Sæmundur vor 2009

Page 1

28. ÁRG. Apríl 2009

Skrifstofa síne

Pósthússtræti 3-5

101 Reykjavík

Sími: 552 5315

Netfang: sine@sine.is

Veffang: ww.sine.is

Skrifstofan er opin

alla virka daga frá 9-12

STjórn Síne

ritari:

Ásgeir Ingvarsson

Meðstjórnendur:

Ásgerður Ragnarsdóttir

Eyrún Jónsdóttir

Garðar Stefánsson

Guðmundur Ingvi Sigurðsson

Hulda Þ. Aðalsteinsdóttir

ritstjóri:

Hjördís Jónsdóttir

Auglýsingar:

Markaðsmenn

Umbrot og Hönnun:

Björgvin Óskarsson

Forsíðumynd: Arnþór

2 SÍNE
Efnisyfirlit
Birkisson
ehf. UM SÍNE Ávarp ritstjóra ..................................................... 4 Skýrsla frá fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN 6 Munu námsmenn erlendis mæta afgangi? 6 Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009 ................ 8 Borgarafundur um menntamál 15 Viðtal við Guðrúnu Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra LÍN 16 Eiga nýútskrifaðir námsmenn á Norðurlöndunum rétt á atvinnuleysisbótum? ..... 19 LÆF & YFJ 21 Hitt húsið 24 Hvað gerir SÍNE fyrir þig?............................................ 26 Evrópa unga fólksins ............................................... 29 Íslendingur í Bretlandi 31 Trúnaðarmenn SÍNE ............................................... 34 Norðurlönd ...................................................... 35 Spánn 38
Prentun: Leturprent

Katrín Jakobsdóttir, 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður

Kæru SÍNE félagar, Á Íslandi snýst allt um kosningar þessa dagana. Við vildum heyra hvað stjórnmálaflokkarnir hafa að segja við námsmenn erlendis og sendum þeim því spurningarlista og má sjá afraksturinn í blaðinu. Við bendum ykkur líka á vefinn www.kosning .is en þar má finna allar upplýsingar sem tengjast Alþingiskosningunum í vor.

Námsmannahreyfingarnar eru í sameiningu að skipuleggja borgarafund sem að mun fara fram um miðjan apríl í Háskólabíói og bindum við hjá SÍNE miklar vonir við að raddir námsmanna erlendis nái athygli stjórnmálamannanna og að leitast verði við að svara kalli þeirra. Ræðumenn á fundinum verða námsmenn, fulltrúar frá atvinnulífinu og háskólasamfélaginu.

Nú í febrúar tók til starfa nýr framkvæmdastjór Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Guðrún Ragnarsdóttir, við heimsóttum hana og fengum að heyra hennar sýn á þennan mikilvæga sjóð sem að flestir námsmenn hafa átt viðskipti við á námsferli sínum. Við óskum henni til hamingju með nýja starfið og vonumst eftir góðu samstarfi við hana á næstu misserum.

Við óskum ykkur góðs gengis í prófalestri framundan og hlökkum til að eiga góð samskipti við ykkur nú sem endranær. Með sólarkveðju frá skrifstofu SÍNE,

Hjördís

4 SÍNE Ávarp
P L Á N E T A N 2 0 0 7 Háskólatorgi • 5 700 777 • boksala@boksala.is • www.boksala.is
ritstjóra
Jónsdótir Ritstjóri Hjördís Jónsdóttir, Ritstjóri

Opið og frjálst Ísland

Stjórnvöldum ber skylda til að skera alla fitu af ríkisrekstrinum áður en hugað er að skattahækkunum. Hærri skattar eða álagning nýrra skatta er það sem heimili og fyrirtæki þurfa síst á að halda í dag. Vinstriflokkarnir ætla að hækka skatta á landsmenn.

Mikilvægt er að atvinnutækin séu í höndum einkaaðila. Virk samkeppni með einkaframtakið að leiðarljósi hefur í sögulegu ljósi sannað sig sem leiðina til lífsgæða. Vinstriflokkarnir vilja opinbert eignarhaldsfélag utanum atvinnurekstur í landinu.

Íslenskur almenningur og fyrirtæki eru nú föst í fjötrum gjaldeyrishafta. Svartamarkaðsbrask og spilling eru fylgifiskar haftastefnu og slíkt ástand ber að forðast. Vinstriflokkarnir hertu á höftunum nú nýverið.

Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar upplýsingar um allt sem lýtur að kosningu utan kjörfundar. Símar: 515 1735 og 515 1736. utankjorstada@xd.is

Lista yfir kjörstaði erlendis má finna á www.xd.is. Þar er einnig tengill á Google Maps svo auðveldlega má fá leiðarlýsingu að kjörstaðnum.

UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN
Listabókstafur Sjálfstæðisflokksins er D í öllum kjördæmum.
erlendis  
Utankjörfundarskrifstofa Kjörstaðir

Munu námsmenn erlendis mæta afgangi?

Nú er rétti tíminn til að þrýsta á stjórnmálamenn

Eftir Ásgeir Ingvarsson

Íslenskir námsmenn erlendis njóta langt því frá sömu fyrirgreiðslu og þeir skattborgarar sem stunda nám sitt á Íslandi. Það er synd að ekki skuli vera gert betur við þennan hóp, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem fara erlendis í nám eru iðulega okar efnilegustu námsmenn: duglegt og djarft fólk sem leitar sér að menntun við virtustu menntastofnanir heims, og snýr til baka með verðmæt sambönd og nýjustu hugsun í vísindum og listum í farteskinu.

Lögin um Lánasjóð islenskra námsmanna setja sjóðnum það hlutverk að gera okkur öllum kleift að stunda nám án tillits til efnahags. En eins og staðan er í dag er sumt nám í sumum löndum við suma skóla ekki á færi allra sem hafa gáfurnar og getuna til, heldur aðeins þeirra sem búa svo vel að hafa efni á náminu.

Framfærsla sem ekki er hægt að botna í Hallað er á námsmenn erlendis í reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Reglurnar um framfærslu erlendis eru óljósar: erfitt að segja til um hvernig framfærsluþörfin er reiknuð eða hvernig hún getur tekið breytingum milli ára.

Það er kannski þess vegna að þegar upphæðir íslenska lánasjóðsins og þess sænska eru bornar saman (miðað við gengi síðasta sumars, meðan markaðir heimsins voru á réttu róli) sést að sænski sjóðurinn býður hærri framfærslu í 40 af þeim 50 löndum sem tilgreind eru í reglum LÍN

Munurinn er sláandi: Ef íslenskir námsmenn ættu að sitja við sama borð og þeir sænsku þyrfti t.d. framfærslan í Ástralíu að hækka um 65%, í Lúxemborg um 51%, Bandríkjunum 49% og Englandi 21%.

Hægt er að tína til nokkrar líklegar orsakir fyrir því hvernig komið er fyrir námsmönnum erlendis hjá

Lánasjóðnum: Fyrst má nefna að það er vandasamt að fylgjast með 50 löndum og reikna út eðlilega framfærslu á hverjum stað. Er nema von að meðan enginn kvartar eða mótmælir fái gömlu tölurnar að halda sér.

Næst má nefna að námsmenn erlendis hafa einn fulltrúa í stjórn LÍN á meðan hreyfingar námsmanna innanlands hafa þrjá fulltrúa. Þess vegna er hætt við að hagsmunir námsmanna erlendis verði undir þegar samið er um hvar best er að verja fjármunum sjóðsins. Þriðja ástæðan er hins vegar sú sem útskýrir mest: Lánasjóðurinn er í fjársvelti. Stjórn sjóðsins er gefin lítil kaka til að deila eftir bestu getu milli aragrúa námsmanna. Nú er komin kreppa og stjórn LÍN hefur fengið ströng fyrirmæli um aðhald á sama tíma og von er á mikilli aukningu námsmanna og upphæðir lána löngu farnar úr öllu samræmi við verðlag. Sama hvað SÍNE rífst og prúttar er hætt við að námsmenn erlendis sitji uppi með restarnar af kökunni.

Nemendur íslenskra háskóla fá 600.000 kr skólagjaldastyrk

Það er líka hallað á námsmenn erlendis eins og íslenska háskólakerfið er fjármagnað. Með þeim

stúdentum sem læra við íslenska háskóla borgar ríkið að jafnaði um og yfir 600.000 kr á vetri. Þetta er framlag skattborgara til reksturs skólanna og kemur að öllu eða miklu leyti í stað skólagjalda.

Þeir sem sjá námi sínu betur borgið við erlendar menntastofnanir njóta ekki þessarar fyrirgreiðslu. Þeir þurfa að borga öll sín skólagjöld úr eigin vasa, ýmist með sjálfsaflafé eða með lánum frá Lánasjóðnum.

Þeir íslensku námsmenn sem hafa námsgáfurnar og dugnaðinn til að fá inngöngu inn í heimsins bestu menntastofnanir þurfa ekki aðeins að lifa af allt of lítilli framfærslu, heldur fá þeir ekki einn eyri af þeirri skólagjaldafyrirgreiðslu sem námsmenn innanlands fá.

Pólitískur þrýstingur eina leiðin Sá sem ræður stærð LÍN-kökunnar og fjármögnun menntakerfisins er menntamálaráðherra. Til að ráðuneytið og Alþingi fáist til að leggja þann pening sem þarf í mannsæmandi menntun íslenskra námsmanna á erlendri grundu þarf að beita pólitískum þrýstingi.

Þar kemur til kasta námsmannanna sjálfra. Skrifið okkur í SÍNE, skrifið ráðherra, og skrifið þingmönnum og segið okkur hvernig þið hafið það í náminu. Hvernig samræmast námslánin þeim kostnaði sem þið standið frammi fyrir? Hefur lánakerfið orðið til þess að takmarka möguleika ykkar sem efnilegir námsmenn? Fáið þið lán sem gera ykkur kleift að stunda námið við sama öryggi og lífsgæði og jafningjar ykkar á Íslandi?

Nú er rétti tíminn. Látið í ykkur heyra.

6 SÍNE
Skýrsla
frá fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN

Ertu á lEið í nám ErlEndis?

Af hverju að kjósa ykkur?

Sjálfstæðisflokkurinn er þverskurður af þjóðinni, opinn og lýðræðislegur flokkur sem virkjar einstaklingana í landinu og ber virðingu fyrir þeim. Meginmarkmið okkar er að vinna fyrir þjóðina og skapa betra samfélag sem byggist á gagnsæi og trausti, jafnri stöðu kynjanna og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Á næstu misserum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og stefnumótandi fyrir framtíðina. Miklu skiptir að þar verði haft mið af þeim sjónarmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð barist fyrir. Við búum ekki til ný störf og velmegun með skattlagningu heldur með markvissri endurreisn íslensks atvinnulífs og varðstöðu um hagsmuni íslenskra fjölskyldna.

Hvað mun breytast?

Íslendingar mega aldrei sætta sig við að hér ríki atvinnuleysi. Við verðum nú þegar að snúa vörn í sókn. Við skulum tryggja að hér verði til allt að tuttugu þúsund ný störf á kjörtímabilinu auk þess að vernda þau störf sem fyrir eru.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmálum á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum eru margvísleg tækifæri til staðar á Íslandi. Með markvissri stefnu má tryggja að við komust hraðar út úr kreppunni en flest önnur ríki. Land okkar er ríkt af auðlindum og mannauðurinn mikill.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Það er mat Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir Íslands séu best tryggðir með því að standa utan Evrópusambandsins en eiga við það náið og gott samband, m.a. á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er veitir okkur aðgang að hinum innri markaði sambandsins. Full aðild myndi hins vegar ógna yfirráðum yfir helstu auðlindum Íslands svo sem fiskimiðum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur jafnframt ríka áherslu á að það verði

að lokum íslenska þjóðin, fólkið í landinu, sem ákveði hvort farið verði í aðildarviðræður við ESB og greiði jafnframt atkvæði á ný um niðurstöðu hugsanlegra aðildarviðræðna.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Einhver mesta gæfa Íslands felst í því að hafa á undanförnum áratugum lagt ofuráherslu á menntun og að veita ungum Íslendingum tækifæri til að afla sér eins góðrar menntunar og völ er á, ekki einungis á Íslandi heldur í háskólum um allan heim. Að þessum mannauði búum við í dag og hann mun gegna lykilhlutverki í því endurreisnarstarfi sem nú er framundan.

8 SÍNE
Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009

Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað

Af hverju að kjósa ykkur?

Frjálslyndi flokkurinn byggir sína stefnu og málflutning á jafnræði þegnanna til athafna, atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Auðlindir allar eiga að vera eign þjóðarinnar og einstaklingar og fyrirtæki eiga einungis að hafa tímabundinn nýtingarrétt á þeim. Allir eiga að hafa möguleika á því að mega uppfylla þau skilyrði sem krafist er til starfa við atvinnugreinar sem tengdar eru nýtingu auðlindanna sem og annarra atvinnugreina. Mesta „rán“ íslenskrar atvinnusögu var framið þegar veiðiréttur á í Íslandsmiðum var færður útvöldum einstaklingum og fyrirtækjum til eignar. Sjávarbyggðirnar hafa frá þeim tíma átt í vök að verjast og munu ekki ná sér fyrr en „kvótinn“ –veiðiréttarheimildirnar verða aftur færðar til þjóðarinnar og byggðanna.

„Kvótakerfið“ er upphaf þeirrar græðgisvæðingar og siðrofs sem nú hefur sett þjóðarbúskapinn á hliðina og komið okkur í mikinn vanda. Frjálslyndi flokkurinn mun afnema þetta kerfi.

„Verðtrygging“ á lánum til húsnæðiskaup er einn skaðvaldurinn í íslensku hagkerfi og hana viljum við afnema. Þessi séríslenska verðtrygging tekur fyrst og fremst tillit til hagatalna í rekstri lánveitandans en ekki lántakandans. Þrátt fyrir að við töku láns sé lagt fram greiðslumat sem forsenda fyrir því að lántakandi hafi bolmagn og

tíma til að vinna fyrir því láni sem honum er veitt, krefur nú íslenska ríkið -sem eigandi að öllum bönkunum- íbúðaeigendur um aukin tíma við að vinna fyrir afborg-

unum af húsnæðislánum. Þennan tíma á fólk ekki til og í raun er verið að setja fólk með hinum fáránlegu reiknireglum „verðtryggingarinnar“ -okurvaxta og heimatilbúins gengishruns- í skuldafangelsi og þrældóm. Við munum afnema „verðtrygginguna“, lækka vexti og taka upp aðra mynt með leyfi alþjóðasamfélagsins eða án þess.

Hvað mun breytast?

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til að leggja „verðtrygginguna“ niður strax í þeirri mynd sem hún er í dag og að skipt verði um gjaldmiðil. Við það munu íslensk stjórnvöld missa þann rétt að geta rukkað þjóðina um öll þau mistök sem hún gerir við hagstjórnina. Í kjölfarið munum við upplifa þann stöðugleika sem allir sækjast eftir og gefur okkur tækifæri til að halda áfram að vera þátttakendur í hinu alþjóðlega samfélagi.

Frjálsar handfæraveiðar sem teknar verða upp strax og flokkurinn fær völd til þess, munu veita hundruðum manna störf hringinn í kringum landið. „Kvótakerfið“ verður svo aflagt í áföngum. Þá munu sjávarbyggðirnar sem illa hafa farið út úr „kvótakerfinu“ ná sér aftur á strik. Frelsið og lífsgleðin er okkur íslendingum í blóð borin, -við Frjálslyndir ætlum að endurheimta þau gildi fyrir byggðir landsins.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Námsmönnum er óhætt að koma heim þegar og ef við í Frjálslynda

flokknum náum að koma því í kring að hér ríki frelsi í atvinnumálum eftir að einkaveiðiréttur í sjávarútvegi og einkaframleiðsluréttur í landbúnaði verður aflagður og við búum við stöðugleika í efnahagsmálum með upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Frjálslyndi flokkurinn telur að talsmenn Evrópusambandsins hafi ekki sýnt skilning á mikilvægi þess að íslendingar hafi full yfirráð yfir auðlindum landsins. Þess vegna erum við í móti því að svo komnu máli að ræða við Evrópusambandið. Auðlindirnar munum við aldrei láta af hendi, því við ætlum aldrei aftur að vera öðrum þjóðum svo háð að við þurfum að búa við skerðingu á fjárhagslegu frelsi.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Við viljum minna á að Alþingiskosningar eru „dauðans“ alvara, en ekki knattspyrnuleikur, -en stundum mætti halda að svo sé, því margir kjósa ávallt sama flokkinn kjörtímabil eftir kjörtímabil, sama hvernig allt velkist eins og þeir sem ávallt halda með Liverpool, -hvernig sem liðinu gengur. Fjórflokkurinn, svonefndi hefur komið að stjórn landsins undanfarin misseri og „samt“ er ástandið eins og það er og sem endurspeglast hér í spurningum Sambands íslenskra námsmanna erlendis.

9 SæmuNdur
Sæmundar 2009

Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009

Af hverju að kjósa ykkur? Borgarahreyfingin er þverpólitísk stjórnmálahreyfing og sem slík vettvangur opinna og gagnrýnna skoðanaskipta. Borgarahreyfingin hafnar leiðtogastjórnmálum eins og þau hafa birst undanfarna áratugi, og kýs að koma fram sem fjölradda hreyfing með skýr markmið að leiðarljósi. Markmið Borgarahreyfingarinnar eru þrjú: a) koma á virku lýðræði á Íslandi með því að stofna til stjórnlagaþings sem skal endurskrifa stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins í takt við vilja þjóðarinnar; b) skýlaust uppgjör við ástæður bankahrunsins þar sem erlendir óháðir sérfræðingar leiða mál til lyktar á opin og gegnsæan hátt; og c) raunverulegar bráðaaðgerðir til aðstoðar við heimilin í landinu. Borgarahreyfingin er fyrst og fremst breytingaframboð og heitir því að leggja sig niður sem stjórnmálaafl eftir að markmiðum hefur verið náð - þannig viljum við svara þeim röddum sem spyrja hvort Borgarahreyfingin sé ekki eins og hver annar stjórnmálaflokkur sem vill komast til valda. Við erum það ekki.

Hvað mun breytast?

Fái Borgarhreyfingin til þess völd, þá mun Ísland fá nýja stjórnarskrá þar sem skipting valdsins verður skýrt aðgreint, framkvæmdavaldið verður skipað sérfræðingum í hverjum málaflokki/ráðuneyti og mun ekki sitja á Alþingi, þingmenn munu ekki vinna önnur störf en þingstörf er lúta að reglu- og lagasetningu og dómsvaldið verður aðskilið með skýrum og gegnsæjum hætti. Kosningalögin verða endurskoðuð með áherslu á

persónukjör, kjördæmum verður fækkað, atkvæðavægi verður jafnað algerlega þannig að hver kjósandi jafngildir einu atkvæði og sett verður inní stjórnarskránna réttur þjóðarinnar til þess að kalla eftir þingrofi og kosningum ef þjóðinni er verulega misboðið af valdhöfum.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Góð spurning. Það verður hver og einn námsmaður að gera upp við sig hvar hann vill búa og leggja sína starfskrafta. Fái Borgarahreyfingin að komast að með sín stefnumál, þá eru a.m.k. mun betri ástæður fyrir námsmenn sem hafa verið í námi erlendis til þess að koma heim aftur en ef sömu flokkar fá völdin áfram. Það verður erfitt ástand hér á landi næstu misseri vegna bankahrunsins og þeirra afglapa sem stjórnvöld hafa orðið vís að. En ljósið í myrkrinu er Borgarahreyfingin, sem leggur fram þrek og þor til þess að koma á raunverulegum breytingum hér á landi, sem er grunnur að því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Þar kemur ungt, vel menntað og kraftmikið fólk að miklum notum og vonandi í frjóan jarðveg uppbyggingar.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Borgarahreyfingin hefur skýra stefnu að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið til þess að sjá hvaða samkomulagi er hægt að ná við inngöngu í sambandið. Það teljum við

að sé grundvallar forsenda til þess að þjóðin geti gert upp við sig hvort hún vilji ganga inn í Evrópusambandið eða ekki. Borgarahreyfingin vill að þjóðin fái að kjósa um aðild eftir að samningsskilmálarnir liggji fyrir.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Já, Borgarahreyfingin biður alla námsmenn að leggja okkur lið við að gera upp fortíðina, draga þá sem ábyrgð bera á hruni íslensks efnahags til ábyrgðar og hjálpa okkur við að byggja upp úr rústunum betra og heiðarlegra samfélag. Borgarahreyfingin er eini valkosturinn í komandi kosningum sem hefur ekki óhreint mjöl í sínum poka - við erum venjulegt fólk sem getum ekki lengur setið þegjandi og horft á ástandið eins og það er. Leggið okkur lið og kjósið Borgarahreyfinguna - þjóðina á þing X-O

Nánari upplýsingar er að finna á www.xo.is

Baráttukveðja til allra námsmanna, heima sem erlendis

gsm 8977099

10 SÍNE
Jóhann Kristjánsson kosningastjóri X-O Jóhann Kristjánsson

Af hverju að kjósa ykkur?

Af því að Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi með skýra sýn til framtíðar varðandi efnahags- og peningamálastefnu þjóðarinnar og samskipti Íslands við umheiminn. Við viljum sækja um aðild að Evrópusambandinu, freista þess að ná hagstæðum niðurstöðum í aðildarviðræðum og leggja samningsdrög undir þjóðina í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þar fyrir utan er Samfylkingin með áætlun um nýja atvinnustefnu, með áherslu á græna hagkerfið og fjölbreytt atvinnulíf í stað þess að einblínt verði á stóriðju eins og gert var í valdatíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hvað mun breytast?

Ef Samfylkingin verður leiðandi í landsstjórninni mun íslenskt samfélag þróast í átt til meiri jafnaðar, stjórnkerfið og stjórnmálakerfið verður gagnsærra, atvinnulífið mun búa við heilbrigðara samkeppnisumhverfi, vinnubrögð við mannaráðningar verða faglegri, atvinnustefnan vistvænni og samskiptin við útlönd munu einkennast af virðingu.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Ísland er vissulega í öldudal um þessar mundir, en ef þjóðin ber gæfu til að læra af biturri reynslu eftir áratug ofþenslu og sóknar eftir skammtímagróða þá getur Ísland orðið fyrsta landið sem kemst út úr kreppunni. Samfylkingin hefur lagt fram ítarlega áætlun í atvinnumálum, þar sem markið er sett á að til verði yfir 20 þúsund ný störf á næstu fjórum árum, ekki síst í nýsköpunar- og sprotageirum, í vistvænum orkuiðnaði, ferðaþjónustu og sjávarútvegi, menningargreinum, byggingaiðnaði o.s.frv. Með inngöngu í Evrópusambandið verður vaxtastig og verðlag loksins mannsæmandi á Íslandi auk þess sem ný tækifæri skapast fyrir menntafólk og fyrirtæki í samskiptum við Evrópuþjóðir.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Samfylkingin er fylgjandi aðild að Evrópusambandinu og treystir sér vel til þess að landa hagstæðum aðildarsamningi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Kosningar eru stundum nánast formsatriði og úrslitin næsta vís fyrirfram. Það á ekki við í þetta skipti. Þann 25. Apríl verður tekist á um framtíðarstefnu íslensku þjóðarinnar. Verður stefnan tekin þráðbeint aftur á bak til haftabúskapar og einangrunarhyggju með minnsta gjaldmiðil heims í öndvegi peningamálastefnu eða lærum við af reynslunni, tökum stefnuna á Evrópu og hefjum jafna og markvissa sókn uppúr öldudalnum. X-S!

11 SæmuNdur
Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009
Skúli Helgason

Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009

Af hverju að kjósa ykkur?

Framsóknarflokkurinn gengur til kosninga í apríl sem boðberi breytinga í íslensku samfélagi. Breytinga sem leiða munu til betra samfélags. Framsóknarmenn hafa kallað eftir breytingum og á síðasta flokksþingi sýndu þeir það í verki með breytingum á forystu flokksins. Á grundvelli þeirrar stefnu sem þar var samþykkt og markvissra lausna og aðgerða, vill Framsókn leiða þá uppbyggingu á íslensku samfélagi sem framundan er.

Hvað mun breytast?

Stjórnmálamenn eiga það til að vera of fastir í að leita ráða innan eigin flokks og þröngs hóps ráðgjafa. Þannig vinnum við ekki heldur er leitum ráða og hlustum á sérfræðinga hvar svo sem þeir standa á ás stjórnmálanna. Stjórnun landsins er ekki einkamál stjórnmálamanna, heldur samvinna allra hagsmunaaðila sem láta sig varða almannaheill. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að efla samvinnu

með það að leiðarljósi að allir hafi sitt að segja þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Það er styrkur fyrir íslenskt samfélag að námsmenn sæki í nám erlendis. Þannig stuðla þeir að efnahagslegum og tæknilegum framförum meðal þjóðarinnar og kynnast nýjum lausnum og vinnubrögðum. Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn skapi það umhverfi, efnahagslegt og menningarlegt að þessir námsmenn sjái sér fært að koma heim að loknu námi.

Framsóknarmenn hafna alfarið því atvinnuleysi sé notað hagstjórnartæki. Það er því forgangsverkefni að skapa störf og byggja upp atvinnulífið. Einnig þarf að fara í allsherjar endurmat á íslenska stjórnkerfinu, setja stjórnmálamönnum siða-

reglur og semja nýja stjórnarskrá á stjórnlagaþingi. Almenningur á síðan að koma í auknum mæli að allri ákvarðanatöku í þjóðfélaginu, t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslum.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Framsóknarflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa. Íslenska þjóðin á sjálf að taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Námsmenn erlendis hafa fundið fyrir mikilli kjararýrnun í vetur og hafa stjórnvöld ekki staðið sig nógu vel í að koma til móts við þeirra þarfir. Endurskoða þarf úthlutunarreglur LÍN með það að markmiði að koma í veg fyrir að námsmenn taki á sig sveiflur í gengi krónunnar.

12 SÍNE

Af hverju að kjósa ykkur?

Því að við, Vinstri – Græn, erum ábyrg og áreiðanleg og höfum sýnt í gegnum árin að hægt er að treysta því sem flokkurinn stendur fyrir. Við höfum skýra sýn um hvernig samfélag við viljum byggja upp og hvaða gildismat við eigum að reisa „nýja Ísland“ á. Samfélag byggt á félagslegu réttlæti, velferð, friði, kvenfrelsi og náttúruvernd.

Hvað mun breytast?

Fyrst og fremst mun VG beita sér fyrir því að skapa jöfnuð og þétt öryggisnet velferðarþjónustu í landinu svo enginn þurfi að óttast framtíðina. Ríkisstjórn með VG innanborðs mun einbeita sér að því að styðja við atvinnulífið og auðvelda fólki að skapa fjölbreytt störf víða um land. Tími einhæfra atvinnulausna á sviðum stóriðju er liðinn.

Af hverju ættu námsmenn erlendis að koma aftur heim eftir nám, er

að einhverju að hverfa öðru en atvinnuleysi, verðbólgu og spillingu?

Nú þegar hefur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna hreinsað mikið til á Íslandi, m.a. skipt út stjórn LÍN, vikið frá Seðlabankastjórunum, forstjóra fjármálaeftirlitsins o.fl. Ný ríkisstjórn með VG innanborðs mun beita sér af öllu afli af því að skapa störf, draga úr atvinnuleysi, lækka vexti og verðbólgu. Til þess að sem best takist til er þó þörf á öllum vinnufærum höndum. Ég myndi því hvetja námsmenn erlendis til að snúa aftur heim að námi loknu til að taka þátt í uppbyggingu framtíðarþjóðfélagsins, leggja sitt af mörkum og koma sínum óskum á framfæri.

Með eða á móti Evrópusambandinu?

Stefna VG er mjög skýr hvað þetta varðar. Stórákvarðanir á borð við aðild að ESB á að útkljá með þjóð-

aratkvæðagreiðslu að undangenginni upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Afstaða Vinstri grænna er sú að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan ESB.

Eitthvað að lokum sem þið viljið koma á framfæri við námsmenn erlendis?

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var ályktað að hækka grunnframfærslu LÍN svo að hún verði í það minnsta jöfn núverandi atvinnuleysisbótum. Mikil áhersla er lögð á að taka um samtímagreiðslur námslána hið fyrsta og kann hvort hægt sé að fella niður verðtryggingu námslána að norrænni fyrirmynd

Spurningar fyrir stjórnmálaflokka fyrir vorblað Sæmundar 2009 13 SæmuNdur
Auður Lilja Erlingsdóttir

Borgarafundur um menntamál

Fimmtudaginn 16. apríl Háskólabíó

Fulltrúar frá atvinnulífinu, háskólasamfélaginu og stjórnmálamenn mæta og ræða málin.

Nánar auglýstur á www.sine.is

Viðtal við Guðrúnu Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra LÍN

Við hittum nýjan framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna Guðrúnu Ragnarsdóttir á köldum en sólríkum morgni í marsmánuði. Okkur lék forvitni

á að kynnast henni nánar og heyra hennar sýn á hvað væri framundan hjá Lánasjóðnum. Guðrún tók vel á móti okkur og svaraði spurningum okkar góðfúslega.

Getur þú sagt okkur

aðeins frá þinni menntun?

Ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Carleton University í Ottawa, Kanada árið 1991 eftir 4 ára nám. Að því loknu fór ég heim og vann í tvö ár áður en ég hélt til Hollands þar sem ég fór í MBA nám í skóla sem heitir Nijenrode Universiteit. Þetta var 13 mánaða MBA með lokaverkefni. Á þeim tíma voru aðeins 3 skólar í Evrópu sem að buðu upp á eins árs MBA. Mig langaði ekki að fara í tveggja ára MBA

nám þar sem fyrra árið er yfirleitt upprifjun á loka árinu í viðskiptafræðinni

Af hverju valdir þú að fara í nám erlendis?

Þegar ég útskrifaðist úr Versló árið 1986 fór ég að skoða viðskiptafræðina í HÍ og áttaði mig þá á því að það væru ennþá nokkrir af þeim kennurum sem höfðu kennt föður mínum, 25 árum áður. Mig langaði þvi að prófa eitthvað annað og fór að skoða skóla erlendis. Fyrst beindist athyglin að Noregi en þar sem ég bjó sem krakki í Svíþjóð langaði mig að fara á óþekktar slóðir. Bretland reyndist of dýrt og Bandaríkin heilluðu mig ekkert sérstaklega. Að lokum varð Kanada fyrir valinu enda góð blanda af norður amerískum og evrópskum áhrifum þar að finna. Við vorum aðeins 5 Íslendingar sem bjuggum í Ottawa á þessum tíma sem gerði það að verkum að maður kynntist mörgum Kandamönnum sem eru enn vinir mínir í dag. Markmkiðið var alltaf að fara svo í MBA nám í Kanada en eftir 4 ára nám var

ég komin með heimþrá og langaði frekar að fara í nám í Evrópu.

3.sp. Af hverju Holland?

Eins og áður hefur komið fram einblíndi ég á eins árs MBA nám og á þessum árum voru bara 3 skólar i í Evrópu sem buðu upp á slíkt nám. Nijenrode Universitet í Hollandi var einn af þeim og eftir að hafa farið þangað í viðtal varð ég alveg heilluð af skólanum og umhverfinu og ákvað því að taka boðinu um skólavist.

4.sp. Mælir þú með að námsmenn fari erlendis í nám? Eindregið, ég hef alltaf litið á menntun mína sem fjárfestingu í sjálfum mér og ég tala nú ekki um þá reynslu sem maður fær við það að búa erlendis fjarri fjölskyldunni. Auðvitað getur það stundum reynst manni erfitt og í mínu tilfelli var ég næstum því farin heim eftir þrjá mánuði. En sem betur þraukaði ég og sé alls ekki eftir þeim tíma og peningum sem ég varði í þetta nám. Í rauninni má segja að þessi reynsla hafi haft verulega áhrif á það hvernig líf mitt

16 SÍNE
Guðrún Ragnarsdóttir

hefur þróast og án þess væri ég ekki stödd þar sem ég er í dag. Í þessu samhengi langar mig að benda á það að við Íslendingar njótum mikilla sérréttinda þegar kemur að því að fjármagna okkar nám. Bæði samnemendur mínir í Kanada og svo í Hollandi sem komu allsstaðar frá, nutu mun minni möguleika varðandi námslán og ég tala nú ekki um hvað endurgreiðsluna varðar. Flestir samnemendur mínir í MBA náminu sem höfðu tekið námslán þurftu að verja fyrstu árum sínum eftir útskrift í að endurgreiða lánin. Á meðan verður lítið

úr því að kaupa sér fasteign eða stofna til fjölskyldu. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum mun meira svigrúm með enda höfum við ótakmarkaðan tíma í dag til að endurgreiða lánin enda byggist endurgreiðsla á tekjum hvers og eins til viðbótar við föstu afborgunina.

Hvað kom til að þú sóttir um framkvæmdastjórastöðu LÍN? Þegar ég rak augun í auglýs-

inguna í Mogganum þá var það eitthvað sem vakti athygli mína og eftir að hafa hugleitt þetta starf frekar þá ákvað ég að láta slag standa og sækja um. Ég var ekkert sérstaklega að horfa til opinbera geirans á þessum tíma enda rak ég þá mitt eigið fyrirtæki og var búin að starfa í einkageiranum síðan ég hætti hjá Landsvirkjun 1999. Mér finnst alltaf gaman að takast á við nýja hluti og þarna sá ég tækifæri til að fá að kynnast stjórnsýslunni. Eftir nokkur viðtöl bauðst mér starfið og er ég virkilega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um LÍN enda hef ég notið góðs af sjóðnum í mínu námi. Hér eru fullt af tækifærum og skemmtilegir hlutir að gerast. LÍN er mjög mikilvæg þjónustustofnun með um 40 þús. viðskiptavini. Starfsfólkið hjá LÍN er alveg frábært og leggur sig allt fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Það má alltaf bæta þjónustuna og það er það sem við erum að vinna að á hverjum degi. Á sama tíma þurfum við að gæta

jafnræðis í öllu sem við gerum og það er í rauninni rauði þráðurinn sem liggur í gegnum alla starfsemina.

Hvernig er starfsmannaveltan hjá LÍN?

Í gegnum árin hefur starfsmannaveltan verið tiltölulega lítil en það eru ákveðin störf sem reyndist erfitt að manna þegar að framboðið var sem mest á vinnumarkaðnum. S.l. ár hefur verið mikill stöðugleiki í starfsmannahópnum og er það mikill kostur. Nokkrir starfsmenn hafa starfað samfellt hjá sjóðum í 25 ár og á þeim tíma hafa þeir verið að færast á milli starfa þannig að þetta eru sannkallaðir sérfræðingar í málefnum LÍN.

Hvað segir þú við þá sem segja að ímynd lánasjóðsins sé neikvæð?

Ég upplifði hana miklu neikvæðari áður fyrr þegar sjóðurinn var kominn í þrot í kringum 1991. Mér finnst umræðan vera allt önnur núna t.d. finnst mér að umræðan

SæmuNdur

á stjórnarfundum vera þannig að fulltrúar námsmanna ekki síður en meirihlutastjórnarmenn vera að hugsa um hagsmuni sjóðsins. Þessi samstarfsvilji hlýtur að endurspeglast í umræðunni hjá námsmönnum. Mikilvægi LÍN gerir það að verkum að námsmenn munu alltaf vera með meiri eftirspurn en sjóðurinn getur komið til móts við hverju sinni. Það er stjórnarinnar að finna jafnvægið þarna á millli og starfsmanna að fylgja því eftir.

Nú segja margir; ,, Þetta er lán afhverju fæ ég ekki það fjármagn sem að ég þarf, ég mun hvort sem er borga þetta allt tilbaka?”

Reynsla sjóðsins er sú að þeim mun hærri lán þeim mun minni líkur er að starfsævin endist til að greiða upp lánið. Flest lán eru innan við 5 milljónir í heild sinni og greiðast þau upp að meðaltali á 20 árum. Með þvi að setja mörkin við ákveðna upphæð eins og er fyrir skólagjöld og síðan að vera með 10 ára regluna varðandi framfærslu erum við að lágmarka áhættu sjóðsins til lengri tíma litið. Þessa dagana er verið að endurskoða úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2009-2010. Eins og hefur verið í gegnum árin er verið að leitast við að koma til móts við sjónarmið námsmanna enda eru tveir fulltrúar námsmanna í endurskoðunarnefndinni og tveir fulltrúar meirihluta. Hins vegar erum við að horfast í augu við það að það verði gríðarleg eftirspurn eftir námslánum í haust og á sama tíma takmarkað fjármagn í umferð . Þetta er því ekki einfalt verkefni en niðurstaðan mun liggja fyrir í maí mánuði.

Nú hefur færst í vöxt að íslenskir háskólar og menntastofnanir séu að innheimta skólagjöld? Hafið þið áhyggjur af þeirri ásókn í sjóðinn?

Á s.l. árum hefur ákveðin þróun átt sér stað sem er vert að skoða aðeins nánar. Ég er talsmaður fjölbreytileikans og það er mikilvægt að hafa sem flesta valkosti. Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort valmöguleikarnir séu ekki orðnir of margir miðað við að við séum 330.000 manna samfélag. Í haust voru 18 þúsund manns sem voru skráðir í háskólanám á Íslandi. Þar af voru um 50% á námslánum hjá okkur. Til viðbótar við það eru u.þ.b. 2.700 námsmenn erlendis

á lánum hjá okkur en ætla má að það séu á bilinu 3.000-3.500 námsmenn erlendis þegar styrktarþegar eru taldir með. Þetta er orðinn ansi stór hópur sem er í námi hverju sinni. Það er því mjög mikilvægt að stöðugt sé verið að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins með það að leiðarljósi að allir hafi tækifæri til náms óháð efnhag.

Hvernig sérðu LÍN fyrir þér eftir 5 ár?

LÍN hefur stöðugt verið að vaxa og dafna á undanförnum árum. Á sama tíma og námsmannafjöldinn hefur tvöfaldast á Íslandi s.l. 10 ár hefur starfsmannafjöldinn haldist sá sami. Megin ástæðan fyrir þessum auknu afköstum er sú mikla sjálfvirkni sem er kominn inn í starfsemi sjóðsins. Námsmenn geta sent inn allar umsóknir og gögn rafrænt af „mínu svæði“ sem einfaldar og flýtir fyrir allri afgreiðslu hjá okkur. Sú þróun mun halda áfram ásamt því sem við munum vinna að því að bæta okkar þjónustu.

Einn þáttur í bættri þjónustu er öflugri upplýsingamiðlun og því er eitt af okkar markmiðum næstu mánuðina að bæta ytrivefinn. Þar er að finna mikið af upplýsingum nú þegar en það sem við erum að reka okkur á er að þær upplýsingar eru ekki næginlega aðgengilegar. Við höfum nokkrar góðar fyrirmyndir í stjórnsýslunni sem við horfum til enda er alltaf gott að hafa einhver viðmið þegar maður er að vinna að stöðugum umbótum í starfseminni. Nú ertu nýbyrjuð í starfinu, er eitthvað sem hefur komið þér á óvart? Mér þykir ákaflega vænt um lánasjóðinn og er það ein ástæðan fyrir því að ég sóttist eftir starfinu. Ég er einn af viðskiptavinum hans og hefði aldrei komist í nám erlendis ef ekki hefði verið fyrir stuðning sjóðsins. Það er eiginlega tvennt sem kom mér mest á óvart. Í fyrsta lagi kom það mér á óvart hvað viðskiptavinir sjóðsins geta stundum verið ósanngjarnir gagnvart starfsfólkinu enda þarf það stundum að sitja undir ýmis konar aðfinnslum varðandi reglur sjóðsins. Sem betur fer eru þetta undantekningarnar enda heyri ég yfirleitt vel látið af þjónustu sjóðsins. Seinna atriðið sem kom mér skemmtilega á óvart hversu gott samstarf er á milli fulltrúa námsmanna og meirihlutans í stjórninni. Þetta er mjög mikilvægt fyrir sjóðinn þar sem það þarf að hlúa að sjóðnum til lengri tíma litið. Stjórnarmenn eru mjög málefnalegir í sinni umræðu og er það mikill kostur. Ef sjóðurinn nær að halda áfram að vaxa og dafna munu allir græða á því til lengri og skemmri tíma litið. Í rauninni finnst mér að starfsmenn og stjórnarmenn bæði núverandi og fyrrverandi, eiga hrós skilið fyrir frábær störf á síðast liðnum árum.

18 SÍNE

Eiga nýútskrifaðir námsmenn

Nú þegar harðnar í ári er alls óvíst hvort þeir sem útskrifast í vor fái vinnu eftir útskrift. Margir hafa haft samband við upplýsingaþjónustuna Halló Norðurlönd og spurt um rétt sinn til bóta þegar námi lýkur. Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta fyrir fólk sem flytur milli Norðurlandanna. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og rekið af Norrænu félögunum. Mikil aukning hefur verið í fyrirspurnum það sem af er ári, bæði frá fólki sem vill flytja utan til að vinna og eins þeim sem stunda nám á Norðurlöndunum og velta fyrir sér rétti sínum í námslandinu. Halló Norðurlönd tók saman upplýsingar um réttindi nýútskrifaðra námsmanna á Norðurlöndunum til atvinnuleysisbóta, bæði í námslandinu og hér heima. Það skal tekið fram að almennt eiga þeir sem enn stunda nám ekki rétt á atvinnuleysisbótum yfir sumartímann á hinum Norðurlöndunum.

Noregur

Skilyrðin fyrir atvinnuleysisbótum eru m.a. lágmarkstekjur fyrir atvinnumissinn og meginreglan er að viðkomandi sé ekki námsmaður.

Hafi viðkomandi þénað 105.384

NOK á síðasta ári (eða 210.768

NOK síðustu þrjú ár) meðfram námi er hugsanlegt að hann eigi hlutfallslegan rétt til atvinnuleysisbóta á meðan leitað er að vinnu.

Sjá upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli hér:

http://www.nav.no/page?id=728

Danmörk

Í Danmörku geta nýútskrifaðir námsmenn sótt um aðild að a-kasse (atvinnuleysistryggingum). Viðkomandi

á rétt á bótum einum mánuði eft-

ir að námi lýkur. Námið verður að hafa varað í að minnsta kosti átján mánuði og umsókn um atvinnuleysistryggingar skal liggja fyrir í síðasta lagi tveimur vikum eftir að náminu lýkur. Upphæð bóta er annars vegar 595 DKK á dag fyrir þá sem eru fulltryggðir og hins vegar 396 DKK á dag fyrir þá sem eru tryggðir að hluta til.

Sjá nánari upplýsingar hér:

https://www.borger.dk/Emner/arbejdeogbeskaeftigelse/ dagpenge%20og%20

kontanthj%C3%A6lp/Sider/Arbejdsloeshedspenge.aspx

http://www.adir.dk/sw18648.asp

Svíþjóð

Atvinnuleysisbætur í Svíþjóð skip-

19 SæmuNdur
á Norðurlöndunum rétt á atvinnuleysisbótum?

tast í grunnbætur og tekjutengdar bætur. Hafi viðkomandi greitt í atvinnuleysistryggingasjóð getur hann sótt um tekjutengdar bætur en annars grunnbætur. Fullar grunnbætur eru 320 SEK á dag og skilyrðin fyrir þeim eru meðal annars að hafa unnið í sex mánuði af síðustu tólf mánuðum. Viðkomandi verður einnig að hafa unnið í að lágmarki 80 tíma á mánuði.

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.iaf.se/iaftemplates/ Page.aspx?id=504

Finnland

Þeir sem eru að koma í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn eftir nám og hafa fasta búsetu í Finnlandi eiga rétt á atvinnumarkaðsstyrk. Upphæð styrksins er metin út frá öðrum tekjum viðkomandi og maka hans.

Sjá nánar hér:

http://www.nordsoc.is/is/Finland/Atvinnuleysistryggingar/

Hafi viðkomandi unnið úti, á hann hugsanlega rétt á atvinnuleysisbótum. Uppfylli hann starfsskilyrðið, sem felur meðal annars í sér að hafa unnið í 43 vikur af síðustu 28 mánuðum getur hann átt rétt á

grunnbótum. Fullar grunnbætur eru 25,63 EUR á dag.

Sjá nánar hér: http://www.fpa.fi/in/internet/ svenska.nsf/NET/011101183427RH

?OpenDocument

Ísland

100% atvinnuleysisbætur eru greiddar hafi viðkomandi starfað samfellt í fullu starfi á síðustu tólf mánuðum hérlendis. Hlutfallslegar bætur eru greiddar til þeirra sem hafa starfað í þrjá mánuði (eða lengur) á Íslandi. Hafi viðkomandi lokið námi, sem stundað var sem fullt nám (í a.m.k sex mánuði á síðustu tólf mánuðum), getur námið talist sem þrettán vikna vinnuframlag. Viðkomandi verður þó alltaf að hafa áunnið sér grunnbótarétt með því að hafa starfað í þrjá mánuði eða lengur á ávinnslutímabilinu til að fá námið metið til hækkunar á bótarétti. 100% atvinnuleysisbætur eru 6.900 kr á dag eða tæplega 150.000 krónur á mánuði, en tekjutengdar bætur geta hæst orðið 242.636 kr á mánuði. Námsmaður, sem hafði unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta áður en hann fór í nám, getur geymt rétt sinn

í 36 mánuði, að því gefnu að hann hafi lokið náminu og stundað það sem fullt nám.

Sjá nánar hér: http://www.althingi.is/altext/ stjt/2006.054.html

Norrænir styrkir til námsmanna og fræðimanna

Athygli skal vakin á því að Norræna ráðherranefndin ákvað nýlega að leggja til fjármagn sem á næstu tveimur árum verður varið í styrki til íslenskra námsmanna og fræðimanna á Norðurlöndunum. Þessum styrkjum er ætlað að auðvelda íslenskum námsmönnum að ljúka við og hefja nám í háskólum á Norðurlöndunum. Verið er að vinna að úthlutunarfyrirkomulagi og búist er við niðurstöðu með vorinu.

Sjá nánar hér:

http://norden.org/webb/news/news. asp?id=8437&lang=5

Arna Frímannsdóttir

Halló Norðurlönd

Heimasíða:

http://www.hallonorden.org/

Tölvupóstur: hallo@norden.is

Sími: +354 511 18 08

20 SÍNE

Hvað er það eiginlega?

Það var í október 2004 að nokkur æskulýðsfélög á Íslandi komu saman og stofnuðu samtök sem áttu að vera regnhlífasamtök fyrir æskulýðsfélög á Íslandi. Félagið fékk nafnið Samband íslenskra æskulýðsfélaga en fljótlega var nafninu breytt og heitir félagið nú Landssamband æskulýðsfélaga skammstafað LÆF. Samband íslenskra námsmanna erlendis er einn af stofnaðilum sambandsins og hefur verið virkt aðildarfélag allar götu síðan. Fjöldi aðildarfélaga í LÆF hefur rokkað nokkuð frá stofnun en í dag eru félögin 22 af ýmsum stærðum og gerðum. LÆF er stofnað af þeirri sameiginlegu hugsjón stofnafélaganna að þátttaka í æskulýðsstarfi þroski börn og ungt fólk bæði sem einstaklinga og þjóðfélagsþegna, geri þau færari í mannlegum samskiptum og ábyrgari borgara. Stefna LÆF er að vera talsmaður fyrir þessara sameiginlegu hugsjón stofnfélaganna og vekja athygli á þeim í samfélaginu enda hin óformlega menntun og mikla reynsla sem fólk öðlast við starf æskulýðsfélgum lítt viðurkennt í samfélaginu. LÆF er lítið og ungt félag en er í stöðugri þróun. LÆF stefnir að því vera öflugt félag sem hefur bolmagn til að sinna þeim verkefnum sem því var falið við stofnun þess og vilji er hjá aðildarfélögum

LÆF & YFJ

að það sinni. Þessi verkefni eru margskonar og fela í sér tækifæri fyrir æskulýðsfélög. LÆF vill veita aðildarfélögum sínum framúrskarandi þjónustu, sinna öflugri hagsmunagæslu ásamt því að vera upplýsingabanki um starfsemi æskulýðsfélaga á Ísland. LÆF er tengiliður aðildarfélaga sinna við stjórnvöld og sinnir hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög sín gagnvart stjórnvöldum. LÆF er líka fulltrúi aðildarfélaga sinna og æskulýðssamtaka í ýmsu alþjóðastarfi svo sem á Norðurlöndum og í Evrópu.

Eitt af þessu alþjóðastarfi fellst í aðild LÆF að félaginu European Youth Forum sem hefur á íslensku fengið nafnið Evrópski æskulýðsvettvangurinn. Nafn félagsins er iðulega skammstafað YFJ sem eru upphafsstafir í nafni félagsins á frönsku. LÆF hefur verið fullgildur meðlimur í European Youth Forum síðan hausti 2006 en áður hafði félagið holtið aukaaðild með tillögu og málfresli á fundum félagsins.

En hvað er þetta European Youth Forum eiginlega?

YFJ er samráðsvettvangur æskulýðsfélaga í Evrópu og gegnir því hlutverki að vernda hagsmuni æskulýðsfélaga og ungs fólks gagnvart Evrópusambandinu og Evrópuráðinu. Aðild að félaginu geta fengið landssambönd æskulýðs-

félaga í hverju landi fyrir sig (það sem kallast á ensku youth council) auk alþjóðlegra félaga sem starfa í Evrópu. Aðild að félaginu eiga nú tæplega 100 félög víðsvegar úr Evrópu. YFJ er nokkuð flókið í uppbyggingu. Sökum þess að félagið er bæði félag landsambanda æskulýðsfélaga í hverju landi fyrir sig og alþjóðlegra æskulýðsfélaga þá þarf að gæta jafnræðis á milli þessara tveggja í allri uppbyggingu félagsins. Félagið byggist því á þessum tveimur stólpum. Eins og í öllum félögum er stjórn í YFJ. Hún er kostin á tveggja ára fresti á aðalfundum félagsins sem alla jafna eru haldnir í nóvember á ári með sléttri tölu. Síðasti aðalfundur var haldin í Rotterdam í nóvember á síðasta ári. Í stjórn sitja 11 manns sem fara með málefni félagsins milli aðalfunda. Að sjálfsögðu er formaður í stjórninni og er hann jafnframt formaður félagsins. Auk þess eru tveir varaformenn og átta aðrir stjórnarmenn. Þessum átta sætum í stjórn er skipt jafn á milli landsambanda æskulýðsfélaga og alþjóðlegra félagasamtaka og á því hvor stólpi fjóra fulltrúa. Stjórninni til halds og traust er heilmikil skrifstofa sem staðsett er í höfuðstöðvum félagsins í Brussel. Hjá skrifstofunni starfa að jafnaði 23 starfsmenn sem sinna mismunandi verkefnum.

Auk stjórnar er kosið í sérstaka

Ljósm: Björgvin Óskarsson
21 SæmuNdur

fjárlaganefnd sem fer með fjármál félagsins og gerir áætlanir og nefnd sem gefur álit á nýjum umsóknum um aðild að félaginu. Auk þessara nefnda hefur stjórnin leyfi til að setja á hina ýmsu nefndir og hefur nýtt sér það nokkuð vel. Á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir var ákveðið að stofna fimm vinnuhópa sem hver um sig vinnur að ákveðnum málefnum og eru stjórn ráðgefandi um þau málefni. Vinnuhóparnir fara nú með eftirfarandi málefni: menntun, þróun æskulýðsstarfs, þátttöku ungs fólks og sameiginlega stefnu í æskulýðsmálum, mannréttindi og atvinnu- og samfélagsmál.

Eins og áður segir eru aðalfundur félagsins haldnir á tveggja ára fresti. Það er þó ekki þar með sagt að aðildarfélögin hittist ekki oftar því tvisvar á ári eru haldnir fundir með öllum aðildarfélögum svo kallaðir Comem fundir (e. council of members). Á þessum fundum er fjallað um helstu málefni félagsins og fara þeir með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda.

En hvað gerir þetta European Youth Forum?

Fyrir utan að funda með aðildarfélögum og setja á stofn vinnuhópa þá fer mikið starf fram innan samtakanna. Eins og form félagsins gefur til kynna þá er helsta verkefni þess að sinna hagsmunagæslu gangvart Evrópusambandinu og Evrópráðinu. Auk þess er YFJ nokkuð virkt

í málefnum Sameinuðu þjóðanna er varða ungt fólk og æskulýðsstarf og hefur skapað sér tengls við svæðissambönd æskulýðsfélag víða um heim.

Megin starfsemi félagsins fellst í því að skrifa skýrslur og álit á málefnum er varða ungt fólk sem eru til umfjöllunar hjá Evrópusambandinu og Evrópuráðinu. Á vettvangi Evrópusambandsins fer fram mjög viðamikið starf er varðar ungt fólk. Evrópusambandi rekur sérstaka stefnu í málefnum ungs fólk ásamt því að mjög mörg málefni er unnin eru á sameiginlegum á vettvangi Evrópusambandsins hafa með hag ungs fólks og æskulýðssamtaka að gera. Ber þar einna helst að nefna mennta- atvinnu- og samfélagsmál. Á heimasíðu YFJ má finna fjöldan allan af stefnugerðum og skýrslum er fjalla um málefni ungs fólks bæði er varða málefni sem Evrópusambandið hefur sjálft fjallað um en einnig um málefni sem félaginu finnst mikilvægt að koma á framfæri við stjórnvöld í einstaka ríkjum, Evrópusambandið og Evrópuráðið. Ásamt allri skýrslugerðinni, gangapoti (e. lobbyism) og fundum við helstu ráðamenn Evrópu heldur félagið út svokölluðum leiðbeinandapotti (e. pool of trainers). Í pottinum eru að jafnaði 40 vel þjálfaðir leiðbeinendur í ýmsum málum, allir yngri en 35 ára. Aðildarfélög YFJ (og aðildarfélög aðildarfélag þeirra!!) geta fengið til sín leiðbeinendur úr

pottinum vanti þeim vel þjálfaða leiðbeinendur fyrir ráðstefnur, fundi eða námskeið. Á hverju ári er auglýst eftir nýjum leiðbeinendum í pottinn og er öllum frjálst að sækja um að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðastofnanir og stjórnvöld einstakra ríkja hafa einnig mikið nýtt sér pottin til að fá til liðs við sig fært fólk til að stýra vinnuhópum á ráðstefnum.

Auk þessara verkefna er mikil útgáfu starfsemi hjá YFJ. Félagið gefur út tímaritið Youth Opinion sem kemur út tvisvar á ári. Hægt er að lesa ritið á skrifstofu LÆF. Félagið gefur líka út svokallað E-Opinion sem er tímariti á netinu. Það kemur nokkuð títt út og er hægt að lesa á heimasíðu félagsins. YFJ skipuleggur einnig námskeið og herferðir í samstarfi við aðildarfélög sín. Það er því mjög mikið um að vera hjá European Youth Forum enda er félagið er virt á vettvangi Evrópu og mikið til þess leitað vegna málefna er varða ungt fólk og æskulýðsstarf.

Framtíðin

Enn hefur LÆF ekki tekist að koma öllu því í framkvæmd sem því er ætlað að gera en stefnir ótrautt áfram í að verða öflugt félag fyrir aðildarfélög sín. Mikilvægt er að hafa jafnvægi í innri starfsemi félagsins, starfi innanlands og samstarfi á erlendum vettvangi. Góð tengsl bæði við aðildarfélögin sem og systurfélög LÆF erlendis eru nauðsynlegur þáttur í að félagið geti verið virkt og þróast áfram í átt að öflugra félagi. Þátttaka í starfsemi European Youth Forum er LÆF einnig mjög mikilvægt enda er þanga að sækja fróðleik og ýmis konar efni sem nýstist við uppbyggingu og starfsemi LÆF. Nánir upplýsingar um LÆF og YF er hægt að fá á www.æska.is eða hjá framkvæmdastjóra félagsins á youth@youth.is. Heimasíða YFJ er www.youthforum.org.

Höfundur: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Meistaranám og einstök námskeið

Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda.

Umsóknarfrestur: 15. apríl

Síðari umsóknarfrestur:

5. júní

Einnig er opið fyrir skráningu í einstök námskeið meistaranámsins allt árið. Tilvalið fyrir þá sem vilja safna einingum á meistarastigi, eða taka heila sumarönn.

Nánari upplýsingar: www.hsvest.is

Í samstarfi við: Ljósmynd: Agnes Geirdal

Hitt húsið

Heil og sæl

Mig langar að skrifa örstutta grein um Hitt Húsið miðstöð ungs fólk. Hitt Húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Hér er fjölbreytt þjónusta í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Hinu Húsinu þarf ekki að borga fyrir neitt og því hægt að skilja veskið eftir heima. Það er bæði skipulögð starfsemi í gangi ásamt ýmsum sérhæfð-

ari hópum s.s. dans- og leiklistarhópar, AA og NA. Ýmis frjáls félagasamtök hafa líka aðsetur í húsinu og má þar nefna AUS, SÍNE, SÍF, LÆF og Samfés sem setja svip sinn á húsið.

Í Hinu Húsinu er líka gott og öflugt starf fyrir fatlaða. Framhaldsskólanemar geta komið hér eftir skóla og tekið þátt í spennandi dagskrá. Tvær félagsmiðstöðvar

eru starfandi Ung Topp og Tipp Topp ásamt sérhæfðara klúbbastarfi. Á sumrin er svo starfrækt sumarvinna með stuðningi í kjallaranum þar sem fötluð ungmenni vinna með stuðningi á almennum vinnumarkaði. Síðast en ekki síst er List án landamæra árlegur viðburður í menningu Reykjavíkurborgar.

Ráðgjafadeildin er líka með viða-

24 SÍNE

mikið og gott starf í húsinu. Þau halda uppi síðunni www. totalradgjof.is þar sem hægt er að fá almenna ráðgjöf um allt á milli himins og jarðar. Þau sjá einnig um jafningjafræðsluna, námskeiðið Klár í kreppu og ýmsa aðra sérhæfðari hópa hérna í húsinu s.s Vinfús (fyrir félagslega einangruð ungmenni), Ungt fólk með ungana sína og Brú milli menningarheima. Ekki má svo gleyma gerð nýju sjón-

varpsþáttana um Hitt Húsið á INN. www.inntv.is.

Menningardeild Hins Hússins er með mikið af skemmtilegum viðburðum á ári hverju. Núna í lok mars voru Músíktilraunir haldnar í Íslensku Óperunni með góðum árangri. Aðrir árlegir viðburðir eru t.d. Unglist, Skapandi sumarstörf og Götuleikhús. Menningardeildin býður uppá tónleika öll fimmtudagskvöld yfir vetrartím-

ann og starfrækja Gallerí Tukt sem býður uppá nýja sýningu á 4 vikna fresti allt árið. Mörg önnur skemmtileg verkefni eru í gangi svo endilega fylgist vel með þessu. Atvinnumálum ungs fólks er einnig sinnt í Hinu Húsinu. Þar er næst á dagskrá að koma sem flestum í sumarvinnu hjá Reykjarvíkurborg. Einnig er þar þjónusta allt árið um kring í atvinnuráðgjöf og gerð starfsferilskrár. Boðið hefur verið uppá Vítamín námskeið á síðustu mánuðum fyrir ungt fólk á atvinnuleysisbótum, það hefur gengið vel og er von á framhaldi á þeirri vinnu.

Í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins er alltaf hægt að koma fá sé kaffi, spila á spil, kíkja í blöðin og annað skemmtilegt. Þar er líka „hot spot“ og tölvur til að komast á netið. Þar eru líka Þriðjudagsþreifingar með eitthvað nýtt og spennandi á hverju þriðjudagskvöldi. Upplýsingamiðstöðin heldur einnig Útþrá kynningu á námi og störfum erlendis og er með alþjóðasamstarf allan ársins hring. Aðrir árlegir viðburðir eru Hrópið, Jólamarkaður, Valkyrjur, Græjumarkaður, Flóamarkaður og margir fleiri. Við tökum einnig þátt í 17.júní hátíðarhöldum í Reykjavík, RIFF, Iclandic airwaves, Menningarnótt og fleiri viðburðum.

Sumarið er að koma og það er alltaf skemmtilegur tími í Hinu Húsinu, nýjir hópar myndast og húsið lifnar við með komu fjölda ungra sumarstarfsmanna og uppákoma. Það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir og ungt fólk í Hinu Húsinu, endilega kíkið við og kynnið ykkur það sem við höfum upp á að bjóða. Það er opið alla virka daga og á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.

Hlakka til að sjá ykkur, Kveðja Magnea

25 SæmuNdur

Hvað gerir SÍNE fyrir þig?

Samband íslenskra

námsmanna erlendis - SÍNE

- var stofnað árið 1961 og

hefur tilgangur þess ætíð

verið að gæta hagsmuna

félagsmanna sinna og vera

tengiliður þeirra við þau

stjórnvöld sem koma að

kjörum SÍNE félaga hér á

landi. Á síðustu árum hefur

þjónustan við tilvonandi

félagsmenn, þ.e. námsmenn á leið út, vaxið mjög mikið.

Skrifstofa SÍNE er staðsett í Pósthússtræti 3-5 (í Hinu húsinu), 2. hæð, og er opin alla virka daga frá 9-12. Síminn er 552-5315 og netfangið sine@sine.is

Starfsemi SÍNE

Á heimasíðu SÍNE, www.sine.is, er að finna:

• Tékklista með helstu atriðum sem huga þarf að áður en nám hefst á erlendri grundu.

• Upplýsingar um heimasíður Íslendingafélaga um allan heim.

• Upplýsingar um trúnaðarmenn SÍNE.

• Handbókina Nám erlendis – þar er að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning fyrir námsdvöl í útlöndum.

• Leigumiðlun/Leigumarkað þar sem fólki gefst kostur á að auglýsa húsnæði sitt til leigu eða óska eftir leiguhúsnæði, hérlendis sem erlendis. Þjónustan er öllum aðgengileg og án endurgjalds.

• Auglýsingar um styrki sem í boði eru á hverjum tíma Hagnýtar upplýsingar um tryggingar, skatta- og atvinnumál námsmanna erlendis.

• Ýmsar tilkynningar og tengingar

við aðrar mikilvægar síður sem koma námsmönnum til góða.

Útgáfa og fundir: SÍNE gefur út fréttablaðið Sæmund ca. tvisvar á hverju námsári.

Í Sæmundi er birtar upplýsandi og fræðandi greinar fyrir félagsmenn jafnt tilkynningar og almennar fréttir af starfseminni.

Auk þess er að finna í blaðinu reynslusögur og ýmislegt skemmtiefni Þá er gefinn út netsnepillinn Sæmi sem inniheldur áríðandi tilkynningar til félagsmanna. Ráðstefnur og fundir eru haldnir reglulega og eru þeir auglýstir í blöðum, vefritum og á heimasíðu félagssins.

Þjónustan Þríþætt

Á leið út:

SÍNE reynir að aðstoða einstaklinga á leið út í nám eftir fremsta megni. Nú eru starfandi 45 trúnaðarmenn í 17 löndum sem eru boðnir og búnir að svara spurningum námsmanna sem til þeirra leita. Upplýsingar um netföng og símanúmer trúnaðarmanna er að finna á heimasíðu SÍNE.

SÍNE gefur út bókina “Nám erlendis” en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um þær stofnanir sem námsmaður á leið til útlanda þarf að hafa samskipti við, sem og umfjöllun og upplýsingar um helstu námslönd Íslendinga. Bókin er birt í heild sinni á heimasíðu SÍNE.

SÍNE svarar spurningum og veitir ráðgjöf í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

SÍNE kemur fólki í samband við félagsmenn úti vanti það frekari upplýsingar um námsland, borg eða skóla

vÞjónusta við félagsmenn:

Félagsmönnum er boðið að hringja “collect” á skrifstofu SÍNE hvaðanæva að úr heiminum.

SÍNE félagar fá aðstoð í samskiptum sínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna en í stjórn LÍN situr fulltrúi frá SÍNE og vinnur stöðugt að bættum kjörum félagsmanna í lánamálum Framkvæmdastjóri SÍNE situr alla s.k. vafamálafundi Lánasjóðsins og leiðbeinir félagsmönnum í málarekstri auk þess að tala máli allra námsmanna á þeim fundum.

SÍNE félagar njóta afsláttarkjara hjá Samskipum en þeir fá 12% afslátt af flutningsgjöldum hjá fyrirtækinu. Trúnaðarmenn SÍNE aðstoða félagsmenn í viðkomandi náms-

landi Stjórn SÍNE leitar allra leiða til að bæta hag námsmanna erlendis

Þjónusta við SÍNE félaga á heimleið:

SÍNE er í samstarfi við fyrirtæki og ýmsar atvinnumiðlanir uppá atvinnumöguleika fyrir námsmenn sem eru að koma úr námi erlendis.

SÍNE hefur barist fyrir því að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu.

SÍNE hefur einnig lagt á það áherslu að endurgreiðsla hefjist seinna eftir að námi lýkur en nú tíðkast.

Þjónusta SÍNE er því margvísleg eins og hér gefur að líta.

27 SæmuNdur

AÐGERÐIR

Nýtt upphaf

Við þurfum að skjóta styrkum stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Lausnirnar verða að vera varanlegar, skapa stöðugleika, tryggja öflugt atvinnulíf og einstaklingum og fjölskyldum örugga þjónustu.

Það hefur löngum verið einn af kostum íslensks atvinnulífs og menntakerfis hversu fjölbreyttrar menntunar Íslendingar hafa aflað sér erlendis. Nauðsynlegt er að endurskoða úthlutunarreglur LÍN, með það að markmið að koma í veg fyrir að námsmenn taki á sig gengissveiflur íslensku krónunnar.

Íslendingar búa við eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Í þeirri hagræðingu sem framundan er í ríkisrekstri, má ekki fórna gæðum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar, enda setur Framsókn manngildi ofar auðgildi.

Framsóknarmenn vilja að Íslendingar setji lýðveldinu nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem tryggir sjálfstæði Alþingis og setur framkvæmdavaldinu skorður.

framsokn.is

FRAMSÓKN
FYRIR
OKKUR ÖLL

Evrópa unga fólksins

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Youth in Action, ungmennaáætlun Evrópusambandsins. Evrópa unga fólksins (EUF)

hefur að markmiði að styrkja fjölbreytt verkefni fyrir ungt fólk. Markhópurinn er aldurinn 13 – 30

ára og þeir sem vinna fyrir og með ungu fólki.

Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokka:

Ungmennaskipti, frumkvöðlaverkefni, lýðræðisverkefni, sjálfboðavinnu, þjálfun og samstarf.

Ungmennaskipti eru verkefni þar sem hópar ungs fólks frá tveimur eða fleiri löndum koma saman og hafa tækifæri til að ræða og kynna sér ýmis málefni og læra um leið um menningu og siði í löndum hvers annars. Ungmennaskipti byggja á samstarfi milli hópa frá tveimur eða fleiri löndum.

Frumkvöðlaverkefni er verkefni sem ungt fólk á hugmyndina að, hrindur af stað og framkvæmir sjálft. Í gegnum slík verkefni gefst ungmennunum tækifæri til að láta reyna á hugmyndir sínar og þau fá tækifæri til að spreyta sig á að

skipuleggja og framkvæma verkefni. Þátttaka í frumkvöðlaverkefni er gott dæmi um þátttöku í óformlegu námi og reynslan sem fæst er afar mikilvæg. Í gegnum verkefnið fær unga fólkið líka tækifæri til að líta á sig sem Evrópubúa og skynja hlutverk sitt við uppbyggingu Evrópu.

Lýðræðisverkefnin eru ætluð til þess að ýta undir virka þátttöku ungs fólks í lýðræðislegu samfélagi og til þess að þau láti sig umhverfi sitt skipta.

Í evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunni býðst ungu fólki að vinna

29 SæmuNdur

Evrópa unga fólksins

sjálfboðaliðastörf í allt að 12 mánuði erlendis. Með þátttöku í slíku verkefni er stuðlað að auknum þroska og samstöðu á milli ungmenna. Ávinningurinn er fjölþættur því auk þess sem samfélagið sem þau vinna fyrir nýtur góðs af verkefninu, öðlast sjálfboðaliðarnir aukna þekkingu, læra nýtt tungumál og kynnast annarri menningu.

Flokkurinn þjálfun og samstarf eru verkefni sem ýta undir mannaskipti,

samstarf og þjálfun í starfi með ungmennum. Tilgangurinn með slíkum verkefnum er hjálpa verkefnisstjórum við að byggja upp færni og nýjungar og að gefa þeim kost á að deila reynslu sinni, kunnáttu og góðum vinnuaðferðum í æskulýðsstarfi. Verkefni sem leitt geta af sér þróun á nýjum verkefnum undir áætluninni Evrópa unga fólksins. Tilgangurinn með þeim verkefnum er að veita hugsanlegum verkefnisstjórum aðstoð við að undirbúa og

þróa ný verkefni undir áætluninni. Áhersla er lögð á að veita stuðning og miðla þekkingu við þróun verkefnanna, aðstoða við leit að samstarfsarfsaðilum, og benda á tæki og aðferðir til að bæta gæði verkefnanna.

Umsóknarfrestir eru 5 sinnum á ári. Síðasti umsóknarfrestur var 1. apríl sl. en næsti umsóknarfrestur er 1. júní 2009.

30 SÍNE

Íslendingur í Bretlandi

Grein eftir Ösp Árnadóttir

Að vera Íslendingur í Bretlandi hefur líkast til aldrei verið jafn undarleg upplifun og þennan vetur eða eftir fall íslensku bankanna. Um 300.000 Breta áttu innlagnarreikninga hjá íslenskum bönkum svo að mjög mikið var fjallað um stöðuna á Íslandi í fjölmiðlum hér. Þjóðarstoltið var ekki í hámarki þegar þeir tóku viðtal við grátandi níræðu ekkjuna sem hafði sett aleigu sína yfir á Icesave reikning. Það var líka ekki hressandi að horfa á BBC kvöldfréttirnar og sjá þá taka viðtal við glaðbeittann sjómann í Hull sem var í sæluvímu yfir því að loksins hefðum við fengið það sem við áttum skilið. Fjölmiðlar hérna máluðu líka mjög dökka mynd af ástandinu heima og fóru stundum með rangt mál sem var frekar leiðinlegt. Afleiðingin af þessu öllu saman er svo sú að fyrstu viðbrögðin við þjóðerni manns eru gjarnan vorkunn, fólk gerir ráð fyrir því að maður/kona sé öreigi. Fólk gerir líka ráð fyrir því að Íslendingar vilji setjast að í Bretlandi og við erum sett í sama flokk og austantjaldsbúar sem koma frá mjög slæmum aðstæðum og neyðast til að leita betri tækifæra í öðrum löndum. Annað sem er nokkuð þreytandi við að vera Íslendingur eru Íslendingabrandarar sem voru mjög vinsælir í október. Svo heppilega vildi til að kynningarkona (hin stórfræga Kerry Kantona) Iceland matvörubúðakeðjunnar varð gjaldþrota á sama tíma og Ísland glímdi við bankafall. Þetta þótti gríðarlega fyndið. Hverfisblaðið hérna gerði líka bankafallinu ítarlega skil í tveggja blaðsíðna ,,brandarahorni’’ og einn af kennurum mínum sagði nokkra Íslendingabrandara eins og að nú færum

við að strádrepast þar sem efnahagur og langlífi fylgjast að. Ísland er samt ekki með alveg gjöreyðilegða ímynd, það er enn von, því það unga fólk sem ég hef hitt er

árið þar sem ég fékk námslánin greidd á genginu 160. Það var ansi stór biti að kyngja því mismuninn verður fólk svo að borga sjálft og bera fallið sem er slæmt fyrir marga því það er af sem áður var með yfirdrátt. Þetta reddaðist hjá mér og mínum. En flestallir hafa

þurft að treysta

á sparnað eða pening frá foreldrum (ef einhvern er) og

líklega margir

þurft að hætta námi. Að mér

enn með jákvæða ímynd af Íslandi. Og samnemendum mínum og fólki á mínum aldri finnst enn mjög flott að hitta Íslending, tala um hreina loftið, landslagið, Björk og Sigurrós.

Eins og flestallir námsmenn erlendis vita þá var bankakreppan ekkert grín fyrir námsmenn erlendis. Pundið sem allajafna er 160 kr rauk upp í 290 kr og hélst þannig í 5 daga. Þar sem við vorum ekki komin með breskan reikning, þá neyddumst við til að borga daglegar nauðsynjar á þessu gengi. Að þessu loknu hékk gengið í 221 og lækkaði svo niður í 200 krónur og hélst þannig í ca 2 mánuði. Þetta er náttúrulega gríðarlega slæmt fyrir fólk sem treystir á LÍN. Fólk neyðist til að lifa gríðarlega sparlega, því þegar gengið er svona óstöðugt þá getur allt gerst. Pundið gæti haldist svona hátt og verið hátt þegar Lín greiðir út eða það gæti verið lægra og þá þarf fólk að borga mismuninn. En sú var einmitt raunin þetta

vitandi lenti þó enginn Íslendingur hér í Brighton í því. En flestallir nemar í Bretlandi koma með dágóðan skuldapakka á bakinu heim og mun hærri skólagjöld. Ég greiddi til dæmis þriðjung skólagjaldanna á genginu 190 og ég veit um fólk sem borgaði helming skólagjaldanna á 220 kr gengi. Nám sem hefði átt að kosta 2,4 milljónir hefur því fyrir suma rokið upp í 5 miljóna skuldabagga. Fjárhagsáhyggjur hafa svo væntanlega ekki verið að gera fólki auðveldara fyrir að einbeita sér að náminu. En svo ég komi aðeins inn á námið mitt þá er ég í mastersnámi í hagnýtri félagssálfræði við Sussex háskóla. Ástæðan fyrir því að ég valdi ársmaster er sú að mér fannst lokkandi að geta klárað meistaranám á einu ári. Námið hljómaði líka fjölbreytt og spennandi og rökrétt framhald af því sem ég hafði fengist við heima á Íslandi. Ég hafði bara heyrt góða hluti um skólann og Brighton sem er borgin sem ég bý í. Ég varð ekki

31 SæmuNdur
Ísland er samt ekki með alveg gjöreyðilegða ímynd, það er enn von
Ösp Árnadóttir

Allir sem ég hef

talað við bæði Íslendingar og aðrir erlendir

nemar eru sammála um að vinnuálagið sé engu líkt.

fyrir vonbrigðum með hana, hún er mjög sjarmerandi, frjáls og hippaleg, full af grænmetisveitingastöðum, öflugu tónlistarlífi og umhverfisvænn og fair trade lífstíll er í hávegum hafður hér. Námið er samt mjög mikil keyrsla. Mastersnám í Bretlandi eru tvær tíu vikna annir og svo er þriðja önnin helguð mastersritgerð. Þar sem mastersnám í öðrum löndum er allajafna tvö ár með fjórum þriggja/fjögurra mánaða önnum þá má ímynda sér hversu miklu námsefni er reynt að troða á þessar 20 vikur. Að meðaltali skiluðu ég og bekkjarsystur mínar 2 verkefnum á viku þessa önnina. Námið var líka öðruvísi en ég bjóst við, áhersla á aðferðafræði er mjög rík og meirihluti námsefnisins er á mjög sérhæfðu og djúpu aðferðafræðistigi. Álagið er gríðarlegt, fólk þarf að tileinka sér hluti á mjög skömmum tíma og í vetur var ekki óalgengt að sjá fólk fella tár á skiladegi eða brotna niður. Meira að segja nemendur sem ekki voru að drepast úr samviskusemi voru nálægt taugáfalli á ákveðnum tímapunkti. Allir sem ég hef talað við bæði Íslendingar og aðrir erlendir nemar eru sammála um að vinnuálagið sé engu líkt. Fólk verður því að búa sig undir gríðarlega keyrslu og álag í svona ársprógrömmum. Ég vil líka benda fólki sem er að skoða ársmaster í Bretlandi á að lesa kúrsalýsingar mjög vel og helst koma sér í samband við einhvern sem hefur tekið það nám sem áhuginn beinist að. Ég lenti ekki svo illa í því en ég hef talað við nokkuð marga sem urðu fyrir miklum vonbrigðum með námið sitt. Annað hvort voru kennara sem kenndu spennandi kúrsa í leyfi eða kúrsarnir voru látnir hljóma mjög spennandi í námskeiðslýsingunni og eru svo allt öðruvísi. Námið kostar okkur Íslendinga mikið þar sem við

erum ekki í ESB svo fólk getur orðið ansi svekkt að eyða miklum pening í nám sem svo ekki stenst væntingar. Ég gerði smá mistök þar sem ég gerði mér ekki grein fyrir aðferðafræði áherslunni. Flestallir aðrir kúrsar hafa þó staðist væntingar. Ég er líka mjög ánægð að búa hér í Brighton og eins og áður sagði þá er Brighton frábær borg, ströndin æðisleg og ég vil sérstaklega mæla með hverfi sem kallast ,,new lanes’’. Það er röð lítilla sjarmerandi gatna, fullum af spennandi kaffihúsum, second hand búðum og örfáum hönnunar búðum, ljósmyndagalleríum og grænmetisstöðum (vegan og vegetarian) með ótrúlega ljúffengum mat. Í þessum götum er hægt gleyma sér í heilan dag. Annað hverfi sem er skemmtilegt en þó aðeins fágaðara er stundum kallað ,,old lanes’’ en það er klasi af götum með kaffihúsum og búðum sem selja merkjavörur. Kemp town er líka sjarmerandi hverfi en þar eru skemmtistaðir fyrir samkynhneigða og regnbogafánninn sést víða. Það er líka alltaf eitthvað um að vera og ótrúlega gott úrval af tónleikum hér. Nouvelle Vague voru hér um daginn, Leonard Cohen og the Walkmen einnig, Bonnie Prince Billy í næsta mánuði, Pete Doherty, Lily Allen omfl. Svo má ekki gleyma Emiliönu Torrini sem var með tónleika hér um daginn og sjarmeraði alla upp úr skónum. Svo eru tónleikar með minni böndum líka á hverju strái. Brighton er frábær borg til að heimsækja en stundum svolítið svekkjandi að búa hér og vera í námi. Verkefnaskil eru svo tíð að lítill tími gefst fyrir annað. Lokaniðurstaðan varðandi ársmaster er því sú ár er of lítill tími til að eyða í nýju landi og gallinn við ársmaster líka sá að manni gefst ekki tækifæri til að sökkva sér ofan í námsefnið, í svona miklum hraða verður þekkinging mikið á yfirborðinu og lítill tími gefst til að njóta þess sem fengist er við eða kynnast samfélaginu eða borginni sem dvalist er í.

32 SÍNE

Vinningslíkurnar í Happdrætti Háskólans eru ótrúlega miklar. Jafnvel seinheppnasta fólk getur unnið! Við minnum á afmælisútdráttinn í desember, 75 milljónir á einn miða. Því fyrr sem þú kaupir þér miða á árinu, þeim mun oftar er númerið þitt í afmælispottinum.

Fáðu þér miða á hhi.is, hjá næsta umboðsmanni eða í síma 800 6611.

HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

vænlegast til vinnings

TBWA\REYKJAVÍK \ SÍA

Trúnaðarmenn SÍNE

Trúnaðarmenn SÍNE vinna öflugt starf víða um heim og eru ómetanleg hjálp þeim sem hyggja á nám á erlendri grundu. Við hvetjum námsmenn á leið af landi brott til að hafa samband við trúnaðarmanninn í viðkomandi landi eða borg. Allar nánari upplýsingar ásamt lista yfir trúnaðarmenn má finna á vefsíðu SINE, www.sine.is

ÁSTrALíA

Grétar Theodórsson

gretar@minerva.is

Sími: +61 0893253950

AUSTUrríKI

Helga Finnbogadóttir

helgafinnboga@hotmail.com

Sími: +43 1 4819082

BreTLAnD

(ENGLAND, SKOTLAND OG ÍRLAND)

Sigurdur Arnarson

sigurdur.arnarson@utn.stjr.is

Tel:+(44) 207 259 3999

Sjá sine.is fyrir fullan lista

BeLGíA

Alda Berglind Egilsdóttir

aldaegils@hotmail.com

Sími: +32 (0) 486.77.55.32

Trúnaðarmenn SÍNE

NorðurlöNd

Danmörk

Studentafélagið Kaupmannhöfn

Mánudaga kl. 18:00-19:00

Sími: 00 45 331 0030 fisk@studentafelagid.dk

Finnland

Svava Óskarsdóttir

Sími: 358 0408726060 svavaoskars@gmail.com

noregur

Silja Magnúsdóttir

Gsm: +47 97180667 siljam@ulrik.uio.no

Svíþjóð Pétur Helgason

Gsm: +46 707956291 siljam@ulrik.uio.no

BAnDAríKIn - neW YOrK

Svanhildur Þorvaldsdóttir svanhildurth@gmail.com

Sjá sine.is fyrir fullan lista

HOLLAnD

Helga Garðarsdóttir helgagardars@gmail.com

KínA

Ásgeir Ingason ingazon@gmail.com

SPÁnn

Guðný Hilmarsdóttir

Sími: +34 93 423 4193 gudnyhilmars@mac.com

UnGVerjALAnD

Félag Íslenskra Læknanema í Ungverjalandi debrecen@hotmail.com, filudebrecen@mac.com

ÞÝSKALAnD

Þorbjörn Björnsson

thorbjornbjornsson@hotmail.com

Sími:+49 (30) 22487710

Borgarbyggð | Faxaflóahafnir | Fjölbrautarskóli Norðurlands V

Kópavogsbær | Líffræðistofnun Háskóla Íslands | Menntaskólinn á

Egilsstöðum | Námsflokkar Reykjavíkur | Reykjanesbær | Sparisjóðurinn í

Keflavík | Stofnun Árna Magnússonar | Tónlistarskólinn í Reykjavík

Útflutningsráð Íslands

Styrktaraðilar 37 SæmuNdur

Spánn

SÍNE gaf út bók hér áður fyrr sem nefndist Handbók um nám erlendis og veitti góðar upplýsingar um þau námslönd sem að íslenskir námsmenn hafa sótt sitt nám til. Útgáfan lá lengi vel niðri en nýlega voru upplýsingarnar uppfærðar og settar á heimasíðuna félagsins, www.sine.is.

Við viljum endilega hvetja SÍNE félaga að skoða handbókina og senda okkur upplýsingar sem að gætu nýst á þessum síðum. Hér að neðan má sjá dæmi um Spán og hlökkum við til að heyra frá ykkur varðandi uppfærslur og gagnlegar upplýsingar sem að við getum sett á síðuna. Öðrum námsmönnum til gagns og gaman.

Spánn

Umsóknarfrestur og umsóknarmáti

Skólaárið er frá október til júní. Nám

við háskóla á Spáni tekur 3 ár til BAgráðu (diplomatura) og 5 ár til masters-gráðu (licenciatura). Fyrstu þrjú árin er námið frekar almenns eðlis, en verður sérhæfðara þegar á líður. Best að hefja undirbúning um áramót eða fyrr vegna umsóknar um haustmisseri. Þá þarf að skrifa til þess skóla sem menn hafa augastað á og biðja um upplýsingar og umsóknareyðublöð. Lokaumsókn þarf að vera komin til háskólans í júní. Fyrir þann tíma er best að vera búinn að fá skýringar á öllum vafaatriðum í sambandi við skólagöngu, eins og t.d. möguleika á að fá fyrra nám metið. Benda má á, að í ágúst eru skrifstofur skólanna venjulega lokaðar.

Inntökuskilyrði og takmarkanir Íslendingar hafa á Spáni sömu réttindi til náms og íbúar Evrópusambandsríkja. Þetta felur í sér að að stúdentspróf er tekið til greina sem jafngildi Selectividad. Hver háskóli leggur fyrir sérstakt próf (Selectividad)

í hverri grein. Það þarf að sækja um credencial hjá UNED (Universidad Nacional de Educación a Distancia)

það er skjal þar sem fram kemur

meðaleinkunn á stúdentsprófi og er sú einkunn tekin jafngild meðaleinkunn Spánverja í Selectividad. Til að fá þetta skjal þarf að sækja um það á síðu UNED (www.uned.es) og borga útgáfugjald (2008: 40 evrur, hægt að borga með korti í gegnum sjálfa vefsíðuna eða í gegnum hvaða spænska bankaútibú sem er). Ef þú borgar í gegnum vefsíðuna þarftu að prenta út kvittunina. Næsta skref er að senda nauðsynleg skjöl til UNED í pósti, en það þarf að senda ljósrit af vegabréfi (eða spænsku skilríki ef maður er með það), ljósrit af stúdentsprófseinkunum og skírteini, löggilda skjalaþýðingu á þessum skjölum og afrit af kvittuninni fyrir útgáfugjaldið. Öll ljósrit þurfa að vera staðfest afrit af frumriti (staðfestingu má fá á skrifstofum UNED, samstarfsaðilum þeirra eða sendiráðum). La credencial er sent í pósti til námsmannsins og getur með því sótt um háskólanám á Spáni. Aðeins er hægt að fá gildar tvær inngönguleiðir á credencial og þarf því að velja hvort hentar betur. Inngönguleiðirnar eru eftirfarandi: Científico-Tecnolígica (Vísindagreinar), Ciencas de la Salud

38 SÍNE

(Heilbrigðisgreinar), Humanidades (Hugvísindi), Ciencas Sociales (Félagsvísindi) og Artes (Listgreinar).

Skjalið (credencial) er aðeins gilt í eitt ár, ef maður vill sækja um annan skóla/aðra námsgrein næsta ár, þarf að fá nýtt credencial útgefið. Til að fá það endurútgefið þarf hins vegar aðeins að sækja um á netinu (eins og ef um nýtt væri að ræða) og senda UNED ljósrit af gamla skjalinu ásamt kvittun fyrir útgáfugjaldi. Að fá fyrra nám metið getur verið svolítil pappírsvinna og þarf að fara beint í gegnum deild viðkomandi háskóla. Það er að verða auðveldara þar sem bæði Ísland og Spánn hafa tekið upp ECTS eingakerfið.

Tungumálið og námskeið

Á Spáni er mikið framboð af spænskunámskeiðum fyrir útlendinga, m.a. við útlendingadeildir háskólanna. Þessi námskeið eru ekki dýr. Engin inntökuskilyrði eru til að hefja nám í spænsku við útlendingadeildir háskólanna. Best er að skrifa skólunum beint og biðja um upplýsingar. Margir menntaskólanna hér á landi kenna spænsku. Við Háskóla Íslands er kennd spænska til BA-prófs. Spænska (kastiliska) er ekki eina málið sem talað er á Spáni. Í Katalóníu (Barcelona og nágrenni) er katalónska opinbert tungumál en spænskan er samt fullgild þar. Búast má við að kennarar þar kenni á katalónsku. Í Baskahéruðunum er talað baskamál, sem er alls óskylt spænsku.

Skólagjöld og styrkir

Í ríkisháskóla þarf að greiða skólagjöld en þau eru ekki mjög há. Einn níu mánaða styrkur er boðinn fram árlega handa Íslendingum, af spænska utanríkisráðuneytinu. Upplýsingar um hann fást í „Handbók um styrki“, sem gefin er út af Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, og á ræðismannsskrifstofu Spánar í Reykjavík.

Að skrá sig í landið

Sótt er um dvalarleyfi á næstu lögreglustöð þegar komið er til Spánar. Þar þarf að framvísa vegabréfi, fjárhagsvottorði og vottorði um að viðkomandi hafi fengið skólavist.

Húsnæðismál

Húsnæði er víðast hvar nokkuð dýrt. Eitthvað er um stúdentagarða og er námsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofur háskólanna til að fá aðstoð við húsnæðisleit. Upplýsingar um húsnæðismiðlanir fást hjá Upplýsingastofu um nám erlendis. Margir námsmenn leigja sér íbúðir tveir eða fleiri saman. Slíkt húsnæði er hægt að fá með því að athuga auglýsingar í blöðum eða skólum eða í gegnum leigumiðlanir. Þjónusta leigumiðlana er fremur dýr.

Félagslegar aðstæður Heilbrigðisþjónusta er almennt góð en sjúkratryggingar eru nauðsynlegar, því læknisþjónusta er dýr. Tannlæknaþjónusta er fremur dýr. Flytji námsmaður ekki lögheimili sitt heldur hann tryggingu sinni hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta gildir einnig um fjölskyldumeðlimi sem fara með námsmanninum til námslandsins. Hægt er að fá vottorð á spænsku hjá Tryggingastofnun sem staðfestir þetta og heitir það E-128. Sjá nánar kaflann um tryggingamál námsmanna erlendis. Börn sex ára og eldri ganga í skóla. Erfitt getur reynst að fá leikskólavist á sumum stöðum og er betra að gefa sér góðan tíma til að kanna það áður en skóli hefst.

Mikilvægt varðandi LÍN

Veitt er lán til undirbúningsnáms í tungumálinu í eitt misseri (tvo fjórðunga þar sem það á við) en athugið að lánið er bundið því skilyrði að áframhaldandi nám verði stundað á Spáni. Skilyrði fyrir útborgun lánsins er að vottorði um inngöngu í áframhaldandi nám sé skilað inn til lánasjóðsins.

Frekari upplýsingar

Guía de la Universidad. Gefið út árlega af Consejo de Universidades, Secretaría General í Madrid.

Directory of Higher Education Institutions in the European Community 1993. ERASMUS-skrifstofan í Brüssel.

Upplýsingastofa um nám erlendis. Ræðismannsskrifstofa Spánar í Reykjavík.

Einnig reynir SÍNE að vera hjálplegt við að finna tengiliði í þeim skólum eða á þeim stað sem námsmaður hefur áhuga á.

Vefföng

Heimasíða SÍNE: http://www.sine.is

Upplýsingar um spænska háskóla: http://internacional.universia.net/ espanya/tips/eng.htm

Upplýsingar um skóla í öllum heiminum: http://www.worldwide.edu

Heimilisföng

• SÍNE, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík. Sími: 552 5315. Netfang: sine@sine.is.

• Upplýsingastofa um nám erlendis, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Sími: 525 4586, fax: 525 5850. Netfang: ask@hi.is.

• Sendiráð Spánar fyrir Norðurlönd, Oscarsgate 35, 0258 Oslo. Sími: 2255 2015, 2244 7122, fax: 2255 9822.

Kjósum kraftmikla forystu

Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur svo sannarlega látið verkin tala á þeim stutta tíma sem hún hefur starfað. Atkvæði þitt getur tryggt að við höldum áfram á sömu braut!

Við höfum til dæmis gert þetta:

• Hækkað vaxtabætur og tekjuviðmið þeirra um 25%.

• Skipað fólk í stjórn LÍN sem þekkir kerfið af eigin raun sem námsmenn erlendis.

• Opnað frumkvöðlasetur fyrir tugi nýrra fyrir tækja.

• Tryggt að sérfræðingar geti fengið atvinnuleysisbætur lagðar með sér inn í sprotafyrir tæki í allt að 12 mánuði.

• Á fyrsta ári Samfylkingarinnar í ríkisstjórn jukust fjárframlög til menntunar og rannsókna um 17%.

• Þá voru stimpilgjöld fyrir fyrstu kaup íbúðarhúsnæðis afnumin.

• Skerðingarmörk barnabóta voru einnig hækkuð um 50%.

Kynntu þér okkar lausnir á xs.is. Með þínum stuðningi höldum við áfram uppbyggingarstarfi nu, verjum velferðina á Íslandi og sækjum um aðild að ESB, m.a. til að leysa gjaldmiðilsvandann.

Upplýsingar um kosningarnar og kjörstaði erlendis eru á www.kosning.is. Sendu okkur póst á utankjorfundur@xs.is ef þú vilt nánari upplýsingar.

Vinna og velferð
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.