Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2021

Page 76

Nýtt gervigras var sett á gervigrasvöllinn 2020. Einnig hafa staðið yfir byggingaframkvæmdir við nýtt íþróttahús sem áformað er að taka í notkun 2021.

Íþróttavallarsvæðið iðar af lífi allan ársins hring

Á

rið hófst með hefðbundnum hætti með vetraræfingum á vallarsvæðinu hjá knattspyrnudeild og frjálsíþróttadeild, sem og knattspyrnuakademíu. Fyrstu tveir mánuðir ársins voru nokkuð eðlilegir en svo kom Covid sem hafði mikil áhrif á allt starf á vellinum frá mars og fram í byrjun maí þegar að æfingar og keppni máttu fara af stað aftur. Haldin voru nokkur mót bæði hjá knattspyrnudeild og frjálsíþróttadeild með miklum kröfum um sóttvarnir og ekki með neinum áhorfendum. Þetta blessaða Covid-ástand hafði skaðleg áhrif á alla eðlilega starfsemi og í fyrsta sinn í hálfa öld fór Grýlupottahlaupið ekki fram á vormánuðum. Í lok maí fóru æfingar loks á fullt og var vallarsvæðið vel nýtt. Mikið var um vorleiki hjá knattspyrnufólki. Eins byrjaði frjálsíþróttafólk að æfa úti og sem fyrr kom frjálsíþróttavöllurinn og kastsvæðið sér vel og var vel nýtt. Áfram var unnið í samstarfi við Golfklúbb Selfoss sem sá um slátt og umhirðu á grasvöllum. Hefur það samstarf verið mjög gott. Vellirnir komu sæmilega undan vetri en samt tók töluverðan tíma að koma þeim í viðunandi stand. Ástand svæðisins yfir sumarmánuði var nokkuð gott. Við náðum að háþrýstiþvo tartanbrautir á frjálsíþróttavellinum með verktaka ásamt því að merkja upp nokkrar línur á tartani fyrir sumarið. Eins var með knattspyrnuvöllinn. Hann var færður lítillega til að jafna mestu álagsvæði og kom það vel út. Miðað við reynslu síðustu ára er þetta nauðsynlegt til að fá sem mesta notkun á völlinn. Eins byrjuðum við að nota nýjan æfingavöll, austan frjálsíþróttavallar. Kemur hann til með að létta álagi af aðalvelli.

76 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss

Nýtt æfingasvæði var tekið í notkun austan við frjálsíþróttavöllinn.

Vallarstarfsmenn sjá um aðra umhirðu á svæðinu ásamt því að sinna öllu eðlilegu viðhaldi. Má þar sem dæmi nefna að laga girðingu í kringum frjálsíþróttavöll sem verður fyrir miklu tjóni á hverjum vetri. Það sem þarf að breytast á svæðinu er að starfsmenn verði betur tækjum búnir til að sinna viðhaldi og umhirðu á svæðinu. Draumur knattspyrnufólks varð að veruleika í október þegar hafist var handa við að skipta út gervigrasi á gervigrasvellinum. Tókst það mjög vel og er nokkuð ljóst að þessi blettur er eitt mest notaða íþróttasvæði í sveitarfélaginu. Fullt af verkefnum á vallarsvæðinu bíða. Flóðlýsing á gervigrasi er komin til ára sinna og lýsir ekki vel. Þar væri hægt að ná fram sparnaði með því að skipta um perur og fá betri lýsingu. Gamla húsið þarf að fá alvöru viðgerð og klæðning á Tíbrá ásamt gluggum þarfnast endurnýjunar. Einnig þarf að fá nýjan vallarbíl, fjórhjól eða álíka tæki sem gæti þjónustað svæðið, ýtt snjó yfir veturinn og verið í

hinum ýmsu störfum um svæðið allt árið um kring. Á síðasta ári voru tveir starfsmenn í fullu starfi allt árið og vallarstjóri sem er í 50% stöðu yfir vetrarmánuðina en í fullu starfi á sumrin. Yfir sumarmánuði fjölgar starfsmönnum töluvert. Fimm aðrir starfsmenn voru ráðnir til vallarstjórnar yfir sumarið og einnig komu krakkar frá Vinnuskóla Árborgar til aðstoðar. Árið 2020 var á margan hátt furðulegt á vallarsvæðinu. Vegna Covid var alltaf verið að stoppa og byrja aftur. Hafði það mikill áhrif á starf bæði hjá knattspyrnuog frjálsíþróttadeild. Á haustdögum 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi sem verður tekið í notkun um verslunarmannahelgina 2021. Þetta fyrsti hluti af gríðarlega metnaðarfullri uppbyggingu á svæðinu og kemur til með að gjörbylta allri vetraraðstöðu hjá iðkendum á svæðinu. Meðan framkvæmdir eru í gangi þrengir töluvert að aðstöðu hjá okkur og


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

UMFÍ bikarinn, Björns Blöndals bikarinn og formenn Umf. Selfoss frá upphafi

2min
page 81

Heiðursfélagar, gullmerkja- og silfurmerkjahafar Umf. Selfoss

3min
page 80

Íþróttafólk Umf. Selfoss frá upphafi

3min
page 79

Íþróttavallasvæðið iðar af lífi allan ársins hring

3min
page 76

Minningargreinar

3min
page 75

Sögu- og minjanefnd

18min
page 74

Taekwondodeild

4min
pages 72-73

Sunddeild

4min
pages 70-71

Mótokrossdeild

3min
pages 68-69

Knattspyrnudeild

12min
pages 63-67

Frjálsíþróttadeild

18min
pages 45-49

Selfoss meistari meistaranna 2020

1min
pages 60-62

Júdódeild

4min
pages 58-59

Handknattleiksdeild

21min
pages 51-56

Fimleikadeild

9min
pages 39-43

Elvar Örn: Ógleymanlegt tímabil á Selfossi

5min
pages 36-38

Sigga Guðjóns: Íslandsmethafi í 30 ár

16min
pages 24-27

Eva María: Algjör plús að ná metinu á Selfossvelli

6min
pages 32-35

Sigrún Ýr: Verð alltaf viðriðin dans

11min
pages 28-31

Grímur Hergeirs: Maður vill bara hjálpa til og leggja hönd á plóg

19min
pages 18-23

Skýrsla stjórnar Umf. Selfoss 2020–21

17min
pages 8-13

Íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

1min
page 7

Barbára Sól: Geggjað að láta drauma sína verða að veruleika

5min
pages 14-17
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.