SIGGI - Sól Stefánsdóttir

Page 1

SIGGI Eftir Sól Stefánsdóttir


Um Sigga Sigurður Andrés, kallaður Siggi er ungur maður sem er að gera öðruvísi hluti. Siggi vinnur hjá Securitas, elskar að kafa, stundar pole fitness & notar súluhæla í pole dans­tímum. Siggi er einstakur maður, flott fyrirmynd fyrir alla & l­ ætur engan stoppa sig. Hann eltir drauma sína & hugsar ekki hvað öðrum finnst um hvað hann er að gera. Siggi æfði fimleika í mörg ár, var í klappstýru & ein­ nig í sirkúsi. Siggi var mikill keppnis­manneskja úr fim­ leik­unum & þegar sá ferill endaði reyndi hann að finna ­annað sem hentaði en ekkert fannst sem hann var nógu ánægður með. Fyrir ekki svo löngu fékk hann áhuga á að performa aftur en vildi ekki fara aftur í sirkúsinn, hann langaði að finna aðra íþrótt sem er bæði íþrótt, list og sem hann gæti nýtt fimleikabakgrunninn sinn. Hann prófaði þá Pole Fitness með nokkrum vinkonum & var mjög hrifinn. Ekki var ­aftur snúið & hjálpa fimleikarnir mjög mikið & hægt er að sýna & keppa í Pole Fitness.







„Ég veit að þetta er oft kallað stelpu íþrótt en ég er vanur því úr fim­ leikunum og klappstýrunni, en það sem ég hef tekið eftir með þessa íþrótt er að strákarnir sem stunda þessa íþrótt eru sjúklega sterkir og flottir. Ég er svolítið tvískiptur að því leiti að ég vil bæði vera þessi flotti sterki gaur með svakalegar kraftaæfingar og flott flip og líka skella mér í hæla og vera drullu sexý. Þannig mér líður mjög vel við að vera strákur í þessari íþrótt og væri alveg til í að sjá fleiri stráka koma og prófa.“









2 0 2 1

w w w . s o l s t e f . c o m

Ég heiti Sól Stefánsdóttir og er fædd og uppalin í Reykjavík. Ástríðan mín er portrait, fjölskyldu, bumbu og brúðkaupsmyndataka. Einnig er mikill áhugi fyrir tísku myndatökum. Ég lærði ljósmyndun í The London Institute of Photography 2019 og útskrifaðist í Tækniskólanum á sérsviði Ljósmyndun 2021. Mikilvægasta í ljósmyndun er að gera það sem maður hefur ástríðu fyrir. Takk fyrir mig <3

Uppsettning og frágangur: Ívar Daníel Karlsson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.