Ljósgimbur - Snædís Hrafnsdóttir

Page 1

LJÓSGIMBUR

Snædís Hrafnsdóttir

Frá náttúru yfir í list

Klara Rakel eða Ljósgimbur sem er listanafn hennar, gerir alls kyns list, allt frá náttúrulegum hráefnum yfir í filmu ljósmyndun. Aðferðirnar eru mismunandi, ásamt mörgum efnum sem notuð eru, keramik leir, steinar, viður, akrýl- og olíumálning - á hvaða yfirborð sem er, rafmagnsvír og margt fleira.

Ljósgimbur tengir verk sín við

jörðina, dýralíf, náttúru, fjöru og flóð. Sköpunin fer eftir flæði himintunglanna sem og krafti úr náttúrunni.

Ásamt þessu er Ljósgimbur að

vinna að spástokk sem er svipað og Völuspil

Klara leitar af efnum til þess að nota í listaverkin
sín.
Útsýni
yfir Meðalfellsvatn og fjöllin í Hvalfjarðasveit frá pallinum heima hjá Klöru. Hjartað er efst í huga við listaverkin.

Klara er skáld, skapari og náttúru barn. Hún er þrítug og hefur verið að skapa list, skrifa smásögur og

ljóð frá því að hún man eftir sér. Alin upp af listamanni og múrara og hafði það mjög mótandi áhrif að vera í skapandi umhverfi.

Fyrir ári síðan byrjaði Klara að einbeita sér að því að skapa að fullu í leit að sjálfri sér. Notar list til þess að tjá tilfinningar sem ekki er hægt að setja í orð og eru verkin hennar oft ádeilur á mismunandi samfélagsleg sár.

Öskunni dreift með því að blása á hana.
Önnur listverk eftir Klöru.
Klara finnur hugarró við að vera úti í náttúrunni og tengir sig við hana.

Ég heiti Snædís og er 21 árs, frá því ég var um 12 ára hafði ég alltaf áhuga á landslaginu okkar og dreymdi um alvöru myndavél til að mynda það og keypti slíka vorið 2021. Fór að mynda landslag fyrst en núna er áhuginn í íþróttunum. Fyrir 2 árum (2021) varð ég stúdent og vissi ég ekki hvað mig langaði að gera en nær seinustu stundu ákvað ég að skrá mig í Tækniskólann til að læra ljósmyndun. Ég sé ekki eftir því, þetta er búið að vera skemmtilegt ár og ferðin til Berlínar stendur upp úr.

snaedisbh@gmail.com snaedishrafns
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.