Fuglar // Birds

Page 1

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar

Fuglar Showcase Birds

Sýnisbók safneignar III

Fuglar

Showcase III Birds

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akrureyri

© Safnasafnið 2019

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Sýningarstjórn / Curator

Níels Hafstein

Formáli / Prologue

Níels Hafstein

Texti / Text

Harpa Björnsdóttir, Þór Magnússon

Þýðing / Translation

Anna Yates

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Harpa Björnsdóttir, Þjóðminjasafnið: Ívar Brynjólfsson

Forsíða / Cover photo

Fálkar og rjúpur / Gyrfalcons and Ptarmigans

Þorsteinn Díomedesson

Grafísk hönnun / Graphic design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

G Print 170 gr. Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

500

Fuglar Birds

Þorsteinn Díomedesson

Anna Ágústsdóttir / Anna Guðjónsdóttir / Aðalheiður Eysteinsdóttir / Arndís Kristín

Sigurbjörnsdóttir / Ágúst Jóhannsson / Birgir Húni Haraldsson / Bjarni Vilhjálmsson / Eiríkur Guðmundsson / Eyþór Kristinn

Jóhannsson / Fredie Beckmans / Gunnar Einarsson / Gunnar Kárason / Hálfdan Ármann Björnsson / Hildur Harðardóttir / Hjörtur Guðmundsson / Inger N. Jensen / Ingibjörg Jónsdóttir / Jenný Karlsdóttir / Jón Eyþór Guðmundsson / Jóhannes

Steinþórsson / Jón Ólafsson / Kjartan

Kjartansson / Kristín Guðrún Jósefsdóttir / Laufey Jónsdóttir / Liljana Milenkoska /

Margrét M. Norðdahl / Oddný Jósefsdóttir / Magnhildur Sigurðardóttir / Olga Dimitreva / Ragnar Hermannsson / Rósa Valtingojer / Sigríður Ágústsdóttir / Sigurbjörn Helgason / Snæbjörn Eyjólfsson / Tryggvi Hrafn Haraldsson / Úlfar Sveinbjörnsson / Weerivani Vari

Ég er furðufugl og samlagast náttúrunni án þess að taka eftir því sérstaklega því hún er svo eðlilegur hluti af mér. Fuglar nálgast mig af einhverjum dularfullum ástæðum, þeir eru varfærnir, kurteisir, undrandi, fullir aðdáunar. Þeir fljúga til mín utan af hafi, úr fjöru, af fjalli, frá misvægum víddum þar sem sólin er of heit eða tunglið of kalt. Ég er viðkomustaður þeirra, tímabundin lausn frá truflunum raunveruleikans, harmrænum atburðum og dauða. Þeir ljá mér áferð línu og forma sem þeir sveigja að nefi, eyrum, augum, enni, vörum, beinum, vöðvum og húð. Ég er þakinn farfuglum og flækingum svo það það sést varla í mig, ég get hvorki blikkað, brosað, gengið né setið. Þeir læðast inn í hárið og fela sig í lággróðri líkamans, þeir ylja sér við andardrátt minn, titra í taktslætti hjartans. Ef ég spegla mig í tjörn eða læk sé ég að hver hræddur fugl leggst á annan eins og í verndarskyni og samlíðan. Fjöður hvílir á væng, kinn við gogg, sundfit að kló, þeir eru lítilmagnar og hafa flúið margslungið óminnismistur. Ég undrast þetta þögla blinda fjaðurlíf og óska þess heitt að geta hafið mig strax til flugs og svifið inn í fjarlægðina

Níels Hafstein

Circumstances

I’m an odd bird, and I conform with nature without even noticing, for it is such a natural part of me. Birds approach me for some mysterious reason: they are wary, polite, amazed, full of admiration. They fly to me from the ocean, the seashore, the mountains, from faraway dimensions where the sun is too hot or the moon too cold. I am their way-station, a temporary respite from the agitations of reality, tragic events, death. They imbue me with a texture of line and form which they bend to the nose, ears, eyes, forehead, lips, bones, muscles and skin. I am covered with migratory and vagrant birds so almost nothing of me is visible – I cannot blink, smile, walk or sit. They steal into my hair and hide in the coppices of the body, they warm themselves on my breath, tremble in time with my heartbeat. If I look at my reflection in a pond or brook I see that each bird lies over another as if for protection, in terror or unity. They are vulnerable, they have fled a convoluted haze of oblivion –a feather is laid on a wing, a cheek against a beak, a webbed foot on a claw. I marvel at this silent blind feathered life and only wish that I could take flight right now and vanish into the blue

Ágúst Jóhannsson Málað tré og snæri / Painted wood and yarn
Frá sýningu 2018–2019
the exhibition 2018–2019
/ From
Anna Ágústsdóttir, Hvammstanga Málaðir steinar / painted stones Arndís Kristín Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík Prjónaðir fuglar á steinum, með áfestum fjöðrum, goggum og klóm / knitted birds on stones, with attached feathers, beaks and claws

Óþekktur höfundur / Unknown artist

Tálgað tré / carved wood

Anna Guðjónsdóttir, Hamborg

Teikning og tré / drawing and wood

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Siglufjörður

Samlímt tré / wood and glue

Hildur Harðardóttir, Reykjanesbær

Blönduð tækni / mixed media

Weerivani Vari, Fárskrúðsfjörður

Samanbrotinn pappír / folded paper

Álpappír

Tryggvi

Álpappír

Birgir Húni Haraldsson, Grenivík og frauð / aluminium foil and foam Hrafn Haraldsson, Grenivík og tré / aluminium foil and wood Ágúst Jóhannsson, Hvammstanga Tálgað og málað tré / carved and painted wood Bjarni Vilhjálmsson [1913–1999] frá Hamri í Gaulverjabæjarhreppi, Reykjavík Tálgað tré / carved wood Eyþór Kristinn Jóhannsson, Sólheimum í Grímsnesi Leir og gler / clay and glass Eiríkur Guðmundsson [1909–2008], Selfossi Útsagað og litað tré / sawn out and coloured wood Fredie Beckmans, Amsterdam, Hollandi Pappi / cardboard Gunnar Einarsson [1922–2008], Breiðdalsvík Tálgað og málað tré / carved and painted wood Gunnar Kárason [1931–1996], Sólheimum í Grímsnesi Tálgað og málað tré / carved and painted wood Hálfdan Ármann Björnsson [1933–2009], Hlégarði í Aðaldal Tálgað og málað tré / carved and painted wood

Hjörtur Guðmundsson [1928–2004], Reykjavík

Blönduð tækni / mixed media

Inger N. Jensen, Akureyri Þæfð ull / felted wool Jenný Karlsdóttir, Akureyri Fuglar úr þöngulhausum, fjöðrum, goggum og klóm / birds made from seaweed, feathers, beaks and claws Jón Eyþór Guðmundsson [1915–2004], Reykjavík Útskorið tré / carved wood

Jóhannes Steinþórsson [1890–1972], Ísafirði Útskorið og málað tré / carved and painted wood

Jón Ólafsson, Hólmavík Útskorið og málað tré / carved and painted wood Kjartan Kjartansson, Akureyri Lakkað tré / lacquered wood Kristín Guðrún Jósefsdóttir, Þorfinnsstöðum á Vatnsnesi Tálgað tré / carved wood Laufey Jónsdóttir, Akureyri Útsagað og málað tré / sawn out and painted wood Liljana Milenkoska, frá Makedóníu, Mörk, Vatnsnesi Þæfð ull / felted wool Margrét M. Norðdahl, Reykjavík Vír og garn / wire and yarn Oddný Jósefsdóttir, Sporði í Línakradal, Húnaþingi vestra Tálgað og vaxborið tré / carved and waxed wood

Magnhildur Sigurðardóttir, Svalbarðsströnd Útsaumur á klæði / embroidered cloth

Olga Dimitreva, frá Hvíta-Rússlandi, Reykjavík Leir og málning / clay and paint Ragnar Hermannsson [1922–2009], Húsavík Tálgað og málað tré / carved and painted wood Rósa Valtingojer, Stöðvarfirði Gljábrenndur leir / glazed clay Sigríður Ágústsdóttir, Hafnarfirði Steinleir / stoneware Sigurbjörn Helgason, Reykjavík Blönduð tækni / mixed media Snæbjörn Eyjólfsson [1897–1973], Reykjavík Ýsubein / fishbone

Ingibjörg Jónsdóttir [1883–1954], Reykjavík Ýsubein / fishbone

Úlfar Sveinbjörnsson, Selfossi Tálgað og málað tré / carved and painted wood
Frá sýningu 2018–2019
From the exhibition 2018–2019
/
Þorsteinn Díómedesson
Þorsteinn Díómedesson

Þorsteinn Díomedesson var einn þeirra manna sem gefin er listræn hneigð, hagleikur og sköpunargleði, án þess þó að eiga þess kost að feta listabraut eða afla sér nokkurrar þekkingar á því sviði. Hann naut engrar skólagöngu eða tilsagnar á neinu sviði lista eða mennta, hlutskipti hans var verksvið daglaunamannsins. Þorsteinn var fæddur 20. nóvember árið 1900 á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi í Húnavatnssýslu og átti heima innan þess hrepps alla tíð. Faðir hans, Diómedes Davíðsson fra Gilá í Vatnsdal, hafði mikinn áhuga á náttúrufræði og var vel lesinn á því sviði og ritaði um fuglalíf á Vatnsnesi í Náttúrufræðinginn. Slíkt var óvenjulegt þar um slóðir í þann tíð, enda var það nóg dagsverk að sjá sér og sínum farborða í lífsbaráttunni. En Þorsteinn og bræður hans drukku í sig þennan áhuga föður þeirra, enda varð Þorsteinn með náttúrufróðustu mönnum norður þar í ungdæmi mínu. Flestum var t.d. grasafræði lokuð bók og fáir þekktu nema hina algengustu fugla, þá sem bar fyrir augu daglega. En Þorsteinn gaf gaum að náttúrunni og lífinu í kring um sig og var þar að auki víðlesinn og minnugur.

Alla ævi sína, meðan þrek entist, starfaði Þorsteinn að allri algengri verkamannavinnu. Hann stundaði sjósókn, var framan af á vertíðum syðra og mörg hin síðari sumur vann hann við brúarsmíðar. Þar kynntist ég honum best og lærði að meta hann. Síðari árin, og einkum eftir að Þorsteinn minnkaði við sig vinnuna, fór hann að tálga sér til dundurs fugla og seli úr birkikubbum. Fyrst mun hann hafa haft birkibúta, sem hann hafði með sér sunnan úr Hvítársíðu er hann vann við brúarsmíði þar. Þorsteinn sat þá einn í herbergi sínu á kvöldin, hlustaði á útvarp og hafði birkikubbinn í annarri hendi og hnífinn í hinni og þannig tálgaði hann og mótaði ýmist fuglana eða selina. Sagðist hann gera þetta sér til dægrastyttingar og vildi á engan hátt setja það í samband við listmennt.

Þessa smíðisgripi sína gaf hann síðan vinum og kunningjum. Brátt fóru fuglarnir einnig að verða eftirsóttir víðar og þá fór hann að selja fáeina, þó fyrir örlágt verð, svo að á engan hátt svaraði til vinnunnar. Var það enda ánægjan og sköpunargleðin sem hvatti hann til þessara verka, en óneitanlega var það honum enn frekari hvatning að margir vildu eiga og eignast þessa hluti og þeir þóttu sérstæðir og skemmtilegir.

Fuglarnir voru allir hinir venjulegustu landfuglar, mest spörfuglar, en einnig fálkar, kríur og lóur. Að auki voru svo ýmsir flækingsfuglar sem Þorsteinn hafði sjálfur orðið var við eða lesið um og séð myndir af á bókum, en voru ekki eiginlegir í íslenskri náttúru. Útliti fuglanna reyndist oftast auðvelt að ná, þannig að vel mátti þekkja hvaða fugl hver var, og litirnir fóru einnig mjög nærri þótt Þorsteinn kvartaði um að þar brysti sig frekast íþróttina. Þannig tók birkikubburinn smám saman á sig svipmót fuglsins og síðan voru stuttir vírteinar settir í fóta stað og loks var undirstaðan birkikringla. Þannig gátu þeir setið hver á sínum stað, enda mátti víða sjá „fuglana hans Þorsteins“ sitja í gluggakistum, á skápum eða hillum hjá kunningjafólki hans.

Þorsteinn Díomedesson var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Hann lést 30. desember 1983 og mun þá varla hafa órað fyrir að fuglarnir hans yrðu öðru fremur metnir til listrænna hagleiksverka er frá sækti. Að vísu höfðu þeir verið á sýningu á Kjarvalsstöðum á ári aldraðra 1982, en framleiðslan gat aldrei orðið svo mikil að þeir flygju víða. Þetta var fyrir honum tómstundagaman aldraðs manns, manns sem var vanur vinnunni og varð að hafa eitthvað fyrir stafni til að binda hugann við. En það sakaði auðvitað ekki að aðrir hefðu einnig nokkra ánægju af verki hans og mætu það nokkurs. Þess vegna var alúð lögð við verkið, reynt að láta einkenni náttúrunnar koma sem best fram í hverjum smíðisgrip. Og spurningin er, hvort nokkur fær á annan hátt betur greitt fyrir verk sín en í þakklæti og hlýjum hug þeirra sem við þeim taka.

Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður.

Þorsteinn Díómedesson

Þorsteinn Díomedesson was one of those people who are gifted with artistic leanings, dexterity and creativity, without having any opportunity to seek a life in art, nor to acquire any expertise in that field. He received no education or training in any kind of art or culture: his life was that of a labourer earning a daily wage.

Þorsteinn was born on 20 November 1900 at Ytri-Vellir in the Kirkjuhvammur district of Húnavatnssýsla, north Iceland, and he lived in that district all his life. His father, Diómedes Davíðsson from Gilá in Vatnsdalur, had a keen interest in natural sciences. He read widely in the field, and wrote about birdlife on the Vatnsnes peninsula in the natural-science periodical Náttúrufræðingurinn. That was unusual in the region at the time – as for most people the task of earning a living and supporting a family was more than enough. But Þorsteinn and his brothers took up their father’s passion; and in my young days Þorsteinn was betterinformed about nature than almost anyone else up there in the north. To most people, for instance, botany was a closed book; and few people could identify birds other than the commonest species – the ones they saw every day. But Þorsteinn paid attention to the nature and life all around him – and was also well-read and had a good memory.

All his life, for as long as he was able, Þorsteinn was employed in a range of labouring jobs. He was a fisherman, and would travel south for the fishing season; and in later life he worked for many summers building bridges. That was where I got to know him best, and learned to appreciate him.

In his later years, and especially after he started to work less, he took up the hobby of carving birds and seals from bits of birchwood. He started out with lumps of wood he brought home from Hvítársíða in the west, when he had been employed on bridgebuilding there. He would sit alone in his room in the evenings listening to the radio, with a bit of wood in one hand and his knife in the other, as he whittled either birds or seals. He said he did it to pass the time, and never felt that it was any kind of art or craft. He would give the pieces he made to friends and acquaintances. Before long there was a demand for the birds from others, and then he started to sell the odd bird – but for a very low price, which was far from representing the work involved. And pleasure and creation were his motivation for making the works – but he certainly found it encouraging that many people wanted to have the objects he made, and found them fun and unusual.

His birds were all the common terrestrial birds – mainly passerine species, but also gyrfalcons, arctic terns and golden plovers. He also portrayed some vagrant birds, not normally seen in

Iceland, which he had either observed himself, or read about and seen pictures of in books. He generally captured the appearance of the birds well, so that the species could easily be identified, and the colours were also good – although Þorsteinn himself was not entirely happy with them. From each lump of birchwood the form of the bird thus gradually emerged. He then added wire legs and stood the figure on a circular base of birchwood. Thus the birds could stand in different places – and “Þorsteinn’s birds” were to be seen perched on window-sills, shelves and cabinets in the homes of his friends.

Þorsteinn Díomedesson never married or had children. He died on 30 December 1983. He could scarcely have imagined that his birds would come in time to be seen as artistic works of craftsmanship. They had admittedly been shown at the Kjarvalsstaðir gallery of the Reykjavík Art Museum in 1982, in the Year of Ageing, but the limited number of pieces he produced would never permit his birds to fly far afield. For him the carvings were the pastime of an elderly man: a man who had worked hard all his life, and felt a need to keep busy. But it was, of course, a bonus that others also enjoyed what he made, and valued it. Hence he strove to do his best, bringing out the natural features in each piece. And the question is, whether there is any better reward for one’s works than the gratitude and affection of those who receive them

Fugl, fugl, fugl.
Höfundur óþekktur / Unknown artist Vindhani / weathercock Útskorinn og málaður eir / cut and painted copper Byggðasafnið Skógum / Skógar Folk Museum (R-722)

Fuglar tengja saman himin og jörð og eiga sér langa og merkilega sögu í hugmyndaheimi manna. Þeir eru stórir og smáir, háfættir og lágfættir, með langan gogg eða stuttan, syndir og ósyndir. Sumir bera litfagran fjaðraham en aðrir fábrotinn. Fjölbreytileikinn í útliti þeirra virkar örvandi á ímyndunaraflið og hvernig þeir halla undir flatt og virðast íhuga umhverfi sitt af gaumgæfni gefur til kynna að vit þeirra sé umtalsvert meira en ætla má við fyrstu sýn.

Flug þeirra, hegðun og útlit hefur frá örófi alda heillað menn til mótunar eftirmynda en einnig til smíði goðsagna og ævintýra. Þrá mannsins til að geta sjálfur flogið hefur sett svip sinn á þessar sagnir, skapað verur sem eru að hálfu maður og hálfu fugl. Í flestum eldri trúarbrögðum þekkjast slíkar tvíræðar verur; fugl með mannshöfuð, mannvera með vængi eða fuglshöfuð, og eins guðir sem geta brugðið sér í fuglslíki.

Þekktasta goðsagnaveran er líklega fuglinn Fönix sem við þekkjum úr grískri goðafræði en er ættaður úr þeirri egypsku. Fönix er tengdur sólinni, rauður og gylltur að lit, og aðeins einn slíkur lifði í einu í veröldinni. Á móti kom að hann gat lifað í 500 ár. Þegar leið að lífslokum þá brann hann upp í eldi en reis nýr og heill upp úr öskunni og var þannig tákn ódauðleikans.

Í egypskri goðafræði er guðlega veran Hóras, karlmaður með fálkahöfuð. Hann var konungur himinsins og hægra auga hans sólin en hið vinstra tunglið. Auga Hórasar er þekkt tákn úr egypskri goðafræði og er enn þann dag í dag notað til verndar. Hóras sem barn var líka táknmynd sólarinnar, oft sýndur með fingur á vör sitjandi á lótusblómi. Þegar hann ratar í goðheima Grikkja fær hann vængi og nafnið Harpocrates og verður tákn þagmælsku og trúnaðar.

Í grískri og rómverskri goðafræði eru kynjaverurnar harpíur með kvenmannsandlit en fuglslíkama, tákn vinds, storma og illviðra.

Í norrænni goðafræði þekkjum við hinar mikilvægu fréttaveitur Óðins, hrafnana Hugin og Munin, og sjálfur Óðinn brá sér í arnarham eftir að hafa stolið skáldamiðinum og flaug með hann í Ásgarð. Frjósemisgyðjan Freyja átti valsham og ef hún klæddist honum breyttist hún í fálka og gat flogið hvert á land sem var. Valshaminn fékk Loki lánaðan til að endurheimta epli Iðunnar sem tryggðu eilífa æsku.

Í Kóraninum og hinu 2000 ára gamla gnostíska riti Tómasarguðspjalli, einu af frumritum Biblíunnar um æsku Jesú, er sögð sagan af því þegar hinn fimm ára gamli Jesú ásamt öðrum börnum mótar fugla úr leir á helgidegi. Þegar Jesú og börnin eru ávítt fyrir að vanhelga hvíldardaginn, klappaði Jesú saman höndum og gaf á þann hátt fuglunum líf og þeir flugu til himins. Í Biblíunni eru síðan ótalmargar sagnir af vængjuðum verum, englum og erkienglum, og sjálfur Guðfaðir býr á himnum þar sem hann dæmir menn til eilífs lífs eða fordæmingar.

Af framansögðu má sjá hversu margar fuglagoðsagnir tengjast lífgjöf, endurfæðingu og ódauðleika. En fuglar hafa líka verið mönnum tákn um styrk og því valdir á skjaldarmerki þjóða og valdamikilla ætta. Þá komu helst til greina örn og fálki, og það var einmitt fálki sem varð fyrir valinu sem þjóðartákn þegar Íslendingar fengu heimastjórn 1904. Uglan er síðan alþekkt tákn visku og þekkingar.

Þjóðsögur og þjóðtrú

Íslenskar þjóðsögur bera aðdáun á fuglum og hugmyndaflugi fólks fagurt vitni. Margar sögur segja frá krummanum og hvernig hann launar vel greiða en getur líka boðað dauða og vá. Rjúpan er mönnum hugþekk og flestir þekkja söguna af því þegar himnadrottningin María skipaði fuglum himinsins að vaða bál og allir hlýddu þeir boði hennar og komu úr eldinum með sviðna leggi. Aðeins rjúpan þrjóskaðist við og fékk þann dóm að verða allra fugla meinlausust og varnarlausust, en fiðurloðnum fótum sínum hélt hún.

Ýmislegt í íslenskri þjóðtrú tengdist fuglum. Lóan er boðberi sumars og sælu, rjúpukarri útvarpar veðurspá kvölds og morgna og hrossagaukar spá um gæfu og gengi. Ef ófrísk

Guðmundur „bíldur“ Pálsson [1830–1884], Skagafjörður   Dyraumbúnaður á Laxamýri, / Carved door frame from Laxamýri farm Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland ( Lpr. 3593 )

kona borðaði rjúpu eða rjúpuegg átti barn hennar að verða freknótt. Og legði hún sér til munns rjúpu sem fálki hafði drepið, fæddist barnið með valbrá. Ekki mátti þunguð kona nota sæng með rjúpnafiðri því þá varð fæðingin erfið en til að greiða fyrir örðugri fæðingu mátti leggja undir konuna rjúpnafjaðrir. Rjúpuhjarta saxað í mat efldi ástir og ekki gat fólk dáið ef eintómt rjúpnafiður var í sæng þess.

Börnum var útbúið sogrör úr fjöðurstaf og var þá best að fjöðrin væri af fugli með fögur hljóð eins og álftin, en hrafnsfjöður var ótæk því þá fengi barnið ráma rödd og verst þótti súlufjöðrin því súlan er mállaus. Hegraklær þóttu góðar til að afla fiska, voru kallaðar aflaklær og fengu fengsælir menn sama viðurnefni. Áttu sjómenn að bera þurrkaða hegrakló í skó sínum er þeir réru til fiskjar og þegar hún klóraði í stórutána á þeim þá var fiskur undir.

Að dreyma fugla gat verið fyrir bæði góðu og illu. Að drepa fugl var fyrir illu og að veitast að fuglum með látum benti til þess að dreymandinn byrgði inni reiði og væri ekki í jafnvægi. Að fóðra fugl í draumi boðaði aftur á móti ánægjulega reynslu eða ágóða og syngjandi fuglar og fagrir voru fyrir góðu. Fugl í búri var fyrir arfi en tómt fuglabúr fyrir ferðalagi eða breytingum og ef fugl slapp úr búri sínu var það fyrir jákvæðum umskiptum.

Skreyti og hagnýtni

Tálfuglar voru tegldir til af hagleiksmönnum til að lokka að aðra fugla svo auðveldara væri að fanga þá. Eins þekkjum við útskorna æðarfugla sem áttu að laða að fugla sömu tegundar til varps og hreiðurgerðar. Varðveittir eru slíkir tálfuglar eftir Guðmund Pálsson (1830–1884) sem fékk viðurnefnið bíldur. Guðmundur gekk á listaakademíuna í Kaupmannahöfn og lærði myndskurð, en þó hann hafi gengið á skóla og verið útskurðarmeistari þá nýttist honum þessi undirstaða og hæfileikar aðeins að litlu leyti til framfærslu eða sköpunar. Varðveittir gripir eftir hann eru meðal annars útskorin og máluð æðarhjón sem fest voru yfir dyrum að Efra-Haganesi í Fljótum og sams konar par að Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu. Eins skar hann út æðarblika sem stóð á bæjarburstinni á prestsetrinu að Laufási í Eyjafirði. Guðmundur skar einnig út dúfumynd sem er í kirkjunni á Þingeyrum og ýmsa aðra kirkjugripi þar.

Alþýðufólk sem ekki hafði hlotið neina formlega menntun í útskurði eða listum lét það ekki aftra sér frá því að búa til muni og leikföng. Útskornir veðurvitar úr tré eða málmi prýddu burstir bæja og voru oft í fuglsmynd – dúfur eða hanar. Leikföng fyrir börn hafa verið gerð hér á landi í gegnum aldirnar og notaði fólk þann efnivið sem hendi var næst, dýrabein, fiskibein og vax. Bein úr þorsk- eða ýsuhaus voru tálguð til í svani eða rjúpur og má ætla að hvert einasta byggðasafn á Íslandi geymi slíka muni handa börnum, gerða bæði af konum og körlum.

Í Þjóðminjasafni Íslands má sjá haglega saumaða pyngju úr svansfótum og önnur úr skúmsfótum er varðveitt í byggðasafninu að Skógum, hvort tveggja fágæt dæmi um nýtni og hagleik fyrri tíma.

Gripir til minja

Það er ekki fyrr en í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar að gripir gerðir af alþýðufólki fara að verða söluvara. Erlendir ferðamenn sáu þá á heimilum fólks og föluðust eftir þeim, einkum útskornum öskum og spónum, og smám saman þróaðist þetta í heimilisiðnað sem gat aflað einstaklingi eða heimili aukatekna. Á sama tíma jukust kröfurnar um gæði og fágaðra yfirbragð þessara gripa. Svipaða sögu má segja um tubilakkana grænlensku, sem þróuðust frá því að vera duldir galdragripir í að verða haglega gerðir minjagripir fyrir ferðamenn og safnara.

Þegar ferðalangar tóku að leggja leið sína til Íslands í auknum mæli eftir heimsstyrjöldina fyrri skapaðist þörf fyrir minjagripi. Guðmundur frá Miðdal (1895–1963) menntaðist í myndlist í Danmörku og Þýskalandi og stofnaði árið 1927 listsmiðju sem hóf framleiðslu á leirmunum, m.a. rjúpu, hrafni og fálka. Urðu þessir gripir jafn vinsælir hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum og eru fuglar Listvinahússins enn í dag eftirsóttir listmunir.

Árið 1950 efndi Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Ferðaskrifstofu ríkisins til samkeppni um minjagripi úr íslensku hráefni til að mæta þörfum sívaxandi ferðaiðnaðar. Mæltist þetta vel fyrir og margar góðar hugmyndir spruttu fram og því var samkeppnin endurtekin reglulega næstu árin. Árið 1967 hlaut Ágústa Pétursdóttir Snæland (1915–2008) 2. verðlaun fyrir hugmynd sína, kríur úr fiskbeinum sem tylltu sér á fjörusteina. Sótti hún þar fyrirmynd í gamlan menningararf, leikföng barna í gegnum aldir, og má segja að hún hafi endurvakið aldagamla alþýðuhefð. Ágústa hafði gengið á listiðnaðarskóla í Kaupmannahöfn og nam þar einnig auglýsingateiknun. Urðu kríur og svanir Ágústu úr fiskbeinum afar vinsælir minjagripir og voru keyptir af ferðamönnum og Íslendingum jafnt. Minjagripagerð er enn veigamikill þáttur í íslenskum ferðaiðnaði og sem betur fer er þar ekki allt ódýr erlend fjöldaframleiðsla, heldur hefur íslenskt handverk eflst og dafnað á síðustu árum. Þátttaka í árvissum handverkssýningum er mikil og handverksmarkaðir hafa sprottið upp um allt land. Í því handverki sem boðið er upp á skipa fuglar stóran sess og eru það sömu fuglar og fyrrum sem sitja í efstu sætum vinsældalistans, nema fálkinn hefur horfið af sviðinu. Hrafninn er einkum vinsæll, hvort sem er útskorinn, mótaður eða fjaðrir hans notaðar beint sem hálsskraut. Síðan hefur lóan tekið hástökk inn á sviðið ásamt himbrimanum með sinn svarthvíta fagurham.

Hugmyndagjafi

Þorsteinn Díómedesson á Hvammstanga (1900–1983) er einn hinna fyrstu úr alþýðustétt hér á landi sem verður þekktur fyrir tálgaða og málaða hagleiksfugla sína. Ekki var upphaflegur tilgangur með gerð þeirra að þeir yrðu sýningargripir eða söluvara, þetta var tómstundaiðja Þorsteins á efri árum, en fuglar hans þóttu listavel gerðir og urðu eftirsóttir af þeim sem til þekktu. Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, stofnendur Safnasafnsins, hrifust bæði af fuglum hans og söfnuðu þeim löngu áður en til þess kom að þau tvö rugluðu saman reytum sínum. Mynda fuglarnir einn grunnþáttinn í safneign Safnasafnsins þar sem eru varðveittir 87 útskornir og málaðir fuglar eftir Þorstein. Hafa þeir verið sýndir í Safnasafninu margoft við góðar undirtektir gesta en einnig stóð Níels Hafstein fyrir sýningum á fuglum hans í Nýlistasafninu 1985 og 1991.

Myndlistarmenn hafa löngum heillast af fuglum og nýtt sér í listsköpun sinni. Friðardúfa Picassós með laufblað í goggi er líklega þekktasta erlenda dæmið og löngu orðin heimþekkt táknmynd friðar. Flestir Íslendingar þekkja málverkið Sumarnótt (1929) eftir Jón Stefánsson (1881–1962) sem sýnir tvo fugla í forgrunni spegilslétts vatns með dimmblátt fjall í baksýn. Enn glíma íslenskir listamenn við fuglsformið, jafnt skólaðir sem óskólagengnir, og eru efnistökin af ýmsu tagi.

Í Safnasafninu eiga heima um 600 fuglar; farfuglar, staðfuglar, skrautfuglar og ævintýrafuglar úr ólíkum hugmyndasmiðjum. Nokkrir þeirra hafa dvalið þar frá stofnun safnsins árið 1995 en aðrir eru nýflognir í hús. Sýning Safnasafnsins á 360 fuglum úr safneign eftir 60 myndhöfunda, sem sett var upp til tveggja ára sumarið 2018, endurspeglar þá gífurlegu fjölbreytni sem finna má í ríki fuglanna sjálfra en lýsir einnig hvernig margbreytileiki þeirra hefur glætt hugmyndaflug listamannanna. Enginn vafi er á því að listamenn munu um ókomna framtíð sækja í þennan gjöfula sjóð.

Guðmundur „bíldur“ Pálsson [1830–1884], Skagafjörður   Æðarfugl frá Laufási / Eider duck from Laufás parsonage Útskorið og málað tré / carved and painted wood. Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland (Þjms. 1988–45)

Bird, bird, bird.

Birds are a link between heaven and earth, and they have a long and fascinating history in human ideas. They are large and small, long-legged and stubby-legged, with long beaks or short, swimmers and non-swimmers. Some boast colourful plumage, while others are muted in hue. The diversity of birds’ appearance sparks the imagination, and their habit of tilting their head, apparently in deep contemplation of their surroundings, suggests a wisdom beyond what is immediately evident.

Birds’ flight, behaviour and appearance has fascinated humans from time immemorial, leading to the desire to emulate them, as well as the evolution of myths and legends. Such tales reflect man’s desire to fly, describing creatures which are halfhuman half-bird. Such hybrids occur in ancient religions: a bird with a human head, a human with wings or a bird’s head; and certain gods were able to take on the form of a bird.

Probably the best-known legendary bird is the Phoenix, familiar to us from Greek mythology, and derived from Egyptian roots. The Phoenix is associated with the sun, red and gold in colour. Only one Phoenix lived at a time in the world, but it might live as long as 500 years. At the end of that time it was consumed by flames, then reborn from the ashes, thus symbolising immortality.

In Egyptian mythology the divine being Horus is a man with the head of a falcon. He was the king of the heavens: his right eye was the sun, and his left the moon. The Eye of Horus, a widespread symbol in Egyptian mythology, is still seen today in protective amulets. The child Horus also signified the sun – often depicted with his finger on his lips, seated on a lotus flower. Adopted into Greek myth as the winged god Harpocrates, he stands for silence and confidentiality. Harpies are mythical beings in Greek and Roman legend, birds with women’s heads symbolising wind, storm and tempest.

In Norse mythology the High God Óðinn has two ravens, Huginn and Muninn, who fly all around the world gathering news and report back to him. And Óðinn himself assumed feathered form: venturing into Giants’ territory to recover the mead of poetry, in the form of an eagle he flew back with it to his stronghold, Ásgarður. Freyja, goddess of fertility, was able to take on the form of a falcon and fly wherever she pleased. When Iðunn and her golden apples, which ensured the immortals eternal youth, were stolen, Freyja lent the god Loki her “falcon skin” so that he could fly to rescue Iðunn and the precious apples.

In the Koran and in the two-thousand-year-old Gnostic Gospel of Thomas, a story is recounted of the five-year-old Jesus and other children making clay birds on a holy day. When the children were rebuked for desecrating the Sabbath, the boy Jesus clapped his hands and brought the birds to life. And the Bible tells many stories of winged beings – angels and archangels – while God the Father himself resides in heaven, where he sits in judgement on the quick and dead.

As we see from the above examples, bird myths very often relate to deliverance, reincarnation and immortality. Certain birds have also come to signify strength and vigour, and birds of prey such as eagles and falcons often feature on the insignia of nations and powerful families. The Icelandic gyrfalcon was chosen as a national symbol in 1904, when Iceland gained Home Rule after centuries of Danish rule. And the owl is an internationally-recognised symbol of wisdom and knowledge.

Folktales and folklore

Icelandic folktales are imbued with admiration for birds, and flights of imagination. The raven features in many tales, repaying human kindness or giving early warning of natural disaster and death. One classic tale tells of Mary, Queen of Heaven, requiring all the birds of the air to walk through fire: all the birds obeyed, and the feathers were scorched off their feet, leaving their claws naked – only the ptarmigan refused (retaining its feathered feet), but Mary punished the ptarmigan by making it the most vulnerable and harmless of birds, prey to both humans and raptors.

Birds are important in folklore: the arrival of the migratory golden plover heralds the coming of spring, while the ptarmigan’s call is supposed to predict the weather, and the drumming sound of the snipe presages good or bad times ahead. If a pregnant woman ate a ptarmigan, or a ptarmigan egg, the baby would be born freckled. If she ate a ptarmigan that had been killed by a falcon, the child would be born with a naevus (strawberry mark). A pregnant woman must never sleep under a quilt filled with ptarmigan feathers, as that made for an arduous birth. But if a woman was having a difficult labour, ptarmigan feathers placed beneath her would ease the process. A ptarmigan heart, chopped and served in food, served as a love potion or aphrodisiac – presumably because ptarmigans are known to mate for life. And a person who slept under a quilt stuffed with pure ptarmigan feathers could never die!

Babies were commonly fed on cows’ milk, drunk through a quill straw made of a feather. Ideally the feather would be from a bird with a beautiful voice – a swan, for instance. A raven feather would not do, as the child would then croak like a raven. Worst of all was a gannet feather, as the gannet is mute. A heron claw was a powerful talisman that ensured good catches, known as aflakló (catch claw). A fisherman would keep the dried heron claw in his boot: when it scratched at his big toe, he knew that fish were nearby. In time the word aflakló came to be used of the successful fishermen themselves.

In dreams birds signify something that is desirable, but may also indicate that the dreamer’s fortunes are about to be turned upside-down. Killing a bird in a dream is unlucky, and violently attacking a flock of birds is a sign of mental disequilibrium or repressed anger. A person who feeds a bird in a dream will

have a fulfilling experience, and gain something of great value. Flying and singing birds were a good omen, as were especially magnificent ones. A caged bird signifies a legacy, and an empty cage means changes in the dreamer’s life, while a bird escaping its cage portents a change for the better.

Ornament and thrift

Decoy birds were carved by craftsmen in order to lure wild birds and trap them; and decoys have been used to attract eiders to nesting grounds. Eiders are not hunted, but valuable down can be collected from their nests, and farmers protect them from predators.

Decoy birds carved by Guðmundur Pálsson (1830–1884) survive. He had studied at the Royal Danish Academy of Fine Arts in Copenhagen and qualified as a woodcarver, but was unable to make an adequate living by his art. Extant examples of his work include a number of pieces in north Iceland: a pair of carved and painted eiders which were mounted above the doorway of the farmhouse at Efra-Haganes, and a similar pair at Laxamýri. He also carved a male eider which sat above the doorway to the parsonage at Laufás. For Þingeyrar Church he carved a dove and other ecclesiastical objects.

Elín Bjarnadóttir [1897–1974], Heiði á Síðu Tálgað tré / carved wood. Byggðasafnið Skógum / Skógar Folk Museum (S-287)

Peasants with no formal training in woodcarving or art did not hesitate to make toys and other objects. Wooden or metal weathervanes on the roofs of farmhouses were often made in the form of a bird – a dove or a rooster. Playthings have been made for children over the centuries in Iceland, using whatever materials came to hand: animal bones, fishbones, bird bones and wax. Bones from the head of a cod or haddock could be carved into the shape of a swan or a ptarmigan. Such objects are to be found in every heritage museum in Iceland, made in past times by both men and women.

The National Museum of Iceland collection includes a skilfully-sewn pouch made of swans’ webbed feet; another, made of feet of great skua, is in the collection of the Skógar Museum in south Iceland. These are rare examples, eloquent of the thriftiness and skills of Icelanders in past times.

Souvenirs

It was not until the late 19th century and the early 20th that objects made by untaught Icelanders became a saleable commodity. Visitors to Iceland would see various everyday utensils, such as wooden eating bowls and horn spoons, in people’s homes, and ask to buy them. Gradually a cottage industry developed, as Icelanders made objects to sell in order to supplement their income. At the same time, demand increased for higher quality and refinement. The same is true of the Greenlandic tupilaq, which evolved from a secret shamanistic ritual object into a beautifully-crafted souvenir for tourists and collectors.

Growing tourism to Iceland after World War I led to rising demand for souvenirs. Guðmundur Einarsson from Miðdalur (1895-1963), who had trained as an artist in Denmark and Germany, founded a pottery studio, Listvinahúsið, in 1927, producing ceramics that included ptarmigans, ravens and falcons. These were a huge success with foreign visitors and Icelanders alike, and objects made by the studio are collectors’ items today.

In 1950 a competition was held by the Icelandic Handcrafts Association and the Iceland Tourist Bureau for designs for souvenirs made of Icelandic materials to meet the growing demands of the tourist industry. The response was good, and many excellent proposals were made. Such competitions were held regularly for some years. In 1967 Ágústa Pétursdóttir Snæland (1915–2008) won second prize for her entry: arctic terns made of fishbones, alighting on pebbles. She had been inspired by old traditions of making children’s toys from fishbones, and thus revived an ancient folk craft. Ágústa had attended a school of design and crafts in Copenhagen. Her fishbone terns became very popular, and were bought by Icelanders and tourists alike.

Souvenirs remain an important element of tourism in Iceland. Fortunately not all souvenirs on sale are mass-produced cheap goods: Icelandic handcrafts have been flourishing in

recent years. Regular craft exhibitions attract many makers to show their work, and all over Iceland craft markets showcase locally-produced handcrafts. Birds feature heavily among the souvenirs on sale, and many of the same species remain popular as in the past. The falcon no longer features, but the raven is a classic in carving and pottery; and raven feathers are even used to make necklaces. The winsome golden plover has also taken centre stage, along with the great northern diver, with its dazzling black-and-white plumage.

Source of inspiration

Þorsteinn Díómedesson (1900–1983) of Hvammstangi, north Iceland, was one of the first untaught craftspeople in Iceland who gained renown for his carved and painted birds. He did not initially intend them as souvenirs for sale; he started carving as a hobby in his retirement, but his birds soon became well known and sought-after. Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir, the founders of the Folk and Outsider Art Museum, were both captivated by Þorsteinn’s birds, which each was collecting long before they became a couple, in the year of Þorsteinn’s death. Their collection of Þorsteinn’s birds is one of the pillars of the Museum’s collection – comprising 87 carved and painted birds. These have been displayed many times at the Museum, to a warm public response. In addition Níels held a display of Þorsteinn’s birds at the Living Art Museum in Reykjavík in 1985, and again in 1991.

Artists have long been interested in birds, and used them in their art. Probably the most familiar example internationally is Picasso’s dove of peace with an olive leaf in its beak, that has become a universal symbol of peace. In Iceland we have the painting Summer Night (1929) by Jón Stefánsson (1881-1962), in which two birds are seen in the foreground, with a mirrorsmooth lake behind them, set against a dark-blue mountain. Icelandic artists, trained and untrained, are still working with the bird form; and their work spans a great variety.

There are about 600 birds in the collection of Safnasafnið – the Icelandic Folk and Outsider Art Museum; migratory birds, resident birds, exotic birds and fantastical birds, from a range of imaginative sources. They all live at Safnasafnið; some have been here since the museum was founded in 1995, while others have just recently flown in. The exhibition of 360 birds by 60 artists at the Folk and Outsider Art Museum, which opened in the summer of 2018 for a two-year period, reflects the huge diversity of the world of birds – and also how their variety has fired artists’ imaginations. And it is certain that, now and in the future, artists will continue to be inspired by this rich treasury.

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9935-24-566-3

Þakkir / Thanks

Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland

Evrópska menningararfsárið 2018 / 2018 European Year of Cultural Heritage Byggðasafnið Skógum / Skógar Museum

Safnasafnið, sem var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur, er staðsett á Norðurlandi, á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Höfuðmarkmið Safnasafnsins er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Þessi bók, Sýnisbók safneignar III um fugla, er þriðja sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir, is located at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. This book, Showcase III on birds, is the third in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic outsider art and claim the recognition it deserves.

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum 9 7 8 9 935 245663

ISBN
978-9935-24-566-3

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.