Safnarar - Bjarni Erlingur Guðmundsson

Page 1

SAFNARAR heimsóttir



BORÐSPIL

Tómas V. Albertsson

Tómas V. Albertsson safnar Íslenskum borðspilum og öllu sem tengist íslenskri spilagerð. Markmið hans er að opna safn um sögu íslenskra borðspila.


FINGURBJARGIR


Elín Richards

Elín Richards hefur safnað fingurbjörgum í mörg ár. Hún segir flestar vera frá ferðum sínum um Evrópu og Bandaríkin. Hver einstök fingurbjörg hefur sína sögu sem hún tengir við.


GRAMMÓFÓNAR


Þórhallur Bjarni Björnsson safnar gömlum plötuspilurum. Hann hefur safnað í mörg ár og á núna gott og viðamikið safn. Ótrúlegt en satt þá eru allir spilararnir nothæfir.

Þórhallur Bjarni Björnsson


Svavar Gunnar Jónsson

Svavar Gunnar Jónsson hefur um langt skeið haft áhuga á myndavélum en hann byrjaði að safna þeim sem unglingur. Í dag er safnið hans komið yfir 400 vélar og hefur hann hluta af safninu á veitingstað sínum Ban Kúnn í Hafnarfirði.


MYNDAVÉLAR


Elsa Rut Jóhönnudóttir

Elsa Rut Jóhönnudóttir safnar lyklakippum og er safnið geymt heima hjá afa og ömmu hennar þar sem safnið er of stórt til að geyma í hennar íbúð. Þessar lyklakippur sem hún heldur á eru þær fyrstu sem hún fekk og hófu hennar safn.


LYKLAKIPPUR


Sýnishorn safnara



Sýnishorn safnara


Verkefnið mitt snýst um safnara, eins og heitið á því gefur til kynna. Mér finnst rosalega skemmtilegt að sjá hverju fólk hefur áhuga á að safna og hvers vegna þau hefja slíka söfnun. Hví að safna einhverjum hlutum ef þú vilt ekki sýna safnið þitt? Þessir fimm safnarar gáfu mér leyfi að skoða og mynda söfnin sín. Hvert og eitt safn hefur sína sérstöðu.

Bjarni Erlingur Guðmundsson

Umbrot: Kolbrún Kristjánsdóttir 2021


Ég heiti Bjarni Erlingur, er 25 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Laugardalshverfinu í Reykjavík. Að skapa hluti hefur alltaf verið í eðli mínu og ljósmyndun er einn miðill sem hefur kennt mér ansi mikið hvað hægt er að gera. Fyrir utan ljósmyndun hef ég miklan áhuga á íþróttum, þá aðallega fótbolta, og kvikmyndagerð. Ég stefni á að læra meira í kvikmyndageiranum í framtíðinni og hefur þetta nám gefið mér góðan grunn í öllu tæknilegu hliðunum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.