Ingvar Ellert

Page 1

Sýnisbók safneignar X Showcase X Ingvar Ellert

Safnasafnið
/ Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar X Showcase X Ingvar Ellert

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar X Showcase X Ingvar Ellert

Looking Back

He captured attention, perhaps unknowingly, towering, slight, with his face elevated, so the larynx curled forward in line from the collarbone to the throat, his nose crooked, and out of joint. Sometimes he would sit on a chair in a sealed position; legs and hands locked together. A cigarette between his long fingers, the blue smoke rising to the air, shaping a profile as distinctive as a sorcerer who ensnares people with magic, luring them onto unfamiliar paths. When he poured himself coffee, he stretched forward with grace, right arm on his hip, forming a triangle like a ballet dancer, never stumbling or losing balance, his presence consuming the room and calming it for himself

These images are vivid to me now as I let my mind wander back in time, and in my ears, the echoes of hearty, tickling laughter resonate, making people smile and laugh along. I instinctually felt warm towards him when I first got to know him. His works still speak to me in a way no others have, for they carry an ambiance that holds within it a hidden existence, depth, and distance, both remote and close; a sincere heartbeat and a childlike twinkle in the eye

Litið um öxl

Níels Hafstein

Hann vakti athygli fólks. Líklega án þess að gera sér grein fyrir því. Hávaxinn, tággrannur með upplyft andlit svo barkakýlið sveigðist fram í línunni frá bringubeini að höku en nefið á ská, úr liði. Hann sat stundum í læstri stellingu á stól með fætur og hendur vafðar saman, sígaretta á milli langra fingranna og reykurinn liðaðist til lofts þannig að prófíllinn varð óviðjafnanlegur, líkt og á gjörningamanni sem fangar fólk með galdri og lokkar það inn á ókunnar slóðir. Þegar hann fékk sér kaffi í bolla teygði hann sig langt fram með könnuna og hægri arminn í þríhyrningi aftur á mjöðm til mótvægis eins og ballettdansari, án þess að fipast og missa jafnvægið, fyllti út í rýmið og helgaði sér það

Þessar myndir birtast nú þegar ég læt hugann reika aftur í tímann og í eyrunum hljómar kitlandi hrjúfur hláturinn sem fékk fólk til að brosa, hlæja með. Mér varð ósjálfrátt hlýtt til hans við fyrstu kynni og verkin hans tala enn til mín á þann hátt sem engin önnur hafa gert því þau bera með sér blæ sem bærir á sér í falinni tilveru, dýpt og fjarska, síðan nánd, einlægt hjartalag og barnslegt blik í auga

Ingvar Ellert fagnar 40 ára afmæli sínu árið 1984 Ingvar Ellert celebrating his 40th birthday in 1984 Photo: Gísli E. Hrafnsson

Ljós í lífi og list

Bróðir minn Ingvar Ellert Óskarsson (1944–1992), fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann var ljúfur, kurteis og heiðarlegur og mætti samferðamönnum sínum með jákvæðum huga og sá ávallt eitthvað broslegt í tilverunni. Unglingsárin voru Ingvari erfið. Hann var andvaralaus gagnvart hrekkjum og því auðveld bráð, svaraði ekki í sömu mynt, ætlaði engum illt og gerði ekkert sem gæti komið honum í koll. Ingvar Ellert lenti í reiðhjólaslysi þegar fjölskyldan bjó í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist meðal annars á andliti. Var það gífurlegt áfall, bæði andlega og líkamlega, og setti svip sinn á hann upp frá því Þess er minnst að á vordögum lífsins var ýmislegt brallað af okkur bræðrunum og vinum á líku reki, heimurinn var stór og ókannaður. Leiðir Ingvars og bróður okkar Svavars, lágu eðlilega mikið saman á uppvaxtarárunum. Oft gengu þeir sem unglingar ásamt Einari Jónssyni besta vini og frænda okkar um miðbæinn á leið í bíó eða kaffihús. Stundum mættu þeir Jóhannesi Kjarval og þótti mikið til hans koma. Meistarinn tók ofan hattinn fyrir

Ingvari, hneigði sig og ávarpaði hann virðulega. Af þeim heiðri öfunduðu hinir hann en Ingvar sagðist hafa gefið málaranum hálfan pakka af sígarettum fyrir stuttu og hann síðan þakkað fyrir sig á þennan hátt Þegar Ingvar var á 18. aldursári vann hann ásamt Svavari bróður í frystihúsi í Ólafsvík. Þá sóttu alvarlegar geðtruflanir fyrst á hann og um tvítugt hrakaði honum enn frekar. Ingvar var verkglaður þrátt fyrir veikindin og vann hann í byggingarvinnu til ársins 1964 en varð þá ófær til verka og dvaldist á ummönnunarstofnunum eftir

það. Foreldrarnir studdu hann á meðan þeirra naut við og systkinin eftir bestu getu

Persónuleiki

Ingvar Ellert var á margan hátt einstakur maður. Hann hafði gott skopskyn, var hrókur alls fagnaðar þegar þannig stóð á. Kastaði fram stöku í góðum félagsskap, sá spaugilegar hliðar á lífinu og fékk nærstadda til að veltast um af hlátri yfir einhverju smáræði sem aðeins hann einn kom auga á. Hann gat setið lengi hljóður í vinahópi og virtist vart hlusta á samtalið en stóð þá óvænt upp og sagði nokkur vel valin orð um umræðuefnið sem vöktu mikla kátínu

Ingvar Ellert var áhugamaður um bíla, átti Volkwagen-rúgbrauð, grænan Chevrolet Fastback, líklega árgerð 1956, og síðar nýrri vængjabíl af sömu tegund. Á góðum degi var hann oft glæsilega tilhafður, klæddur hvítri skyrtu og svörtu leðurvesti, tilbúinn í bíltúr á vit ævintýranna. Þá var ekið um borgina, farið á rúntinn með ameríska sveitatónlist í eyrunum eða þau lög sem vinsælust voru þá stundina. Mér er minnisstæð ferð okkar bræðra til Akureyrar að sumarlagi þar sem dvalið var í tjaldi. Í ferðinni fékk Ingvar að njóta sín og ekki var slegið af hljóðstyrknum í 8 rása kassettutækinu

Ingvari Ellerti var umhugað um náttúruna og hafði skýrar skoðanir á flestu. Hann var fróðleiksþyrstur og gat sökkt sér í blaðalestur svo fólki þótti nóg um. Hestaferð frá Hrísbrú í Mosfellsdal er mér ofarlega í huga þar sem samferðafólk okkar hafði orð á því hvað Ingvar Ellert væri mikill dýravinur. Hann var sterkur í trú sinni á Guð og allt hið góða, mátti ekkert aumt sjá og tók mótlæti sínu af æðruleysi. Hann var

Light in Life and Art

My brother Ingvar Ellert Óskarsson (1944–1992) was born and raised in Reykjavik. He was sweet, courteous, and earnest, ever welcoming to his contemporaries with a positive attitude to life. Ingvar’s teenage years were challenging; he was sensitive and vulnerable to people with bad intentions and, therefore, he was an easy target to pick on. However, he never responded in turn, and harboured no ill will. Ingvar was in a bicycle accident at a young age that resulted in various injuries, including visible facial scarring. It was a tremendous shock, both mentally and physically, and permanently left its mark on him

I remember our various escapades, exploring along with friends the world, which to us was vast and uncharted. As teenagers, we frequently walked together with Einar Jónsson, a friend and cousin, through the city centre on our way to the cinema or a coffeehouse. Sometimes, we encountered the painter Jóhannes Kjarval, whom we greatly admired. The master respectfully acknowledged Ingvar, tipping his hat, and greeting him warmly. We all envied him that honour. Ingvar claimed to have once given the painter half a pack of cigarettes, and he was thanked in return in this manner

When Ingvar turned 18, he worked in a fish factory in the town of Ólafsvík. Serious mental disorders began to affect him, and in his early twenties, he deteriorated further. Despite his disorder, Ingvar found joy in work and earned the title of Worker of the Year in 1964. However, he became unable to work and subsequently resided in healthcare and rehabilitation institutions.

Our parents supported him as best they could while they were alive, and we siblings did our utmost thereafter

Personality

Ingvar was a unique individual in many ways. He possessed exuberance and was the life and soul of any party. He might contribute with an occasional poetic remark on a conversation and make philosophical observations among friends. He saw the humorous sides of life, and almost magically sought out nuances in discussions to chuckle about that only he noticed. He could sit quietly in a group of friends, seemingly absorbed in his own thoughts, only to unexpectedly stand up and share a few well-chosen words that injected insight and humour into the conversation

Ingvar was a car enthusiast; he owned a Volkswagen Westfalia Camper, a green Chevrolet Fastback, probably a 1956 model, and later a new sports car of the same kind. On good days, he would dress up splendidly in a white shirt and a black leather waistcoat, ready for an adventure by car. On those occasions, he would drive around the city, taking leisurely drives with American country music playing or whatever songs were popular at that moment. I fondly remember our trip to Akureyri in the north of Iceland in the summertime, when the nights were short, and we went camping. During that journey, Ingvar got to enjoy himself, and the volume on the eight-track cassette player was never turned low

Ingvar was passionate about nature and held clear views on most matters. He was thirsty for knowledge and would sometimes

félagslyndur og mannglöggur, átti vini og aðdáendur og sinnti börnunum í fjölskyldunni eins vel og og heilsan leyfði

Þegar geðrofið yfirtók huga og heilsu Ingvars Ellerts gat það birst í sinni verstu mynd með ofskynjunum. Hann skynjaði baráttu á milli góðs og ills þar sem tekist var á við forynjur og óvætti eða farið á vit annarrar víddar, en það góða sigraði ávallt.

Síðar á ævi Ingvars komu fram lyf sem drógu verulega úr veikindunum og bættu lífgæði hans til muna

Margir starfsmenn sjúkrastofnana sem önnuðust Ingvar Ellert fylgdu honum síðasta spölinn og var til marks um það hve jákvæð tengsl hann myndaði við samferðarfólk sitt og áhrif hans á þau. Í hugum okkar eftirlifandi systkina, ættmenna og vina, sem þekktu Ingvar lifir minning um góðan, kærleiksríkan og heiðarlegan dreng, gæddan frjóu ímyndunarafli sem birtist best í listaverkum hans. Hann leit ætíð björtum augum fram á við þrátt fyrir langvinn veikindi og margvíslega erfiðleika á lífsgöngunni en hann tókst á við þá af hetjuskap og aðdáunarverðri reisn sem aldrei líður úr minni

Skapandi starf

Myndlistin átti hug Ingvars allan, en framsetning hennar var nokkuð breytileg eftir tímabilum í lífi hans og hugaástandi. Hið sama átti við um efnisval og form og miklar andstæður birtust oft í verkum hans. Ingvar Ellert vingaðist við aðra listamenn og minnist ég komu minnar á deild 10 á Kleppspítala þar sem hann kynnti mig fyrir Ljóni Norðursins* og fjörugar samræður fóru strax af stað um listina og lífið almennt.

Ingvar færði mér iðulega eitt eða fleiri myndverk þegar farið var í bíltúr eða heimsóknir til ættingja og lýsti hann þá gjarnan hugmyndum og viðfangsefnum þeirra ítarlega. Engin lína var dregin eða litur settur inn á myndflötinn án hugsunar og tilgangs. Óravíddir veraldarinnar og huliðsheimar hennar voru kannaðar á myndfletinum. Ingvar naut sín aldrei betur en við að mála eða teikna en til þess þurfti hann liti og pappír. Hann var stoltur og þáði aldrei neitt nema borga fyrir það. Hann vildi að ég tæki við myndum sínum í skiptum fyrir Malt og

Appelsín eða Mars súkkulaði og stundum sígarettupakka til að gleðja andann. Þegar jólin nálguðust er þess minnst hvað honum var umhugað um með hverju hann gæti glatt börnin í fjölskyldunni en hann hafði óbilandi trú á þeim og gat gjöfin verið verk eftir hann sjálfan

Myndverk Ingvars Ellerts voru vel geymd á heimili okkar hjóna eftir hans dag uns þau voru afhent Safnasafninu árið 2007. Af því tilefni verður mér gjarnan hugsað til orða sem Ingvar sagði í einni heimsókn minni til hans „Gummi, þessar myndir eiga eftir að verða mikils metnar eftir minn dag“. Ég er þess fullviss að fátt hefði glatt hann meira en sú virðing sem listaverkum hans er sýnd í Safnasafninu og gott að hugsa til þess að fólk eigi eftir að njóta þeirra í framtíðinni

*Leó Anton Árnason f.1912 – d.1995, frá Víkum á Skaga

immerse himself in reading. A horse-riding trip comes to mind, where our fellow travellers noted how good Ingvar was with the animals. He was steadfast in his faith in God and all that is good, had no tolerance for injustice. Sociable and insightful, he had friends and admirers, and he cared for the children in his family as well as his health allowed

As Ingvar’s mental disorder got the better of his mind, it manifested with delusions in its worst form. He perceived an alternative dimension, a struggle between good and evil, where he faced down monsters. Despite struggles, goodness always prevailed in his delusions. Later in Ingvar’s life, medications emerged that significantly alleviated the effects of his illness and improved his quality of life markedly

Many healthcare professionals who cared for Ingvar during his life and his fellow patients were present at his funeral. A testament to the positive relationships he forged and the lives he touched. In the minds of us surviving siblings, relatives, and friends who knew him, the memory of a good, loving, and honourable young man endures. Gifted with a rich imagination, best manifested in his artistic works, he always looked forward with bright eyes, despite prolonged illness and various challenges in his life’s journey. He faced them with bravery and resilience that will never fade from our memories

Creative Work

Art was central to Ingvar’s life. His presentation varied considerably over different periods in his life and states of mind. The same applies to his choice of materials and forms, with significant contrasts often

emerging in his works. Ingvar associated with other artists, and I remember vividly our lively discussions about art and life when he introduced me to the Icelandic artist who went by the name Lion of the North* on Ward 10 at Kleppsspitali hospital. He regularly gifted me one or more artworks during car rides, elaborating in detail on their ideas and subjects. No lines were drawn, or colours added to the canvas without careful consideration and purpose. The expanses of the world and its hidden realms were explored through Ingvar’s work. Ingvar never enjoyed himself more than when painting or drawing, and for that, he needed art supplies. He had pride and never asked for anything unless he was able to pay for it in one form or another, often suggesting I take his paintings in exchange for lemonade or a Mars bar and occasionally a pack of cigarettes to please his spirit

Ingvar’s artworks were preserved in our home after his passing until they were delivered to the Icelandic Folk and Outsider Art Museum in 2007. On that occasion, I remembered the words he said during one of my visits, addressing me by my pet name: “Gummi, these paintings will be become valued after my day.” I’m fully convinced that nothing would have pleased him more than the respect shown to his artworks in the Folk and Outsider Art Museum. It’s heartening to think that people will continue to enjoy them in the future

*Leó Anton Árnason b.1912 – d.1995

Ingvar Ellert í Lystigarði Akureyrar um 1960 Ingvar Ellert in Akureyri Botanic Garden around 1960 Photo: Guðmundur Vignir Óskarsson

Könnunarleiðangur

Ingvar Ellert dró ýmis fyrirbæri fram í dagsljósið, oft með einföldum hætti en líka í flúri og útúrdúrum. Persónur hans renna stundum saman í eina, sumar sætta sig við fjötrana, aðrar brjótast um og vilja losna úr hringiðu ímyndunaraflsins þar til þær ná fram á sjónhimnuna og speglast á auðum pappírsfletinum. Þá verður að taka það með í reikninginn að langtíma lyfjataka getur haft áhrif á þróun myndefnisins eins og sést í síðustu verkum listamannsins Þegar rýnt er í svo flókinn myndheim sem raun ber vitni hvarflar að sú spurning hvaða teiknitækni Ingvar nýtti sér. Eitt það fyrsta sem nemendur í listaskóla lærðu áður fyrr var að nota olnbogann sem hreyfiafl með úlnliði og halda á blýanti, penna, krít eða bursta á milli þumals og vísifingurs þannig að hann hvíli á löngutöng eða gómum, hvort heldur sem efri hlutanum er rennt inn í lófa eða upp úr greip, en þá snertir jarkinn ekki borðið. Ef nákvæmnisvinna fer fram á hallandi fleti tekur litlifingur þunga handarinnar og stýrir henni. Ingvar virðist hafa notað báðar aðferðir því hvergi

ber á þvingun eða stirðleika og er það nokkurt afrek hjá manni sem naut engrar listkennslu. Þetta kemur víða fram í löngum sveigum dregnum af svo miklu öryggi að undrun vekur og stundum misbreiðum í skyggingu nálægt grennri línum svo heildarsvipurinn iðar af lífi

Verkin eru gerð á tímabilinu 1967 til 1992, á A3–A5 blöðum, unnin með tússi, pastel- og vatnslitum. Þau eru flest nafnlaus og skýra sig yfirleitt sjálf, en Ingvar hafði ýmislegt um þau að segja. Þegar hann var spurður hvarf hann inn í myndefnið svo erfitt var að fylgja honum eftir en flest af því virðist hafa farið forgörðum

Skilgreiningar

Verkin mynda 9 flokka. Þau falla flest að persónulegum stíl höfundar og vinna vel saman, þó eru nokkrar myndir utangarðs, alls konar riss og kæruleysislegar línur sem virðast ekki hafa vissan tilgang. Flokkunin er ekki í tímalínu því listmaðurinn vann samhliða í ýmsum gerðum

Exploration

Ingvar Ellert Óskarsson brought various elements to light, often in simple ways but also in flares and outbursts of energy. The characters he portrayed in his works sometimes merge into one, some resign to their limitations, while others break free and seem to escape the turbulence of imagination until they reach the (viewer’s) retina and reflect on the empty sheet of paper. For much of his adult life Óskarsson was a patient in mental health institutions where he was treated with medication. It should be noted that long-term medication can influence the development of the subject matter Óskarsson explored, as can be seen in the artist’s later work

When delving into such complex imagery, one wonders about the drawing techniques Óskarsson employed. One of the first things art students learned in the past was to use the elbow as a pivot while holding a pencil, pen, chalk, or brush between the thumb and index finger. This allows the drawing or painting implement to rest on the middle finger or fingertip, with the upper part of the tool placed either in the palm or upwards from the grip, ensuring the hand does not touch the surface. Precision work on a sloping surface involves

a slight lifting of the hand’s weight, by resting it on the little finger, which touches the paper. Óskars son seems to have used both methods, without coercion and rigidity, showcasing a skill attained without any formal art education. This is evident in his long, confident strokes, drawn with such astonishing assurance and sometimes distorted in the shadows near the thin lines, giving an overall impression of vitality

The works were created between 1967 and 1992, on A3–A5 sheets, using markers, pastels, and watercolours. They are mostly without title, self-explanatory, but Óskarsson had a lot to say about them. When asked, he would immerse himself in the subject matter to a degree that it could be challenging to follow along. Sadly, most of his musings seem to have been undocumented or lost

Definition

The works form nine categories. Most adhere to the artist’s personal style and work together as a whole, although some images are outliers, various sketches and whimsical lines that seem to lack a specific purpose. The classification is not chronological, as the artist simultaneously worked in various forms

1

Simple line drawings that often extend to the edges, resembling sculptures made of bent wires, easy to imagine coming to life in three-dimensional form

2

Drawings of cars, usually three per sheet, without connection to land, floating freely, except for one, extravagant limousine placed outside in nature

3

Coloured surfaces forming a strong whole, mainly in red and black, where intensity takes precedence over specific subject matter. Yet, it feels as if something profound is awaiting revelation, an unsaid element that will never be clarified

4

Irregular, floating brush strokes, without a particular subject, where a specific colour is dominant, with additional hues in smaller quantities, such as red, pink, blue, or green. Sometimes numbers are prominent, as if the sheets were counted in piles. These works are more experimental than conclusive but can fit well in exhibitions when space needs filling or when evoking a specific colour or visual line from one wall to another

5

Boats or landscapes in the shape of boats of the artist’s imagination, some with clear references, others merging with the land, using mountains and heaths resembling sails or originating from another dimension. Some are on the verge of being vessels but are deceivingly ambiguous in their expression. They are a brainchild of an artist with a longing to reach the solar system where his imagined original home planet orbited the sun, and a specific vessel was designed and equipped for a journey that was never taken

6

Landscapes with mountainous terrain, where simplicity is in the foreground, and the artist’s planet dominates above the peaks, or wherever least expected, reminding us of its yearning attraction

1

Einfaldar línuteikningar sem leita oftast út til jaðranna og minna á skúlptúra úr sveigðum vírum og er auðvelt að ímynda sér þá lifna við í þrívíðri lögun

2

Teikningar af bifreiðum, oftast 3 hver upp af annarri á blaðinu, án tengingar við land og svífa í lausu loft, nema ein, glæsikerra úti í náttúrunni

3

Litafletir sem mynda sterka heild, aðallega í rauðu og svörtu en yfirleitt er ekki um neitt sérstakt efni að ræða heldur er blaðið fyllt út af ákefð. Þó er eins og einhvers sé beðið í ofvæni stundarinnar, að ef til vill sé eitthvað ósagt sem verði aldrei upplýst

4

Óregluleg svífandi pensilför án afgerandi inntaks þar sem ákveðinn litur ríkir að mestu en fleiri bætast við í minna mæli, til dæmis rauður, bleikur, blár eða grænn, og stundum eru tölustafir áberandi líkt og blöðin hafi verið talin í bunka. Þessi verk eru þó frekar í ætt við tilraunir en fullburða niðurstöðu en geta farið vel á sýningum þegar fylla þarf í eyðu eða kalla fram ákveðinn litblæ eða sjónlínu frá einum vegg til annars

5

Bátar, eða landslag í bátslíki hugarflugsins, sem flestir eiga sér auðsæjar fyrirmyndir, aðrir renna saman við landið, taka mið af fellum sem líkjast seglum eða eru ættaðir úr annarri vídd. Sumir eru á mörkum þess að geta kallast farkostir en eru það samt því augun láta blekkjast af tvíræðni yfirbragðsins. Þeir eru hugarfóstur listamanns sem þráði að komast til sólkerfisins þar sem reikistjarna með upprunalegum heimkynnum hans var á braut um sólu og einn farkostur sérstaklega hannaður og útbúinn til ferðar sem aldrei var farin

6

Landslag með fjallgörðum þar sem hið einfalda er í forgrunni, pláneta listamannsins ríkir ofar tindum eða þar sem hennar er síst von til að minna á löngunarfullt aðdráttarafl sitt

Line by line and colour by colour, complex compositions, sometimes half-formed hidden figures in line weavings and designs, revealing themselves upon close inspection. Characters, fish, and animals live in harmony, yet not overly concerned with limited movements in such a dense existence. Some images in this category have a special position, neural intricacies or framed forms that pin down the content. It might be either a random element or intentional, an original artistic touch made in a moment of inspiration supporting the view that the creator was in an exploratory phase and used insight to evoke the subject matter

8

Images that tell a story or hint at something, perhaps memories or dreams. The executions are deliberate with precise organisation, leading the viewer to the conclusion that unrestrained expression doesn’t adhere to traditions or rules, as it has escaped its constraints. In one image, a woman walks away from a lying man holding a flower, potentially interpreted as a personal experience. However, this is rather a fragment of an untold story that affects the observer, evoking a bittersweet sense of feeling from an inner experience or sensation, often involving complex universal human emotions. The same can be said for an image where a large creature, possibly a dragon in human form, is in the foreground, the hair cropped like a wood saw’s edge, on the forehead a horn that protrudes forward and from the lips a threatening flame erupts. However, what makes the content unique is the heart,

in which a small bird sleeps, at the core of the drawing. Such strong expression gives the feeling that the entity was constantly vigilant to preserve life in its chest

9

Very dark colours, mostly browns, blues, and blackened colours, even with an aura of a sunset when darkness sets in. The expression is melancholic, and where sharp mountain peaks were once present, gentle curves and deep shadows in still waters now exist. The works were created in the artist’s later years, where he seemed to struggle, and darkness took hold of him, indicating a decline in control over his circumstances, thoughts, and actions, and perhaps, unlikely return from the shadow to the light

When all the works in the collection are viewed as a whole and compared, it is evident that they carry similarities characteristic of Óskarsson’s work, whether they are dense and heavy in colour or drawn in playful lines spinning in all directions. The best of them are so complete and convincing that there is no doubt about his position in domestic and international art, even though his name is unknown, and his works are only exhibited in one local museum, nowhere else. This needs to change. But who knows if Óskarsson will finally receive the recognition he deserves in the not-too-distant future

7

7

Strik við strik og litur við lit, mjög flóknar samsetningar, stundum hálfgerðar felumyndir í línuvafningum og formgervingum sem leyna á sér fyrir ítarlega skoðun, líkt og glærur séu lagðar hver yfir aðra til að trufla sjáaldrið. Þar lifa persónur, fiskar og kynjadýr í sátt og samlyndi en ekki örgrannt um að erfitt sé um hreyfingar í svo þéttbundinni snertingu. Nokkrar myndir í þessum flokki hafa sérstöðu innan hans, taugaflækjur eða afgirt form sem negla inntakið niður. Annað hvort er þetta tilviljunarkennt innslag eða gert af ásettu ráði, frumlegt listbragð í andagift augnabliksins sem styður þá skoðun að höfundurinn hafi verið leitandi og nýtt innsæið til að kalla efnið fram

8

Myndir sem segja sögu eða gefa eitthvað í skyn. Eru kannski minningar eða draumar? Útfærslurnar eru markvissar með nákvæmri niðurskipan og leiða ósjálfrátt hugann að þeirri staðreynd að óheft tjáning lýtur ekki hefðbundnum lögmálum því hún hefur losnað úr læðingi og öðlast langþráð frelsi. Í einni mynd gengur kona burt frá liggjandi manni sem heldur á blómi og mætti túlka það sem svo að um einkareynslu væri að ræða en þetta er frekar brot af ósagðri sögu sem hreyfir við manni á óskiljanlegan hátt og vekur ljúfsára kennd frá innra leiftri eða upplifun sem er ósjaldan sammannleg tilfinning. Hið sama má segja um mynd þar sem stór vera, ef til vill dreki í mannsmynd, er í forgrunni. Hárið er skörðótt eins og stórviðarsög, á enninu horn sem skagar fram og út um varirnar

blæs ógnandi eldstrókur. Það sem gerir inntakið sérstakt er úthverft hjarta, í því sefur lítill fugl, kjarni teikningarinnar. Svo sterk tjáning vekur þá tilfinningu að veran hafi stöðugt varann á til að varðveita lífið í brjósti sér

9

Mjög dökkir litir, mest brúnir, bláir og svartmengaðir, jafnvel með sólsetursblæ þegar húmið leggst að. Yfirbragðið er þunglyndislegt og þar sem áður voru hvassir fjallatindar eru mildar bogalínur og djúpir skuggar í vötnum sem seiða í hvíld og slaka. Verkin eru unnin á síðustu árum listamannsins er honum hrakaði og rökkrið sótti á hann. Greina má beyg um að hann hafi ekki lengur tök á aðstæðum sínum, hugsunum og gjörðum, og eigi varla afturkvæmt úr skugganum inn í birtuna

Þegar öll verkin sem safnið á eru skoðuð í heild og þau borin saman innbyrðis sést að þau bera flest þann keim sem er einkennandi fyrir Ingvar Ellert, hvort heldur sem þau eru þétt í sér og þung í lit eða í léttleikandi línum sem spinna þráðinn í allar áttir. Þau bestu eru svo heilsteypt og sannfærandi að það fer ekkert á milli mála hvaða stöðu hann hefur í innlendri sem alþjóðlegri myndlist, jafnvel þótt nafn hans sé ekki á allra vörum og verk hans aðeins sýnd í einu safni hérlendis og hvergi erlendis. Því þarf að breyta. En hver veit nema sú stund renni upp á næstunni að listgildið verði mikilvægara en verðmiðinn og að Ingvar fái loksins þá viðurkenningu sem honum ber

Árið 1981, nýráðinn starfsmaður í Víðihlíð, deild á Kleppsspítala, setti ég upp sýningu á myndum Ingvars Ellerts Óskarssonar þar í stofunni. Fyrir mér vakti að skoða hvaða áhrif þær hefðu á starfsfólk, gesti, heimilismenn og fjölskyldur þeirra, en ekki síst til að gleðja listamanninn. Ég var þá stjórnarformaður Nýlistasafnsins og kynnti verk Ingvars fyrir félögum mínum. Þau komu þeim á óvart því efnistök hans féllu að nýjum hugmyndum í myndlistinni. Nýja málverkið 1 var þá að festa sig í sessi og náði athygli listunnenda á sýningunni Gullströndin andar í JL-húsinu vestast í Reykjavík í febrúar 1983. Verkin bentu til þess að höfundar þeirra sæktu meira til skapgerðar sinnar en áður og væru frjálsari í túlkun sem birtist í snöggum strikum og formgerðum og jarðbundnum grátónalitum. Skilaboðin voru þessi, burt með hugmyndafræðina! Ég var þá komin á þá skoðun að myndlistarverk gerð af fólki með geðraskanir ættu erindi á vettvang og

ástæða væri til að liðka til fyrir þeim burtséð frá því hvaða stefna ríkti hverju sinni

Það var ekki fyrr en 1993 að ég náði að skipuleggja sýningu á verkum eftir Ingvar í Nýlistasafninu. Ég skar karton og gler yfir þau og raðaði þeim þétt á veggina án bils á milli til þess að fá samfellu, tengingar og sjónlínur. Framtakið vakti hrifningu gesta en það sem snart þá helst var sá þokkafulli heimur og það innra líf sem höfðar til ævintýra æskunnar þegar leitin að því óvenjulega stendur yfir og hvert skref er stigið að takmarki handan hornsins. Viðbrögðin hvöttu mig til að skoða myndlist af andstæðum sjónarhóli, ryðja öllum hindrunum úr vegi og styrkja hugmyndir sem hefðu mikilvæg áhrif frá jaðri að miðju

og skiluðu árangri. Þetta sést vel í starfsemi Safnasafnins og vekur sífellt meiri áhuga heima og erlendis, þar á meðal sá þáttur hennar sem fer fram undir kjörorðinu: Skapað úr safnkosti og byggir á ítarlegum listrannsóknum

Hugarfar

Það er undir hælinn lagt hvernig heilinn bregst við geðtruflunum, hann getur opnað rásir hjá fólki sem hefur enga tengingu við myndlist, hvað þá að vilja búa hana til. Allt í einu brýst löngunin fram, ástríða sem þrýstir á og víkur annarri til hliðar, jafnvel svo knýjandi að fátt annað kemst að. 2 Hitt er líka þekkt að listamaður sem veikist á geði snýr sér frá fyrri iðju og þolir hana ekki lengur, hvötin dofnar þar til einskis er að vænta framar.3 Til eru þjálfaðir listamenn sem missa tökin þegar þeim elnar sóttin, myndir af sama staðlaða fyrirbærinu verða hver annarri ólíkari og þeir sem áður dáðust að handleikninni snúa frá í örvæntingu. Englendingurinn Lous Vain málaði kettina sína samkvæmt kröfu ljósmyndarinnar, hvort heldur sem þeir höfðu dýrslega eða mannlega eiginleika. En þegar hann veiktist leystust málverkin smám saman upp, formin urðu bjöguð og litirnir ofurskærir. Í þessum síðari tíma verkum er skelfingu lostinn kettlingur í miðjunni með uppglennt augu, útlínur hans skörðóttar og margir sístækkandi kettir utan um hann, á svipinn líkt og þeir hafi fengið raflost. Þessi viðsnúningur var til batnaðar frá sjónarmiði listarinnar en andstyggð í augum þeirra sem aðhyllast eftirlíkingu af þeirri gerð sem kennd er við þýska orðið kitsch, notað um útþynnta fjöldaframleiðslu, þýtt sem listlíki. Þá má

Uppgötvun

Discovery

In 1981, I began working at Kleppsspítali psychiatric hospital in Reykjavik. It was common in those days in Iceland for artists to supplement their income by working in the health sector. I soon became fascinated by the artworks and creativity of the residents there, and I decided to organise an exhibition in the hospital’s lounge area showcasing the works of one of the hospital’s residents: Ingvar Ellert Óskarsson. My intention was to observe the impact on the staff, guests and their families, but, not least, to delight the artist himself. At that time, I was the chairman of the board of the Living Art Museum in Reykjavik, and I introduced Óskarsson’s works to my colleagues there. They were taken by surprise because his style was shifting towards new ideas in contemporary art at the time. These ideas included styles of painting that were on the rise on the European continent in the 1970s that came to be collectively known in Iceland by the term New Painting.1 It captured attention at an influential 1983 exhibition in Reykjavik entitled The Gold Coast Breathes.2 The works suggested that their creators were attuned to their raw creativity, expressing themselves through quick strokes, distinctive forms, and earthy tones. The significance of the exhibition was clear; it was a response to the predominant ideas of conceptual art of the time. By that stage, I had formed the opinion that artworks created by people with mental disorders had full relevance, and there was good reason to give them a stage on the art scene, regardless of prevailing artistic trends It wasn’t until 1993 that I managed to organise an exhibition of Óskarsson’s works at the Living Art Museum. I prepared the

works and arranged them side by side without gaps to create coherence and a visual narrative. Judging by the response, the presentation captivated guests. What fascinated them most was the artworks’ graceful inner world of adventure evoking memories of a childlike freedom in thinking and searching. The reactions inspired me to view art from a different perspective than the one instilled in me as a trained artist. I wanted to remove all obstacles and strengthen the well of ideas and effects that outsider art could have on the acknowledged art world. This inspiration has become evident in both the exhibition and collection strategies of the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, which slowly but surely is gaining recognition and attention both domestically and internationally

Mindset

It is not easy to predict how the brain responds to mental disorders. It might open pathways for people with no connection or inclination towards art, and they suddenly acquire a desire to create that is sometimes so compelling that it might take over the mind.3

It is also known that practicing artists who suffer a break in mental health turn away from their artistic pursuits and lose their motivation. There are examples4 of trained artists who lose their skills when age or health catches up with them; images of the same standardised subject become increasingly obscure, and those who once admired the artworks turn away in disappointment. A well-known example is the British artist Louis Wain who painted cats with photographic presession, including both animal and human attributes. However, when he suffered a mental break-

Ingvar Ellert fagnar 40 ára afmæli sínu árið 1984 Ingvar Ellert celebrating his 40th birthday in 1984 Photo: Gísli E. Hrafnsson

nefna dæmi um þá þróun í heilanum sem veldur straumhvörfum í myndlist þegar orsökin býr til jákvæðan farveg fyrir nýja nálgun. Verk listamanns sem vekja ekki mikla eftirtekt hjá almenningi laða allt í einu að sér kaupendur sem fyllast aðdáun yfir nýrri heilsteyptri ásýnd sem verður án tafar aðalsmerki myndlistarmannsins því hann hefur öðlast fullkomið frelsi til að útfæra hugmyndir sínar í stílgerð og myndbyggingu án þess að taka tillit til annarra4

Innviðir

Síðla hausts árið 2002 skrifaði ég

Hringferil myndlistar, 15 þátta greiningarkerfi úr punktum sem ég hafði safnað fyrir aldamótin og kynnti hann árið 2003 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavík á sýningunni

Yfir Bjartsýnisbrúna, sem ég hannaði og stýrði, með jöfnu hlutfalli kynjanna og sama fjölda skólalærðra og sjálflærðra listamanna. Kerfið var frumsamið án erlendra áhrifa og heimilda, líklega hið eina sinna tegundar. Kerfið er yfirfarið reglulega til að gera það skilvirkara, það er tæki til að hjálpa fólki að öðlast skilning, ekki gæðamat

Viðbragð

Myndir sem eru búnar til sem andsvar við slæmu uppeldi, ástleysi, höfnun, ofbeldi og einelti, úskúfun, einangrun, fangavist, svikum, starfsuppsögn, ástvinamissi, alvarlegum veikindum, afbrýðiskasti, óvæntri árás í snjallsíma og samfélagmiðlum, lyfjum og neyslu fíkniefna. Hér er ekki um listmeðferð að ræða þar sem leitað er sérstaklega að orsakavaldi, heldur viðbragð heilans gegn áfalli, eða lífeðlisfræði­ og líftæknilegum breytileikum

(a)

Myndirnar eru innhverfar og blíðar, fara yfir þröskuld raunveruleikans og stefna inn á við þar sem hlutirnir kúra í friði. Það sem útilokaði viðkomandi mann frá eðlilegri þátttöku tákngerist smám saman í vörn utan um sársauka og einmanaleika, hann afneitar því sem hrjáir hann eða sættir sig við orðinn hlut og felur í djúpi hugans, upptendrar og fegrar, fyrirgefur og gleymir

(b)

Myndirnar birtast án fyrirvara í undirvitundinni vegna næmrar skynjunar í slökun og íhugun eða dulrænni reynslu þegar áhyggjum og hversdagsþönkum er vikið til hliðar. Þá taka „óravíddir sálarinnar” við og hugurinn fær frelsi til að tjá sig án skilyrða. Þetta hugarástand getur líka verið flótti frá fjandsamlegu umhverfi inn í tilbúinn veruleika

(c)

Myndirnar verða til við stökkbreytingar í erfðavísum eða í langvinnri lyfjameðferð. Menn grípa í nærtæk hálmstrá og eru ýmist í sambandi við fljúgandi furðuhluti eða guðlegar verur og telja sig hafa hlutverki að gegna. Þeir trúa því að skilaboðin sem þeim berast með misheyrn eða ofskynjun séu ætluð þeim persónulega

Við rannsókn á verkunum er nauðsynlegt að hafa hugfast að veikindi Ingvars settu mark sitt á þau. Þau voru gerð í margvíslegum aðstæðum sem krepptu að. Hann bjó alla jafna í þröngri stöðu og varð fyrir truflunum og ágengni í nánu sambýli með veiku fólki þar sem athafnarýmið var tak-

down, the paintings gradually, but radically, changed; the shapes became distorted, and the colours blurred. In these later works, a wide-eyed kitten is depicted in the centre, its outlines constricted by overarching drawings of cat after cat placed around it as if in a kaleidoscope. This turnaround was an improvement from the viewpoint of art brut but horrifying in the eyes of those adhering to imitational kitsch art. Further examples 5 demonstrate evolution in the brain creating a path for a new approach to the arts. Artists seem to find new creative veins, and reinvent themselves without consideration to dominant, current trends

Artists with mental disorders usually have difficulty gaining acceptance in galleries and exhibition venues. The reason is likely that people are hesitant to enter into interactions with them, fearing they might do something inappropriate and cause embarrassment. However, it is not appropriate to label people based on mental conditions, temperament, behaviour, or incoherent speech. It is essential to look at the works objectively, examine them carefully, seek answers to critical questions, and appreciate works created in earnest. One must honour artistic skill, independence, and uniqueness

The Elliptical Path of Visual Art

What follows are quotes from The Elliptical Path of Visual Art, a 15-part analytical system constructed from points I have collected over time. The system is an independent work in progress and regularly updated. I view it as a tool to further understanding of art, rather than a quality assessment.6 Some

of the categories in the system include Habit, Admiration, Reaction, Originality, Exaggeration, Visions, Narration. The following three quotes are from the part Reaction, and are applicable to Óskarsson’s art

Reaction

Images created in response to adverse upbringing, neglect, rejection, violence and bullying, discrimination, isolation, imprisonment, betrayals, job loss, loss of loved ones, serious illness, frustration, cyberbullying and social media bullying, drugs, and substance abuse

(a)

The images are introspective and gentle, transcending the threshold of reality and heading towards an inner space where things nestle in peace. What excluded the individual from normal participation gradually manifests as a defence around pain and loneliness. They reject what hurts them, or reconcile with the events, and hide them in the depths of their minds, extinguishing and beautifying, forgiving and forgetting

(b)

The images appear suddenly to the artist, on subconscious levels, due to sensitive perception – while worries and daily toils are set aside, or mystically during relaxation and contemplation. When a vast subliminal mind takes over it becomes free to express itself unconditionally. This mental state can also be an escape from a hostile environment into a contrived reality

markað við 5–20 fermetra. Að verða vitni að misklíð og árekstrum annarra og jafnvel sogast inn í slíkt návígi getur komið hreyfingu á ofurnæmt tilfinningalíf og kallað fram sýnir sem afbaka raunveruleikann og villa um fyrir listamanni sem tekur sjálfan sig alvarlega og þarf næði til að ná árangri í vinnu

Það er örðugt, ef ekki ófært, að skilja þá áþján sem geðrof veldur fólki, það læðist að því og setur allt í uppnám. Líf þess verður sífelld barátta til að halda reisn sinni, standa af sér aðkast og fordóma sem gerjast meðal hluta þjóðarinnar og erfitt er að uppræta.

Þótt nútímalyf hafi oftast hemil á því er óvíst hvort þau lækni það eða haldi því í skefjum eða hafi hliðarverkanir. En í einstaka tilfellum nær hugurinn valdi á þröngum aðstæðum þar sem hægt er að andæfa í stað þess að ánetjast, töfra fram það sem skiptir viðkomandi máli og gerir honum kleyft að glíma við neikvæða strauma og víkja þeim frá um stundarsakir. Ingvar Ellert fékk á sig holskeflur sem ollu honum ærnum sársauka. Hann var fangi í heimi óskiljanlegra afla sem turnuðu tilverunni en hann hélt ótrauður áfram að skapa list sína uns þrekið brast og langþráð hvíld lagði líkn yfir þraut. Honum tókst með lagni að nýta tímann eins og heilsan leyfði, taka viðkvæman lífsneista út fyrir sviga og virkja hann, búa til heim sem gagntekur viðsýnt fólk því það finnur ósjálfrátt til með þeim sem þjáist en gefur um leið stöðugt af sér með heillandi gáfu sem er öðrum æðri, uppljómuð snilld

Skilningur

Í rannsókninni er litið til áratugareynslu skynhrifa og skáldlegra hugsana því það er varla hægt að ræða um listaverk gerð

í geðshræringu eða sterkri lyfjavímu án þess að fara nýja leiðir til að setja sig inn í sveiflukenndar myndir með torræðu inntaki sem er óhægt um vik að greina án þess að mistúlka það. Þetta hljómar ef til vill þannig að lesandanum gæti fundist nálgunin ómarktæk. En er það svo? Hver þekkir til hlítar það flókna ferli sem leggur grunn að verki eftir veikan listamann sem á ekki bakhjarl í starfi, bara hugkvæmni sína og leikur af fingrum fram? Er hægt að nota kalda mælistiku til að reikna út ráðningu á þeirri þraut? Þau sem rannsaka sköpunargáfuna5 sannfærast fljótt um að ekki er allt sem sýnist um svo margslungið fyrirbæri. Í viðtölum við fólk sem starfar í list- eða vísindagreinum sem krefjast mikillar einbeitingar kemur fram að hugmyndir kvikna við ólíklegustu aðstæður. Menn vakna upp með andfælum af draumi með lausnina sem leitað er að. Nokkrir sjá hana svífa innan sjónsviðs og grípa hana á lofti, sumir slaka á svo undirvitundin fái næði í þeirri von að eitthvað gerist. Færri fá hugljómun í hávaða, ef til vill frekar í timburmönnum6, fyrirhafnarleysið virðist vera lykillinn að réttu svari og má heimfæra upp á alþýðulistina Þegar fagfólk er beðið um að gera samanburð á verkum eftir skólalærða og sjálflærða myndlistarmenn og veit ekki fyrirfram hvert þeirra er eftir hvern þá vefst því tunga um tönn. Ef þau eru í abstraktstíl er ómögulegt að meta uppruna þeirra nema leggja á þau viðurkenndan mælikvarða til að fá niðurstöðu því augað dugir ekki. Höfum líka í huga að lærðir listamenn velta hlutunum fyrir sér, hafa dæmi af forverum sínum, laga efni og tækni að því sem hentar þeim best og rækta stíleinkenni

(c)

The images emerge because of genetic mutations or due to prolonged drug treatments; individuals grasp at nearby straws and are either in connection with “aliens” or “divine beings”. There is a conviction that the messages received through mishearing or hallucination are intended for them personally

It is important to consider that Óskarsson’s disorders influenced his works, and that they were created in constrained circumstances. He was an artist; he took his work seriously and needed time and peace to work. He, however, lived in a confined space, faced disruptions, and aggression in close quarters with mentally ill people. His living space in Kleppsspítali hospital was limited to between five and 20 square meters. He had to bear witness to the conflicts and clashes of his fellow residents in the institution and was sometimes drawn into such conflicts. Those factors were likely to set his already sensitive emotional life in motion and provoke his visions. They would in turn define his reality and induce illusions. It is challenging, if not impossible, to understand the ordeals caused by mental distress and disorders; they sneak up on people and cause severe disruption, creating a state of hyper vigilance

Óskarsson experienced the full onslaught of mental disturbances. Nevertheless, he continued to create his art unabated until his resilience broke and a long-desired rest brought him peace. With determination, he managed to use his time as health allowed. He extracted a delicate life force beyond constraints, activated it, and created

a visual world that continues to resonate. It connects with empathic people who equate with those who suffer while constantly emanating a gift that transcends others: illuminated brilliance

Understanding

The Elliptical Path of Visual Art builds on decades of sensory experiences and poetic thoughts. It is hardly possible to discuss works of art made in a cathartic way, or under intense medical treatment, without finding new ways of delving into the enigmatic content – content that cannot be analysed without misinterpreting it. Those who study creativity7 quickly become convinced that not everything is as it seems in such a multifaceted phenomenon. In interviews with people working in artistic, or scientific fields that demand intense concentration, it sometimes emerges that ideas are sparked under the most unexpected circumstances. People wake up with fragments of dreams containing the solution they sought, some see it hovering within their field of vision and grasp it mid-air, others relax, allowing the subconscious to gain strength in the hope that something will appear. Effortlessness seems to be the key and can be attributed to the artistic instincts known as folk art

Keep in mind that trained artists contemplate their subjects, draw inspiration from their predecessors, adapt materials and techniques to suit their preferences, and cultivate their stylistic characteristics. In contrast, self-taught artists dive straight into their work without such preparation; their inspiration comes from their immediate surroundings and memories. They don’t

necessarily follow the latest trends, even if they are aware of them. In Óskarsson’s case, the origin was less clear. Perhaps it was a response to a challenging change in mental functioning

Óskarsson created a coherent visual world that holds immeasurable significance in Icelandic art history and fills a conceptual void. His works possess a rare radiance that elevates and inspires people. It is an honour for the museum to have received the gift of his entire artistic body of work, and to be able to pass them on to the next generations who will surely be enchanted and rejoice in the artist’s wonderful creativity

Footnotes

1 New Painting [Nýja Málverkið] encompasses styles such as Neo-Expressionism, the Trans-Avantgarde, the New Fauves and Viennese Actionism. The wave washed ashore in Iceland in the eighties and came to the Icelandic art scene as a clear answer to Conceptual Art, which was predominant on the contemporary scene at the time.

2 The wave was short lived and climaxed with a notable exhibition of paintings called The Gold Coast Breaths [Gullströndin Andar]

3 Notable with people who experience severe mental disorders and begin to create. In the case of Óskars son, his illness opened a fountain that otherwise might never have been activated.

4 One such example is Guðmundur Sveinbjörn Másson (1942–2021). An Icelandic artist who captured human expressions perfectly and used a variety of techniques to shade their faces to appear vividly on paper. His illness seems to have extinguished his creative spark.

5 Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885–1972) was a notable Icelandic landscape painter. His works evolved drastically mid-career; his field of vision narrowed until it almost disappeared and focused onto smaller details. Hidden people and mythical beings began to appear in his works. His style of drawing became fragmented, but always breathtaking, and the work was better than before in my opinion. Hence, perhaps it is reasonable to ask whether artistic expression skills rely less on learning than on the love of creating.

6 The Elliptical Path of Visual Art [Hringferil myndlistar] is a work in progress, and so far only available in Icelandic. It is a study which attempts to map the creative methods of folk and outsider artists. It has been partially published in English in the Icelandic art journal Sjónauki, issue number 3, 2008. The system was first presented at the Reykjavik Art Museum in 2003 alongside an exhibition titled Over the Bridge of Optimism [Yfir bjartsýnisbrúnna], which I curated, displaying works by trained and self-taught artists.

7 Matthías Jónasson. Original creativity: a growth spurt and a driving force in the development of culture. [Frumleg sköpunargáfa: vaxtarsproti og aflvaki í þróun menningarinnar] Heimskringla 1976

sín. Sjálflærðir listamenn ganga beint til verks án slíks aðdraganda, hvatinn er í nærumhverfi þeirra og minningum. Þeir skeyta ekki um nýjustu strauma þótt þeir viti af þeim í fjölmiðlum. Hjá Ingvari Ellerti var uppruninn óljósari, andsvar við erfiðri breytingu á heilastarfseminni

Víða erlendis eru sjálflærðir listamenn kallaði meistarar af söfnurum og tímaritum, þeir eru sér á parti og hafa sjaldnast áhuga á öðru en eigin verkum. Hið sama gildir á Íslandi. Ef verk þeirra yrðu sýnd til dæmis með Matisse og Picasso mundi þau ekki hopa heldur styrkja heildina. En kannski þykir einhverjum fráleitt að staðhæfa slíkt?

Ingvar Ellert byggði upp heildstæðan myndheim sem hefur ómetanlega þýðingu fyrir listasögu íslensku þjóðarinnar og fyllir upp í hugmyndafræðilegt tómarúm. Verkin vísa inn á við og út í bláinn, þau hafa þá sjaldgæfu útgeislun sem göfgar og fyllir fólk bjartsýni. Það er heiður fyrir Safnasafnið að hafa fengið þá gjöf sem um ræðir og að mega miðla henni til næstu kynslóða sem eiga eftir að hrífast og gleðjast yfir lífsverki höfundarins

Skýringar, tilgátur, tilvitnanir

1 Á 11eme Biennale de Paris, í Musée d’art moderne de la Ville de Paris 1981, var Conceptual Art efst á baugi en Þjóðverjar og Ítalir kynntu verk í Expressionískum stíl sem féllu illa að heildarmynd sýningarinnar en urðu þess valdandi að fólk víða um heim losaði sig við rökrétta myndhugsun og lét tilfinningarnar um að móta niðurstöðuna, einmitt það sem listamenn í geðrofi gera

2 Einkennir menn sem verða fyrir alvarlegum hughvörfum og byrja að skapa. Það er kaldhæðni örlaganna að veikindi Ingvars opnuðu lind sem annars hefði aldrei verið virkjuð

3 Guðmundur Sveinbjörn Másson (1942–2021) Magnaður teiknari sem náði svipbrigðum manna fullkomnlega og notaði fjölbreytilega tækni við að skyggja andlit þeirra svo þeir birtust ljóslifandi á pappírnum. Veikindi hans slökktu neistann fyrirvaralaust

4 Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885–1972) Mun hafa misst tökin á miðjum aldri, sýn hans þrengdist listþróunarlega og sjónarröndin minnkaði uns hún hvarf næstum því við fjallsbrún, hver skiki var nýttur með samþjöppuðum formum og samliggjandi línum. Huldufólk birtist upp úr þurru. Teikningin varð öldruð og sundurslitin en ávallt hrífandi og verkin betri en áður. Þar ef leiðandi er kannski ástæða til að spyrja hvort hæfileikar til listtjáningar styðjist síður við lærdóm en lyndiseinkum?

5 Matthías Jónasson. Frumleg sköpunargáfa: vaxtarsproti og aflvaki í þróun menningarinnar. Heimskringla 1976

6 Í nýaldarfræðum er sagt frá hæfileikafólki sem leitar þekkingar á erfiðum spursmálum í sérstakri leiðslu. Það stendur í uppljómuðum sölum þar sem guðlegir sérfræðingar kenna því hátæknilegar nýjungar sem eru síðan útfærðar jarðarbúum til heilla

Ingvar Ellert með foreldrum sínum, Elmu Idu I. Jensen og Óskari Ingvarssyni, ásamt fimm af sex systkinum sínum árið 1952. Ingvar var um 9 ára þegar myndin var tekin og stendur við hlið föður síns, til hægri

Ingvar Ellert along with his parents and siblings around 1952. Ingvar is standing beside his father on the right, around nine years old when the picture was taken

Ingvar Ellert Óskarsson fæddist í Reykjavík árið 1944 og andaðist 1992, þá 47 ára. Hann var sonur hjónanna Elmu Idu Ingvarsson Jensen (f. Severinsen) (1918–1972), húsmóður og saumakonu og Óskars Ingvarssonar (1903–1977), bifreiðastjóra í Reykjavík. Systkini hans eru Finnlaug Guðbjörg (f. 1938), Ingibjörg Auður (1939–1997), Einar Gunnar (1943–2003), Svavar Tryggvi Ómar (f. 1946), Guðmundur Vignir (f. 1951) og Halldóra Björk (1953–2015).

Fjölskyldan bjó árin 1938- 1953 á Leifsgötu 7. Hverfið var blómlegt og börnin í hverfinu léku sér í allskonar leikjum. Finnlaug, elsta systir Ingvars, passaði yngri bræður sína og þau dvöldu oft að leik á Freyjugöturóló. Árið 1938 byggði fjölskyldan sumarhús að Neðri-Dal undir Eyjafjöllum þar sem foreldrar Óskars voru bændur. Jörðin var mikið ævintýraland og þar dvaldi Elma með börnin öll sumur á meðan Óskar vann í bænum. Þegar leigusali fjölskyldunnar á Leifsgötu féll frá var öllum samningum við leigjendurna rift og ekkert húsnæði að hafa í borginni. Þá fluttist fjölskyldan að Lóugötu 2 sem stóð í kantinum á Tripoli-kampi á Grímstaðaholti í vesturbæ Reykjavíkur. Við þessa flutninga urðu alger umskipti á hag fjölskyldunnar og aðstæður til uppeldis á þessu svæði gátu verið viðsjárverðar, eins og þeim er einna best lýst í Eyjabókum Einars Kárasonar. Síðar flutti fjölskyldan og bjó um tíma á Fossvogsbletti 39, þar til hún byggði eigið húsnæði við Langagerði 32. Elma móðir Ingvars lést árið 1972, einungis 53 ára að aldri og Óskar faðir hans lifði konu sína en lést fimm árum síðar.

Ingvar Ellert hóf skólagöngu sína í Austurbæjarskóla en ekki er mikið vitað um skólagöngu hans eftir að fjölskyldan flutti á Lóugötu. Hann dvaldi um skeið á heimavistarskólanum Jaðri og Vistheimilinu Silungarpolli vegna veikinda móður hans. Hann stundaði verkamannavinnu og sjómennsku frá unga aldri á meðan heilsa hans leyfði. Þegar hann var um 16 ára réði hann sig á millilandaskipið Dísarfell, síðar á togarann Surprise og loks á síldarleitarskipið Fanneyju.

Um 1962 hófust kynni Ingvars Ellerts af geðheilbriðiskerfinu. Hann var greindur með geðrof og frá þessum tíma dvaldi hann lengst af á sjúkrastofnunum og vistheimilunum fyrir geðfatlaða, m.a. á Flókagötu 29 og í Víðihlíð á Kleppsspítala. Yfir jólahátíðirnar sótti hann iðulega heimboð hjá fjölskyldunni ef veikindin komu ekki í veg fyrir það, ævinlega hjá Finnlaugu systur sinni og fjölskyldu hennar. Síðustu æviárin var það hluti af jólahaldinu að mæta í jólaboð Hjálpræðishersins þar sem stemningin var mikil og gestrisni ríkti.

Ingvar Ellert hélt sýningu á verkum sínum í Víðihlíð, á Kleppsspítala sumarið 1981 og eftir að hann lést hefur Níels Hafstein sett upp sýningar á verkum hans í Nýlistasafninu 1993 og í Safnasafninu árin 1998, 2008 og 2018.

Guðmundar Vignir, bróðir Ingvars hélt verkum hans til haga og varðveitti þau eftir hans dag og á gamlársdag 2007 afhenti hann fyrir hönd fjölskyldunnar, Safnasafninu verk Ingvars Ellerts til varðveislu og síðan til eignar með gjafabréfi árið 2015.

Æviágrip

Biography

Ingvar Ellert Óskarsson was born in Reykjavik in 1944 to Elma Ida Ingvarsson Jensen, a housewife and seamstress, and Óskar Ingvarsson, a driver in Reykjavik. He grew up in a large family with five other siblings in post-war Iceland. He became an artist while living with a mental disorder, and spent most of his adult years in several institutions in Reykjavik. His contemporaries described him as a positive and charming individual who was confident his art would one day be appreciated.

The family initially lived close to a neighbourhood in the western part of the city that was locally known as Camp Tripoli.  It was one of several such camps in post-war Reykjavik and consisted of prefabricated metal shelters that had been built by the British army to house its soldiers who were part of the Allied occupation of Iceland during World War II. Óskarsson was brought up in conditions that were socially and financially precarious, similar to those described in the novel Devil’s Island [Þar sem djöflaeyjan rís], by the Icelandic author Einar Kárason. Growing up Óskarsson and his siblings were familiar with the characters of the story. Later, the family would move away from Camp Tripoli and build their own home in Reykjavík.

Little is known about Óskarsson’s education, except that it likely was minimal.  He may have had a short primary school attendance. In his youth he partly lived in residencies for children and later worked as a manual labourer and was a seafarer working on oceangoing vessels, and fishing trawlers from a young age.

Around 1962, Óskarsson became a ward of the mental health system. He was diagnosed with a mental disability and spent much of his time in psychiatric facilities and residences, including Iceland’s Kleppsspítali psychiatric hospital. During the Christmas holidays, he regularly attended family gatherings, if illness did not prevent it, often at the home of his sister Finnlaug. In his last years, it became a tradition for him to attend the celebration at the Reykjavík Salvation Army, where a festive atmosphere and hospitality prevailed. He died in 1992 aged 47.

Óskarsson’s brother, Guðmundur Vignir, managed and preserved his works until 2007, when he loaned them to the Icelandic Folk and Outsider Art Museum for preservation. In 2015 the museum gained ownership of Óskarsson’s works and they entered its collection.

Ingvar Ellert Óskarsson’s works have been exhibited at Kleppsspítali psychiatric hospital (1982), at the Living Art Museum Reykjavík (1993), and at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum on various occasions.

Um höfund

Níels Hafstein f. 1947 nam í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1969–1973 og hefur verið brautryðjandi í íslensku myndlistarlífi í 50 ár. Hann var um árabil formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og hafði frumkvæði að því að Nýlistasafnið var stofnað 1978 og var formaður þess í 10 ár, einnig ritari og safnvörður. Hann sat í stjórn Listasafns Íslands 1991–1994 þar sem hann rétti hlut kvenna við innkaup í safneign. Níels og kona hans Magnhildur Sigurðardóttir stofnuðu Safnasafnið árið 1995 og hafa stýrt því síðan. Níels hefur skrifað fjölda greina um myndlist í blöð og tímarit hér á landi m.a. í sýnisbækur Safnasafnsins. Níels hefur stundað listsköpun og sýnt myndlist allan sinn feril meðfram menningarstjórnun. Hann var t.a.m. með þeim fyrstu hér á landi sem notaði bókverk og fjölfeldi (multiple) sem miðil í list sinni. Verk hans tvinna saman rannsóknir og niðurstöður, kerfisverk, skúlptúra, innsetningar og bókverk. Verk Níelsar í seinni tíð eru viðkvæm og brothætt, sett saman úr hátækni efnum og birta óvænt sjónarhorn í samspili hins venjulega og hins sjaldgæfa í myndhugsun með áþreifanlegum tengslum við fortíð og framtíð og hverfast um það sem er óljóst, fíngert og jafnvel ósnertanlegt

About the Author

Níels Hafstein b.1947 studied at the Iceland College of Arts and Crafts 1969–1973 and is a pioneer in Icelandic art. He chaired the Reykjavik Association of Sculptors for many years and ensured its survival, was among the artists who initiated the founding of the Living Art Museum in 1978 and served there as chairman for 10 years, as well as secretary and curator. He sat on the board of the National Gallery of Iceland from 1991–1994, where he purposely acquired works by female artists, reducing the gender gap in the collection. Hafstein and his wife Magnhildur Sigurðardóttir founded the Icelandic Folk & Outsider Art Museum in 1995 and have managed it since then. He has published numerous articles on art in newspapers and magazines in Iceland. Hafstein has pursued artistic practice throughout his career alongside cultural management. He was among the first in Iceland to use artist books and multiples as a medium in his art. His creative output combines research and findings, serials, sculptures and installations. Hafstein’s work in recent times is delicately composed of high-tech materials, that present unexpected perspectives at the intersection between the ordinary and the rare. His approach to visual thinking has tangible connections to the past and future, revolving around something that is subtle and even unmaterial

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda

Safnasafnið hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til útgáfu á sex sýnisbókum úr safneign. Bókunum er ætlað að miðla efni úr safneign safnsins til innlendra og erlendra fræðimanna sem og almennra áhugamanna um alþýðulist. Sýnisbók safneignar X Ingvar Ellert, er sú tíunda í röð sýnisbóka sem safnið gefur út og sú fimmta í röðinni þar sem Öndvegisstyrkur Safnaráðs fjámagnar útgáfuna að stórum hluta

All photographs, artworks and texts are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was awarded a grant in 2021, by the Museum Council of Iceland, to publish six books focusing on the museum’s collection. The aim of the publications is to mediate the Museum’s collection to a broader audience, to professionals and the general public interested in folk- and outsider art in Iceland. Showcase X Ingvar Ellert is the tenth publication in this series and the fifth book where the grant from the Museum Council is the main financing body

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 606 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2024

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein, Guðmundur Vignir Óskarsson

Þýðing / Translation

Gunnhildur Walsh Hauksdóttir

Prófarkalestur / Proof

Bryndís Símonardóttir, Cormac Walsh

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Gísli Egill Hrafnsson, Guðmundur Vignir Óskarsson, Sigríður Zoëga / Ljósmyndasafn Íslands

Forsíða / Cover

Ingvar Ellert Óskarsson

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

G Print 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

ISBN 978-9935-9517-6-2

Þakkir / Thanks

Fjölskylda Ingvars Ellerts Óskarssonar fær sérstakar þakkir fyrir aðstoð við myndaöflun og í aðdraganda bókarinnar. Sérstakar þakkir fá systkini Ingvars Ellerts þau Guðmundur Vignir og Finnlaug Guðbjörg sem og börn þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, Hrafnhildur

Sif Hrafnsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

Special thanks to Óskarsson’s family for assisting in acquiring images and for the legwork in making this book. Particularly to his siblings

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar X sem hverfist um listamanninn Ingvar Ellert Óskarsson er tíunda sýnisbókin, þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located near the city of Akureyri at Svalbarðsströnd in the north of Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. Showcase X focuses on the works of Ingvar Ellert Óskarsson and is number ten in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserves

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.