Sýnisbók safneignar / Showcase

Page 1

Sýnisbók safneignar Showcase

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar Showcase

/ Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Safnasafnið

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

www.safnasafnid.is

© Safnasafnið 2016

Ritstjóri / Editor

Unnar Örn J. Auðarson

Sýningarstjórn / Curating

Níels Hafstein, Unnar Örn J. Auðarson

Formáli / Prologue

Níels Hafstein

Texti um listamenn / Text about the artists

Níels Hafstein, Harpa Björnsdóttir

Þýðing / Translation

Anna Yates

Prófarkalestur / Proofreading

Harpa Björnsdóttir

Ljósmyndari / Photographer

Pétur Thomsen

Grafísk hönnun / Design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / paper

G Print 170 gr. Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

500

Heimildir sem vitnað er í / Literature references

Elsa E. Guðjónsson, Íslenskur útsaumur, Veröld, Reykjavík, 1985.

Frank Ponzi, Ísland á nítjándu öld: leiðangrar og listamenn, Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1986.

Frank Ponzi, Í sland á átjándu Öld, Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1980. Hörður Ágústsson, Dómsdagur og helgir menn á Hólum, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 1989.

Selma Jónsdóttir, Byzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu, Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1959.

Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili, JPV, Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík, 2005.

Sýnisbók safneignar Showcase

Arnar Herbertsson / Atli Viðar Engilbertsson

Ásta Ólafsdóttir / Birgir Andrésson

Björn Líndal Guðmundsson / Dieter Roth

Elísabet Geirmundsdóttir / Elsa D. Gísladóttir

Guðjón R. Sigurðsson / Halldóra Kristinsdóttir

Hannes Lárusson / Hildur K. Jakobsdóttir

Hildur Hákonardóttir / Hrefna Sigurðardóttir

Jóhanna Jóhannsdóttir / Kees Visser

Laufey Jónsdóttir / Magnús Pálsson

Ólafur Lárusson / Ragnhildur Stefánsdóttir

Svava Björnsdóttir / Svava Skúladóttir

Sæmundur Valdimarsson / Þór Vigfússon

Þórður Valdimarsson

Þeir sem fylgjast með myndlist á Íslandi ganga að því vísu að Safnasafnið haldi sýningar á alþýðulist þjóðarinnar. Safnið nærir lifandi þræði sem spunnir eru úr sjálfsprottnum eiginleikum, einlægni og virðingu fyrir náttúru landsins.

Það varðveitir mikinn fjölda listaverka, kannar þau og miðlar upplýsingum til þeirra sem líta út til jaðranna þar sem notaleg sérviska og eðlishvöt gefur tóninn í bland við íhygli og hugvitssemi. Safnið tók að sér það mikilvæga verkefni að hlú að myndlist sem sköpuð er á óvæntum stöðum og fær lífmagn úr frjóum jarðvegi, hvort heldur sem hún er búin til af lærðum eða leikum, en Íslendingar hafa ætíð verið naskir að vinna úr kveikjum sem spretta af falslausu hjartalagi, þótt þeir hafi ekki alltaf verið í takt við nývakta tísku eða fylgt straumum af ýmsu tagi vegna fámennis og fjarlægðar.

Miðlægt viðfang

Miðaldir

Þannig háttaði til í Evrópu á miðöldum að flestir myndlistarmenn teiknuðu skakkt því þeir urðu að reiða sig á sjónina og reynslu kynslóðanna. Það var ekki fyrr en í endurreisninni á 15. öld að þeir áttuðu sig á fjarvídd og fengu aðgang að innviðum líkamans og formgerð vöðva, hvernig þeir virkuðu og hvað lá að baki hreyfingu þeirra. Það er því nokkur tilætlunarsemi að íslenskir myndlistarmenn ættu að hafa kunnað meira fyrir sér þá heldur en gerðist í öðrum löndum. Hitt er eðlilegra, að gera kröfur um sannleik og heiðarleik og að upplýst sé um viðurkenndar staðreyndir; að frá upphafi vega hafi alþýðulist verið kjarni sköpunar hjá stórum sem smáum þjóðum og að hún eigi sér rætur svo langt aftur í forneskju að það megi kalla hana fyrstu nútímalistina, búin til í hellunum í Pech Merle, Lascaux og Altamira. Samhengið í íslenskri listasögu á sér þess vegna ekki upphaf í skólasetu ungmenna í Kaupmannahöfn á síðasta fjórðungi 19. aldar og þaðan í órofa línu inn í 21. öld, heldur á landnámstíma Íslands.

Í Laxdælu segir af refilsaumuðum veggdúkum á skálaveggjum og hafa þeir vafalaust haft mikil áhrif á ímyndunarafl fólks, ekki síst barna. Myndútskurður var í hávegum hafður á biskupsstólnum að Hólum í Hjaltadal á öðrum áratugi 12. aldar, eins og listmálarinn og fræðimaðurinn Hörður Ágústsson sýndi fram á með eftirgerð í bók sinni Dómsdagur og helgir menn á Hólum, 1989. Byggði hann tilgátu sína á rannsókn Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar frá 1953 og doktorsritgerð Selmu Jónsdóttur listfræðings, en bók hennar Býzönsk dómsdagsmynd í Flatatungu kom út 1959 og markaði tímamót. Dómsdagsmyndin var á vesturvegg Hólakirkju, um 2.8 metrar á hæð og 8.6 metrar á breidd, alls 24 fermetrar, skorin út á sléttum fleti, en aldirnar og síðari tíma notkun hefur afmáð ummerkin um litadýrðina.

Til eru hlutar af veggtjöldum í höfuðkirkjum þar sem sett eru fram minni úr kristni og lesa má um í bók Kristjáns Eldjárns Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962. Margt hefur glatast, en í fornum handritum eru lýsingar sem taka af allan vafa um ágæti listaverka sem þjóðin átti lengi, og á jafnvel enn. Í máldögum kirkna og annálum er fjallað um myndrænar arfleifðir fram eftir öldum. Út hafa komið niðurstöður viðamikilla rannsókna sem sanna að hér hafi verið ágætir myndlistarmenn forðum, samanber bókina Mynd á þili, 2005, eftir Þóru Kristjánsdóttur, list­ og sagnfræðing. Þá lagði textíl­ og sagnfræðingurinn Elsa E. Guðjónsson fram þá tilgátu í bók sinni Íslenskur útsaumur, 1985, að ákveðnar konur frá eldri tímaskeiðum gætu verið höfundar að ómetanlegum verkum. Þyrfti að rannsaka þau nánar og setja niðurstöðurnar inn í rétta listasögu þjóðarinnar er tímar líða. Margir miðaldafræðingar hafa rannsakað listsköpun ákveðinna tímabila og

I

birt niðurstöður sínar í tímaritum og á netinu, en athygli vekur að listfræðingar eru varla sýnilegir í umræðunni, einna helst í sýningarskrám. Mörg verkefni bíða rannsóknar í nýrri tíma sögu og vert að gefa þeim gaum í ríkara mæli en nú er gert.

Mikilvægir fletir

Frank Ponzi, listfræðingur, skrifaði tvær bækur sem gott er að hafa í huga þegar litið er á stöðu íslenskrar myndlistar: Ísland á 19. öld, Leiðangrar og listamenn, 1980, og Ísland á 18. öld, 1986. Í formála fyrri bókarinnar nefnir hann mikilvæg en óbein framlög vísindamanna til myndlistar í Evrópu, náttúrufræðinga og kortagerðamanna sem drógu upp myndir af bæjum og þorpum á Íslandi, fyrirbærum og sérkennum í landslagi. Þær rötuðu síðan inn á fræg söfn í heimalöndum þeirra. Í fyrri bókinni eru myndir eftir tvo listamenn sem varpa ljóma á landið: fíngerðar ætingar og steinþrykk eftir George S. Mackenzie og næfar ævintýramyndir eftir Frederich H. L. Thienemann, sem ljóma af einlægni og æsku og kallast fallega á við íslenska samtíma alþýðulist. Í síðari bókinni eru draumkenndar ævintýramyndir eftir Nicholas Pocock, reyndar á skjön við veruleikann, en vera má að þær hafi tekið breytingum í yfirfærslu prentsmiða við fjölföldun þeirra. Frank Ponzi talar um nærsýnisskekkjur manna sem líta á list hvers samtíma sem algilda niðurstöðu, að allt sem á undan er gengið sé eðlilegur aðdragandi að hámarki listsköpunar þeirra sjálfra. Þetta kom berlega í ljós þegar Abstract­stefnan skall á eftir síðari heimsstyrjöld. Þá var sagt að hennar væri þörf til að skýra línurnar og hreinsa til, en að jafnframt væri hún endapunktur myndlistarinnar, að lengra yrði ekki komist! En kannski er eðlilegra að álykta að margir myndlistarmenn hafi hvorki haft ástæðu til að fjalla um afleiðingar stríðsins né búið yfir því siðferðisþreki sem til þurfti. Upphaf Abstract­stefnu er auðvitað mun eldra, rakið til strangflatarmálverka pólsk­rússneska listamannsins Kazimir Malevich sem sýndi Svartan ferning á hvítum grunni árið 1915 og Hvítt á hvítu árið 1918. Þar á eftir má nefna Tableau 1, 1921 eftir hollenska málarann Piet Mondrian og jafnvel verk Finns Jónssonar listmálara frá 1924. Nú skýtur Abstract helst upp kolli í Minimalisma og verkum grafískra hönnuða. En rétt er líka að nefna í þessu samhengi að konur í Bandaríkjunum saumuðu bútasaumsteppi á 18. og 19. öld sem eru eingöngu byggð upp á formum og litum, en þau hafa ekki ratað inn í listasögubækurnar, kannski vegna notagildisins –og lýsir ákveðnu tómlæti gagnvart listsköpun kvenna.

Tjáningarfrelsi

Nú er tími forsjárhyggju liðinn á vesturlöndum og myndlistarmenn gera það sem þeim sýnist, því engin sérstök liststefna er ríkjandi eins og áður. Íslenskir listamenn hafa margt sér til ágætis sem laðar fólk að verkum þeirra: kímni, hugvits­

semi, ljóðakennd og litbrigði. Þeir vinna úr fjölbreytilegum hugmyndum í margvísleg efni og eru duglegir að koma sér á framfæri. Sumir leita á vit vísinda og tækni og þróa myndmál sem gæti átt leið með þeim inn í framtíðina, nokkrir fara út fyrir rammann inn að gafli leiklistar eða tónlistar og aðrir nýta tilfallandi hugmyndir í alls kyns eftirvinnslu. Sjálflærðir listamenn verða sífellt öruggari með sig og takast á við krefjandi verkefni, ekki síst vegna athyglinnar sem þeir fá og lofsyrða sem gleðja þá og örva til dáða.

Gagnagrunnur

Íslensk Listasaga sem gefin var út í 5 þykkum bindum árið 2011 er fjarri því að standa undir nafni, hvað þá fagmannlegum heiðri, með tilliti til þess að framan við hana vantar um 1.000 ár, rannsóknir fyrrgreindra fræðimanna og annarra sem hafa fjallað um eldri list þjóðarinnar með greiningu, rýni og skrifum, og þá listamenn sem hafa skarað framúr ýmsum þeim sem í hinni nýútgefnu listasögu er hampað. Hnífnum er þannig brugðið á óslitinn þráð íslenskrar myndlistarsögu, þegar mikilvægara væri fyrir þjóðina að verjast einsleitni og staðsetja sig með sannfærandi hætti í heimsmenningu þar sem samfélagsmiðlar leika aðalhlutverk, ásamt ótvíræðri kröfu um að setja réttar stærðir í samhengi og sannleikann ofar hverri kröfu. Nauðsynlegt er að forma stafrænan gagnabanka þar sem villur í útgáfu Íslenskrar Listasögu yrðu leiðréttar og þróunin tilgreind í tímalínu, svo sem frumlegt sýningarhald í einkareknum rýmum, og sagt frá brautryðjendum sem höfðu mótandi áhrif á síðustu öld – og hafa enn. Myndlistarráð væri líklega réttur vettvangur fyrir þennan gagnagrunn.

Samanburður

Safnasafnið tók frumkvæði í söfnun og umsýslu alþýðulistaverka í byrjun aldarinnar með því að koma sér upp sérhönnuðu 16 þátta greiningarkerfi, Hringferli myndlistar, til að nota við val á listaverkum og tölvuskráningu þeirra. Í þeirri hugmyndavinnu kom óvænt í ljós að margir myndlistarmenn sem hafa lokið námi heima og erlendis skapa vitandi eða óafvitandi út frá forsendum sjálflærðra listamanna. Verk þeirra falla undir einn eða tvo þætti kerfisins eins og þeir hefðu sérstaklega verið sniðnir að þeim! Þetta kallar á nýjar skilgreiningar, því auðséð er að orðið alþýðulist gagnast ekki eins vel og áður og hefur reyndar verið til trafala. Þá þarf að svara áleitinni spurningu: hvers vegna er barnslegur næfur listamaður metinn öðruvísi en hinn lærði sem vinnur á svipaðan hátt?

Safneign

Safnasafnið var sett á laggirnar 17.2. 1995 og var fyrst á heimili stofnenda í Reykjavík og frá 3.1. 1998 í Þinghúsinu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, en frá 2007 í eigin byggingu áfastri því. Stofnendurnir, Níels Hafstein myndlistarmaður og Magnhildur Sigurðardóttir geðhjúkrunarfræðingur, fluttu um 1.200 listaverk með sér norður, en nú skiptist safneignin í tvennt. Annars vegar grunndeild með 6.002 verkum eftir 322 höfunda, hins vegar sérdeild um arfleifð Þórðar Valdimarssonar, svo kölluð Kikó Korriró­stofa með um 120.000– 130.000 teikningum. Vitað er um arfleifðir margra góðra listamanna sem fengur væri að fá til varðveislu, rannsóknar og kynningar, þar af eru tveir erlendir listamenn sem ílengdust á Íslandi, annar í hárri elli, hinn er látinn.

Safnasafnið mun á næstu árum gefa út bækur sem leggja áherslu á að listasaga Íslands felst að hluta til í framlagi sjálflærðra listamanna og hvernig það framlag skarast á við nútímalist hverju sinni. Hin frjóa, sjálfsprottna list er sífelldur aflvaki nýrra hugmynda og leiðir sýningarstjóra safnsins oft fram á ystu nöf með frumlegar útfærslur sem vekja verðskuldaða athygli og hafa síast hægt og rólega inn hjá öðrum sem svipast um víða og vilja glæða starfsemi sína nýju lífi.

II

Sýnisbók safneignar

Ákveðið var að leggja áherslu á söfnunarstefnuna í fyrstu sýnisbók safnsins og hafa jafnt hlutfall lærðra sem leikra listamanna og fjölda kvenna og karla hinn sama. Hér er þó ekki um úrval að ræða heldur verk sem eiga erindi á þessum vendipunkti og hafa mörg hver áður verið á sýningum í sölum safnsins. Með þessu móti skapast spenna með jákvæðum formerkjum þar sem áhorfendur geta velt fyrir sér nálgun sýningarstjóranna, hvernig þeir kjósa að kynna hugmyndir sínar og laga þær að hverju rými fyrir sig. Til að undirstrika fjölbreytni og nýstárleg sjónarmið er samtímis varpað ljósi á önnur verk sem til sýnis eru í safninu og munu væntanlega gleðja augu gesta.

Verkin sem Safnasafnið varðveitir, keypt og gefin, eru nokkuð góður þverskurður af myndlistinni í landinu: bókverk, fjölfeldi, gjörningar á dvd, hekl, hljóðgjafar, hönnun, innsetningar, keramik, klippiverk, lágmyndir, leirverk, ljósmyndir, málverk, mósaík, skúlptúrar, postulín, prjón, tálguverk, teikningar af ýmsu tagi, tússmyndir, tölvuprent, útsaumur, útskurður, vatnslitamyndir, vefnaður og þrykk. Er reynt að sýna sem mest úr safneigninni á hverju ári og sú regla höfð í heiðri að gjafaverk fari á sýningar innan tveggja til þriggja ára og séu auk þess sýnd með reglulegu millibili til að halda nöfnum höfundanna á lofti. Eignin er gnægtabrunnur sem sótt er í af forvitni með endurnýjun í huga og verkin skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Leitast er við að uppgötva áður óþekkta fleti á þeim til að setja í nýtt og óvenjulegt samhengi og gefa þannig gestum safnsins aðgang að því sem er frábrugðið, tímalaust og eftirtektarvert.

A central subject

Those who take an interest in art in Iceland can rely on Safnasafnið – the Icelandic Folk and Outsider Art Museum – to stage exhibitions of Iceland’s folk art. The museum nurtures living threads which are spun of spontaneous qualities, sincerity and respect for Icelandic nature. The museum has a large collection of works of art; research is carried out on these works, and the findings disseminated to those who are interested in the peripheral – informed by a comfortable eccentricity and impulsivity combined with reflection and resourcefulness. The museum has undertaken the important task of tending to art that has been created in unusual circumstances and derives its potency from fertile earth – whether made by professional or self-taught artists; Icelanders have always had a talent for working with the spark which emerges from a spotless mind – although they have not always been in step with the latest trends and developments, being so few, and so far away from the outside world.

Middle Ages

In Europe in the Middle Ages, most artists drew “incorrectly,” reliant as they were on their own eyes and age-old tradition. It was not until the Renaissance in the 15th century that they fathomed the rules of perspective and learned about human anatomy and the structure of muscles, how they worked and the mechanisms of movement. It would thus be presumptuous to expect Icelandic artists to have had more knowledge than those in other countries. On the contrary, it is more natural to require truthfulness and honesty – and recognition of established facts: that from time immemorial folk art has been a natural phenomenon among nations, large and small. And its history extends so far back in time that it may be termed the first contemporary art – in the caves of Pech Merle, Lascaux and Altamira. The continuous thread of Icelandic art history thus does not commence with the academic training of a few young Icelanders in Copenhagen in the last quarter of the 19th century, and lead in an unbroken progression through the 20th century and into the 21st. No, it begins with the settlement of Iceland around 900 AD.

Laxdæla Saga tells us of wall-hangings in a hall, embroidered in laid-and-couched work; no doubt these stimulated the imagination, especially that of children. In the second quarter of the 12th century, woodcarving was a prized art form at the episcopal seat at Hólar in north Iceland, as revealed by artist/ scholar Hörður Ágústsson in his book Dómsdagur og helgir menn á Hólum (Last Judgement and Saints at Hólar), published in 1989, based on research by archaeologist Kristján Eldjárn in 1953 and the doctoral research of art historian Selma Jónsdóttir. Her findings, published in 1959 in Býzönsk dómsdagsmynd í Flatatungu (published in English as An 11th Century Byzantine Last Judgement in Iceland ), were revolutionary. A Last Judgement 2.8 metres high and 8.6 across, totalling 24 m², formerly adorned the west wall of Hólar Cathedral. Carved into the surface of wooden boards, the Last Judgement was once brightly coloured, but time and repeated re-use of the boards have worn away all trace.

Fragments of wall-hangings and other textiles from churches have survived, in which Christian themes are depicted: see Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni (A Hundred Years of the National Museum of Iceland – with English summary) 1962. Much is lost, but written descriptions clearly establish that fine works of art existed for a long time – and some of them survive. Church cartularies and annals document the heritage of visual arts over the centuries, and findings of extensive studies have been published, demonstrating that Iceland had excellent artists in olden times – for instance Mynd á þili (Painting on a Panel – with English summary) by art historian Þóra Kristjánsdóttir, published in 2005. Textile scholar Elsa E. Guðjónsson hypothesised in her Íslenskur útsaumur (published in English

I

as Traditional Icelandic Embroidery) that certain identified women in history may have sewn certain priceless embroideries. This subject should be explored further, and in due course placed in its correct context in the history of Icelandic art.

Many medievalists have studied the art of certain periods and published their findings in journals and online – but it is striking that art historians play almost no part in this discourse, except occasionally in exhibition catalogues. Many subjects in latter-day history have yet to be researched – and they deserve more attention than they have hitherto received.

Important aspects

Art historian Frank Ponzi wrote two books which cast an interesting light on Icelandic art: 19th -century Iceland – Artists and Odysseys (1980) and 18th -century Iceland (1986). In the foreword to the former, the author refers to the important, though indirect, contribution of scientists to visual art in Europe: natural scientists and cartographers drew pictures of Icelandic farms, villages and landscapes on their travels, that those drawings ultimately found their way into museums and collections in the visitors’ home countries. Ponzi’s book on the 19th century includes pictures by two artists which depict Iceland in a radiant light: delicate etchings and lithographs by George S. Mackenzie, and naïve fantastical images by Frederich H. L. Thienemann which glow with youth and sincerity, and interact beautifully with Icelandic folk art of the time. The book on the 18th century includes dreamlike fantastical images by Nicholas Pocock – not accurate, but perhaps the images were altered in the process of preparation for mass production by printers. Frank Ponzi discusses the short-sightedness that tends to be manifested in seeing the art of one’s own time as universal – while all that went before simply paves the way to the high point achieved in the present moment. This tendency was seen, for instance, when abstract art raised its head after World War II. The abstract was said to be essential in order to clarify and simplify – but it was also said to be the ultimate art – after which no further development was necessary or possible! But perhaps it is more natural to conclude that many artists had no reason to draw conclusions about the consequences of the war, nor did they have the moral strength required. The roots of the abstract lie, of course, much further back, with the paintings of Polish-Russian artist Kazimir Malevich, who exhibited his Black Square in 1915 and White on White in 1918. This was followed in due course by such works as Tableau 1 (1921) by Dutch artist Piet Mondrian, and even the work of Icelandic artist Finnur Jónsson after 1924. Today the abstract is confined mainly to minimalism and the work of graphic designers. And to underline this point, women in the USA were making patchwork quilts of geometrical design in

the 18th and 19th centuries – but these have never found their way into art books, perhaps because they were classified as functional works of craftsmanship. And the casual dismissal of women’s art was no doubt a factor.

Freedom of expression

The time of paternalism is now long gone in the western world, and artists do whatever they want – for there is no single dominant artistic trend as in the past. Icelandic artists have much to offer which attracts people to their work: humour, inventiveness, lyricism and colour. They work with a wide range of ideas, in diverse materials, and they are energetic in promoting their work. Some look to science and technology and develop an imagery which may accompany them into the future; others step outside the box and align themselves with drama or music, or apply random ideas for all kinds of further development. Self-taught artists grow ever more confident and undertake demanding tasks – not least due to the attention they receive and the praise which delights them and encourages them to go on.

Database

Íslensk Listasaga, a history of Icelandic art published in five weighty volumes in 2011, is far from living up to its name –or to professional standards, if we consider that about a thousand years are missing from the beginning of the history. Also absent is the research carried out by the above-mentioned scholars, and others who have explored older Icelandic art in analysis, critique and writing – and the artists who excelled certain others who feature in the book. The unbroken thread of Iceland’s art history is thus cut, when it would make more sense to avoid uniformity and place Iceland convincingly in global culture, where social media are in the leading role. The correct quantities must be placed in context, and truth must be placed above all other demands. It is necessary to create a digital data bank in which the errors in the History of Icelandic Art would be corrected, and the process of development would be shown in a timeline – for instance inventive exhibitions in privately-run spaces. The pioneers who had such formative influence in the twentieth century – and still do – would be mentioned. Myndlistarráð (the Art Council) would probably be the best guardian of such a database.

II

Comparison

At the beginning of the 21st century, the Icelandic Folk and Outsider Art Museum took the initiative in collecting and managing works of folk art, by creating a 16-point system of analysis – the Elliptical Path of Visual Art, which is applied in the selection and computer cataloguing of works of art. The development process revealed that many artists who have completed formal training in Iceland or elsewhere are, consciously or unconsciously, working within the creative parameters of self-taught artists. Their art falls within the terms of two of the points in the system, as if tailor-made! This leads to a need for redefinition – as it is clear that the term folk art (Icelandic alþýðulist) is less relevant than in the past – and in fact it has proved a hindrance. And a compelling question demands an answer: why is a naïve artist judged differently from a trained artist who works in a similar way?

Collection

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum was founded on 17 February 1995, initially in the home of the founders in Reykjavík. From 3 January 1998 it was housed in the old local assembly building at Svalbarðsströnd in Eyjafjörður, north Iceland, and since 2007 in its own space, built on to the older building. About 1,200 works of art were taken to the north by the founders, artist Níels Hafstein and his wife Magnhildur Sigurðardóttir, a psychiatric nurse. Today the collection comprises two parts: a general collection of 6,002 works by 322 artists, and the Kikó Korriró collection, an archive of between 120,000 and 130,000 drawings by Þórður Valdimarsson. Archives of many excellent artists are in existence, which the Museum would be delighted to undertake to preserve, study, and promote. These include the works of two foreign self-taught artists who made their homes in Iceland – one of whom is now in old age, the other deceased.

The Museum will in the coming years publish books which emphasise that Iceland’s art history consists partly in the contribution of self-taught artists – and how that contribution overlaps with the contemporary art of the time. Such art sparks new ideas – and sometimes it leads the Museum’s curators to the very brink in their imaginative presentation –attracting well-deserved attention, and have gradually percolated into the perceptions of others who look around, seeking to enliven what they are doing.

Collection Showcase

In the first of the Museum’s Showcases the focus is on the collection policy – including equal numbers of trained and self-taught artists, and as many men as women. The works included do not represent, however, a “selection.” They are pieces that have relevance at this turning-point, many of which have previously been exhibited in the Museum’s shows. Thus a certain suspense is established – on positive terms – inviting visitors to consider the approach of the curators: how they choose to present their ideas and adapt them to each space. In order to underline diversity and innovative perspectives, light is also shed on other works on display which visitors will no doubt enjoy.

The works which the Folk and Outsider Art Museum has in its keeping, whether purchased or donated, comprise a fair cross-section of art in Iceland: book art, bas-reliefs, carving, ceramics, collage, computer images, crochet, design, drawings of diverse kinds, embroidery, installations, knitting, mosaic, multiples, paintings, performance art on DVD, photography, porcelain, pottery, prints, sculpture, sound sources, tusch drawings, watercolours, weaving and woodcarving.

The objective is to exhibit each year as much of the collection as possible, upholding the principle that works donated to the Museum are placed on exhibition within two to three years – and that they are promoted regularly in order to ensure that the artists’ names become known. The Museum’s collection is a cornucopia into which we plunge with curiosity, aiming for renewal and examining the works from different viewpoints. We strive to see new aspects of them, and place them in the context of that which is more familiar, and offer visitors access to something which is different, timeless and interesting.

Atli fæddist 1961 á Árbakka við Tindilmýri á Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi. Fjölskyldan flutti til Hólmavíkur 1987, en þaðan fór Atli til Akureyrar árið 2000 og býr þar enn. Hann vann almenn sveitastörf, í frystihúsi og við nýbyggingar, en hefur undanfarin ár unnið að myndlist. Innan við tvítugt fór hann að hnýta skópör úr baggaböndum og netagirni, bjó til klippimyndir, skrifaði nokkrar smásögur og seldi í ljósriti, samdi rokklag á plötuna Húsið og tók þátt í N-ART, sýningu norrænna fjöllistamanna sem haldin var í Reykjavík. Þá hafa listaverk hans verið sýnd m.a. í Safnasafninu, Handverkshátíðinni á Hrafnagili, Hafnarborg og á Alþjóðlegu textílsýningunni á Kjarvalsstöðum 2004. Atli hefur þróað sérstæðan stíl, endurvinnur efni og hefur m.a. búið til karla og konur úr bylgjupappa sem vakið hafa mikla athygli. Atli Viðar skrifar í fjölmiðla, semur tónlist, spilar á gítar, bassa og trommur. Árið 2013 var hann kjörinn listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra og um svipað leyti var leikrit hans Skyrturnar sett á svið í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit. Verk Atla hafa verið kynnt í Safnasafninu og voru á sýningu úr safneign þess í Korundi­safninu, Rovaniemi í Finnlandi 2013.

16 verk í safneign Safnasafnsins

Atli was born in 1961 on a farm in the West Fjords, and in 1987 moved with his family to the village of Hólmavík. In 2000 Atli moved to Akureyri, the main town of north Iceland, where he lives today. He has worked on farms, in a freezing plant and in construction, and in recent years he has been working on his art. In his teens he started to make shoes of macramé using nylon rope and fishing-net yarn. He has made collages, written short stories of which he sold photocopies, written a rock song for an album, Húsið, and taken part in N-ART, an exhibition in Reykjavík by Nordic mixed-media artists. His work has been shown at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, the Hrafnagil Crafts Exhibition, Hafnarborg – the Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art, and in an international textile exhibition at the Reykjavík Art Museum in 2004. Atli has developed a personal style in which he reuses materials and makes works inspired by fashion collections. He has also made a number of male and female figures of corrugated paper, which have attracted much attention. Atli Viðar writes in the press, composes music and plays guitar, bass and drums. In 2013 he was selected Artist of the Festival at Art without Borders, and at about the same time his play The Shirts was staged at the Freyvangur Theatre in Eyjafjörður. Works by Atli have been showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and were among the pieces from the Museum’s collection exhibited in 2013 at the Korundi Museum in Rovaniemi, Finland.

16 works in the Museum’s collection

Fjölskylda / Family, 2011. Bylgjupappi / Corrugated paper. Hæð / Height: 78cm. Næstu síður / Following pages.

Veggprýðisskór – Pretty Shoes for the Wall, 1987–2010.

Baggabönd, ýmis textílefni / Nylon rope, textiles.

Fjólublátt par / Violet pair: 28 cm. Grænt par / Green pair: 34 cm.

Atli Viðar Engilbertsson [1961]

Björn Líndal er rótgróinn Húnvetningur, fæddur að Laufási í Víðidal. Hann langaði sem ungur maður að læra til smiðs, en gat ekki látið þann draum rætast. Björn var meðal annars í vinnumennsku hjá föður sínum, eða á hans vegum hjá öðrum til 1940, en keypti þá jörð og stundaði hefðbundinn búskap til 75 ára aldurs. Eftir það flutti hann á sjúkrahúsið á Hvammstanga, en vildi vera sjálfs sín og keypti árið 1990 lítinn bæ handan götunnar. Þar byrjaði hann að saga út karla og konur, yfirleitt pör, sem hann seldi eða gaf eftir aðstæðum. Helsta einkenni mannamynda Björns er barnslegt útlit, opinn og hreinskilinn andlitssvipur, einfalt snið og hófsöm litanotkun. Þegar Björn hafði gert lítinn hóp karla og kvenna og stillt þeim upp á hillu hjá sér, kvörtuðu kvenfélagskonur sem heimsóttu hann undan því að fólkið hans væri með allt of langa hálsa og að hann þyrfti að mála það í fjörlegri litum. Björn bar þetta álitaefni undir stofnendur Safnasafnsins sem ráðlögðu honum að hafa alla afskiptasemi að engu og skapa samkvæmt eigin hugmyndum –varð hann feginn þeirri hvatningu. Þessa fyrstu hillubúa keypti Safnasafnið af Birni og smám saman fjölgaði í hópnum, því á næstu árum gaf Björn safninu fleiri verk til viðbótar. Verk Björns komu fyrst fyrir augu almennings á sýningunni Í hjartans einlægni, sem sett var upp í Nýlistasafninu 1991. Þau hafa margoft verið kynnt í Safnasafninu, voru á sýningu þess Yfir Bjartsýnisbrúna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 2003, og á sýningu úr safneign Safnasafnsins í Korundi­safninu, Rovaniemi í Finnlandi 2013.

71 verk í safneign Safnasafnsins

Björn Líndal was from Víðidalur in north Iceland. He wished in his youth to train as a carpenter, but was unable to pursue that dream. He worked as a farmhand for his father and others until 1940, when he bought a farm, then farmed in his own right until he was 75, when he went into the hospital in Hvammstangi. In 1990, seeking to be independent, he bought a small farmstead across the road from the hospital, where he started sawing out figures of men and women (generally couples), which he either sold or gave as gifts. The striking aspects of Björn’s figures are childlike features, with an open and frank expression, simple shapes and muted colour palette. When Björn had made a number of men and women and displayed them on a shelf, ladies from the Women’s Institute complained that the necks were too short, and suggested that Björn should use brighter colours. Björn consulted the founders of the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, who advised him to ignore all such interference and work according to his own ideas. He was pleased to hear this. Those first shelf-dwellers were purchased by the Museum, and their number gradually grew, as he subsequently presented more works to the Museum. Björn’s works were first shown in public in 1991 in the exhibition From the Heart at the Living Art Museum. They have often been showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum. They were in the Museum’s exhibition Across the Bridge of Optimism at the Reykjavík Art Museum in 2003, and an exhibition from the Museum’s collection in 2013 at the Korundi Museum in Rovaniemi, Finland.

71 works in the Museum’s collection

Án titils – Untitled, 1990–1993. Viður, málning / Wood, paint. Hæð / Height: 21 til / to 66,5 cm.

Björn Líndal Guðmundsson [1906–1994]

Elísabet fæddist í Innbænum á Akureyri og ólst þar upp. Snemma varð ljóst að hún var gædd fjölbeyttum hæfileikum, samdi ljóð sem hrifu fólk og lög sem hún fékk nótnaskrifuð fyrir sig. Hún var sjálfmenntuð að mestu í myndlist en lét það ekki aftra sér í neinu, sótti leir upp í Hamraborgir sunnan Akureyrar, bjó til stóra skúlptúra í garði sínum, málaði myndir og formaði ýmsa hluti, meðal annars gifsafsteypur af fólki í þjóðbúningum til að afla sér tekna. Þá bjó hún til styttur úr snjó sem vöktu athygli fjölmiðla og drógu fólk að. Árið 1989 gaf Félag kvenna í fræðastörfum, Delta Kamma Gamma, út bók um Elísabetu sem bar titilinn Listakonan í fjörunni. Þar rakti Edda Eiríksdóttir ævi Elísabetar og listsköpun í máli og myndum. Þegar Elísabet var 35 ára gömul veiktist hún og reyndist vera með æxli í heila. Hún missti sjón á öðru auga, en þrátt fyrir kvalir bar hún harm sinn í hljóði og einbeitti sér að starfi sínu og nýtti tímann vel. Þá varð hún fyrir öðru áfalli, óprúttnar konur í Reykjavík hunsuðu höfundarrétt hennar og tóku afsteypur af þjóðbúningastyttunum til að selja þar syðra og hagnast á þeim. Verk Elísabetar hafa verið kynnt í Safnasafninu og stór minningarsýning um Elísabetu var sett upp í Listasafninu á Akureyri árið 2015.

8 verk í safneign Safnasafnsins

Elísabet was born and brought up in Akureyri, north Iceland. From an early age she displayed diverse talents: she wrote affecting poetry, and composed music, which she had put down in musical notation. Largely self-taught as an artist, she did not allow this to deter her: she fetched clay from Hamraborgir south of Akureyri and made large sculptures in her garden, painted, and modelled various subjects, including plaster casts of people in national costume, for sale. She also made snow-statues which attracted attention from the media and public. In 1989 a book about Elísabet was published: Listakonan í fjörunni (The Artist on the Seashore), an illustrated account of her life and art by Edda Eiríksdóttir. At the age of 35 Elísabet was diagnosed with a brain tumour, and lost the sight in one eye; but she stoically continued her work, making good use of the time she had left. She then suffered another blow, when her national-costume figures were fraudulently reproduced by some women in Reykjavík. Elísabet’s works have been showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and in 2015 an exhibition in memory of Elísabet was held at the Akureyri Art Museum.

8 works in the Museum’s collection

Fólk í íslenskum búningum – Figures in Icelandic costumes, 1940–1950. Málaðar gifsafsteypur / Painted plaster casts.

Hæð / Height: 20 cm til / to 23 cm.

Elísabet Geirmundsdóttir [1915–1959]

Guðjón fæddist á Hömrum í Mýrarhreppi í Austur­Skaftafellssýslu, en þegar hann var hálfsmánaðar gamall fluttu foreldrar hans til Kanada og skildu hann eftir í fóstri hjá ömmu sinni og afa. Þegar þeirra naut ekki lengur við dvaldi hann hjá móðursystur sinni og eiginmanni hennar, en um tvítugt barst honum bréf frá föðurnum sem hvatti hann til að koma til sín og sendi honum fé fyrir fargjaldinu. Í Kanada stundaði Guðjón fiskveiðar í vötnum og dýraveiðar í skógum, bjó langtímum saman í bjálkakofum fjarri byggð með veiðifélögum, eða einn með hundum sínum. Um tíma vann hann við skógarhögg og ýmis byggingar­ og smíðaverkefni, reisti m.a. turn fyrir lyftubúnað í gullnámu í Yellowknive, norðan Stóra­ Þrælavatns, innréttaði kirkju í Vancouver og stórhýsi í Klettafjöllum, reisti skóla og hermannabústaði, vann við húsgagnasmíði og báta­ og skipaviðgerðir. Á fjölbreyttum lífsferli í Kanada kynntist Guðjón mönnum af ýmsum uppruna, t. d. frumbyggjum Norður­Ameríku, Asíubúum og Norðurlandabúum, og lærði tungumál þeirra að meira eða minna leyti. Rúmlega sjötugur sneri Guðjón aftur til Íslands, reisti sér lítinn bæ neðan hamra á Fagurhólsmýri og tálgaði til styttur sér til ánægju. Verk eftir Guðjón voru á sýningunni Í hjartans einlægni sem sett var upp í Nýlistasafninu 1991, voru síðar kynnt í Safnasafninu og á sýningu þess í Korundi­safninu, Rovaniemi í Finnlandi 2013.

38 verk í safneign Safnasafnsins

Guðjón was born in southeast Iceland. When he was two weeks old his parents emigrated to Canada, leaving him in the care of his grandparents. After their time he lived with his aunt and her husband until the age of 20, when his father wrote urging him to join the family in Canada, and sending money for his fare. In Canada Guðjón fished in lakes and hunted in the woods, living in log cabins far from human habitation with other hunters, or alone with his dogs. He worked for a time as a lumberjack and in construction: he built, for instance, a derrick for a goldmine at Yellowknife north of the Great Slave Lake, fittings for a church in Vancouver and an apartment building in the Rocky Mountains, schools and military barracks, and made furniture and repaired boats. In his eventful life in Canada Guðjón rubbed shoulders with people of many nationalities, such as Native Americans, Asians and Scandinavians, and picked up some of their languages. In his seventies Guðjón returned to Iceland and built a small home by the farm of Fagurhólsmýri, where he occupied his time carving wooden statues. Pieces by Guðjón were among those shown in the exhibition From the Heart in 1991 at the Living Art Museum. They were later showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and in an exhibition from the Museum’s collection in 2013 at the Korundi Museum in Rovaniemi, Finland.

38 works in the Museum’s collection

Fólk – People, 1988–1990. Málaður viður, ull / Painted wood, wool. Hæð / Height: 5 cm til / to 61 cm.

Guðjón R[unólfsson] Sigurðsson [1903–1991]

Halldóra fæddist í Helguhvammi í Hvammstangahreppi, en þegar móðir hennar andaðist rúmri viku síðar var hún tekin í fóstur af ábúendum á bænum og ólst upp hjá þeim. Halldóra stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1947–1948. Stuttu síðar kynntist hún Ólafi Þórhallssyni á Syðri­Ánastöðum á Vatnsnesi, sem síðar varð skólastjóri barnaskólans á Hvammstanga, en hann stundaði jafnfram búskap í tvíbýli við foreldra sína, lagði stund á veiðar og skrifaði um liðna tíma. Árið 1983 brugðu Halldóra og Ólafur búi vegna veikinda í fjölskyldunni og fluttu til Reykjavíkur. Það varð þeim mikið áfall að missa tvo syni sína með stuttu millibili og sú reynsla setti mark sitt á þau bæði. Halldóra hafði alla tíð yndi af tónlist og söng með Litlakór í Neskirkju á meðan heilsan leyfði. Hún var lagvirk og listfeng og fann upp á því að búa til bréfbáta til siglingar í baðkerinu er hún baðaði barnabörn sín. Níels Hafstein, þáverandi formaður Nýlistasafnsins, fékk veður af þessu og pantaði hjá henni nokkra báta á sýninguna Í hjartans einlægni sem haldin var 1991. Í þessum bréfbátum speglast daglegt líf á Vatnsnesi: flutningur á ull í kaupstað, fiskveiðar í soðið, flutningur á rekavið af Ströndum og innkaup til heimilisins. Verk Halldóru voru síðar kynnt í Safnasafninu og á sýningu þess Yfir Bjartsýnisbrúna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 2003.

15 verk í safneign Safnasafnsins

Halldóra was born on the farm of Helguhvammur in north Iceland. A week after her birth her mother died, and she was taken in by the farmer and his wife, who brought her up. Halldóra studied at the Women’s College in Blönduós in 1947–1948. Shortly after that she met Ólafur Þórhallsson, who farmed with his parents in Vatnsnes and wrote on historical subjects. In 1983 the couple moved to Reykjavík due to illness in the family. They lost two sons in succession, which was a traumatic experience that marked them for life. Halldóra loved music, and for as long as her health permitted she sang in a church choir. She was good with her hands, and when bathing her grandchildren she came up with the idea of making paper boats for them to play with. Níels Hafstein, who was then chair of the Living Art Museum, heard about her boats, and commissioned her to make some for the exhibition From the Heart in 1991. The paper boats are a reflection of life on the Vatnsnes peninsula: transporting wool to market, catching fish for the pot, carrying driftwood from Strandir, and buying supplies for the home. Works by Halldóra were later showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and were in the Museum’s exhibition Across the Bridge of Optimism at the Reykjavík Art Museum in 2003.

15 works in the Museum’s collection

Án

Halldóra Kristinsdóttir [1930–2013]
titils – Untitled, 1991–1998. Paper, innpakkaðir hlutir /
objects. Ýmsar stærðir / Various sizes: 4 x 10 cm til / to 21 x 34 cm
Paper, packaged

Hildur fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd í Eyjafirði en ólst upp á Þórshöfn á Langanesi. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði hún nám við Håndarbejdets Fremme Skole í Kaupmannahöfn og tók síðan að sér handavinnukennslu við barnaskólann á Hvammstanga um tíma, en lengst af var hún við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Vestur­Húnvetninga. Hildur Kristín var virk í félagsstarfi Húnvetninga, hafði umsjón með barnastúkunni Vetrarblóminu í nokkur ár, sat í áfengisvarnanefnd, var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Kormáks og gjaldkeri slysavarnadeildarinnar Káraborgar. Árið 1954 giftist hún Gunnari Valgeiri Sigurðssyni, kaupfélagsstjóra, og eignaðist með honum þrjú börn. Síðla sumars 2000 fluttu þau hjónin til Akureyrar, en Hildur Kristín hafði greinst með Parkinsons­veiki og voru meðferðarmöguleikar við veikindum hennar meiri á Akureyri. Um þetta leyti byrjaði hún á frjálsum útsaumi, því áteiknuð mynstur voru henni ofviða, en missti fljótlega afl í hægri hendi og þurfti að draga nálina út með tönnunum. Þegar hún hafði ekki mátt til þess lengur, setti hún saman lágmyndir úr alls konar smáhlutum, málaði á pappa og rekavið. Safnasafnið keypti af Hildi 21 verk og hélt á þeim einkasýningu árið 2002. Árið 2004 voru nokkur útsaumsverka Hildar úr safneigninni valin á Alþjóðlegu textílsýninguna á Kjarvalsstöðum 2004 og á sýningu í Safnasafninu 2005, auk sýningar úr safneign Safnasafnsins í Korundi, Rovniemi í Finnlandi 2013.

21 verk í safneign Safnasafnsins

Hildur was born at Svalbarð in Eyjafjörður, but grew up in Þórshöfn in the northeast. After graduating from school she studied at Håndarbejdets Fremme Skole in Copenhagen. For a time she taught needlework at the school in Hvammstangi, before working at the local co-operative store. Hulda was active in local life: she supervised the children’s lodge Vetrarblóm (part of the temperance movement), was on the local anti-alcohol committee, was one of the founders of the youth league Kormákur, and treasurer of the Káraborg search-and-rescue team. In 1954 she married Gunnar Valgeir Sigurðsson, manager of the co-operative, and the couple had three children. In 2000 they moved to Akureyri; Hildur Kristín had been diagnosed with Parkinson’s disease, and in Akureyri she would have better access to treatment . At about that time she started to do free embroidery, as she could no longer follow drawn patterns. Before long she lost the strength in her right hand, and had to pull the needle through with her teeth. In due course she no longer had the strength for sewing, and started making reliefs using a range of small found objects, and painting on card and driftwood. The Icelandic Folk and Outsider Art Museum purchased 21 pieces from Hildur, and held a solo exhibition in 2002. Embroideries by Hildur from the collection were selected for an international textile exhibition at the Reykjavík Art Museum in 2004, an exhibition at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum in 2005, and an exhibition from the Museum’s collection in 2013 at the Korundi Museum in Rovaniemi, Finland.

21 works in the Museum’s collection

Án titils – Untitled, 1999–2002. Útsaumur / Embroidery. 17 cm x 14 cm.

Næstu síður / Following pages.

Lágmyndir, ýmsir smáhlutir / Reliefs, found objects. Vinstri / Left 40 x 35 cm – Hægri / Right 18 x 14 cm.

Hildur Kristín
[1935–2003]
Jakobsdóttir

Hrefna fæddist í Laufási á Þingeyri við Dýrafjörð og gekk í Núpsskóla, þar sem faðir hennar var kennari. Hún giftist Kjartani Th. Ingimundarsyni, stýrimanni og síðar skipstjóra, og bjuggu þau fyrstu ár sín á Patreksfirði en fluttu til Reykjavíkur 1961 og áttu síðast heima í Breiðholti. Hrefna gaf út þrjár ljóðabækur og hélt tvær einkasýningar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík, 1993 og 2000. Einnig átti hún verk á tveimur sýningum í Safnasafninu, sem og á sýningunni Yfir Bjartsýnisbrúna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 2003, þar sem teflt var saman lærðum og leikum í listinni. Hrefna samdi lög, spilaði á munnhörpu, píanó og gítar og söng af sjaldheyrðri innlifun. Hún fór með hlutverk í kvikmyndinni Stella í orlofi og tók þátt í ýmsum uppfærslum á fjölbreyttum ferli. Verk Hrefnu falla ekki að viðteknum reglum, stefnum og stílgerðum, formin eru frjáls, myndheimurinn djúpur og magnþrunginn. Margslungið inntak verka hennar var töfrað fram í einhvers konar leiðslu; blóm, fugl, bátur eða óhlutlægar sýnir sem fela í sér hlutbundnar áherslur. Niðurskipan efnis, litir, form og línuspil bera með sér glit af margslungnum persónutöfrum Hrefnu, sótt í fjörugt hugarflug og bjartsýni á lífið og tilveruna.

78 verk í safneign Safnasafnsins

Hrefna was born in Dýrafjörður in the West Fjords, and attended the school at Núpur, where her father was a teacher. She married Kjartan Th. Ingimundarson, who was first mate on a fishing vessel, and later a sea captain. They lived in Patreksfjörður initially, then moved to Reykjavík in 1961. Hrefna published three volumes of poetry, and held two solo exhibitions at the Gerðuberg Culture Centre in 1993 and 2000. Two works by her were also included in the exhibition Across the Bridge of Optimism at the Reykjavík Art Museum in 2003, which brought together trained and self-taught artists. Hrefna composed music, played the mouth-organ, piano and guitar, and sang with a rare sincerity. She appeared in the film comedy Stella í orlofi and took part in various theatrical productions. Hrefna’s works do not conform with conventional rules, trends and styles: her forms are free, her visual world profound and powerful. The complex content of her art was produced in a trance-like state: a flower, a bird, a boat, or abstract visions that entail concrete ideas. The organisation of material, colours, forms and line reflect something of Hrefna’s multifaceted personal charms – drawing on her lively imagination and her optimistic perspective on life and existence.

78 works in the Museum’s collection

Án titils – Untitled, 1995–2005.

Túss- og vatnslitur á pappír / Tusch and watercolours on paper. 40 x 29 cm

Hrefna Sigurðardóttir [1920–2015]

Jóhanna fæddist í Lárusarhúsi á Hellissandi á Snæfellsnesi og ólst þar upp við hannyrðir og saumaskap. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og hélt til framhaldsnáms við Statens kvinnelige industriskole í Noregi, sem nú er hluti af Statens lærerhøgskole i forming í Osló, og lauk þaðan prófi á sjötta áratugnum. Hún vann eftir það við kennslu og listvefnað en einnig vefnað á dúkum, treflum og fleiri munum, sem hún lagði inn í verslanir til sölu. Jóhanna flutti til Reykjavíkur á sjötta áratugnum og starfaði lengst af hjá Póstinum, en samhliða því óf hún á heimili sínu og systur sinnar, og hafði oftast uppistöður í tveimur stólum samtímis. Eftir Jóhönnu liggur vefnaður, rýjateppi og útsaumur, einnig vandaðar vinnubækur með misstórum vefjarsýnishornum, nokkrum frumdrögum að stærri verkum, fjölbreytilegum litaprufum, garni og ýmis konar tilraunum með vatnsliti á nokkrar pappírsgerðir. Allt þetta gefur góða sýn á hugmyndir hennar, en innanum eru smáger verk sem geta staðið sem sjálfstæð listaverk.

39 verk í safneign Safnasafnsins

Jóhanna was born at Hellissandur, west Iceland, where she grew up doing needlework of various kinds. She studied at the Laugaland school of domestic science in Eyjafjörður. She pursued further study at Statens kvinnelige industriskole in Norway (now part of Statens lærerhøgskole i forming in Oslo) graduating in the 1950s. She then worked as teacher and a weaver, making works of art as well as tablecloths, scarves etc. which she wove for sale. In the 1960s Jóhanna moved to Reykjavík, where she worked for the post office, while also weaving at her own home often with two looms set up at the same time. Jóhanna’s oeuvre includes weavings, rugs and embroidery, as well as her carefully-kept workbooks with samples of textiles, sketches for larger pieces, diverse colour samples, yarns, and experiments with watercolour on different papers. This all provides insight into her mind; and among the rest are small-scale works which could stand as works of art in their own right.

39 works in the Museum’s collection

Án

Jóhanna Jóhannsdóttir [1918–1985]
titils – Untitled, 1955–1985. Vefstykki, vatnslitamyndir / Woven swatches, watercolours. 22 x 13 cm.

Laufey fæddist og ólst upp í Litlu­ Hlíð í Víðidal, bjó síðar í Hvammstangahreppi, en býr nú á Akureyri. Uppvöxturinn í Litlu­ Hlíð setti sitt mark á Laufeyju, þar innst í dalnum hallar til heiða og er útsýn takmörkuð til norðurs, en á móti bænum er Bergárfoss með hvíta bunu og nið sem hljómar í eyrum áratugum síðar. Laufey hafði í æsku mikinn áhuga á kindum, hermdi eftir látbragði þeirra og jarmi og lék sér að hornum í búi þeirra systkina á bæjarhólnum. Hún þekkti hvert fjármark og hverja kind af svip eða göngulagi, oft lengst uppi í fjalli. Laufey byrjaði ung að klippa út myndir af dýrum, litaði þær eftir lifandi fyrirmyndum í fjósi og fjárhúsi og lék sér með þær. Löngu síðar tók hún upp þráðinn þar sem frá var horfið og töfraði fram ær og lömb, fjöruga reiðhesta, hunda, kýr og ketti. Hún dró aldrei upp hjálparlínur en leyfði skærunum að taka stefnuna. Ærnar fengu skærgulan blæ og hestarnir bláan, eins og þeir stæðu í nokkrum skugga, en fólkið veðrað og lífsreynt, traust og ákveðið á svip. Jafnframt klippimyndunum teiknaði Laufey á viðarplötur sem Jón Sigurðsson eiginmaður hennar sagaði út, og hún síðan málaði. Verk Laufeyjar hafa verið kynnt í Safnasafninu, einnig á sýningunni Yfir Bjartsýnisbrúna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 2003.

151 verk í safneign Safnasafnsins

Laufey was born and brought up in Víðidalur, north Iceland, and now lives in Akureyri. As a child Laufey took a great interest in the sheep on the farm, and imitated them and their bleating. She and her siblings played with sheep horns (traditional playthings). She knew all the owners’ marks on the sheep, and recognized each animal from its posture or gait, even at a distance up the mountain. At an early age Laufey started to cut out pictures of animals, which she coloured, copying the beasts in the cowshed and sheepshed, and then played with her cut-outs. Many years later she went on where she had left off, creating ewes and lambs, spirited saddle-horses, dogs, cows and cats. She never sketched the outlines, but cut freehand with her scissors. The ewes had an yellow hue, the horses blue – as if in shadow – while the human figures have a weatherbeaten look of experience, reliability and resolve. In addition to her cut-out figures, Laufey made drawings on wooden boards, sawn out by her husband Jón Sigurðsson and then painted. Works by Laufey have been showcased at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, and were in the Museum’s exhibition Across the Bridge of Optimism at the Reykjavík Art Museum in 2003

151 works in the collection of Safnasafnið

Án titils – Untitled, 2007. Litaðar klippimyndir / Coloured paper cut-outs. Hæð / Height: 7 cm til / to 30 cm.

Næstu síður / Following pages.

Málað MDF / Painted MDF. Hæð / Height: 14 cm til / to 25 cm.

Laufey Jónsdóttir [1944]

Svava fæddist á Ísafirði 1909 og ólst þar upp uns móðir hennar andaðist 1937, þá flutti hún suður til Amalíu systur sinnar og eiginmanns hennar Halls Hallssonar, tannlæknis í Reykjavík, og vann á heimili þeirra meðal annars við uppeldi barna þeirra. Árið 1972 fékk hún íbúð til afnota hjá Öryrkjabandalagi Íslands í Hátúni 10a og undi sér þar vel. Svava byrjaði fljótlega að stunda verkstæði hjá félagsstarfi eldri borgara í Norðurbrún 1, og þar vakti hún fljótt athygli kennara sinna fyrir sérstaka nálgun að efnum og aðferðum. Fyrstu árin leiðbeindi Valgerður Briem henni um meðferð vatnslita, síðan tók Helga Pálína Brynjólfsdóttir við og sagaði til litla viðarkubba eftir teikningum hennar, þekktar kirkjur og burstabæi, en einnig virkisbrýr og kastala. Undir handleiðslu Sigríðar Ágústsdóttur bjó Svava til tjáningarrík leirverk af miklum áhuga og krafti, svo sem konur með börn á höfðinu, peysufatafrúr, kaffistell, könnur og skálar, sem hrifu fólk vegna barnslegrar einlægni og útlits. Stofnendur Safnasafnsins sáu verk Svövu fyrir tilviljun, keyptu allt sem þeir gátu og skipulögðu sýningar á verkum hennar í Nýlistasafninu 1991 og 1997. Vöktu þær mikla hrifningu meðal myndlistarmanna. Síðar gaf Sigríður Ágústsdóttir Safnasafninu fjölda verka sem hún hafði fengið hjá Svövu vinkonu sinni, en meginþorri verka Svövu er varðveittur í Safnasafninu.

203 verk í safneign Safnasafnsins

Svava was born in 1909 in Ísafjörður in the West Fjords, where she lived until her mother died in 1937. She moved to Reykjavík to live with her sister Amalía and her husband, dentist Hallur Hallsson, and work in their home where she helped with child-care. In 1972 she was allocated an apartment by the Organisation of People with Disabilities, where she made a comfortable life for herself. Svava soon started attending a workshop for senior citizens, where her instructors noticed her unusual approach to materials and methods. Initially she learned watercolour technique from artist Valgerður Briem, and then Helga Pálína Brynjólfsdóttir took over, sawing out wooden models from her drawings of Icelandic churches and farmhouses, and later castles and drawbridges. Under the guidance of Sigríður Ágústsdóttir, Svava made expressive pottery works with enthusiasm and power – for instance women with children on their heads, women in national costume, and coffee-services, jugs and bowls which were enchanting in their childlike sincerity and style. The founders of the Icelandic Folk and Outsider Art Museum saw Svava’s work by chance, bought all that they could, and organised exhibitions of her works at the Living Art Museum in 1991 and 1997. Artists were particularly impressed by Svava’s work. In due course the Museum received from Svava’s friend Sigríður Ágústsdóttir a large number of pieces she had given her. The bulk of Svava’s oeuvre is in the keeping of the Icelandic Folk and Outsider Art Museum.

203 works in the Museum’s collection

Án titils / Untitled, 1992– 1997. Vatnslitir á krossvið / Watercolours on plywood. 14 x 24 cm

Næstu síður / Following pages

Leirskúlptúrar – Figures in clay, 1992–1997.

Leir, glerungur / Clay, glaze. Hæð / Height: 14 cm til / to 26 cm.

Kastalar, kirkjur – Castles, Churches, 1992–1997.

Vatnslitir á tré / Watercolours on wood. Hæð / Height: 3 cm til / to 23 cm.

Svava Skúladóttir [1909–2005]

Sæmundur fæddist á Krossi á Barðaströnd. Hann starfaði til sjós og lands fram til þrítugs en fluttist til Reykjavíkur 1948 og vann lengst af í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Á efri árum hóf hann að höggva og tálga út viðardrumba, aðallega konur, og ef karlarnir seldust ekki skipti hann um kyn á þeim. Sæmundur sótti rekavið í verk sín suður með sjó og víðar, ók þeim heim og setti í tjald til þurrkunar, bar síðan inn í bílskúr þar sem hann töfraði úr þeim það sem honum þótti búa innra með hverjum trjábol. Verk hans eru afar eftirsótt og má líkja þeim við stöðutákn á heimilum manna. Þau eru fjölbreytt að gerð, lítil og stór, sum skreytt með málmhári eða hattlíki úr spónum, sagi og lími, sem hann litaði. Það sem er einna eftirtektarverðast við styttur Sæmundar, er að hann hefur þær handleggjalausar, sker þær ekki út úr bolnum eða festir á hann, og þar af leiðandi eru þær grannar og rennilegar. Stundum hafa stytturnar mittisband úr hlýra­ eða steinbítsroði, en augnbrúnir eru úr morgunfrúm og brárnar úr svörtum kústhárum. Sæmundur tók þátt í fyrstu sýningunni um alþýðulist á Íslandi sem haldin var í Gallerí SÚM og Ásmundarsal 1974, að frumkvæði Guðbergs Bergssonar rithöfundar, en hélt síðan margar einkasýningar og hafa verk hans einnig verið margoft kynnt í Safnasafninu. Sæmundur lét eftir sig mikið æviverk, ríflega 400 styttur.

8 verk í safneign Safnasafnsins

Sæmundur was born on Barðaströnd in the West Fjords, where he worked at sea and on the land until he was thirty. In 1948 he moved to Reykjavík, where he worked at the fertiliser plant at Gufunes. In his later years he started to carve trunks of driftwood to make human figures – mainly female. If the male figures did not sell, he simply changed their sex. Sæmundur searched out driftwood along the south coast and elsewhere, brought the trunks home and dried them out in a tent, before taking them into his garage where he conjured up the beings he felt resided within each trunk. His works are sought-after, almost status symbols, in Icelandic homes. They are highly diverse – large and small, some with metallic hair or a painted hat of woodchips, sawdust and adhesive. One of the striking features of Sæmundur’s figures is that they have no arms – he does not affix limbs or carve them out of the trunk – so the figures are slender and streamlined. Some have a belt of fishskin, while eyebrows are made of marigolds and eyelashes of broom bristles. Sæmundur took part in the first exhibition of folk art in Iceland, held at Gallery SÚM and Ásmundarsalur in 1974 on the initiative of novelist Guðbergur Bergsson. He subsequently held many solo exhibitions, and his work has been showcased many times at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum. At his death he left a large body of work, over 400 figures.

8 works in the Museum’s collection

Blástör – Girl with blue hair, 2001. Rekaviður, lím, sag, málning o.fl.

/ Driftwood, glue, sawdust, paint, etc. Hæð / Height: 77 cm.

Næstu síður / Following pages

Tinna – Black­haired Girl, 2001. Rekaviður, lím, sag, málning o.fl.

/ Driftwood, glue, sawdust, paint, etc. Hæð / Height: 105 cm.

Strákur – Boy, 2002. Birki, fiskroð, lím, sag, málning o.fl.

/ Birchwood, fishskin, glue, sawdust, paint, etc. Hæð / Height: 64 cm.

Sæmundur Valdimarsson [1918–2006]

Þórður fæddist og ólst upp í vesturbænum í Reykjavík og bjó lengst af á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Los Angeles, Bandaríkjunum, en fékk á námsárum sínum

áhuga á myndlist. Eftir að hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann fræðistörf og skrifaði m.a. greinar í dagblöð þar sem hann hvatti útgerðir til að veiða rækju, loðnu og kolmunna, en fékk dræmar undirtektir.

Þórður hafði unun af fjörugum samræðum um stjórnmál, skáldskap og dægurmál sem voru honum hugleikin þá og þá stundina, og ef staðreyndir umræðuefnisins lágu ekki fyrir tók hann sér skáldaleyfi til að fylla út í myndina, þannig að hún yrði litríkari og áhugaverðari og gæfi samkvæminu skemmtilegri og menningarlegri blæ. Lífshlaupi hans eru gerð góð skil í bók Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings, Einfarar í íslenskri myndlist, 1988. Þórður skapaði verk um áratuga skeið áður en fyrsta sýning hans var sett upp í Listmunahúsinu í Lækjargötu 1983, en hún vakti athygli fyrir erótík og fjörlega litanotkun. Klippimyndir hans frá miðjum sjötta áratug 20. aldar eru með fyrstu Pop­Art verkum á Íslandi og eru nú sýnd í fyrsta sinn. Þórður var einn af virkustu listamönnum þjóðarinnar og brýnt að kynna verk hans fyrir nýrri kynslóð, sem hefur hvorki séð þau né heyrt listamannsins getið.

120.000–130.000 verk í safneign Safnasafnsins

Þórður was born in Reykjavík, and lived there with his parents. When studying politics at university in Los Angeles, USA, he became interested in art. After his return to Iceland he pursued scholarly work and wrote press articles in which he urged fishing businesses to farm shrimp, capelin and whiting – but his ideas were not well received. Þórður enjoyed vigorous debate on politics, literature and current affairs – and if he did not have the facts at his disposal he would invent them, in order to achieve a more colourful and interesting picture, and add a more cultured and enjoyable flavour to the gathering. Þórður’s life is recounted in art historian Aðalsteinn Ingólfsson’s book Naïve and Fantastic Art in Iceland (1988). Þórður had been working on his art for decades before his first show, at Listmunahúsið in Reykjavík in 1983, which attracted attention for its eroticism and imaginative use of colour. His collages from the mid-1950s are some of the first Pop Art works in Iceland, now exhibited for the first time. Þórður was one of Iceland’s most prolific artists, and it is essential to introduce his art to a new generation, who have never heard of the artist or seen anything of his work.

120,000–130,000 works in the Museum’s collection

Teikningar, hraðskissur, járnhillur með strekkingum, skúlptúrar, klippimyndir, ljósmyndir, leir, málað járn, horn, viður, messing / Drawings, sketches, iron shelves with stretches, sculptures, collages, photographs, clay, painted iron, horn, wood, brass. Ýmsar stærðir verka / Various sized works, 2016.

Sýningarstjóri / Curator: Níels Hafstein

[1922–2002]
Þórður Guðmundur Valdimarsson – Kikó Korriró
Frá sýningu 2016 / From the 2016 exhibition

Arnar Herbertsson fæddist á Siglufirði en fluttist ungur maður til Reykjavíkur. Hann nam fyrst húsamálun en stundaði síðar nám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Arnar hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1967, var þátttakandi á Tvíæringnum í Rostock í Þýskalandi 1969 og sýningunni Nutida Nordisk Konst í Hässelby­höllinni í Svíþjóð 1970. Verk eftir Arnar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Í upphafi ferils hans mynduðu olíumálverk og djúpþrykk kjarnann, en einnig sýndi hann þrívíð verk, m.a. máluð gifsfóstur með áfestum tilkynningum úr dagblöðum um nýjar hjónavígslur. Á síðustu árum hefur Arnar einkum málað súrrealískar myndir á viðarkubba, fjarvíddarmyndir og framtíðarlandslag þar sem einn litur er ríkjandi á myndfletinum.

9 verk í safneign Safnasafnsins

Vogrek – Washed Ashore, 2001. Þjóðvegur númer eitt – Route One, 2001. Haustbirta – Autumn Glow, 2001. Land undir fótum – Terra Firma, 2001. Garðurinn – The Garden, 2001.

Olía á tré / Oil on wood. 28 x 19 x 4,5 cm.

Arnar Herbertssson was born 1933 in north Iceland, and moved as a young man to Reykjavík. He first trained as a house painter but later embarked on studies at the Reykjavík School of Visual Arts. He held his first solo exhibition in 1967, and participated in 1969 in the Rostock Biennale, Germany, and in 1970 in the exhibition Contemporary Nordic Art held at Hässelby Palace, Sweden. Works by Arnar are in the collections of Iceland’s main art museums. At the beginning of his career Arnar mainly exhibited oil paintings and graphic works, but also sculptures, among them foetuses cast in plaster, painted and glued over with announcements from newspapers about the latest weddings. Lately Arnar has mainly painted on thick wooden bricks, surrealistic pictures, 3D pictures and futuristic landscapes, dominated by a single colour.

9 works in the Museum’s collection

Arnar Herbertsson [1933]

Ásta Ólafsdóttir er Reykvíkingur og hefur starfað að myndlist alla sína starfsævi. Hún stundaði nám við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og við Jan van Eyck Academie í Hollandi. Ásta hefur verið öflug í sýningahaldi, á Íslandi jafnt og erlendis, en einnig lagt lið hagsmunastarfi myndlistarmanna og miðlað þekkingu sinni með kennslu. Verk eftir Ástu eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Ásta er einn af frumkvöðlum íslenskrar vídeólistar, en vinnur nú aðallega þrívíð verk, innsetningar og tímatengd verk, þar sem umfjöllunarefnið er alltaf persónulegt með skírskotun í viðfangsefni tilheyrandi samtímanum. Ásta hefur einnig skrifaði og gefið út bækur sem vöktu eftirtekt fyrir frumleg og óvenjuleg efnistök.

5 verk í safneign Safnasafnsins

Án titils – Untitled, 2002. Vatnslitur á krossvið / Watercolour on plywood. 15 x 15 cm, tvær einingar / two units. Halastjarna – Comet, 1997. Pennateikning á krossvið / Pen-drawing on plywood. 25 x 16 cm.

Ásta Ólafsdóttir was born 1948 in Reykjavík, where she still lives and works. She studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and at the Jan van Eyck Academy in the Netherlands. Ásta has exhibited her works in numerous solo and group exhibitions in Iceland and abroad. She has also worked in many capacities for the benefit of artists and taught art in Iceland’s main art schools. Works by Ásta are in collections of Iceland’s main art museums. Ásta is one of the pioneers of Icelandic video art, but in recent years has mainly made threedimensional works and installations, as well as time-based works, always with a personal view on modern times and society. Ásta has also written and published books, playfully exploring and expanding the boundaries of the novel.

5 works in the Museum’s collection

Ásta Ólafsdóttir [1948]

Birgir Andrésson [1955–2007]

Birgir Andrésson fæddist í Vestmannaeyjum, missti móður sína barnungur og fluttist þá með blindum föður sínum til Reykjavíkur. Hann nam við Myndlistaog handíðaskóla Íslands og við Jan van Eyck Akademie í Hollandi. Birgir hélt tugi einkasýninga og tók þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis sem erlendis, og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995. Verk eftir Birgi eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Birgir vakti ungur eftirtekt listunnenda fyrir framsækni og hugmyndaflæði og síðar fyrir myndrænar mannlýsingar með hnitmiðuðum textum. Mörg verka hans byggja á samsetningu texta, lita og forma og glíma oftar en ekki við hina þjóðlegu sjálfsmynd. Á sýningu sinni á Feneyjatvíæringnum 1995 sýndi hann þjóðfána ýmissa landa prjónaða úr íslenskri ull í náttúrulegum sauðalitum. Bandaríski fáninn sem Safnasafnið á í safneign sinni er sá fyrsti, reyndar eini, í fyrirhugaðri röð fána Nato ­landa og er tengdur hugmyndum Birgis um liti, arf og sameiningartákn þjóða. Birgir lést árið 2007 í Reykjavík.

2 verk í safneign Safnasafnsins

Bandaríski fáninn – Flag of the United States, 2005. Íslenskur lopi / Icelandic woollen yarn. 143 x 103 cm.

Verkið Bandaríski fáninn er gjöf Steinunnar Svavarsdóttur, sem einnig prjónaði fánann

Birgir Andrésson was born 1955 in the Westman Islands, lost his mother at an early age and then moved with his blind father to Reykjavík. He studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and at the Jan van Eyck Academy in the Netherlands. Birgir held numerous exhibitions in Iceland and abroad, and his works are in collections of Iceland’s main art museums. Birgir became known for his thoughtful and coolly humorous works, and later also for his “portraits” of anonymous individuals involving short, descriptive texts. During his career he explored combinations of text, image and colour, often addressing issues of national identity. When Birgir represented Iceland at the 1995 Venice Biennale, he exhibited diverse national flags in the natural hues of Icelandic wool. The Flag of the United States in the Icelandic Folk and Outsider Art Museum’s collection is the first and only one in Birgir’s planned series of the flags of NATO nations. In this work Birgir explores colour, national heritage and symbols of unity, within a nation and between nations. Birgir died in Reykjavík in 2007.

2 works in the Museum’s collection

The work Flag of the United States was donated by Steinunn Svavarsdóttir, who also knitted the flag.

Dieter Roth fæddist í Hannover, Þýskalandi. Móðir hans var þýsk og faðir hans frá Sviss en vegna seinni heimsstyrjaldarinnar ólst hann að mestu leyti upp í Sviss og átti þar rætur. Hann nam grafík við Berner Kunstgewerbeschule í Bern, og auglýsingateiknun í Árósum í Danmörku, þar sem hann kynntist íslenskri konu, Sigríði Björnsdóttur, og fluttist með henni til Íslands 1957. Eftir skilnað þeirra átti hann áfram bækistöð á Íslandi, auk Sviss. Dieter Roth aflaði sér alþjóðlegrar frægðar í lifanda lífi og eru verk hans í eigu helstu listasafna á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Í listsköpun sinni fór hann frumlegar og óvenjulegar leiðir og hafði mikil áhrif á hérlenda listamenn. Seinna vann hann með mörgum þekktustu listamönnum Fluxus­hreyfingarinnar. Hann tók þátt í Concrete Poetry­hreyfingunni, var brautryðjandi í gerð bókverka, stofnaði bókaútgáfur og var frumlegur og afkastamikill þrykkmeistari. Dieter notaði ólíklegustu efni í verk sín, þar á meðal lífræn sem breyttust yfir tíma, og hélt alltaf sérstöðu í persónulegri og auðþekkjanlegri listsköpun sem ýtti við öllum mörkum myndlistar. Dieter Roth lést árið 1998 í Basel, Sviss.

13 verk í safneign Safnasafnsins

Brjóstmynd af einhverju – Bust of Something, 1975. Teikning á pappa / Drawing on carton. 24 x 34 cm.

Dieter Roth was born 1930 in Hannover, Germany, to a German mother and Swiss father, and due to World War II he grew up in Switzerland, which became his homeland. He studied graphics and lithography at the Berner Kunstgewerbeschule 1947–51 in Switzerland, and later commercial art in Århus, Denmark. There he met his future wife, Icelander Sigríður Björnsdóttir, and in 1957 moved with her to Iceland. After their divorce he still looked upon Iceland as his second homeland, together with Switzerland. During his career Dieter became internationally renowned, and his works are in the collections of several prominent art museums, in Iceland as well as Europe and the US. With his experimental works and unusual approach, Dieter Roth had great influence on his Icelandic colleagues. Later he met and worked with artists in the Fluxus movement, although keeping an independent status. Dieter took part in the Concrete Poetry movement, was a pioneer of book art and founded and co-founded several publishing companies. The bulk of his artwork comprises graphic works in various techniques, showing an unusually inventive and creative mind. Dieter also developed a strong interest in found materials, including organic ones, always exploring new ways to expand the boundaries of art. Dieter Roth died in Basel in 1998.

13 works in the Museum’s collection

Roth [1930–1998]
Dieter

Elsa Doróthea Gísladóttir [1961]

Elsa D. Gísladóttir er Reykvíkingur og starfar að myndlist og listkennslu. Hún nam við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og AKI ­ listaháskólann í Enchede, Hollandi. Elsa markaði sér fljótlega ákveðna stöðu með því að nota lífræn efni í verk sín. Hún hefur sett upp stórar, tímatengdar innsetningar þar sem lífræn efni taka breytingum í lit og lögun á líftíma verksins. Auk sjónrænna áhrifa vaxtar og hrörnunar má einnig líta á þessi verk sem ádeilu á sóun og ofneyslu. Þá hefur Elsa sett saman sýningar með sjaldgæfum innfluttum sveppum og forboðnum lækningajurtum.

4 verk í safneign Safnasafnsins

Hillulíf – Shelf life, 2010. Postulín, kjötsneið / Porcelain, meat chop. 4 x 6 x 6 cm.

Elsa D. Gísladóttir, born in 1961, lives and works as artist and art teacher in Reykjavík. She studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and at the AKI University of Art in Enschede, Holland. Elsa soon became known for the use of organic materials in her work. She has made large, time-based installations, where the organic material goes through transformations in colour and form. Apart from the visual effect of growth and decay, these works can also be seen as polemics against waste and excessive consumption. Elsa has also made installations with imported rare fungi and forbidden curative herbs.

4 works in the Museum’s collection

Hannes Lárusson ólst upp að AusturMeðalholti í Flóahreppi, en fluttist ungur til Reykjavíkur. Í dag býr hann jöfnum höndum í Reykjavík og á bernskuheimili sínu, þar sem hann hefur byggt upp menningarsetrið Íslenska bæinn. Hannes stundaði nám við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, Vancouver School of Art í Kanada, Universita Degli Studi Di Firenze á Ítalíu, The Whitney Independent Study Program í New York og lauk meistaragráðu í myndlist frá Nova Scotia College of Art and Design 1988. Auk þess lauk hann BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands 1986 og tók kennsluréttindanám við Kennaraháskóla Íslands 1998. Verk eftir Hannes eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Hannes hefur unnið verk með margvíslegum aðferðum síðustu áratugi, allt frá athöfnum og innsetningum til fjölfelda, hönnunar og húsa. Stundum hafa þessi verk tekið sér stöðu á útjaðri listleikvallarins, þar sem mismunandi hugmyndakerfi og væntingar takast á, svo sem aðferðafræði hjartahreinnar alþýðulistar annars vegar og meðvitaðrar framúrstefnu hins vegar. Síðustu ár hefur Hannes einbeitt sér að uppbyggingu menningarsetursins um íslenska torfbæinn á bernskuheimili sínu, en þar fá gestir innsýn í þróun og tilbrigði gömlu torfbæjanna í gegnum rannsóknir, listræna nálgun og sýn listamannsins.

6 verk í safneign Safnasafnsins

Án titils – Untitled, 1999. Málaður viður, járnstöng / Painted wood, iron bar. 45 x 21 x 43 cm.

Hannes Lárusson was born in 1955 and brought up on a farm in south Iceland, but moved as a young man to Reykjavík. Today he divides his time between the capital and his childhood home, where he has founded a cultural centre about the Icelandic turf house tradition. Hannes studied at the Icelandic College of Arts and Crafts, the Vancouver School of Art in Canada, Universita Degli Studi Di Firenze in Italy and the Whitney Museum Independent Study Program, NewYork. Hannes holds an MFA degree from Nova Scotia College of Art and Design, Halifax, Canada, a BA degree in philosophy from the University of Iceland, and a teacher’s certificate from the Iceland University of Education. Works by Hannes are in the collections of Iceland’s main art museums. During his career Hannes has made works in various media, including multiples, design, installations and performances. Sometimes his works are on the periphery of established art definitions, often with contradictory ideologies and expectations, such as the methodology of naive art on one hand and conscious avant-garde art on the other hand. In recent years Hannes has carried out major restoration work on the farm where he grew up, and established a cultural centre: the Icelandic Turf House. Guests gain insight into the origin, building methods, cultural context and contemporary significance of the old Icelandic turf buildings, through Hannes’s own research and aesthetic vision.

6 works in the Museum’s collection

Hannes Lárusson [1955]

Hildur Hákonardóttir er fædd í Reykjavík, bjó lengi á Selfossi, en er á ný flutt til Reykjavíkur og starfar þar að list sinni. Hún stundaði nám við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í myndvefnaði frá listaháskólanum í Edinborg, Bretlandi. Verk eftir Hildi eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Hildur hefur auk starfa við myndlist miðlað þekkingu sinni sem kennari, fyrirlesari og höfundur bóka, var kennari í textíl og síðar skólastjóri við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og hafði mikil áhrif á stefnumótun skólans, sem og þróun myndlistar hér á landi. Hún var forstöðumaður Byggða­ og listasafns Árnesinga á Selfossi og safnstjóri Listasafns Árnesinga. Hildur kom fram með fullskapað myndmál í vefnaði, þar sem kvennabarátta og pólítísk viðhorf hennar ófust saman við listræna framsetningu og mynduðu sannfærandi heild.

1 verk í safneign Safnasafnsins

Án titils – Untitled, 1971. Prjón á plötu / Knitwear mounted on plywood. 25 x 28 cm.

Hildur Hákonardóttir was born in 1938 in Reykjavík, where she lives and works today. She studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and graduated in textiles from the Edinburgh College of Art in the UK. Works by Hildur are in the collections of Iceland’s main art museums. Apart from her long and distinguished artistic career, Hildur has contributed to the Icelandic art scene as a teacher, lecturer and author of books. She taught textile and then became principal of the Icelandic College of Arts and Crafts, and she was influential in marking the art school’s future direction in the turbulent 1970s. Later she was appointed director of the LÁ Art Museum in Selfoss/ Hveragerði, south Iceland. Hildur was politically active and took part in the women’s liberation movement in Iceland in the 1970s: her feminist political views are an integral part of her artwork, but always presented with convincing artistic expression and precision.

1 work in the Museum’s collection

Hildur
[1938]
Hákonardóttir

Kees Visser er fæddur í Hollandi þar sem hann býr í dag og starfar. Hann fluttist til Íslands 1976, bjó þar um margra ára skeið og tók virkan þátt í íslensku listalífi. Árið 1993 fluttist hann til Parísar og starfaði þar um 5 ára skeið. Eftir að Kees hélt til Hollands á ný hefur hann haldið góðum tengslum við Ísland, sýnt verk sín reglulega auk þess að ferðast um landið þvert og endilangt, og má sjá í listsköpun hans sterk áhrif frá íslenskri náttúru. Kees er sjálfmenntaður í myndlist og á yfir 40 ára ferli hefur hann hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir listköpun sína Hann sýnir reglulega í viðurkenndustu sýningarstöðum Evrópu og eru verk hans í eigu helstu listasafna á Íslandi og Evrópu. Kees hóf feril sinn með rannsókn á hollenska listhópnum De Stijl og málverkum Piet Mondrians, en þróaði síðan hugmyndafræði með einfaldleikann í fyrirrúmi, þar sem litur er alltaf í meginhlutverki. Kees hefur gert tilraunir með ýmis efni, m.a. á síðustu árum gert málverk þar sem hann kannar litasamsetningar og formeiginleika rétthyrnings með því að hnika hornunum til innan flatarins, og eins eintóna málverk á pappír með sérstökum aðferðum sem hann hefur þróað.

6 verk í safneign Safnasafnsins

Án titils [Rimlaverk] – Untitled, 1989. Lakk á við / Lacquer on wood. 51 x 51 x 3,3 cm.

Kees Visser was born in Holland in 1948, where he lives and works today. He came to Iceland in 1976, stayed for several years and played an active part in the Icelandic art scene. In 1993 he moved to Paris where he lived and worked for five years. Since moving back to Holland, Kees has maintained a strong connection with Iceland – exhibiting his work as well as travelling extensively in the highlands of the country – and Icelandic nature has profoundly influenced his work. Kees is a self-taught artist; during his long and fruitful career, spanning over 40 years, he has received well-deserved recognition, and exhibits his works in the most prominent museums and galleries in Europe. Works by Kees are in the collections of Iceland’s main art museums as well as European museums. Kees was at the beginning of his career influenced by the works of the Dutch group De Stijl and painter Piet Mondrian, but soon developed his own methods and ideology, where colour has always been a central element. Kees has used diverse materials in his works through the years, often creating series where shape and colour give a certain number of permutations, as well as creating monochrome paintings on paper with his own special technique.

6 works in the Museum’s collection

Kees Visser [1948]

Magnús Pálsson fæddist á Eskifirði en fluttist ungur að árum til Reykjavíkur. Síðustu ár hefur hann búið jöfnum höndum þar og í London. Magnús nam við Crescent Theatre School of Design í Birmingham á Englandi, Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, og Akademie für angewandte kunst í Vínarborg. Magnús tók virkan þátt í framúrstefnu íslenskrar leik­ og myndlistar ár 6. og 7. áratugnum og átti m.a. í farsælu samstarfi við Dieter Roth og síðar SÚM­hópinn. Magnús hefur verið ötull í sýningarhaldi hér heima og erlendis og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringum 1980. Verk eftir Magnús eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Magnús hefur á löngum og frjóum ferli haft rík áhrif á íslenska samtímalist, m.a. í gegnum kennslustörf, en einnig sem hvatamaður frumlegra listhópa, eins og Mob ­shop, Nýlistasafnsins og Nýlókórsins. Magnús er einn af brautryðjendum hugmyndafræðilegrar þrívíðrar myndlistar á Íslandi. Eldri verk hans vekja upp spurningar um eðli og ástand, möguleika tungumáls, rúmtak hljóms, hvískurs og þrýstings. Yngri verk hans, hljóðverk og gjörningar fjalla um afstæði hluta og texta og staðsetningu í rými.

6 verk í safneign Safnasafnsins

Stórutær / Big toes, 2002.

Málað járn / Painted iron. 58 x 33 x 33 cm. Hvískur (Það sem Nefertiti hvíslaði í eyrað á Alexander mikla) – Whisper (What Nefertiti whispered to Alexander the Great) , 1976–1980.

Gifsafsteypa / Plaster cast 9,5 x 14 x 11 cm. Hundur – Dog 1971. Gifs og plast / Plaster and plastic. 42 x 35 x 20 cm.

Magnús Pálsson was born in east Iceland in 1929, and moved to Reykjavík as a child. In the last years he has lived and worked in both Reykjavík and London. Magnús studied at the Crescent Theatre School of Design in Birmingham, England, the Icelandic College of Arts and Crafts, and the University of Applied Arts in Vienna, Austria. From the outset Magnús played an active part in Icelandic avant-garde theatre and visual arts in Iceland, including a fruitful collaboration with Swiss artist Dieter Roth and later the SÚM art collective. Magnus has exhibited his works extensively, both in Iceland and abroad, representing Iceland at the 1980 Venice Biennale. Works by Magnús are in the collections of Iceland’s main art museums. During a long and productive career Magnús has had great influence on the Icelandic art scene, both as an inspirational art teacher and as founder of as diverse art collectives such as the Mob-shop, the Living Art Museum and the Icelandic Sound Poetry Choir. Magnús was a leading figure in the formative years of conceptual sculpture in Iceland and many of his works explore the enigmas of language, the visualization of negative space and the materialization of sound.

6 works in the Museum’s collection

Pálsson [1929]
Magnús

Ólafur Lárusson ólst upp að AusturMeðalholti í Flóahreppi, en fluttist ungur til Reykjavíkur þar sem hann bjó og starfaði meginhluta listferils síns. Hann nam við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og við De Ateliers í Amsterdam, Hollandi. Verk eftir Ólaf eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Strax í upphafi listnáms síns var Ólafur vakandi fyrir stefnum og straumum samtímans, kynnti nýjungar í listum fyrir bekkjarfélögum sínum og valdi í eðlilegu framhaldi einn helsta framúrstefnuskóla þess tíma í Evrópu, De Ateliers, sem stofnaður var 1963 af hollenskum myndlistarmönnum. Heimkominn vakti Ólafur fljótt athygli fyrir frumleg verk sín og varð einn af frumkvöðlum gjörningalistar á Íslandi. Hann gerði fjölbreytt ljósmyndaverk, vann tímatengd verk úti í náttúrunni, auk fjölda gjörninga, einn sá eftirminnilegasti þegar Ólafur braut stórar málaðar glerplötur með höfðinu. Ólafur lést árið 2014 í Reykjavík.

8 verk í safneign Safnasafnsins

Kem, sný við, fer, kem til baka – Coming, turning, leaving, returning, 1976. Ljósmyndir / Photographs. 78 x 65 cm.

Ólafur Lárusson was born 1951 in south Iceland, and moved as a young man to Reykjavík, where he lived and worked throughout his career. He studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and De Ateliers in Amsterdam, Holland. Works by Ólafur are in collections of Iceland’s main art museums. From the first Ólafur was open to new and experimental art movements of the time, untiring in introducing to his fellow students the newest international art movements and trends, and quite naturally chose to continue his studies in the most avant-garde school in Europe at the time, De Ateliers, founded in 1963 by and for visual artists. When Ólafur moved back to Iceland he soon became known for his avant-garde and original approach, and was an important pioneer in performance art in Iceland. During his career, Ólafur made conceptual photographic works and time-based works in nature; in one of his most memorable performances, he broke large painted glass panes with his head. Ólafur died in Reykjavík in 2014.

8 works in the Museum’s collection

Óskar Lárusson [1951–2014]
Ólafur

Ragnhildur Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík, þar sem hún býr og starfar. Hún nam við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, Minneapolis College of Art and Design og hlaut meistaragráðu 1987 frá myndlistardeild Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum. Ragnhildur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í ótölu samsýninga hér heima og erlendis. Verk eftir Ragnhildi eru í eigu helstu listasafna á Íslandi, en þau má einnig sjá í opinberu rými, m.a. við Alþingishúsið í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og í Skagafirði. Auk þess að vera virk í sýningarhaldi hefur Ragnhildur starfað að málefnum myndlistarmanna og stofnaði ásamt öðrum galleríið StartArt. Ragnhildur kom ung að árum fram sem fullmótaður myndhöggvari, djörf og stórhuga í myndsköpun sinni, og óhrædd við að taka að sér stór opinber verkefni fyrir félagasamtök og stofnanir, aðallega verk steypt í brons. Í listsköpun sinni vinnur hún mikið í gifs og er einna þekktust fyrir markvissa könnun á formgerð og innviðum mannslíkamans.

6 verk í safneign Safnasafnsins

Tungur – Tongues, 2016. Málað gifs / Painted plaster. 10 x 4 x 5 cm.

Ragnhildur Stefánsdóttir was born in 1958 in Reykjavík, where she lives and works. She studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and the Minneapolis College of Art and Design in the US, and received her MFA degree from Carnegie Mellon University’s College of Fine Arts (CFA) in the US. Ragnhildur has shown her work in numerous solo and group exhibitions in Iceland and abroad. Works by Ragnhildur are in the collections of Iceland’s main art museums, and can also be seen in the public sphere, for instance adjacent to the Parliament building in Reykjavík, in the Westman Islands and in Skagafjörður, north Iceland. Ragnhildur co-founded the StartArt gallery and has also worked in many capacities for the benefit of artists. Ragnhildur showed quite early in her career that she was a fully mature artist in her own right, inventive and daring and not hesitating to do work on a grand scale, often commissioned to make large public works cast in bronze. She has used various materials in her works, but over time she has especially favoured plaster. Ragnhildur has mainly become renowned for her studies of the human body and its organs.

6 works in the Museum’s collection

Ragnhildur Stefánsdóttir [1958]

Svava Björnsdóttir er fædd í Reykjavík og býr þar og starfar. Hún nam við École Nationale Supérieure des Beaux­Arts í París, Frakklandi, og við Akademie der Bildenden Künste í München, Þýskalandi. Verk eftir Svövu eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Hún var valin borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 1990. Svava hefur sýnt bæði hér heima og erlendis og vakti snemma á listferlinum athygli fyrir frumlega skúlptúra og óvenjulega efnisnotkun. Svava kom fram með þá nýjung að búa til skúlptúra úr beðmi og litadufti, þannig að einn litur var ríkjandi, oftar en ekki skær. Sum verka Svövu eru veggverk en önnur frístandandi, mynduð úr sterkum formum sem þenja út mörkin milli skúlptúrs, lágmyndar, málverks og hönnunar, og vegna efnisnotkunarinnar virka þau svífandi og létt. Í fyrstu voru verkin smágerð en stækkuðu er fram liðu stundir. Oft eru verkin sýnd ein sér eða í stórum samstæðum sem mynda sterkar og grípandi heildir.

30 verk í safneign Safnasafnsins

Skálar – Bowls (hluti / detail), 2013. Beðmi, litaduft / Paper pulp (cellulose), pigment. Dýpt / depth 10,5 x 15,5 cm í þvermál / diameter.

Svava Björnsdóttir was born in 1952 in Reykjavík, where she lives and works. She studied at the École Nationale Supérieure des Beaux-Arts in Paris, France, and at the Akademie der Bildenden Künste in Munich, Germany. Works by Svava are in the collections of Iceland’s main art museums. In 1990 Svava was appointed honorary artist of the City of Reykjavík. Svava has held solo and group exhibitions in Iceland and abroad, and attracted attention early in her career for her bold sculptures and unusual use of material. Svava’s sculptures are both freestanding works and wall hangings, powerful forms made from raw paper pulp and pigment, usually in strong colours. The works blur the boundaries between sculpture, relief, painting and design, and because of the chosen material, give an air of weightlessness. Svava’s scale of works is diverse, larger works are usually displayed alone and smaller ones grouped together to create an enchanting whole.

30 works in the Museum’s collection

[1952]
Svava Björnsdóttir

Þór Vigfússon er fæddur í Reykjavík, þar sem hann býr og starfar, en á einnig bækistöð á Djúpavogi í AusturSkaftafellssýslu. Hann nam við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og Vrije Academie voor Beeldende Kunsten í Haag, Hollandi. Þór hefur haldið fjölda sýninga og eru verk hans í eigu helstu listasafna á Íslandi. Þór gerði ungur ýmsar tilraunir með fígúratíva myndlist en sneri sér síðan alfarið að óhlutbundinni hugmyndavinnu og frumlegri framsetningu myndefnisins. Hann hefur á síðustu árum gert stórar raðir myndverka úr speglum, lituðu gleri eða plexigleri, sem annars vegar eru hengd á vegg eða hallast upp að honum, og þenja mörk þess að vera málverk eða skúlptúr. Þó við fyrstu sýn væri hægt að líta á þessi verk Þórs sem einfalda flatarmálslist, er sú skilgreining of takmörkuð, þar sem verkin spegla bæði áhorfandann, umhverfið og alla hreyfingu, kallandi fram síbreytilegar myndir innan flatarins sem heilla áhorfandann bæði til leiks og íhugunar.

23 verk í safneign Safnasafnsins

Án titils – Untitled, 1979. Akrýl á masonít og pappa / Acrylics on masonite and paper. 21 x 46 cm.

Þór Vigfússon was born 1954 in Reykjavík, and he lives and works there, as well as in Djúpivogur, east Iceland. He studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and Vrije Academie voor Beeldende Kunsten in the Hague, Netherlands. He has held numerous solo and group exhibitions and his works are in the collections of Iceland’s main art museums. Þór began his artistic career by experimenting with figurative art, but soon started making conceptual and minimalistic artworks. In the last years he has mainly made works with coloured glass, plexiglass or mirrors, installed on or leaning against walls, pushing the boundary between painting and wall sculpture. These minimal works incorporate the reflections of the spectator and the surroundings, as well as movement, thus constantly changing, engaging the viewer in both playful observation and intimate contemplation.

23 works in the Museum’s collection

[1954]
Þór Vigfússon

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni verndað skv. íslenskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. All photographs, artworks and text protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9979-72-998-3

Þakkir vegna stuðnings við útgáfu sýningarskrár / Thanks for financial support Seðlabanki Íslands, styrkur tengdur nafni Jóhannesar Nordal / Central Bank of Iceland

Safnasafnið, sem var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur, er staðsett á Norðurlandi, á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Höfuðmarkmið Safnasafnsins er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik.

Sýnisbók safneignar er fyrsta bókin í röð sýnisbóka þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995 by Níels Hafstein and Magnhildur Sigurðardóttir, is located at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. This book, Showcase, is the first in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic outsider art and claim the recognition it deserves.

Arnar Herbertsson / Atli Viðar Engilbertsson / Ásta Ólafsdóttir

Birgir Andrésson / Björn Líndal Guðmundsson / Dieter Roth

Elísabet Geirmundsdóttir / Elsa D. Gísladóttir / Guðjón R. Sigurðsson

Halldóra Kristinsdóttir / Hannes Lárusson / Hildur K. Jakobsdóttir

Hildur Hákonardóttir / Hrefna Sigurðardóttir / Jóhanna Jóhannsdóttir

Kees Visser / Laufey Jónsdóttir / Magnús Pálsson / Ólafur Lárusson

Ragnhildur Stefánsdóttir / Svava Björnsdóttir / Svava Skúladóttir

Sæmundur Valdimarsson / Þór Vigfússon / Þórður Valdimarsson

ISBN 978-9979-72-998-3

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

9 789979 729983

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.