Dagur í lífi...

Page 1

Dagur í lífi Þórunnar

Myndir - Hólmfríður Sigvaldadóttir

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

sagnfræðingur og rithöfundur

“Jarla tók við af Erlu-(dóttir) af því ég tel það réttari mynd af orðinu erlu. Ég er dóttir Erlu og Valdimars. Valdimars og Erlu. Hvar sem það byrjaði. Ástin eða aðdráttaraflið sem bjó mig til hófst auðvitað mitt á milli þeirra þannig að nafnið mætti vera lína: Erla-Þórunn-Valdimar.

Ég hef ákveðið að elska og virða foreldra mína, þótt þeir hafi verið jafn brogaðir og næsti maður. Annars næ ég hvorki að unna guðinum Þór né sjálfri mér. Ég hef ákveðið að unna þér heimur, þótt þú sért helvíti ógeðslegur. Besta tilfinningin er að unna, ég held að ég hafi verið sköpuð til þess að segja það með lífi mínu.

Víst eru margar sýslur í manni. Ég er dóttir, systir, vinkona, ástkona, eiginkona, móðir, móðursystir, föðursystir, frænka, sagnfræðingur, rithöfundur, amma, ekkja, prófessors-ekkjufrú, kerla ... ég get ómögulega verið kerling þar sem -lingur er smækkunar-ending og ég er með stærstu konum í heimi.

Átján sentimetrum hærri en meðalkona heimsins. Sjö sentimetrum hærri en meðalkarl heimsins. Ég er stolt af því ... af því að stolt og reisn er heilsan sjálf. Ég hef ákveðið að vera ánægð með mig frá A-Ö. Allan líkama minn, öll hlutverk mín, líka syndir mínar. Af því að þar liggur hamingjan. Látum okkur líða vel, það fer okkur best.” (ÞJV)

Útgáfuteiti

Á leið til Indlands

Komin heim

“... bla bla, bless og takk fyrir í gær. Mikið gaman saman, vil svo mikið hanga með þér. Förum endilega aftur til San Miguel, til lengri dvalar.” (ÞJV)

Hólmfríður heiti ég og er fædd í Reykjavík. Ljósmyndun hefur ávallt fylgt mér og námið við Tækniskólann hefur verið mjög gagnlegt. Áhugi minn í ljósmyndun tengist fyrst og fremst náttúrunni og listrænni ljósmyndun.

Tökurnar með Þórunni var ótrúlega skemmtileg upplifun, Hún er svo einstök og kemur manni alltaf á óvart og hefur algjöra sérstöðu í okkar bókmenntaheimi.

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.