1 minute read

Íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

Íþróttakarl Umf. Selfoss Dagur fannar Einarsson

Dagur Fannar átti gott keppnisár 2020 þrátt fyrir kóronuveirufaraldur og náði frábærum árangri á frjálsíþróttavellinum. Hann varð Íslandsmeistari í átta greinum, utanhúss og innanhúss í sínum aldursflokki m.a. bæði í sjöþraut innahúss og tugþraut utanhúss. Þá varð hann Íslandsmeistari í karlaflokki í 400 m grindahlaupi. Dagur Fannar setti samtals 23 HSK-met á árinu.

Advertisement

Dagur Fannar er efstur á afrekaskrá ársins 2020 á Íslandi í sínum aldursflokki í níu greinum. Þá er hann með bestan árangur í fullorðinsflokki í 400 m grindahlaupi.

Dagur Fannar er einn af efnilegri frjálsíþróttamönnum landsins og var búinn að ná árangri til að fara á NM unglinga í tugþraut. Eins og með flest önnur mót erlendis þá var því frestað eða þau felld niður.

Dagur Fannar er nú þegar kominn með lágmark á NM í tugþraut árið 2021. Hann er í mikilli framför og ekki spurning að hann er farinn að banka á landsliðsdyrnar í fullorðinsflokki. Dagur Fannar er í úrvalshópi FRÍ fyrir árin 2020–2021.

Íþróttakona Umf. Selfoss Barbára Sól Gísladóttir

Barbára Sól var ein af lykilleikmönnum meistaraflokksliðs Selfoss sem varð í 4. sæti Pepsi Max deildar kvenna 2020. Þrátt fyrir ungan aldur er

Barbára orðin einn leikreyndasti leikmaður kvennaliðs Selfoss.

Barbára Sól hefur verið atkvæðamikil með landsliðum Íslands. Á árinu 2020 var hún valin í A-landslið Íslands og spilaði með landsliðinu í undankeppni EM þar sem Ísland tryggði sér þátttöku á lokamóti

EM 2022, hún spilaði líka alla leiki U19 á árinu. Á sínum ferli með landsliðum

Íslands hefur hún spilað 36 leiki og skorað samtals fimm mörk.

Barbára er í dag ein mesta fyrirmynd í fótboltanum á Selfossi, hún sýnir og sannar að Selfoss er góður staður til að vera á og að hér er aðstaða með því besta sem gerist á landsvísu. Hún hefur ávallt verið félagi sínu til sóma innan sem utan vallar.