Úr öskunni rís... - Regina Rist

Page 1

Úr öskunni rís...

Á Byggðasafninu á Görðum, Akranesi er ein af síðustu eldsmiðjum landsins.

Eldsmíði er því miður deyjandi atvinnugrein en áhugasamir eldsmiðir halda uppi hefðinni á Byggðasafninu á Görðum og oft bjóðast skemmtileg verkefni sem smiðirnir taka að sér.

Ég tók mig til og ákvað að fylgjast með þegar Sæmundur Örn Kjærnested og Ingvar

Matthíasson smíða allt járnaverk fyrir endurgerð á bátnum Geir en hann eyðilegðist í bruna á Þjóðminjasafninu árið 1993. Báturinn er svokallaður tíróinn áttæringur og voru þeir mikið notaðir við fiskveiðar uppúr aldamótunum 1900. Teikningin sem er notuð er frá árinu 1951.

Þetta þarf allt að vera handgert svo að skipið líkist frumgerðinni sem mest. Þar má nefna allar keðjur, festingar, naglar, stýrið o.s.f.v.

Hægt er að fylgjast með smíðinni á bátnum á www.batasmidi.is og á Bátasmíði á Facebook

Steðjarnir eru stöðugir og er þeim raðað í hálfhring, í þægilegri fjarlægð frá eldinum til þess að smiðir þurfi að labba sem minnst

Verkfæri í eldsmiðjunni eru eins mörg og þau eru mismunandi. Mikilvægt er að velja verkfæri sem hentar bæði þér og verkefninu sem er fyrir hendi

Sæmundur Örn Kjærnested

Ingvar Matthíasson

Ljósmyndun hefur verið partur af lífi mínu frá því að ég var barn, í öllum ferðum var ég að taka myndir hvort sem það var af fólkinu sem ég var með eða bara öllu sem ég sá og fannst merkilegt. Aldrei hugsaði ég með mér að verða ljósmyndari. Þetta var allt of sjálfsagður hlutur. Það tók mig meira en 30 ár að átta mig á því að þetta væri það sem ég vildi gera. Ákvað þá að sækja um í Tækniskólanum og láta verða af þessu.

Áhugasvið mitt innan ljósmyndunar er aðallega landslag og dýralíf en eftir þennan tíma í Tækniskólanum fór ég að fá meiri áhuga fyrir öllum tegundum hennar. Vöruljósmyndun, tíska, arkítektúr og heimildarljósmyndun stendur þar uppúr. Ég stefni á að stofna mitt eigið fyrirtæki í framtíðinni og reyna að sameina mikið af mínum áhugamálum og ljósmyndunina.

@reginaristphotography reginaristphotography@gmail.com
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.