4 minute read

Taekwondodeild

Next Article
Sunddeild

Sunddeild

taekwondo

deild

Advertisement

Starfsárið 2020

Starfið hjá deildinni var öflugt í upphafi árs, þar sem iðkendur skiluðu sér vel til æfinga eftir jólafrí. Við sendum keppendur á RIG og héldum bikarmót TKÍ í Hamarshöllinni í Hveragerði. Það var eina taekwondomót ársins því að svo kom heimsfaraldurinn Covid-19. Öllu var skellt í lás og allar æfingar að mestu leyti bannaðar í vor og haust. Þjálfarar deildarinnar brugðust vel við ástandinu með því að vera með æfingamyndbönd á netinu og allra hörðustu iðkendur æfðu sig vel heima.

Björn Jóel (rauður) að keppa á bikarmóti. Þorsteinn Ragnar Guðnason keppti á RIG í febrúar.

Þorsteinn Ragnar Guðnason að gera skæraspark.

Formaður taekwondodeildar þakkar iðkendum, þjálfurum og stjórnarfólki, Sveitarfélaginu Árborg og Umf. Selfoss samstarfið á þessu fordæmalausa ári sem liðið er. Við komum tvíefld til starfa og iðkunar á komandi ári.

Þakkir fá einnig aðalstyrktaraðilar deildarinnar sem eru; Coca-Cola European Partners Ísland og Sláturfélag Suðurlands.

F.h. taekwondodeildar Umf. Selfoss, Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður

Stjórn taekwondodeildar kosin á aðalfundi deildarinnar 3. mars 2020:

Formaður: Ófeigur Ágúst Leifsson Gjaldkeri: Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Ritari: Ólöf Ólafsdóttir Meðstjórnandi: Guðbjörg Arnardóttir Fulltrúi iðkenda 16–25 ára: Freyr Hreinsson Varamaður: Þórdís Sigurðardóttir Varamaður: Aðalbjörg Runólfsdóttir

Björgvin Magnússon, svæðisstjóri CCEP á Suðurlandi, og Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður taekwondodeildar, handsala styrktarsamning.

Hugdís Erla nýkomin með svart belti. Hópmynd af beltaprófi.

TAEKWONDO

Skýrsla yfirþjálfara

Árið 2020 verður að teljast eitt mest krefjandi ár sem við höfum gengið í gegnum frá stofnun taekwondodeildarinnar. Við lærðum ýmislegt og sönnuðum fyrir okkur að með því að vera með sterkan kjarna í deildinni getum við flest.

Því miður hefur verið þó nokkuð brottfall hjá okkur á seinni hluta árs en við erum að vinna í að ná upp sama fjölda og fyrir heimsfaraldur. Ýmis áform eru hjá mér og þjálfarateyminu um kynningar fyrir næsta haust.

Keppnisárangur var ekki mikill á árinu en deildin hélt þó eitt mót fyrir TKÍ, bikarmótið í Hveragerði. Þar náði Björn Jóel Björgvinsson fínum árangri í bardaga en hann keppti upp fyrir sig í aldri og þyngd en uppskar samt silfur að launum. Björn Jóel keppti einnig á RIG og náði þar líka í silfurverðlaun.

Þorsteinn Ragnar Guðnason hélt áfram að gera góða hluti á árinu í formum og var hann með verðlaun á báðum mótum.

Við bættum við fólki í landsliðið í bardaga þetta árið. Björn Jóel Björgvinsson og Sigurjón Bergur Eiríksson voru valdir í B-landsliðið og Dagný María Pétursdóttir, sem kom heim úr námi, fór beint aftur í A-landslið. Þorsteinn Ragnar Guðnason hélt sínu sæti í A-landsliðinu í formum og stefnir hann á keppni erlendis þegar allt verið komið í eðlilegt horf.

Eins og flest annað voru beltaprófin með öðru sniði þetta árið. Við þurftum að fella vorprófið okkar niður því ekki náðist að æfa fyrir það í gegnum fjarkennslu.Við héldum beltapróf í desember þegar slakað var á reglum, en vegna aðstæðna gátum við ekki fengið Sigurstein Snorrason til að koma og sjá um að gráða. Því tók undirritaður það að sér í þetta skipti.

Við notuðumst alfarið við fjaræfingar frá 20. mars til 4. maí og svo aftur frá 30. Daníel Jen Pétursson yfirþjálfari að taka upp heimaæfingar.

Veigar að sýna styrk og liðleika.

október til 18. nóvember. Við reyndum að halda iðkendum við efnið með því að gera heimaæfingar og vil ég þakka öllum sem hjálpuðu við gerð þeirra æfinga.

Samstarfið við Umf. Heklu um æfingar á Hellu gengur vel en við höfum tekið alfarið við skráningum og innheimtu á æfingagjöldum þar. Við fengum nýjan sal fyrir æfingar á Hellu og er það mikil búbót fyrir starfsemina.

Hugdís Erla tók 1. dan í desember en prófið var haldið af Taekwondoakademíunni og var farið eftir ströngum sóttvarnareglum. Prófið var í tveim hlutum vegna þess að íþróttir sem kröfðust snertingar voru bannaðar. Seinni hlutann tók hún eftir að snertingar voru leyfðar í upphafi árs 2021.

Þjálfarateymið árið 2020 tók nokkrum breytingum á árinu en eftirfarandi voru þjálfarar: Daníel Jens Pétursson (4. dan) yfirþjálfari, Sigurjón Bergur Eiríksson (3. dan) yfirþjálfari Suðra, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (1. dan) þjálfari og bjargvættur deildarinnar, Björn Jóel Björgvinsson (2. dan), Þorsteinn Ragnar Guðnason (2. dan), Freyr Hreinsson (1. dan) og Hugdís Erla Jóhannsdóttir (1. dan)

Ég vil endurtaka áskorun mína til Sveitarfélagsins Árborgar frá því í fyrra, en aðstaðan í Baulu er farin að láta á sjá og þá sérstaklega dýnurnar sem eru að nálgast tíunda árið í notkun og eru orðnar mjög slitnar. Biðla ég því aftur til sveitarfélagsins að skoða þetta mál með okkur svo við getum haldið áfram að vera í Baulu á meðan við bíðum eftir nýrri aðstöðu í íþróttamiðstöðinni sem er að rísa við Engjaveg.

Að lokum vil ég þakka þjálfurum deildarinnar og stjórn fyrir samstarfið síðastliðið ár og þakka Taekwondoakademíunni, Ungmennafélagi Selfoss og HSK fyrir stuðninginn á árinu. Daníel Jens Pétursson, yfirþjálfari

This article is from: