Hvunndagshetjan - Hlín Guðmundsdóttir

Page 1

Hvunndagshetjan

Patrekur Andrés Axelsson er 29 ára gamall afreksíþróttamaður og nemi í sjúkraþjálfun.

Tuttugu ára gamall, var hann úti að keyra þegar hann tók eftir því að hann sá ekki á númeraplötuna á næsta bíl. Það voru fyrstu merki um versnandi sjón. Var í kjölfarið greindur með Leber, ættgengan augnsjúkdóm sem veldur blindu. Hálfu ári síðar var sjón hans komin í 5% og hann orðinn lögblindur. Það kom ekki alveg á óvart því móðir hans hafði misst sjónina ellefu árum áður. Upp frá því að ljóst að hann gæti átt von á því einnig. Mikið áfall engu að síður.

“Fáum öll misstór verkefni að kljást við í lífinu og það er engin ein rétt leið að díla við það.”

• 2014 greindist með Leber sjúkdóminn.

• 2014 útskrifaðist sem rafvirki og stúdent

• 2018 útskrifaðist sem heilsunuddari

• 2021 keppti í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikum fatlaðra í Tokyo og hafnaði

7. Sæti

• 2023 útskrifast með BS gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ.

• 2024 stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í París.

Patti í hádegismat á Háskólatorgi með vini sínum.

Tannkreminu sprautar hann beint upp í sig, bleytir tannburstann og burstar svo tennurnar.

“Ég geri þetta svona því það er ekki víst að ég hitti á tannburstann ef ég reyni að setja tannkremið beint á hann”.

Hann notar einskonar stækkunarbúnað til að stækka letur, á skjá eða blaði. Með snúningstakka framan á skjánum getur hann þysjað út og inn. Hann nýtir tæknina talsvert, er m.a. með talgervil í tölvu og síma sem nýtist honum vel í náminu.

Patrekur greinir mun á degi og nóttu. Skynjar svartan, hvítan og dök bláan. Hann lét útbúa þessi gleraugu sem sýna u.þ.b hvernig hann sér.

Svona er sjónin hjá fólki með fulla sjón Svona er hans sjón, 5%

Patrekur hefur sópað að sér viðurkenningum á undanförnum árum enda reynir hann frekar að finna út hvað hann geti gert til að sigrast á sjúkdómnum í stað þess að láta sjúkdóminn sigra sig.

Patrekur sér alfarið um sig sjálfur, eldar flesta daga og gerir hefðbundin heimilisverk. Þarna er hann að sjóða hrísgrjón. Til að átta sig á hvort kveikt er á hellunni fer hann með höndina að henni til að finna fyrir hitanum. Auk þess nær hann að greina rauða bjarmann með því að halla sér nær hellunni.

T11 er flokkurinn sem Patti keppir í, sá flokkur er fyrir blinda. Skv reglum þurfa allir keppendur þess flokks að hafa meðhlaupara. Þeir hlaupa saman og halda í band og með bindi fyrir augum. Meðhlaupari er manneskja með fulla sjón sem hleypur með keppanda.

Hann tók þátt í 400 metra hlaupi á Íslandsmeistaramóti fatlaðra ásamt Trausta meðhlaupara sínum.

Patti fer víða fótgangandi og kýs þá frekar að ganga á götum en gangstéttum. Ástæðan er sú að hann á auðveldara með að skynja bíla keyra hjá en að átta sig á hvenær næsti ljósastaur eða blómaker gæti orðið á vegi hans.

Ég heiti Hlín Guðmundsdóttir og er 25 ára gömul. Áhugi minn liggur aðallega í stúdíóinu en eftir því sem við fengum að kynnast fljölbreytileika ljósmyndunnar meira í náminu er ég opin fyrir allskonar verkefnum! Einnig er ég förðunarfræðingur sem passar mjög vel við ljósmyndunina og ég hlakka til að sameina þessar greinar í verkefnum í framtíðinni.

hlingudmunds@gmail.com

2 0 2 3
Ljosmyndunhlin
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.