Sæmundur 2005

Page 1

1.
SÆMUNDUR
tbl. 24. árg. maí 2005
Samband Íslenskra Námsmanna Erlendis

Efnisyfirlit: Frá ritstjóra

Í nýjustu bók sinni, Winning, segir hinn slungni fyrrverandi forstjóri General Electric, Jack Welch, frá því að öll séum við að leita eftir því markmiði að sigra. Það er sama á hvaða sviði það er - í vinnu, námi eða innan heimilis. Lífið snýst um að sýna árangur og standa sig vel í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Í þessu felst að hver og einn getur kosið að vera í stöðugri samkeppni við sjálfan sig eða aðra, og miðað þannig allar gjörðir sínar við að gera betur en síðast. Bæta alltaf einni rós í hnappagatið í hvert sinn. Í þessu felst nokkur sannleikur hjá Jack, enda talinn vís maður. Þetta er sjálfsagt sú hugsun sem flestir námsmenn leggja upp með um þessar mundir, þegar próflestur og verkefnaskil eru annars vegar. Öll ætlum við að standa okkur, bæta árangurinn eða bara að útskrifast með þá gráðu sem stefnt var að í upphafi.

Hagsmunasamtök, eins og SÍNE, vinna eftir svipuðum markmiðum. Tilgangur með rekstri félagsins er að vinna sífellt að bættum kjörum námsmanna erlendis og reyna að vinna að þeim málum sem hvað mikilvægust eru félagsmönnum á hverjum tíma. Í gegn um tíðina hefur SÍNE komið mörgum baráttumálum sínum í gegn og það nýjasta er afnám gengisáhættu þeirra námsmanna erlendis, sem taka lán hjá LÍN.

Það er ánægjulegt að geta flutt félagsmönnum SÍNE þau tíðindi í Sæmundi að þessu sinni að námsmenn erlendis eigi þess loksins kost að fá yfirdráttarheimild í erlendri mynt. Þetta hefur verið baráttumál SÍNE í langan tíma og nú hefur Sparisjóður Vélstjóra, SPV, tekið af skarið í málinu og brugðist við kalli SÍNE, fyrstur banka og sparisjóða. Ég vona svo sannarlega að námsmenn erlendis nýti sér þessa nýju þjónustu og lágmarki þannig gengisáhættu sína eins og kostur er. Ákveðinn sigur þar í höfn !

Ég óska ykkur öllum góðs gengis í prófum, gleðilegs sumars og þakka ykkur samfylgdina þau fimm ár, sem ég hef ritstýrt Sæmundi. Þetta verður mitt síðasta blað þar sem ég hætti störfum hjá félaginu um mitt sumar. Njótið blaðsins.

Með kærri kveðju, Heiður Reynisdóttir ritstjóri

SÍNE

Pósthússtræti 3-5

101 Reykjavík

Sími: 552-5315 · Fax: 552-5370

Netfang: sine@sine.is

Veffang: www.sine.is

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 - 12.

Stjórn SÍNE veturinn 2004 - 2005:

Formaður:

Gróa Másdóttir (Noregi)

Varaformaður:

Benedikta S. Hafliðadóttir (USA)

Gjaldkeri: Guðmundur Thorlacius (Þýskaland)

Ritari: Hrafn Sveinbjarnarson (Danmörk)

Stjórnarmaður í LÍN: Brynhildur Ingvarsdóttir (USA)

Vafamálafulltrúi LÍN: Heiður Reynisdóttir

Meðstjórnendur: Daði Rafnsson (USA)

Aldís Björgvinsdóttir (USA)

Framkvæmdastjóri:

Heiður Reynisdóttir

Sæmundur, ritstjóri: Heiður Reynisdóttir

Ábyrgðarmaður:

Guðmundur Thorlacius

Forsíða: Kristín Pétursdóttir

Umbrot:

Áslaug J. - aslaug@fjoltengi.is

Prentun: Litróf

2
Frá ritstjóra Heiður Reynisdóttir 2 Ávarp formanns Gróa Másdóttir 4 Forsíðumyndin 5 Bréf frá framkvæmdastjóra 6 Þankar um námslán og námsstyrki 8 Íslenskuskólinn 10 Helstu áherslur SÍNE - við endurskoðun úthlutunarreglna LÍN 12 Einhyrningshorn menningarþjóðar og yfirdráttur blekkingarþjóðfélags - Hrafn Sveinbjarnarson 14 Maður tapar aldrei á því að skoða heiminn - Sighvatur Jónsson 18 Yfirdráttarlán SPV í erlendri mynt 22 There comes the Icelandic contractor - Gunnar Ingi Birgisson 24 Að eignast barn á Norðurlöndum 28 Vantar þig vinnuaðstöðu í Reykjavík í sumar - örfá sæti laus í ReykjavíkurAkademíunni 24 Skrifstofa
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

2 mi›ar ver›a dregnir út í Lukkustund

Námsmannalínunnar á

alla föstudaga

frá 6. maí til 3. júní.

Námsmannalína KB banka b‡›ur á U2 tónleika!

Félagar í Námsmannalínu KB banka sem nota korti› sitt reglulega geta átt von á a› hreppa 2 mi›a á U2-tónleika

í London í júní ásamt flugi og gistingu.

Ef flú ert ekki nú flegar í Námsmannalínu KB banka, skrá›u flig flá strax á namsmannalinan.is e›a í næsta útibúi KB banka, og nota›u korti› flitt. fiú gætir veri› á lei›inni á stærstu tónleika í heimi!

ÁVARP FORMANNS SÍNE

Gróa Másdóttir

Kæru félagsmenn

Þegar vorblað Sæmundar kemur út er fólk farið að hlakka til sumarsins og alls sem því fylgir. Nú, þegar þetta er skrifað, er ekki sérlega vorlegt úti en engu að síður er maður orðinn óþreyjufullur eftir hlýju sumarveðri, léttum fötum, gróðri o.s.frv. Það þýðir því ekkert að vera súr yfir kuldakastinu, heldur eigum við að brosa og hugsa hlýlega til þess sem koma skal.

Eitt af vorverkum SÍNE, að þessu sinni, var að halda hádegisfund um fjármögnun náms og stefnu Lánasjóðsins í þeim málum. Fundurinn var haldinn í hinu glæsilega Þjóðminjasafni okkar 3. mars sl. Hann var ágætlega sóttur og það sköpuðust skemmtilegar umræður eftir afar áhugaverða fyrirlestra. Það sem vantaði þó, var að fá skýra stefnu LÍN í þessum málaflokki.

Enn og aftur eru það lánasjóðsmálin sem hafa verið í aðalhlutverki hjá stjórn SÍNE í vetur. Fulltrúar

SÍNE í stjórn LÍN vinna ötullega að því að ná fram markmiðum félagsins í úthlutunarregluvinnu LÍN sem og öðru sem tengist félagsmönnum. Ég vil því eindregið hvetja ykkur til að hafa samband ef ykkur finnst lánasjóðurinn vera brjóta á rétti ykkar. Einnig ef það eru einhverjir aðrir hagsmunir í húfi hjá ykkur.

Með þessu stutta ávarpi vil ég kynna mig sem nýjan formann SÍNE og óska ykkur um leið góðs gengis í ykkar námi. Þessi tími sem þið búið í öðru landi, lærið annað tungumál, kynnist menningu annarrar þjóðar og fólki er dýrmætur og þið munuð lengi búa að þeirri reynslu sem þið náið ykkur í á erlendri grundu.

Með góðri kveðju,

forsíðumyndin

Er eftir Kristínu Pétursdóttur.

Ég er afar þrjósk, mjög stundvís, metnaðargjörn, dugleg, nemandi í LHÍ (grafísk hönnun), ljóshærð, klaufsk, barngóð, heiti Kristín, 24 ára, allt of oft feimin, með brún augu, hjálpsöm, viðkvæm, hugmyndarík, yfirleitt hress, litrík (líka þegar ég klæði mig), oft stressuð, hugsandi, ekki með bílpróf, félagslynd, morgunhress, með ákveðnar skoðanir...

Mér finnst skemmtilegt í skólanum, að taka myndir (sérstaklega af fólki), fara í sund, vera úti í náttúrunni, skrifa ljóð, hjóla, hlæja, synda með froskalappir, fara í bíó, að ferðast, að umgangast börn, að skreppa heim, að vera í pilsi, að fylgast með mannlífinu í kringum mig, að fara á kaffihús, að rölta Laugaveginn...

Mér finnst ekkert spes þegar það rignir (ok ég hata rigningu!), að vera einmana, að fara í verslunarmiðstöðvar, að tala í síma...

Ég elska vini mína og fjölskyldu, sólina, snjóinn, that 70´s show, tónlist, að borða góðan mat, Sigur Rós, tölvuna mína, að dansa (sérstaklega við gus gus og Trabant), og að fara á tónleika er best í heimi...

Gróa Másdóttir, formaður SÍNE

4
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

BRÉF FRÁ

framkvæmdastjóra

Kæru félagsmenn,

Um það leyti sem blaðið fer í prentun er verið að vinna í endurskoðun á úthlutunarreglum LÍN fyrir næsta námsár. Það er árviss viðburður og ávallt eru bundnar nokkrar vonir við bætt kjör námsmanna erlendis í þeirri vinnu. Undanfarið höfum við hlotið minna en gert var ráð fyrir. Það er því von mín að nú sé okkar tími kominn. Félagsmönnum verður tilkynnt um það í tölvupósti og á heimasíðu félagsins um leið og nýjar reglur liggja fyrir. Í blaðinu er að finna útlistun á helstu áhersluatriðum SÍNE við vinnuna í ár og hafa félagsmenn verið duglegir að benda á það sem betur má fara í regluverki sjóðsins.

Afnám gengisáhættu Sparisjóður Vélstjóra hefur svarað kalli SÍNE fyrstur banka og sparisjóða með því að bjóða námsmönnum erlendis upp á yfirdráttarheimild í erlendri mynt og lágmarka þannig gengisáhættu þeirra. SPV kynnti þessa nýjung á vefsíðu sinni fyrr í mánuðinum. Hér er um að ræða mikið framfaraskref og ætti að koma í veg fyrir stórfellt gengistap félagsmanna í framtíðinni.

Fyrr á þessu ári sendi SÍNE erindi til allra banka og sparisjóða þar sem félagið óskaði eftir yfirdráttarheimild í erlendri mynt fyrir félagsmenn sína, með það að markmiði að draga úr gengisáhættu. Lausn vandans felst í því að námsmenn geta nú endurgreitt yfirdráttarskuld sína við bankann að fullu með námslánum frá LÍN þrátt fyrir að gengi krónu breytist á námsárinu. Sú hefur ekki verið raunin hingað til.

Lán SPV er greitt inná reikning námsmannsins erlendis, en það fyrirkomulag hefur einnig í för með sér lægri símgreiðslukostnað fyrir námsmanninn. Aðeins eru reiknaðir vextir af þeirri upphæð sem lántakandi nýtir sér, en auk þess eru vextir yfirdráttarlánsins mun lægri en á yfirdráttarheimild í íslenskum krónum. Hægt er að greiða inná yfirdráttinn hvenær sem er og verði tafir á náminu býður SPV sveigjanleika varðandi afborganir.

Þessi þjónusta er í boði fyrir alla námsmenn án þess að gera kröfu um að þeir námsmenn sem ekki eru í viðskiptum við SPV færi viðskipti sín þangað.

Það eina sem námsmaður erlendis þarf að gera er

að sækja um yfirdráttarheimild og Heimabanka SPV. Hann þarf ekki að færa önnur viðskipti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SÍNE www.sine.is og vefsíðu SPV www.spv.is en einnig veita þjónustufulltrúar SPV allar upplýsingar í síma 575 4100.

Hádegisfundur um fjármögnun náms

SÍNE stóð fyrir opnum hádegisfundi í Þjóðminjasafni Íslands um fjármögnun náms fimmtudaginn 3.mars síðastliðinn. Á fundinum var m.a. rætt um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem öflugt stjórntæki í mannauðsuppbyggingu þjóðarinnar og með hvaða hætti sjóðurinn skilaði sínu hlutverki. Markmiðið með fundinum var að kalla eftir stefnu ríkisins í málefnum LÍN, þar sem velt var upp spurningum um það hvort sjóðnum væri stjórnað stefnumiðað - þá með hvaða hætti sú stefna er mörkuð, og ekki síður hvernig hún ætti að vera mörkuð.

Á fundinum tóku til máls: Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Hlöðver Bergmundsson í fjarveru framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Hrafn Sveinbjarnarson, ritari stjórnar SÍNE. Fundarstjóri var Ágúst Einarsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem stýrði umræðum í lok fundar.

Nánar er fjallað um fundinn hér í blaðinu.

Þjónusta SÍNE - til minnis!

Ég minni félagsmenn á þau tilboð, sem í gildi eru:

Sumartilboð á farmiðum frá Bandaríkjunum

Flugleiðir (Icelandair) bjóða SÍNE félögum í Bandaríkjunum upp á tilboð á fargjöldum til Íslands í sumar. Verð farmiðans er á bilinu USD 598-648 (fer eftir því hvort ferðast er yfir helgi). Flogið er frá Boston, Baltimore, Minneappolis, New York, San Fransisco og Orlando. Ferðatímabil: frá Bandaríkjunum: 1.maí - 15.júní / og tilbaka: 15.ágúst - 15.september. Sölu lýkur 15.júní 2005. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SÍNE.

6
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Heiður Reynisdóttir

Afsláttur hjá Samskipum

SÍNE félagar fá 12% afslátt af flutningsgjöldum hjá Samskipum. Sendið skrifstofu SÍNE upplýsingar um kennitölu, nafn, netfang og flutningsleið og við látum vita þegar gengið hefur verið frá skráningu afsláttar hjá Samskipum.

Nýtt húsnæði

Eins og margir vita hefur SÍNE flutt starfsemi sína frá Hverfisgötunni að Pósthússtræti 3-5, þar sem starfsemi Hins hússins hefur aðsetur. Fyrir þá sem ekki hafa komið á nýja staðinn er skrifstofan staðsett í gamla pósthúsinu og gengið er inn um aðalinngang Hins hússins. Ný staðsetning ætti að auðvelda aðgengi að skrifstofunni auk þess sem starfsemi SÍNE tengist að verulegu leyti þeirri ungliðastarfsemi sem fram fer í Hinu húsinu.

Nýr framkvæmdastjóri væntanlegur

Þetta er síðasta kveðjan sem ég rita í Sæmund þar sem ég mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri

SÍNE í sumar. Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess að ég hef nú starfað sem framkvæmdastjóri félagsins í

rúm fimm ár en jafnframt er ég aftur á leiðinni í

fæðingarorlof og tel því happadrýgst fyrir mig og félagið að nýr aðili verði ráðinn til félagsins á þessum tímapunkti. Gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður taki til starfa í júní n.k.

Á starfstíma mínum hef ég átt mjög gott samstarf við stjórnir SÍNE, félagsmenn og aðra sem að starfi félagsins hafa komið. Það sem stendur upp úr í mínum huga þegar ég lít um farinn veg er óbilandi dugnaður og áhugi stjórnarmeðlima SÍNE sem vinna mjög óeigingjarnt starf í krafti hugsjóna og réttlætis. Stjórnarmenn eru ólaunaðir en SÍNE hefur átt því láni að fagna að hafa fengið til liðs við sig á hverjum tíma afbragðs einstaklinga með sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum, sem nýst hefur félaginu mjög vel.

Helstu réttindamál sem unnið hefur verið að á mínum starfstíma eru skólagjaldamál sem fengust leiðrétt innan LÍN, lækkun á endurgreiðslubyrði námslána og afnám gengisáhættu námsmanna erlendis.

Um leið og ég kveð óska ég félagsmönnum velfarnaðar með þökk fyrir ánægjuleg samskipti undanfarin fimm ár.

Kær kveðja, Heiður Reynisdóttir

7
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Ný húsakynni SÍNE.

Þankar

um námslán og námsstyrki

Í íslensku nútímasamfélagi hefur verið valin sú leið að erlendum fyrirmyndum að fólk sem fer í háskólanám á kost á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Tilgangur þeirra lána er að tryggja jafnrétti til náms þ.e. að tryggja að fátækt verði ekki til þess að fólk sem annars er vel hæft og viljugt til náms þurfi að hverfa frá því. Samfélaginu í heild er augljóslega til góðs að menntun borgaranna standi í blóma og eflist. Enda er hugmyndin með félagslegri aðstoð að efla almannahag, ekki einkahag. Íslensku námslánin eru verðtryggð, bera 1% vexti og krefjast ábyrgðar. LÍN tapar því varla á núverandi útlánum sínum, öðru nær. Á bak við LÍN stendur íslenska ríkið sem getur tekið hagstæð lán erlendis með ríkisábyrgð. Það er ekki upphafleg hugmynd með LÍN frekar en annarri félagslegri aðstoð að afla tekna. Spurningin er hvort þetta á að vera svona. LÍN var aldrei ætlað að vera hefðbundin bankastofnun.

Að reikna saman allar tegundir námslána síðustu áratuga og finna út að íslenska ríkið hafi tapað á öllu saman er ekki hér til umræðu - slíkar kúnstir eru hvorki málefnalegar né skynsamlegar, á sama hátt er hægt að reikna út að ríkið hafi tapað á því að halda úti almennri skólaskyldu, og sleppa um leið að reikna hagnaðinn af almennu læsi. Ef menntun er orðin einskis virði fyrir íslenskt samfélag liggur beint við að leggja LÍN niður.

Verðtrygging náms

Nú er uppi sú hugmynd að ríkið eigi ekki að standa í arðbærum rekstri á neinu sviði þar sem hugsanlegt er að einkarekstri verði komið við í staðinn. Þessi hugmynd er umdeild. Bankar vilja eðlilega komast í það að lána námsfólki peninga með verðtryggingu og vöxtum og taka við hlutverki LÍN að einhverju leyti, svo lengi sem það borgar sig. Það er eðlilegt að fyrirtæki vilji ávaxta sitt pund. Spurningin er hvaða afleiðingar þetta hefði, til góðs eða ills.

Nám fólks er ekki verðtryggt, hvort sem verðtryggð lán fyrir kostnaði við það koma frá ríki eða bönkum, það er alltaf áhættufjárfesting og oft er það tilviljunum háð hvort vinnuafl fólks sem er nýkomið úr námi verður eftirsótt eða ekki. Vinnulaunin að námi loknu eru heldur ekki verðtryggð.

Sjálfstæðar lánastofnanir sem vilja að útlán skili sér örugglega með vöxtum og þeim vaxtavöxtum

sem felast í verðtryggingu kunna að hafa ákveðnar hugmyndir um það til hvers konar náms skuli helst lánað. Fremur skuli t.d. lánað til náms sem, í þann mund sem það hefst, er álitið leiða til öruggra ævitekna, en til náms sem álitið er óarðbært. Þetta kynni að leiða til þvingaðs og einhæfs námsvals og offjölgunar í ákveðnum starfsstéttum.

Oft er það svo að ungt fólk hefur skarpara auga fyrir námi og möguleikum að því loknu heldur en þeir sem vilja sigla öruggan sjó og halda fast um gilda sjóði. Nám er áhættufjárfesting og nám erlendis má vel líta á sem ögrandi útrás á erlendum mörkuðum. Til þeirrar útrásar þarf bakhjarl sem er tilbú-

8
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Sæmundur á selnum.

inn til þess að tapa fé og hafa þolinmæði gagnvart arðsemi sem jafnvel birtist svo á endanum í öðrum þáttum en beinum peningagróða handa bakhjarlinum. Svo fórnfúst einkafyrirtæki að það sé tilbúið til þess að takast þetta hlutverk á hendur er vandfundið. Því má velta fyrir sér hvort LÍN er skipulagður með nægilega fórnfýsi í huga til þessa hlutverks, eða hvort ætlunin er, með fyrirkomulagi lánskjara, að gera starfsemi hans svo áhættulitla og ábatasama að starfsemi hans megi færa yfir til bankakerfisins.

Samanburður við önnur

Norðurlönd

Ólíkt því sem gerist á öðrum Norðurlöndum eru íslensk námslán ekki veitt fyrr en eftir að námsárangri fyrsta námsmisseris hefur verið náð.

Sumir hafa kallað það styrk til bankakerfisins því þetta bil neyðist námsfólk oft til þess að brúa með lántökum.

Námsfólki frá hinum Norðurlöndunum hefur þótt þetta undarleg meðferð á íslensku námsfólki, því oftast nær er ungt námsfólk fátækt.

Íslensk námslán eru tengd barneignum námsfólks. Aðstoð við barnafólk er í öðrum löndum látið vera málefni hins almenna félagslega kerfis sem einskorðast ekki við námsfólk með börn. Þetta mætti e.t.v. taka til endurskoðunar, þó þannig að réttindi námsfólks með börn yrðu í engu skert. Námsmenn í Danmörku fá styrk til náms að ákveðinni upphæð í ákveðinn tíma gegn því að skila ákveðnum námsárangri og eiga kost á námsláni að auki. Réttast er að taka upp slíka styrki á Íslandi.

Takmarkanir námslána

Námslán til skólagjalda eru nú takmörkunum háð. Því má velta fyrir sér við hvað þær takmarkanir eigi að miðast. Einnig má velta fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að takmarka skólagjaldalán til náms erlendis þegar nám sem ber sama nafn er í boði í íslenskum skóla, eða eins og reglurnar eru í dag - að alls ekki er lánað fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis. Það er vís vegur til menningarlegrar einangrunar Íslands að takmarka lán til náms erlendis. Það kynni einnig að fara í blóra við skuldbindingar Íslands við erlend ríki um frjáls viðskipti og samkeppnisjöfnuð.

Prófgráður og námstitlar geta verið ærið misjafnir að raungildi þótt þeir hafi sama nafn, stundum er lítið sem ekkert samræmi milli skóla innan sama lands og enn minna milli landa. Á síðustu árum hefur nám orðið æ meiri verslunarvara, nám hefur viðskiptavæðst (kommersíalíserast) fremur en áður. Þetta kallar e.t.v. á aukið eftirlit með því að varan, í þessu

tilfelli námið, sé ósvikin. Það er ólíklegt að vel gangi að meta innihald náms og raungildi námstitla á miðlægan og kerfisbundinn hátt.

Stjórn LÍN er ekki í stakk búin til þess að meta alla námsmöguleika heimsins þótt henni sé í raun ætlað það (sbr. úthlutunarreglur LÍN 1.3.). Þetta er mjög takmarkandi fyrir sjálfstætt og framtakssamt námsfólk. Það ætti í raun og veru ekki að koma LÍN við hvaða nám fólk stundar svo lengi sem það skili árangri í því. Hvað eru „viðurkenndar stofnanir erlendis” (sbr. úthlutunarreglur 1.3.1.)?

Þegar kemur að háskólanámi þá er ekki hægt að stimpla heilar stofnanir eins og skrokk í kjötvinnslu upp

á það að þar sé gott nám. Háskóli er ekki pylsugerð eða verksmiðja fyrir staðlaða merkjavöru, þótt stundum hljómi umræða á þann veg. Einn háskólakennari við stofnun getur verið framúrskarandi á sínu sviði meðan annar kennari við sömu stofnun kann að vera með lakasta móti. Þetta þekkja e.t.v. eingöngu fagmenn og námsmenn á því sviði sem um ræðir. Frelsi í háskólamenntun er mikilvægt, a.m.k. þegar um er að ræða teóretískt akademískt nám eða listnám. Starfs- eða tæknimenntun má e.t.v. vera bundnari við námsbrautir og stofnanir.

Beinir styrkir

Hentugast er að taka upp námsstyrki að hætti Dana með möguleika á námsláni að auki upp að ákveðnu marki annaðhvort fyrir nám innanlands eða erlendis. Námsmaðurinn geti notað fjármunina að vild til þess náms sem hann metur að henti sér best og axlar ábyrgð sjálfur á því, frekar en að stjórn LÍN leggi mat á hvaða nám henti eða ekki. Með námsstyrkjum er jafnrétti til náms fremur tryggt en með núverandi kerfi, fyrir því eru órækar sannanir á hinum Norðurlöndunum.

Ýmsum hugmyndum hefur verið varpað hér fram varðandi fjármögnun náms. Spurning er hvort LÍN skili sínu hlutverki eins og best verður á kosið í dag? Hver er stefnan í málefnum LÍN? Hvernig á hún að vera?

Að stofni til voru þessir þankar viðraðir í upphafi fundarins „Frá einhyrningshorni til yfirdráttar.” sem SÍNE hélt um fjármögnun náms, fimmtudaginn 3. mars 2005 í Þjóðminjasafni Íslands.

Hrafn Sveinbjarnarson

9
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

ÍSLENSKUSKÓLINN fyrir íslensk börn um víða veröld

Íslenskuskólinn er öflugur skóli á Netinu fyrir íslensk börn um allan heim. Þar fer fram fjölbreytt íslenskukennsla og menningarmiðlun. Heimasíða skólans er www.islenskuskolinn.is. Öllum íslenskum börnum á aldrinum 3-15 ára sem búsett eru utan Íslands er velkomið að skrá sig í Íslenskuskólann. Skráning er ókeypis.

Markmið skólans er að veita aðgang að efni og fjarkennslu þannig að börn geti lært og þjálfað íslenska tungu og myndað tengsl við menningu, land og þjóð. Kennslan nær nú til leik- og grunnskólastigsins. Eitt af megin markmiðum skólans er að reka öruggt, áhugavert og uppbyggilegt netsamfélag.

Íslenskuskólinn eykur tækifæri íslenskra barna og unglinga til að upplifa land og þjóð með jákvæðum hætti og auka þekkingu þeirra á íslenskri menningu. Þeim veitist auðveldar en ella að viðhalda tengslum við vini og ættingja á Íslandi. Íslenskuskólinn stuðlar jafnframt að því að auðvelda aðlögun þeirra þegar heim er komið.

Myndin hér að neðan sýnir búsetu nemenda í Íslenskuskólanum. Nú eru yfir 600 nemendur í 30 löndum skráðir í skólann.

ritunarsamkeppni og myndsköpun. Skólastarfið skiptist annars vegar í svokallað almennt skólastarf og hins vegar formleg námskeið.

Almenna skólastarfið hefur mikið gildi fyrir netsamfélag skólans og þann skólaanda sem til verður í netheimum. Sett eru vikulega inn ný viðfangsefni og skemmtilegir þættir sem hvetja nemendur til að koma oft inn í skólann, tengjast öðrum nemendum og nota íslenskukunnáttu sína á ýmsa vegu.

Allir krakkar í Íslenskuskólanum eru með heimasíðu. Þar geta þau m.a. bloggað og sett inn myndaalbúm. Með því móti geta íslenskumælandi afar og ömmur, frænkur, frændur og vinir tekið þátt í daglegu lífi krakkanna óháð tímamismuni og fjarlægð milli staða.

Á vorönn 2005 er boðið upp á námskeið sem eru þyngdarskipt, Íslenska 1 og 2 og Unglingaklúbbur.

Íslenska 1 er fyrir krakka sem hafa ekki lært áður íslensku, Íslenska 2 er fyrir krakka sem kunna meira í málinu og eru jafnan eldri. Unglingaklúbburinn er fyrir unglinga sem eru vel ritfær á íslensku.

Á námskeiðunum er m.a. unnið með ákveðin þemu sem tengjast móðurmálinu, áhugamálum krakka á ýmsum aldri, ýmsum námsgreinum, íslenskri menningu og sögu.

Með því móti fá nemendur markvissa en fjölbreytta þjálfun í að lesa, hlusta og skrifa á móðurmálinu.

Skráning í skólann sem gefur aðgang að almenna skólastafinu er ókeypis, en greiða þarf námskeiðsgjald til að fá aðgang að námskeiðum.

Sem dæmi um verkefni í Íslenskuskólanum eru orðaforðaverkefni, krossgátur, spurningaleikir,

Skráning í skólann og á námskeið fer fram á síðunni www.islenskuskolinn.is.

10
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis
11
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Helstu áherslur SÍNE

við endurskoðun úthlutunarreglna LÍN

Það er árviss viðburður hjá SÍNE og fylgifiskur vorsins að endurskoða úthlutunarreglur LÍN. Hér verður farið yfir helstu áherslur SÍNE í ár.

Gengisáhætta námsmanna erlendis

• SÍNE leggur mikla áherslu á að gengisáhættu verði létt af námsmönnum erlendis svo þeir sitji við sama borð og kollegar þeirra hér á landi enda um mjög mikla kjaraskerðingu að ræða í mörgum tilvikum.

• Þó svo bankar og sparisjóðir séu að vinna í málinu telur SÍNE gengisáhættu námsmanna erlendis vera á ábyrgð LÍN en ekki annarra fjármálastofnana og því á að leysa það innan LÍN. Brýnt er að fara í gegn um reglurnar og vinna á vandanum alls staðar (t.d. er óþarfi að umreikna ferðalán í mynt viðkomandi námslands eins og glöggur félagsmaður benti á).

Frítekjumark

• Gerðar verði róttækar breytingar á frítekjumarki. Ein leið er að miða reiknað frítekjumark einungis við þá mánuði sem námsaðstoðar frá sjóðnum nýtur. Þar með er einnig leystur vandi þeirra sem koma af vinnumarkaði.

• Annar kostur er að fjölskyldutengja frítekjumarkið þar sem ekki er eðlilegt að námsmönnum með stórar fjölskyldur er ætlað sama tekjuviðmið og einstaklingum án þess að lán skerðist.

Framfærsla erlendis

• SÍNE leggur áherslu á að framfærsla erlendis verði tekin til sérstakrar skoðunar fyrir næsta námsár.

• Brýnt er að taka Evrulöndin til sérstakrar endurskoðunar. Auk þess þarf að huga að nánari endurskoðun á skiptingu í A og B borgir í fleiri löndum en gert er í reglum í dag.

Skólagjöld í grunn- og framhaldsnámi

• SÍNE vill að námsmenn erlendis og námsmenn á Íslandi sitji við sama borð þegar kemur að úthlutun skólagjaldalána. SÍNE telur eðlilegt að lánþeginn stjórni því sjálfur í hvaða landi og í hvaða nám hann ráðstafar heimild sinni til skólagjaldalána hjá LÍN. Með þessu er átt við að lánþegar LÍN eigi þess kost að fá skólagjaldalán vegna grunnnáms erlendis.

• Þá er einnig brýnt að hækka þak lánanna í samræmi við gífurlega hækkun skólagjalda bæði á Íslandi og erlendis, enda hefur ekki verið hreyft við þakinu í nokkur ár.

Komið úr námshléi

• SÍNE leggur mikla áherslu á að námsmenn sem hefja nám að loknu námshléi (eru t.d. að koma af

12
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Munu nemendur lifa við betri kjör á næsta vetri?

vinnumarkaði) eigi rétt á námslánum þrátt fyrir atvinnuþátttöku áður en nám hefst. Í dag er þessum hópi nánast gert ókleift að hefja nám aftur með aðstoð frá LÍN vegna tekjutillits og þungrar endurgreiðslubyrði fyrsta námsárið.

• Námsmenn sem hefja framhaldsnám eftir að endurgreiðslur hefjast skulu fá undanþágu um leið og nám hefst - ekki einungis af tekjutengdri afborgun. Að öðrum kosti þurfa námsmenn að greiða af eldri námslánum með námslánum. Þetta fyrirkomulag gerir fólki ókleift að hefja nám að loknu námshléi og dregur úr öflun reynslu og þekkingar

á atvinnumarkaði, sem oft er nauðsynlegur undanfari framhaldsnáms.

Afnám umboðsmanna

• SÍNE telur eðlilegt og mikið framfaraskref ef lánþegar fengju sjálfir að ráða því hvort þeir skipa umboðsmann á Íslandi til að sjá um sín mál gagnvart LÍN á meðan á námi erlendis stendur. Með aukinni tæknivæðingu er umboðsmannakerfið tímaskekkja og tefur fyrir afgreiðslu mála frekar en hitt.

RÉTTLÆTI

Námsmannatilboð

Takmarkaður fjöldi tilboða. Við bókun þarf að gefa upp CPD-númer SINE. Gildir fyrir eftirfarandi flokka: A, B, F, I, S og T.

13
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS HER 28339 05/2005
Tilboð Tilboðið gildir maí–sept. 2005 50% afsláttur af listaverði +354 50 50 600 • hertz@hertz.is Keflavíkurflugvöllur,
Höfn,
LANDBÚNAÐARÁÐUNEYTIÐ www.mbf.is
Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri,
Egilsstaðir
GAR

Einhyrningshorn menningarþjóðar

og yfirdráttur blekkingarþjóðfélags

Hrafn Sveinbjarnarson skrifar um fjármögnun náms í sögulegu samhengi

Námskostnaður, bæði í formi greiðslu til kennara eða skólastofnunar og í formi greiðslu fyrir námsgögn, fæði og húsaskjól nemendanna, er sannarlega engin ný bóla í mannkynssögunni.

Fjármögnun náms og hvernig á að haga henni er ævafornt viðfangsefni. Fornleifafræðilegur vitnisburður í leirtöflum bendir til þess að þetta kunni að hafa verið umhugsunarefni hjá mannkyninu í a.m.k. á sjötta þúsund ár og er þá miðað við elstu samhangandi texta eða verslunarreikninga sem til eru varðveittir.

Fjármögnun náms var fyrr á öldum oft háð ættingjum námsmanna en einnig stofnunum samfélagsins, kirkju, aðli og ríkisvaldi því það þurfti menntaða klerka, hirðmenn og embættismenn. Gildi eða stéttarfélög iðnaðarmanna og kaupmanna sinntu og menntun barna þeirra svo halda mætti við atvinnugrein fjölskyldunnar. Ekki var að jafnaði um það að ræða að námsmenn sjálfir kysu sér nám að vild, heldur réðist það oftast nær alfarið af þeim sem kostaði þá til náms.

Íslendingar kostaðir til náms

Á miðöldum skrifuðu Íslendingar á bókfell sagnarit, konungasögur, heilagramannasögur, lögbækur, hómilíubækur og saltara - allt þetta sem hefur á síðustu árum verið kallað handrit í fleirtölu með ákveðnum greini.

Jón Helgason prófessor í Árnasafni í Kaupmannahöfn sagði um stærstu bækurnar: „Þessar bækur eru yfirleitt í svo stóru broti að fráleitt er að fengizt hafi meira en tvö blöð úr einu kálfskinni. Nú eru í þeim flestum hátt á annað hundrað blöð eða jafnvel fleiri en 200, og hefur þurft mikil fjós til að standa undir þessu, marga hnífa blóðuga og margar kýr sorgfullar.” (Handritaspjall bls. 13).

Að baki þessu var mikið ríkidæmi. Þeir sem skrifuðu þessi handrit höfðu verið kostaðir til náms. Í

Kristinna laga þætti Grágásar eru ákvæði um prestnám og kostnað við það. Hægt er að sjá af íslenskum

bréfum frá 14. öld til 16. aldar að heilar jarðeignir hafa gengið til þess að greiða klaustrum og dómkirkjum fyrir námsvist og uppihald ungra námsmanna. Magnús Már Lárusson hefur bent á að hinn mikli jarðastóll dómkirknanna og klaustranna á miðöldum sé að nokkru orðinn til vegna kennslugjalda.

Þetta er þó aðeins innanlandsmarkaðurinn. Handverk við gerð og innihald íslenskra miðaldahandrita bendir til mikilla erlendra áhrifa.

Jón Helgason segir „Það er hætt við að seint finnist nein ótvíræð skýring á því hversvegna Íslendingar urðu bókmenntaþjóð á 12tu öld og þó enn fremur á 13du. Menn hafa nefnt til ýmsar ástæður, en þær hrökkva skammt, bak við þær allar verður eftir eitthvað óskýrilegt og leyndardómsfullt.” (Handritaspjall bls. 8).

Nýlega hefur Helgi Guðmundsson prófessor sett fram athyglisverða kenningu um ástæður þess að á Íslandi kom upp þessi merkilega menning. (Land úr landi „Menning á Íslandi” bls. 46-74) Hann nefnir að þar eð menning kosti of fjár þá sé það undantekningarlaus regla að ríkidæmi sé undanfari og undirstaða menningar. Menntun tengist mörgum löndum. Margir lærðir menn hafa farið til útlanda og menntast þar, dvalist þar árum saman og ferðast þar um, keypt bækur og flutt með sér heim. Allt hefur þetta verið kostnaðarsamt og um mikla fjármuni hafi verið að ræða. Þarna hlýtur að hafa verið um að ræða verslun með dýrar vörur og auðmyndun, menntun sem barst úr mörgum áttum, umferð útlendra manna og siglingar til margra landa einkum utan Norðurlanda.

Einhyrningshorn

Helgi bendir á að þarna hljóti lúxusvarningur frá Grænlandi að hafa skipt sköpum. Eitt sker sig þó úr, en það er náhvalstönn. Hún var seld í Evrópu sem

14
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Hrafn Sveinbjarnar

einhyrningshorn, grundvöllurinn var trúarlegur, í Davíðssálmum og fleiri ritum var talað um einhyrningshorn. Verðið var mjög hátt.

Tvær útskornar náhvalstennur hafa verið tengdar dómkirkjunni í Lincoln á 12. öld. Helgi Guðmundsson hefur lagt til að þær hafi e.t.v. í öndverðu verið farareyrir og skólagjald Þorláks Þórhallssonar helga. Hann segir að þessi tilgáta um Þorlák og náhvalstennurnar tvær hvíli ekki á traustum grunni, en á einhvern hátt svipaðan þessum hafi Íslendingar komist áfram í útlöndum. (Um haf innan bls. 61).

Sæmundur fróði Sigfússon sem er hluti af merki SÍNE sem táknmyndin Sæmundur á selnum stundaði sem kunnugt er nám erlendis. Helgi lítur á það sem um hann segir í fornritum og leiðir líkum að því hvar í Frakklandi hann hafi stundað nám. (Um haf innan bls. 328-333). Á þeirri menntun sem Sæmundur hlaut þar hefur ekki verið neinn fátæktarbragur.

Námslán og styrkir

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sæmundur fróði og Þorlákur helgi stunduðu nám í útlöndum.

Nú þurfa námsmenn að brúa bilið fjárhagslega fyrsta misserið í náminu og jafnvel að taka yfirdráttarlán til þess að ná endum saman. Hvort lærðir menn á miðöldum hafi þurft að truflast við nám, fræðiiðkanir og mikilvæg störf í þágu stofnana þjóðfélagsins af áhyggjum af námsskuldum er ólíklegt. Af þessum sökum var fundi SÍNE um fjármögnun náms fimmtudaginn 3. mars 2005 sem haldinn var í Þjóðminjasafni Íslands valinn titillinn „Frá einhyrningshorni til yfirdráttar.”

Á þessum fundi kom fram ósk frá ungum háskólastúdent um nýjar hugmyndir um fjármögnun náms. Þetta var fróm ósk eftir að fulltrúi frá Lánasjóði íslenskra námsmanna hafði talað um kosti þess að hafa lán í boði fremur en styrki. Hugsunin í því væri sú að fólk væri þá ekki að fara illa með peninga og sú staðreynd að hlutfallslega færri háskólanemar á Íslandi tækju námslán en tækju við námsstyrkjum

á Norðurlöndum væri íslenskum skattgreiðendum til hagsbóta.

Meðan talað er fjálglega í fjölmiðlum á Íslandi um þekkingarþjóðfélag sem þar á að rísa eru við-

15
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Fundur SÍNE var haldinn í glæsilegu húsi Þjóðminjasafns.

horfin með þessu móti. Ætlast er til þess að háskólanemar í námi noti dýrmætan námstíma í launavinnu til þess að öngla saman fyrir námsgögnum, húsaleigu og mat. Blekkingarþjóðfélag er sennilega nothæfara orð um íslenskt þjóðfélag þar sem spunameistarar og stjórnmálamenn blaðra hver í kapp við annan um þekkingarþjóðfélagið á meðan námsfólki erlendis sem innanlands er jafn erfitt og raun ber vitni að ná endum saman fjárhagslega. Meðan Sæmundur fróði sinnti námi sínu í Frakklandi hefur hann varla haft tíma til þess að moka fjósin þar sér til framfæris á meðan. Til þess hefur ekki verið ætlast þá. Á miðöldum var vinnufriður til þess að vera íslenskur stúdent í námi, en er svo nú?

Á fundinum 3. mars sl. var mikið talað um hagkvæmni náms og þá einkum frá sjónarhorni fyrirtækja og skattborgara. Hagkvæmni þess náms sem Sæmundur og Þorlákur stunduðu og þau margfeldisáhrif sem það hefur haft eru ekki lítil og voru ef til vill ekki svo ýkja fyrirsjáanleg á þeirra tíma. Tæplega var það hagfræði eða viðskiptafræði þess tíma sem þeir lærðu. Kaupmenn þeirra tíma eru gleymdir og verk þeirra fallin í gleymsku.

Arðsemi náms og menntunar Skrifleg framleiðsla fólks í viðskiptalífinu hverfur að mestu að sjö árum liðnum eins og bókhaldslög leyfa. Skjöl um fjármálaathafnir eru þannig oft látin hverfa eins fljótt og hægt er eins og versta feimnismál, og þar sem þessu er framfylgt sem harðast, eru vafalaust einhver feimnismál. Barn sem lærir í skóla býr að því sem vel er gert í kennslustofunni það sem eftir er ævinnar. Laun barnakennara á Íslandi hækkuðu ekki í samræmi við eðlilega launaþróun eftir langt verkfall á síðasta ári og hamast var á kennurum í fjölmiðlum eins og verstu níðingum fyrir heimtufrekju, en bankamenn á Íslandi fengu umtalsverða launahækkun skömmu síðar verkfallslaust og virtist fáum þykja það ofrausn. Svona hatur á skólastarfi og menntamönnum kann að enda eins og í villta vestrinu þar sem almennt ólæsi, menntunarskortur og meðfylgjandi heimska er farið að skila sér í afar ólýðræðislegu stjórnmálaástandi. Þegar

ástand verður þannig að þjóð hættir að framfleyta sjálfri sér hvað varðar menntun leggst allt í vesaldóm, þar með talið viðskiptalíf og bankastarfsemi, svo nefnt sé það sem virðist nú talið öllu öðru mikilvægara á Íslandi.

Á fundinum í Þjóðminjasafninu taldi hagfræðingur söngnám óarðbært nám. Ekki nefndi hann þó hvort „tenórarnir þrír” teljist dæmi um það. Tenórinn Pavarotti hefði sennilega frekar átt að leggja fyrir sig hagfræði. En hann mun reyndar hafa byrjað á því að læra til bakara. Fræðingar, hagfræðingar eða aðrir, eru e.t.v. ekki hæfastir til þess að hafa almennt vit fyrir ungu fólki og meta hagkvæmni náms sem það fer út í. Ungu fólki verður að treysta. Það tekur sjálft mikla áhættu persónulega við að eyða þeim árum þegar námsgáfurnar eru upp á sitt besta í það nám sem það telur hagkvæmast. Það er fórnarkostnaður sem er bara eitt tækifæri til þess að leggja fram, það er enginn leikur. Þjóðfélag (ríki, fyrirtæki og einstaklingar) þarf góða hagfræðinga, viðskiptafræðinga, bakara, kennara, málfræðinga, jarðfræðinga, sagnfræðinga, stærðfræðinga og eðlisfræðinga o.s.frv. en ekki síður góða söngvara og aðra listamenn. Til þess þarf ríkisrekið námsstyrkjakerfi, það yrði íslenskum skattborgurum til hagsbóta. Á því hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar efni, þrátt fyrir töluverð útgjöld til varnarmála sem ekki eru á Íslandi, og þar telja skattborgararnir það ekki eftir sér. Hvað ætli sé að í íslenskum stjórnmálum sem kemur í veg fyrir slíkt kerfi? Vantar e.t.v. meiri hagfræðikunnáttu?

Framsýninni er að minnsta kosti ekki fyrir að fara. Ábyrgðin á þessu er pólitísk og þögn íslenskra stjórnmálamanna um þetta efni er mikil. Vonandi breytist það, það yrði e.t.v. skref í átt að uppbyggingu einhverskonar þekkingarþjóðfélags.

Ritaskrá

Helgi Guðmundsson. „Menning á Íslandi” Land úr landi, greinar. Reykjavík 2002.

Helgi Guðmundsson. Um haf innan. Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Reykjavík 1997. Jón Helgason. Handritaspjall. Reykjavík 1958.

Magnús Már Lárusson. „Námskostnaður á miðöldum” Fróðleiksþættir og sögubrot. Reykjavík 1967.

v/ Stakkahlíð · 105 Reykjavík

Sími 563 3800

Bréfsími 563 3833

Netfang khi@khi.is

16
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Ertu í atvinnuleit?

Tekinn hefur verið í notkun gagnvirkur atvinnumiðlunarvefur, www.studentamidlun.is, sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Þangað sækja námsmenn sér þjónustu milliliðalaust og fyrirtæki og einstaklingar leita að starfsfólki, leigjendum og lokaverkefnum í gegnum netið. Til viðbótar eru ýmsar hagnýtar upplýsingar á vefnum. Fyrirkomulag atvinnumiðlunarinnar er með þeim hætti að námsmenn geta stýrt því hvernig skráning þeirra blasir við fyrirtækjum. Fyrirtækin fá beinan aðgang að gagnagrunni stúdenta í leit að störfum og geta þannig skoðað og haft samband við þá sem þeim líst á. Geta þau leitað í leitarvél að starfskröftum og auglýst eftir starfsfólki Mikil eftirspurn er eftir stúdentum til starfa og ætti þessi kostur því að nýtast fyrirtækjum vel. Lokaverkefnamiðlun er nýjung sem mun gagnast þeim stúdentum sem koma vilja lokaverkefnum sínum á framfæri. Hægt verður að skrá verkefnin og flokka þannig að fyrirtæki geti leitað og keypt þau sem þeim þykja áhugaverð. Í fyrstu verður lögð áhersla á að safna lokaverkefnum í grunnin sem síðar verður kynntur og fyrirtækjunum boðið að skrá sig á póstlista. Munu tilkynningar þá berast þeim þegar ný verkefni á þeirra sviði er skráð.

Kíktu á vefinn eða sendu tölvupóst á uppl@studentamidlun.is

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

17
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

„Maður tapar aldrei á því að skoða heiminn.... “

Sighvatur Jónsson, betur þekktur sem Hvati - fyrrverandi fréttamaður á

Stöð 2, hóf nám í marmiðlunarhönnun í Aarhus Tekniske Skole síðastliðið haust. Hann tók sig upp með fjölskylduna og flutti með tiltölulega stuttum fyrirvara út til Danmerkur, en þau sjá ekki eftir þeirri ákvörðun. Sæmundur tók Sighvat tali og fékk innsýn inn í líf og störf hans í Danmörku þessa stundina.

Hvaða nám stundar þú í dag og hvenær áætlarðu að ljúka náminu?

Námið er 2 ára svokallað „diploma nám”, svo get ég bætt við mig 2 árum til viðbótar og klárað „Bachelor” gráðu. Velji ég að fara þá leið, verða þetta alls 4 ár í Danmörku, en einnig hef ég möguleika á að fara „erlendis”, t.d. get ég farið til Ástralíu og tekið „Bachelor” á einu ári, og „Master” á öðru ári, eftir 2 ára námið hér í Danmörku. Inní þann reikning þarf þó að taka að skólagjöld þarf að greiða í Ástralíu, Skotlandi og víðar, sem eru engin í Danmörku. Það eru því ýmsir möguleikar í stöðunni, svo erfitt er að segja um áætluð námslok, það gæti verið strax vorið 2006, eða síðar.

Hver var aðdragandinn að því að þú ákvaðst að fara í námið - Var undirbúningstíminn langur?

Í einu orði sagt: „Nei”. Frá því við hjónin tókum ákvörðunina og þar til við vorum komin út, liðu aðeins 6 vikur. Við vorum ásamt syni okkar í sumarfríi í Danmörku í júní í fyrra. Þá var ég farinn að hugleiða háskólanám á Íslandi, og hafði ég meðal annars skráð mig í stjórnmálafræði, sem var nú meira til að koma nafninu inní kerfið í háskólanum, ég hafði ekki endanlega ákveðið hvað ég myndi læra, mannfræði og félagsfræði voru meðal möguleika sem ég íhugaði í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Það merkilega er að ég hugsaði ekki svo mikið um þetta

í fríinu, rétt viðraði þennan möguleika við bróður minn, sem byrjaði í framhaldsnámí í sálfræði hér í Árósum, árið 2003. Ég leiddi jú hugann aðeins að blaðamannaháskólanum í borginni, sem var að sjálfsögðu möguleiki eftir 8 ára fjölmiðlastörf, og síðast fréttamennskuna. Eins skipulögð og „skynsöm” við hjónin getum verið, höfum við líka lært að stökkva á tækifærin þegar þau gefast, og þegar við komum heim í júlíbyrjun í fyrra, sökkti ég mér í upplýsingaleit á Netinu. Ég átti viku eftir af sumarfríinu, og sá tími fór að mestu í að senda tölvupósta, skoða skóla, hringja út o.s.frv. Eftir þá viku settumst við hjónin niður og ræddum málið af alvöru, því svona vangaveltur eru erfiðar þangað til maður hefur tekið ákvörðun, þá er þetta „bara” spurning um framkvæmd. Það skal þó tekið fram að við hefðum aldrei getað þetta með svona skömmum fyrirvara, ef við hefðum ekki haft bróður minn sem okkar „umboðsmann” úti, sem til dæmis eyddi „bróðurparti” af sumarfríinu með sinni fjölskyldu í að skoða íbúðir fyrir okkur.

Voru einhverjar hindranir sem mættu þér í skipulagningunni eða við komuna út?

Þar sem þessi stutti „íslenski” fyrirvari var á þessu ævintýri okkar, var það okkar helsta hindrun að mikið var um sumarfrí í Danmörku þegar við vorum að undirbúa það að flytja út. Sérstaklega var erfitt

18
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

að komast í samband við íbúðamiðlanir í júlí mánuði, og ég rétt náði að ganga frá við skólann, áður en allir fóru þar í frí - og eins og tíðkast var ekki hægt að gefa mér endanlegt svar fyrr en í ágúst, þótt ég hafi fengið mjög jákvæðar vísbendingar um að ég kæmist inn. Við komuna út má segja að helsta hindrunin (fyrir utan það að byrja að bjarga sér á dönskunni) hafi verið að það tók mánuð að fá heimilissíma, og þar með netsamband. Þá fyrst fundum við fyrir því hversu vön við erum að nota Netið til margra hluta. Þetta var reyndar vegna þess að íbúðin okkar er það nýleg, að það hafði ekki verið heimilissími í henni áður. Því þurfti tæknimaður frá danska Símanum að koma og stimpla inn sérstakan kóða, sem tók hann ekki meira en 10 sekúndur, eftir mánaðabiðina.

Hvernig upplifðirðu það að koma af vinnumarkaði og hefja nám erlendis?

Í þessu námi má segja að fólk úr öllum áttum hittist, þeir yngstu eru að koma beint úr dönskum menntaskólum, sumir úr öðru námi, og enn aðrir af vinnumarkaði. Vissulega hafa allir sitt fram að færa, en ég get bara svarað út frá mínum sjónarhóli. Ég finn hvað mín reynsla af vinnumarkaðnum gefur mér nokkurs konar forskot getur maður sagt, þ.e. þegar fjallað er um fræðilega hluti, get ég tengt þá við verklega reynslu mína, og séð hlutina jafnvel frá víðara sjónarhorni. Í margmiðlunarhönnun nýtist mér því fjölmiðlabakgrunnurinn, hvort sem er dagskrárgerð, tæknivinnsla eða fréttamennnska, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Eins og ég segi oft við skólafélagana: „Að bæta vefvinnslu við útvarp og sjónvarp fullkomnar margmiðlunina.”

Hefur skólinn/námið staðið undir þeim væntingum sem þú hafðir áður en þú fórst út? Var eitthvað sem kom þér á óvart?

Meðal þeirra sem ég hringdi í, áður en ég tók stökkið, voru Íslendingar í þessu námi. Þegar ég spurði einn þeirra hvort námið væri gott, svaraði hann þannig að það væri það ef ég nennti að læra. Eins ósanngjörn og spurningin var, og eins og maður vonar að fólk gefi manni svörin sem maður vill heyra, fannst mér svarið mjög raunsætt. Ég fór út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf, en hafði lengi hugleitt að bæta við mig meiri menntun. Með árunum hefur menntunarmöguleikum fjölgað, eins og endurmenntun fyrir fólk á vinnumarkaði, og hafði ég sem dæmi fylgst með nokkrum vinnufélögum takast á við það. Ég var því meðvitaður um að menntun væri vinna, og bjóst við sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga. Sumir danskir skólafélagar mínir telja nú þegar fyrsta árinu fer að ljúka, að þeir hafi ekki fengið mikið út úr þessu. En það eru í sumum tilfellum nemendur sem ég veit að hafa ekki lagt mikinn tíma utan við sjálfan skólann í að læra sem dæmi á ýmis forrit sem við lærum á. Námið hefur því staðið undir væntingum, og það sem hefur komið mér á óvart hefur í flestum tilfellum verið jákvætt.

Hvernig reynsla er það fyrir þig að stund nám erlendis? Geturðu mælt með námi erlendis við þá sem hugleiða þann möguleika í dag og jafnvel gefið þeim ráðleggingar af einhverju tagi?

Eins og ég sagði hafði ég lengi hugleitt framhaldsnám. Auk þess höfðum við hjónin hugleitt fyrir 10 árum að fara erlendis í nám. Við ákváðum þá að flytja frá heimabænum Vestmannaeyjum, og takast á

19
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Sighvatur Jónsson, nemi í Danmörku.

við höfuðborgarsvæðið, þar sem ég byrjaði útvarpsferilinn, og konan fór í framhaldi í kennaranám. Einn félagi minn segist lifa eftir þeirri speki að læra eitthvað nýtt, í formi náms eða annars, á 7-8 ára fresti, til að endurnýja kollinn og öðlast nýja reynslu. Konan mín fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna sem unglingur, og var það henni mjög eftirminnileg upplifun. Nú þegar ég hef loks prófað að búa „utan landsteinanna”, get ég hiklaust tekið undir það sem flestir segja, að maður tapi aldrei á því að skoða heiminn, og sumir segja það skyldu að búa erlendis um nokkurt skeið. En auðvitað heyrir maður líka af fólki sem snýr tilbaka til Íslands, eftir aðeins nokkra mánuði, þar sem það fann sig ekki. Ef fólk er að hugleiða, á það að gefa hugmyndinni orku, og skoða málið. Draumórarnir mega og eiga að vera með í spilinu, og auðvitað nettur skammtur af rökhugsun. En ekki láta hræðsluna binda sig niður, og betra er að leita upplýsinga hjá þeim sem hafa prófað þetta, í stað þess að hlusta bara á þá sem halda að þú eigir að gera þetta eða ekki. Þótt okkar kapphlaup hafi gengið upp, er auðvitað ekki verra að hafa tímann fyrir sér. Einnig finnst mér mikilvægt að fólk hugsi tímann líka í hina áttina, hversu lengi getur fólk hugsað sér að vera erlendis og hvaða forsendur leggur fólk upp með, þótt þær geti vissulega breyst. Sem dæmi nefni ég tungumálið, en þess eru dæmi að Íslendingar búi í Danmörku í nokkur ár, án þess að ná almennilegu valdi á dönskunni, þar sem nám þeirra fer fram á ensku. Fínt segi ég, ekki þurfa allir að læra dönsku, en ég hef líka heyrt í fólki sem sér eftir því að hafa ekki lagt meiri tíma í tungumálið. Ég ítreka að fólk varist óttafullar gryfjur, eins og þá hugsun okkar hjóna að það væri nú að verða of seint að flytja út, þar sem sonur okkar átti að byrja í skóla í haust á Íslandi. Strákurinn þagði reyndar í 3 mánuði í Danmörku, en er nú farinn að lesa og skrifa á dönsku, og gengur mjög vel í skólanum. Við höfum þess í stað velt fyrir okkur hvort ekki sé betra að flytja með hann heim, áður en unglingsárin taka við, en á móti vitum við af fólki sem flyst landa á milli með 2-3 börn, á mismunandi aldri.

Það er stundum talað um að það hjálpi íslenskum námsmönnum erlendis að „vera Íslendingar“ - hefurðu fundið fyrir því?

Nei, ég hef ekki sérstaklega fundið fyrir því, ekki

nema að það er vaxandi áhugi á Íslandi, og það er sérstaklega gaman að vera í skólanum þá daga sem íslenskir viðskiptamenn kaupa fyrirtæki á Norðurlöndum. Ég vil þó aðeins hnýta aftur í þetta með „samnorrænu tungumálin”, því Íslendingur sem talar dönsku, er ekki álitinn eins mikill „innflytjandi” og sá sem talar ensku. Innflytjendamál eru mikið rædd í Danmörku, og Danir kunna vel við að fólk reynir fyrir sér á „kartöflumálinu”.

Nú er mikið rætt um námslánin - hvernig hefur þér tekist að láta enda ná saman á lánum?

Maður skilur aldrei neitt til fullnustu nema að reyna það sjálfur. Þannig skil ég nú betur gagnrýni á íslensku námslánin, með tilliti til fólks sem kemur af vinnumarkaðnum. Ég get að vísu nagað mig í handabökin yfir því að hafa ekki lagt í námssjóð, en ég hélt að lánasjóðurinn væri einmitt hugsaður til að tryggja réttindi allra til náms. Ég hóf nám í haust og hafði því verið í fullri vinnu í 8 mánuði á síðasta ári. Þess vegna skerðast réttindi mín til láns, og ekki bara fyrstu önnina, heldur fyrsta skólaárið. Þannig fæ ég minni námslán haustið 2004 og svipaða tölu fyrir vorið 2005, þrátt fyrir að nýtt ár sé byrjað og ég tekjulaus á því. Þess vegna skil ég ekki þessa grundvallarhugsun að maður sem hefur unnið fulla vinnu frá janúar til ágúst, fái ekki full námslán fyrr en heilu ári seinna. Kannski er ég svona einfaldur að hugsa þetta þannig að fólk geti látið enda ná saman í hverjum mánuði, þ.e. að maður geti verið með full laun í ágúst, svo fái maður bara full námslán í september. En auðvitað er maður þakklátur fyrir það sem maður hefur, en ég bara næ ekki alveg uppí þessa hugsun samt. Til hliðsjónar höfum við svo þetta einstaka SU kerfi í Danmörku, þar sem nemendur fá námsstyrk, sem þarf ekki að greiða tilbaka, sem er reyndar ekki svo há tala, en fólki er valfrjálst að taka lán ofan á það. Við fórum þá leið sem flestir fara, að selja hús á Íslandi og lifa á þeim peningum, ásamt námslánum, svo hef ég verið að vinna „freelance“ sem fréttaritari og fleira með náminu.

Hefurðu leitt hugann að því taki við hjá þér að námi loknu?

Á hverjum degi hugsa ég hvað taki við, og eftir því sem tíminn líður bætast bara við fleiri hugmyndir.

20
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Ég hef sem dæmi leitt hugann að því að vinna sjálfstætt í framtíðinni, og spila úr reynslu minni á öllum sviðum miðlunar. Fjölmiðlabakterían hangir alltaf í manni, en ég hef kunnað ágætlega við að geta stýrt þeirri vinnu svolítið undanfarið, enda hef ég í gegnum árin verið á kafi í þessu meirihluta sólarhringsins. Draumavinnustaðurinn gæti því verið minn eigin rekstur, þótt ég geri mér fulla grein fyrir kostum og göllum þess, og óneitanlega sé þægilegra að vera launþegi sem fær launaseðil í hverjum mánuði. Við sjáum hvað setur.

Hvernig finnst þér ganga upp að samræma fjölskylulíf og nám utan heimalands (og þar af leiðandi án aðstoðar nánustu fjölskyldu)?

Það hefur verið einna jákvæðasta breytingin í mínu lífi, að ég hef nú meiri tíma með fjölskyldunni. Eftir að hafa unnið í kringum 10 tíma vinnudag í mörg ár, var mjög skrítið að vera að koma heim úr skólanum kl. 14 og 15 á daginn. Eðlilega þarf maður að vera duglegur að læra heima, og sinna aukavinnunum. Þannig gerist það stundum að ég er heima, án þess að vera „heima”, þar sem ég er að læra eða að vinna við tölvuna. En þá er það bara gamla góða tímastjórnunin og forgangsröðunin. Danska samfélagið finnst mér vera fjölskylduvænt, enda hafa flestir Íslendingar þá rósrauðu mynd að hér vinni allir frá 814 eða 9-15. Sumir segja reyndar að Danir séu allir

að stressast upp, og vinnudagarnir séu að lengjast. En okkur hefur gengið vel að samræma þessa hluti, og erum við sem dæmi að upplifa nú það tímabil í lífi fyrsta barnsins okkar, þar sem dagarnir snúast um fótboltaæfingar og leiki, til viðbótar við skóla og allt annað. Við búum á þannig svæði, að við getum gengið og hjólað í skólann og á völlinn, og þess utan eru almenningssamgöngur mjög góðar, en við keyptum okkur reyndar bíl um jólin, með tilliti til stækkandi fjölskyldu, en okkar annað barn á að fæðast í lok maí. Sé um útlileiki að ræða þurfum við í mesta lagi að keyra í um klukkutíma, og börnunum er safnað í bíl foreldra sem skiptast á að keyra. En barnapössun getur verið vandamál, án nánustu fjölskyldu, þótt við höfum reyndar búið fjarri okkar fólki í Eyjum í tæplega 10 ár. Hingað til höfum við mest leitað til íslenskra ættingja og vina hér úti með barnapössun, en við erum í rólegheitum að mynda þannig sambönd við danska nágranna okkar.

Eitthvað að lokum?

Það er ekkert betra en að deila reynslu sinni, með þeim sem standa í svipuðum sporum. Fyrir þá sem telja það hjálpa sér að sjá nánari upplýsingar um hvernig líf okkar gengur fyrir sig, er fólki velkomið að lesa meira og skoða myndir inn á heimasíðu fjölskyldunnar: http://www.hvati.is/

Kaupfélag Skagfirðinga

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki sími 455 4500

21
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Yfirdráttarlán SPV í

erlendri mynt

koma námsmönnum erlendis vel vegna gengisþróunar undanfarna mánuði

Hátt gengi íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur valdið íslenskum námsmönnum erlendis fjárhagstjóni vegna þess mismunar sem myndast hefur á teknu bankaláni til framfærslu og eftirágreiddrar lánsfjárhæðar frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN. Með breyttum útlánareglum ríður SPV

nú á vaðið með nýja þjónustu sem er sérsniðin að þörfum námsmanna erlendis og er m.a. ætlað að koma í veg fyrir fjárhagstjón eins og það sem að ofan er lýst. Þessi þjónusta SPV er opin öllum námsmönnum erlendis og gerir ekki þá kröfu til námsmanna að þeir færi öll viðskipti sín til SPV.

Útlánareglur LÍN gera ráð fyrir veitingu námsláns að uppfylltum kröfum um námsárangur. Af þeim sökum taka námsmenn yfirdráttarlán hjá sínu fjármálafyrirtæki til framfærslu á komandi námsönn og greiða yfirdráttinn upp með námsláni í lok annar standist þeir kröfur um námsárangur. Hækkun gengis íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum, hefur valdið því að töluverð fjárhagsgjá hefur myndast milli tekins bankaláns (yfirdráttarláns) og námsláns, þar sem fjárhæð framfærsluláns LÍN er lægri en bankalánið. Þetta hefur valdið fjölmörgum námsmönnum erlendis fjárhagstjóni, þar sem þeir hafa ekki getað greitt að fullu upp bankalán sín með námsláninu.

Nýjung á Íslandi - engin gengisáhætta

Námsmenn erlendis með lánsloforð frá LÍN (í erlendri mynt) geta nú fengið framfærslulán hjá SPV sem nemur allt að 100% af áætlaðri lánveitingu LÍN. Lánið veitir SPV námsmönnum í formi yfirdráttarheimildar í erlendri mynt sem eyðir allri gengisáhættu. SPV er eina fjármálafyrirtækið sem veitir námsmönnum erlendis þennan möguleika. Lán SPV er greitt inná reikning námsmannsins erlendis, en það fyrirkomulag hefur einnig í för með sér lægri kostnað fyrir námsmanninn. Aðeins eru reiknaðir vextir af þeirri upphæð sem lántakandi nýtir sér, en auk þess eru vextir yfirdráttarlánsins mun lægri en á yfirdráttarheimild í íslenskum krónum. Hægt er að greiða inná yfirdráttinn hvenær sem er og verði tafir

á náminu býður SPV sveigjanleika varðandi afborganir.

Hvað þarf námsmaðurinn að gera?

Það eina sem námsmaður erlendis þarf að gera er að sækja um yfirdráttarheimild og Heimabanka SPV. Hann þarf ekki að færa önnur viðskipti. Að sjálfsögðu býður SPV námsmönnum einnig allsherjar námsmannaþjónustu. Í Námsmannaþjónustu SPV eiga námsmenn m.a. kost á kredit- og debetkortum, tölvukaupaláni, bókastyrkjum, námsláni SPV, námslokaláni, ýmsum tilboðum og mörgum öðrum fríðindum sem SPV veitir eða aflar fyrir hönd viðskiptavina sinna með reglulegu millibili.

Það er von okkar hjá SPV að þessi nýja þjónusta fyrir námsmenn erlendis nýtist vel í því ölduróti sem íslenska krónan er í um þessar mundir og gerir þeim enn betur kleift að sinna námi sínu af sömu kostgæfni og áður án þess að hafa fjárhagsáhyggjur af völdum stöðu íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Við hvetjum námsmenn til að afla sér frekari upplýsingar um þjónustuna hjá þjónustufulltrúum SPV í síma 575 4100 eða með því að senda fyrirspurn til spv@spv.is. Allar nauðsynlegar upplýsingar er ennfremur að finna á vef sparisjóðsins, www.spv.is.

22
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis Ragnar Z Guðjónss

Samskip eru öflugt alþjóðlegt fyrirtæki í flutningaþjónustu með starfsemi og skrifstofur í Evrópu, Ameríku og Asíu, auk umboða og samstarfs við fjölda flutningafyrirtækja um heim allan. Reynsla, þekking og samhæft upplýsingakerfi auðveldar okkur að veita viðskiptavinum persónulegri, skilvirkari og öruggari þjónustu.

Hvort sem flytja þarf mikið magn eða einn hlut, er okkur annt um að hver viðskiptavinur njóti þess besta sem völ er á.

„There comes the Icelandic contractor”

Ætlaði að verða bóndi en átti að

verða krati....

Það er óhætt að segja að Gunnar Ingi Birgisson, formaður stjórnar LÍN, hafi komið víða við á sínum náms- og starfsferli. Hann hefur unnið sem sjómaður, unnið með verkalýðshreyfingunni og jafnframt setið í stjórn gamla Vinnuveitendasambandsins. Nú er komið að tímamótum á pólitískum ferli þar sem hann mun, þann 1. júní næst komandi, taka við starfi bæjarstjóra Kópavogs og láta af þingmennsku í bili. Sæmundur tók þennan merka mann tali og byrjaði á því að forvitnast um uppruna mannsins með djúpu röddina.

„Já, ég er nú að hluta til alinn upp í Fljótshlíðinni og ætlaði mér að verða bóndi en aðstæður höguðu því þannig til að þau áform breyttust og ég gekk menntaveginn, að hluta til vegna hvatningar frá Kristni bróður [Gunnarssyni, alþingismanni]. Fór reyndar á sjóinn í millitíðinni og tók síðan stúdentspróf utan skóla frá MR. Það var mjög sérstakt á þeim tíma og ég man að Guðni heitinn rektor var sá sem studdi mig til þess innan skólans. Þetta var strembinn tími og ég held að ég hafi lést um ein tíu kíló í prófunum, en var þó grannur fyrir. Síðan innritaði ég mig í verkfræði við Háskóla Íslands og lauk því námi árið 1977. Þaðan lá leiðin beint til Edinborgar í Heriot-Watt University, þar sem ég stundaði mastersnám, sem fólst meðal annars í því að gera rannsóknir íslenskum jarðefnum. Aðstæður okkar nemendanna voru alveg til fyrirmyndar - hver nemandi fékk aðstoðarmann og það var mikill lúxus

á okkur þarna.” Gunnar rifjar upp að námskerfið hafi verið byggt upp með öðrum hætti en við þekkjum almennt í dag. Þá skrifuðu menn mastersritgerðina sína og unnu við rannsóknir, en þurftu ekki endilega að sækja námskeið frekar en þeir vildu. Ritgerðin var síðan metin fullnægjandi eða ekki. „Þetta var bara annað hvort pass or fail, þegar þú varst búinn að verja ritgerðina.”

24
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Góður tími

„En þarna var mjög gott að vera. Við hjónin vorum á þessum tíma búin að eignast báðar stelpurnar okkar og konan var heima og sá um börnin á meðan ég var í náminu. Það var auðvitað mikill gestagangur eins og gerist svo hún sá um að þræða búðirnar með fólkinu og fékk, held ég, alveg nóg af búðarrápi í nokkurn tíma á eftir”, segir Gunnar og brosir. “Eldri dóttir okkar var í skóla en hin kornung heima hjá móður sinni. Ég tók engin námslán á þessum tíma, heldur lifðum við á sumarlaununum og svo prjónaði frúin lopapeysur og seldi. Þetta voru nægjusöm ár en við höfðum það alls ekki slæmt. Maður bara passaði sig.”

að gera rannsóknina sjálfa og afla gagna fyrir verkið en mesta vinnan fór í skrifin sjálf.”

Gunnar segir tímann í Bandaríkjunum hafa verið mjög góðan. „Já, þetta voru bestu árin. Ég varð mjög góður vinur prófessorsins og vann töluvert fyrir hann - meðal annars í eftirliti. Þeir sögðu strákarnir þegar ég kom á vinnusvæðin „There comes the Icelandic contractor”. Ég öðlaðist gífurlega reynslu á þessum tíma og var boðin áframhaldandi vinna en við ákváðum að flytja aftur heim til Íslands árið 1983 og ég fór að starfa við fyrirtækið mitt.”

Ég var eini maðurinn sem ekki var með bindi á fundinum og Guðmundur Jaki sat beint á móti mér. Við vorum góðir vinir frá gamalli tíð og það datt næstum af honum andlitið þegar ég mætti inn á fundinn,”

„Með okkur á þessum tíma í Edinborg voru margir skemmtilegir karakterar. Þarna var til dæmis Ögmundur Jónasson, þingmaður, í námi og fleiri góðir. Það var því glatt á hjalla á skemmtunum Íslendingafélagsins, þar sem komu saman Íslendingar frá Glasgow og Edinborg. Menn skiptust auðvitað á skoðunum og höfðu ólíka sýn á hlutina, enda pólitískar línur farnar að skýrast á þessum árum.”

Snemma árs árið 1979 kom fjölskyldan heim frá Edinborg, mastersgráðunni ríkari. Gunnar vildi sinna eigin verktakafyrirtæki, sem hann hafði sett á stofn sumarið áður, og vann eingöngu að verkefnum á sumrin. „Síðan reyndi ég að fá vinnu á verkfræðistofum þarna um veturinn en þá var það ekki hægt því ég hafði unnið sem verktaki. Þetta var mjög sérkennilegt og er auðvitað ekki svona í dag. Það varð því úr að ég fór á vertíð í Þorlákshöfn - skellti mér á sjóinn.”

Njótið þess tíma á meðan þið eruð í námi - þetta er einn besti tími ævinnar. Áhyggjurnar hefjast fyrst að námi loknu.

Þegar Gunnar er inntur eftir því hver honum finnist vera helsti munurinn á því að stunda nám erlendis í dag eða fyrir um þrjátíu árum síðan, bendir hann á smæð heimsins.

„Þegar ég var að læra var heimurinn svo langtum stærri. Það var heilmikið mál bara að fljúga til Glasgow, sem tekur ekki nema rétt tvo tíma í dag, hvað þá að fara til Bandaríkjanna og fljúga langt inn í miðríkin. Það þótti alveg svakalegt ferðalag. Í þá daga tók maður alla peninga með sér út því það var mjög erfitt að senda peninga á milli landa. Samskiptatækni hefur nátttúrulega breyst alveg gífurlega og samgöngur allt aðrar nú en í þá daga. Nú er ekkert mál að fljúga til Bandaríkjanna. Varðandi fjármögnun náms þá hafa tækifærin aukist til muna og nú geta allir sem vilja menntað sig hvort sem er hér á landi eða erlendis. Þetta eru því allt önnur tækifæri sem námsmenn í dag hafa.”

Félagsmál og pólitík

Doktorsnám í Bandaríkjunum

„Ég var síðan hvattur til að sækja um Rótarý styrk til að fara til Bandaríkjanna og var svo heppinn að fá þann styrk til að rannsaka íslensk jarðefni. Skólagjöld voru niðurfelld og ég fékk greiddan farmiðann

út ásamt 7500 USD styrk. Upphaflega ætlaði ég bara að vera eitt ár úti en síðan var mér boðið að taka doktorsgráðu við skólann og af því ég var þá byrjaður á rannsókninni þá var ekkert aftur snúið með það. Vinnan við doktorsritgerðina var nokkuð strembin því þá handskrifaði ég allt efni og konan vélritaði - það voru auðvitað allt aðrar vinnuaðstæður en námsmenn búa við í dag. Það var minnsta mál

Gunnar tók, fljótlega eftir heimkomuna, að sér ýmis trúnaðarstörf og var meðal annars varaformaður Verktakasambands Íslands í eitt ár og síðan formaður þess frá 1986 til 1991. Gunnar sat í framkvæmdastjórn VSÍ og var varaformaður þess frá 1989 til 1992. Á námsárum sínum var Gunnar hins vegar trúnaðarmaður hjá Dagsbrún og var í trúnaðarmannaráði þar. Hann hefur því reynslu af setu beggja vegna borðsins og deilir með okkur frásögn af atviki frá þessum tíma. „Það var þannig að við vorum að sprengja í hádeginu uppi við Veðurstofu og ég átti að mæta á samningafund í Vinnuveitendasambandi um hálftvö. Svo dróst verkið og ég komst ekki heim til að skipta um föt - mætti bara í vinnugallanum og skítugur upp fyrir haus. Ég var eini maðurinn sem ekki var með bindi á fundinum og Guðmundur Jaki sat beint á móti mér. Við vorum

25
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

góðir vinir frá gamalli tíð og það datt næstum af honum andlitið þegar ég mætti inn á fundinn,” segir Gunnar og skellir upp úr.

Svo var Gunnar plataður út í pólitíkina, eins og hann orðar það. „Ég hafði alltaf neitað en lét svo til leiðast og tók sjöunda eða áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi árið 1990. Kratarnir urðu steinhissa þegar þeir sáu að ég var kominn í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir vissu auðvitað um vinskap minn við Guðmund [Jaka] og svo hafði pabbi heitinn verið krati og þá gerðu menn bara ósjálfrátt ráð fyrir því að ég færi sömu leið. Úrslit prófkjörsins komu mér algerlega á óvart, enda var ég óþekkt nafn í pólitíkinni. En við tók mikil vinna við uppbyggingu innan bæjarins á erfiðum tíma í efnahagssögu þjóðarinnar. Í dag er Kópavogur með hæsta fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu og bærinn dregur að sér fólk. Þetta gerist auðvitað ekki af sjálfu sér - maður eyddi alveg rosalegum tíma í þetta og þessu fylgdi mikið álag.”

En nú er komið að þeim tímamótum hjá Gunnari að hann tekur við starfi bæjarstjóra Kópavogs þann 1. júní næstkomandi. „Já, Sigurður heitinn Geirdal féll ótímabært frá í nóvember síðastliðnum en flokkarnir höfðu gert með sér samkomulag um að hann yrði bæjarstjóri í þrjú ár og síðan tæki ég við í eitt ár. Við þessar breytingar mun ég láta af þingstörfum í bili og fæ fyrir mig varamann héðan úr Kópavogi inn á þing.“

Formaður stjórnar LÍN í 14 ár

Gunnar hefur verið formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðan árið 1991, eða eins og hann segir sjálfur: „Ég er búinn að vera þarna inni síðan fyrir fyrra Íraksstríð.”

En hvað finnst honum standa upp úr á þessum tíma sem hann hefur setið í stjórn sjóðsins?

„Þetta voru náttúrulega erfiðir tímar og sjóðurinn stefndi hratt í greiðsluþrot þegar við komum að þessu. Þá þurfti að byrja á óvinsælum aðgerðum, klípa af öllu og spara. Það var auðvitað ekkert gaman. En síðan þegar efnahagurinn lagaðist í kring um árið 1996 þá fórum við að bæta meira fjármagni inn í sjóðinn. Það hafa orðið miklar breytingar og búið að gera mikið fyrir sjóðinn og lánþega á síðustu árum. Mér finnst helst standa upp úr frá þessum tíma afnám tekjutengingar við maka, sem var að mínu mati alltaf mjög ósanngjarnt. Síðan höfum við lækkað skerðingarhlutfallið um tugi prósenta - niður í 33% og ég vil fara enn neðar með það. Þau eru auðvitað mörg málin sem ég hef barist fyrir og þá hef ég verið jafn mikill fulltrúi námsmanna og ríkisvaldsins. Mönnum hefur nú stundum fundist nóg um þegar ég hef verið að biðja um meiri pening inn í

sjóðinn en auðvitað verður að finna einhvern milliveg. Ég hef unnið með mjög góðu fólki innan sjóðsins bæði starfsmönnum, stjórn og námsmönnum og er afar stoltur af því að vera núna eini karlmaðurinn í stjórninni”, segir Gunnar og bendir á í leiðinni að barneignum hjá stjórnarmeðlimum LÍN hafi fjölgað mjög undanfarin ár.

Komið heim!

En Gunnar, hvaða heilræði viltu gefa námsmönnum erlendis? „Það er einfalt. Njótið þess tíma á meðan þið eruð í námi - þetta er einn besti tími ævinnar. Áhyggjurnar hefjast fyrst að námi loknu. Svo vona ég auðvitað að sem flestir íslenskir námsmenn snúi heim aftur að námi loknu því við búum í dýnamísku þjóðfélagi og vantar duglegt menntafólk til að halda áfram og bæta við þá þekkingu sem við höfum”, segir Gunnar Ingi Birgisson verðandi bæjarstjóri í Kópavogi þegar við kveðjum hann á fallegum vordegi við Austurvöll.

26
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Þökkum

eftirtöldum aðilum stuðninginn

Akureyri, Geislagötu 9, 600 Akureyri www.akureyri.is

Borgarbyggð, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi www.borgarbyggd.is

Bókasafnið Ísafirði, Eyrartúni, 400 Ísafirði www.isafjordur.is/bokasafn

Faxaflóahafnir, Box 382,121 Reykjavík hofnin@reykjavikurhofn.is

Fjölbrautarskóli

Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi www.fva.is

Héraðsskjalasafn, Laufskógum 1, 700 Egilsstöðum www.heraust.is

Líffræðistofnun Háskóla Íslands, V/Hagatorg, 101 Reykjavík www.hi.is/pub/lif

Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut, 700 Egilsstöðum www.me.is

Menntaskólinn við Hamrahlíð, v/Hamrahlíð, 105 Reykjavík www.mh.is

PricewaterhouseCoopers, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík www.pwc.is

Reykjanesbær

Tjarnargötu 12, 230 Keflavík www.reykjanesbaer.is

Samfylkingin, Austurstræti 14, 101 Reykjavík www.samfylkingin.is Siglufjarðarkaupstaður, Gránufélagsgötu 24 580 Siglufjörður www.siglo.is

Sparisjóður Mýrarsýslu, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes www.spm.is

Sparisjóður Norðlendinga, Skipagötu 9, 600 Akureyri www.spnor.is

Sparisjóðurinn í Keflavík, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík www.spkef.is

Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 780 Höfn í Hornafirði www.hornafjordur.is

Tónlistarskólinn á Akureyri, 600 Akureyri tonak@akureyri.is

Tónlistarskólinn í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík www.tono.is

Verðbréfastofan, Suðurlandsbraut 1 108 Reykjavík vbs@vbs.is

Sími: 591 4000

Fax: 591 4040

E-mail: avis@avis.is

Knarrarvogur 2 www.avis.is

27
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Að eignast barn á Norðurlöndum

- réttur til foreldragreiðslna -

Réttindi foreldra til fæðingarorlofsgreiðslna eru nokkuð mismunandi eftir því í hvaða landi Norðurlandanna foreldrarnir búa. Hér verður gerð grein fyrir helstu réttindum foreldra en upplýsingarnar eru fengnar hjá skrifstofu Halló Norðurlanda á Íslandi (www.hallonorden.org) og efnið birt með leyfi skrifstofunnar.

Greiðslur til foreldra í Danmörku

Í Danmörku geta þeir sem eru með dvalar- og atvinnuleyfi í landinu fengið leyfi á launum vegna fæðingar og barnagæslu.

Foreldrar með börn á aldrinum 0 til og með 8 ára geta fengið leyfi á launum við að gæta eigin barna.

Launþegar, sjálfstætt starfandi fólk, atvinnulaust fólk með rétt til dagpeningagreiðslna og þeir sem þiggja tímabundna fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera geta fengið leyfi á launum til barnagæslu.

Foreldrar hafa samtals rétt til fæðingarorlofs í 32 vikur. Allir hafa rétt til fæðingarorlofsgreiðslna óháð því hvort þeir eru í vinnu eða atvinnulausir.

Nánari upplýsingar fást á vefsíðunum: www.ams.dk og www.bm.dk

Fæðingarorlof og fæðingarstyrkur á Íslandi

Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði fá foreldrar sem hafa verið samfellt í starfi í a.m.k. sex mánuði fyrir upphaf fæðingarorlofs.

Starfstími foreldris í öðrum EES-ríkjum er tekinn til greina ef foreldri hefur unnið á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. einn mánuð á síðustu sex mánuðunum fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.

Við útreikning greiðslna er þó eingöngu miðað við laun á innlendum vinnumarkaði. Mánaðarleg greiðsla til foreldris er 80% af meðaltali heildarlauna á 12 mánaða samfelldu tímabili sem lýkur

tveimur almanaksmánuðum fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.

Móðir getur hafið töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns og faðir frá fæðingardegi. Réttur til fæðingarorlofs fellur niður við 18 mánaða aldur barns.

Fæðingarstyrk fá foreldrar sem eru utan vinnumarkaðar/í minna en 25% starfi eða í fullu námi. Skilyrði fyrir greiðslu er að jafnaði að foreldri eigi lögheimili hér á landi við fæðingu barns og síðustu 12 mánuði á undan.

Heimilt er þó að greiða fæðingarstyrk hafi foreldri verið búsett í öðru EES-ríki á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns og liggi fyrir E-104 vottorð sem staðfestir tryggingatímabil foreldris þar.

28
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

Foreldrar sem flutt hafa lögheimili sitt tímabundið erlendis vegna náms og hafa átt lögheimili hér á landi í a.m.k. fimm ár fyrir flutning geta líka átt rétt ef ekki er réttur á greiðslur í búsetulandinu eða á mismuninum ef rétturinn þar er lakari en hér á landi.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Tryggingastofnunnar www.tr.is

Fæðingarorlofsgreiðslur til foreldra í Noregi

Almennir skilmálar fyrir fæðingarorlofi eru að móðirin hafi haft launatekjur í sex af undanfarandi tíu mánuðum áður en til orlofs kemur. Faðirinn verður að hafa haft launatekjur í sex af undanfarandi tíu mánuðum áður en til hans hluta af orlofi kemur.

Með hugtakinu launatekjur er hér átt við sjúkragreiðslur, fæðingargreiðslur, meðgöngugreiðslur, ættleiðingargreiðslur, atvinnuleysisbætur, herþjónustu eða borgaralega þjónustu eða skylduþjónustu við almannavarnir. Hér er hins vegar ekki átt við endurhæfingargreiðslur. Viðkomandi þarf að lágmarki að hafa haft tekjur af lífeyrisgreiðslum sem samsvara helmingi af grunnupphæð almannatrygginga. Konur sem ekki eiga rétt á fæðingarorlofi fá eingreiðslustyrk

Samtals nemur orlofið 42 vikum á fullum launum, eða 52 vikum á 80 af hundraði fullra launa. Fjórar þessara vikna eru ætlaðar föðurnum („feðrakvóti”).

Í vissum kringumstæðum getu faðirinn fengið í sinn skerf aukinn hluta af orlofstímabilinu. Með greiðslutímaskipun er unnt að lengja styrktímabilið. Þá er hlutastarf sameinað fæðingarorlofsgreiðslum.

Á www.trygdeetaten.no er að finna nánari upplýsingar og skilmála vegna ættleiðingargreiðslna.

Greiðslur til foreldra í Finnlandi

Með hugtakinu foreldragreiðslur er átt við mæðraog feðralaun og foreldragreiðslur en stærð þeirra ræðst af tekjum foreldranna. Mæðralaun og foreldragreiðslur eru veitt fyrir alls 263 virka daga.

Hin verðandi móðir hefur rétt á mæðraorlofi í fyrsta lagi 50 og í síðasta lagi 30 virkum dögum áður en fæðingar er vænst.

Hin verðandi móðir fær mæðragreiðslur, hafi hún notið félagslegs stuðnings í Finnlandi í að minnsta

kosti 180 daga áður en fæðingar er vænst. Mæðragreiðslur eru veittar fyrir 105 virka daga frá og með þeim tíma að móðirin fer í mæðraorlof. Sótt er um greiðslurnar á skrifstofu FPA í síðasta lagi tveimur mánuðum áður en fæðingar er vænst.

Faðir hefur rétt á feðraorlofi í 6 til 18 virka daga. Faðirinn getur sótt um feðragreiðslur ef hann tekur sér frí frá launavinnu og er heima með barnið. Upphæð greiðslunnar fer eftir atvinnutekjum hans.

Þegar mæðraorlofinu lýkur getur hvort foreldranna sem er sótt um foreldraorlof í 158 virka daga. Á því tímabili fást foreldragreiðslur. Greiðslurnar renna annað hvort til móður eða föður, allt eftir því hvort þeirra er heima hjá barninu. Upphæð greiðslunnar fer eftir atvinnutekjum. Frekari upplýsingar um foreldraorlof og - greiðslur fást hjá www.kela.fi/svenska

Fæðingarorlof og sjúkradagpeningar í

Svíþjóð

Fæðingarorlofið í Svíþjóð er 480 dagar og skiptist jafnt á milli foreldranna, hafi þau sameiginlegt forræði yfir barninu. Öðru foreldrinu er þó heimilt að yfirfæra rétt sinn til hins að undanteknum 60 dögum. Einstætt foreldri á rétt á öllum 480 dögunum. Sé um tvíburafæðingu að ræða bætast 180 dagar við. Ekki er hægt að taka út fullt fæðingarorlof samtímis vinnu eða námi, en hægt er að skipta því niður og taka út t.d. 1/4 orlof á móti 3/4 vinnu eða námi daglega. Báðir foreldrar geta ekki tekið út fæðingarorlof samtímis fyrir sama barnið.

Greiðslur í fæðingarorlofi eru tvenns konar. Foreldrar sem hafa verið í vinnu í minnst 240 daga samfellt fyrir fæðingu barnsins eða áætlaðan fæðingardags þess, eiga rétt á sjúkradagpeningum í fæðingarorlofi. Sjúkradagpeningar eru 80 % af launum þeirra (SGI) Hafi foreldrar ekki verið í vinnu, fá þeir lágmarksbætur sem árið 2005 eru 180 sek á dag. Þessar bætur eru þó einungis greiddar í 390 daga af þessum 480, en síðustu 90 daganna eru greiddar 60 sek á dag. Hægt er að byrja töku fæðingarorlofs 60 dögum fyrir áætlaða fæðingu barns, en orlofið er hægt að nýta allt þar til barnið verður 8 ára gamalt.

Foreldrar barna undir 8 ára aldri sem flytja frá Ís-

29
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis

landi til Svíþjóðar, geta sótt um áframhaldandi fæðingarorlof í Svíþjóð að frádregnum þeim tíma sem þeir hafa haft fæðingarorlof á Íslandi. Þeir eiga þó ekki rétt á greiðslum skv. sjúkradagpeningsforminu nema þeir uppfylli skilyrðið um 240 daga vinnu fyrir fæðinguna og einnig að þeir hafi unnið í Svíþjóð og myndað rétt til sjúkradagpeninga.

Þegar barnið er veikt

Foreldri sem þarf að vera heima frá vinnu vegna veikinda barns síns eða fara með það til læknis eða á heilsugæslustöð, á rétt á sjúkradagpeningum sé barnið undir 12 ára aldri. Þetta á einnig við ef sá aðili sem venjulega hugsar um barnið er veikur, t.d. dagmamman.

Ekki er krafist læknisvottorðs fyrr en eftir 7 daga veikindi. Hægt er að taka út allt að 120 daga fyrir

hvert barn árlega. 60 daga má taka út hvort sem er vegna veikinda barns eða dagmömmu, en 60 daga eingöngu vegna veikinda barns. Sjúkradagpeningar eru yfirleitt um 80% af launum foreldrisins.

Ef barn er innlagt á sjúkrahús á meðan foreldrið er í fæðingarorlofi, getur foreldrið skipt út fæðingarorlofinu á móti greiðslum vegna veiks barns.

Foreldrar barna yfir 12 ára aldri geta átt rétt á sjúkradagpeningum sé barn þeirra í þörf fyrir meiri umönnun en almennt gerist. Foreldrar barna undir 18 ára aldri eiga rétt á greiðslum í ótakmarkaðan tíma sé barnið haldið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdóm.

Frekari upplýsingar um sænska foreldratryggingakerfið fást á eftirfarandi vefsetrum: www.fk.se og www.rfv.se

Vantar þig vinnuaðstöðu í Reykjavík í sumar?

ReykjavíkurAkademían er miðstöð sjálfstætt starfandi fræðimanna þar sem boðið er uppá vinnuaðstöðu í frjóu og skemmtilegu umhverfi á Hringbraut 121 í Reykjavík. Fræðimenn sem koma heim í sumar geta fengið starfsaðstöðu þar á góðum kjörum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Akademíunnar netfang: reykjavikur@akademia.is Á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar er einnig að finna upplýsingar og eyðublöð þar sem hægt er að sækja um húsnæði. www.akademia.is

30
SÍNE · Samband íslenskra námsmanna erlendis
sæti laus í ReykjavíkurAkademíunni www.akademia.is
á Akureyri
Örfá
Menntaskólinn
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.