GÍA

Page 1


Sýnisbók safneignar XI

Showcase XI

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar XI

Showcase XI

GÍA

We first met at Kjarvalsstaðir Art Museum in Reykjavik as she was being honoured for her art works, and for some reason she spotted me as I stood absent minded by the window. She took pity on me with a beautiful smile. That was the only time we met, but we would talk to each other on the phone every week because she wanted me to write about her paintings on Facebook for her friends and family. We joked around at first, but she later confided in me the depth lurking beneath the surface, how anxiety and bewilderment would blacken her mind, about the ordeals she had survived as a young person, and how her hopes and dreams had faded and disappeared like smoke. Despite that, her path was also sprinkled with glitter and sunshine. She delighted people and gifted her paintings to those whom she knew would take good care of them. She would then create more, always innovating, using her ingenuity, humour and selfassurance. Now her memory lives on and evokes a wistful smile in me when I think back

Nálæg fjarlægð

Níels Hafstein

Kynni okkar hófust á Kjarvalsstöðum þar sem hún var heiðruð fyrir list sína og kom einhverra hluta vegna auga á mig þar sem ég stóð annars hugar við gluggann. Hún sá aumur á mér og brosti fallega. Það var í eina skiptið sem við hittumst en við áttum eftir að ræða saman í síma í hverri viku að hennar frumkvæði því hún vildi að ég skrifaði texta um myndirnar hennar á Facebook til að gleðja vini og vandamenn sem þættu þeir skemmtilegir Hún fór með gamanmál fyrst en trúði mér síðar fyrir þeirri dýpt sem um dimma daga leyndist undir yfirborðinu. Angist, kvíða og ráðaleysi þegar syrti að og þeirri ægilegu eldraun sem hún lenti í ung þegar lífið var framundan með draumum og væntingum en fuðraði upp. Hún stráði ósjálfrátt gliti í slóð sína, gladdi fólk en gaf málverk sín þeim sem hún vissi að færu vel með þau, en bjó stöðugt til ný af hugkvæmni, kímni og sjálfsöryggi. Nú lifir hún í minni fólks og vekur angurvært bros þegar hugsað er til baka

Gígja Guðfinna Thoroddsen
Tvítug árið 1977 / in 1977

Listamaður – ekki vistmaður

Þegar ég var lítill hékk olíumálverk í stofunni heima í Bjarmalandi, innrömmuð kyrralífsmynd í dökkum túrkistónum sem mig minnir að hafi sýnt vínberjaklasa, teketil og eitthvað fleira í þeim dúr. Þetta var gömul mynd eftir Gígju frænku en hún átti afskaplega fátt sameiginlegt með myndunum sem Gígja gaf okkur systkinunum á afmælum eða þegar við fórum í heimsókn til hennar. Málverkið í stofunni var ekki stórt en það var fagmannlega unnið í öllum tæknilegum skilningi; þrívíddin var eðlileg, ljósið féll með sannfærandi hætti á uppstillinguna og pensilstrokurnar ýktu eiginleika olíulitanna. Verkin sem Gígja gaf okkur skorti hins vegar vídd, þær voru óskyggðar og hvítur ómálaður flötur pappírsins eða strigans dró að sér óvelkomna athygli.

Olíumálverkið hafði Gígja málað á einhverju námskeiði, hélt mamma, einhvern tímann fyrir löngu. Í barnshuga mínum var kyrralífsmyndin lituð sorg. Hún var sönnun þess að Gígja hefði einu sinni kunnað að mála og samtímis áminning um að hún kynni það ekki lengur. Hún var tákn fyrir líf Gígju áður en hún veiktist, teikn þess sem hefði getað orðið hefðu örlögin ekki gripið í taumana. Á þessum árum, á tíunda áratugnum og fram á þessa öld, held ég að ekkert okkar í fjölskyldunni hafi tekið listsköpun Gígju sérstaklega alvarlega. Við sáum þessa iðju hennar sem dundur sjúklings sem var henni engu að síður lífsnauðsynlegt, eins og sígaretturnar, vegna þess að hún hafði við fátt annað að sýsla. Þrátt fyrir að við værum aðstandendur hennar var sýn okkar skekkt af aldagömlum hefðbundnum hugmyndum um tækni og fagurfræði en einnig um erindi geðsjúkra inn á hið virðulega svið myndlist­

arinnar. Gígja hætti á endanum að reykja en hún hætti aldrei að mála. Með tíð og tíma varð okkur ljóst að það var ekki vegna þess að hún var vistmaður heldur vegna þess að hún var listamaður. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Starf Margrétar M. Norðdahl og annarra með List án landamæra sýndi okkur fjölskyldunni listsköpun Gígju í algjörlega nýju ljósi. Það hafði vissulega eitthvað með utanaðkomandi viðurkenningu að gera en það sem mestu skipti var að með nýju samhengi fyrir verk hennar létti álögum af listinni sem hafði annars, allavega í mínum huga, verið hálfgerð framlenging af veikindum Gígju. Undir þrítugt var ég farinn að rækta með mér talsverðan myndlistaráhuga og farinn að sýsla við listsköpun sjálfur svo við Gígja gátum stundum rætt listina á þeim grundvelli síðustu árin. Ekki sem jafningjar, auðvitað, enda var Gígja að eigin sögn í klassa með meisturum liðinna alda: da Vinci, van Gogh, Monet. Hana skorti ekki sjálfstraust og einmitt þess vegna veigraði hún sér í fyrstu við að taka þátt í List án landamæra; óttaðist að það væri ekki nægilega virðulegur vettvangur. Samhengið varð að vera rétt. Einhverju sinni hjálpaði ég til við að skipuleggja sýningu fyrir hana í Gallery Port, sem var þá fremur nýtt sýningarrými í Reykjavík. Það var í porti við Laugaveg eins og nafnið ber með sér. Það þótti henni ekki fínt og hún vildi ekki hafa nema örfáar myndanna til sölu, galleríeigendunum til nokkurrar mæðu. Það má því segja að hún hafi sjálf haft ansi skýrar og stundum svolítið íhaldssamar skoðanir á því hvað list væri og mætti vera og hverjum hún væri ætluð. Hennar verk áttu heima hjá borgarstjórum og forstjórum og forset­

Light in Life and Art

When I was a child, there was an oil painting hanging in our family’s living room at home. It was a framed still life in dark turquoise tones that I remember as depicting bunches of grapes, and a tea kettle, or something similar. It was an old picture by my Aunt Gígja, but it had very little in common with the pictures that Gígja gave us siblings on birthdays or visits. The painting in the living room was not large, but it was professionally done in every technical sense; its three-dimensional representation was natural, the light fell convincingly on the arrangement, and the brushstrokes emphasised the properties of the oil paint. The artworks Gígja gave us, however, lacked dimension; they were unshaded, and the white unpainted surface of the paper or canvas attracted unwelcome attention. My mother recalled that Gígja had painted the picture at some art course a long time ago. In my child’s mind, the still life image was tinged with sorrow. It was proof that Gígja had once been a skilled painter, and at the same time, it was a reminder that she no longer knew now to paint. It was a symbol of Gígja’s life before she fell ill, and a sign of what could have happened had fate not intervened.

In those years, in the nineties and into this century, I don’t think any of us in the family took Gígja’s art very seriously. We saw this activity of hers as a patient’s whim; vital to her, like cigarettes, because she had little else to do. Despite being her relatives, our vision of her art was distorted by centuriesold traditional ideas about technique and aesthetics, but also about the role of the mentally ill in the dignified realm of art. Gígja was a heavy smoker, and she eventually quit

it, but she never stopped painting. Over time, we realised that it was not because she was in the care of the mental health system, but because she was an artist. Margrét M. Norðdahl and others at the Art Without Borders art festival showed us her work in a completely new light. It certainly had something to do with her receiving external recognition. However, the most important thing was that with a new context for her work, a spell was lifted. Gígja’s art had otherwise – at least in my mind – been a kind of extension of her illness.

Nearing the age of thirty, I began to cultivate a considerable interest in art myself and to dabble in art creation. In this way Gígja and I were sometimes able to discuss art on that basis in her later years. But not as equals, of course. Gígja self-professed that her art was in a class with the masters of centuries past: da Vinci, van Gogh, Monet. She did not lack self-confidence, which is exactly why she was initially reluctant to participate in Art Without Borders; she feared that it was not a sufficiently respectable venue. The context had to be right. On one occasion I helped organise an exhibition for her in Gallery Port, which was then a new exhibition space in Reykjavik. It was situated in a back alley of Laugavegur, which is Reykjavik’s main shopping street. She didn’t think that venue was nice enough and she only wanted to have a few of the paintings for sale, much to the annoyance of the gallerist. It can therefore be said that she herself had quite clear and somewhat conservative views on what art was, and could be, and who it was intended for. Her work belonged to dignitaries like CEOs, mayors and presidents – real people. She was adept

um – alvöru fólki – enda var hún dugleg að gefa fólki í áhrifastöðum myndir eftir sig eða senda þær hreinlega ef henni bauðst ekki að koma með þær í eigin persónu.

Þrátt fyrir þetta var henni þó mest í mun að listin fengi að sjást og þegar sýningartækifærunum fækkaði í heimsfaraldrinum tók hún upp á því að halda sínar eigin vikulegu sýningar á Facebook. Við, sem henni stóðum næst, fengum vikulegt símtal þar sem Gígja spurði hvort við værum ekki örugglega búin að kíkja á nýju myndirnar. Myndlistin var ekki bara gluggi inn í veröld Gígju heldur var hún mikilvægasti vettvangurinn sem hún hafði til að eiga í samtali við samfélag sitt um alla hluti, stóra og smáa.

Það kostaði nokkrar fortölur að fá Gígju til að sýna á Safnasafninu í fyrsta sinn.

Henni leist í fyrstu ekkert á þetta safn sjálfmenntaðra listamanna lengst norður í landi.

Eftir samtal við Margéti M. Norðdahl skrifaði Níels Hafstein, forstöðumaður safnsins, henni bréf og þau töluðust við í síma þar sem hún féllst á endanum á að sýna í safninu árið 2016. Níels tjáði sig í framhaldinu iðulega um sýningar hennar á Facebook. Álit hans og endurgjöf fór að skipta hana miklu máli og þau urðu miklir vinir. Það lá því beint við að leita til Safnasafnsins um að varðveita höfundarverk Gígju eftir að hún varð bráðkvödd haustið 2021. Lausafé Gígju rann einnig til Safnasafnsins að henni liðinni og við erum viss að henni hefði þótt vænt um þá ráðstöfun. Mögnuðum myndlistarferli Gígju er mikill heiður gerður með því að verkin eignist framtíðarheimili fyrir norðan og eins með útgáfu þessarar bókar. Verkin eru nú skrásett og aðgengileg listunnendum og fræðafólki næstu

áratugina. Á Safnasafninu er listakonan GÍA loks orðin hluti af stærra samhengi íslenskrar listasögu og það er gott að vita til þess að verkin muni halda áfram að dúkka upp á sýningum löngu eftir hennar dag og eiga þannig áfram í samtalinu sem henni var svo í mun að ætti sér stað. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hún geti orðið ófæddum listamönnum framtíðarinnar innblástur.

Myndirnar fanga persónu þessarar skrautlegu konu sem okkur þótti svo vænt um og með varðveislu þeirra er minningu hennar haldið á lofti um ókomna tíð. En eins og Gígja sagði sjálf þegar hún var búin að létta á hjartanu í símtali eða heimsókn: Er þetta ekki bara komið gott?

at giving pictures to people in influential positions, or simply sending them, if she was not invited to bring them in person. She was most keen for her art to be seen and when exhibition opportunities dwindled during the coronavirus pandemic, she took up hosting her own weekly exhibitions on Facebook. We, who were closest to her, received a weekly phone call where Gígja wanted to confirm if we had looked at her new works. Art was not only a window into Gígja’s world, but it was the most important platform she had to engage with her community about all things, big and small.

It took some persuasion to get Gígja to exhibit at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum for the first time. At first, she didn’t like this collection of self-taught artists in the countryside. Following a dialogue with Norðdahl, Níels Hafstein – the museum’s director – wrote a letter to her and they spoke on the phone. She finally agreed to exhibit there in 2016. Hafstein subsequently commented frequently on her online exhibitions on Facebook. His opinion and feedback began to mean a lot to her, and they became friends. It was therefore natural to approach the museum to preserve Gígja’s oeuvre after she died in the autumn of 2021. The rest of Gígja’s estate went to the museum as well after she passed, and we are sure that she would have approved. Gígja’s memory is greatly honored by the fact that the works have a place in the collection and by the publication of this book. Her works are now documented and accessible to art lovers and researchers in the future.

The artist Gígja has finally become part of the larger context of Icelandic art history at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum. It’s good to know that the works will continue to appear in exhibitions long after her day and thus continue in the conversation that she was so keen to see take place. It’s amazing to think that she can be an inspiration to unborn artists of the future. The pictures capture the character of this vibrant woman we loved so much, and with their preservation, her memory is kept alive for years to come. But as Gígja herself would say when she had unburdened her heart during a phone call or visit: This is a good place to stop.

Gígja umkringd verkum á heimili sínu að Starengi í Reykjavík / GÍA surrounded by artworks at her home in Starengi, Reykjavík
Maður í búri / Man in a Cage

Ástin og listin búa innra með okkur öllum

Listakonan Gígja Thoroddsen, eða GÍA, sem var listamannsnafnið hennar, trúði því að ástin og listin byggju innra með okkur öllum.

Þar hafði hún rétt fyrir sér þó aðgengi okkar geti verið misgott að þeim innri auðæfum. Gígja var beintengd þeim innri öflum og miðlaði þeim til okkar með verkum sínum.

Í einu verka Gígju sjáum við manneskju með fuglabúr á höfðinu, eða með fuglabúr sem höfuð. Dyrnar á búrinu eru opnar og fuglinn er floginn. Frjáls.

Verkið sem er eitt af þeim síðustu sem hún gerði er bæði gagnrýnið og táknrænt.

Búrin geta bæði verið ásköpuð og ásett. Alltaf óþörf. Opnar dyrnar eru táknrænar fyrir frelsi manneskjunnar, frelsi andans og hvatning til þess að opna dyr og glugga innra með okkur. Fella niður múra og leyfa okkur að fljúga eins og við erum fiðruð. Frjáls og sönn!

Leiðir okkar Gígju lágu saman í lok árs 2005 þegar ég hóf störf sem listrænn stjórnandi hjá listahátíðinni List án landamæra. Gígja bauð mér í heimsókn á heimili sitt að Flókagötu og sýndi mér verkin sín. Um allt hús voru listaverk og í litlum skúr á lóðinni, þar sem búið var að útbúa reykingaaðstöðu fyrir íbúa, voru verkin hennar líka. Á innan við mínútu varð ég heilluð af myndheimi og umfjöllunarefnum verka hennar og henni sjálfri þar sem hún sagði mér undan og ofan af merkilegri ævi sinni. Lífi, námi, ástum og áskorunum þar sem hún dró ekkert undan enda hispurslaus og einlæg eins og hún var allar götur síðan í okkar vinskap. Samstarf okkar Gígju á vettvangi listanna hófst þarna á Flókagötunni og hélt svo áfram á fjölmörgum sýningum næstu 16 árin.

Listin á alls staðar erindi, líka í litlum reykfylltum tréskúr í Holtunum.

Ung listakona

Gígja var ung þegar hún fór að vinna að myndlist. Nokkur verk eru til eftir hana frá ungdómsárum hennar, hefðbundnar kyrralífsmyndir eða uppstillingar. Ein teikning frá þessum tíma er af pönkara, en það er mótíf sem sjá má endurtekið í verkum hennar alla tíð. Þessi æsku­ og ungdómsverk eru ólík þeim verkum sem Gígja er þekkt fyrir í dag. Verk hennar breyttust töluvert eftir að hún mætti geðrænum áskorunum. Í verkunum má greina Gígju, fyrir og eftir veikindin, reynslu sem hún talaði alla tíð opinskátt um í tengslum við líf sitt og listsköpun. Sem ung kona sótti hún námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og reyndi í kjölfarið að komast í gegnum inntökupróf í Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Prófið gekk að mörgu leyti vel, þar náði hún öllum viðmiðum sem sneru að teikningu en var felld á almennri þekkingu, þar sem hún var spurð ýmissa almennra spurninga. Einnig sótti hún námskeið hjá Hring Jóhannessyni listmálara þar sem hún lærði ólíka tækni, málaði módel og æfði hlutateikningu. Áhrif námsins má sjá í gegnum allan ferilinn í myndum hennar af nöktum módelum og hlutum úr umhverfinu. Gígja minntist þess að Hringur hafði sagt henni að hún ætti að byrja á því að læra og að síðar ætti hún að leika sér í listinni.

Sköpunargátt opnast

Frá 18 ára aldri og þar til Gígja varð 26 ára teiknaði og málaði hún mikið og var virk í listsköpun, en svo veiktist hún og lagði listsköpun sína til hliðar árum saman. Það var svo síðar á geðdeild Borgarspítalans sem hún fór að mála aftur en þar var henni

Love and Art Live Within All of Us

Gígja Guðfinna Thoroddsen, or GÍA, which was her chosen artist name, believed that love and art reside within all of us. She was right, even though our contact with such inner riches varies. GÍA was a wonderful artist and she had direct access to those forces within.

In one of GÍA’s paintings we see a person with a birdcage on their head, or with a birdcage as a head. The door of the cage is open, and the bird has flown, free.

The work, which is one of the last she made, is both critical and symbolic. The cage could be seen as both self-made and intentional, although never necessary. The open cage is symbolic of human freedom; freedom of the spirit and an encouragement to open pathways within us, to bring down walls and allow ourselves to fly as we are, authentic and free.

GÍA and I crossed paths at the end of 2005 when I started working as the artistic director for the Art Without Borders art festival. GÍA invited me to visit her home in an assisted living residence in Reykjavik and showed me her artwork. Her paintings and drawings were all over the walls, as well as a small shed on the grounds where the smoking facilities for the residents were. While she spoke to me about her remarkable life I was instantly fascinated by her art, by the visual world within it, her subject matter, as well as by GÍA herself. GÍA was open about all aspects of her life, her studies, love life and her challenges. She was frank and sincere, as she continued to be throughout our friendship. The festival’s collaboration with GÍA began then and there and went on with a solo exhibition of her works as part of Art Without

Borders in Reykjavik in the spring of 2006. The collaboration continued with numerous exhibitions over the next 16 years.

Art has a place everywhere, including a small smoke-filled wooden shed in Reykjavik.

The Young Artist

GÍA was young when she started making art. A few paintings from her early years still exist. Most of them are traditional still-life arrangements that she worked on in art courses she attended, and the occasional theme-related drawings. One drawing is a portrait of a punk rocker, a motif that can be found again in later works. These works from her youth differ from the ones for which she is known today. Her style changed considerably following the challenges with her mental health. Her family remembers a still life painting hanging on the wall of her sister’s house by a young GÍA. That painting made them nostalgic for the time before the onset of GÍA’s mental disorder.

As a young woman, she attended courses at the Reykjavik School of Visual Arts and subsequently tried to pass the entrance exam at the Icelandic College of Arts and Crafts. The test went mostly well; she met all the criteria that pertained to drawing but was failed on general knowledge. She also attended a course with the painter Hringur Jóhannesson for at least a year. There she learned different techniques, painted models and practiced live drawing. The results of her studies can be seen throughout her career in drawings and paintings of nude models. GÍA reminisced that Jóhannesson had told her that she should start by learning technique, and then later she should play in her art.

Gígja og Margrét M. Norðdahl fagna 60 ára afmæli Gígju 2017 / GÍA and Margrét M. Norðdahl celebrating GÍA's 60th birthday in 2017

Portal of Creativity Opens

GÍA drew and painted furiously and was active in artistic endeavours from the age of 18 to 26, when her mental health declined and she put her art creation aside for years. It was later in Kleppur, the psychiatric ward of Reykjavik’s City Hospital where she began painting again. She was given opportunities to participate in artistic workshops where she once again had the chance to cultivate her creativity and approach art again after a long break. She underwent electroconvulsive therapy and remarked how she became more productive after that. GÍA described the experience as if a portal of creativity had opened in her head and she had thereby acquired richer talents than before.

GÍA told me that her painting and her creative process improved after she experienced mental health challenges. After she fell ill, some noticeable changes can be seen in her artistic output. The style became simplified and the nuances in her use of colour as well. GÍA’s authorship became undeniable - her sharp style and visual imagery easily recognisable.

Activist in Life and Art

GÍA was a force to be reckoned with, and was vocal about minorities in art. After her schizophrenia set in, she felt attitudes towards her changed and the paths she had previously taken to practice art, develop and learn, were closed off to her. Society rejected her, just as society has rejected, marginalised and othered people with mental health challenges for centuries. Although GÍA maintained that she believed people with mental disorders have more opportunities than many who are disabled, she felt that people with intellectual disabilities were left behind and had a harder time both in society and in art and faced more prejudice than others.

GÍA expressed sadness about her disorder for a long time, but she gradually accepted having a mental disorder as a constant companion in life. She advocated for the rights of people with mental health challenges and, among other things, sent a letter to a government minister in which she articulated the importance of service and support for older people and people in elderly homes. GÍA was outspoken about her illness in interviews and on social media. She would make films to raise awareness and fight for the rights of various groups. For example, in support of the Icelandic Cancer Society, gender rights, queer people’s rights and a film to raise awareness about suicide.

A Room of One’s Own

GÍA found her own path in art, to the side of the mainstream art world. She made room for creativity and found a platform to exhibit her work and continued unabated despite her mental health challenges. Whatever her external circumstances, she continued her work, every day, always. GÍA invited me to visit her at Kleppur psychiatric hospital where she was admitted for a while. There she created a space to work in her room with her pictures lining the walls, on the windowsill and in progress on a small desk. The room was transformed into an artist’s studio, and like all places where she would live, she worked her art there. Wherever she stayed or lived for shorter or longer periods, for example, in an assissted living home, or in hospital, she created spaces for artistic creation. In her later years, she worked on her art in her beautiful apartment in a residency complex in Reykjavik’s suburbs. There she painted at the kitchen table and at a coffee table. Pictures adorned the complex’s walls, the staff room and a small smoking shed on the grounds.

boðin þátttaka í listrænni iðju sem gaf henni tækifæri til þess að rækta sköpunina og nálgast listina aftur eftir langt hlé. Á geðdeild fór hún í gegnum raflostsmeðferð og lýsti hún því hvernig krafturinn til að skapa kom til hennar eftir þá reynslu. Fannst henni líkt og það hefði opnast sköpunargátt í höfði sínu og hún hefði við það öðlast ríkari hæfileika en áður.

Hún sagði mér frá því að henni hefði gengið mikið betur að mála og skapa list eftir að hún upplifði geðrænar áskoranir, líkt og það hjálpaði henni við listsköpun sína. Í verkunum má sjá skýrar breytingar eftir að hún veiktist. Stíllinn varð einfaldari og blæbrigði í litaflötum minni. Skarpan stíl Gígju og myndheim má þekkja á örskotsstundu, svo sterk eru höfundareinkenni verka hennar frá þessum árum.

Baráttukona í lífi og listum

Áður en Gígja veiktist var hún virkur þátttakandi í samfélaginu með listræna hæfileika sem hún naut þess að rækta. Eftir að veikindin lögðust á hana breyttist viðmót samfélagsins gagnvart henni og þær leiðir sem hún hafði áður farið til að iðka listsköpun sína, þróa þá hæfileika og læra, voru skyndilega lokaðar. Samfélagið hafnaði henni á ákveðinn hátt líkt og samfélagið hefur hafnað, jaðrað og aðrað fólk með geðrænar áskoranir öldum saman. Í samtali við Gígju sagðist hún þó telja að fólk með geðsjúkdóma hefði fleiri tækifæri en mörg sem eru fötluð. Henni fannst fólk með þroskahömlun gleymast og eiga erfiðara uppdráttar bæði almennt í samfélaginu og í listinni og að því mættu meiri fordómar en öðrum.

Gígja sagðist lengi vel hafa verið leið yfir veikindum sínum en hefði svo tekið það í sátt að hafa geðsjúkdóm sem ferðafélaga í lífinu. Hún beitti sér fyrir réttindum fólks

með geðrænar áskoranir og sendi meðal annars bréf til ráðherra þar sem hún kom á framfæri mikilvægi þess að eldra fólk og fólk á öldrunarheimilum fengi stuðning og þjónustu við hæfi. Í fjölmiðlaviðtölum og á samfélagsmiðlum var hún opinská og lagði sitt lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu fólks með geðrænar áskoranir. Hún vann gjarnan myndir í tengslum við vitundarvakningar og réttindabaráttu ólíkra hópa. Dæmi um slík verk eru verk til stuðnings Krabbameinsfélaginu, baráttu kvenna og hinsegin fólks sem og vitundarvakningu um sjálfsvíg.

Rými til sköpunar

Gígja fann sinn eigin farveg í listinni, til hliðar við meginstraum listheimsins. Hún bjó til rými til sköpunar og fann sér vettvang til þess að sýna verk sín og hélt ótrauð áfram eftir tímabil þar sem hún einbeitti sér að því að ná heilsu á ný. Hvernig sem ytri aðstæður hennar voru þá vann hún ötul að verkum sínum, alla daga, alltaf.

Gígja bauð mér í heimsóknir til sín

á Klepp, þar sem hún dvaldi um tíma. Þar var hún með vinnustofu í herberginu sínu þar sem voru myndir uppi um alla veggi, í gluggakistunni og í vinnslu á litlu skrifborði. Herbergið breyttist í atelier listakonunnar eins og aðrir íverustaðir hennar enda vann hún að list sinni af elju alla tíð. Hvar sem hún dvaldi eða bjó um styttri eða lengri tíma, m.a. í búsetukjarna og á spítala, bjó hún til rými til listsköpunar. Rými sköpunar sem var margfalt stærra en nokkurn tíma verður í fermetrum talið. Síðustu árin vann hún að verkum sínum í fallegu íbúðinni sinni í Grafarvogi. Þar málaði hún við eldhúsborðið og stofuborðið. Myndir prýddu alla veggi, starfsmannarými og líka lítinn reykingaskúr á lóðinni.

GÍA árið 2017 – þegar hún var útnefnd listamaður listahátíðarinnar List án landamæra / GÍA in 2017 – when she was named honorary artist of the Art Without Borders festival

Listin á líka erindi í litlum reykfylltum tréskúr í Grafarvogi.

Það vissi Gígja.

Besti myndlistarmaður í heimi

Árið 2016 flutti ég fyrirlestur á málþingi hjá Safnasafninu og bað hana um að koma með mér og ræða við gesti málþingsins um listsköpun sína. Hún treysti sér ekki til þess og bað mig um að gera það fyrir sig og þekktist ég að taka við hana viðtal. Ég spurði hana hvernig listamaður hún væri. Hún sagðist ekki geta svarað því en sagði að sér fyndist hún vera með eitthvað alveg nýtt. Hún væri að vinna með gull, silfur og kopar. Af einlægni og algjörlega laus við hroka sagðist hún vera besti myndlistarmaður í heimi. Hún sagðist gera bæði teiknaðar og málaðar myndir, en skæri sig sérstaklega úr með því að nota silfur og gull sem aðrir listamenn notuðu lítið sem ekkert. Gígja hafði sannarlega trú á sér, hæfileikum sínum og því að hún ætti erindi. Sköpunin og listin var þörf og lifandi afl í lífi Gígju.

Eins og hún sagði sjálf: Megi menningin lifa. Án menningar værum við fátæk og með döpur hjörtu.

Artemisía, Frida, Louise og Gígja

Saga Gígju Thoroddsen er lík sögu margra listakvenna í gegnum listasöguna, saga af seiglu, sköpunargáfu og sköpunarþrá og óbilandi leit að rétti, frelsi og því að tilheyra. Í aldanna rás hafa konur í listum barist fyrir því að eiga sess í listheiminum og oft og tíðum sigrast á samfélagslegum hindrunum og ögrað kynjahlutdrægni sem skyggði á framlag þeirra. Gígju mætti margþætt mismunun sem hún tókst á við af elju og kom sínu einstaka og mikilvæga list­

ræna sjónarhorni á dagskrá og hafði áhrif á landslag myndlistarinnar á djúpstæðan hátt, áhrif sem lifa áfram.

Listakonur hafa nýtt sköpunargáfu sína sem tjáningar­ og baráttuform og oft notað verk sín til að tjá sig um málefni sem standa þeim nærri, sjálfsmynd sína og mannlega, pólitíska og samfélagslega stöðu, allt frá hinni ítölsku Artemisíu Gentileschi (1593–1653) á tímum endurreisnar til Fridu Kahlo (1907–1953) og Louise Bourgeois (1911–2010). Áhrif kvenna á sögu listarinnar, sögu myndlistar eru óumdeild þrátt fyrir að þær hafi löngum verið utan við hina ráðandi listasögu. Þessar listakonur og ótal margar aðrar hafa ekki aðeins markað sér rými á karllægu sviði listanna heldur hafa þær einnig hvatt kynslóðir kvenna til að iðka listsköpun sína og fylgja ástríðu sinni óttalaust. Það sama gerði Gígja sem tók sitt rými, vann ötullega að verkum sínum og kom þeim á framfæri.

Barátta listakvenna fyrir frelsi og jafnrétti er í eðli sínu tengd víðtækari baráttu fyrir jafnrétti allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Áhrif þeirra undirstrika mikilvægi fjölbreytileika í listum, sýna hvernig ólík reynsla og sjónarmið auðga listina, menningu okkar, samfélag og skilning. Arfleifð Gígju er til marks um ótrúlega seiglu og sköpunarkraft og verkin hennar lifa áfram og eiga marglaga erindi við samtímann. Verk Gígju Thoroddsen krefja okkur um endurmat á því hvernig við metum og styðjum við listafólk í samfélagi okkar.

Dyrnar á búrinu eru opnar og fuglinn er floginn. Frjáls.

Art also has a place in a small smoke-filled wooden shed in suburbia. GÍA knew that.

The Best Visual Artist in the World

In 2016, I gave a lecture at a symposium at the Folk and Outsider Art Museum and asked her to come along and talk to the audience about her art. She didn’t feel confident and asked me to do it, and we ended up in a live conversation on the podium. I asked her what kind of artist she was. She said she couldn’t answer that, but said she felt like she had something completely new; that she worked sincerely and completely free of arrogance. She claimed to be the best artist in the world. She said she made both drawings and paintings, but especially excelled by using silver, gold and copper in her work, which other artists used little or not at all, according to her. GÍA truly believed in herself; she believed in her own talents and that she had a mission. Creativity and art were an indispensable force in GÍA’s life.

As she said herself, “May culture thrive. Without culture, we are poor and have sad hearts”.

Gentileschi, Kahlo, Bourgeois and GÍA

The story of GÍA is like that of many women artists throughout history, a story of resilience, creativity, a desire to create, and an unwavering search for rights, freedom and belonging. Over the centuries, women in the arts have fought for a place in the art world, often overcoming societal barriers and challenging gender biases that overshadowed their artistic contributions. GÍA faced multiple

discriminations that she tackled zealously and she was sure to bring her unique artistic perspective to the agenda.

Female artists through history have used their creativity as a tool for expression, often employing their work to voice issues close to their hearts, their identity, their human, political and social position. From the Italian Renaissance artist Artemisia Gentileschi (1593–1653) to Frida Kahlo (1907–1953) and Louise Bourgeois (1911–2010), the influence of women on art is undisputed, even though they have long been marginalised in prevailing art history. These artists and countless others have not only carved out a place for themselves in the male-dominated field of art, but they have also encouraged generations of women to practice their art and follow their passions fearlessly. The same was true for GÍA who took her space, worked diligently and presented her work.

The struggle of women artists for freedom and equality is inherently linked to a broader struggle for equality of all genders in all areas of society. Their influence highlights the importance of diversity in the arts, showing how different experiences and perspectives enrich art, our culture, society and understanding. GÍA’s legacy is a sign of incredible resilience and creativity. Her works surpass her time and have a nuanced and layered message for the present. GÍA’s work demands that we re-evaluate how we regard and support artists in our society.

The door of the cage is open, and the bird has flown. Free.

GÍA og Níels Hafstein fagna því þegar GÍA tekur á móti viðurkenningu Listar án landamæra 2017 / GÍA and Níels Hafstein celebrating GÍA's award from Art Without Borders art festival
Marilyn Monroe 2008

Persónugallerí Character Gallery

Manneskjan í verkum GÍU var fjölbreytileg og viðfangsefni hennar bæði þekktir einstaklingar úr þjóðlífinu sem og erkitýpur í samfélaginu og sum mótífin fékkst hún við áratugum saman. GÍA var stórbrotinn persónuleiki og hún fjallaði í list sinni um aðrar stórar persónur í sögunni. Hún var ávallt með puttann á púlsinum þegar merkis atburðir í þjóðlífinu áttu sér stað innanlands sem utan og festi þá á striga. Verk hennar eru líka af óræðum persónum, myndir af fólki sem er með grímu og verk þar sem fólk og hlutir tengjast og verða eitt. Táknrænar myndir sem kveikja hugrenningatengsl við andlega líðan og samfélagslega stöðu.

The portraits of people in GÍA’s work were diverse and her subjects ranged from known individuals from public life. She sometimes worked with archetypes, many of which remained with her for most of her career. GÍA herself was a spectacular personality and she included some of the great characters of history in her art. She followed the news and current affairs closely and when important events took place in Iceland or abroad, she would capture them on her canvas. It should also be said that her subjects include ambiguous characters, people wearing masks and people merged with objects, symbolic images that induce associations with mental well-being and social status.

Michael Jackson að tala í síma / Michael Jackson on the Phone 2020
GÍA með hálsmen / GÍA Wearing a Necklace 2016
Góð norn með spákúlu / Good Witch with her Crystal Ball 2020
Titill óþekktur / Title unknown
GÍA pönkari / GÍA the Punk Rocker
Marilyn Monroe
Albert Einstein
Billy Idol
Páll Óskar
Laxness
Maður sem heldur á höfði sínu / Man Holding his Head
Megas 2014
Donald Trump 2019
Fantasía / Fantasy 2019
Kona með grímu / Woman with a Mask 2017
David Bowie 2019
Heath Ledger sem Jókerinn í bíómynd / Heath Ledger as the Joker in a Movie
Tina Turner
Kona með blátt tattó / Woman with a Blue Tattoo 2019
Kona sem köttur / Woman as a Cat 2020
John Lennon
Maður að gleypa eiturslöngu / Man Swallowing a Snake
Kona sem blóm / Woman as a Flower

Töfrar fjarvíddar

The Magic of Perspective

Á tímabilum vann GÍA fjölmargar myndir af borgarlandslagi, ólíkum húsum og byggingum. Stöku hús ber nafn en oftar eru þetta þyrpingar húsa sem hún skipti upp í fleti svo úr varð fallegt samtal arkitektúrs og abstraktlistar. Oft birtast gluggar eða hlið sem leiða augað áfram og opna víddir í myndfletinum. Hún myndgerir hugsanir sínar í þessum abstrakt verkum þar sem sjá má óregluleg form í sterkum litum og veitir okkur innsýn í frjóan huga sinn á mörkum hlutbundins og óhlutbundins veruleika. Á árunum eftir 2005 málaði GÍA oft Töfrakassann, þrívíðan fjarvíddarkassa sem hún hafði lært að gera og nefndi stundum sjónhverfingakassann. GÍA upplifði galdur í því hvernig kassinn breyttist eftir því hvernig horft var á hann.

At times GÍA produced several images of urban landscapes, various houses and buildings. The occasional house has a name, but more often these are clusters of houses that she divided into planes on the canvas, creating a dialogue between architecture and abstract art. Often, windows or gates appear that lead the eye on and open dimensions in the image. She illustrated her thoughts in these semi-abstract works where irregular shapes can be seen in striking colours, allowing an insight into her fertile mind bordering on concrete and abstract reality. In the years after 2005, GÍA often painted The Magic Box, a three-dimensional telemetric box that she had learned to make and sometimes referred to as the illusion box. GÍA saw magic in how the box transformed depending on how it was looked at.

Hvað sérðu á myndinni? / What Do You See?

Titill óþekktur / Title unknown

Titill óþekktur / Title unknown

Framtíðarborg / City of the Future

Töfrakassinn / The Magic Box

Hús við götu / Houses on a Street
Kona í buxnadragt með þrívíddarkössum / Woman Wearing a Suit with Magic Boxes

Yfirskilvitlegur veruleiki

Transcendental

Reality

GÍA hafði þekkingu og reynslu af ólíkum hliðum mannlífsins sem lýsti sér m.a. í andlegum, yfirskilvitlegum og trúarlegum viðfangsefnum í verkum hennar. Á trúarhátíðum gerði hún myndir í tengslum við þær, minntist píslargöngunnar og upprisunnar á páskum og fæðingu Jesúbarnsins á jólum, málaði kirkjur og trúartákn. Mynd af Maríu guðsmóður með Jesúbarnið í fanginu gerði hún oft í gegnum árin í ýmsum stærðum, bæði á pappír og striga. Í þeirri mynd býr einstök blíða og orka móðurástarinnar skilar sér sterkt til áhorfandans. GÍA sagðist sjálf trúa á Guð og fljúgandi furðuhluti. Hún aðhylltist trúfrelsi og gerði engan greinarmun á fólki – sama hvaða trúarbrögð það aðhylltist – trúleysi eða hvað annað. Hún var meðvituð um líf á öðrum hnöttum og fjallaði um það í verkum sínum þar sem sjá má fljúgandi furðuhluti og geimverur. Henni hugnaðist ekki forlagatrú eða sú hugmynd að framtíðin sé þegar ákveðin og ítrekaði mikilvægi þess að fólk ætti að ákveða framtíð sína sjálft.

GÍA had knowledge and experience of varied aspects of life, as is evident in spiritual, transcendental, and religious subjects in her work. At religious festivals, she made thematic pictures commemorating the martyrdom and resurrection at Easter and the birth of Jesus at Christmas. She painted churches and religious symbols and over the years, she often painted the Virgin Mary with the baby Jesus in her arms in various formats, on paper and on canvas. This is a motif that delivers a unique tenderness and radiates energy of motherly love to the viewer. GÍA herself proclaimed that she believed in God as well as UFOs. She embraced religious freedom and made no distinction between people – no matter what religion they adhered to – atheism or whatever else. She was aware of the existence of other worlds and dealt with it in her works, where UFOs and aliens sometimes appear. She was not fatalistic, and didn’t like the idea that the future and fate are already determined, and she reiterated the importance of people deciding their own future.

Krossar á konu / Woman with Crosses

Síðasta kvöldmáltíðin / The Last Supper

Jesús á krossinum / Jesus on the Cross
María mey, íkon úr gulli / The Virgin Mary, an Icon Made of Gold 2021
Guð / God 2012

Þekkið þið þetta eldgos? / Do You Recognise this Eruption?

Ég mála mynd af Jesú á krossinum því það er föstudagurinn langi – þá var hann krossfestur I’m painting Jesus on the cross because it's Good Friday – that’s when he was crucified

Jesú á krossinum / Jesus on the Cross
María mey / The Virgin Mary

Titill óþekktur / Title unknown

Fljúgandi furðuhlutur og geimskip sem er lent og geimverur og okkar jörð og önnur jörð úti í geimnum. Mér finnst ég vera í sambandi við þær. A UFO, a spaceship and aliens landed on our Earth and another planet in space. I believe I’m in contact with them.

Fljúgandi furðuhlutir / UFO

Þingvallavatn með norðurljósum / Thingvallavatn Lake and Aurora Borealis

Englar með persónuleika / Angels with Personality
með / with Personality

Tilvist

Existence

Tilvistarleg viðfangsefni má oft sjá í verkum GÍU, þar sem hún veltir fyrir sér tilgangi lífsins og þeirri staðreynd að dauðinn er alltaf nálægur. Í tilfinningaríkum verkum dregur hún fram fegurðina í hinu smáa, í hinu stóra, í hinu nálæga og í því fjarlæga. Hún fjallar um yfirþyrmandi hugsanir, glímu sína við hugann, hvernig heilinn og hugsanir geta bæði heft okkur og opnað fyrir óravíddir ímyndunaraflsins. Í þessum verkum notar hún líka húmor til að koma ögrandi skilboðum til áhorfandans því hún vildi gjarnan fá viðbrögð við verkum sínum og hikaði ekki við að biðja um þau frá fólki í sínu nærumhverfi.

Existential themes are common in GÍA’s work. She readily reflects on the meaning of life and the fact that death is inevitable. In those reflective and emotionally rich works, she brings out the beauty of the small, the large, the near and the far. She expresses overwhelming thoughts, her struggle with the mind and her thoughts, how the brain can both inhibit us and open the vast dimensions of the imagination. Furthermore, she would wield humour to communicate provocative topics and messages to the viewer, because she wanted to get feedback on her work, and didn’t hesitate to ask for it from her immediate environment.

Kona að fæða barn / Woman Giving Birth 2020

Titill óþekktur / Title unknown

Komum í veg fyrir að fólk geri það Let’s prevent that

Maður að svipta sig lífi / Man Taking His Own Life

Ég er andlega veik og ég vona að það sé

í lagi að gera svona mynd – þetta er list I am mentally ill, I hope it’s OK to make a painting like this – this is art

Sköp á konu / Woman’s Vagina

Titill óþekktur / Title unknown

Titill óþekktur / Title unknown

Parið / The Couple
Menn að kyssast / Men Kissing 2020

Framtíðarinnar föt / Clothes of the Future

Fangi ástarinnar / Prisoner of Love
Vertu góður við sjálfan þig / Be Kind to Yourself
Maður með konu á heilanum / Man Obsessing About a Woman 2020
Maður með dollaramerki í augunum / Man with a Dollar Sign in His Eyes 2020
Dyr sem eru opnar og dyr sem eru lokaðar / Open Doors and Closed Doors 2020
Grátandi barn / Crying Child
Tré lífsins / Tree of Life

Sorgarmyndin / Sorrow Picture

Ég kveiki á kertum til þess að biðja fyrir þeim sem hafa svipt sig lífi

I light some candles for those that have taken their own life

Maður með tattó á líkamanum / Man Covered in Tattoos 2021
Fangi lífsins / Prisoner of Life

Innsýn Insight

GÍA gefur með þessum verkum innsýn í upplifanir sínar og reynslu sem notanda í geðheilbrigðiskerfinu. Hún málaði myndir af spítalanum Kleppi, af geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfólki. Oft eru þetta litlar sögur sem sýna daglegt líf á spítalanum, glettin verk sem tengdust beint hennar reynsluheimi. Verkin voru ekki myndir af ákveðnum læknum eða sálfræðingum heldur meira birtingarmyndir starfsstéttanna eða myndir af erkitýpum úr heilbrigðisgeiranum. GÍA lýsti því að sér hefði gengið mjög vel að vinna á spítalanum, þar upplifði hún sig verndaða og fann fyrir öryggi, umkringd læknum og hjúkrunarfólki. Þessi verk hennar af Kleppsspítala rista djúpt en þau sýna ákveðinn veruleika og gefa almenningi innsýn í heim sem fáir þekkja og fáir hafa gert skil líkt og GÍA gerði.

GÍA’s art offers insight into her time as a user of Iceland’s mental health care system. She made paintings of psychiatrists, psychologists and nurses during the time she was admitted to Kleppur hospital. Often these are small scenes that depict daily life in the hospital, playful works that draw directly from her realm of experience. The works are not portraits of individual doctors or psychologists, but rather representations of the professions or images of archetypes from the health sector. GÍA enjoyed her time painting while in hospital where she felt protected and safe, surrounded by doctors and nurses. Her works from the time when she was admitted to Kleppur hospital are deeply touching. They provide insight into a certain reality and allow the public a view of a world that few people know, and few artists have described as GÍA did.

Geðlæknar í jarðarför / Psychiatrists at a Funeral

Geðlæknir / The Psychiatrist

í fangelsi / Woman in Prison

Sálfræðingur / The Psychologist

Þetta eru skilaboð frá heilanum / These are Messages From the Brain 2017

Áfram konur! / Go Women!

Fangi heilans / Prisoner of the Brain 2020

Hún vill ekki borða og sefur bara She doesn’t want to eat – just sleep

Stelpa með anorexíu / Anorexic Girl
Kleppur, séð frá götunni / Kleppur Psychiatric Hospital, As Seen From the Street 2019

Geðklovi / Schizophrenia

GÍA & Vincent van Gogh

Án ártals / Year unknown

Samstarf Collaboration

GÍA hafði áhuga á myndlist og sögu fagsins og tók fyrir tímabil þar sem hún stúderaði verk annarra þekktra listamanna og prófaði að tileinka sér ákveðinn stíl þeirra og tækni. Sem dæmi má nefna röð af verkum sem hún vann eftir verkum Toulouse Lautrec og merkti með nöfnum þeirra beggja sem og verk hennar af Monu Lisu þar sem stendur Da Vinci í vinstra horninu og GÍA í því hægra. Þannig vann hún verk í „samstarfi“ við gamla meistara þvert á tíma og rúm og tengdi sjálfa sig inn í listasöguna og þá listamenn sem hún bar virðingu fyrir og vildi líkjast.

GÍA was interested in art and in the history of the profession and had periods where she studied the work of other well-known artists and tried to adopt their style and technique. An example is a series of works she created based on the works of ToulouseLautrec, signing her paintings with both her own name and Lautrec’s as well as her painting of the Mona Lisa, which is signed Da Vinci in the right corner and GÍA in the left. In this way, she created works in “collaboration” with old masters across time, attaching herself to art history and the artists she respected and wanted to be like.

GÍA & Edvard Munch

Án ártals / Year unknown

GÍA & Salvador Dalí Án ártals / Year unknown

GÍA & Vincent van Gogh

Án ártals / Year unknown

GÍA & Vincent van Gogh
Án ártals / Year unknown
Kona að gera skúlptúr / Woman Making a Sculpture 2021
Töfrakassinn (í samvinnu við Tolla) / The Magic Box (a collaboration with the artist Tolli) 2007

& Leonardo da Vinci Án ártals / Year unknown

GÍA

Sharing Art with the World

GÍA was diverse in her artistic creations. She worked with different styles, media and subject matter in her process. However, her two most chosen media were paper or canvas, using pencil or pen for her drawings and acrylics for her paintings. She tried different colour palettes and had periods where she worked with gold and silver.

GÍA was keen to have her works of art on display; she wanted them to be seen and to take their place in society, in dialogue with her time, with people and with her audience. She felt her works had relevance, and they certainly did. They were displayed in numerous solo and group exhibitions as part of the program of Art Without Borders. The front page of the 2006 program shows a self-portrait of GÍA as a punk rocker sporting sunglasses and a blue “mohawk” haircut. The painting is descriptive, because GÍA was a rebel with courage to stand up for herself and her work. Ten years later, Art Without Borders named GÍA Artist of the Year with a ceremony at Kjarvalsstaðir, Reykjavik Art Museum.

GÍA’s work was shown in solo and group exhibitions in the years 2005 – 2022. She exhibited in both formal and informal venues for art, in public spaces as well as art museums. GÍA held solo exhibitions in Gallery Port, the Reykjavik Art Gallery, the Printmaker’s Association Gallery, Listamenn Gallery, the House of Mental Health, the Culture House of the National Gallery and The Nordic House – those exhibitions were mostly organised in cooperation with the Art Without Borders festival.

GÍA was a generous soul and wanted people to enjoy her work widely. Her works are owned by public institutions such as the

National University Hospital, the Icelandic Cancer Society, the Reykjavik Peace Centre in Höfði, as well as individuals from all sections of society, known and unknown, who were fortunate enough to have received the honour of GÍA gifting her work to them.

When people stopped being able to gather due to the Covid-19 pandemic, GÍA created a venue for herself on the social media platform Facebook. There she posted four to six images of her work at regular intervals along with their titles and some information. These exhibitions reached a large audience who commented and encouraged her to continue her creativity. GÍA’s last exhibition was held in the hall of the Spöngin Cultural Centre in Reykjavik at the turn of the year 2020–2021 and was titled The Joy. She wanted to delight visitors by bringing light to the long, dark winter days, and guests indeed enjoyed her artworks there at the peak of the pandemic.

Following GÍA’s passing in 2021 her sister Ásta Steinunn kept her work and safeguarded it. She donated the estate to the Folk and Outsider Art Museum on behalf of the family in 2022.

GÍA var ekki við eina fjölina felld í listsköpun sinni. Hún vann með ólíka stíla, mismunandi tækni og viðfangsefni á ferli sínum í listinni. Hún vann þó jafnan á pappír eða striga, notaði blýant eða teiknipenna í teikningar og akrýlmálningu í málverkin. Hún lék sér með ólíkar litapallettur og tók tímabil þar sem hún vann mikið með liti úr gulli og silfri.

Gígja vann verk sín ekki í tómarúmi. Hún eins og flest listafólk þráði að vera í samræðu um verkin og koma þeim á framfæri. Gígju fannst mikilvægt að verkin ættu sér sinn stað í samfélaginu, væru í samtali við samtímann og listunnendur. Hún málaði og teiknaði, ekki til þess að verkin döguðu uppi í íbúð hennar, og hún fann sína leið til þess að koma þeim á framfæri. Gígja trúði því að verkin ættu erindi og að hún ætti erindi sem listamaður. Hún vildi deila verkunum með heiminum!

Kynningarmynd listahátíðarinnar List án landamæra árið 2006 var sjálfsmynd af Gígju þar sem hún var klædd sem pönkari, með hanakamb og sólgleraugu. Myndin er lýsandi, því Gígja var í eðli sínu uppreisnargjörn og þorði að standa með sjálfri sér og verkum sínum. Tíu árum seinna, árið 2017, var hún útnefnd listamanneskja Listar án landamæra við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.

Gígja hélt fjölmargar einka ­ og samsýningar á árunum 2005–2021. Ekki var alltaf auðvelt að finna sýningarstað en hún sýndi bæði á formlegum og óformlegum vettvangi listarinnar, í opinberum rýmum jafnt sem listasöfnum. Má þar nefna einkasýningar í Gallerí Port, Grafíksalnum, Gallerí Listamenn, Húsi Geðhjálpar og

Safnasafninu og voru margar sýninga hennar hluti af dagskrá listahátíðarinnar List án landamæra. Þegar fólk hætti að geta komið saman vegna Covid 19 faraldursins skapaði Gígja sér sýningarvettvang á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar birti hún verk með reglulegu millibili og fylgdu nöfn verkanna og upplýsingar um þau. Náðu þessar sýningar til fjölda fólks sem skildi eftir skilaboð um verkin og hvatti hana áfram í listsköpun sinni. Síðasta sýning Gígju var haldin í sýningarsal Menningarhússins í Spönginni yfir áramótin 2020–2021 og bar nafnið Gleðin. Þar vildi hún gleðja sýningargesti með því að bregða birtu á skammdegið og naut fjöldi gesta listaverka hennar í miðjum heimsfaraldri. Gígja var gjafmild á verk sín og vildi að sem flestir nytu þeirra. Eru mörg verka hennar í eigu stofnana, mætti þar nefna Landspítalann, Krabbameinsfélagið, Friðarsetrið í Höfða sem og einstaklinga sem hún heiðraði með listaverkagjöf. Eftir skyndilegt andlát Gígju 2021 varðveitti Ásta Steinunn, fyrir hönd fjölskyldunnar, öll verk hennar og afhenti þau árið 2022 Safnasafninu til varðveislu og eignar.

Gígja og Ásta á æskuheimili sínu við Hjarðarhaga, 1979 / GÍA with her sister Ásta in 1979

Gígja Guðfinna Thoroddsen, þekkt sem listamaðurinn GÍA, fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1957 og andaðist 8. september 2021, þá 64 ára. Hún var dóttir hjónanna Ingveldar Bjarnadóttur Thoroddsen (1924–2013) húsmóður og fótaaðgerðarfræðings og Einars Thoroddsen (1913–1991) skipstjóra og yfirhafnsögumanns. Systkini hennar eru Ólafur (1945–2023) og Ásta Steinunn (f. 1953).

Við fjölskyldan bjuggum á Hjarðarhaga þar sem Gígja gekk í Melaskóla, varð gagnfræðingur frá Hagaskóla og gekk í framhaldi í Lindargötuskóla. Kennari hennar í síðari bekkjum barnaskóla, Dagný G. Albertsson, hafði mjög mótandi áhrif á námsferil Gígju. Hún stappaði í hana stálinu, kom henni yfir frammistöðukvíða og sýndi henni fram á að hún réði vel við námsefnið, sem hún gerði. Að námi loknu starfaði Gígja m.a. hjá

Eimskipafélagi Íslands við afgreiðslustörf, Sambandi íslenskra samvinnufélaga við bókhald og við umönnun barna í leikskóla. Árið 1975 fór Gígja sumarlangt í lýðháskóla í Vallekilde í Danmörku, og hafði dvölin þar mótandi áhrif á hana. Þegar geðsjúkdómur hennar fór að búa um sig á unglingsaldri jókst ímyndunarafl hennar og hún varð meira leitandi. Til að þroska listræna hæfileika sína sótti hún leiklistarnámskeið hjá

Helga Skúlasyni og myndlistarnámskeið hjá Hring Jóhannessyni, og lagði sú menntun

grunn að listsköpun hennar. Á þessum tíma kynntist hún stóru ástinni í lífi sínu, Aðalsteini Hreinssyni (1959–1983). Samband þeirra stóð ekki lengi en var mjög náið. Geðsjúkdómur hans var farinn að gera vart við sig og segja má að þau hafi lifað saman í eigin ranghugmyndum um tíma þar til hann lést á voveiflegan hátt 1983. Gígju fannst hann vera eini maðurinn sem skildi hana og saknaði hans mjög alla tíð. Þegar Gígja var 26 ára hófust kynni hennar af geðheilbrigðiskerfinu. Þá fór hún í geðrof og var í kjölfarið greind með geðklofa. Veikindi Gígju höfðu mikil áhrif á fjölskylduna. Álag á foreldra okkar, sérstaklega móður, var mikið en þær voru mjög nánar alla tíð. Þær töluðu saman hvern einasta dag, oftast mörgum sinnum á dag. Árið 1991 urðu þáttaskil í lífi Gígju. Hún varð fyrir alvarlegum bruna á líkama og var það stuttu eftir að faðir okkar lést eftir langvarandi veikindi. Við tók löng sjúkrahúslega, hún barðist fyrir lífi sínu og sýndi þá ótrúlega seiglu og viljastyrk. Ákveðni hennar og þrautseigja kom fram með ýmsum hætti. Hún þekkti réttindi sín, hringdi í ráðamenn eða skrifaði þeim bréf til að láta í ljós skoðanir sínar á þjónustu við þá sem glímdu við geðsjúkdóma. Gígja var mikil reykingamanneskja þangað til einn daginn þegar hún ákvað að hætta að reykja og stóð við það þrátt fyrir mikla vanlíðan vegna fráhvarfseinkenna. Æviágrip

Biography

My sister Gígja Guðfinna Thoroddsen was born in Reykjavik on February 4, 1957, and passed away on September 8, 2021, when she was 64 years old. Gígja was the youngest of the three children of our parents Ingveldur Bjarnadóttir Thoroddsen, a housewife and podiatrist, and Einar Thoroddsen, a ship’s captain and maritime pilot. We lived in Reykjavik where Gígja attended and completed primary school, and middle school. One of her teachers from middle school, Dagný G. Albertsson, had a formative influence on Gígja’s school years. Using positive encouragement, she helped her to move past her anxieties and showed her that she could handle her schoolwork well.

As a young woman Gígja was employed by the Eimskip Shipping Company as a receptionist, in accounting for the Icelandic Co-Operative Alliance and worked as a caregiver at a preschool. After completing middle school, she spent the summer of 1975 at a Folk High School in Vallekilde, Denmark. The time she spent there had a seminal effect on her and broadened her perspectives.

Gígja’s imagination began to grow just as her mental disorder was beginning to take hold in her teenage years. To nurture her artistic ability, she attended a drama course with actor Helgi Skúlason and an art course with the painter Hringur Jóhannesson, which

laid the foundation for her artistic practice. During this time, she met the love of her life, Aðalsteinn Hreinsson. Their relationship was short-lived, but they were very close. His mental disorder had begun to manifest, and I would say that they existed together in their own delusions for a while until he tragically passed away in 1983. Gígja felt that he was the only person who understood her, and she experienced a great loss in his passing.

Gígja began her journey within the mental health system at the age of 26 when she went into psychosis and was subsequently diagnosed with schizophrenia. Gígja’s disorder had an impact on the family, causing considerable strain on our parents, especially our mother, but they maintained a close relationship throughout. They spoke daily on the phone, usually multiple times a day. The year 1991 was a traumatic turning point for Gígja. She suffered severe burns on her body a month after our father passed away after a long illness. Her healing process took a long time in hospital, she fought for her life with incredible resilience and willpower. Her determination and perseverance became apparent in several ways. She knew her rights, telephoned those in charge or wrote them letters to voice her views on the services to those struggling with mental disorder. She had been a chain smoker and one day dur-

Gígja með systkinum sínum og foreldrum, þeim Ingveldi og Einari, árið 1962. Gígja var fimm ára þegar myndin var tekin, hún stendur á milli móður sinnar og systur. / GÍA with her siblings and parents in 1962. GÍA was five years old when the picture was taken. She is standing between her mother and sister.

ing her healing process she decided to quit smoking and stuck with it despite days of discomfort with withdrawal symptoms. From that time on she made use of the services of the health care system where she lived for long periods at National University Hospital, Reykjavík City Hospital, and the psychiatric hospitals Arnarholt and Kleppur. In 2013, she finally found a home at Starengi, an assisted living complex for the disabled in the outskirts of Reykjavík, where she enjoyed life and worked on her art. One of the things she did there was to get a tablet computer so she could join Facebook in 2014. The staff at Starengi helped her to take pictures of her work and post them with subtexts to her Facebook profile. She wanted feedback on her images and if a friend had not commented, she called them and asked for a written response.

It was a shock for Gígja when our mother was moved to a nursing home with dementia in 2010. As her regular contact with our mother lessened, she stepped up her relationships with others. She would reach out to family members, friends from her teenage years, and institutions. One of her most trusted friends was our cousin and his wife, who maintained frequent communication with her. The telephone played an important role in Gígja’s outreach to the outside world. She summoned people to meet her at home, asked for visits, but after a short while she would declare, “Well, haven’t we covered everything?”, and thereby indicated that the visit was over.

Frá upphafi veikinda nýtti Gígja sér þjónustu heilbrigðiskerfisins þar sem hún dvaldi og bjó langdvölum m.a. á Landspítala, Borgarspítala, Arnarholti, sambýlum fyrir geðfatlaða og Kleppi. Árið 2013 eignaðist hún loks heimili að Starengi í Grafarvogi þar sem hún undi hag sínum vel og vann að list sinni. Hún óskaði sér að eignast spjaldtölvu og vildi komast á Facebook. Það gerði hún árið 2014 og starfsfólkið í íbúðakjarnanum við Starengi aðstoðaði hana við að taka myndir af verkunum sínum og birta þau með texta á Facebook. Hún vildi fá endurgjöf á myndir sínar þegar hún sýndi á samfélagsmiðlum. Ef vinir hennar þar höfðu ekki tjáð sig um verkin þá hringdi hún í þá og óskaði eftir skriflegri endurgjöf.

Árið 2010 flutti Ingveldur móðir okkar á hjúkrunarheimili vegna heilabilunar og varð það mikið áfall fyrir Gígju. Þá fækkaði símtölunum við hana til muna en að sama skapi jók Gígja tengsl sín við aðra. Hún hringdi í nána fjölskyldumeðlimi sem og stórfjölskylduna, vinkonur frá unglingsárunum, og stofnanir. Einn af hennar traustustu vinum var Ólafur Örn Thoroddsen, frændi hennar, og Sigríður Jónsdóttir, kona hans, en þau voru í mjög tíðum samskiptum við hana. Síminn gegndi mikilvægu hlutverki til að tengja Gígju við umheiminn. Hún kallaði fólk heim á sinn fund, óskaði eftir heimsóknum en sagði gjarnan að stuttum tíma loknum: „Jæja, er þetta ekki orðið gott?“ og gaf þar með til kynna að heimsókn væri lokið. Gígja vissi nefnilega hvað hún vildi.

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 606 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið, 2024

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Atli Bollason, Ásta Thoroddsen,

Margrét M. Norðdahl, Níels Hafstein

Þýðing / Translation

Gunnhildur Walsh Hauksdóttir

Prófarkalestur / Proof

Uggi Jónsson, Cormac Walsh

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Margrét M. Norðdahl, Úr eigu fjölskyldunnar

Forsíða / Cover

Marilyn Monroe

Grátandi barn / Crying Child

Baksíða / Back Cover

Áfram konur! / Go Women!

Geðklofi / Schizophrenia

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 g / Amber graphic 240 g

Upplag / Edition

300

ISBN 978-9935-9517-7-9

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

All photographs, artworks and texts are protected under Icelandic and international copyright conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission from the authors and publisher.

Þakkir / Thanks Fjölskylda Gígju Guðfinnu Thoroddsen fær sérstakar þakkir fyrir aðstoð við myndaöflun í aðdraganda bókarinnar. Sérstakar þakkir fá systir Gígju, Ásta Thoroddsen, og sonur hennar Atli Bollason fyrir textaframlag og ráðgjöf við gerð bókarinnar.

Special thanks to the Thoroddsen family for assisting in acquiring images and for the legwork in making this book. Particularly to GÍA's sister Ásta and her son Atli for their contribution and consultation in the making of this book.

Safnasafnið hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til útgáfu á sex sýnisbókum úr safneign. Bókunum er ætlað að miðla efni úr safneign safnsins til innlendra og erlendra fræðimanna sem og almennra áhugamanna um alþýðulist. Sýnisbók safneignar XI, GÍA , er sú ellefta í röð sýnisbóka sem safnið gefur út og sú sjötta í röðinni þar sem Öndvegisstyrkur Safnaráðs fjámagnar útgáfuna að stórum hluta.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was awarded a grant in 2021 by the Museum Council of Iceland to publish six books focusing on the museum’s collection. The aim of the publications is to mediate the museum’s collection to a broader audience, to professionals and the general public interested in folkand outsider art in Iceland. Showcase XI GÍA is the eleventh publication in this series and the sixth book where the grant from the Museum Council is partly financing the publication.

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Safnið hefur vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar XI, sem hverfist um verk Gígju Thoroddsen, er ellefta sýnisbókin þar sem safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located near the city of Akureyri at Svalbarðsströnd in the north of Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self­taught artists. Showcase XI focuses on the works of Gígja Thoroddsen known by her artist name GÍA. This publication is number eleven in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserves 978-9935951779

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.