deild
taekwondo
Starfsárið 2020
S
tarfið hjá deildinni var öflugt í upphafi árs, þar sem iðkendur skiluðu sér vel til æfinga eftir jólafrí. Við sendum keppendur á RIG og héldum bikarmót TKÍ í Hamarshöllinni í Hveragerði. Það var eina taekwondomót ársins því að svo kom heimsfaraldurinn Covid-19. Öllu var skellt í lás og allar æfingar að mestu leyti bannaðar í vor og haust. Þjálfarar deildarinnar brugðust vel við ástandinu með því að vera með æfingamyndbönd á netinu og allra hörðustu iðkendur æfðu sig vel heima.
Formaður taekwondodeildar þakkar iðkendum, þjálfurum og stjórnarfólki, Sveitarfélaginu Árborg og Umf. Selfoss samstarfið á þessu fordæmalausa ári sem liðið er. Við komum tvíefld til starfa og iðkunar á komandi ári. Þakkir fá einnig aðalstyrktaraðilar deildarinnar sem eru; Coca-Cola European Partners Ísland og Sláturfélag Suðurlands.
Þorsteinn Ragnar Guðnason keppti á RIG í febrúar.
F.h. taekwondodeildar Umf. Selfoss, Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður
Stjórn taekwondodeildar kosin á aðalfundi deildarinnar 3. mars 2020: Formaður: Ófeigur Ágúst Leifsson Gjaldkeri: Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Ritari: Ólöf Ólafsdóttir Meðstjórnandi: Guðbjörg Arnardóttir Fulltrúi iðkenda 16–25 ára: Freyr Hreinsson Varamaður: Þórdís Sigurðardóttir Varamaður: Aðalbjörg Runólfsdóttir
Björn Jóel (rauður) að keppa á bikarmóti.
Þorsteinn Ragnar Guðnason að gera skæraspark.
Sigurjón Bergur Eiríksson keppti á RIG í febrúar.
72 BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss
Daníel Jens Pétursson yfirþjálfari taekwondodeildar.
Björgvin Magnússon, svæðisstjóri CCEP á Suðurlandi, og Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður taekwondodeildar, handsala styrktarsamning.