Svava Skúladóttir

Page 1

Sýnisbók safneignar Showcase Svava Skúladóttir

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar VIII Showcase VIII Svava Skúladóttir

Icelandic
Safnasafnið /
Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar

Showcase

VIII Svava Skúladóttir

VIII

It stands in the outskirts of the small town, a little way from a newly-built house on a stone foundation. It resembles a palace in a dream, with extensions, and turrets with painted fish that float around without resistance, and said to be of Native American origin. A lightweight fence swerves up by a sloping path, so one can walk around the back to look out over the fjord. On the southern gable wall is a “storm splitter,” in the middle an iron rod with a cross that indicates the cardinal points of the compass, and on each corner demon-scarers that emit misleading noises. Sometimes she hears a low wailing from these wind chimes in the calm of evening, which snuggles down in the ears like a greeting

The owner of the building is called Sólon1 and he does odd jobs around the town. He is big in every way, warm-hearted and droll, and he talks to children as if they were adults. One day he recites a verse of poetry. She doesn’t understand it, but she senses murky depths concealed behind the dark weight of the language:

Four thousand black people toil away and the coal smoke reaches up to the high mountains

This is the work of the terrible giant

Nothing can divert him from his objective

When she approaches the house later that week, she hears a loud chanting from within that unnerves her:

Out in Hnífsdalur valley I shall meet a girl wearing one brown stocking and one black and the Devil knows whether I will be home tonight

He covers the interior of a little guest room with foreign periodicals, and he wallpapers a patch on the outside wall of the building. When she asks why he has done this, he softens up, smiles sweetly and quietly replies: it’s such a beautiful colour, my sweet, that it should be where most people can see it and examine the most delicate aspects of the biggest things, the minute grain that entices curious eyes closer – your eyes

She finds the answer strange but natural, for the wonderfulness of the place differs from most others – captivating, bewitching and all-embracing

Decades later that memory strikes out of the blue when she starts to draw castles and drawbridges, churches and homes, on wooden blocks. She paints the flowers and curtains on the outside of the walls, because beauty should be visible, not hidden away behind closed doors. She stands on a stage like that of long ago in the innocence of youth, and discovers a world different from the everyday, where fantasy runs wild and anything can happen – either slowly and surely, or suddenly and sharply like a blast of wind roaring down off a mountain to flatten the grass, then sun in the heart, the smooth shining sea in memory, the scent of wood, soft clay and colours: her life

Slúnkaríki

Hún stendur í útjaðri kaupstaðarins í svolítilli fjarlægð frá nýreistu húsi á hlöðnum grunni. Það líkist höll í draumi, með útskotum og litlum turnum með máluðum fiskum sem svífa um án viðnáms og eru sagðir koma frá indjánum í Ameríku. Léttbyggt grindverk sveigist upp með skáhöllum stíg og hægt að ganga inn á þak til að horfa yfir fjörðinn. Á suðurgafli er stormfleygur, fyrir miðju járnstöng með krossi sem vísar í höfuðáttir og á hverju horni púkafælur sem gefa frá sér misvísandi hljóð. Stundum heyrir hún lágvær ýlfur úr þessum rellum í kvöldkyrrðinni sem hrjúfra sig inn í eyrun eins og kveðjur

Húseigandinn heitir Sólon1 og stundar margs konar vinnu í bænum. Hann er stórvaxinn á alla kanta, hjartahlýr og spaugsamur og talar við börn eins og fullorðna. Einn daginn fer hann með vísu, hún skilur hana ekki en skynjar myrkvað djúp í leyni handan við dökkt og þungt tungutakið:

Fjögur þúsund svertingjar starfa af feikna móði nær þá kolareykurinn upp til hárra fjalla

Þessu stjórnar risinn hræðilegi enginn honum röra kann út af settu marki

Þegar hún nálgast húsið síðar í vikunni heyrir hún kveðið hátt innandyra og verður smeyk:

Úti í Hnífsdal ætla ég auðnagná að hitta

í öðrum sokknum mórauðum og hinum svörtum og andskotinn má vita hvort ég kem aftur í kvöld

Hann klæðir lítið gestaherbergi að innan með erlendum tímaritum og veggfóðrar blett á húsinu að utan. Þegar hún spyr hvers vegna hann geri það þá mýkist hann allur, brosir blíðlega og svarar lágri röddu: það er svo fallegt á litinn, heillin mín, að það á að vera þar sem flestir geta séð það og skoðað hið fíngerðasta í því stærsta, örsmá vígindin sem lokka forvitin augu nær, þín augu Henni finnst svarið skrítið en eðlilegt því undursamleiki staðarins er frábrugðinn öðrum, heillandi, seiðandi og alltumlykjandi Áratugum síðar slær þessari minningu óvænt niður þegar hún byrjar að teikna kastala og virkisbrýr, kirkjur og íbúðarhús á viðarkubba. Hún málar blómin og gluggatjöldin utan á veggina því fegurðin á að vera sýnileg, ekki í felum á bak við luktar dyr. Hún er á svipuðu leiksviði og forðum í sakleysi æskunnar að uppgötva öðruvísi heim en hversdagsleikann, þar sem ævintýrin leika lausum hala og allt getur gerst, bæði hægt og hljótt en líka snöggt og hvellt eins og vindur sem slær af fjalli og þrýstir grasi í svörð, síðan sól í sinni, spegilslétt haf í minni, ilmur af viði, mjúkur leir og litir: hennar líf

Svava Skúladóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona, á vinnustofu Félagsstarfs eldri borgara að Norðurbrún 1, árið 1994

Svava Skúladóttir with ceramic artist Sigríður Ágústsdóttir, at the art and craft workshop for senior citizens at Norðurbrún 1, Reykjavík, 1994

SKURÐPUNKTUR LISTASÖGUNNAR

Sigríður Ágústsdóttir

Svava Skúladóttir fæddist á Ísafirði 1909, ólst þar upp og hélt heimili með móður sinni þar til hún dó 1937, þá flutti Svava til Amalíu (1891–1972) systur sinnar og Halls Hallssonar (1890–1968), tannlæknis í Reykjavík, og vann á stofu hans og við uppeldi barna þeirra hjóna. Svava var glaðlynd og áhugasöm um flesta hluti, hrókur alls fagnaðar og spilaði á píanó í boðum. Árið 1972 leigði hún íbúð hjá Öryrkjabandalagi Íslands í Hátúni 10a og byrjaði fljótlega að afla sér fanga til að nota við hugðarefni sín og búa til eitthvað fallegt til að lífga upp á tilveruna

Norðurbrún 1 var fyrsta félagsmiðstöðin fyrir eldri borgara í Reykjavík, opnuð undir lok 7. áratugarins. Geirþrúði Hildi Bernhöft (1921–1987) ellimálafulltrúa borgarinnar var umhugað um að byggja upp góðan stað fyrir fólk sem var hætt launavinnu. Megin áhersla var lögð á að útbúa vinnustofur í myndlist og handverki og voru fengnir menntaðir kennarar og myndlistarmenn til kennslunnar. Svava Skúladóttir var ein þeirra fjölmörgu sem nýttu sér þessa aðstöðu, og mætti hún hvernig sem viðraði, með strætisvagni flesta virka daga. Þar vakti hún athygli fyrir sérstæða nálgun og beitingu efnis og aðferða. Fyrstu árin leiðbeindi Valgerður Briem (1914–2002) henni við meðferð vatnslita, síðan söguðu þær Sigrún Kristjánsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir viðarkubba eftir teikningum hennar, margvíslegar byggingar sem hún skreytti á einstakan hátt

Svava var ekki margmál, hún kom sér vel fyrir við vinnuborðið í leirstofunni hjá mér, ávallt í sama sætinu, og byrjaði að móta leirinn. Hún var alltaf með ákveðna hugmynd eða fyrirmynd, hvort sem hún ætlaði að búa til kaffikönnu, bollastell eða seinna styttur og dýr. Á tímabili dvaldi hún dögum saman á Þjóðminjasafninu og teiknaði upp myndir af konum í þjóðbúningum. Þær útfærði hún í leir og tókst ljómandi vel. Leirinn var stundum full mjúkur og þá tók hún sleif eða annað álíka verkfæri til að halda við hann. Oft hugsaði ég að þetta læki eftir sem áður niður, en Svövu tókst alltaf að rétta verkið við. Hún vann af miklum krafti og er þessi þáttur lífsverks hennar einna fyrirferðarmestur

Svava var um þetta leyti farin að missa heyrn, sem gerði það að verkum að hún fylgdist ekki alltaf vel með umræðum sem oft voru líflegar. Síðar fékk hún sér heyrnartæki sem vissulega hjálpaði henni, oft suðaði í því en hún virtist ekki verða þess vör. Hún var algjörlega í sínum eigin heimi þegar hún var að vinna, fór í trans

Það var viss hópur sem mætti flesta daga á vinnustofuna og þar myndaðist falleg vinátta. Við fórum saman að skoða sýningar og oft á kaffihús, eins voru heimboð þegar fagna þurfti afmælum og öðru tilfallandi. Svava hafði mjög gaman af því að bjóða hópnum heim í litlu íbúðina við Hátún. Þá var hún búin að baka og þeyta rjóma. Einu sinni sem oftar bauð hún okkur heim

INTERSECTIONALITY IN ART

Sigríður Ágústsdóttir

Svava Skúladóttir was born in 1909 in Ísafjörður in Iceland’s West Fjords. Svava grew up there, living with her mother until her death in 1937, after which she moved to Reykjavík to the home of her sister Amalía (1891–1972) and her brother-in-law, dentist Hallur Hallsson (1890–1968). She worked in Hallur’s clinic, and took part in care of the couple’s children. Svava was a cheerful character with many interests, thrived in social situations, and played the piano at parties. In 1972 she rented an apartment in the Icelandic Disability Alliance housing development at Hátún 10a in Reykjavík, where she soon set about collecting materials relating to her interests, to make beautiful things to add colour to life

Norðurbrún 1, the first community centre for senior citizens in Reykjavík, opened in the late 1960s. Geirþrúður Hildur Bernhöft (1921–1987), the City of Reykjavík’s officer for the elderly, was keen to establish a good facility for retired people. The main emphasis was on offering arts and crafts workshops, which were lead by qualified teachers and artists. Svava Skúladóttir was one of the many older people who seized this opportunity, and she attended in all weathers, travelling there by bus almost every working day. She attracted attention at the workshops for her unusual approach and use of materials and methods. For the first few years she was taught watercolour technique by artist Valgerður Briem (1914–2002), after which designer

Sigrún Kristjánsdóttir and artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir sawed out wooden shapes as drawn by her – buildings of various kinds, which she decorated in her own way

Svava was not talkative. She took her place at the workbench in my pottery studio – always in the same seat – and started to mould the clay. She always had a certain idea or model in mind, whether she intended to make a coffee pot, a set of cups and saucers or, in due course, statues and animals. At one time she spent whole days at the National Museum of Iceland drawing pictures of women in national dress. She developed these ideas in clay, remarkably well. The clay was sometimes a little too soft, and then she would grab a spatula or some other tool to keep it in place. I often thought to myself that it would still leak down, but Svava always managed to keep the piece straight. She worked with great energy, and this part of her oeuvre is one of the most extensive Around that time Svava’s hearing started to deteriorate, and so she was less able to follow conversations, which were often lively. Later she got a hearing aid, which certainly helped her. It tended to buzz, but she did not seem to notice. She was utterly in a world of her own when she was working – she fell into a trance

There was a certain group who attended the studio most days, and a strong friendship developed among them. We would go to art shows together, and to cafés. And we visited

og ég þurfti að nota snyrtinguna. Á gólfinu voru vaskaföt með rauðbrúnum leir í vatni. Ég hafði gaman af þessu, gaf Svövu iðulega leir sem var orðinn full þurr og hún síðan bleytti upp svo hægt væri að hnoða hann og nota aftur. Reikna ég með að ekki hafi allir gert sér grein fyrir að Svava vann þarna upp efni sem nýttist henni til myndsköpunar

Árlega voru haldnar sýningar á vorin á verkum þeirra sem unnu í vinnustofunum í Norðurbrún. Oftast voru þær settar upp í félagsmiðstöðvum sem þá voru orðnar þó nokkrar, en eitt árið var okkur boðið að setja upp samsýningu á Kjarvalsstöðum og var þá mikil hátíð

Það var misjafnt hvernig fólk leit á verk Svövu í fyrstu. Mörgum þótti sérkennilegt að einhverjir kynnu að meta þau, sumar frænkur hennar sem hún hafði gefið verk botnuðu lítið sem ekkert í þeim, ýmist hentu þeim í ruslið eða geymdu innst í skápum. En eftir að Níels Hafstein og

Magnhildur Sigurðardóttir keyptu fjölda verka hennar og sýndu í Nýlistasafninu 1991 og 1997 þá sá fólk þau í öðru ljósi og nú er afstaðan önnur og betri Svava var lágvaxin, létt og lipur, ávallt í góðu skapi og mikils metin af öllum sem henni kynntust. Hún átti það til að svara mér þegar ég var að hrósa henni með orðunum „Helvítis asninn þin“ og faðmaði mig. Hún gaf mér mörg verk sem ég síðar ánafnaði Safnasafninu og er nú þorri listar hennar varðveittur þar í safneign og verk hennar sýnd með reglulegu millibili

each other’s homes for birthdays and other special occasions. Svava enjoyed inviting the group into her little apartment at Hátún. She would bake cakes and whip cream. One time when she had invited us home, I went to the lavatory. On the bathroom floor were tubs containing reddish clay soaking in water. I enjoyed seeing that: I invariably gave Svava clay that had dried out too much, and she soaked it so it could be kneaded and used again. I don’t suppose everybody realised that Svava was preparing materials for her art!

Every year there was an exhibition of the works that had been made in the workshops at the Norðurbrún centre. The shows were generally displayed in community centres, but one year we were invited to stage a group show at Kjarvalsstaðir, the gallery of the Reykjavik Art Museum, and that was a huge event

Initially Svava’s art was met with a mixed response. Some could not understand what anyone saw in it. Some of her relatives whom she had given pieces of her work did

not know what to make of them, and either threw them away or put them away at the back of a cupboard

But after Níels Hafstein and his wife Magnhildur Sigurðardóttir bought a large number of her works and exhibited them at the Living Art Museum in 1991 and 1997, views changed, and today attitudes are different, and better

Svava was a small woman, light on her feet, always in a good mood, and was highly appreciated by all who got to know her. When I praised her work, she would sometimes reply Oh, you silly ass! and give me a hug. She gave me many of her pieces, which I later donated to Safnasafnið, the Folk and Outsider Art Museum. Today much of her art is in the Safnasafnið collection, and is exhibited regularly

Svava Skúladóttir við opnun einkasýningar sinnar í Nýlistasafninu árið 1997

Svava Skúladóttir at the opening of her solo show at The Living Art Museum, Reykjavík, 1997

AN ENCOUNTER WITH ART HISTORY

Characteristics

When discussing the art of Svava Skúladóttir, it is unavoidable to consider the status of self-taught art, attitudes to it, how it has been received, and the position it holds in Icelandic art history. Svava’s work is strikingly unusual, and that can sometimes confuse people. The same is true of the works of many more men and women who have felt the need to create from their own inner world, rather than seeking inspiration elsewhere. This is not the place to enumerate all those people – a total of about 300. But they can be looked up in Safnasafnið’s records on the national Sarpur collections database: a vast number of works of art, each more beautiful than the next, and expressing a diverse range of views of the world

This essay discusses characteristics, circumstances, appearance, influences and various other factors which have significance, and play a crucial role in people’s quest to express themselves. I shall point out the importance of being on the alert and looking in all directions, delving into old sources and seeking out people who have not received the attention they deserve – some of whom are now gone, perhaps leaving their life’s work in unsuitable storage. Svava is one of the group of self-taught artists who may be said to have been left out in the cold, and rarely invited to show their work in recognised spaces – except for Safnasafnið, which has taken up their cause and carries it on to victory

Svava’s works comprise buildings sawn out in wood, pottery and watercolours; in the latter nature reigns, extending almost out to the edge of the paper, leaving little space for the sky, moon and stars. Defined forms are few, with more emphasis on line, swaying into curves and short twists and tangles;

here are big flowers, mostly in motion; faces are seen in profile, sometimes one inside another, up to as many as five, as if the artist is anatomising what lies hidden within the soul, to bring out what is worthy to be seen by others than herself

The buildings are of various kinds: some are based on well-known models, but distorted and twisted, with painted shapes in dark or light tones, and sometimes the woodgrain shines through. The reference to Svava’s early memories of Slúnkaríki in Ísafjörður is beautiful and charming

Svava’s pottery works are unique in Icelandic art history, as they are probably the only three-dimensional works made in expressionist style. They comprise three categories: firstly dogs, then mothers carrying their children on their heads, and finally women in the various different versions of Icelandic national dress; they do not closely resemble the specific costumes, as Svava’s stylistic approach does not admit the precise detail of the different costumes in their embroidery and other ornamentation. The works are on the borderline of conforming with basic aesthetic standards or received values; it is as if they have given way to the force of gravity, and fallen prey to dissolution and jolting. Some may be likened to lava flows and landslides that break up the lines and disperse the forms. The observer is offered a new perception, but it is uncertain whether they will accept it – yet it is essential that they wake up to consciousness of the internal qualities that flow through the mind’s spaces. Finally, Svava made more functional objects: vases, cups, plates and bowls which could win prizes at any international ceramics show, if they were displayed there – even if the route from the coffee pot into the spout is not open

STEFNUMÓT VIÐ LISTASÖGUNA

Einkenni

Þegar listaverk Svövu Skúladóttur ber á góma verður ekki komist hjá því að skoða stöðu sjálfsprottinnar myndlistar, viðhorfið til hennar, brautargengi og hvaða sess hún hefur í listasögu þjóðarinnar. Sérstæði hennar er afgerandi og getur stundum ruglað fólk í ríminu. Hið sama á við um listaverk fjölda annarra karla og kvenna sem hafa fundið þörf til að skapa úr eigin hugmyndaheimi í stað þess að sækja sér innblástur annars staðar. En það er til lítils að telja þetta fólk upp hér, um 300 talsins, en hægt að fletta í skráningu safnsins í

Sarpi þar sem verkin eru í löngum röðum, hvert öðru fallegra og vitna um fjölbreytilega sýn á veröldina

Rætt er um einkenni, aðstæður, útlit, áhrif og ýmsa aðra þætti sem hafa vægi og skipta öllu í viðleitni fólks að láta ljós sitt skína yfir heiminn. Bent er á mikilvægi þess að vera vakandi á verðinum og horfa til allra átta, kafa ofan í gamlar heimildir og leita uppi fólk sem hefur ekki fengið þá athygli sem það á skilið, sumt horfið sjónum og lífsstarf þess kannski í vondum geymslum. Svava er fulltrúi þeirra sjálflærðu listamanna sem segja má að hafi verið haldið úti í kuldanum og sjaldnast boðið að sýna í viðurkenndum sölum, nema í Safnasafninu sem tók upp merki þeirra og ber það fram til sigurs

Verk Svövu skiptast í útsagaðar viðarbyggingar, leirmuni og vatnslitamyndir, en í þeim er náttúran ríkjandi og nær alveg út á jaðra blaðsins svo lítið svigrúm er fyrir himin, tungl og stjörnur. Fátt er um afmörkuð form en línuspilið frekara til fjörsins, sveigt í boga og stutta hlykki eða flækjur, þar eru stórvaxin blóm, yfirleitt á hreyfingu, andlit horfa til hliðar og er stundum eitt innan

í öðru, allt upp í fimm, eins og listakonan

sé að kryfja til mergjar það sem leynist í sálinni og draga fram það sem á erindi við aðra sjón en hennar sjálfrar

Byggingarnar eru af ýmsum meiði, sumar sniðnar eftir þekktum fyrirmyndum en eru skakkar og teygðar með máluðum formum, dökkum eða ljósum, og stundum fær viðurinn að skína í gegn. Er þessi tilvísun Svövu í æskuminningar sínar um Slúnkaríki Sólons Guðmundssonar á Ísafirði falleg og aðlaðandi

Leirverk Svövu eru einstök í listasögu landsins því þau eru líklega einu þrívíðu verkin unnin í expressionískum stíl. Þau skiptast í þrennt, fyrst koma hundar og fleiri dýr, þá mæður sem bera börn á höfði sér og konur sem skarta faldbúningi, peysufötum, upphlut, kyrtli og skautbúningi, en líkjast þeim frekar lítið því stílgerð Svövu er þess eðlis að hún leyfir ekki þá nákvæmni sem einkennir búningana, smáatriði í saumi og skreyti. Verkin eru á mörkum þess að falla að grunngildum fagurfræðinnar eða þeim viðmiðum sem fólk þekkir almennt, það er eins og þau hafi látið undan þunga aðdráttarafls jarðar, orðið upplausn og hristingi að bráð. Má líkja sumum þeirra við hraunrennsli og skriður sem rjúfa línur og tvístra formum. Skoðendum er boðið upp á nýja skynjun, en óvíst er að þeir sætti sig við hana en þó áríðandi að þeir vakni til vitundar um innri gæði sem streyma um víðáttur hugans. Loks jarðbundnari hlutir; vasar, bollar, diskar og skálar sem gætu fengið heiðursverðlaun á hvaða alþjóðlegu leirsýningu sem væri ef þeir yrðu kynntir þar, jafnvel þótt ekki sé opið fyrir rennsli úr könnu upp í stút Í verkum Svövu er óræður galdur sem hún magnar fram og hrífur fólk með bernskri einlægni og þegar betur er rýnt sést að hún hefur haft fyrirmyndir í upphafi

Svava Skúladóttir með foreldrum sínum, Sigrúnu Tómasdóttur og Skúla Einarssyni, og systkinum árið 1912 á Ísafirði. Þegar myndin var tekin var Svava þriggja ára og situr hún við hlið móður sinnar, yngst átta systkina Svava Skúladóttir along with her parents and siblings in 1912, Ísafjörður, West Iceland. Svava is sitting beside her mother. The yongest of eight siblings, she was just three years old when the picture was taken

en í meðförum hennar er fjarlægðin það mikil að líkindin ná varla máli. Þau eru hispurslaus, með fáum litbrigðum og í litlum flokkum þar sem hvert verk svarar til upprunans með nærri því líkamlegri nánd svo það slær fólk út af laginu

Ef verk Svövu eru borin saman við það sem börn búa til sést greinilegur munur; börn segja sögur og lýsa nýfenginni upplifun, fela eitt og ota öðru fram eftir hentugleika en eiga ekki mörg blæbrigði frjálsrar tjáningar í farteski sínu, þá reynslu sem löng ævi gefur og þá yfirsýn sem lífið tengir saman og mótar í heild. Verk Svövu vitna um þroska, leikni og lifandi túlkun, fínlega notkun lita, sterka formkennd og línusveiflu. Þau eru innhverf en um leið hógvær yfirlýsing um ríka þörf til að láta ljós sitt skína og öðlast verðskuldaðan sess á listasviðinu

Aðstæður

Hvað leynist að baki þeirri löngun að búa til eitthvað sem gleður geðið? Fólk sem ákveður að afla sér þekkingar á undirstöðum myndsköpunar mótar yfirleitt ákveðna braut til að ná markmiði sínu, það skráir sig í nám á vetri og aflar sér tekna á sumri. Það leitar í bókum, tímaritum og neti að upplýsingum um það hvað er í gerjun og til að átta sig á markaðinum. Stundum finnur það hugmyndir til að leggja út af og fullvissar sig um að það taki ekki neitt frá öðrum. Það ætlar að koma sér á framfæri hjá listhúsi og vera í uppörvandi félagsskap þar sem málin eru rædd og krufin til mergjar. Það vill öðlast frama og selja verk sín en veit samt vel að til þess þarf það að hlusta á jákvæða gagnrýni og skerpa á hugmyndafræði sinni, þróa aðferðir og tækni. Ef það gengur ekki má alltaf sækja um verkefnastyrki, kennslustarf í skóla eða halda námskeið.

Í flestum tilfellum er um ungt og bjartsýnt fólk að ræða sem setur ekki fyrir sig að lifa í grimmum fjölmenningarheimi þar sem bjargræðishvötin er oftast eina aflið til að komast af og öðlast athygli Þegar rætt er um sjálfsprottna list og fólkið sem býr hana til verður að hafa í huga að það hefur yfirleitt hvorki bakhjarl, listmenntun né stuðning af félagsskap listafólks. Það þekkir ekki fyrirgreiðslukerfin og sækir varla um styrk til verkefnavinnu, enda óvíst hvort það fengi hann. Það heldur sínu striki, hefur eigin fyrirmyndir, nýtir persónulega skynjun, dýrmæta reynslu og viðfangsefni til að koma á framfæri. Fólk sem lifir í vernduðum sambýlum hefur ekki áhyggjur af morgundeginum, þar er stutt í lífsleikni og ótal tækifæri til myndgerðar á velbúnum verkbólum með starfsfólki sem kennir og hrósar en huggar þegar lífið er erfitt og snúið. Í hvorugum hópnum hefur fólk aðgang að opinberum stöðum nema fyrir velvilja einhvers sem sér verk þess og vill koma þeim á framfæri. Þetta getur undið upp á sig og áður en varir er nafn viðkomandi einstaklings þekkt meðal safnara og þeirra sem fylgjast með myndlist af faglegum áhuga. Einstaka listamaður kemst í fjölmiðla og heldur athygli um tíma en sú hætta er fyrir hendi að nafn hans gleymist þegar lífsstarfinu lýkur, ef enginn nærir orðstír hans og miðlar listaverkunum til komandi kynslóða. Safnasafnið fylgist vel með sjálflærðum listamönnum, greinir og rannsakar verk þeirra, gefur út bækur og setur þau í uppbyggilegt samhengi í hvers konar miðlun

Útlit

Endrum og eins skjóta sérkennilegar hugmyndir um fegurð upp kollinum hjá skoðendum listaverka og gerðar eru ósann ­

Svava’s art possesses an enigmatic magic that she conjures up, to enchant people with her childlike sincerity; and on closer scrutiny it is evident that she started out with models, but in her hands the objects progressed so far from the original that hardly any resemblance remains. Her works are forthright, in a limited range of tones and in small groups in which each piece corresponds to its origins with near-physical intimacy, with disconcerting effect

A comparison of Svava’s works with children’s art reveals a clear difference: children tell stories and depict new experiences, conceal some things and highlight others as they please, but their repertoire is limited in the nuances of free expression – the experience accrued from a long life, and the overview that is bound together by life and moulded into a whole. Svava’s works testify to maturity, skill and lively expression, delicate use of colour, a strong sense of form and line. They are an introverted, and at the same time humble, declaration of the powerful need to express oneself and gain a deserved place in the art world

Circumstances

What lies behind the desire to make something that engenders joy? Those who decide to learn about the basics of creative art generally follow a certain path to their objective: they study during the winter, and in the summer they earn a living. They seek information from books, periodicals and the Internet about the latest developments, also with the objective of assessing the market. Sometimes they find ideas to develop, and convince themselves that they will not be treading on anyone’s toes. They want to be promoted by a gallery, and be surrounded

by like-minded people who debate issues in every detail. They seek fame and fortune and want to sell their art, yet they are well aware that in order to achieve that they must listen to constructive criticism, hone their ideology, develop their methods and techniques. If they fail in this mission they can always apply for grants for projects, or teach and hold courses. In most cases they are young and optimistic people, who are not discouraged from living in a multicultural dog-eat-dog world in which an instinct for self-preservation is the only way to survive and gain attention

When we discuss self-taught art and the people who make it, we must bear in mind that these artists generally have no patrons, no artistic training, nor the support of a community of artists. They are unfamiliar with systems of support, and are unlikely to apply for grants for their projects – and indeed it is uncertain whether they would receive any. They go on in their own way, have their own models, making use of their personal perceptions, valuable experience and subjects they want to express. People who live in the protected environment of communities for the disabled do not worry about tomorrow; they receive support in life skills and have plenty of opportunity for artistic creation in well-equipped facilities, with staff who teach them and praise them, and also comfort them when life is difficult and complicated. But they have no access to public spaces, except through the goodwill of individuals who may spot their work and want to promote them. One thing may lead to another, and before long the person in question may become well-known to collectors and those with a professional interest in art. Occasionally an artist attracts media attention and is an object of interest for a time; but there is

gjarnar kröfur um útlit sem falli að almennum smekk. Það vantar eitthvað sykrað, má vera væmið, ef til vill Grátandi drengur?

Þá vill gleymast að þar sem fegurðin ríkir í mynd gerist lítið sem hreyfir við skoðanda hennar, hún verður fljótt leiðigjörn því lífsháskinn er fjarri. Í rómantískri sögu er helsta þemað í efnisþræðinum að byggja upp nærri óbærilega spennu og spilla fyrir ungu fólki svo það fái ekki notist í friði. Lævís karl eða kona mæta á svæðið og þyrla upp ryki efasemda um staðfasta ást og tryggð. Þegar mótlætið er að gera út af við elskendur bókarinnar birtist göfugur maður eða kona, bjargvættur sem leysir úr öllum flækjum og sér til þess að illvirkjanum sé refsað. Í myndlist eru það villidýr sem trufla kyrrðina eða óvættir sem fela sig bak við tré eða inni í helli og frá þeim berast næstum því heyranleg hljóð, urr og gnístran tanna. Þó er hollt fyrir sálina að eitthvað leynist í myndum sem grípur og togar í eða skelfir, dulinn kraftur og aflvaki geðshræringa, pensilfar í samspili ljóss og skugga, óvænt svipbrigði sem erfitt er að lesa í eða stelling sem raskar heildinni. Í þrívíðri list er erfiðara að koma fyrir brögðum af þessu tæi svo leita verður annarra leiða til að auka áhrifin, skoða þéttleika og samlöðun, þenslu eða gagnsæi, ýkja form og línu, bregða birtu á valið inntak sem annað hvort kallast á við annað líkt eða raskar ásættanlegu jafnvægi. Þetta eru vandmeðfarin atriði sem sjást yfirleitt ekki í alþýðlegum myndgerðum enda önnur betri nærhendis og ekki gerðar meiri kröfur en þær að verkið dragi fólk að sér með látlausum hætti án tilgerðar og feli í sér yndi og yl sem laðar fram bros – og hjartað slær hraðar Fólk lætur stundum blekkjast af bernsku útliti sjálfsprottinnar myndgerðar

og snýr of fljótt frá í stað þess að gaumgæfa viðfangsefnið, því smám saman lýkst upp veröld sem á sér rætur í flóknum tilfinningum og harmrænum reynslusögum sem fá nýjan búning. Næmt auga grípur óðara það sem rímar við undrun og gleði, nemur tilfinningaþrunginn hljóm sem liggur dýpra en ætlað var og verður ekki auðveldlega fangaður í einni svipan

Er hægt að þekkja þessa myndgerð á teikningu og mótun eingöngu? Nei, margir höfundar hennar forma allar stellingar líkama manna og dýra án vandkvæða í hvaða efni sem er, en það sem sker úr um það hvoru megin hryggjarstykkið liggur er yfirbragðið. Það er brösótt að skýra það með orðum og enn erfiðara að vera sammála um hvað sé hvað

Margir halda að þeir geti ákvarðað gæði listaverks út frá persónulegum smekk en svo er ekki, í áranna rás hefur þróast mikil þekking vegna nákvæmrar greiningarvinnu sem hefur síðasta orðið. En þetta er nokkuð flókið samspil vegna þess að lærðir listamenn fá skyndilega hugmyndir sem þeir vita ekki hvaðan koma og verða þess valdandi að myndverk þeirra öðlast nýtt yfirbragð, vísa jafnvel aftur til æskuáranna. Þá flækir það málið að sumir þeirra kunna hvorki né vilja teikna myndir, þurfa þess ekki, en fyrir óörugga er gott að geta brugðið kunnáttunni fyrir sig til að forðast klaufaskap og eftirlíkingar eða ágengni teiknimyndanna

Áhrif

Þegar rætt er um sjálfsprottin verk er gott að líta til Súrrealismans þegar frumkvöðlar hans könnuðu innri mann sinn og fóru í leiðslu til að kalla fram ósjálfráðar sýnir sem þeir gætu notað í verkum. Dæmi

a risk that the name will be forgotten when the person’s career ends, if no-one nurtures their reputation and mediates their work for future generations. Safnasafnið – the Folk and Outsider Art Museum – takes an interest in self-taught artists, analyses and studies their work, publishes books and places these artists in a constructive context through various kinds of mediation

Appearance

Now and then bizarre ideas of beauty crop up in the minds of art-viewers, and unrealistic expectations arise for an appearance that conforms with the general taste. A need is perceived for something sweet, even cloying – a Weeping Boy, perhaps? And it tends to be forgotten that where beauty dominates a picture, little is happening to touch the viewer: it soon becomes tedious, for it lacks all frisson of danger. In romantic fiction the leading plot theme is to build up near-intolerable tension, thwarting love’s young dream. A devious man or a woman comes on the scene to wreak havoc, casting doubt on true love. But when the young lovers are on the brink of defeat, a noble man or woman arrives, a saviour who resolves all the plot twists and ensures that the evildoer is punished. In art, calm is disrupted by wild animals or evil spirits hiding behind a tree or in a cave, who can almost be heard howling and gnashing their teeth. But it is good for the soul that there should be something concealed in a picture that reaches out and grabs the observer, or terrifies them – a force that engenders emotional turmoil, a brushstroke in the interaction of light and shade, an unexpected and enigmatic expression, or a posture that disrupts the whole. Threedimensional art is less conducive to such

nuances, so other means must be used to intensify the impact, consider density and cohesion, expansion or transparency, exaggerating form and line, highlighting a certain content which either interacts with another, or disrupts the acceptable equilibrium. These are delicate issues which are not generally seen in folk art – which makes use of other, readily available, approaches; the only demand is that the work of art should attract people in an undramatic, unpretentious manner, and that it should be imbued with a pleasure and warmth that elicits a smile –and a quickening of the heartbeat

People are sometimes misled by the childlike character of self-taught art, and turn away too quickly, without scrutinising the subject, which gradually opens up a world rooted in complex emotions and tragic experiences which are presented in a new form. A perceptive eye rapidly grasps the import of wonder and joy, senses a sound fraught with emotion that lies deeper than is initially evident, and cannot readily be captured in a moment. Can this form of art be identified by drawing and modelling alone? No, many of its makers can easily shape all the postures of human and animal anatomy in any material; but the crucial factor regarding which side the mainstay lies is the character. It is hard to put into words, and even harder to reach a consensus on what is what

It is a widespread belief that one can determine the quality of a work of art on the basis of personal taste. But that is not so. Over the years, extensive expertise has been accumulated, arising from precise analysis, which has the last word. But this is a rather complicated interplay – for trained artists get sudden ideas, without knowing where they come from, which may lead to their art

Svava Skúladóttir og Níels Hafstein myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins á vinnustofu Félagsstarfs eldri borgara að Norðurbrún 1, árið 1994

Svava Skúladóttir with artist and museum director Níels Hafstein, at the art and craft workshop for senior citizens at Norðurbrún 1, Reykjavík, 1994

changing character, perhaps even evoking childhood. And the issue is made more complicated by the fact that some cannot, or do not want to, draw pictures; and they need not do so. But for those who are insecure it can be good to apply that skill in order to avoid ineptitude of imitation, or the intrusion of cartoon imagery

Influences

When we discuss self-taught art we can profitably look to Surrealism, where its pioneers explored their inner selves and fell into a trance state in order to summon up spontaneous visions which they used in their work. There are cases of self-taught Icelandic artists who sit down and calm their minds until they float away like thistledown, and do not come to themselves again until the work is fully-formed in front of them. 2 Other artistic trends also seek to influence the imagination and bring out triggers which initially lead the artist in various different directions in the secret compartments of the mind, or straight onwards to fully formed works of art: others experience influences that they work through in their art

Pablo Picasso (1881–1973) was impressed with the works of Henri Rousseau (1844–1910), in many of which the romantic is swathed in the flowers of the artist’s home, while wild beasts devour their bloody prey, and may pose a danger to nearby people. Time stands still, anticipation reigns in the picture plane: what will happen next? Picasso was also fascinated by African carvings he saw in ethnological collections, representations of ancient forms of worship; awareness grew of something potent and mesmeric, which could be re-used and imitated. 3 The painting Les Demoiselles

d’Avignon, a landmark work by Picasso, evokes carved African masks, while also paving the way for Cubism

In the German Expressionism of the mid20th century, and in the development of the same ideas in Icelandic Neo-expressionism in the 1980s, it is often hard to tell what is what: self-taught art, or an artist’s calculated pursuit of a trend in order to test the market – works even being displayed upside down in order to stimulate demand. The outcome of this line of thought is that trained artists are influenced by self-taught artists, while self-taught artists stick to what they have always done. This may perhaps be noted the next time a history of art is written. But of course art is made in any style, as we see in Icelandic art in past times: Romanesque, Gothic, then Renaissance, Baroque, Rococo, and so on into modern times

Conclusion

When we consider the limited circumstances of self-taught artists, and in some cases their exclusion from the market, a thought arises about what can be done to create opportunities, and to make room for that which is unique and engaging. Safnasafnið – the Folk and Outsider Art Museum – has been meeting this need for 27 years, encouraging the artists and cheering them in times of adversity, allocating worthwhile tasks to them, sometimes commissioning works, and purchasing pieces which have gone directly on display. We nurture delicate growth all around Iceland, and bring into the light work which has a vital message – for instance through annual exhibitions, regular publication of Showcase volumes, and promotion in the media. The museum’s work is informed by principles of humanity and

eru um sjálflærða íslenska listamenn sem setjast niður og kyrra hug sinn uns þeir svífa burt eins og fífa og ranka ekki við sér fyrr en verkið er fullskapað fyrir framan þá. 2 Í fleiri liststefnum er reynt að hafa áhrif á ímyndunaraflið og laða fram kveikjur sem leiða menn í byrjun til ýmissa átta í leynihólfum hugans eða beint áfram til fullgerðra listaverka, aðrir verða fyrir áhrifum sem þeir vinna úr

Pablo Picasso (1881–1973) heillaðist af málverkum Henri Rousseau (1844–1910) en í mörgum þeirra er rómantíkin umvafin blómum heimilis hans þar sem villidýr gæða sér á blóðugri bráð og geta ógnað fólki innan seilingar. Tíminn stendur kyrr, ofvæni ríkir á fletinum: hvað gerist næst? Picasso varð líka gagntekinn af styttum frá Afríku sem hann sá á þjóðfræðisöfnum, komnum úr fornum átrúnaði, og menn fundu að styttunum fylgdi eitthvað rammt og seiðandi sem mátti notfæra sér og stæla.3 Málverkið Les Demoiselles d´Avignon, tímamótaverk Picasso, vísar í útskornar afrískar viðargrímur en leggur um leið grunninn að Kúbismanum Í þýska Expressionismanum um miðja 20. öld og í Nýja málverkinu á Íslandi á níunda áratug 21. aldar sem tók mið af honum, er oft erfitt að greina á milli hvort er hvað, sjálfsprottin myndgerð eða klókindi listamanna sem renna sér á bylgjunni til að kanna markaðshorfur, og verkin jafnvel höfð á haus til að auka eftirspurnina. Niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú að lærðir listamenn verða fyrir áhrifum af sjálflærðum listamönnum en hinir sjálflærðu aftur á móti halda sínu striki frá upphafi. Mætti setja það í púkkið næst þegar listasögur eru skrifaðar. En auðvitað búa menn til verk í hvaða stíl sem er, eins og sést í list

Íslendinga áður fyrr; rómönskum og gotneskum auk stíla kenndum við endureisn, barokk, rókokkó og þaðan inn í nútímann

Lokaorð Þegar horft er til takmarkaðrar aðstöðu fólks sem býr til sjálfsprottna myndlist, í sumum tilfellum útilokunar á markaði, þá svífur fram sú hugsun hvað sé hægt að gera til að skapa tækifæri og hleypa því að sem er einstakt og aðlaðandi. Safnasafnið hefur komið til móts við þessa þörf í 27 ár, hvatt fólk til dáða og stappað í það stálinu þegar á móti blés, fengið því verðug verkefni og stundum pantað og keypt verk sem fara beint á sýningar. Það hlúir að viðkvæmum gróðri víða um land og dregur fram í dagsljósið það sem á áríðandi erindi, samanber árlegar nýjar sýningar, útgáfur sýnisbóka og fjölmiðlakynningar. Safnið starfar í anda mannúðar og jafnréttis og hefur frá upphafi staðið vörð um þá ímynd sem gerir það ólíkt öðrum listasöfnum heima og erlendis. En safnið er ekki eitt á ferð því hátíðin List án landamæra hefur unnið merkt starf og fengið til liðs við sig þekkta lærða myndlistarmenn til að sýna með fólki á þroskabraut á vegum Sólheima í Grímsnesi, Fjöllistar í Reykjavík og Skógarlundar á Akureyri. Þá sýndi Gerðuberg um skeið verk eftir sjálflærða listamenn undir styrkri stjórn Hörpu Björnsdóttur, síðar stjórnarmanni í Safnasafninu Þegar hér er komið sögu hlýtur velviljað fólk að íhuga hvort ekki megi finna sýningarsal á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa íbúunum færi á að fylgjast með viðsnúningi sem hefur orðið í myndlistarlífi landsins, þeirri hæglátu sprengingu inn að miðju sem virðist hafa farið framhjá flestum listaforkólfum þar. Það vantar ferska miðlun fyrir nýjar kynslóðir

equality, and from the outset it has upheld the identity which distinguishes it from other art museums, in Iceland and elsewhere. But the museum is not alone in its work: the Art without Borders festival has done important work, engaging trained artists to show their work alongside the work of people with disabilities, working with the Sólheimar eco-village in south Iceland, Fjöllist in Reykjavík and Skógarlundur in Akureyri. Works by self-taught artists were displayed for a time at the Gerðuberg arts centre in Reykjavík, in a programme curated by artist Harpa Björnsdóttir, who later became a member of the Safnasafnið board

At this point, well-wishers must surely consider whether a display space can be found in the greater Reykjavík area, to offer the townspeople the opportunity to see for themselves the transformation that has taken place in Iceland’s art – a gradual explosion into the centre, which has apparently gone unnoticed by artistic elite there. There is a lack of fresh mediation for new generations, and for older people who missed out on the shows at the Living Art Museum and elsewhere before the turn of the century, and most recently at the landmark event Over the Bridge of Optimism at the Hafnarhúsið gallery of the Reykjavík Art Museum in 2007 – an exhibition organised by Safnasafnið, including both trained and self-taught artists and maintaining gender balance. It would be an excellent idea to present in a good exhibition space the work of Svava Skúladóttir and other artists who have the rare ability to bend people’s attitudes to the diversity of imagination. No-one should miss out on the joy entailed by discovering something new – not least if it has hitherto been dismissed as unacceptable, repellent and absurd; for that discovery gives rise to a remarkable op -

portunity to throw off the yoke of habit and tradition and connect with the grassroots

But, whatever the future holds, Safnasafnið will continue to give flight to selftaught artists with its gentle breezes, collect their work and handle them professionally in keeping with the strictest international standards. With passion, the museum explores that which lies outside the conventional boundaries, and it challenges traditional views of what is art, and what is not. This is pursued by enlightened people with the courage of explorers who are ready for anything, but trust their senses and their instinct for what is to come, while adversity vanishes into the void and oblivion

Citations, notes, etc.

1) Sólon Guðmundsson (1860–1931) of Ísafjörður in the West Fjords, was a widely-travelled mariner and labourer, a folk poet, and an innovator in house-building

2) Hrefna Sigurðardóttir (1920–2015) of Reykjavík was a painter, poet and musician (piano, guitar, organ, accordion)

3) William Rubin, ed. Primitivism in 20th Century Art I & II, (Museum of Modern Art 1984). An extensive study was carried out at MoMA on how 20th-century artists appropriated “primitive” art, and many examples are explored in the text and illustrations. Paul Gauguin was one of the first; he did not, however, imitate what he saw, but incorporated it into his paintings as part of the natural environment. Was he perhaps pointing the way ahead?

og eldra fólk sem fór á mis við sýningarnar í Nýlistasafninu og víðar fyrir aldamótin og síðast á tímamótaviðburðinum Yfir Bjartsýnisbrúna í Hafnarhúsinu í Reykjavík 2007, sýningu sem var skipulögð af Safnasafninu og listamennirnir í jöfnu kynjahlutfalli, lærðir sem leikir. Væri tilvalið að kynna í góðum sal verk eftir Svövu Skúladóttur og aðra myndhöfunda sem hafa þá fágætu eiginleika að sveigja viðhorf manna að fjölbreytileika hugmyndaflugsins. Menn mega ekki missa af gleðinni sem felst í því að uppgötva eitthvað nýtt, ekki síst ef það hefur hingað til verið talið óalandi, óferjandi, fráhrindandi og út í hött, því í þeirri uppgötvun bíður einstakt tækifæri til að frelsast undan oki vanans og hefðarinnar og ná sambandi við grasrótina

En hvað sem því líður þá mun Safnasafnið áfram blása þýðum vindum undir vængi sjálflærðra listamanna, safna verkum þeirra og sýsla um þau á faglegan hátt samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Það kannar af ástríðu það sem lifir utan viðurkenndra marka og ögrar hefðbundnum skoðunum á því hvað sé list og hvað ekki. Það starf er unnið af upplýstu fólki með hugrekki landkönnuða sem víla ekkert fyrir sér en treysta á skilningarvit og tilfinningu fyrir því sem koma skal, en andbyrinn hverfur út í tómið og gleymist

Tilvitnanir, skýringar, upplýsingar

1) Sólon Guðmundsson (1860–1931) Ísafirði, víðförull sjómaður og verkamaður, hagyrðingur, nýjungamaður í húsagerð

2) Hrefna Sigurðardóttir (1920–2015), Reykjavík, listmálari, ljóðskáld og hljóðfæraleikari (píanó, gítar, orgel, harmoníka)

3) William Rubin ritstjóri. Primitivism in 20th Century Art I & II, (Museum of Modern Art 1984). Viðamikil rannsókn fór fram í safninu (MoMA) á því hvernig lærðir listamenn 20. aldar notfærðu sér list „frumbyggja” og eru tekin margvísleg dæmi um það í texta og ljósmyndum. Paul Gauguin mun hafa verið með þeim fyrstu á vettvang, en hann stældi ekki það sem hann sá heldur felldi það inn í málverk sín sem hluta af því sem gat talist eðlilegt í umhverfinu. En vísaði hann ef til vill veginn?

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2022

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein, Sigríður Ágústsdóttir

Þýðing / Translation

Anna Yates

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Pétur Thomsen, Magnhildur Sigurðardóttir, Ljósmyndasafnið Ísafirði

Forsíða / Cover

Svava Skúladóttir

Hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

300

Eins og lesendur sjá er punktum sleppt í lok efnisgreina og ýmsum öðrum greinarmerkjum líka, en það er stílbragð höfundar sem fylgt er í þýðingu

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda

As the reader will observe, full stops (.) are not used at the end of paragraphs in this publication, and certain other elements of punctuation are also omitted. This usage is the author’s personal style, which is reflected in the translations

All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher

ISBN 978-9935-9517-4-8

Þakkir / Thanks

Safnasjóður

Gunnlaugur Jónasson

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við  Eyjafjörð. Höfuðmarkmið þess er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar VIII um Svövu Skúladóttur er áttunda sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located  at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main  objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy,  where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional  or self­taught artists. Showcase VIII on the works of Svava Skúladóttir is number eight in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserve

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.