Reynisdóttir

Sæmundur, ritstjóri: Heiður Reynisdóttir

Ábyrgðarmaður:

Guðmundur Thorlacius

Forsíða:

Oddvar Örn Hjartarson

Umbrot:

Áslaug J. - aslaug@fjoltengi.is

Prentun: Hagprent-Ingólfsprent ehf.

2
Frá ritstjóra Heiður Reynisdóttir 2 Ávarp formanns Guðmundur Thorlacius 4 Námsstyrkir Námsmannalínunnar 5 Bréf frá framkvæmdastjóra 6 Stjórnendur útrásarfyrirtækja Þór Sigfússon 8 Kosningar - almennar upplýsingar 10 Kynning á stjórnmálaflokkunum Frjálslyndi flokkurinn 12 Samfylkingin 14 Sjálfstæðisflokkurinn 18 Framsóknarflokkurinn 20 Vinstri grænir 24 Hver verða þín mánaðarlaun - samantekt úr skýrslum dr. Þórólfs Matthíassonar og Elínborgar Sigurðard. 26 Að flytja búslóð með Samskipum 30 Regluverk LÍN gert einfaldara Guðmundur Thorlacius 32 Bækur sem húsgögn hjá blómálfum Hrafn Sveinbjarnarson 34 LÍN og námsaðstoð á íslandi Orri Freyr Oddsson 36
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Iceland express

ÁVARP FORMANNS SÍNE

Kæru félagar

Í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að gæta hagsmuna félagsmanna sem stunda nám erlendis og vera tengiliður þeirra við þau stjórnvöld sem koma að kjörum þeirra á Íslandi. Með setu í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna getur fulltrúi félagsins komið fram með sjónarmið SÍNE í umræðum um einstök málefni sem á borð stjórnarinnar koma og snerta málefni félagsmanna, þó ekki sé hægt að neita því að í þeim tilvikum þegar ágreiningur er uppi í stjórninni, sem er frekar regla heldur en undantekning, er það einatt atkvæði formanns sem sker úr. SÍNE gefur út málgagn, Sæmund, og kemur með þeim hætti margvíslegum upplýsingum til félagsmanna sinna, auk fróðlegra greina um hin ýmsu málefni sem með einum eða öðrum hætti snerta félagsmenn. Einnig er starfrækt öflug netsíða, þar sem finna má margvíslegar upplýsingar sem snerta námsmenn erlendis. Ekki er hægt að segja annað en að netsíðan sé barn síns tíma. Á síðasta stjórnarfundi var því tekin ákvörðun um að uppfæra hana í takt við kröfur tímans og um leið auka við þær upplýsingar, sem þar er að finna og auðvelda um leið aðgang að þeim. Það er von okkar að nýja netsíðan verði komin á alnetið ekki seinna en í byrjun júní.

MARGT SMÁTT

Tilboðsfargjöld frá

Bandaríkjunum

Flugleiðir í Bandaríkjunum hafa sent skrifstofu SÍNE upplýsingar um tilboðsfargjöld fyrir félagsmenn SÍNE, sem gilda fyrir sumarið.

Flugfar frá Boston, Baltimore, Minneapolis og

New York í miðri viku mun kosta USD 630 en ef flogið er um helgi kostar farmiðinn USD 680. Lágmarksdvöl er engin en hámarksdvöl er 4 mánuðir. Hægt verður að nýta miðana á flugferðum frá 1.maí-15.júní vegna ferðar til

Stór hluti félagsmanna SÍNE þiggur lán hjá LÍN meðan á námi þeirra stendur. Tveimur árum eftir námslok hefst endurgreiðsla námslána og hefur stjórn SÍNE ekki farið varhluta af óánægju með þunga greiðslubyrði vegna námslána. Með það að markmiði að gæta hagsmuna félagsmanna sinna hefur SÍNE, í samstarfi við Bandalag háskólamanna auk fjölda samtaka háskólamanna utan heildarsamtaka, látið vinna skýrslu um tölulegar upplýsingar um lánþega LÍN árið 2001. Markmiðið með þeirri vinnu var að kanna hvort þung greiðslubyrði sé einangrað fyrirbæri sem rétt sé að taka á með sértækum aðgerðum eða hvort þung greiðslubyrði tengist almennum þáttum eins og því hvaða kjör voru í boði þegar lánagreiðandi tók lán sín. Einnig var áhugi á því að sjá hvers konar tengsl eru milli tekjumyndunar annars vegar og töku námslána hins vegar.

Af þeirri ástæðu, að þjónusta við félagsmenn er aðalsmerki SÍNE, var ráðist í þessa vinnu. Skýrslan liggur nú fyrir og er hún gott vopn í þeirri baráttu að létta endurgreiðslu námslána.

Guðmundur Thorlacius formaður SÍNE

Íslands og 15.ágúst-15.september vegna ferða aftur til Bandaríkjanna. Tilboðið gildir til 15. maí. Eins og áður fer sala einungis fram hjá eftirtöldum aðilum:

• Thorunn Bigler Protravel International Inc. Sími: 877-702-2600 ext 648 eða 212-702-2648 tbigler@protravelinc.com

• Lina Jonsson LT Travel sími: 800-711-7242 eða 845-940-1104 lina@linatravel.com

Heimasíða: www.linatravel.com

4 SÍNE
· samband íslenskra námsmanna erlendis
Guðmundur Thorlacius

UTANRÍKISRÁÐUNE Y TIÐ

Námsstyrkir Námsmannalínunnar

Á vorin fer sá tími í hönd að námsmenn, bæði heima og erlendis, fara að huga að sumarstarfi. Námsmannalína Búnaðarbankans ætlar að létta námsmönnum lífið í sumar og veita 12 námsstyrki í byrjun júní eins og undanfarin ár. Hver styrkur er að upphæð 200.000 krónur og skiptast þeir í námsstyrki til námsmanna erlendis og útskriftarstyrki til námsmanna í HÍ og sérskólum á háskólastigi á Íslandi. Undanfarin ár hafa flestar umsóknir borist frá námsmönnum erlendis og hafa þeir hlotið stærstan hluta styrkjanna. Við hvetjum því alla sem eru í námi erlendis til að sækja um.

Við bjóðum upp á nokkrar leiðir til að sækja um styrkina, en umsóknarfrestur er til 1. maí. Hægt er að:

• fylla út sérstakt umsóknarform á www.namsmannalinan.is

• senda umsókn á Word-skjali á netfangið namsmannalinan@bi.is

• fylla út og senda okkur umsóknareyðublaðið sem fylgir með Sæmundi

• senda okkur ferilskrá.

Skriflegum umsóknum skal skilað til: Búnaðarbankans, Markaðsdeildar Austurstræti 5 155 Reykjavík

Hafið í huga að vandlega útfyllt og vel gerð umsókn á yfirleitt betri möguleika á að hljóta náð fyrir dómnefnd. Mikilvægt er að taka fram á umsókninni námsferil, einkunnir, félagsstörf, starfsreynslu, fjölskylduhagi og framtíðaráform. Við afhendum styrkina í byrjun júní en öllum umsóknum verður svarað.

5
·
SÍNE samband íslenskra námsmanna erlendis

Gengismál

Enn virðist staða íslensku krónunnar vera að angra okkur. Við vorum ekki fyrr búin að afgreiða skólagjalda(gengis)málið, á farsælan hátt, en íslenska krónan fór að hækka upp úr öllu valdi, sem hefur verulega slæm áhrif á yfirdráttarlánin okkar Eins og reglum LÍN er háttað í dag fær lánþegi lánsloforð að hausti og í framhaldi af því yfirdráttarlán hjá bankanum á grundvelli lánsloforðsins. Þegar námsárangur liggur fyrir um áramót greiðir LÍN lánið inn á reikning og við það kemst reikningurinn í núll stöðu - eða hvað ? Þess ber að geta að lán námsmanna erlendis eru reiknuð út í mynt námslands að hausti og snúið yfir í íslenskar krónur hjá viðskiptabanka til að ákvarða upphæð yfirdráttarláns. Þessari aðferð fylgir hins vegar sá galli að ef íslenska krónan hækkar frá hausti og fram að áramótum lækkar lánsupphæðin sem LÍN greiðir námsmanni inn á bankareikninginn. Yfirdráttarlánið nær því ekki núllinu vegna gengistaps ! Því hærra sem lánið er því meira er tapið. Þessi staða er nú komin upp hjá námsmönnum í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi þar sem gengi gjaldmiðla í þeim löndum hefur lækkað gagnvart krónu um ca. 5 til 9%. Mismunur bankalána og lánsfjárhæðar LÍN getur því verið umtalsverð fjárhæð. Þá getur jafnvel verið nokkur dagamunur á hversu hátt útgreitt lán er í íslenskum krónum. Það þýðir að tveir námsmenn með jafnhátt lánsloforð geta verið að fá mishá lán útborguð og þar af leiðandi greiða mismikið í vexti til bankans Getum við sætt okkur við það að námsmenn búi við gengisáhættu ? Er það námsmanna, sem eiga minna en ekki neitt, að taka þátt í einhverskonar LÍNlottói ? Nei, það getur hvorki talist eðlilegt né sanngjarnt. Þessu vill SÍNE breyta og hefur vakið athygli stjórnar LÍN á málinu, sem samþykkti að vísa málinu til nefndar um endurskoðun úthlutunarreglna

LÍN fyrir næsta skólaár

Heimasíðan endurhönnuð

SÍNE hefur samið við fyrirtækið Spuna um endurhönnun og smíði nýrrar vefsíðu félagsins. Sú síða sem nú er í notkun er komin nokkuð til ára sinna og sannarlega barn síns tíma. Ný síða verður hraðvirkari og einfaldari í notkun svo hægt verður að skoða síðuna í hvaða tölvu sem er án vandræða. Innihald og efni á vefnum verður nánast það sama og áður en búast má við að efnisflokkum og ítarefni fjölgi eitthvað. Ráðgert er að taka nýju síðuna í notkun í byrj-

un júnímánaðar. Það væri virkilega gaman að fá hugmyndir að nýju efni eða efnistökum á vefnum. Látið endilega í ykkur heyra.

Flogið heim í sumar SÍNE reynir ávallt að afla félagsmönnum hagstæðra kjara á flugmiðum til Íslands um jól og á vorin. Á því varð ekki undantekning nú. Flugleiðir í Bandaríkjunum bjóða SÍNE félögum að fljúga heim fyrir um $ 680 og gildir það tilboð til 15.maí n.k. Nánari upplýsingar um verð og tilhögun er að finna á heimasíðu SÍNE. Þá var einnig boðið upp á ódýrari fargjöld frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sendar upplýsingar um tilboðin netleiðis ættu endilega að senda skrifstofu SÍNE netföng sín.

Þingfréttir

Þrjú námsmannafrumvörp, sem snertu m.a. námsmenn erlendis, voru á dagskrá þingsins í vetur en ekkert þeirra náði fram að ganga, þar sem umræðum um þau var ekki lokið við frestun þings. Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, þar sem gert var ráð fyrir vaxtafrádrætti af skattstofni vegna vaxta af námslánum. Sæmundur fjallaði m.a. um málið í síðasta tölublaði en ekki náðist að klára málsmeðferð fyrir þinglok nú í vor. Þá mælti Hjálmar Árnason fyrir frumvarpi um styrktarsjóð námsmanna, þar sem gert var ráð fyrir að fyrirtæki og einstaklingar gætu lagt fram fé í sjóð til styrktar efnilegum námsmönnum gegn skattalegu hagræði. Ekki náðist að afgreiða frumvarpið sem lög á þinginu. Sigríður Jóhannesdóttir ráðgerði að mæla fyrir frumvarpi um róttækar breytingar á lögum um LÍN en það mál komst ekki á dagskrá þingsins

Bókin „Nám erlendis“

SÍNE hefur nú ákveðið að endurútgefa bókina „Nám erlendis“ en bókin var síðast gefin út árið 1999. Fjölmargir SÍNE félagar hafa vafalaust nýtt sér bókina við undirbúning og skipulagningu námsdvalarinnar, enda er þar að finna hagnýtar upplýsingar á einum stað um margt sem tengist námi erlendis. Það er vegna fjölda áskorana og mikillar eftirspurnar eftir prentaða eintaki bókarinnar sem ákvörðun var tekin um endurútgáfu. Bókin hefur verið birt í heild sinni á heimasíðu SÍNE en námsmenn hafa þrátt fyrir það heldur viljað bókina sjálfa,

6
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Heiður
Bréf frá framkvæmdastjóra

sem verður að teljast gleðilegt. Menntamálaráðuneytið mun styrkja útgáfu bókarinnar, sem kemur út í júníbyrjun.

Endurgreiðslur námslána

Samráðshópur um lækkun endurgreiðslubyrði námslána hefur undanfarið kynnt þingmönnum og ráðherrum efni og niðurstöður nýútkominnar skýrslu dr. Þórólfs Matthíassonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands. Þeir þingmenn sem fulltrúi SÍNE hefur rætt við hafa tekið málinu vel og flestir virðast sammála um að breytinga sé þörf á regluverki sjóðsins og lögum um LÍN í ljósi þess að bæði lánshæfis- og endurgreiðslukröfur eru orðnar of strangar. Eins og greint var frá í síðasta hefti Sæmundar, og raunar einnig hér í blaðinu, lítur út fyrir að ríkissjóður hagnist á auknum námslánaskuldum lánþega LÍN, en það getur varla hafa verið andi laganna, sem sett voru árið 1992.

Unges privatøkonomi

Athugull félagsmaður í Danmörku benti skrifstofu SÍNE á auglýsingu, sem birt var á stúdentagarði þar í landi, þar sem leitað var eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í könnun um efnahagsmál ungs fólks á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið en okkar maður tók eftir því að Ísland var ekki nefnt sem aðili að könnuninni. Framkvæmdastjóri SÍNE grennslaðist því fyrir um málið og komst að því að ekki hafði tekist að finna neinn á Íslandi til að stjórna verkefninu. SÍNE hefur nú fengið vilyrði umsjónarmanns rannsóknarinnar fyrir þátttöku Íslands og mun skrifstofa SÍNE, að öllum líkindum, halda utan um verkefnið á Íslandi. Við munum flytja nánari fréttir af þessu máli þegar vinna við efnisöfl-

MARGT SMÁTT

Nýir trúnaðarmenn

SÍNE hefur aukist liðsstyrkur í London þar sem Lucinda Árnadóttir hefur tekið að sér starf trúnaðarmanns SÍNE þar í borg. Þá hefur

Snorri Arnar Viðarsson tekið við af Róberti Ragnarsyni í Árósum, sem lokið hefur námi, og Hrefna Þórisdóttir hefur boðist til að sjá um námsmenn í Flórída. Skrifstofa SÍNE býður þau öll hjartanlega velkomin til starfa.

Trúnaðarmenn eru tengiliðir skrifstofu við félagsmenn út um allan heim og hafa liðsinnt námsmönnum á leið út með því að svara einföldum spurningum um veruna í borg eða

un hefur farið fram og niðurstöður liggja fyrir. Við þökkum okkar glögga félagsmanni fyrir ábendinguna og biðjum ykkur endilega að láta okkur vita af öllu því sem gæti snert (bættan) hag námsmanna á einn eða annan hátt. Við viljum vera með í öllu slíku!

landi. Þetta er ómetanlegur stuðningur við starf skrifstofu SÍNE á Íslandi þar sem námsmenn úti þekkja best til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig og hafa gengið í gegn um það aðlögunarferli sem hræðir marga. Þá er vert að minna á að trúnaðarmenn geta sótt um styrki til SÍNE til að halda fundi fyrir félagsmenn á sínu svæði.

Upplýsingar um trúnaðarmenn SÍNE er að finna á heimasíðu félagsins og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu.

7
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Nýtt auglýsingaspjald SÍNE.

Stjórnendur útrásarfyrirtækja

stór hluti menntaður erlendis

Útrás íslenskra fyrirtækja og menntun stjórnenda eru meðal umfjöllunarefna Þórs Sigfússonar í nýlegri rannsókn sem tengist doktorsnámi hans í alþjóðlegum viðskiptum við Háskóla Íslands. Þór hefur starfað hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Finnlandi en tekur við starfi framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands um miðjan mánuðinn.

Rannsókn Þórs er byggð á könnunum er varða stjórnendur íslenskra fyrirtækja og markmið hennar var að sýna fram á mismunandi viðhorf þeirra sem einbeita sér að íslenskum markaði annars vegar, sem kalla má heimafyrirtæki, og svo heimsmarkaði hinsvegar, eða svokölluðum útrásarfyrirtækjum, í litlu hagkerfi. Stjórnendur útrásarfyrirtækja hafa meiri reynslu af erlendum samskiptum og stefna frekar að vexti fyrirtækjanna en forstjórar annarra fyrirtækja. Í ljós kemur að um 45% stjórnenda útrásarfyrirtækja hafa lært eða unnið erlendis lengur en í hálft ár samanborið við 15% af stjórnendum heimafyrirtækjanna.

Alþjóðavæðing

Gerðar voru tvær kannanir í tengslum við rannsóknina til þess að meta alþjóðavæðingu fyrirtækja í litlum hagkerfum og viðhorf stjórnenda þeirra. Önnur er víðtæk könnun á 1387 íslenskum fyrirtækjum, sem teljast til meðlima Samtaka atvinnulífsins, og hin er ítarlegri könnun á 55 leiðandi útflutningsfyrirtækjum Íslands. Þessi 55 fyrirtæki voru einnig tekin með í fyrra úrtakinu.

Af þeim 586 fyrirtækjum sem tóku þátt í stóru könnuninni bentu 114, eða tæp 20%, til þess að þau stunduðu útflutning eða stæðu í annars konar starfsemi erlendis. Þessar tölur gefa til kynna hversu algeng alþjóðavæðing í svo litlu hagkerfi er. Þegar fyrirtækin voru spurð hvort þau ættu von á að halda áfram að auka við starfsemi erlendis á næstu 2-3 árum svöruðu 158 fyrirtæki jákvætt sem gefur til kynna hugsanlega aukningu í fjölda fyrirtækja með starfsemi erlendis á næstu árum.

Menntun og viðhorf stjór nenda Niðurstöður rannsóknarinnar á alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja virðast sýna fram á mikilvægi viðhorfs og reynslu stjórnenda varðandi alþjóðavæðingu fyrirtækja. Rúm 40% stjórnenda útrásarfyrirtækja hafa lært erlendis lengur en hálft ár samanborið við 15% stjórnenda heimafyrirtækja. Stjórnendur útflutningsfyrirtækja hafa viðameiri reynslu erlendis frá heldur en stjórnendur heimafyrirtækja.

Reynsla erlendis frá

Stjórnendur Útrásarfyrirtæki Heimafyrirtæki

Unnið lengur en 6 mánuði 45,60% 11,67% erlendis

Stundað nám lengur en 6 42,11% 16,42% mánuði erlendis

Ítarlegri rannsóknin sýndi að 79% stjórnenda þessara 55 fyrirtækja hafa stundað nám eða unnið erlendis lengur en hálft ár. Samanborið við norska könnun frá 1994 þar sem úrtakið var 1250 leiðandi útflutningsfyrirtæki Noregs, má ætla að talsvert fleiri

8
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Þór Sigfússon.

íslenskir stjórnendur hafi stundað nám erlendis heldur en norskir starfsfélagar þeirra - jafnvel þó báðir hópar hafi svipaða háskólamenntun. Um 32% norsku stjórnendanna höfðu lært erlendis, flestir í 1-3 ár. Taka verður tillit til þess að 8 ár líða á milli kannananna. Ein ástæða fyrir meiri reynslu íslenskra stjórnenda erlendis frá gæti væri takmarkað framboð framhaldsnáms hér á landi. Þessi takmörkun er líklega mikilvægur skýringarþáttur varðandi hversu algeng alþjóðavæðing er í mjög litlu hagkerfi.

45% stjór nenda útrásarfyrirtækja hafa lært eða unnið erlendis lengur en í hálft ár samanborið við 15% af stjór nendum heimafyrirtækjanna.

staklingur, sem hafði lært eða unnið erlendis, tók við af stjórnanda með litla eða enga reynslu erlendis frá. Taka skal fram að margir af stjórnendum útrásarfyrirtækjanna tóku við stöðum á síðustu sex til átta árum, á tímabili sem einkennist af mikilli þenslu íslenskra fyrirtækja erlendis Þegar stjórnendurnir voru spurðir hvort þeir ætluðu að hefja eða auka umsvif erlendis á næstu 2-3 árum svöruðu 158 játandi. Af þeim stjórnendum sem höfðu dvalið erlendis í 5 ár eða lengur svöruðu 73% játandi en aðeins um 30% af þeim sem höfðu dvaldið erlendis 6 mánuði eða skemur

Dvöl erlendis

áhrifavaldur

Stærri könnunin svarar ekki spurningunni hvort stjórnendur útrásarfyrirtækja hefðu verið ráðnir vegna reynslu þeirra erlendis frá eða hvort stefnum fyrirtækjanna hefði verið breytt eftir ráðningu þeirra. Í ítarlegri könnuninni reyndust niðurstöðurnar gefa til kynna að stefna fyrirtækisins varð alþjóðavænni þegar ein-

Ein ástæða fyrir meiri reynslu íslenskra stjór nenda erlendis frá gæti væri takmarkað framboð framhaldsnáms hér á landi.

Þessar niðustöður styðja rannsóknir sem benda til þess að hugarfar og viðhorf stjórnenda hafa áhrif á þá ákvörðun að alþjóðavæðast. Hvort sem almenn þróun alþjóðavæðingar eða útrásarhugarfar nýrra stjórnenda höfðu áhrif á þenslu erlendis er erfitt að segja til um. Líklegast hafa báðir þættir haft mikil áhrif á sókn íslenskra fyrirtækja yfir landamærin.

vinstri grænir

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

9

MARGT SMÁTT

Flug frá Frankfurt

Flugleiðir í Þýskalandi hafa sent skrifstofu SÍNE

upplýsingar um námsmannafargjöld félagsins

í sumar. Flogið er frá Frankfurt á virkum dögum og er verð miðans ¤ 379,- með sköttum.

Tilboðið gildir á tímabilinu júní - október 2003 og lágmarksdvöl er 4 vikur. Fargjaldið er einungis bókanlegt á netinu á www.icelandair.de undir Customer Clubs / Lucky Fares / Sommer-Tarif

Kosningar - almennar upplýsingar

Upplýsingar þessar eru birtar með góðfúslegu leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis

Utankjör fundaratkvæði

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 10. maí 2003 hófst 15. mars sl. og fer fram hjá sendiráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber lista sem nálgast má á kosningavefnum www.kosning2003.is en á þeim vef er einnig að finna hagnýtar upplýsingar um kosningarnar.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Hverjir eru teknir inn á kjörskrá?

Þeir íbúar sveitarfélags sem uppfylla öll kosningaréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár (5. apríl). Eftirfarandi eru skilyrði þau er uppfylla

þarf:

1. Vera 18 ára þegar að kosning fer fram.

2. Vera íslenskur ríkisborgari.

3. Vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. apríl.

Einnig eru teknir inn á kjörskrá íslenskir ríkisborg-

arar sem eru búsettir erlendis og hafa náð 18 ára aldri en uppfylla nánar tiltekin skilyrði. Þessi skilyrði eru:

1. Íslenskur ríkisborgari sem átt hefur lögheimili hér á landi á kosningarétt í átta ár frá því að hann flutti lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.

2. Ef meira en átta ár eru liðin frá því að aðili átti hér síðast lögheimili eins og segir frá í a-lið, getur hann sótt um kosningarétt á þar til gerðu eyðublaði til Hagstofu Íslands, enda sé hann enn íslenskur ríkisborgari. Umsókn sem berst með þessum hætti til Hagstofu Íslands skal ekki tekin til greina ef hún berst meira en einu ári áður en réttur skv. a-lið fellur niður. Þeir sem teknir eru inn á kjörskrá með þessum hætti fara inn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast lögheimili og gildir sú skráning í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.

Listabókstafir flokkanna eru eftir farandi:

B: Framsóknarflokkurinn

D: Sjálfstæðisflokkurinn

F: Frjálslyndi flokkurinn

S: Samfylking

T: Framboð Kristjáns Pálssonar

V: Vinstri hreyfingin - grænt framboð

H: Húmanistaflokkurinn

K: Kristilegi lýðræðisflokkurinn

Z: Anarkistar á Íslandi

10
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Símar: 551 2992 og 551 4106

Netfang: nfr@rvk.is

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

11
Landsbókasafn
Halló Norðurlönd

Frjálslyndi flokkurinn - www.xf.is

Grundvallarstefna

Frjálslyndi flokkurinn er stjórnmálahreyfing, sem leggur áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti þegnanna. Flokkurinn aðhyllist frjálst markaðskerfi og hafnar ríkisforsjá, þar sem því verður við komið. Flokkurinn hafnar með öllu hvers kyns sérréttindum og einokun, hverju nafni sem nefnast, en hefur frelsi einstaklingsins og sjálfstæði til orðs og athafna að leiðarljósi.

Frjálslyndi flokkurinn hefur barist af hörku gegn mesta óréttlæti Íslandssögunnar:

Sameiginleg auðlind þjóðarinnar hefur verið færð örfáum til ævarandi eignar. Því hafnar Frjálslyndi flokkurinn með öllu og leggur til að:

• Forréttindakerfi að aflaheimildum verði aflagt í áföngum á 5 árum. Núverandi rétthöfum kvótans verði tryggð aðlögun.

• Krókaveiðar landróðraskipa verði alfrjálsar í sóknarstýrðu veiðikerfi strandveiðiflotans.

• Fiskveiðiflotanum verði skipt í fjóra útgerðarflokka.

• Veiðifloti sjávarbyggðanna fái að njóta nálægðarinnar við fengsæl fiskimið.

• Veiðar og vinnsla verði aðskilin.

Stefna Frjálslynda flokksins er skýr og afdráttarlaus

í öllum helstu málaflokkum:

Byggðamál: Breytt fiskveiðistjórnun er stærsta byggðamálið.

Eldri borgarar: Eftirlaunaþegar njóti þeirrar virðingar sem þeir eiga skilið, en neyðist ekki til að lifa við fátæktarmörk. Skattleysismörk hækkuð verulega.

Fátækt: Útrýma ber fátækt úr okkar ríka samfélagi.

Fjármál stjórnmálaflokka: Eiga að vera opinber, eins og hjá Frjálslynda flokknum, enda býður annað upp á spillingu.

Fjölskyldumál: Fjölskyldan verði efld sem hornsteinn samfélagsins með breytingum á skattkerfinu. Tekjutenging barnabóta verði afnumin.

Heilbrigðismál: Jafn aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu verði tryggður. Skilvirkni aukin, skipulag og rekstur kerfisins endurskoðaður

12
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Iðnaður: Tryggja þarf stöðugleika og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar

Jafnréttismál: Jafnrétti kynjanna á að gilda á öllum sviðum. Samkynhneigðir njóti fullra mannréttinda og jafnréttis í íslensku samfélagi.

Kjördæmismál: Landið verði eitt kjördæmi og misvægi atkvæða afnumið. Alþingi endurheimti völd sín og áhrif.

Landbúnaður: Létt verði af landbúnaði því miðstýringar- hafta- og kvótakerfi, sem greinin hefur búið við og frelsi einstaklingsins til athafna fái að njóta sín.

Menntamál: Óhindraður aðgangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu. Aukin áhersla á tæknimenntun og æðri menntun m.a. með auknu fjarnámi.

Nýbúar: Þannig sé tekið á móti innflytjendum að þeir aðlagist íslensku samfélagi og geti tekið fullan þátt í því öllum til hagsbóta.

Nýsköpun: Sprotafyrirtæki verði efld með skattaívilnunum og auknum aðgangi að áhættufé.

Orkumál: Áhersla á virkjun vatna- og háhitasvæða.

Náttúran njóti vafans þegar svo ber undir

Skattamál: Niðurfelling eignaskatts. Einfalt og gegnsætt skattkerfi þar sem komið er í veg fyrir skattpíningu barnafjölskyldna og lágtekjufólks.

Trúmál: Aðskilnaður ríkis og kirkju svo öllum trúfélögum sé gert jafnhátt undir höfði.

Verslun og viðskipti: Lögmál hins frjálsa markaðar eiga að njóta sín í eðlilegu samkeppnisumhverfi.

Umhver fismál: Verndun íslenskrar náttúru og andstaða við röskun friðlýstra svæða.

Ungt fólk: Hvetja og styðja ungt fólk til að afla sér framhaldsmenntunar og víðtækrar atvinnureynslu.

Utanríkismál: Aðild að Evrópusambandinu kemur ekki til greina á meðan reglur bandalagsins eru óbreyttar í fiskveiðimálum. Þátttöku í hernaði gegn öðrum þjóðum er hafnað.

Öryrkjar: Þeir sem búa við örorku eiga ekki að þurfa að örvænta um lífsafkomu sína.

Menntamál

Frjálslyndi flokkurinn hefur gefið út bækling með örstuttum lykilatriðum um ýmsa málaflokka. Þar segir svo um menntamál: Óhindraður aðgangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu. Aukin

áhersla á tæknimenntun og æðri menntun m.a. með auknu fjarnámi.

Samkeppnisstaða háskóla hefur borið hátt í umræðunni á Íslandi upp á síðkastið. Frjálslyndi flokkurinn er hlynntur markaðslausnum í rekstri menntastofnana á háskólastigi, þó með þeim formerkjum að tryggt sé að sú menntun sem boðið er upp á í einkareknum skólum standist þær kröfur sem almennt eru gerðar til þess skólastigs.

Hins vegar vill Frjálslyndi flokkurinn eindregið hafa ríkisrekinn háskóla. Þar eiga markaðslausnir ekki að gilda og þar eiga allir að geta sótt um án skólagjalda til að tryggja jafnræði. Aðrir geta þá ráðið því hvort þeir borga með sér í einkaskólana. Við höfum áhyggjur af auknum þrýstingi yfirvalda á skólagjöld, glöggt dæmi um það er hvernig framhaldsskólarnir voru sveltir á fjárlögum núna og þannig eru þeir þvingaðir til að taka upp skólagjöld eða hækka, sem þeir gerðu t.d. í öldungadeildum sínum.

Til þess að ríkisskólar geti séð fyrir jafnræði allra til náms þarf að auka fjárhagsgetu þeirra með auknum framlögum á fjárlögum. Þau eru nú lægri hér en á Norðurlöndunum. Þar að auki viljum við hvetja fyrirtæki til fjárframlaga til háskólastigsins með því að gera framlögin frádráttarbær frá skatti.

Frjálslyndi flokkurinn telur mikilvægt að efla tengsl fyrirtækja og menntastofnana þ.e. samstarf milli menntastofnana og atvinnulífsins, báðum aðilum til hagsbóta. Þar teljum við tækifæri liggja í rannsóknarstarfi hverskonar, þar sem þekkingaöflun námsfólks getur gagnast fyrirtækjum og atvinnulífi almennt. Einnig leggjum við áherslu á að Ísland verði í forystu varðandi þá byltingu sem á sér stað í upplýsingatækni.

Við leggjum áherslu á fjarnám því það hvetur til endurmenntunar og skiptir líka máli varðandi kvenfrelsi, því konur hafa sótt mjög í það og geta með því móti stundað nám ásamt umönnun barna. Fjarnámið þjónar landsbyggðinni sérstaklega. Auka þarf fjárveitingar til fjarnáms.

Nauðsyn ber til að endurskoða framfærslugrunninn sem námslán byggja á og Frjálslyndi flokkurinn krefst afnáms tekjutengingar námslána.

Að lokum er rétt að ítreka að meginatriði í stefnu Frjálslynda flokksins í menntamálum er jafnt aðgengi allra að menntun - án tillits til búsetu eða efnahags og skólagjöld verði ekki innheimt í ríkisskólum. Það er hluti af því félagslega öryggisneti sem við viljum hafa tryggt í samfélaginu.

13
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Úrræði fyrir ungt fólk - svör Samfylkingarinnar

Í dag takast á tveir pólar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Hinn fyrri er nýr, með vel útfærðar nútímalegar hugmyndir, samstæðan flokk, og einn öflugasta stjórnmálamann þjóðarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem forsætisráðherraefni. Hinn er gamall, hefur margt vel gert gegnum árin, en er orðinn valdþreyttur og makráður af langri setu við kjötkatlana. Báðir leggja áherslu á stöðugleika í efnahagsmálum og báðir vilja draga úr skattheimtu, þó áherslur séu mismunandi um það. Um flest eru þeir þó gjörólíkir

Sterkasti valkosturinn

Sérstaða Samfylkingarinnar, og það sem gerir hana að skýrum valkosti við Sjálfstæðisflokkinn, er stefna flokksins um fimm meginatriði stjórnmálanna: Auðlindir, velferð, Evrópu, lýðræðismál og menntun. Glöggt er auga gestsins. Námsmenn erlendis eru að sönnu ekki gestir í heimalandinu, en fjarlægðin gerir að verkum að þeir sjá margt gleggri augum. Ég er viss um, að þegar þið, félagar í SÍNE, skoðið íslensk stjórnmál ofan í kjölinn, þá skynjið þið sérstöðu Samfylkingarinnar í þessum málum.

Samfylkingin er því sterkasti valkostur þeirra, sem vilja breyta til batnaðar, og fá ferskt fólk og ferska stefnu í öndvegi. Hér er ekki tóm til að skýra til hlítar ofangreind fimm meginatriði, heldur skýri ég í stærstu dráttum stefnu okkar varðandi háskóla, Lánasjóðinn og úrræði fyrir ungt fólk, sem er að ljúka námi og koma sér fyrir í lífinu.

Efling háskólastigsins

Samfylkingin mun styðja við samkeppni á háskólastigi, og ýta þannig undir bætta kennslu, aukið námsframboð og auknar rannsóknir. Háskólastofnanir sem skara fram úr eiga að njóta þess í fjárframlögum. Við viljum einnig laða fyrirtæki til að stórauka framlög sín til háskóla og rannsókna með því að gera slík framlög frádráttarbær frá skatti með þeim hætti, að verulegur hvati felist í því fyrir fyrirtækin að styrkja háskóla.

Stóreflt rannsóknartengt framhaldsnám við alla háskóla landsins er á stefnu Samfylkingarinnar. Við hyggjumst efla það bæði með auknum fjárveitingum og eins með því að stórauka tengslin milli rannsóknastofnana ríkisins og viðeigandi háskóla og háskóladeilda. Tengt þessu er sú ákvörðun Samfylkingarinnar að beita sér fyrir auknum framlögum til rannsóknasjóða hins opinbera, ekki síst til að ýta undir möguleika ungra fræðimanna til að hasla sér völl hér heima að framhaldsnámi loknu.

14
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Efling Lánasjóðsins

Samfylkingin hefur lagt fram ítarlega stefnu í málefnum Lánasjóðsins þar sem meginatriðin eru í fyrsta lagi að grunnframfærsla LÍN verði hækkuð, enda grundvallaratriði að hún dugi námsmönnum til framfærslu og tryggi þannig jafnan aðgang að námi. Samfylkingin hefur jafnframt lagt fram tillögur um að hluti námslána geti orðið styrkur. Þær lúta að því að ef námsmaður lýkur lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísar vottorði um lögmætar tafir breytist 30 prósent af upphæðinni í óafturkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengdur né skattlagður.

Þá viljum við að námslán verði greidd fyrirfram og í fjórða lagi að ábyrgðarmannakvöðinni verði aflétt. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt og efnilegt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgðarmönnum sem lánasjóðurinn tekur gilda.

Fern úrræði fyrir ungt fólk

Við í Samfylkingunni höfum einbeitt okkur að því að bæta úr húsnæðisvanda ungs fólks og létta greiðslubyrði af námslánum svo að þeir eigi auðveldara með að koma sér upp þaki. Mörgum hafa

námslánin reynst erfiður skuldabaggi til viðbótar við öll þau útgjöld sem fylgja því að ljúka námi, festa kaup á húsnæði og stofna heimili og fjölskyldu. Við höfum lagt fram ferns konar tillögur

Í fyrsta lagi höfum við lagt til sérstakt átak í byggingu smárra íbúða fyrir ungt fólk, þar sem hið opinbera kemur að með stofnstyrkjum til að lækka verð þeirra.

Í öðru lagi leggjum við til að hlutfall húsnæðislána verði hækkað vegna kaupa á fyrstu íbúð fólks. Það hentar ákaflega vel ungu fólki sem er að koma frá námi.

Í þriðja lagi höfum við lagt fram tillögur á alþingi um að heimilt verði að veita ákveðinn vaxtafrádrátt fyrstu fimm árin eftir að endurgreiðsla námslána hefst.

Í fjórða lagi munum við hækka barnabætur komumst við í ríkisstjórn.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar

Námslán sem duga

Þann 10. maí getur þú haft veruleg áhrif á stjórn landsmála á Íslandi. Með atkvæði þínu tekurðu afstöðu til óteljandi atriða sem varða uppbyggingu þjóðfélagsins. Til dæmis tekur þú afstöðu til þess hvort þú sættir þig við vaxandi fátækt og aukna misskiptingu undanfarinna ára, eða hvort þú vilt snúa við blaðinu og styrkja velferðarkerfið á ný með sjónarmið um jöfn tækifæri að leiðarljósi. Þú tekur jafnframt afstöðu til framtíðar íslenska menntakerfisins, þ.á.m. Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Jafn aðgangur að námi

Samfylkingin leggur mikla áherslu á menntamál og nauðsyn þess að Íslendingar auki fjárfestingu í menntun. Því miður hafa ríkisstjórnir undanfarinna

ára sýnt mikið skilningsleysi á mikilvægi menntunar

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

og lagt mun minna fjármagn til menntamála en nágrannaþjóðir okkar sé litið til hlutfalls af landsframleiðslu. Með þessu erum við að glata tækifærum okkar til framtíðar. Hér verðum við að breyta um stefnu. Framlög til menntunar skila sér marg-

15

falt til baka og öflugt og opið menntakerfi er ein helsta undirstaða þess að allir hafi jöfn tækifæri.

Hærri námslán

Lykilatriðið í því að tryggja jafnan aðgang að námi er að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna. Grunnframfærsla LÍN dugar því miður ekki til framfærslu, líkt og námsmannahreyfingarnar hafa margoft sýnt fram á. Nauðsynlegt er að hækka grunnframfærsluna þannig að hún sé í samræmi við raunverulega framfærsluþörf námsmanna. Jafnframt er brýnt að afnema kröfuna um ábyrgðarmenn á námslánum og að taka að nýju upp fyrirframgreiðslu námslána.

Námslán skerðist ekki vegna gengisbreytinga

Ýmsar breytingar þarf að gera sem snerta sérstaklega hagsmuni námsmanna erlendis gagnvart LÍN. Í samræmi við breytingar á grunnframfærslunni þarf t.d. að endurskoða þær reikningsaðferðir sem notaðar eru til að reikna upphæð grunnframfærslu LÍN í erlendum gjaldmiðlum. Þær aðferðir eru að ýmsu leyti gallaðar og leiða í mörgum tilfellum til óeðlilegrar skerðingar námslána. Það er t.d. óþolandi staða að íslenskir námsmenn erlendis séu látnir bera gengisáhættuna af íslensku krónunni. Þetta hefur sýnt sig vel í vetur þegar mikill fjöldi námsmanna fær umtalsvert lægri lán útborguð en lánsloforð LÍN gerði ráð fyrir, vegna hækkunar íslensku krónunnar. Mikilvægt er að bregðast við þessu og tryggja að námsmenn þurfi ekki að treysta á hagstæða gengisþróun til að fá þau námslán sem þeim hefur verið lofað.

Aukinn sveigjanleiki - lægri endurgreiðslubyrði Nauðsynlegt er að auka félagslegt tillit og sveigjanleika lánasjóðskerfisins. Félagslegt tillit er því miður allt of lítið, t.d. í tengslum við veikindi, barneignir og önnur tilvik sem valda því að nám sækist ekki eins hratt og ella. Lánasjóðurinn sýnir jafnframt ekki nægjanlegan sveigjanleika við mat á námi í skólum sem byggðir eru öðruvísi upp en hérlendis. Í tilvikum þar sem skólaárið er lengra en tíðkast hér

á landi hafa ýmsir námsmenn t.d. ekki fengið námslán fyrir allt skólaárið. Á þessu verður að gera

úrbætur og tryggja að fólk fái lán út það tímabil sem það stundar nám.

Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að létta endurgreiðslubyrði námslána, en hin þunga endurgreiðslubyrði og miklir jaðarskattar á ungt fólk gera

„Hluti ungra frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2003 “. „Neðri röð frá vinstri: Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Dagbjört Hákonardóttir, Brynja Magnúsdóttir, Melkorka Óskarsdóttir. Efri röð frá vinstri: Már Ingólfur Másson, Bryndís Nielsen, Eiríkur Jónsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson“.

fyrstu skrefin við að koma sér upp heimili og fjölskyldu mjög erfið.

Sögulegt tækifæri Í vor gefst mikilvægt tækifæri til breytinga á landsstjórninni. Samfylkingin óskar eftir umboði þínu til þeirra breytinga. Hún hefur lagt fram skýra stefnu byggða á hugmyndum um jöfnuð og félagslegt réttlæti og er tilbúin til forsætis í ríkisstjórn. Kynntu þér vel málefni allra flokka og taktu afstöðu!

Eiríkur Jónsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og varaformaður Ungra jafnaðarmanna

16
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
17
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis samfylkingin
18
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
19
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Vinna - Vöxtur - Velferð

Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur, byggður

á hugsjónum um frelsi, lýðræði, samhjálp og samvinnu. Undir þessum merkjum sækjum við framsóknarmenn til framtíðar og vinnum í þessum anda að því að einstaklingurinn og fjölskyldan fái notið sín í lýðræðislegu samstarfi á öllum sviðum í fjölbreytilegu þjóðfélagi tækni, tækifæra og þróunar. Við teljum að ríkisvaldið hafi þá skyldu að vinna í þágu þjóðarinnar. Það má ekki taka sér nokkurt það vald sem stríðir gegn grundvallarmannréttindum, persónufrelsi, trúfrelsi, atvinnufrelsi, jafnræði eða jafnrétti. Öflugt mennta- og menningarstarf er eitt af skilyrðum fyrir jafnrétti, framförum og framamöguleikum einstaklinganna í nútímaþjóðfélagi. Stefna okkar setur manninn og velferð hans í öndvegi. Auðsöfnun má aldrei verða til þess að réttindi einstaklinga verði fótum troðin.

Ungt fólk í baráttusætum

Framsóknar flokkurinn leggur mikla áherslu á að Alþingi endurspegli þjóðfélagið, í dag vantar mikið þar upp á. Framlag Framsóknarflokksins til þess er að tefla fram ungu fólki í öllum baráttusætum kjördæmanna. Ungt fólk skipar einn þriðja af öllum sætum listanna og ef tekin eru fjögur efstu sætin er hlutfall ungs fólks fjörutíu prósent. Þetta er gífurlega góður árangur að okkar mati og mun vonandi skila nokkrum ungliðum alla leið inn á þing. Það er ekki nóg með að ungliðarnir hafi unnið sér inn sæti á listum, þeir fengu einnig flest öll málefni sín samþykkt á flokksþingi flokksins en þau munu skila sér inn í kosningastefnuskránna. Hér á eftir viljum við kynna fyrir ykkur nokkur atriði úr stefnumálum okkar.

Jafnrétti til náms

Flokkurinn hafnar skólagjöldum í ríkisreknum skólum. Nám ungs fólks á að vera öllum opið óháð efnahag og búsetu. Flokkurinn leggur áherslu á að eitt sterkasta vopn okkar til að tryggja jafnrétti til náms, Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur ekki sinnt félagslegu tilliti sínu undanfarin ár. Varðandi LÍN þá þarf að lækka endurgreiðslubyrðina í 3.75% til samræmis við eldri lánaflokk. Upphaf endurgreiðslu námslána verður að miða við eðlileg námslok, ekki lok lántöku eins og nú er. Endurskoða þarf framfærslugrunn LÍN og ljóst er að framfærslan þarf að taka mið af raunverulegri framfærsluþörf námsmanna. Einnig viljum við að LÍN leiti annarra leiða til að ábyrgjast lán til námsmanna s.s. með samningum við tryggingafélög um tryggingar fyrir endurgreiðslu lána. Fallið verði frá kröfu um ábyrgð þriðja aðila á láni hjá LÍN.

Lækkun tekjuskatts

Ákveðið svigrúm hefur skapast vegna atvinnumálastefnu Framsóknarflokksins og gefur flokkurinn nú nýtt fyrirheit um lækkun tekjuskatts í 35.20%. Jafnfram leggur flokkurinn til að dregið verði úr tekju-

20
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

tengingu barnabóta með því að ótekjutengdar barnabætur sem í dag eru 36.4oo kr. verði fyrir öll börn en ekki aðeins fyrir börn undir 7 ára aldri eins og verið hefur. Með þessum tillögum er Framsóknarflokkurinn að leggja áherslu á lækkun tekjuskatts á allan þorra launafólks og hækkun barnabóta til allra barnafjölskyldna. Vandamálum vegna láglaunafólks, aldraðra og öryrkja verði mætt með sértækum aðgerðum.

Öflug atvinnuuppbygging

Það er skýrt samhengi milli þess að Íslendingar, undir forystu umhverfisráðherra, náðu fram séríslenska ákvæðinu í Kyoto-bókuninni og þess að hægt var að taka ákvörðun um stóreflingu atvinnulífs þjóðarinnar undir forystu iðnaðarráðherra um frekari stóriðju og virkjanaframkvæmdir. Ákvæðið var forsenda stækkunar í Straumsvík og á Grundartanga og er forsenda uppbyggingar á Austurlandi. Mikil ánægja er með úrskurð setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar um að virða friðlandið í Þjórsárverum í sambandi við Norðlingaöldu. Með því og vönduðum úrskurði umhverfisráðherra varðandi breytingar á framkvæmdum við Kárahnjúka til að draga úr umhverfisáhrifum þeirrar framkvæmdar hefur Framsóknarflokkurinn skerpt mjög þá

áherslu að fyllsta tillit sé tekið til umhverfissjónarmiða í virkjanamálum þjóðarinnar

Áframhaldandi stöðugleiki

Í velferðarmálum undirstrikar flokkurinn það grundvallar samhengi hlutanna sem meðal annars kom fram í kjörorði þingsins, VINNA, VÖXTUR, VELFERÐ; að atvinna og hagvöxtur eru undirstaða velferðar. Þessi stefna er kjarnastef í hugmyndafræði Framsóknarflokksins og skilur hann í grundvallaratriðum frá öðrum flokkum. Við í Framsóknarflokknum leggjum þunga áherslu á að til engra aðgerða verði gripið sem raskað geti þeim mikla stöðugleika sem nú ríkir og aðeins með þáttöku Framsóknarflokksins í ríkisstjórn verði slíkt tryggt. Jafnframt leggjum við áherslu á að flokkurinn er félagshyggjuflokkur og hefur það að leiðarljósi í velferðarmálum. Þannig hafnar flokkurinn alfarið einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni þannig að sumir geti keypt sig fram fyrir aðra, þó hann útiloki ekki að heilbrigðiskerfið geti keypt þjónustu utan frá til að auka hagkvæmni.

Lífsgæði mæld með fjölskylduvog

Framsóknarflokkurinn vill að sett verði á laggirnar nefnd til að gera úttekt á framfærslugrunni fjöl-

21
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Við erum bjartsýn fyrir kosningarnar og teljum að það samspil okkar að tefla fram reynslu hinna eldri og hugsjónum hinna yngri muni skila okkur góðri útkomu í vor

skyldunnar. Við viljum afnema verðtryggingu lána, skemmri en 20 ára og kanna kosti þess að fella niður virðisaukaskatt af barnafötum. Þá vill Framsóknarflokkurinn að komið verði á sérsakri viðmiðun um lífsgæði fjölskyldna í landinu fjölskylduvog sem mun veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald þegar kemur að ákvörðunum sem varða hagsmuni fjölskyldunnar.

Fordómalaus umræða

Framsóknarflokkurinn hefur farið með forystu í utanríkismálum undanfarin ár. Ábyrg og traust stefna flokksins í utanríkismálum hefur reynst þjóðinni farsæl á tímum mikilla breytinga í alþjóðasamfélaginu. Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að standa vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga. Utanríkismál hafa fengið aukið vægi í samfélagi nútímans, samfara aukinni hnattvæðingu og sífellt fjölbreytilegri alþjóðasamskiptum. Flokksþing Framsóknarflokksins lýsti yfir ánægju með þá fordómalausu og uppbyggilegu umræðu um Evrópumál sem flokkurinn hefur haft frumkvæði að. Við viljum að áfram verði unnið að samningsmarkmiðum Íslendinga á sviði evrópusamskipta varðandi uppfærslu EES-samn-

ingsins. Einnig ber okkur að halda áfram að kynna Evrópumálin vel fyrir öllum almenningi og vanda mjög þær stefnuákvarðanir sem íslenska þjóðin þarf á næstu árum að taka.

Verkin tala

Framsóknarflokkurinn er stoltur af árangri sínum á kjörtímabilinu. Við erum bjartsýn fyrir kosningarnar og teljum að það samspil okkar að tefla fram reynslu hinna eldri og hugsjónum hinna yngri muni skila okkur góðri útkomu í vor. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málefnin vel og taka upplýsta ákvörðun um hvað þið merkið við þann 10. maí. Við óskum ykkur alls hins besta í námi ykkar á erlendri grundu og vonumst eftir stuðningi í vor

Höfundar:

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar flokksins. Dagný Jónsdóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, www.xb.is/dagny

www.timinn.is

www.suf.is

Atlantsskip

22
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

sjálfstæðisflokkurinn

23
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Góðir námsmenn!

Vinstrihreyfingin - grænt framboð berst fyrir róttækri jafnaðarstefnu og umhverfisvernd og er einn um það í íslenskum stjórnmálum að halda þeim merkjum á lofti. Pólitík annarra flokka liggur ýmist lengra inn til miðjunnar eða hægra megin við hana. Sérstaða okkar er því umtalsverð. Við höfnum erlendri hersetu, aðild að hernaðarbandalagi og erum algjörlega andvíg árásarstríði Bandaríkjamanna og fylgjenda þeirra í Írak. Við erum boðberar eindreginnar friðarstefnu og afvopnunar og viljum að öryggiskerfi heimsins byggi á lýðræðislegum fjölþjóðastofnunum en ekki duttlungum og heimsvaldapólitík einstakra hernaðarstórvelda.

VG gengur til kosninga í vor undir kjörorðinu: Velferðarstjórn að vori. Í hnotskurn gengur barátta okkar út á það að við viljum snúa við blaðinu og hverfa frá þeirri nýfrjálshyggju, markaðsvæðingarog hægri stefnu sem svifið hefur yfir vötnum á Íslandi í 12 ár og taka stefnuna á nýtt framfara- og uppbyggingarskeið í velferðarmálum. Við viljum fjölbreytni í stað einhæfni í atvinnumálum og vonandi þekkja menn til okkar einörðu baráttu á sviði umhverfismála þar sem við höfnum þeim umhverfislegu stórslysum sem núverandi ríkisstjórn ýmist hefur þegar ákveðið eða er að undirbúa gagnvart hálendi og náttúru landsins.

Við viljum bæta kjör aldraðra og öryrkja, styrkja grunnþjónustuna í velferðarkerfinu og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna en það er í dag. Við höldum til haga kröfunni um styttingu vinnuvikunnar, en í þeim efnum hefur okkur Íslendingum ekkert miðað sl. 10 ár, meðalvinnuvikan er enn vel yfir 40 klst. á viku.

Við viljum byggja upp þekkingarsamfélag hér á landi og höfnum hinni blindu stóriðjustefnu sem núverandi ríkisstjórn og sú næsta á undan henni hafa staðið fyrir. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í atvinnulífi, viljum stuðla að nýsköpun og þróun og styðja við bakið á litlum, nýjum og meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Í þessu sambandi skiptir menntunin öllu máli.

Efla þarf menntunarmöguleika innan íslenska skólakerfisins og eins að tryggja greiðan aðgang að skólum erlendis. Það að eiga kost á að mennta sig á því sviði sem hugurinn stendur til og þroska hæfileika

sína og búa sig þannig undir lífið er að okkar dómi grundvallarmannréttindi sem skipta sköpum í réttlátu velferðarsamfélagi.

Námsmenn og ungar fjölskyldur með börn eru okkur ofarlega í huga. Lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna eru í grundvallaratriðum góð. Mikillar tregðu hefur hins vegar gætt til að viðurkenna raunverulega framfærsluþörf námsmanna og ríkið hefur tregðast við að leggja LÍN til fé þannig að unnt væri að varðveita upphafleg markmið um mjög hagstæð lán. Það var óheillaákvörðun að taka upp vexti á námslán og fara yfir í eftirágreidd lán og eins hefur endurgreiðsla lánanna umtalsverð áhrif á lífskjör ungra fjölskyldna sem hafa nýlokið námi og eru að reyna að koma sér fyrir og bæta stöðu sína með mikilli vinnu og fá þá á sig þungann af tekjutengdum endurgreiðslum af fullu. Þessar aðstæður þarf að skoða í samhengi við aðra þætti sem sérstaklega marka lífskjör ungs fólks í landinu.

Í kosningastefnuskrá VG er tekið sérstaklega á málefnum þessa hóps. Ég nefni sem dæmi það markmið okkar að ríki og sveitarfélög taki sameiginlega á til þess að fella niður leikskólagjöld í áföngum þannig að leikskólavist verði innan 3ja til 4ra ára í aðalatriðum án endurgjalds fyrir notendur. Slíkt yrði ungum barnafjölskyldum umtalsverð kjarabót og eðlilegt þar sem leikskólinn er nú skilgreindur hluti af skólakerfinu.

Húsnæðismálin eru annar stór málaflokkur sem varðar ungt fólk gríðarlega miklu. Við viljum gera stórátak í byggingu félagslegs leiguhúsnæðis og við viljum sameina stuðning við húsnæðisöflun á einn

24
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

stað í skattkerfinu þannig að núverandi vaxtabætur og húsaleigubætur yrðu sameinaðar á einum stað í skattkerfinu sem húsnæðisframlög. Fjölmargar fleiri af okkar áherslum í velferðarmálum munu hafa áhrif á námsmenn og ungt fólk, ekki síst þær breytingar sem við viljum gera á skattkerfinu.

Ég hvet námsmenn til að kynna sér áherslur okkar

nánar á heimasíðu okkar www.vg.is og kosningavefnum okkar, www.xu.is. Ég óska íslenskum námsmönnum erlendis alls góðs og vona að leið þeirra liggi heim til gamla landsins að námi eða starfi loknu.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

V inir náttúru og manna

Maður tekur sér gjarna frí frá pólitískri umræðu á Íslandi þegar maður er í námi erlendis. Umræða um hlutabréfagengi í stærstu íslensku fyrirtækjunum og þorskkvótann á miðunum verður fjarlæg og maður nýtur þess að fylgjast með öðrum málum.

Þegar þetta er skrifað má hins vegar reikna með því að fólk um allan heim fylgist með sömu fréttunum. Fréttunum af árásarstríði Bandaríkjamanna og fylgifiska þeirra á Írak. Þetta stríð hefur vakið sérlega hörð viðbrögð á Íslandi. Andóf gegn stríði sem oft hefur birst sem fjögurra til fimm manna mótmælastöður í norðangarranum er skyndilega orðið almennt.

Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði teljum að sú vitundarvakning sem orðið hefur meðal þjóðarinnar og sést t.d. á mótmælafundum þar sem þúsundir manna mæta og hrópa vígorð gegn stríði sé hvorki upphaf né endir. Í fyrsta lagi teljum við að mótmælin eigi eftir að verða enn fjölmennari. Í öðru lagi trúum við því að málflutningur okkar gegn hernaðarhyggju og stríðsrekstri undanfarin fjögur ár hafi skilað sér til þjóðarinnar

Þingmenn VG lögðu fram þingsályktunartillögu nú í janúarmánuði um að Ísland beitti sér á alþjóðavettvangi fyrir friðsamlegri lausn á Íraksmálinu en ef til átaka kæmi myndi Ísland lýsa yfir algeru hlutleysi og ekki veita stríðandi aðilum aðstöðu af neinu tagi. Tillagan fékkst ekki afgreidd út úr utanríkismálanefnd þannig að Alþingi gæti lýst afstöðu sinni til málsins þar sem stjórnarmeirihlutinn hafnaði því í nefndinni.

En friðarstefna er ekki eina stefnumál VG þó að það veki mesta athygli nú um stundir. Um langt skeið hafa þingmenn Vinstri-Grænna háð harða baráttu um framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda gagnvart náttúrunni. Eins og alþjóð veit eru nú mestu framkvæmdir Íslandssögunnar að hefjast við Kárahnjúka

þar sem stífla á Jöklu og veita henni í Lagar Tilgangurinn er að r virkjun sem knýja á álver Alcoa í Reyðarfirði - en umrætt álver á að bjar íslensku atvinnulífi sem og byggðum landsins.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur einn flokka

á Alþingi barist gegn þessari þungaiðnaðarstefnu stjórnvalda. Vissulega eiga hinar dreifðu byggðir undir högg að sækja - og reyndar er ekki síst um að kenna kvótakerfi núverandi stjórnvalda. Því skýtur það skökku við þegar sömu stjórnvöld ganga fram fyrir skjöldu og tala digurbarkalega um að bjarga þurfi byggðum landsins. Vinstri grænir telja hins vegar að það verði ekki gert með einhæfum þungaiðnaði. Við teljum einnig að ekkert réttlæti þau stórkostlegu, óafturkræfu náttúruspjöll sem nú er verið að fremja á hálendi landsins - sem útiloka um leið framtíðarmöguleika á ferðamennsku. Ef sömu fjárhæðum væri varið til að byggja upp fjölþætta atvinnustarfsemi teljum við að sólin myndi brosa breiðar yfir Austfjörðunum.

Þessi tvö mál hafa verið áberandi í umræðunni þennan veturinn og sérstaklega hefur áhugi ungs fólks vakið athygli. Við í Ungum Vinstri-Grænum höfum fundið mikinn meðbyr hjá ungu fólki sem vill hugsa um málefnin til lengri tíma en fjögurra ára. Ungu fólki sem er annt um framtíð náttúru og mannkyns og vill leggja sitt af mörkum til að tryggja að hún verði friðsamleg. Ef þér er umhugað um þessi mál ættirðu að staldra við og spá í að setja x við U.

25
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Katrín Jakobsdóttir, formaður UVG.

Hver verða þín mánaðarlaun?

- Samantekt úr skýrslum dr. Þórólfs Matthíassonar og Elínborgar Sigurðardóttur

Samkvæmt nýútkominni rannsókn á endurgreiðslum á lánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna greiðir helmingur lántakenda af lánum í nýjasta lánaflokknum lán sín upp á 10 til 12 árum. Það er mun skemmri tími en útreikningar í frumvarpi gerðu ráð fyrir þegar sá lánaflokkur, svonefndur R- flokkur, var tekinn upp árið 1992. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að hlutfall endurgreiðslu námslána af tekjum ræðst nánast eingöngu af þeim lánaflokkum sem í boði voru á hverjum tíma. Þannig er endurgreiðslubyrði á nýjustu lánaflokkunum þyngst. Um er að ræða svonefnd S- og R- lán, þau fyrri voru tekin á árunum frá 1982 þar til þau síðari komu til sögunnar 1992 og eru enn í gildi.

Rannsóknin sýnir fram á að námsmenn taka nú lægri lán en áður og helst lækkunin í hendur við harðari kröfur um námsframvindu og endurgreiðslur. Í niðurstöðum kemur einnig fram að núvirtar ævitekjur námsmanns geta aukist um 1-2 milljónir fyrir hverja viðbótarmilljón sem hann tekur í námslán.

irgreiðsla í formi styrkja og lána. Í þeim löndum eru lán greidd með jöfnum greiðslum óháð tekjustigi greiðanda og er hámark greiðslutíma hæst 30 ár. Í Danmörku, Noregi og Finnlandi fá greiðendur auk þess skattaafslátt vegna vaxta af greiðslu námslána.

Dr. Þórólfur Matthíasson dósent í hagfræði við HÍ og Elínborg Sigurðardóttir nemandi hans unnu að rannsókninni en hún var gerð fyrir Bandalag háskólamanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis, auk á annan tug stéttarfélaga og hagsmunasamtaka. Rannsóknin byggði annars vegar á greiningu á upplýsingum úr gagnasafni LÍN um rúmlega

27.000 greiðendur sem greiddu af lánum á árinu 2001 og hins vegar á upplýsingum um fyrirkomulag og endurgreiðslur námslána, og eftir því sem við á skattalegri meðhöndlun endurgreiðslunnar á Norðurlöndum, á Englandi, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Rannsóknin ber saman fyrirkomulag námslána og styrkja á Íslandi og Norðurlöndum auk fleiri landa. Þar kemur fram að á hinum Norðurlöndunum er fyr-

Öfugt við greiðslufyrirkomulag lána almennt öðlast LÍN hlutdeild í heildartekjum lántakenda þegar að

26
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

greiðslu kemur. Samkvæmt lögum um sjóðinn skulu greiðendur R-lána greiða 4,75% af heildarárstekjum sínum til lánasjóðsins og greiðendur S-lána borga 3,75% af heildarárstekjum sínum sem auk þessu eru hækkaðar í samræmi við verðbólgu hjá báðum hópum greiðenda. Ekkert hámark er á endurgreiðslutíma R-lána en 40 ára hámark er á greiðslutíma S-lána.

Greiðendur námslána greiða sem svarar heilli útborgun mánaðarlauna til sjóðsins á ári

ungu virkir námsmenn fái lán. Niðurstaðan sýnir að fyrir hverja viðbótar-milljón sem tekin er að láni aukast árstekjur viðkomandi um 120-160 þúsund krónur eða sem jafngildir 1-2 milljónum króna að núvirði. Hærra lán jafngildir yfirleitt lengra námi eða minni töfum á námstímanum vegna vinnu. Af þessum viðbótartekjum er áætlað að 300-800 þúsund krónur að núvirði muni renna til hins opinbera í skatt.

Greiðslutími námslána er mun skemmri en gert var ráð fyrir í upphafi

Rannsóknin sýnir að hlutfall endurgreiðslu af heildartekjum þeirra er hófu að greiða af námslánum árið 2001 er allt að því þrisvar sinnum hærra en þeirra er hófu endurgreiðslu námslána á árunum upp úr 1982. Þannig greiða lántakendur R- lána fast að 5,1 % af heildartekjum sínum til LÍN. Greiðendur R-lána greiða því lánasjóðnum að jafnaði ein útborguð mánaðarlaun sín á ári.

Í rannsókninni kemur fram að lánsupphæð sú, sem hver námsmaður tekur, lækkaði eftir að lánakjör voru þrengd árið 1992. Leitt er getum að því að skýringar á breyttri hegðun lántaka séu m.a. þyngri endurgreiðslubyrði lána, en einnig eru nefndar aðrar hugsanlegar skýringar svo sem þær að nemendur hafi e.t.v. kosið styttra nám en áður, ellegar að nemendur hafi aflað sér tekna til framfærslu og greiðslu námskostnaðar með öðrum hætti. Í niðurstöðum kemur fram að slíkt atferli lengir námstíma og dregur úr hraða og magni mannauðsuppbyggingar Núverandi fyrirkomulag námslána eykur líkur á því að námsmenn breyti námsvali sínu og velji frekar námsgreinar sem þykja tryggja öruggar tekjur að námi loknu. Leitt er getum að því að kerfið beini nemendum frá námi, m.a. í listgreinum og sumum greinum raunvísinda.

Í rannsókninni er skoðað á hvern hátt lántaka getur haft áhrif á tekjumyndun einstaklinga. Bent er á að strangt námsárangurseftirlit LÍN tryggi að einvörð-

Á öllum Norðurlöndum nema á Íslandi er aðstoð við námsmenn í formi óendurkræfra styrkja auk lána. Athygli er vakin á því að vextir af námslánum eru frádáttarbærir frá skatti í Noregi, Danmörku og Finnlandi.

Aðilar að samráðshópi um endurgreiðslur námslána eru:

• Bandalag háskólamanna (BHM)

• Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN)

• BSRB

• Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)

• Félag prófessora

• Félag unglækna

• Iðnnemasamband Íslands (INSÍ)

• Kennarasamband Íslands (KÍ)

• Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ)

• Lyfjafræðingafélag Íslands

• Prestafélag Íslands

• Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE)

• Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar

• Stéttarfélag verkfræðinga (SV)

• Tannlæknafélag Íslands (TFÍ)

• Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ)

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

27
28
styrktarlínur
591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is Knarrarvogur 2 www.avis.is Kaupfélag skagfirðinga vantar logo
ráðuneytið
logo
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Sími:
Landbúnaðar
vantar

Menntaskólinn á Akureyri

vantar logo

Eimskip

Sögufélag Suðurlands

vantar logo

SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

29

Að flytja búslóð með S amskipum

Félagsmenn SÍNE fá 12% afslátt hjá Samskipum

Umfang búslóðar

Samskip bjóða upp á flutning í heilum gámum í tveimur stærðum, 20 og 40 feta. Einnig taka Samskip að sér að flytja búslóðina lausa í gám með öðrum vörum og afhenda í lausu á áfangastað. Í svona flutningum er alltaf meiri hætta á hnjaski, því hvert stykki er meðhöndlað oftar en ef um gámaflutning er að ræða. Rétt er því að miða pökkun og frágang við það.

Flutningur/pökkun

Þegar flutningur er pantaður þarf að gefa upp ákvörðunarstað og hvort um flutning í heilum gámum eða í lausu er að ræða. Einnig þarf að mæla umfang búslóðarinnar. Nauðsynlegt er að búslóðinni fylgi listi yfir helsta innihald hennar. Þegar kemur að eiginlegum flutningi skal haft samband við skrifstofu okkar þar sem búslóðin er bókuð til flutnings og gengið frá dagsetningum í kringum flutninginn. Nauðsynlegt er að pakka búslóðinni vel og sem mestu í kassa og setja pappa eða þykkt plast utan um húsgögn og tæki. Á stærri hlutum þarf að hlífa öllum hornum. Alla hluti þarf að merkja vandlega. Óheimilt er að setja búslóð eða farangur inn í bíl í flutningi.

Afhending vöru til innflutnings til Íslands

Búslóðin þarf að vera komin í umsjá Samskipa í síð-

asta lagi einum sólarhring fyrir brottför skips. Samskip bjóða upp á að sækja búslóðina hvert sem er í Evrópu og koma henni til hafnar gegn sérstöku gjaldi. Bóka þarf flutning 7 dögum fyrir brottför skips ef Samskip eiga að sjá um að sækja búslóðina. Þegar búslóðin er komin til Íslands sækir viðskiptavinurinn afhendingarheimild til tollsins og framvísar henni á skrifstofu Samskipa áður en varan er sótt í vöruhús

Afhending vöru til útflutnings frá

Íslandi

Búslóðin þarf að vera komin í umsjá Samskipa í síðasta lagi fyrir hádegi daginn fyrir brottför skips (skv. núverandi áætlun er það fyrir hádegi á miðvikudegi). Samskip bjóða upp á að sækja búslóðina hvert á land sem er og koma henni til hafnar gegn sérstöku gjaldi. Sé óskað eftir gámi heim þarf að panta hann með sólarhrings fyrirvara. Gámurinn þarf að vera kominn aftur á athafnasvæði Samskipa fyrir kl. 17.00 daginn fyrir brottför skips. Þegar búslóðin er komin til ákvörðunarlands hefur móttak-andi samband við skrifstofu Samskipa í viðkomandi landi.

Flutningsgjöld

Verðskrá Samskipa fyrir búslóðaflutninga miðast við hvernig varan er flutt. Greitt er ákveðið gjald fyrir flutninga í gámum en gjald fyrir flutninga í

30 SÍNE
· samband íslenskra námsmanna erlendis
Hér má sjá dæmi um stærðir gámanna.

lausu reiknast af umfangi búslóðarinnar. Því skiptir máli að gera sér grein fyrir umfangi búslóðarinnar fyrirfram. Komi í ljós við móttöku að umfang hefur verið of- eða vanmetið breytist flutningsgjald í samræmi við það og fyrri verðáætlanir falla úr gildi. Hægt er að greiða flutningsgjald áður en flutningur

á sér stað eða fyrir afhendingu í losunarhöfn. Ef greitt er á Íslandi er hægt að semja um greiðslukjör á Visa/Euro raðgreiðslum.

Tryggingar

Við gerum þá kröfu að farmflytjandi tryggi búslóð fyrir flutning. Flestir hafa heimilistryggingu á munum sínum og því er jafn eðlilegt að tryggja þegar búslóðin er í flutningi á bílum og í skipum um heiminn. Sölufólk okkar getur gefið allar upplýsingar um

MARGT SMÁTT

Hvað ef .....

... námslán væru greidd út mánaðarlega?

• Þá færi minna fé ríkis og námsmanna í vaxtagreiðslur til bankanna og námslán yrðu e.t.v. hærri. Gengisáhætta námsmanna minnkaði verulega.

... námslán væru að hluta til beinn styrkur?

• Þá fengju allir jafnháa styrki og styrkhlutfallið væri öllum ljóst, en ekki óræð tala sem ómögulegt er að reikna út fyrr en eftir að lánið hefur verið greitt upp. Hægara yrði um vik að bera LÍN saman við sjóði annarra Norðurlanda. Námsmenn tækju námið á styttri tíma og skiluðu sér fyrr út í atvinnulífið.

Rúmmál er fengið með því að margfalda saman lengd x breidd x hæð. Heildarrúmmál er fengið með því að leggja saman rúmmál allra hluta í búslóðinni.

tryggingaskilmála og aðstoðað við kaup á tryggingum. Meginreglan er sú að hægt er að velja um þrennskonar skilmála. Fyrst má nefna sjálfsábyrgð upp á 100.000 kr., þá er iðgjald 0,50 % af uppgefnu verðmæti búslóðar í öðru lagi er sjálfsábyrgðin 65.000 kr. og er þá iðgjaldið 0,7 % af uppgefnu verðmæti búslóðar. Í þriðja lagi er sjálfsábyrgðin 35.000 kr og iðgjald 1 % af verðmæti búslóðar

Athugaðu !

• Ertu búin/n að fá skriflegt tilboð í flutninginn?

• Ertu búin/n að lesa einblöðunginn um búslóðaflutninga?

• Ertu búin/n að mæla umfang búslóðarinnar?

• Ertu búin/n að fylla út bókunarseðilinn?

• Ertu búin/n að tryggja búslóðina?

... frítekjumarkið yrði einungis miðað við lánshæfu mánuði ársins?

• Þá gæfist námsmönnum tækifæri á atvinnuþátttöku af fullri alvöru þá mánuði sem skólahald lægi niðri á sumrin og gætu einbeitt sér af fullri alvöru að náminu án þess að hafa áhyggjur af verulega skertum námslánum. Námsmenn sem kæmu úr námshléi, vegna atvinnuþátttöku, hefðu ríkari rétt til námslána en í dag. Námslánakerfið yrði virkileg hvatning til náms og atvinnuþátttöku, sem hefði í för með sér hraðari mannauðsuppbyggingu og auknar skatttekjur ríkissjóðs.

....námsmenn gætu virkilega lifað af námslánum sínum?

• Nei, nú ert’að grínast...

31
SÍNE
·
samband íslenskra námsmanna erlendis

Regluverk LÍN gert einfaldara

Á hverju ári fer fram endurskoðun á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í þeirri nefnd, sem leggur til breytingar á úthlutunarreglunum við stjórn lánasjóðsins, hafa námsmannahreyfingarnar þrjá fulltrúa og keppast þeir í hvert sinn við að bæta reglurnar námsmönnum í hag og hafa þær eins skýrar og unnt er. Margar reglurnar eru torskildar, einar sér, og svo að botn fáist í merkingu þeirra eru þær oft túlkaðar hver í samræmi við aðra. Á það reyndi fyrir nokkru hvernig bæri að túlka þá reglu sem fjallar um sérnám erlendis. Í framkvæmd hefur reglan sem fjallar um sérnám á Íslandi ávallt verið höfð til hliðsjónar við skýringu á henni og svo var einnig gert í því máli sem ég ætla að fjalla hér eilítið um.

Málavextir voru þeir að nemandinn hóf dansnám við skóla í Bandaríkjunum. Að loknu fyrsta ári gafst honum færi á að bæta við öðru námsári við skólann. Um var að ræða sérstaka námsbraut sem sett hafði verið upp við skólann fyrir erlenda dansnema, og hafði skólinn fengið viðurkenningu alríkisstjórnar Bandaríkjanna til að bjóða erlendum dansnemum upp á nám við þessa námsbraut og gefa út tiltekið skírteini að því loknu. Nemandinn sótti um lán hjá LÍN fyrir þessu seinna ári en var hafnað. Um var að ræða sérnám, og eins og segir í úthlutunarreglum LÍN er það stjórn LÍN sem metur hvort sérnám erlendis sé lánshæft eða ekki. Í þeirri grein sem á reyndi segir m.a: „Heimilt er að veita lán til sérnáms erlendis. Lánshæfi er háð því að um sé að ræða a.m.k. eins árs skipulagt nám sem talist getur nægilega veigamikið, að því er varðar eðli þess, uppyggingu og starfsréttindi, að mati stjórnar sjóðsins.“ LÍN hafnaði lánsumsókn nemandans á þeim forsendum að skólinn hafði ekki fengið viðurkenningu bandarískra menntayfirvalda, þ.e. hjá National Recognition of Accrediting Agencies (NRAA). Við mat á því hvort sérnám erlendis telst lánshæft, hefur verið litið til þeirrar greinar í úthlutunarreglunum sem fjallar um lánshæft sérnám á Íslandi. Er þetta gert af hálfu sjóðsins til að gæta samræmis í kröfum sem gerðar eru til lánshæfs sérnáms hér á landi og annars staðar

Málskotsnefnd tók fram í úrskurði sínum, að ekkert væri því til fyrirstöðu að LÍN setti sér

ákveðnar reglur varðandi mat á því hvað teljist lánshæft sérnám í hinum ýmsu löndum í skilningi greinarinnar um sérnám erlendis, enda væru þær reglur lánþegum ljósar og jafnræðis gætt. Eins og fram hefur komið hefur það verið forsenda lánveitinga af hálfu LÍN skv. greininni, vegna náms í Bandaríkjunum, að viðkomandi skóli hafi fengið viðurkenningu bandarískra menntayfirvalda, þ.e. hjá NRAA. Þetta skilyrði kemur hins vegar ekki fram í hinni tilteknu grein í úthlutunarreglum sjóðs-

32
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis Guðmundur Thorlacius

ins, eins og rétt væri, fyrst þetta er ófrávíkjanleg vinnuregla sjóðsins

Síðan segir nefndin að úthlutunarreglur LÍN eigi að vera skýrar og lánþegar verða að geta lesið úr þeim til hvaða atriða litið er við ákvörðun um lánshæfni náms o.fl. Ekki kemur fram í hinni tilteknu grein að skilyrði lánshæfni sérnáms í Bandaríkjunum sé að umræddur skóli hafi hlotið viðurkenningu NRAA. Af þessum sökum getur stjórn LÍN ekki hafnað lánsumsókn nemandans á þeirri forsendu einni að skólinn hafi ekki hlotið slíka viðurkenningu. Verður því að koma til mat á því námi sem kærandi stundar, eðli þess og uppbyggingu svo sem umrædd grein í úthlutunarreglum LÍN býður að gert sé.

Af gögnum málsins þótti nefndinni ljóst að nemandi stundaði nám við metnaðarfullan skóla og að eðli og uppbygging námsins væri með þeim hætti að námið fullnægði skilyrðum í hinni tilteknu grein í úthlutun-

MARGT SMÁTT

Styrkir úr Grænlandssjóði

Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2003. Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skilyrði. Umsóknum óskast beint til stjórnar Grænlandssjóðs og sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, IS-150 Reykjavík, fyrir 18. apríl 2003. Texta umsókna má koma á framfæri í bréfasíma +354 562 4014 eða tölvupósti postur@for.stjr.is, ef þeim er fylgt eftir skriflega með bréfi, sem póstlagt er fyrir nefndan frestdag.

„Collect“ símtöl Rétt er að vekja athygli á símaþjónustu SÍNE, en félagsmenn geta hringt „svargreitt“ (collect) á skrifstofu SÍNE hvaðanæva að úr heiminum. Opnunartími skrifstofu kemur þó

arreglum LÍN. Ekki yrði séð að nefnd grein úthlutunarreglna LÍN veitti sjóðnum heimild til að miða við að sérnám þurfi að vera skipulagt sem sex til átta missera nám til að teljast lánshæft og að fyrsta eða fyrstu tvö misserin væru ólánshæf ef hægt væri að leggja stund á námið beint eftir grunnskólapróf, eins og segir í greininni um sérnám á Íslandi. Það var því niðurstaða nefndarinnar að fella úrskurð stjórnar LÍN úr gildi.

Af þessu má sjá að úthlutunarreglur LÍN eru oft á tíðum ekki eins skýrar og þær mættu vera. Sú nefnd sem nú vinnur að því að endurskoða úthlutunarreglurnar hefur það m.a. að markmiði að gera allt regluverkið skýrara í framsetningu. Það er von okkar að sú vinna eigi eftir að skila góðum árangri.

í veg fyrir að allir félagsmenn geti nýtt þessa þjónustu en þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að senda okkur tölvupóst með upplýsingum um símanúmer og framkvæmdastjóri mun þá hringja utan opnunartíma í viðkomandi.

Afsláttur af flutningsgjöldum

Við viljum minna félagsmenn á afsláttarkjör SÍNE hjá Samskipum en veittur er 12% afsláttur af flutningsgjöldum. Félagsmenn þurfa að senda netleiðis skráningareyðublað sem er að finna á heimasíðu SÍNE og fá tilkynningu í tölvupósti þegar sú skráning hefur verið send Samskipum. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SÍNE - sine@sine.is

„Sent og svarað“ hjá LÍN

Við viljum minna félagsmenn á þjónustu LÍN

„Sent og svarað“ sem er að finna á heimasíðu sjóðsins www.lin.is

Þið getið einnig haft samband við skrifstofu SÍNE með þau mál sem liggja á ykkur og varða Lánasjóð íslenskra námsmanna.

33
Guðmundur Thorlacius Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

Bækur sem húsgögn hjá blómálfum

- Hrafn Sveinbjarnarson ritar um heimþrá námsmanna erlendis -

Eftir nokkra háfleyga þanka um heimþrána sem ætlunin var að fjalla hér um, endastakkst allt í blákaldan raunveruleika hins íslenska bókabéusar. Hinar fleygu ljóðlínur Sveinbjarnar Egilssonar „Römm er sú taug, er rekka dregur föður-túna til.“ hafa oft verið hafðar yfir um heimþrána. Sveinbjörn var reyndar með þessu að þýða hluta af elegísku kvæði eftir Ovidius, rómverskt skáld sem haldið var einhverri mestu og frægustu heimþrá allra tíma, en Ovidius var gerður útlægur frá Róm af Ágústusi keisara og barmaði sér ákaflega þar sem hann var niður kominn við Svartahafið. Námsmenn erlendis eiga þó flestir kost á að snúa heim. En að hverju koma þeir þegar þeir snúa aftur? Er fýsilegt að fara úr erlendu háskólaumhverfi, með aðgang að góðum bókasöfnum og alls kyns hámenningu, til Íslands?

Hvað bækur snertir er líkt komið á með heimkomnum menntamanni á Íslandi nú og Ovidiusi í útlegðinni við Svartahafið forðum, fjarri iðandi menningarlífi Rómaborgar. Hann líður skort. Í fasteignablaði Morgunblaðsins 18. febrúar 2003 var eftirfarandi fróðleiksmoli undir mynd af innbundnum bókum:

Bækur undir blóm

„Sú var tíðin að bækur voru geymdar sem dýrgripir uppi í hillum og teknar fram með hátíðlegum svip til þess að fletta upp í eða til þess að lesa á kvöldvökum. Þetta á við um gömlu bækurnar sem voru sjaldgæfar. Nú eru bækur afar algengar, næstum svo að bókaþjóðin á í vök að verjast, svo mjög er sótt að henni til að kaupa sem allra mest af bókum. Þegar svo er komið er eins líklegt að til séu bækur á heimilum sem ekki eru lengur sérstaklega geymdar til lestrar. En þá má nota þær á annan hátt; stafla má þeim saman og nota þær sem hillu undir blóm. Einkum er þetta fallegt ef til eru gamlar bækur í leðurbandi með gyllingu. En blómið

þarf ekki endilega að vera stórt, bara fallega grænt og í góðum og heilum leir- eða postulínspotti“.

Þetta voru mikil gleðitíðindi fyrir bókaeigendur, einkum þá sem þurfa að finna áreynslulaus not fyrir bækur sínar. Loksins er hægt að hafa af þeim eitthvert gagn og njóta skinnbandsins með gyllingunni fyrirhafnarlaust. Skella Ovidiusi og Passíusálmunum undir Pelargóníuna og Aspidistruna. Þetta er athyglisvert því viðhorf gagnvart bókum endurspegla menningarástand. Þýskur rithöfundur sem áttaði sig á því hélt því eitt sinn fram að þeir sem brenndu bækur dræpu líka fólk. Hvað gera þeir sem nota bækur sem blómabeð? Þeir lesa bækurnar a.m.k. ekki, en ef til vill er það skaðlaust, blómálfar þurfa varla að lesa bækur. Verðmætamatið er varla burðugt hjá blessuðum blómálfunum þótt ekki sé litið nema aðeins til þess hve bókband er dýrt. Um andleg verðmæti í innihaldi bóka tjóar víst lítið að tauta nú þegar bók sem innihaldslaus hlutur eða söluvara er í tísku.

Skraut

Óneitanlega hefur margt og misjafnt ritið verið bundið í skinn, en höfuð tilgangur bóka er að vísu ekki að vera skrautmunir. Á Hóteli Borg í Reykjavík standa gömul ensk lögfræðirit í voldugu bandi, munaðarlaus á hillum, sem skreyting fyrir daufum augum gesta. Þetta á líklega að minna á enska klúbba heldri manna eða salonselsköp franskra hefðarmeyja, en er ögn vandræðalegt á hóteli í Reykjavík. Hótel hafa aldrei talist mikil lærdómssetur eða lagaskólar. Í því, að líta hin kjölfögru lærdómsrit, felst samt nokkur skemmtun fyrir erlenda aðkomumenn úr menntastétt. „Books do furnish a room“ varð Englendingi nokkrum að orði á Borginni um daginn. Suður á Þýskalandi eru, eins og víðar, til menn sem lítið eru

34
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

gefnir fyrir bóklestur. En þeir vilja samt sumir sveipa sig ljóma og dulúð hins víðlesna og lærða manns með lítilli fyr irhöfn. Þetta er það sem ýmsir Íslendingar hnussa yfir og kalla menntasnobb, en er í raun hugsunarháttur sem hæglega má telja mikilsverðan, því þar sem borin er virðing fyrir bók lestri og menntun dafnar sú menning sem fylgir bóklestri og menntun. Í Þýskalandi mun vera hægt að kaupa bókakili með álitlegum titlum sem álna vöru til ísetningar í bókaskápa með glerhurðum. Oftast týnist lykillinn að þessum skápum mjög fljótt. Með þessari aðferð tapast að vísu sú lækkun kynd ingarkostnaðar sem alvöru bækur veita, því þær eru sagð ar góð einangrun við útveggi. Hver veit nema blómahillan sé einhverskonar virðingarvottur við bókmenninguna?

En annað stofustáss undir blóm sómdi sér ekki síður í stofum Íslendinga. Það væri raunverulega fínt, því fína fólkið á Íslandi sem á peninga gæti með því skorið sig úr. Það er reyndar ekki alltaf auðugt af bókum. Það er hinsvegar mikið af peningum hjá því. Áður fyrr voru þeir teknir fram með hátíðlegum svip og notaðir við kaup á lífsnauðsynjum, nú eru þeir afar algengir svo að peningaþjóðin á í vök að verjast af þeirri ofgnótt. Þeim má stafla saman í seðlabúnt og nota sem hillu undir blóm. Venjulegt fólk, hin þjóðin á Íslandi, yrði að láta sér nægja seðlana úr Íslenska efnahagsspilinu eða Matador undir sín blóm. Til dæmis námsmenn sem koma frá útlöndum með námslánin verðtryggðu á bakinu.

Skattheimta

Íslendingar sem hafa not og ánægju af bóklestri þurfa fæstir að kveinka sér yfir ofgnótt peninga. Menntamenn á Íslandi eru lágt launaðir miðað við erlenda menntamenn, einkum þeir sem starfa hjá ríkinu. Þeir sem þar að auki eru svo ósvífnir að lesa erlendar bækur voru um nokkurt skeið látnir borga aukalega virðisaukaskatt af þeim umfram þann virðisaukaskatt sem lagður var á íslenskar bækur. Árið 2002 þegar EFTA dómstóllinn taldi þetta í blóra við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið taldi utanríkisráðherra

Íslands, í sjónvarpsfréttum ríkissjónvarpsins 24. febrúar 2002, nauðsynlegt að verja íslenska menningu fyrir afleiðingum þess álits. Ætli þurfi ekki bráðum

að verja íslenska menningu fyrir þeim sem hafa stundað nám í útlöndum, þar sem erlendar bækur eru hafðar um hönd?

Að mismuna bókum þjóðernislega í skattlagningu var dæmt af fyrir íslenskum dómstóli 28. júní 2002 en þá var Herði Einarssyni hæstaréttarlögmanni dæmd endurgreiðsla oftekins virðisaukaskatts. Virðisaukaskattur er enn tekinn af erlendum bókum á Íslandi en jafnt og af þeim íslensku en í viðbót þarf að greiða tollmeðferðargjald í hvert skipti sem bókasending berst frá útlöndum ofan á virðisaukaskattinn, þetta gjald var hækkað eftir dóminn. Kannski einhverskonar vernd fyrir íslenska menn-

Bókhlaðan

Innheimta virðisaukaskatts af bókum, og þá einkum erlendum bókum sem ekki er hægt að nálgast í vanbúinni og fjársveltri Þjóðarbókhlöðunni nema í fokdýrum millisafnalánum, er áníðsla á fræðiiðkun og menntun á Íslandi. Þetta er skattapólitísk ákvörðun sem íslenskir stjórnmálamenn bera ábyrgð á. Skemmdirnar sem þetta veldur á vísinda- og menntalífi þjóðarinnar eru ekki auðmetnar þótt þær séu umtalsverðar. Margfeldisáhrif bóka eru flóknari en sömu áhrif á peningamarkaði. Meðal menningarþjóða er litið svo á að virðisaukaskattur á prentað mál sé ein tegund ritskoðunar og þar er hann ekki á lagður t.d. í Bretlandi og Noregi. Þjóðarbókhlaðan í Reykjavík nær því ekki að vera dugandi háskólabókasafn, hvorki að gæðum né bindafjölda og er hún þó langsamlega besta bókasafn á Íslandi. Á meðan stofna stjórnmálamenn á Íslandi háskóla út um allar trissur fyrir óhemju mikið fé. Ekki virðist ætlast til þess að í þeim stofnunum fari fram nokkur bóklestur að ráði umfram skyldulesninguna því litlum sögum fer af bókasöfnum við þessar stofnanir, mesta furða að húsin sem þessar stofnanir eru í séu hol að innan. Meintur fjöldi háskóla (universitet) hjá þessari 280.000 manna þjóð er óbrigðult aðhlátursefni erlendis þar sem menn þekkja til alvöru háskóla og háskólabókasafna. Fyrir þá sem hyggjast láta hina römmu taug draga sig heim til bókaþjóðarinnar með grænu fingurna er líklega hollast að birgja sig upp af erlendum bókum áður en haldið er heim svo þeim leiðist ekki eins mikið innan um pottaplönturnar og vesalings Ovidiusi í útlegðinni forðum.

35
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis

LÍN og námsaðstoð á Íslandi

- Orri Freyr Oddsson fjallar um arðsemi menntunar og málefni

Lánasjóðurinn

Af hverju námsaðstoð? Af hverju Lánasjóður íslenskra námsmanna? Af hverju nám yfirleitt? Margar spurningar í þessum anda hafa borið á góma fólks mest allan hluta síðustu aldar og enn spyr fólk sömu spurninga. Halda mætti að námsaðstoð og nám væri sumum einstaklingum alls óviðkomandi þrátt fyrir að sömu aðilar hafi á árum áður gengið menntaveginn, sama veg og menn ganga enn í dag. Er ekki kominn tími til að menn nái sáttum um mikilvægi þessara viðfangsefna og reyni út frá því að vinna sameiginlega að framförum þeirra?

Það sem fékk mig til að setjast niður og skrifa smá grein varðandi lánasjóðsmálin er einkum tvennt. Í fyrsta lagi er það sú staðreynd að ég hef nýlokið námi í viðskiptafræðiskor við HÍ þar sem ég skrifaði BS ritgerð um LÍN í lokaverkefni mínu. Í öðru lagi eru það helstu niðurstöður þeirrar vinnu minnar sem ég mun leitast við að koma á blað í þessari grein.

Hvers vegna urðu LÍN, lánasjóðs- og menntamálin fyrir valinu? Jú, það liggur nokkuð í augum uppi að mínu mati. Síðustu misseri hefur ekki verið skrifað of mikið um sjóðinn þrátt fyrir að hann og starfsemi hans snerti mörg þúsund Íslendinga. Sjóðurinn og tengd málefni hafa síðustu áratugina verið eitt af umræðuefnum þjóðarinnar og vildi ég reyna að auka þá umræðu sem vonandi verður til þess að einhverjar breytingar og umbætur munu fylgja í kjölfarið.

Í ritgerðinni er litið yfir farinn veg, skoðuð helstu rit og skýrslur um sjóðinn og litið á þessi mál í víðu samhengi frekar en að taka sérstaklega út einn þátt í starfsemi sjóðsins. Þær spurningar sem var lagt upp með að svara í ritgerðinni lúta að tveimur þáttum. Í fyrsta lagi hvort ekki megi auka arðsemi æðri menntunar og menntamála á Íslandi í nútíð og framtíð. Í öðru lagi er skoðað hvort bæta megi námsaðstoðarkerfi það sem Íslendingar búa við og þá hvernig helst.

Arðsemi menntunar

Þegar skoðað er hvort auka megi arðsemi æðri menntunar þá þarf að hafa nokkra hluti í huga við slíkt mat. Spyrja þarf spurninga eins og í hvaða nám peningarnir fari og hverju það nám sé svo að skila til samfélagsins. Þetta má finna út með því að styðjast við núvirðisútreikning á hverri námsgrein fyrir sig. Án þess að mikið hafi verið um slíka útreikninga hér á Íslandi síðustu ár og áraraðir hafa þó verið gerðar tilraunir til að meta þessa þætti. Í ljós hefur komið að þær námsgreinar sem hafa verið að skila mestri arðsemi bæði til einstaklinganna sjálfra sem og þjóðfélagsins í heild hafa verið þær námsgreinar sem eru hvað stystar og laun í hærra lagi borið saman við aðrar námsgreinar. Dæmi um greinar sem skila mestri arðsemi til þjóðfélagsins eru verkfræði-, viðskipta- og hagfræðigreinar

Síðustu ár og áraraðir hefur raunin verið sú að þær námsgreinar sem hafa fengið hvað mest af óbeinum styrkjum frá ríkinu hafa verið námsgreinar sem hefur tekið hvað lengstan tíma að læra. Óbeinir styrkir frá ríkinu hafa svo falist í niðurgreiðslu vaxta sem og niðurfellingu eftirstöðva á lánum. Í kringum 1988 til 1990 voru það aðeins um 15 til 20% nemenda sem fengu um 85 til 90% af þessum óbeinu styrkjum. Sem dæmi um nemendur í þeim hópi má nefna þá sem fóru til USA í langt nám með háum skólagjöldum. Reyndar hafa reglur breyst til batnaðar fyrir sjóðinn hvað það varðar að nú falla eftirstöðvar lána ekki niður fyrr en við andlát nemenda. Fyrir vikið hefur hlutfall þeirra lána sem þarf að fella niður lækkað töluvert sem minnkar þann ójöfnuð sem í óbeinum styrkjum ríkisins felast.

Svarið við fyrri spurningunni er sem sagt á þá leið að það sé hægt að auka arðsemi náms á Íslandi bæði í nútíð og framtíð. Slíkt mætti framkvæma með því að hvetja námsmenn með einum eða öðrum hætti til þess að stunda ákveðnar námsgreinar frekar heldur en aðrar sem skila mun minni arðsemi til þjóðfélagsins. Það hvernig nákvæmnlega slíkt væri útfært og

36
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
LÍNOr ri Fr eyr Oddsson

eins það hvort allir væru á eitt sáttir um slíkt skal ósagt látið.

Síðari spurningin sem leitast er við að svara snýst um það hvort bæta megi það námsaðstoðarkerfi sem við Íslendingar búum við í dag. Ef svo þá hvernig Af athugunum og skoðunum á flestum skýrslum sem skrifaðar hafa verið um námslánakerfið hérlendis sem og kerfið í öðrum löndum get ég ekki dregið aðrar ályktanir en þær að ýmislegt megi bæta hérlendis. Það er ekki þar með sagt að það kerfi sem LÍN byggir á sé ekki gott.

Margt jákvætt hefur náðst fram á síðustu áratugum.

Hins vegar er ekki hægt að neita því að ef Íslendingar vilja geta borið námslána kerfi sitt saman við ná grannalöndin eða ríkustu

þjóðir heims þá liggur ljóst fyrir að gera þarf betur til að standast slíkan saman burð.

Leiðir til úrbóta

Hvað er svo hægt að gera til að bæta LÍN? Af ýmsu er að taka og hér eru aðeins viðraðar hugmyndir í þeim efnum. Margar þeirra hafa komið upp áður en eru birtar aftur þar sem ýmislegt hefur breyst frá því þær komu fyrst fram. Hér verður þó ekki leitast við að svara því hvaða breytingar ætti að ráðast í til að bæta sjóðinn heldur aðeins það hvað hægt sé að gera til að bæta sjóðinn.

Vel væri athugandi að breyta eftirágreiðslum námslána í mánaðargreiðslur eða fyrirframgreiðslur þar sem eftirágreiðslum fylgir mjög óæskilegt álag fyrir námsfólk þar sem námslánin þjóna sama tilgangi og vinnulaun og atvinnuleysisbætur. Vert er að nefna það að kostnaðurinn við fyrirframgreiðslur er ekki miklu meiri en vaxtakostnaðurinn sem LÍN tekur á sig vegna eftirágreiðslnanna. Ef til vill rétt að spyrja að því fyrir hverja LÍN sé hannað? Fyrir starfsfólk LÍN? Eða fyrir nemendur? Í ljósi þess að kerfið á að þjóna nemendum þá er vert að spyrja hvort hagræðið sem í því felst fyrir nemendur að fá úthlutað mánaðarlega eða fyrirfram sé ekki miklu meira heldur en óhagræði starfsmanna LÍN af því? Því kostnaðurinn við fyrirframgreiðslur, mánaðargreiðslur og eftirágreiðslur er svipaður fyrir LÍN

Svo má spyrja sig að því hvort LÍN sé að þjóna námsfólki jafnt. Það er að segja að „...tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án efnahags.“ (1. grein í lögum LÍN) Í 6. grein er kveðið á um að ábyrgðarmann eða ábyrgðarmenn þurfi til að

fá úthlutað láni. Þetta verður til þess að menn veigra sér við að taka námslán og vinna meira en ella sem bitnar á námsniðurstöðum. Eins má benda á að það eru síður en svo allir sem hafa tök á því að útvega ábyrgðarmenn á námsskuldabréf sín.

Stjórnvöld ættu að íhuga það alvarlega að hækka frítekjumarkið þar sem það er miklu lægra en í nágrannalöndunum. Lágt frítekjumark leiðir aðeins til þess að nemendur reyna að vinna „svart“ með námi,

sem bitnar á námsafköstum ásamt tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkið. Eins gætu stjórnvöld skoðað það að miða frítekjumarkið eingöngu við þá mánuði sem nemendur eru í námi.

Stjórnvöld geta greitt fyrir námi með ýmsum hætti. Þau gætu veitt beina styrki eins og nágrannalöndin og þar með aukið arðsemi námsins með því að nota ákveðna stýringu á nemendur í stað þess að notast við óbeina styrki. Ef menn vilja fara út í það að veita beina styrki til námsmanna þá er hægt að árangurstengja styrkina, sem yrði hvetjandi þáttur í námi og árangri nemenda. Óbeinu styrkirnir verða aðeins til þess að lítill hluti þeirra sem eru í námi njóta vaxtaniðurgreiðslu svo nokkru nemi, hvað þá niðurfellingar eftirstöðva við andlát.

Hvað svo sem kemur til með að verða gert í þessum málum þá liggur ljóst fyrir að ýmislegt má bæta og margt er hægt að bæta sem mun hafa mjög góð áhrif á nám og námsafköst nemenda án þess að því þurfi að fylgja ærinn kostnaður fyrir stjórnvöld. Hvort eitthvað af þessum hugmyndum eða aðrar hugmyndir verða unnar áfram til þess að bæta LÍN verður að koma í ljós síðar. Flestir flokkarnir eru þó með þá stefnu í menntamálum að þeir vilja gera umbætur í menntamálakerfi LÍN svo það er vonandi að aukin umræða verði til að koma breytingum af stað sem munu án efa skila sér til námsmanna og þjóðfélagsins í heild.

37
SÍNE · samband íslenskra námsmanna erlendis
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.