Jón á Búrfelli - Rakel Rún Garðarsdóttir

Page 1

Jón á Búrfelli



Jón Eiríksson kúabóndi, listamaður og áhuga ljósmyndari býr á sveitabænum Búrfelli í Miðfirði. Hann býr þar einn og er með erlenda vinnukonu í vinnu hjá sér við að aðstoða sig á búinu. Jón á hvorki sjónvarp né GSM-síma svo oftast er bara hægt að ná á hann í hádeginu eða á kaffitímum. Það eru aldrei dauðar stundir í lífi Jóns og eyðir hann ekki löngum tíma inni í heimahúsi. Þegar að hann er ekki að sinna störfunum á bænum þá er hann annað hvort í listagalleríinu eða vinnuherberginu að mála og skissa.






„Samfélagsmiðlar gera ekkert annað en að fylla hausinn á manni af drasli.“ -Jón Eiríksson









Rakel Rún Garðarsdóttir

rakel.run

Uppsetning og frágangur: Hörður Helgi

Ég er ljósmyndari, hestakona og náttúruunnandi. Veit fátt betra en að vera úti í náttúrunni með myndavélina í góðum félagsskap.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.