
4 minute read
Bókasafn og fræðastofa Library and study centre
Í bókastofunni eru ógrynni fræðirita og bóka um flestar helstu listgreinar, svo sem myndlist, hönnun, arkitektúr, textíl og handverk. Fræðafólk og áhugamenn geta þar einnig fengið aðgang að upplýsingum um sýningarhald, safneign og rannsóknir Safnasafnsins á alþýðulist og sérstæðum listamönnum.
Í bókastofu Safnasafnsins eru í ár sýnd verk úr safneign. Eftir Huldu Vilhjálmsdóttur eru sýnd málverk, teikningar, bókverk og keramik, en auk þess eru þar myndverk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Bjargeyju Ingólfsdóttur
Advertisement
The museum library contains hundreds of books and vast source material about visual arts, design, architecture, textile and crafts. It also includes source material about the museum, its exhibitions since the outset, the collection and the museum’s own research on folk art and outsider artists.
On display in the library are works from the collection. Paintings, drawings, bookworks and ceramics by Hulda Vilhjálmsdóttir are on show, along with artworks by Erla Þórarinsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, and Hálfdán Björnsson [1933–2009].
Matthías og Þorvaldur eru af yngstu kynslóð myndlistarmanna og eru báðir úr Reykjavík. Á sýningu þeirra er stillt saman höggmyndum úr íslensku grágrýti og litríkum málverkum á krossvið.
Skúlptúrar Matthíasar bera með sér sterk höfundareinkenni, en hann hefur á undanförnum árum meitlað íslenskt grágrýti og kallað fram úr því kynjaverur. Grjótið verður í meðförum listamannsins að fullmótuðum karakter, einskonar líkneski, þar sem myndbreyting er meginstef. Í þessum fersku, en á sama tíma aldurslausu verkum, rennur eitt form inn í annað og oft eru mörkin milli manna, dýra og hluta óljós.
Þorvaldur hefur á síðustu 10 árum teiknað og málað frjóan og litríkan hugarheim sinn á viðarplötur. Í verkunum birtist flókið samspil náttúru, borgar og fantasíu, þar sem listamaðurinn skapar draumkennt sögusvið, eins konar útópíska veröld, fulla af lífi og rómantík, en á sama tíma með alvarlegan undirtón.
Matthías and Þorvaldur, who live and work in Reykjavík, represent the youngest generation of artists. In their joint exhibition are displayed Matthías’s sculptures chiselled from Icelandic basalt rock, in dialogue with Þorvaldur’s colourful paintings on plywood.


Matthías has in recent years been using basalt rock as his main material, bringing to light with his chisel strange and characterful creatures. The rock becomes in the hands of the artist a fully developed character, a totem of sorts, with metamorphosis as the leitmotiv. In these new, but at the same time ageless, works form is entangled with form, and the boundaries between man, animal and object become blurred and obscure.
Þorvaldur has for the last decade been drawing and painting his vivid and colourful visual world on plywood. His paintings manifest a complicated interplay of nature, city and fantasy, where the artist creates an illusory scene of action, a kind of utopia, full of life and romance, but at the same time with a solemn undertone.
Birta Guðjónsdóttir
Birta er myndlistarmaður og sýningarstjóri og býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur í gegnum árin verið öflug á fjölbreyttum vettvangi myndlistar, var m.a. safnstjóri Nýlistasafnsins og meðsýningarstjóri norræna listtvíæringsins Momentum. Birta vinnur í ýmsa miðla sem myndlistarmaður, en þó helst með samspil ljósmyndar og skúlptúrs. Sýning Birtu í Safnasafninu ber titilinn Táknskilningur og er unnin sem leið til aukinnar skynjunar á tengslum tákna, táknhelgi og líkamans. Þrívíðu verkin eru unnin úr jarðefnum og efnum sem tengjast líkamanum og eru sprottin af þörf fyrir að hand og myndgera samtal við gyðjur og verur sem búa innra með okkur.
Birta is a visual artist and curator, living and working in Reykjavík. Her many activities in the art field include being executive director of the Living Art Museum and cocurating the Nordic Art Biennial Momentum. As an artist Birta works in various media, mostly with the interaction of photographs and sculptures. Her exhibition at the Folk and Outsider Art Museum, titled Icon Skills, springs from a desire for increased perception of the relationship between symbols, symbolism and the body. The threedimensional works are made of clay and substances that are related to the body and are the result of the need to craft one’s way towards conversations with goddesses and creatures living within us.

Harpa Björnsdóttir
Harpa býr og starfar í Reykjavík. Harpa vinnur í þá efnismiðla sem henta viðfangsefni hennar hverju sinni, hefur gert málverk, vatnslitamyndir, grafík, skúlptúra og vídeó í gegnum árin, en undanfarin ár unnið mest með ljósmyndir og innsetningar. Mörg verka hennar fjalla um starf listamannsins, listasöguna og eðli listsköpunar. Verkið FÓRN er hugleiðing um karlmennskuna og þær fórnir sem stundum eru færðar í nafni hennar.
Harpa lives and works in Reykjavík. She has worked in various materials, each time choosing the media that best suit the concept of her work, be it painting, sculpture, video, or as on this occasion photographs and installation. Many of her works address the role of the artist, art history and the nature of creativity. The inspiration for Harpa’s work SACRIFICE springs from the numerous Greek and Roman statues found in museums around the world, showing perfect male bodies, but with one vital body
Ragnheiður Ragnarsdóttir & Sigríður Ágústsdóttir
Ragnheiður hefur unnið verk sín í ýmsa miðla í gegnum tíðina, en þó aðallega gert innsetningar þrívíðra hluta, málverk og ljósmyndir. Ragnheiður sýnir að þessu sinni olíumálverk og ljósmyndir.
Sigríður hefur unnið leirlistaverk sín með fjölbreyttum aðferðum, en þau keramikverk sem Sigríður sýnir að þessu sinni eru handmótuð með pylsuaðferðinni, lituð með málmoxíðum sem þrýst er í leirinn á meðan hann er rakur og síðan glittuð. Ragnheiður og Sigríður kalla sýningarsamstarf sitt Vorlaukar.
Ragnheiður has worked in different media during the years, mainly installations with three dimensional objects, paintings and photographs. On this occasion she shows paintings and photographs.

Sigríður has experimented with different clay and glazing techniques over the years. This time she displays works that are handcoiled, coloured with metal oxides that are pressed into the clay when leatherhard, and finally burnished. Ragnheiður and Sigríður name their collaboration Spring Bulbs.
Aðalheiður Eysteinsdóttir
Aðalheiður býr og starfar á Siglufirði og í Freyjulundi í Hörgársveit við Eyjafjörð.
Í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefur hún síðustu ár haldið úti öflugu menningarstarfi með fjölbreyttum viðburðum árið um kring.
Verkið Flæðilína – 2017 er unnið sérstaklega fyrir Safnasafnið og tileinkað stofnendum þess.
Aðalheiður lives and works in Siglufjörður in North Iceland, and also has a home and studio in Freyjulundur, close to Akureyri. In Siglufjörður she established a culture institution, Alþýðuhúsið, inviting artists to exhibit, and is also organizing concerts and lectures all year around.
Aðalheiður’s work, Flowline – 2017, was made especially for the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and is dedicated to its founders.