Bragi - Ársrit Umf. Selfoss 2021

Page 7

Íþróttafólk Umf. Selfoss 2020 Íþróttakarl Umf. Selfoss

D

Dagur fannar Einarsson

agur Fannar átti gott keppnisár 2020 þrátt fyrir kóronuveirufaraldur og náði frábærum árangri á frjálsíþróttavellinum. Hann varð Íslandsmeistari í átta greinum, utanhúss og innanhúss í sínum aldursflokki m.a. bæði í sjöþraut innahúss og tugþraut utanhúss. Þá varð hann Íslandsmeistari í karlaflokki í 400 m grindahlaupi. Dagur Fannar setti samtals 23 HSK-met á árinu. Dagur Fannar er efstur á afrekaskrá ársins 2020 á Íslandi í sínum aldursflokki í níu greinum. Þá er hann með bestan árangur í fullorðinsflokki í 400 m grindahlaupi. Dagur Fannar er einn af efnilegri frjálsíþróttamönnum landsins og var búinn að ná árangri til að fara á NM unglinga í tugþraut. Eins og með flest önnur mót erlendis þá var því frestað eða þau felld niður. Dagur Fannar er nú þegar kominn með lágmark á NM í tugþraut árið 2021. Hann er í mikilli framför og ekki spurning að hann er farinn að banka á landsliðsdyrnar í fullorðinsflokki. Dagur Fannar er í úrvalshópi FRÍ fyrir árin 2020–2021.

Íþróttakona Umf. Selfoss

B

Barbára Sól Gísladóttir

arbára Sól var ein af lykilleikmönnum meistaraflokksliðs Selfoss sem varð í 4. sæti Pepsi Max deildar kvenna 2020. Þrátt fyrir ungan aldur er Barbára orðin einn leikreyndasti leikmaður kvennaliðs Selfoss. Barbára Sól hefur verið atkvæðamikil með landsliðum Íslands. Á árinu 2020 var hún valin í A-landslið Íslands og spilaði með landsliðinu í undankeppni EM þar sem Ísland tryggði sér þátttöku á lokamóti EM 2022, hún spilaði líka alla leiki U19 á árinu. Á sínum ferli með landsliðum Íslands hefur hún spilað 36 leiki og skorað samtals fimm mörk. Barbára er í dag ein mesta fyrirmynd í fótboltanum á Selfossi, hún sýnir og sannar að Selfoss er góður staður til að vera á og að hér er aðstaða með því besta sem gerist á landsvísu. Hún hefur ávallt verið félagi sínu til sóma innan sem utan vallar.

7

BRAGI ársrit Ungmennafélags Selfoss


Articles inside

UMFÍ bikarinn, Björns Blöndals bikarinn og formenn Umf. Selfoss frá upphafi

2min
page 81

Heiðursfélagar, gullmerkja- og silfurmerkjahafar Umf. Selfoss

3min
page 80

Íþróttafólk Umf. Selfoss frá upphafi

3min
page 79

Íþróttavallasvæðið iðar af lífi allan ársins hring

3min
page 76

Minningargreinar

3min
page 75

Sögu- og minjanefnd

18min
page 74

Taekwondodeild

4min
pages 72-73

Sunddeild

4min
pages 70-71

Mótokrossdeild

3min
pages 68-69

Knattspyrnudeild

12min
pages 63-67

Frjálsíþróttadeild

18min
pages 45-49

Selfoss meistari meistaranna 2020

1min
pages 60-62

Júdódeild

4min
pages 58-59

Handknattleiksdeild

21min
pages 51-56

Fimleikadeild

9min
pages 39-43

Elvar Örn: Ógleymanlegt tímabil á Selfossi

5min
pages 36-38

Sigga Guðjóns: Íslandsmethafi í 30 ár

16min
pages 24-27

Eva María: Algjör plús að ná metinu á Selfossvelli

6min
pages 32-35

Sigrún Ýr: Verð alltaf viðriðin dans

11min
pages 28-31

Grímur Hergeirs: Maður vill bara hjálpa til og leggja hönd á plóg

19min
pages 18-23

Skýrsla stjórnar Umf. Selfoss 2020–21

17min
pages 8-13

Íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

1min
page 7

Barbára Sól: Geggjað að láta drauma sína verða að veruleika

5min
pages 14-17
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.