Sæmundur 2007

Page 1

1. tbl. 26. árg. apríl 2007 Samband íslenskra námsmanna erlendis

Við vonum að þið takið vel á móti Sæmundi sem að færir fréttir að heiman og af málefnum SÍNE félaga. Í tilefni alþingiskosninga í vor, hafði ritstjórnin samband við nokkra stjórnmálamenn og bað þá að svara spurningum með tilliti til viðhorfs þeirra til ýmissa mála er varða námsmenn erlendis. Afraksturinn getið þið lesið um á síðum blaðsins og vonandi gefur það góða mynd af þeim stefnumálum sem flokkar viðkomandi stjórnmálamanna standa fyrir.

Frá ritstjóra Efnisyfirlit

SÍNE

2 Frá ritstjóra Hjördís Jónsdóttir

4 Ávarp formanns Erla Þuríður Pétursdóttir

21 Mitt svæðin hjá LÍN Benedikta S. Hafliðadóttir

27 Stjórn SÍNE 2006 - 2007

Námsmenn erlendis með börn, var eitthvað sem að okkur fannst áhugavert að kynna okkur. Því var mjög vel tekið þegar við báðum nokkra námsmenn erlendis í mismunandi löndum að segja frá sinni reynslu að vera erlendis með börn. Frásagnir frá Englandi, Svíþjóð og Danmörku fylgja hér á eftir og er fróðlegt að heyra hvað reynsla þeirra getur sagt okkur.

Í blaðinu má einnig finna fréttir af LÍN og ýmislegt það sem að við teljum að komi SÍNE félögum til góða.

Þið megið svo endilega vera dugleg að hafa samband við skrifstofu félagsins og koma með ábendingar og tillögur um hvað þið viljið sjá fjallað um á síðum blaðsins í framtíðinni.

Sumarkveðja, Hjördís Jónsdóttir

gagn & gaman

14 Alþingiskosningarnar 2007 Hvað á ég að kjósa?

16 Framsóknarflokkurinn Sæunn Stefánsdóttir

18 Sjálfstæðisflokkurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

20 Frjálslyndiflokkurinn Valdimar Leó Friðriksson

22 Samfylkingin Björgvin G. Sigurðarson

24 Vinnstrihreyfingin – grænt framboð Kolbrún Halldórsdóttir

fróðleikur

6 Vannýttur mannauður í útlöndum Ásdís Jónsdóttir

Börn og nám í útlöndum

8 Hvað á maður að gera við ungana? Sigurður Már Jóhannesson

10 Út í heim og aftur heim Hulda Árnadóttir

12 Skemmtilegt sumar í Kaupmannahöfn Telma Rós Sigfúsdóttir

26 Mataruppskriftir frá Miðjarðarhafinu

Samband íslenskra námsmanna erlendis 
Sæmundur

TRAUSTUR SAMSTARFSAÐILI ICELAND EXPRESS!

Þegar Íslendingar erlendis skreppa heim verður Hótel Mamma oftar en ekki fyrir valinu enda langbesta, ódýrasta og huggulegasta gistiaðstaða sem í boði er. Og Iceland Express sér um að flytja brottflutta Íslendinga til landsins á verði sem gerir öllum kleift að njóta frábærrar þjónustu Hótel Mömmu!

Af hverju Hótel Mamma?

Fjölskylduvænt umhverfi

Heimilismatur eins og þú vilt hafa hann

Framúrskarandi þjónusta

Óhreinn fatnaður verður hreinn, óumbeðið

Auðvelt að rata

Þarf ekki að bóka fyrirfram

Útibú um allt land

Og umfram allt – Ókeypis!

Smelltu þér á icelandexpress.is og bókaðu ódýrt flugsæti til Íslands.

Hótel Mamma bíður þín.

Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 Fullorðinsverð frá: 7.995 kr. www.icelandexpress.is *Aðra leið með sköttum.

Samband íslenskra námsmanna erlendis

Ávarp formanns SíNE

Kæru SÍNE félagar. Samkvæmt lögum SÍNE skal stjórnin standa fyrir ráðstefnu einu sinni á ári um málefni sem varða stúdenta í námi erlendis. Það var mat stjórnar að rétt væri þetta árið að halda ráðstefnu í samvinnu við aðrar námsmannahreyfingar. Í málefnum LÍN og í öðrum málum sem lúta að stúdentum hefur það reynst árangursríkt þegar námsmannahreyfingarnar standa saman. BÍSN og SHÍ voru til í samstarf og mun ráðstefna verða haldin á haustdögum um skólagjöld. Telur SÍNE að með þessu móti sé hægt að fá mörg sjónarhorn er lúta að þessu málefni. Mun SÍNE útvega fyrirlesara sem hafa skoðun á skólagjöldum en jafnframt verið erlendis í námi. Skólagjaldaumræðan er ekki úr sér

gengin og snertir stúdenta í námi erlendis eða á leið í nám erlendis þar sem reglur LÍN heimila ekki að veita skólagjaldalán til grunnnáms. Þá hafa sumir þá skoðun að nám erlendis hljóti að vera frekari valkostur verði há skólagjöld innheimt á Íslandi. Verður spennandi að heyra fróðleg erindi á ráðstefnunni.

Stjórnin hefur orðið þess var að æ meiri áhugi er hjá markaðsfyrirtækjum að fá félagalista SÍNE til að geta sent stúdentum ýmiskonar markaðspóst. Stjórn SÍNE hefur ávallt synjað slíkum erindum. Á einum fundi stjórnar var ákveðið að spyrja Persónuvernd að heimild SÍNE til slíkrar úthlutunar. Persónuvernd taldi að SÍNE hefði ekki heimild til að senda út félagalista sinn.

Það eru alþingiskosningar í næsta mánuði. Vonandi munu einhver kosningaloforð og efndir lúta að hag námsmanna og þá sérstaklega þeirra námsmanna sem leggja á sig að fara í nám erlendis.

Gleðilegt sumar! Erla Þuríður Pétursdóttir

Skrifstofa SÍNE

Pósthússtræti 3-5

101 Reykjavík

Sími: 552 5315 / Fax: 552 5370

Netfang: sine@sine.is Veffang: www.sine.is

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 -12

Stjórn SÍNE veturinn 2006 - 2007:

Formaður: Erla Þuríður Pétursdóttir

Varaformaður: Nathalía D. Halldórsdóttir

Ritari: Unnur María Þorvaldsdóttir

Gjaldkeri: Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir

Stjórnarmaður í LÍN: Benedikta S. Halldórsdóttir

Vafamálafulltrúi LÍN: Hjördís Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri: Hjördís Jónsdóttir

Sæmundur, ritstjóri: Hjördís Jónsdóttir

Ábyrgðarmaður: Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir

Umbrot & prentun: Litróf–Hagprent

Ljósmynd á forsíðu: Guðmundur Ásmundsson

 Sæmundur

> Saman náum við árangri – um allan heim

Hjá Samskipum fara saman kraftur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratuga reynsla. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum áreiðanlegar heildarlausnir á sviði flutninga um allan heim og höfum byggt upp samhentan hóp og traust flutningakerfi sem tryggja skjóta og örugga þjónustu jafnt innanlands sem utan.

Skrifstofur Samskipa : Bandaríkin, Belgía, Brasilía, Danmörk, England, Eistland, Færeyjar, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kína, Lettland, Litháen, Noregur, Rússland, Skotland, Spánn, Suður-Kórea, Svíþjóð, Úkraína, Víetnam, Þýskaland. Umboðsmenn : Finnland, Portúgal.

SAMAN NÁUM VIÐ ÁRANGRI www.samskip.com

„Vannýttur mannauður í útlöndum“

Áári hverju fer umtalsverður hópur íslenskra stúdenta utan til framhaldsnáms á háskólastigi og aflar sér þar verðmætrar menntunar og reynslu. Að náminu loknu snúa sumir heim en aðrir fresta heimför og ílendast jafnvel erlendis. Íslenskir vísindamenn starfa víða, sumir hjá framúrskarandi háskólum eða stórfyrirtækjum þar sem þeir fá tækifæri til að stunda fræði sín við bestu aðstæður eða hagnýta þekkingu sína í krefjandi, alþjóðlegu umhverfi. Menntun og reynsla þessa fólks getur verið mikils virði fyrir íslenskt samfélag en auðvitað aðeins að því gefnu að það flytji aftur heim, fyrr eða síðar. En hvaða möguleikar eru til staðar hér heima fyrir þetta fólk? Hvers vegna kýs það að búa erlendis fremur en hér heima? Hver eru tengsl þeirra við fósturjörðina?

Síðastliðið sumar leitaði Páll Rafnar Þorsteinsson, doktorsnemi í heimspeki við Cambridge háskólann, svara við þessum spurningum í verkefni sem hann vann fyrir Rannís, undir handleiðslu Ásdísar Jónsdóttur mannfræðings. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Páll tók ítarleg viðtöl við 10 íslenska vísindaog fræðimenn, fjórar konur og sex karla, sem starfa á erlendri grund. Í viðtölunum leitaðist Páll við að varpa ljósi á þróun starfsferils þeirra, markmið og upplifun af starfi. Ennfremur var spurt um sýn þeirra á Ísland og íslenskt fræðasamfélag. Að lokum lagði Páll fram hugleiðingar um hvernig mætti gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk sem stendur framarlega á sviði vísinda á alþjóðlegum mælikvarða.

Flestir viðmælendur Páls

áttu það sameiginlegt að leggja ríka áherslu á samfélagsgerð og umhverfi þegar þeir völdu sér starfsferil. Velferðarmál, fjölskylduvænt umhverfi, uppeldis­ og skólamál voru til að mynda fólkinu ofarlega í huga. Þá lögðu flestir mikla áherslu á skapandi umhverfi þar sem næg tækifæri væru til upplýstrar umræðu um margvísleg þjóðfélagsleg og fræðileg málefni. Sumir viðmælendanna töldu að hér á landi skorti enn nokkuð á svigrúm til opinna og upplýstra umræðna, aðallega vegna smæðar samfélagsins.

Vísindamennirnir í rannsókninni tengdust flestir ef ekki allir Íslandi sterkum tilfinningaböndum og vildu gjarnan að börnin þeirra gerðu það líka. Þetta skapaði oft og tíðum nokkra togstreitu. Í aðra röndina vildu þeir gjarnan koma heim og rækta tengslin við Ísland, ekki síst þeir sem áttu börn sem voru að vaxa úr grasi. Hins vegar eygðu margir þeirra ekki von á starfsferli hér á landi eftir (í sumum tilfellum)

áralanga dvöl hjá framúrskarandi menntastofnunum erlendis. Gagnrýnt var að aðgangur reyndra vísindamanna að góðum störfum hér heima væri þröngur. Hér ríkti svokölluð „þettareddast­hugmyndafræði“ þar sem vísindamenn væru hvattir til að koma heim og sjá svo til hvað gerðist. Sumir viðmælenda bentu á að þeir sætu í góðum stöðum erlendis og gætu ekki tekið þá áhættu að fara heim uppá von og óvon. Þeir óttuðust að vera hér innlyksa og eiga ekki afturkvæmt til fyrri stöðu erlendis, ef væntingar um

starfsframa hér heima brygðust. Þá gagnrýndu sumir, að þótt þeim stæði til boða álitleg staða við háskóla hér á landi, væri starfsumhverfinu oft svo ábótavant að það freistaði þeirra lítt. Hér væru innviðir ekki nógu sterkir, aðgangur að fjármagni og aðstöðu rýr og ekki nægt ráðrúm til að stunda hágæða vísindi.

Viðmælendur voru þó almennt bjartsýnir á að aðstæður til að leggja stund á vísindi hér heima færu batnandi og að jarðvegur skapandi fræða og þekkingaröflunar væri frjósamari en áður. Flestir lögðu sig fram um að viðhalda áfram tengslum heim, þótt þau væru oftar af persónulegum toga en faglegum. Einn viðmælandinn taldi sig gera Íslandi meira gagn með rannsóknum sínum hér á landi meðan hann sat við erlendan háskóla þar sem honum bauðst afburða rannsóknaraðstaða til að vinna úr gögnunum en að gera sömu rannsóknir við íslenskan háskóla þar sem svigrúmið væri minna. Tækifærin felast því ef til vill ekki endilega einvörðungu í því að laða íslenska vísindamenn heim, heldur einnig í að líta á þá sem útverði íslensks fræðasamfélag og hlúa að tengslunum við þá. Vera má að íslenskir háskólar eða menntamálayfirvöld gætu sýnt meira frumkvæði í þeim efnum.

 Sæmundur fróðleikur
Skýrsla Rannís um íslenska doktora á erlendri grund. Eftir Ásdísi Jónsdóttur, sérfræðing hjá Rannís.

SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis

Hvað á maður að gera við ungana?

Börn og nám í Stokkhólmi eftir Sigurð Má Jóhannesson

Hvernig upplifun er það að

fara í nám erlendis og hafa

börn með í för?

Sæmundur hafði samband

við nokkra námsmenn og bað þá að lýsa reynslu sinni.

Klukkan er fimm mínútur yfir átta. Það tekur mig rétt rúman klukkutíma að fara með börnin í leikskólann og koma mér til Kista sem er í hinum enda bæjarins þar sem ég á að mæta í fyrirlestur klukkann níu. Ég er með miklum erfiðum búinn að koma börnunum í kuldagallann, fá þau upp í bílinn og spenna þau í aftursætið. Ég sest sjálfur inn en í sömu andrá segist dóttir mín þurfa að pissa. Nú eru góð ráð dýr!

Þetta vandamál þekkist svo sem einnig heima á Íslandi. En þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um það hvernig það er að vera í námi með börn erlendis þar sem fjarlægðir á milli staða eru oft miklar. Maður verður að vera mjög skipulagður svo allt gangi upp – eiginleiki sem er okkur Íslendingum kannski ekkert alltof tamur.

Þéttara net á Íslandi

Heima á Íslandi hafði maður þó þéttara net í kringum sig. Alltaf hægt að stóla á mömmu til að sækja gríslingana þegar fyrirlestrar, ritgerðir og verkefnavinna (með yngra barnlausu fólki sem oft á tíðum hefur engan skilning á þeim vandamálum sem tveggja barna faðir þarf að glíma við) taka að hlaðast upp.

Af sömu ástæðum hefur maður meiri tíma fyrir blessuð börnin þegar maður er í fríi þar sem maður er ekki í endalausum kökuboðum hjá vinum eða ættingjum. Færri félagslegar skyldur gefur manni færi á að einbeita sér að litlu kjarnafjölskyldunni og Stokkhólmur með öllum sínum grænu svæðum og skemmtilegu görðum er hin fullkomna

Hér eru skörp skil á milli árstíða og að sama skapi og það er sól og blíða á sumrin er hægt að treysta á frost og snjó á veturna til að iðka skíði, skauta og aðrar vetraríþróttir. Í þau fáu skipti sem hér er rok eða rigning getur maður alltaf skellt sér á innileiksvæði á borð við Junibacken eða Tom Tits eða farið á eitt hinna fjölmörgu safna borgarinnar sem öll taka að einhverju leyti mið af þörfum barnafjölskyldunnar – eitthvað sem ég var óþægilega var við að vantaði þær sex vikur sem ég var heima í rigningunni

 Sæmundur fróðleikur
Långsjön – eitt af fjölmörgum vötnum í Stokkhólmi sem hægt er að baða sig í á sumrin

En þrátt fyrir þessa góðu kosti Stokkhólmar munum við þó á endanum flytja aftur heim á klakann. Þó að Ísland hafi auðvitað mikið aðdráttarafl þá er það samt aðallega vegna þess að við hjónin getum alls ekki hugsað okkur að börnin okkar breytist í litla Svía.

Þó að Svíar séu upp til hópa þægilegt og gott fólk þá er nöldur og afskiptasemi þeim svo í blóð borið að það er nánast ógerlegt að komast í gegnum heilan dag án þess að fá athugasemd eða aðfinnslu um hvernig maður eiga að haga sér. Fyrst og fremst er þeim umhugað um að hjálpa manni að ala upp börnin og eru til að mynda fljótir að stökkva til ef litlum gutta hefur orðið á þau mistök að setja skóna upp í sætið í lestinni eða þá að einhver ábyrgðarlaus foreldri hafi fengið þá slæmu hugmynd að kaupa smá nammi á fimmtudegi. Þá horfa þeir á mann, gjarnan áhyggjufullir á svip, og segja í umvöndunartón hina klassísku sænsku setningu „så får man inte göra!”


fróðleikur
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis Litlir Svíar Á veturna er hægt að skella sér á skíði – nánast inn í miðri borg Systkinin saman við vatnið Långsjön

ÚT Í HEIM OG AFTUR HEIM

Höfundur: Hulda Árnadóttir

Eitt ár líður hratt á Íslandi hjá hefðbundinni fjögurra manna fjölskyldu í nútíma samfélagi. Eitt ár líður hins vegar ennþá hraðar hjá slíkri fjölskyldu þegar foreldrarnar ákveða að setjast á skólabekk að nýju og ljúka meistaranámi við erlendan háskóla á þeim tíma.

Þegar við hjónin ákváðum fjórum árum og tveimur dætrum eftir útskrift frá Háskóla Íslands að halda utan með fjölskylduna í framhaldsnám í eitt ár þótti ýmsum við fulldjörf. Við vorum þó bæði harðákveðin í að láta slag standa og fullviss um að ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt. Þegar öllu er á botninn hvolft er ákveðinn sjarmi yfir því að vera blankur, ferðast með strætó, búa í lítilli holu og reyna að finna upp á nýjum aðferðum til að elda pasta. Eftir umtalsverða rannsóknarvinnu varð University of Bristol í Englandi fyrir valinu en þar fundum við bæði nám við okkar hæfi. Ekki hafa margir Íslendingar stundað nám við þann skóla en hann er þó vel þekktur og stendur mjög framarlega í flestum fræðigreinum. Hvorugt okkar hafði komið til Bristol áður og það eina sem við vissum um borgina var að þaðan kæmu hljómsveitirnar Massive Attack og Portishead og sjóræninginn Svartskeggur. Þá ku Cary Grant vera fæddur og uppalinn í Bristol auk þess sem grínararnir í Little Britain námu við háskólann þar. Bristol reyndist ljómandi hugguleg borg með fjölda grænna svæða og margvíslegri afþreyingu fyrir barnafólk.

Því verður ekki neitað að það er flóknara í framkvæmd að fara utan til náms með fjölskyldu heldur en þegar maður hefur bara um sjálfan sig að hugsa og margt sem þarf að huga að. Námið hjá okkur var þannig byggt upp að við þurftum ekki að sækja fyrirlestra alla daga eins og stundum er heldur voru umræðutímar í hverju fagi hálfsmánaðarlega og gríðarlegur lestur þess á milli. Með góðu skipulagi gátum við því skipt umönnun systranna og dögum á bókasafninu bróðurlega á milli okkar. Þegar námið hófst var yngri dóttir okkar ekki nema fjögurra mánaða. Við vorum svo heppinn að fá pláss fyrir hana á dagheimili tvo daga í viku. Eldri dóttir okkar var hins vegar að verða fjögurra

ára og fékk pláss í forskóla. Þær lærðu því báðar góða enska siði eins og borða bakaðar baunir með öllu tilheyrandi og kom sú eldri með afar huggulegan breskan hreim í farteskinu að árinu liðnu, enda orðin flenni fær í enskunni eftir dvölina.

Eins og að framan greinir fundum við bæði nám sem við höfðum sett stefnuna á í upphafi. Þótti okkur báðum afar mikið til prófessora okkar koma og voru miklar kröfur gerðar af þeirra hálfu. Þá var starfsfólk lagadeildarinnar afar hjálplegt og bókakostur og aðgengi að heimildum og gögnum frábært. Sökum þeirra miklu krafna sem námið gerði til okkar reyndi verulega á skipulagshæfni

10 Sæmundur fróðleikur
Við Stonehenge

okkar og aga. Voru flest öll kvöld nýtt í lærdóm eftir að systurnar voru sofnaðar og skiptum við svo sunnudögunum á milli okkar. Á laugardögum tókum við okkar hins vegar alltaf frí og nýttum þá í að njóta einhvers af því skemmtilega og áhugaverða sem Bristol hefur upp á að bjóða. Það mátti þó lítið út af bregða og ótrúlegur munur að hafa ekki hið þétta net fjölskyldu og vina í kringum sig til að létta undir. Hins vegar var þeim mun meiri tími til að einbeita sér að litlu kjarnafjölskyldunni og félagslegar skyldur fáar. Að vísu var umtalsverður gestagangur hjá okkur, enda ekki langt að fara frá Íslandi, en við gættum þess alltaf að halda okkar skipulagi og lestrardögum þó svo að gesti bæri að garði þar sem prógrammið var stíft og lítill tími til að vinna upp. Mæður okkar beggja komu svo út hvor í sínu lagi á álagstímum til að gæta systranna og hugsa um heimilið.

Af 100 nemendum alls staðar að úr heiminum sem byrjuðu í náminu á sama tíma og við var enginn með börn. Fólk varð mjög hissa þegar það heyrði að við værum bæði í þessu námi og með tvær dætur. Það varð svo enn meira undrandi þegar við sögðum því að við værum ekki með neina heimilishjálp. Sérstaklega kom sú staðreynd samnemendum okkar frá Suður­Ameríku og Asíu mjög á óvart

en þau virtust öll hafa alist upp við það að vera með a.m.k. einn og jafnvel fleiri starfsmenn á heimilinu og áttu mjög erfitt með skilja hvernig þetta væri hægt. Almennt séð virðist því vera mikill munur á viðhorfi Íslendinga og annarra Norðurlandabúa annars vegar og fólks annars staðar að úr heiminum hins vegar til þess að vera með börn í námi.

Loks verður ekki hjá því komist að segja frá því að við vorum svo heppin að kynnast strax á öðrum degi íslensku pari á sama reki og við með einn ungan svein á sama aldri og eldri dóttir okkar og annan á leiðinni. Þau höfðu þá þegar dvalið í Bristol í eitt ár þar sem fjölskyldufaðirinn hafði lokið meistaranámi og var að hefja doktorsnám. Það var alveg frábært að eignast svo góða vini til að eyða frístundum með auk þess sem þau voru okkur afar hjálpleg og alltaf innan handar með barnapössun og annað.

Mér finnst í raun ótrúlegt að þetta ár sé liðið. Það flaug svo hratt hjá að mér fannst við nýflutt inn í litlu íbúðarkytruna við Osborne Villas þegar við þurftum að pakka niður til að flytja heim á ný. Við komum hins vegar heim með frábæra reynslu í farteskinu og betur í stakk búin til að takast á við störf okkar í framtíðinni.

11
fróðleikur
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis Skemmtilegur dagur á ströndinni Systurnar á góðri stundu

Skemmtileg námsár í Kaupmannahöfn

Grein eftir Telmu Rós Sigfúsdóttur

Telma Rós Sigfúsdóttir er fædd árið 1974 í Reykjavík. Þegar hún var 1 árs fluttist hún með foreldrum sínum til Tromsø í N­Noregi þar sem þau bjuggu í 9 ár. Frá 10 ára aldri bjó Telma í Vesturbænum en 8 árum síðar flutti fjölskylda hennar aftur til Noregs. Telma varð eftir á Íslandi þar sem hún var hálfnuð með nám til stúdentsprófs við MH. Í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, Snorra Heimissyni. Eftir nám við Kennaraháskóla Íslands 1998 ákváðu Telma og Snorri að flytja erlendis til að stunda frekara nám. Kaupmannahöfn varð fyrir valinu og þar bjuggu þau í 7 ár. Telma og Snorri eiga 2 börn (fædd 1999 og 2003) sem bæði fæddust á Hvidovre Hospital í Kaupmannahöfn.

Þegar fæðingarorlofi mínu lauk hóf ég nám í bókasafns­ og upplýsingafræði við Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn. Um 150 nýnemar mættu til leiks með mér haustið 2000. Ég var eini útlendingurinn í bekknum og líka sú eina sem var gift og átti barn. Þrátt fyrir að ég var öðruvísi en hinir fannst mér alltaf gaman að vera í skólanum. Þarna voru mörg gagnleg og spennandi námskeið í boði. Ég valdi öll námskeið sem boðið var upp á varðandi tónlist og tónlistargögn. Skólinn er stærstur sinnar tegundar á Norðurlöndunum og við hann starfa margir mjög færir fræðimenn á þessu sviði. Ég lauk BA­prófi í bókasafns­ og upplýsingafræði (90 einingum) vorið 2004. Til þess að fá starfsréttindi þarf að ljúka einni önn til viðbótar

(verkefni sem kallast “Erhvervsrelateret projekt”) og þá fær viðkomandi titilinn Bókasafnsfræðingur DB. Ég valdi að ljúka þessari 7. önn og vann verkefni í samvinnu við Birkerød Bibliotek. Ritgerðin fjallar um mikilvægi tónlistar fyrir börn og inniheldur bækling með tónlistardæmum fyrir börn á aldrinum 3­7 ára. Verkefnið byggir m.a. á fjölgreindarkenningu Howard Gardner. Kenningin er notuð við val á tónlist og uppröðun (flokkun) hennar í bæklingnum. Þetta var mjög skemmtileg og lærsómsrík önn þar sem ég kynntist starfsemi almenningsbókasafns í Danmörku. Bókasafnsheimurinn þar er ótrúlega öflugur með gjaldfrjálsum almenningssöfnum sem skipa stóran sess

í lífi fólks, m.a. fyrir upplýsingaöflun, menntun og daglegt líf.

Ég vissi strax í menntaskóla að ég vildi fara erlendis í nám. Líklega var það vegna þess að ég hafði búið lengi í Noregi og einnig vegna þess að fjölskylda mín hafði flust þangað aftur. Ég fann fyrir ákveðnu rótleysi og hafði aldrei náð að skjóta rótum á Íslandi. Það kom því ekki annað til greina en að flytja utan.

Það sem helst kom mér á óvart var hvað við kynntumst mörgum Íslendingum úti sem urðu mjög góðir vinir okkar og eru enn í dag. Þegar við fluttum út áttum við vini frá Íslandi sem bjuggu

1 Sæmundur fróðleikur
Systkinin á góðum degi

í Kaupmannahöfn og við hittum oft. Fyrsta árið okkar bjuggum við á Vesterbro innan um fólk frá ólíkum heimshlutum og fannst það rosalega skemmtilegt. Síðan kom að því að við þurftum að finna okkur húsnæði á stúdentagarði. Við sóttum um íbúð á 25 stúdentagörðum og fengum síðan íbúð á stærsta garðinum Öresundskollegíinu.

Fyrst leist okkur ekki vel á að fara að búa á þessari frægu Íslendinganýlendu. En frá fyrsta degi leið okkur vel þarna og við kynntumst alveg yndislegu fólki sem við höldum miklu sambandi við. Börnin

áttu stóran þátt í því hversu mörgum við kynntumst. Það var ómetanlegt að geta fengið stuðning með börnin hvert frá öðru þar sem allir áttu það sameiginlegt að vera fjarri fjölskyldunetinu á Íslandi.

Það helsta sem stendur upp úr eftir dvöl mína í Kaupmannahöfn er hversu hlýleg borgin er og andrúmsloftið notalegt. Einnig hversu vel er stutt við bakið á fjölskyldufólki. Allt er ótrúlega fjölskylduvænt og svo margt í boði fyrir barnafólk. Félagslega kerfið er gott þar sem öll læknisþjónusta er niðurgreidd til fulls. Þessi 7 ár voru yndisleg í alla staði og það er góð tifinning að hugsa tilbaka til þeirra.

Ég mæli hiklaust með því að fara utan til náms. Það er ekki vegna þess að kennarar eða skólar séu betri annars staðar en hér á Íslandi heldur til þess að kynnast öðru umhverfi og annarri

menningu. Það eykur víðsýni og sjálfstæði að búa í öðru landi. Fyrir mitt leyti styrktist ég ótrúlega mikið af þessari dvöl. Að þurfa að standa á eigin fótum í ókunnu landi og leita svara og skýringa í erfiðum málum var ekkert nema hollt og gott fyrir mig.

Mér fannst mjög gott að vera með börn í námi í Danmörku. Ég fékk langt fæðingarorlof í bæði skiptin (17 og 12 mánuði) og var mjög ánægð með þá vöggustofu og leikskóla sem börnin mín voru í. Allir fá barnabætur óháð launum og fyrir námsmenn eru gjöld fyrir dagvistun alveg niðurgreidd. Allt eftirlit á meðgöngu var til fyrirmyndar og niðurgreidd sem og öll læknisþjónusta. Í hverju hverfi er þjónustumiðstöð fyrir foreldra í fæðingarorlofi þar sem starfræktir eru sérstakir mæðrahópar. Þar er hægt að sækja ýmsa þjónustu svo sem leikstofur, foreldranámskeið, ungbarnaeftirlit og ráðgjöf af ýmsu tagi. Það er einnig margt í boði fyrir utan þessar miðstöðvar, t.d. leikstofur, ungbarnasund og tónlistarnámskeið. Þar sem maðurinn minn var einnig í námi þegar börnin voru lítil og gat stjórnað sínum tíma sjálfur áttum við ótrúlega mikinn og dýrmætan tíma saman.

Eftir að náminu lauk þurftum við að taka stóra ákvörðun um það hvort við ætluðum að búa áfram í Danmörku eða flytja til Íslands aftur. Nú var dvöl okkar á hinum verndaða stúdentagarði

að ljúka svo það var spurning um hvar við ættum að kaupa okkur íbúð og setjast að. Við skoðuðum kosti og galla í báðum tilfellum og komumst að þeirri niðurstöðu að Ísland yrði fyrir valinu. Ástæður þess voru helst að við vildum að börnin okkar yrðu íslensk. Ég hafði alltaf fundið fyrir þessu rótleysi og við vildum flytja hingað með börnin okkar meðan þau voru enn ung til að tryggja að þau næðu að festa rótum. Við fluttum heim aftur sumarið 2005 eða rétt áður en dóttir okkar átti að hefja sína skólagöngu. Atvinnutækifærin eru án efa fleiri á Íslandi og við mátum það svo að hér yrði auðveldara fyrir okkur að fá vinnu við hæfi sem við yrðum ánægð í. Það hefur síðan gengið eftir. Ég verð nú samt að viðurkenna að það tók mig heilt ár að venjast því að vera flutt til Íslands. Þegar við bjuggum hér síðast vorum við ungir námsmenn og barnlaus. Ég hafði aldrei verið „fullorðin” á Íslandi svo það var ákveðið þrep að yfirstíga. Mér leið alls ekki illa þetta fyrsta ár en þurfti tíma til að venjast breyttum lifnaðarháttum, m.a. asanum og þessu tímaleysi fólks. Það tók mig tíma að venjast því hveru uppteknir allir eru. Stundum finnst mér við ekki hitta vini og ættingja oftar en þegar við áttum heima úti og komum hingað í frí einu sinni á ári. Eftir þetta fyrsta aðlögunarár var ég orðin mjög sátt við þessa ákvörðun okkar að setjast hér að. Við erum og verðum Íslendingar – því er ekki hægt að neita.

13
fróðleikur
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis Greinarhöfundur ásamt börnum sínum á sólríkum degi.

Alþingiskosningar vor 2007 – Hvað á ég að kjósa?

Í tilefni kosninganna 12. maí næstkomandi, fór Sæmundur á stúfana til að afla upplýsinga fyrir námsmenn erlendis. Lagðar voru nokkrar spurningar fyrir fulltrúa þeirra flokka sem að eru að bjóða fram og spurningar valdar með tilliti til hvað þeir hafa hugsað sér að gera fyrir ungt fólk og námsmenn. Svör þeirra fylgja hér á eftir og er um að gera fyrir félagsmenn SÍNE að kynna sér vel viðhorf flokkana til hinna ýmsu málaflokka.

Því miður náðist ekki að hafa samband við fulltrúa frá tveimur framboðum sem að eru að bjóða fram í fyrsta skipti en það eru flokkarnir, Íslandshreyfing (www.islandshreyfingin.is) og baráttusamtök eldri borgara en það er um að gera að kynna sér stefnumál þeirra.

Upplýsingar um utankjörstaðaratkvæðagreiðslu er að finna á heimasíðunni www.kosning.is en þar má meðal annars lesa eftirfarandi:

... Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 12. maí 2007 hefst 17. mars nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá

Evrópuráðinu og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum (frá 2. apríl). Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis..

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði

og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is. Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.”

Á síðunni er ennfremur listi yfir alla kjörstaði erlendis.

1 Sæmundur gagn & gaman
gagn & gaman

Framsóknarflokkurinn

Sæunn Stefánsdóttir skipar 2. sæti flokksins í Reykjavík suður

Hver er stefna flokksins í menntamálum almennt?

Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á gildi menntunar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Þess vegna á að tryggja að á Íslandi sé stöðugt framboð á fjölbreyttri menntun sem allir eiga jafnan aðgang að. Þættir eins og búseta eða efnahagur eiga ekki að ráða því hverjir geta sótt sér menntun. Þess vegna leggur flokkurinn áherslu á frekari uppbyggingu háskóla, og þá jafnt úti á landi sem og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er mikilvægt að alls staðar á landinu sé boðið upp á framúrskarandi grunn­ og framhaldsskólamenntun. Þá er mikilvægt að auka valkosti og geta sem víðast boðið upp á list­ og verknám, sem og bóknám. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið gegn hugmyndum um skólagjöld í opinberum skólum og mun halda áfram að gera það.

Nú eru á milli 2000­3000 Íslendingar í námi á erlendri grundu. Hvert er viðhorf flokksins til þessa?

Framsóknarflokknum finnst það jákvætt að Íslendingar ákveði að sækja nám út fyrir landsteinana. Það er markmið flokksins að byggja upp öflugt samfélag hér á landi svo að allir geti síðan snúið heim, starfað hér og nýtt þá menntun og reynslu sem þeir afla sér erlendis í þágu samfélagsins. Öll fjölbreytni er af hinu góða og þeir sem eru menntaðir erlendis geta komið með nýjar leiðir og nýja sýn á viðfangsefni og það er

jákvætt fyrir þjóðina alla. Hins vegar er líka nauðsynlegt að taka tillit til þess að ekki hafa allir tök á því að sækja menntun sína til annarra landa og því er nauðsynlegt að efla enn frekar það framhaldsnám sem er í boði hér heima.

Íslendingar sem stunda nám erlendis þurfa margir hverjir að borga há skólagjöld. LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi og upphæð námslána fyrir skólagjöldum í framhaldsháskólanám nægir oft á tíðum engan vegin fyrir skólagjöldum út allt námið. Hver er stefna flokksins varðandi þetta?

Í samræmi við það viðhorf sem lýst er hér að ofan hefur Framsóknarflokkurinn markað sér þá stefnu að LÍN fari að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis. Þetta þykir flokknum mjög eðlileg breyting og mun vinna að þessu af heilum hug. Þannig viljum við sýna í verki að við erum jákvæð gagnvart því að fólk sæki nám sitt til útlanda.

Einnig er sjálfsagt að skoða stöðu annarra sem eru í háskólanámi erlendis. Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir miklum breytingum á LÍN sem komið hafa námsmönnum til góða. Því verki er aldrei lokið og alltaf má finna eitthvað til að bæta. Framsóknarflokkurinn vill því nú sem áður eiga gott samstarf við námsmannahreyfingarnar um breytingar á reglum LÍN, námsmönnum til hagsbóta.

Hver eru helstu stefnumál flokksins önnur?

Við leggjum áherslu á það að byggja áfram á þeirri velgengni sem íslenskt samfélag hefur notið undanfarinn áratug eða svo. Þessum árangri hefur verið náð með þrotlausri vinnu við uppbyggingu atvinnulífsins um allt land og nú er svo komið að íslenskur efnahagur byggir á fleiri þáttum en fiskveiðum og ­vinnslu eingöngu, sem svo lengi var eini undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Fjármagnsmarkaðurinn, álframleiðsla, ferðaþjónustan og svo hin öflugu útrásarfyrirtæki okkar hafa blómstrað og skilað þjóðarbúinu í heild mikilli velsæld. Þessu viljum við halda áfram og nota afraksturinn til að bæta enn hið öfluga velferðarkerfi okkar og hjálpa þeim sem mest þurfa á því að halda. Stuðningur hins opinbera ætti ekki síst að ná til ungs fólks, enda er það ungt fólk sem er nýkomið úr námi, er að koma sér upp húsnæði og er oft með háar tekjur og vinnur mikið sem hvað mest leggur fram til samneyslunnar. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn m.a. breyta þriðjungi námslána í styrk að námi loknu. Efla húsnæðisbótakerfið, þ.e. hækka vaxtabætur og hækka jafnframt húsaleigubætur. Við viljum koma á gjaldfrjálsum leikskóla og lengja fæðingarorlof í 12 mánuði. Við viljum hækka skattleysismörkin upp í 100.000 kr. og afnema stimpilgjöldin. Þetta er aðeins örlítið sýnishorn af hinum metnaðarfullu málefnum sem Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna að næstu fjögur árin. Nánar er hægt að kynna sér stefnumálin á www.framsokn.is.

1 Sæmundur gagn & gaman 1

Hvað aðgreinir flokkinn frá öðrum flokkum og hvers vegna ætti ungt fólk að kjósa einmitt þennan flokk?

Hagsmunum ungs fólks er að sjálfsögðu best borgið með því að ungt fólk komist í ábyrgðarstöður. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur sýnt ungu fólki langmest traust. Undanfarin misseri höfum við átt þrjá yngstu þingmenn landsins og þessir ungu þingmenn hafa fengið mikla ábyrgð á sínar herðar. Þeir hafa verið formenn þingnefnda og einnig má geta þess að undirrituð var kosin í forystu flokksins á síðasta ári. Framsóknarflokkurinn er líka eini raunverulegi miðjuflokkurinn á Íslandi. Í stjórnmálum nú til dags er farið að bera mikið á öfgafullum málflutningi. Öfgarnar sýna sig í umræðu um útlendinga, umræðu um einkavæðingu, umræðu um utanríkismál, umræðu um

stóriðju og umræðu um jafnrétti karla og kvenna. Framsóknarflokkurinn hafnar öllum öfgum en hefur skynsemina og hófsemi að leiðarljósi í öllum málum. Framsóknarflokkurinn er líka flokkur sem stendur við orð sín og er treystandi til verka. Stefna okkar er skýr og það má treysta því að við framfylgjum henni af fullum krafti. Ungt fólk vill vitræna umræðu, raunhæfar lausnir á málunum og vill sjá verk og efndir í staðinn fyrir endalausa orðræðu. Ungt fólk ætti því auðveldlega að finna sér samleið með Framsóknarflokknum.

1
gagn & gaman
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis
www.boksala.is Alltaf vi› höndina!

Sjálfstæðisflokkurinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipar 1. sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi

Hver er stefna flokksins í menntamálum almennt?

Þekking og menntun er okkar helsta auðlind og forsenda þess samfélags sem hér hefur byggst upp. Mikilvægi menntunar mun aukast til muna á næstu árum.

Við eigum að setja markið hátt. Auðlegð og velmegun þjóða heims í framtíðinni mun ráðast af menntunarstigi þeirra og þeirri þekkingarsköpun og tækniþróun sem verður til innan landamæra þeirra.

Með Lissabon­áætluninni sem samþykkt var árið 2000 settu ríki Evrópusambandsins sér það markmið að árið 2010 verði Evrópa eitt fremsta þekkingarhagkerfi veraldar. Þannig megi tryggja aukinn hagvöxt, fjölgun atvinnutækifæra og bættar félagslegar aðstæður.

Fjórum árum eftir að Evrópusambandið setti sér þetta háleita markmið er hins vegar ljóst að það er enn langt í land með að það náist. Bilið milli Evrópu og

Bandaríkjanna annars vegar og bilið milli Evrópu og Asíuríkja virðist vera að breikka frekar en að minnka.

Þrátt fyrir að Evrópa hafi sett sér það markmið að verða fremsta þekkingarhagkerfi veraldar eru 80 milljónir íbúa með litla eða enga menntun eða starfsþjálfun umfram grunnmenntun. Þetta jafngildir öllum íbúafjölda Þýskalands. Það er talið að árið 2010 muni tæplega helmingur allra nýrra starfa sem verður til í Evrópu krefjast háskólamenntunar

og tæplega 40% að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar. Einungis tæplega 15% nýrra starfa geri einungis kröfu um grunnmenntun.

Það á ekki við um Evrópusambandið einvörðungu heldur öll vestræn iðnríki. Það er því ekki einungis forgangsverkefni Evrópusambandsins heldur allra Evrópuríkja að auka menntun og starfsþjálfun, jafnt þeirra sem búa sig undir þátttöku á vinnumarkaði sem þeirra er þegar eru starfandi. Einungis þannig mun okkur vegna vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem framundan er.

Það er sameiginlegt verkefni íslensku þjóðarinnar að tryggja að við verðum í stakk búinn til að skipa okkur í forystusveit ríkja í þekkingarsamfélagi framtíðarinnar. Við höfum á undanförnum árum stóraukið framlag okkar til menntamála á öllum sviðum og er staðan nú sú að engin önnur þjóð innan OECD ver meiri fjármunum til þessa málaflokks en Íslendingar.

Aukin framlög til menntamála á síðustu árum má ekki síst rekja til þess mikla metnaðar sem sveitarfélögin hafa sýnt við yfirtöku grunnskólans en jafnframt hins stóraukna fjölda sem nú sækir háskóla og framhaldsskóla. Við verðum hins vegar á næstu árum jafnframt að huga að innviðum menntakerfisins, það er ekki nóg að tryggja menntun sem flestra, við verðum einnig að tryggja að sú menntun sem við veitum sé sú besta sem völ er á í heiminum.

Nú eru á milli 2000­3000 Íslendingar í námi á erlendri grundu. Hvert er viðhorf flokksins til þessa?

Það hversu margir íslenskir námsmenn stunda nám við erlenda háskóla er og hefur verið einn helsti styrkur íslensks þjóðfélags. Þetta hefur til dæmis verið ein helsta forsenda þess hversu öflugt háskólakerfi okkur hefur tekist að byggja upp. En það má jafnframt nefna heilbrigðiskerfið, fjármálafyrirtækin og fleira sem dæmi um það hversu vel það hefur nýst íslensku þjóðfélagi að fá hámenntað fólk frá bestu háskólum annarra landa.

Gæfa okkar hefur verið sú gera íslenskum námsmönnum kleift að stunda nám við erlenda háskóla fyrir tilstuðlan námslánakerfisins sem og að hér sé þjóðfélag sem laðar fólk heim á ný. Þannig nýtist okkur sú þekking, sú reynsla og þau sambönd er verða til við nám erlendis.

Ég tel að það sé eitt mikilvægasta verkefni framtíðarinnar að tryggja að svo verði áfram en ánægjulegt er að þrátt fyrir mikla fjölgun háskólanema við íslenska háskóla hefur þeim ekki fækkað sem sækja í nám í öðrum löndum.

1 Sæmundur gagn & gaman 1

Íslendingar sem stunda nám erlendis þurfa margir hverjir að borgja há skólagjöld. LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi og upphæð námslána fyrir skólagjöldum í framhaldsháskólanám nægir oft á tíðum engan vegin fyrir skólagjöldum út allt námið. Hver er stefna flokksins varðandi þetta?

Það hafa miklar breytingar orðið á íslensku háskólaumhverfi síðustu ár. Nú eru veitt námslán vegna skólagjalda í grunnnámi við háskóla á Íslandi. Rétt er að til samræmis verði heimilað að lána til skólagjalda í grunnnámi við erlenda háskóla en slíkt myndi fyrst og fremst stuðla að því að auðveldara yrði fyrir nemendur að stunda grunnám við háskóla í Bandaríkjunum og Bretlandi. Slík breyting á reglum um LÍN er nú í undirbúningi í menntamálaráðuneytinu.

Hver eru helstu stefnumál flokksins önnur?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á frelsi einstaklingsins samhliða áherslu á að byggja hér upp samfélag sem tryggir öryggi og velferð allra borgara, ungra sem aldinna.

Íslendingar hafa eflst mjög í samfélagi þjóðanna á undanförnum árum. Ísland hefur færst ofar á flestum þeim mælistikum sem mæla frammistöðu þjóða heims og gildir einu hvort mældur er efnahagslegur árangur, velferð,

menntun, mannréttindi eða opinber stjórnsýsla. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sér það markmið í ríkisstjórn á undanförnum árum að Ísland yrði í fremstu röð á meðal þjóða heims og það hefur náðst. Hagvöxtur og efnahagslegar framfarir hafa verið meiri á Íslandi á þessum tíma en í flestum nágrannalanda okkar. Atvinnuástand er gott. Velmegun og velferð landsmanna hafa ennfremur tekið stakkaskiptum á Íslandi á þessum tímum. Alþjóðavæðingin mótar íslenskt samfélag og atvinnulíf í sífellt ríkari mæli. Íslensk fyrirtæki eiga ekki einungis í umsvifamiklum viðskiptum með vörur og þjónustu á erlendum mörkuðum heldur hafa fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis og vöxtur þeirra utan Íslands haft afgerandi áhrif. Ný kynslóð íslenskra athafnamanna, stjórnenda og starfsfólks íslenskra fyrirtækja hefur víkkað út starfssvið sitt til annarra markaða og hagnýtir sér það mikla starf sem unnið hefur verið til þess að skapa íslensku atvinnulífi samkeppnishæf starfsskilyrði og ungu fólki möguleika á því að láta til sín taka. Aukið frjálsræði í atvinnulífinu og einkavæðing ríkisfyrirtækja og ­banka hafa leyst úr læðingi krafta sem hafa gjörbreytt Íslandi.

Hvað aðgreinir flokkinn frá öðrum flokkum og hversvegna ætti ungt fólk að kjósa einmitt þennan flokk?

Atkvæði til Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum er ávísun á frekari framfarir í íslensku samfélagi.

Á undanförnum árum höfum við dregið úr umsvifum ríkisins í atvinnulífinu og þannig skapað einstaklingum og fyrirtækjum aðstæður til þess að spreyta sig á sama tíma og staðið er vörð um það velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á síðustu áratugum, ekki síst fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins.

Afraksturinn af þessum breytingum sést best í þeim fjölmörgu tækifærum sem ungu fólki býðst á vinnumarkaði í dag en þeim hefur fjölgað hratt á undanförnum árum.

Öflugt atvinnulíf skapar ekki einungis tækifæri, heldur líka tekjur fyrir þjóðfélagið sem við höfum nýtt til þess að efla skólana okkar, heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið og tryggja þannig jöfn tækifæri í íslensku samfélagi.

Á þessari braut viljum við Sjálfstæðismenn halda áfram.

1
gagn & gaman
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis

Frjálslyndi flokkurinn

Valdimar Leó Friðriksson skipar 2. sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi

Hver er stefna flokksins í menntamálum almennt?

Grundvallaratriði í menntastefnu Frjálslynda flokksins er óhindraður aðgangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu. Hátt menntunarstig er besta fjárfestingin til framtíðar og eflir framgang lýðræðis, frelsis og upplýstrar fordómalausrar umræðu. Menntun og rannsóknir eiga að njóta forgangs í íslensku þjóðfélagi. Við eigum að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þágu menntunar og nýta þá styrkjamöguleika sem m.a. bjóðast með samningum um Evrópska efnahagssvæðið til rannsóknarog þróunarstarfa. Lögð verði áhersla á að bæta aðgang að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu og aðgengi á fjarnámi. Kannað verði hvort æskilegt sé að breyta samsetningu náms á öllum skólastigum og námsferli verði endurskoðað frá leikskóla til háskóla með áherslu á samfellu í námi. Nauðsynlegt er að auka fjármagn í þágu menntunar og efla tengsl atvinnulífs og skóla.

Nú eru á milli 2000­3000 Íslendingar í námi á erlendri grundu. Hvert er viðhorf flokksins til þessa?

Framboð á menntun á háskólastigi hefur aukist gríðarlega síðustu árin hér á landi og ber að fagna því. Það er hinsvegar nauðsynlegt öllum þjóðfélögum að sækja menntun að hluta til annarra landa. Þegar unga fólkið sækir menntun til annarra landa snýr það heim víðsýnni, umburðarlyndari og með í farteskinu nýjustu stefnur, strauma og áherslur í hinum ýmsu fögum og vísindagreinum. Fjölbreytnin í þjóðfélaginu eykst þannig

og gerir Ísland samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi.

Íslendingar sem stunda nám erlendis þurfa margir hverjir að borga há skólagjöld. LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi og upphæð námslána fyrir skólagjöldum í framhaldsháskólanám nægir oft á tíðum engan vegin fyrir skólagjöldum út allt námið. Hver er stefna flokksins varðandi þetta?

Við teljum að öll gjaldtaka skóla eigi að vera lánshæf og að settar verði samræmdar reglur um styrki í sérhæft nám erlendis sem ekki er kennt hérlendis. Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja að námslán til stúdenta erlendis taki mið af framfærslu í hverju ríki fyrir sig og sé ekki háð gengissveiflum. Einnig teljum við að námslán eigi að fylgja launaþróun og að fella eigi ábyrgðarmannakerfið niður.

Hver eru helstu stefnumál flokksins önnur?

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á sjávarútvegsmál og vill breyta núverandi fiskstjórnunarkerfi og afnema óréttlátt kvótakerfi, þar sem örfáir útvaldir hafa sölsað undir sig auðlind allrar þjóðarinnar. Flokkurinn vill afnema leiguforréttindi kvótaeigenda og færa veiðiréttinn aftur til byggðanna; færa fólkinu í landinu fiskinn – öllum til góðs.

Innflytjendum hefur fjölgað mikið á Íslandi seinustu árin og erlendir ríkisborgarar eru nú 9% vinnuafls á Íslandi. Frjálslyndi flokkurinn vill stjórna

innstreymi erlendra ríkisborgara til landsins og koma þannig í veg fyrir undirboð á vinnumarkaði. Flokkurinn vill einbeita sér að því að taka sómasamlega á móti því fólki sem hingað kemur; kenna því íslensku og sjá til þess að allir aðlagist íslensku samfélagi á sem auðveldasta hátt.

Frjálslyndi flokkurinn vill einnig afnema verðtryggingu á lánsfé, hækka skattleysismörkin strax í 112.000 krónur og festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000kr í tekjur á ári án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin. Aukin og bætt samskipti ríkisvaldsins við minnihlutahópa í þjóðfélaginu. Fullt jafnrétti strax.

Hvað aðgreinir flokkinn frá öðrum flokkum og hversvegna ætti ungt fólk að kjósa einmitt þennan flokk?

Frjálslyndi flokkurinn er agressívari en aðrir flokkar og þorir að leggja sín stefnumál fram og berjast fyrir þeim. Við viljum fordómalausar umræður um málefni innflytjenda í þeim tilgangi að þeir aðlagist betur íslensku samfélagi og koma þannig í veg fyrir vandamál í framtíðinni sem þekkjast víða í Evrópu. Við viljum afnema verðtryggingu af lánum og losa þjóðina undan vaxtaokri sem viðgengst í skjóli núverandi ríkisstjórnar. Við viljum afnema ráðherraræðið sem er algjört á alþingi í dag. Við erum eini flokkurinn sem berst gegn kvótakerfinu í fiskveiðum, kerfi sem færir fáum auð í formi leigutekna í stað þess að samfélagið hafi aðgang að þeim auð og geti nýtt í þágu þjóðarinnar t.d. í menntakerfið.

0 Sæmundur gagn & gaman

Mitt svæði“ hjá LÍN

llir vita hvað það er gott að geta nálgast upplýsingar fljótt og örugglega og á það ekki síst við um upplýsingar um fjármálin. Á heimasíðu LÍN hafa verið unnar miklar endurbætur á undanförnum misserum og hvet ég alla til að kynna sér vefinn, www.lin.is.um greiðsludreifingu, kortaafborgun og frestun á afborgunum. Námsmenn og greiðendur lána geta því haft góða yfirsýn yfir sín mál hjá Lánasjóðnum.

Mitt svæði er einkasvæði lánþega hjá LÍN þar sem þeir geta nálgast allar helstu upplýsingar um sín mál. Meðal annars geta námsmenn náð í umsóknir um lán og fá einstaklingar skilaboð á Mitt svæði frá Lánasjóðnum ef sjóðnum hefur t.d. ekki borist endanleg tekjuáætlun, skuldabréf, viðbótarábyrgð eða ábyrgðaryfirlýsing banka.

Lánþegar geta séð stöðu sinna lána, greiðslusögu, eftirstöðvar og einnig kemur fram ef um vanskil er að ræða. Í gegnum Mitt svæði er hægt að sækja

Sú nýjung hefur einnig orðið að ábyrgðarmenn lána geta farið inn á sitt eigið Mitt svæði og nálgast upplýsingar um þau lán sem viðkomandi hefur gengist í ábyrgð fyrir.

Hægt er að fara inn á Mitt svæði út frá heimsíðu Lánasjóðsins og í gegnum heimabanka á netinu.

Hvet ég því alla til að fylgjast vel með lánamálunum

á Mitt svæði hjá LÍN og minni að lokum á svæðið Sent og svarað á heimasíðu LÍN en þar eru svör við algengustu spurningum námsmanna.

1
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis erlendis
Samband íslenskra námsmanna
A
Bestu kveðjur, Benedikta

Samfylkingin

Hver er stefna flokksins í menntamálum almennt?

Við viljum auka verulega fjárfestingar í menntakerfinu. Öllum skólastigum.

T.d. með því að námsbækur í framhaldsskólum verði ókeypis fyrir nemendur og að 30% námslána breytist í styrk að námi loknu.

Núverandi ríkisstjórn hefur setið við völd lengur en hún hefur í rauninni haft þrek til, Framtíðin byggist á menntun, menntun og meiri menntun.

Menntun er forsenda þess að Íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum til framtíðar, menntun er forsenda velferðar hvers og eins og menntun er forsenda hagvaxtar og lífsgæða í nútímasamfélagi.

Þess vegna setur Samfylkingin menntun í forgang, þess vegna vill Samfylkingin hefja menntasókn á Íslandi. Í menntasókn Samfylkingarinnar felst að fjárfestingar í menntakerfinu verði auknar verulega á kjörtímabili umfram það sem ríkisstjórnin áætlar.

Þetta fjárfestingarátak Samfylkingarinnar mun ekki aðeins auka möguleika á lífsgæðum hvers og eins heldur leiða fjárhagslega til hækkunar á landsframleiðslu á mann um 3–6% þegar áhrifin verða komin fram að fullu. Menntasókn Samfylkingarinnar er ekki eyðsluverkefni heldur fjárfestingarverkefni, í raun besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér. Þetta er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka, bæði til einstaklinganna og til samfélagsins alls. Nú er það ekki svo að þetta séu einhver

nýuppgötvuð sannindi. Ríkisstjórnin á að vita þetta eins og flestir aðrir. En hvað gerir ríkisstjórnin og hvernig bregst hún við?

Ísland er einungis í 14. sæti á meðal OECD­þjóðanna ef opinber útgjöld til menntamála eru skoðuð með tilliti til aldursdreifingar þjóðarinnar. Fjöldatakmarkanir eru notaðar í háskólum ríkisins til að koma í veg fyrir útgjaldaaukningu til menntamála. Brottfall úr framhaldsskólum landsins er hærra en þekkist annars staðar og starfsnámið er hornreka í menntakerfinu. Við erum hæstir í brottfalli, lágir í framlögum.

Þessar staðreyndir segja allt sem segja þarf. Ungmennum er gert erfiðara, en ekki auðveldara, að sækja sér nauðsynlega þekkingu og menntun. Metnaðarleysið drýpur af hverju strái í skólapólitík stjórnarflokkanna. Þetta er ekki fjárfesting, þetta er sóun, gegndarlaus sóun sem mun reynast okkur dýrkeypt þegar fram líða stundir. Og gleymum því ekki, ágætu landsmenn, að stjórnmálaflokkar eru þrátt fyrir allt ekki allir eins. Sumir þeirra eru raunar orðnir mjög líkir hverjir öðrum á meðan aðrir standa fyrir ákveðna og skýra pólitík. Samfylkingin stendur fyrir framtíðarsýn um velferð, jöfn tækifæri og lífsgæði handa öllum. Samfylkingin stendur fyrir betri menntun, betri menntun og aftur betri menntun. Þannig bætum við lífskjör allra.

Nú eru á milli 2000­3000 Íslendingar í námi á erlendri grundu. Hvert er

viðhorf flokksins til þessa?

Það er afar jákvætt að fjöldi Íslendinga sækji sér menntun erlendis. Við viljum að skólagjöld við slíkt nám verði lánshæf og að 30% námslána breytist í styrk að námi loknu.

Íslendingar sem stunda nám erlendis þurfa margir hverjir að borgja há skólagjöld. LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi og upphæð námslána fyrir skólagjöldum í framhaldsháskólanám nægir oft á tíðum engan vegin fyrir skólagjöldum út allt námið. Hver er stefna flokksins varðandi þetta?

Að þau verði lánshæf, afdráttarlaust. Okkur er mikill hagur í því að við getum stundað nám erlendis. Því þurfa gjöldin að verða lánshæf.

Hver eru helstu stefnumál flokksins önnur?

Þau snerta sérstaklega velferð og agaða efnahagsstjórn. Við viljum bæta hag barna almennt og eyða biðlistum eftir hjúkrunarrýmum.

Þegar við vorum að vinna og útfæra barnastefnu Samfylkingarinnar, Unga Ísland, á dögunum rann upp fyrir mér hvað það er undarlega lítið fjallað um stjórnmál út frá hagsmunum barna. Hvort sem það er skólinn, skattar eða heilbrigðismál. Staðreyndin er nefnilega sú að heilbrigði hvers samfélags má greina á tvennu; hvernig er komið fram við börnin annarsvegar og gamla fólkið hinsvegar.

 Sæmundur gagn & gaman
Björgvin G. Sigurðarson skipar 1. sæti flokksins í Suðurkjördæmi

Því er vitnisburðurinn vondur fyrir okkar þjóðfélag og þróun þess síðasta áratuginn. Auðurinn í samfélaginu hefur vaxið mikið. EES og þjóðarsáttin í lok níunda áratugarins gerðu það að verkum.

Ábatanum af því fyrir venjulegt fólk var glutrað niður með sífelldum hagstjórnarmistökum hægristjórnarinnar. Og fátæktin hefur vaxið verulega.

Með Unga Íslandi setur Samfylkingin fram ítarlega aðgerðaráætlun í málefnum barna. Þetta er yfirgripsmikil stefna sem tekur til margra þátta. Er í níu köflum og 60 liðum.

Mörgum íslenskum börnum líður illa. Fimm þúsund búa við fátækt og yfir tíu% þjást af leshömlun (lesblindu) sem oft er greind of seint og vitlaust meðhöndluð. Það alvarlega við stöðuna er að með vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu þá bera börnin það utan á sér hver efnin eru heima.

Það sést á tönnunum, fötunum, líkamlegu atgervi, fíkniefnaneyslu, rými til tómstundaiðkana og mörgu fleiru. Þetta er sá vondi vitnisburður sem við sjáum núna um raunverulega velferð í samfélaginu. Þúsundir barna eru út undan og ekki þátttakendur í samfélaginu nema utan garðs. Utan frá. Þessu verðum við gagngert að breyta með pólitísku átaki. Aðgerðaáætlun á borð við þá sem við í Samfylkingunni kynntum á dögunum.

Kjarninn í Unga Íslandi er að bæta umhverfi barna á öllum sviðum. Hækka skattleysismörkin í áföngum og barnabæturnar, ókeypis skólamáltíðir, ókeypis námsefni í framhaldsskólum,

aðgangur að gjaldfrjálsu tómstundastarfi, niðugreiðslu á kostnaði við heilbrigðisþjónustu barna fátækra foreldra, auka kostnaðarþáttöku ríkisins í tannlækningum barna og gera ungum foreldrum kleift að ljúka námi með sérstökum námsstyrkjum.

Þá leggjum við til að samræmd lokapróf í grunnskólum verði lögð af og sérstaklega verði farið í að rannsaka umfang lesblindu á meðal barna og aðgerðir til að bregðast við. Börnin eiga að vinna saman í skólanum.

Ekki að keppa upp á líf og dauða í samræmdu páfagaukamati. Samræmdu prófin flokka og raða. Búa til tapara og sigurvegara. Í grunnskólanum.

Hættum þessari vitleysu og leggjum prófin af. Það er mín skoðun og Samfylkingar og um það flutti ég frumvarp í vetur.

Við þurfum að gera mikið átak í fangelsis­ og fíkniefnamálum. Nýja stefnu þar sem betrunar­ og aðgerðir gegn vímuefnaneyslu eru stokkuð upp á nýtt í grundvallaratriðum.

Hvað aðgreinir flokkinn frá öðrum flokkum og hversvegna ætti ungt fólk að kjósa einmitt þennan flokk?

Við erum hófsamur jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að endurreisa velferðarkerfi okkar að norrænni fyrirmynd. Um leið erum við frjálslyndur flokkur sem grundvallast á jöfnuði og frelsi einstaklinga til orðs og athafna.

3
gagn & gaman
SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis

Vinstrihreyfingin– grænt framboð

Kolbrún Halldórsdóttir skipar 1. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður

Hver er stefna flokksins í menntamálum almennt?

Menntun er forsenda framfara og nýsköpunar. Framtíð Íslendinga í sátt við umhverfið byggir á þekkingarauði þjóðarinnar. Þann auð ber að ávaxta með öflugu menntakerfi fyrir alla á öllum skólastigum. Skólakerfið á að vera sameign okkar allra – þar á ekki að innheimta gjöld og það á ekki að vera í einkaeign heldur að vera rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Við viljum skóla án aðgreiningar og viljum að tryggt sé að allir nemendur eigi jafnan rétt og jafna möguleika á að stunda nám þar sem hæfileikar þeirra njóta sín best. Skólar þurfa að geta mætt þörfum hvers og eins og aflað þekkingar og kunnáttu á ólíkum sviðum. Slíkt verður einungis kleift með öflugu opinberu skólakerfi frá leikskóla og upp í háskóla.

Nú eru á milli 2000­3000 Íslendingar í námi á erlendri grundu. Hvert er viðhorf flokksins til þessa?

Íslendingar hafa gegnum tíðina sótt sér menntun út fyrir landssteinana. Slíkt víkkar sjóndeildarhringinn og auðgar íslenskt atvinnulíf og menntakerfi, að því gefnu að fólk skili sér aftur heim að loknu námi. Til að tryggja að svo verði þarf að skapa aðstæður fyrir sem fjölbreyttast atvinnulíf. Við vinstrigræn erum meðvituð um ábyrgð stjórnmálanna í þeim efnum. Þess vegna höfum við sett fram hugmyndir um sjálfbæra atvinnustefnu, sem gefur tækifæri til fjölbreyttrar atvinnusköpunar

í sátt við umhverfi og samfélag. Að öðru leyti teljum við skyldu stjórnmálamanna gagnvart námsmönnum erlendis vera þá að tryggja að nám í útlöndum sé raunhæfur kostur óháð efnahag hvers og eins.

Íslendingar sem stunda nám erlendis þurfa margir hverjir að borgja há skólagjöld. LÍN veitir ekki námslán fyrir skólagjöldum í grunnháskólanámi og upphæð námslána fyrir skólagjöldum í framhaldsháskólanám nægir oft á tíðum engan vegin fyrir skólagjöldum út allt námið. Hver er stefna flokksins varðandi þetta?

Við viljum að fólk eigi val og það sé raunhæfur möguleiki að fólk geti stundað nám þar sem það kýs. En á sama tíma þarf að hlúa að grunnnámi við íslenska háskóla og tryggja að það sé samkeppnisfært við það sem best gerist í útlöndum. Við erum talsmenn þess að tækifærum til framhaldsnáms á Íslandi fjölgi frá því sem nú er, en forsenda þess er að öflugt grunnnám sé til staðar í sem flestum greinum. Hér þarf því að feta einstigi, sem heldur opnum dyrum fyrir sem flesta til að stunda nám erlendis án þess að réttur þeirra sem stunda námið hér sé skertur. Þegar kemur að því að forgangsraða fjármunum þá höfum við viljað standa vel við bakið á íslenskum háskólum.

Hver eru helstu stefnumál flokksins önnur?

Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð er flokkur róttækra þjóðfélagsumbóta. Við viljum forgangsraða í þágu náttúruverndar, réttlátara samfélags og kvenfrelsis. Við höfnum stóriðjustefnu stjórnvalda, enda teljum við hana fara á svig við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Við viljum byggja upp kraftmikið atvinnulíf, sem hentar ólíkum samfélögum vítt og breitt um landið. Þá viljum við tryggja aðgengi allra að samfélaginu, hvar sem þeir búa, hver sem efnahagur þeirra er og hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir. Í okkar huga er aðgengi að samfélaginu forsenda þátttöku og virk þátttaka lykillinn að lýðræði. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamisrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í samfélaginu.

VG hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Lífskjör og velferð núlifandi kynslóða mega ekki byggja á því að náttúrugæðum sé spillt og gengið á rétt þeirra sem á eftir koma. Á sama hátt felst það í heilsteyptri umhverfisverndarstefnu að skammtímahagsmunir, neysluhyggja og gróðafíkn víki fyrir verndun umhverfis og varðveislu náttúrugæða.

 Sæmundur gagn & gaman

Hvað aðgreinir flokkinn frá öðrum flokkum og hversvegna ætti ungt fólk að kjósa einmitt þennan flokk?

Trúverðug umhverfis­ og náttúruverndarstefna er það sem skilur okkur frá hinum flokkunum. Stefna okkar grundvallast á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sem byggir á samþættingu þriggja meginstoða við allar ákvarðanir stjórnvalda. Skoða þarf áhrif ákvarðananna á samfélagið, efnahaginn og umhverfið. Niðurstaðan markast svo af því að enginn einn þáttur má yfirskyggja annan. Þessi nálgun er í samræmi við samninga Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í samræmi við Ríó­yfirlýsinguna og Jóhannesarborgar­yfirlýsinguna. Hún byggir á því að maðurinn sé hluti af náttúrunni en ekki herra hennar. Okkar verkefni í pólitík er að skapa samfélag réttlætis og jafnaðar í góðri sátt við lífríkið allt og móður jörð.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

Styrkir ætlaðir íslenskum meistaraprófsog doktorsnemum og vísindafólki

Á heimasíðu RANNÍS (www.rannis.is) er hægt að finna helstu upplýsingar um styrki úr þeim sjóðum sem eru í umsjá RANNÍS ásamt upplýsingum um ýmsa sjóði sem opnir eru íslenskum framhaldsnemum og fólki sem stundar rannsóknir hér heima og erlendis. Á heimasíð unni er nú hægt að finna skráningasíðu fyrir þá sem áhuga hafa á að fá sendar upplýsingar með tölvupósti um margvíslega styrkjamöguleika til framhaldsmenntunar og rannsóknarvinnu. Með því að skrá grunnupplýsingar inn í gagnagrunninn okkar er tryggt að áhugasamir fái nýjustu upplýsingar um styrki og umsóknarfresti um leið og þær berast RANNÍS.

Hefur þú lokið doktorsnámi?

RANNÍS birtir reglulega upplýsingar um fjölda íslenskra doktora heima og erlendis auk ýmissar tölfræði tengda doktorum. Þessar upplýsingar eru mikilvægar fyrir mótun stefnu í málefnum vísinda, rannsókna og háskóla á Íslandi. Ef þú ert doktor hvetjum við þig til að láta RANNÍS vita af þér með því að senda upplýsingar um námsgrein, útskriftarár, skóla, og námsland til Ásdísar Jónsdóttur, greiningarsviði RANNÍS: asdis@rannis.is.

gagn & gaman
GARðABæR

Sumaruppskriftir frá

Miðjarðarhafinu

Nú þegar sumarið er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að birta góðar uppskriftir að einföldum og ódýrum réttum fyrir námsmenn sem gott er að gæða sér á í sól og sumaryl. Verði ykkur að góðu!

Uppskriftirnar eru allar fyrir 4.

Tómat salat

4 tómatar

Feta ostur e smekk

1 poki ferskt spínat

1 rauðlaukur Ólífur e smekk Rautt balsamico

Spínatinu er raðað á matardisk eða fat. Tómatarnir og rauðlaukurinn eru skorið í sneiðar og lagt á diskinn yfir spínatið, feta osturinn og ólífunum er dreift yfir og að lokum er smá slatta af balsamico olíunn hellt yfir.

Grískar kjötbollur

með Tzatziki

500 gr lambahakk (má líka nota nautaeða svínahakk)

1 laukur

2 pressaðir hvítlaukar

2 egg

1 dl rasp

1 dl mjólk

1 mtsk rósmarín

Blandið öllu innihaldinu saman í skál. Látið það hvíla í 1­2 klst., þar til það er orðið þéttara í sér. Búið til litlar kjötbollur og leggið á smurða bökunarplötu. Bakið kjötbollurnar í ofninum við 200 gráður í 20 – 25 mínútur. Snúið þeim við einu sinni á eldunartímanum.

Tzatziki

1 agúrka

1 dós grísk jógúrt eða hrein jógúrt

2 hvítlaukar Ólífuolía eftir smekk Sítrónusafi eftir smekk Mynta eftir smekk Salt og pipar

Skerið agúrkuna þvert og hreinsið kjarnann úr henni. Skerið agúrkuna smátt í matvinnsluvél eða með rifjárni. Blandið jógúrtinni með pressuðum hvítlauk, smá ólífuolíu, smá sítrónusaft, salt og pipar. Hrærið hakkaðri myntu út í. Hrærið agúrkuskífunum út í og látið standa í 2 tíma. Borðið með kjötbollunum.

Plómuterta

Deig:

125 gr kalt smjör í teningum

165 gr hveiti

50 gr sykur

1 egg

Fylling:

½ kg plómur

150 g hrásykur

Setjið allt efnið í deigið í matvinnsluvél og hnoðið saman þar til deigið verður þétt. Eða hnoðið deigið í höndunum. Rúllið deiginu út á hveitibornu borði og leggið í smurt eldfast mót. Stingið í botninn með gaffli, setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp í a.m.k eina klst. Skerið plómurnar í báta og fjarlægið steina og dreifið þeim á tertubotninn. Hellið sykrinum yfir. Bakið tertuna við 190 gráður í c.a. 30 mínútur. Leyfið að kólna og berið fram með rjóma eða sýrðum rjóma.

 Sæmundur fróðleikur

SÍNE starfsárið 2006 - 2007

Erla Þuríður Pétursdóttir, formaður: Lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1999. Héraðsdómslögmaður 2003. LL.M. frá University of Miami 2005. Stjórnarmaður frá 2005.

Nathalía D. Halldórsdóttir, varaformaður: Lauk BA gráðu í rússnesku og bókmenntafræði frá HÍ auk þess sem hún stundaði MSc. nám í viðskiptafræði við sama skóla. Nathalía stundaði nám í St.Pétursborg og Kaupmannahöfn sem hluta af sínum námsgráðum. Hún mun ljúka 8. stigi í söng frá Nýja Tónlistarskólanum vorið 2006.

Nathalía hefur starfað sem túlkur og þýðandi auk þess sem hún starfaði sem ráðgjafi hjá IMG­Mannafli um nokkura ára skeið.

Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri: Hóf nám við Tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands vorið 1997 og lauk BSc prófi í Tölvunarfræði 2001. Fór út til Danmerkur í framhaldsnám haustið 2003 og lauk mastersprófi í Hugbúnaðarverkfræði sumarið 2005. Stjórnarmaður frá 2005.

Unnur María Þorvaldsdóttir, ritari: Var í námi í Svíþjóð og útskrifaðist með MBA 2005. Var eitt ár í skiptinámi við Michigan State University í Bandaríkjunum. Hefur sitið í stjórn SÍNE síðan 2006.

Benedikta S. Hafliðadóttir, stjórnarmaður í LÍN: Er í doktorsnámi í líffræði við Háskóla Íslands. Fyrri hluta námsins, eða í tvö ár, var hún við Harvard Medical School í Boston sem „Visiting Fellow“. Hún kom heim í febrúar 2004 og byrjaði í stjórn SÍNE haustið 2004.


SÍNE - Samband íslenskra námsmanna erlendis íslenskra námsmanna erlendis
Samband Stjórn

N†TT!

Fyrstu 5 árin borgar flú BARA vextina af Íbú›aláni Kaupflings

Hvort sem flú hyggst fara beint út á vinnumarka›inn eftir útskrift, halda áfram a› mennta flig e›a sko›a heiminn, a›sto›ar Kaupfling flig vi› a› láta draumana ver›a a› veruleika.

Eftirfarandi er me›al fless sem bankinn getur bo›i› flér upp á flegar flú útskrifast úr háskólanámi e›a sambærilegu námi:

• 80% lán til íbú›akaupa – fyrstu 5 árin borgar flú bara vextina*

• 20% Vi›bótarlán til íbú›akaupa

• Námslokalán – allt a› 3 milljónir**

• Fjármálará›gjöf

• Gullkreditkort

• Persónulegur fljónustufulltrúi

• Tryggingar

• Lífeyrissparna›ur

Námslokatilbo› Kaupflings gildir í eitt ár frá útskrift. Kynntu flér nánar á kaupthing.is e›a í síma 444 7000.

Kaupfling vex me› flér

*Fyrstu fimm árin eru einungis greiddir vextir af 80% íbú›aláninu, en eftir flann tíma er einnig greitt af höfu›stól. Gildir einungis fyrir útskriftarnema úr háskóla e›a sambærilegu námi. **
A› flví gefnu a› umsækjandi standist mat bankans.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.