Safnasafnið 2017

Page 1

Icelandic Folk and Outsider Art Museum 2017

Safnasafnið

Safnasafnið, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2017

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Sýningarstjórar / Curators

Níels Hafstein, Magnhildur Sigurðardóttir, Unnar Örn J. Auðarson

Undirbúningur og aðstoð / Preparation and assistance

Bergljót Benediktsdóttir, Guðmundur Ármann

Sigurjónsson, Gyða Dröfn Árnadóttir, Haraldur Níelsson, Héraðsskjalasafn Skagafjarðar, Jenný Karlsdóttir, Nýlistasafnið [Becky Forsythe], Ragnhildur Stefánsdóttir

Kynningarmál / Public Relations

Margrét M. Norðdahl

Textar / Texts

Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein

Þýðing / Translation

Anna Yates, Harpa Björnsdóttir

Prófarkalestur / Proofreading

Harpa Björnsdóttir

Forsíða / Cover Friðrik Hansen, ljósmynd / photo Pétur Thomsen

Ljósmyndir / Photographs

© Pétur Thomsen, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir

Prentun / Printing

Litróf

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

All photographs, artworks and text protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this publication or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

Safnið

Safnasafnið var stofnað þann 17. febrúar árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Hafa þau byggt upp myndarlega sýningaraðstöðu sem samanstendur af gamla barnaskólanum, sem jafnframt var þinghús Svalbarðshrepps, og kaupfélagshúsinu Gamla- Búð sem reist var árið 1900 á Svalbarðseyri en flutt á safnlóðina árið 2006 og endurgert. Voru þessi tvö virðulegu hús síðan tengd saman með glæsilegri viðbyggingu og safnið opnað í núverandi mynd árið 2007 með 10 misstórum sölum og alls tæpum 500 fermetrum af sýningarrými.

Stofnendur hafa í rúm 30 ár safnað af ástríðu verkum helstu alþýðulistamanna landsins, listamanna sem af ýmsum

ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma, stundum kallaðir næfir eða einfarar í myndlistinni, en eru í reynd beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir.

Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna jöfnum höndum list eftir leika sem lærða, þó að meginstofni verkum sjálfmenntaðra listamanna. Safneignin telur um 6.200 listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag.

Einnig var sérstök safndeild stofnuð árið 2015, Kikó Korriró ­ stofa, þar sem varðveitt eru um 120.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson [1922–2002].

The museum

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded in 1995 by artist Níels Hafstein and his wife Magnhildur Sigurðardóttir, who is a psychiatric nurse. The museum is located in North Iceland, close to Svalbarðsströnd (about 10 minutes drive from Akureyri). It consists of two adjoining vintage buildings with a local history, one being the former elementary school and community centre, while the other was built in 1900 to house the district’s first co­op. The museum was reopened after renovation in 2007 with 10 separate galleries of various sizes, altogether 500 square metres of exhibition space.

For over 30 years the museum’s found ers have been passionately committed to collecting artworks by artists who have hitherto been seen as outside the cultural mainstream, often also called naïve or brut. Artists who have a real and direct connection to an original creational spirit; true, unspoiled and free.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum is a unique art museum in Iceland, initially collecting artworks by all major contemporary folk artists and autodidacts in Iceland, whose works form the core of the collection, while also gradually acquiring an excellent collection of art by professional artists. The base collection consists today of about 6,200 artworks by over 300 artists, dating from the mid 19th century to present times.

In addition a special department was founded in 2015, consisting of 120,000 works by Þórður Guðmundur Valdimarsson [1922–2002], alias Kikó Korríró.

Ragnar Bjarnason [1909–1977]

R. Sigurðsson [1903–1991]

Guðjón

Sýningar 2017

Dieter Roth [1930–1998]

Dieter Roth fæddist í Hannover í Þýskalandi en ólst að mestu leyti upp í Sviss og átti þar rætur, en átti einnig bækistöð á íslandi. Dieter Roth aflaði sér alþjóðlegrar frægðar í lifanda lífi og eru verk hans í eigu helstu listasafna á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýlistasafnið á fjölda verka eftir listamanninn og lánaði 27 þeirra á sýninguna í Safnasafninu, en auk þess eru sýnd verk úr safneign.

Í listsköpun sinni fór Dieter frumlegar og óvenjulegar leiðir og hafði mikil áhrif

Á sýningunni er lögð áhersla á hið barnslega í verkum Dieters Roth, uppátæki, myndir sem hann teiknaði með báðum höndum samtímis, og rýnt er í sjálfsmyndir hans.

Þrykkverk Dieters eru gerð með allt öðru hugarfari en menn áttu að venjast, hann fékk inni í prentsmiðjum í Reykjavík, hirti afganga sem urðu til við hreinsun véla, prufur og mistök og skar þetta efni niður í bókverk.

Til að varpa skýrari ljósi á innihald sumra verkanna var afráðið að kynna gifsdýr eftir

Exhibitions 2017

Dieter Roth [1930–1998]

Dieter Roth was born in Hannover, Germany, and grew up mainly in Switzerland, but also had a base in Iceland.

Dieter Roth became internationally famous during his lifetime, and his work is in the collections of leading art museums in Iceland, Europe and USA. The Living Art Museum in Reykjavík has a large collection of works by Roth, of which 27 have been loaned to the Folk and Outsider Art Museum for the exhibition. Other pieces are in the museum’s own collection.

Dieter Roth was original and unconventional in his art, and had a huge impact on Icelandic artists. He made use of a range of unlikely substances in his art, including organic materials that changed over time, and he remained unique in his personal and unmistakable art which pushed all the boundaries of art. He died in 1998 in Basel, Switzerland.

The exhibition highlights the childlike aspects of Dieter Roth’s work – his antics pictures made by drawing with both hands at once – and explores his self­portraits.

Roth’s approach in his graphic works was radically different from the norm: he gained access to printworks in Reykjavík where he gathered up odds and ends, rejects and proofs, which he reworked and cut to make works of book art.

In order to throw more light on the import of some of the works, a decision was made to show a plaster­of Paris beasts made by young pupils of the Grenivík primary school, thus sustaining the childlike tone that many people feel they discern in the work of Dieter Roth.

Bókasafn og fræðastofa Library and study centre

Í bókastofunni eru ógrynni fræðirita og bóka um flestar helstu listgreinar, svo sem myndlist, hönnun, arkitektúr, textíl og handverk. Fræðafólk og áhugamenn geta þar einnig fengið aðgang að upplýsingum um sýningarhald, safneign og rannsóknir Safnasafnsins á alþýðulist og sérstæðum listamönnum.

Í bókastofu Safnasafnsins eru í ár sýnd verk úr safneign. Eftir Huldu Vilhjálmsdóttur eru sýnd málverk, teikningar, bókverk og keramik, en auk þess eru þar myndverk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Bjargeyju Ingólfsdóttur

The museum library contains hundreds of books and vast source material about visual arts, design, architecture, textile and crafts. It also includes source material about the museum, its exhibitions since the outset, the collection and the museum’s own research on folk art and outsider artists.

On display in the library are works from the collection. Paintings, drawings, bookworks and ceramics by Hulda Vilhjálmsdóttir are on show, along with artworks by Erla Þórarinsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, and Hálfdán Björnsson [1933–2009].

Matthías og Þorvaldur eru af yngstu kynslóð myndlistarmanna og eru báðir úr Reykjavík. Á sýningu þeirra er stillt saman höggmyndum úr íslensku grágrýti og litríkum málverkum á krossvið.

Skúlptúrar Matthíasar bera með sér sterk höfundareinkenni, en hann hefur á undanförnum árum meitlað íslenskt grágrýti og kallað fram úr því kynjaverur. Grjótið verður í meðförum listamannsins að fullmótuðum karakter, einskonar líkneski, þar sem myndbreyting er meginstef. Í þessum fersku, en á sama tíma aldurslausu verkum, rennur eitt form inn í annað og oft eru mörkin milli manna, dýra og hluta óljós.

Þorvaldur hefur á síðustu 10 árum teiknað og málað frjóan og litríkan hugarheim sinn á viðarplötur. Í verkunum birtist flókið samspil náttúru, borgar og fantasíu, þar sem listamaðurinn skapar draumkennt sögusvið, eins konar útópíska veröld, fulla af lífi og rómantík, en á sama tíma með alvarlegan undirtón.

Matthías and Þorvaldur, who live and work in Reykjavík, represent the youngest generation of artists. In their joint exhibition are displayed Matthías’s sculptures chiselled from Icelandic basalt rock, in dialogue with Þorvaldur’s colourful paintings on plywood.

Matthías has in recent years been using basalt rock as his main material, bringing to light with his chisel strange and characterful creatures. The rock becomes in the hands of the artist a fully developed character, a totem of sorts, with metamorphosis as the leitmotiv. In these new, but at the same time ageless, works form is entangled with form, and the boundaries between man, animal and object become blurred and obscure.

Þorvaldur has for the last decade been drawing and painting his vivid and colourful visual world on plywood. His paintings manifest a complicated interplay of nature, city and fantasy, where the artist creates an illusory scene of action, a kind of utopia, full of life and romance, but at the same time with a solemn undertone.

Matthías Rúnar Sigurðsson & Þorvaldur Jónsson

Birta Guðjónsdóttir

Birta er myndlistarmaður og sýningarstjóri og býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur

í gegnum árin verið öflug á fjölbreyttum vettvangi myndlistar, var m.a. safnstjóri Nýlistasafnsins og meðsýningarstjóri norræna listtvíæringsins Momentum. Birta vinnur í ýmsa miðla sem myndlistarmaður, en þó helst með samspil ljósmyndar og skúlptúrs. Sýning Birtu í Safnasafninu ber titilinn Táknskilningur og er unnin sem leið til aukinnar skynjunar á tengslum tákna, táknhelgi og líkamans. Þrívíðu verkin eru unnin úr jarðefnum og efnum sem tengjast líkamanum og eru sprottin af þörf fyrir að hand­ og myndgera samtal við gyðjur og verur sem búa innra með okkur.

Birta is a visual artist and curator, living and working in Reykjavík. Her many activities in the art field include being executive director of the Living Art Museum and cocurating the Nordic Art Biennial Momentum. As an artist Birta works in various media, mostly with the interaction of photographs and sculptures. Her exhibition at the Folk and Outsider Art Museum, titled Icon Skills, springs from a desire for increased perception of the relationship between symbols, symbolism and the body. The threedimensional works are made of clay and substances that are related to the body and are the result of the need to craft one’s way towards conversations with goddesses and creatures living within us.

Harpa Björnsdóttir

Harpa býr og starfar í Reykjavík. Harpa vinnur í þá efnismiðla sem henta viðfangsefni hennar hverju sinni, hefur gert málverk, vatnslitamyndir, grafík, skúlptúra og vídeó í gegnum árin, en undanfarin ár unnið mest með ljósmyndir og innsetningar. Mörg verka hennar fjalla um starf listamannsins, listasöguna og eðli listsköpunar. Verkið FÓRN er hugleiðing um karlmennskuna og þær fórnir sem stundum eru færðar í nafni hennar.

Harpa lives and works in Reykjavík. She has worked in various materials, each time choosing the media that best suit the concept of her work, be it painting, sculpture, video, or as on this occasion photographs and installation. Many of her works address the role of the artist, art history and the nature of creativity. The inspiration for Harpa’s work SACRIFICE springs from the numerous Greek and Roman statues found in museums around the world, showing perfect male bodies, but with one vital body

Ragnheiður Ragnarsdóttir & Sigríður Ágústsdóttir

Ragnheiður hefur unnið verk sín í ýmsa miðla í gegnum tíðina, en þó aðallega gert innsetningar þrívíðra hluta, málverk og ljósmyndir. Ragnheiður sýnir að þessu sinni olíumálverk og ljósmyndir.

Sigríður hefur unnið leirlistaverk sín með fjölbreyttum aðferðum, en þau keramikverk sem Sigríður sýnir að þessu sinni eru handmótuð með pylsuaðferðinni, lituð með málmoxíðum sem þrýst er í leirinn á meðan hann er rakur og síðan glittuð. Ragnheiður og Sigríður kalla sýningarsamstarf sitt Vorlaukar.

Ragnheiður has worked in different media during the years, mainly installations with three ­ dimensional objects, paintings and photographs. On this occasion she shows paintings and photographs.

Sigríður has experimented with different clay and glazing techniques over the years. This time she displays works that are handcoiled, coloured with metal oxides that are pressed into the clay when leather­hard, and finally burnished. Ragnheiður and Sigríður name their collaboration Spring Bulbs.

Aðalheiður Eysteinsdóttir

Aðalheiður býr og starfar á Siglufirði og

í Freyjulundi í Hörgársveit við Eyjafjörð.

Í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefur hún síðustu ár haldið úti öflugu menningarstarfi með fjölbreyttum viðburðum árið um kring.

Verkið Flæðilína – 2017 er unnið sérstaklega fyrir Safnasafnið og tileinkað stofnendum þess.

Aðalheiður lives and works in Siglufjörður in North Iceland, and also has a home and studio in Freyjulundur, close to Akureyri. In Siglufjörður she established a culture institution, Alþýðuhúsið, inviting artists to exhibit, and is also organizing concerts and lectures all year around.

Aðalheiður’s work, Flowline – 2017, was made especially for the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and is dedicated to its founders.

Verslunin

Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co. var í eigu sömu fjölskyldu frá 1907 til 2006 þegar að hún var lögð niður. Safnasafnið keypti innréttingarnar og notar þær sem umgjörð um sýningar tengdar textíl og hannyrðum. Á hverju ári eru settar upp ólíkar sýningar í versluninni. Sýningin í ár er helguð formæðrum og íslenska kvenbúningnum.

Þar má sjá skautbúning, fagurlega útsaumaðan af Ragnhildi Helgadóttur [1911–1987], gifsafsteypur af fólki í þjóðbúningum eftir Elísabetu Geirmundsdóttur [1915–1959] og

sem og Guðbjörg Ringsted með málverki, og sama gerir textílverk eftir Gjörningaklúbbinn. Auk þess eru sýndar klippimyndir eftir Þóreyju Jónsdóttur [1852–1959] frá Daðastöðum í Reykjadal, sem og nokkur sýnishorn íslenska búningsins og ljósmyndir af formæðrum sem bera hann.

Í innra rými búðarinnar má sjá blýantsteikningar úr safneign eftir Ásu Ketilsdóttur, sem voru unnar um miðja síðustu öld.

Teikningarnar sýna nærumhverfi höfundar á æskuárunum á Ytra­Fjalli í Aðaldal, fólk og dýr blandast hugarheimi hennar þar sem

The Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co shop was in the ownership of the same family from 1907 to 2006, when it closed down. The museum bought the interior fittings and has used them as a setting for its textile­related exhibitions. This year’s exhibition is dedicated to foremothers and Icelandic national costume.

On display is a fine example of skautbúningur, one form of national costume, beautifully embroidered by Ragnhildur Helgadóttur [1911–1987], as well as painted plaster figures of people wearing national costume by Elísabet Geirmundsdóttir [1915–1959] and clay sculptures by Lára Kristín Samúelsdóttir [1935–2014] showing women in various versions of national cos­

tume. Ragnhildur Stefánsdóttir pays homage to the national costume with her photographic work and Guðbjörg Ringsted with her painting, as does a textile bodypiece by The Love Corporation. Also on display are collages by Þórey Jónsdóttir [1852–1959] from Daðastaðir in Reykjadalur, as well as examples of national costume and photographs of foremothers wearing it.

The shop’s inner exhibition area displays pencil drawings by Ása Ketilsdóttir, made when she was a teenager living in the remote farm Ytra­Fjall in the north of Iceland. The drawings show her immediate environment, people and animals living on the farm, intertwined with her imaginative world of fairy tales and folklore.

The Store
Ása Ketilsdóttir

Friðrik Hansen [1947–2005]

Safnasafnið er í samstarfi við hátíðina List án landamæra, þar sem lærðir og sjálflærðir listamenn mætast í frjóu samstarfi.

Í ár eru sýnd verk eftir Friðrik Hansen í Safnasafninu. Á sýningunni eru útsöguð og máluð tréverk og málverk eftir Friðrik úr safneign Safnasafnsins. Verkin bera með sér afgerandi höfundareinkenni, formin eru vel útfyllt, línurnar kraftmiklar, litir sterkir og djúpir í viðarverkunum en ljósari í vatnslitamyndunum. Er augljóst að innra fyrir bjuggu hæfileikar sem ekki fengu eðlilega útrás vegna veikinda Friðriks, en samt eru verk hans gædd frumlegum eiginleikum og listgildi þeirra augsýnilegt.

The museum has cooperated every year with Art Without Borders, an annual art festival where people with disabilities exhibit their own individual artworks and join in a creative encounter with contemporary artists.

This year works by Friðrik Hansen are exhibited at the Folk and Outsider Art Museum. In the exhibition are sawn ­ andpainted wooden sculptures and paintings by Friðrik from the museum’s collection. The works show distinct personal expression, bold forms and strong colours in the wooden works, but lighter and more cheerful in the watercolours. It is obvious that Friðrik possessed talent that he was unable to develop because of his illness, but it is equally obvious that Friðrik’s works are original in their approach and their artistic value is self­ evident.

Samstarf við skóla Collaboration with schools

Að venju efnir Safnasafnið til samstarfs við grunn ­ og leikskóla við Eyjafjörð, að þessu sinni við Valsárskóla og leikskólann Álfaborg á Svalbarðsströnd, og Grenivíkurskóla. Verkefnið er sameiginlegt og heitir Gæludýr. Þetta samstarf er hugsað til að efla listrænan áhuga og hugmyndaflug barnanna frá unga aldri, en einnig er safninu heiður og ánægja af þátttöku þeirra, lífsgleði og sköpunarkrafti.

As usual the museum collaborates this summer with schoolchildren in the Eyjafjörður district – this time from the local preschool and primary school in Svalbarðsströnd and Grenivík. They all work on the same theme, Pets and Farm Animals. The purpose of this collaboration is to nurture from an early age the children’s imagination and interest in art; and the museum is also honoured by their participation and takes pleasure in sharing their joie de vivre and creativity.

Með því að tefla verkum hinna sjálfmenntuðu fram í samtali við verk lærðra listamanna tekur Safnasafnið þann útgangspunkt að sýna listaverk á jafnréttisgrundvelli, þar sem eina krafan er gæði verkanna.

Hópurinn Huglist frá Akureyri hefur verið í samstarfi við Safnasafnið og sýnt verk sín í safninu, bæði saman og sem einstaklingar. Huglist var stofnað 2007 sem vettvangur fyrir fólk með geðraskanir sem vildi vinna gegn fordómum og vera sýnilegt í samfélagi við aðra. Hinn hávaxni, bláklæddi Safnvörður sem tekur á móti gestum á hlaði Safnasafnsins er einmitt úr smiðju þeirra Huglistarfélaga.

By exhibiting works by autodidacts in juxtaposition with the works of renowned contemporary artists, the Icelandic Folk and Outsider Art Museum focuses on all artistic creation without discrimination, the only criterion being the quality of the art.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum has enjoyed rewarding collaboration with the Huglist group, consisting of young people who joined forces in 2007 to found a self­ help group to fight prejudice against mental conditions. The tall figure in a blue suit, who greets the museum’s guests upon arrival, is a fine example of their ambitious work.

Safnasafnið hefur vakið athygli fyrir sýningar sínar og óvenjulega nálgun, bæði hérlendis og erlendis, og um það verið fjallað í innlendum sem erlendum blöðum og tímaritum, m.a. hinu þekkta breska tímariti Raw Vision, sem helgað er alþýðulist, ITE í Finnlandi, sem sýnir list einfara og gefur út bækur og tímarit um sjálfsprottna list, og dpiMagazine í Taipei á Taiwan, sem er öflugt í útgáfu og kynningu á alþýðulist frá öllum heimshornum. Safnasafnið var tilnefnt til safnaverðlauna Safnaráðs árið 2008 og hlaut Eyrarrósina árið 2012, en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Einnig var Safnasafnið í lokaúrvali tilnefninga árið 2014 til hinna alþjóðlegu verðlauna Dr. Guislain safnsins í Ghent, Belgíu, og á ný árið 2016, en sú stofnun er þekkt fyrir stuðning sinn í þágu einstaklinga með geðraskanir, og rekur m.a. þekkt listasafn í þeim tilgangi.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum has gained attention and recognition for its unique exhibitions and unusual approach, both in Iceland and abroad. Articles and reviews have been written and published in newspapers and magazines, among others the respected British magazine Raw Vision, dedicated to folk and outsider art, ITE in Finland, an art institute and publisher of books and magazines about selftaught artists, and dpiMagazine in Taipei, Taiwan, which showcases folk and outsider art from all over the world. In 2008 the Icelandic Folk and Outsider Art Museum was nominated for the Icelandic Museum Council Award and in 2012 it won the Eyrarrós Award, which was founded to focus on and encourage cultural diversity, innovation and development in the field of culture and art.

In addition the museum has twice been nominated for the Dr. Guislain Award, in

Gjafir / Donations 2016–2017

Eftirtaldir listamenn gáfu verk eftir sig til safnsins / The following artists donated works to the museum

Anna María Richardsdóttir, Arnar Herbertsson, Gígja G. Thoroddsen, Guðbjörg Ringsted, Guðjón Ketilsson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Huglist, Kees Visser, Kolbeinn Magnússon, Kristján Guðmundsson, Rúna Þorkelsdóttir

Einnig bárust safninu verk eftir / other works by Guðjón R. Sigurðsson

gefandi / donated by: Hrafnhildur Schram

Hjalti Skagfjörð Jósefsson

gefandi / donated by: Jónína Óskarsdóttir

Guðmundur Björn Sveinsson

gefandi / donated by: Elísabet Wallin

Ragnheiður Skarphéðinsdóttir

gefandi / donated by: Sigrún Kristjánsdóttir

Þakkir vegna samstarfs og stuðnings / Thanks for collaboration and support

Héraðsskjalasafn Skagafjarðar / Skagafjörður Municipal Archive

List án landamæra / Art without Borders

Mennta ­ og menningarmálaráðuneytið / Ministry of Education and Culture

Myndlistarsjóður / Art Council Iceland

Nýlistasafnið / The Living Art Museum

Svalbarðsstrandarhreppur / The Municipality of Svalbarðsströnd

Safnaráð / Museum Council of Iceland

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra / Eyþing Cultural Council

Gefendur listgripa, listamenn, skólar, velunnarar, aðstoðarfólk, fjölmiðlar, gestir og listvinir / Donors of artworks, artists, schools, supporters, assistants, media, visitors and art lovers

Sýningar / Exhibitions 2017

Aðalheiður Eysteinsdóttir / Ása Ketilsdóttir / Birta Guðjónsdóttir

Dieter Roth & Grenivíkurskóli / Harpa Björnsdóttir

Matthías Rúnar Sigurðsson & Þorvaldur Jónsson

Ragnheiður Ragnarsdóttir & Sigríður Ágústsdóttir

Friðrik Hansen / Guðjón R. Sigurðsson / Halldóra Kristinsdóttir

Laufey Jónsdóttir / Svava Skúladóttir / Ragnar Bjarnason

Sæmundur Valdimarsson

Bjargey Ingólfsdóttir / Elísabet Geirmundsdóttir / Erla Þórarinsdóttir

Gjörningaklúbburinn / Guðbjörg Ringsted / Hálfdán Á. Björnsson

Hjalti Skagfjörð Jósefsson / Hulda Vilhjálmsdóttir / Lára Kristín

Samúelsdóttir / Ragnhildur Helgadóttir / Ragnhildur Stefánsdóttir

Yngvi Örn Guðmundsson / Þórey Jónsdóttir

Brúðusafn

Leikskólinn Álfaborg / Valsárskóli

Huglist / List án landamæra

Safnasafnið

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum + 354 461 4066

safngeymsla@simnet.is www.safnasafnid.is facebook / Safnasafnid

Opið frá / Open from 13.05.–03.09.

Opnunartími / Opening hours 10:00–17:00

Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi

Visits for groups can be arranged by agreement

+
+
+
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.