Ungir Íþróttamenn Íslands - Ólafía Björt Benediktsdóttir

Page 1

Ungir Íþróttamenn Íslands

Ólafía Björt Benediktsdóttir



Um seríuna:

Ungir Íþróttamenn Íslands, fjallar um í­þrótta­menn sem eru að gera það gott í í­þrótta bransanum í dag. Þessi sería kynnir okkur fyrir í­þrótta­mönnum eins og Bertu hand­bolta­konu, Agli frjáls­í­þrótta­manni, Elísu dansara, Jóhönnu sund­ konu, Leo taekwondo­meistara og Magnús borð­tennis­leikara.



Handbolti Berta Rut – 2000

Ég er á mínu fjórða ári í meistaraflokk og hef ég spilað með Haukum frá því að ég var 14 ára. Ég hef spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og verið viðloðinn í B-landsliði síðast liðin ár.



Frjálsar

Egill Pétur – 2001

Ég heiti Egill og hef verið að æfa íþróttir síðan ég man eftir mér. Æfði fótbolta frá fimm ára aldri þar til ég varð 11, þá skipti ég yfir í frjálsar og hef verið þar síðan. Ég elska að keppa umfram allt. Ég hef verið að glíma við ýmis meiðsli síðastliðin 4 ár, en er samt sem áður að gera mitt allra besta til að keppa sem best.



Ballet/Dans Elísa Björg – 1995 Ég byrjaði að æfa klassískann ballett þriggja ára gömul í Listdansskóla Hafnar­f jarðar. Þaðan lá leiðin í List­ dansskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist af klassískri braut. 19 ára fór ég til New York í háskólanám í dansi þar sem ég útskrifaðist þremur árum seinna. Aðaldansstílarnir sem ég hef lært eru ballett, nútíma­ dans og djass ballett. Ég hef einnig grunn í steppdansi, afródansi o.fl. Í dag kenni ég ballett og djass ballett í List­dans­skóla Hafnarfjarðar.



Sund

Jóhanna Alba – 2000 Ég byrjaði að æfa hjá sundfélaginu Ægi þegar að ég var 6 ára. Þegar að ég var 14 ára fór ég yfir í sunddeild Ármanns og er þar enn þann dag í dag. Ég á við hné vandamál að glíma og er búin að vera að fara úr hnélið síðan að ég var 14 ára. Það stoppar mig samt aldrei frá því að æfa og ég neita að hætta nema að ég virkilega þurfi þess.



Taekwondo Leo Speight – 2001

Ég heiti Leo Anthony Speight og æfi Taekwondo. Ég er 18 ára gamall og byrjaði að æfa íþróttina 11 ára. Ég byrjaði að æfa hjá Björkunum í Hafnarfirði og æfi þar enn, þó ég æfi mikið í Englandi líka. Undanfarin ár hef ég farið mikið erlendis að keppa svo sem til Lúxemborg, Túnis, Frakklandi, Austurríki, Rúmeníu o.fl. Ég hef náð 2 brons medalíum á sterkum alþjóðlegum mótum, orðið norður­landa­meistari og Íslandsmeistari nokkrum sinnum. Ég er einnig ósigraður á Íslandi seinustu 5 ár bæði í unglinga og fullorðinsflokkum . Ég er núna partur af unglingalandsliði Bretlands.



Borðtennis Magnús Gauti – 2000

Ég er fæddur árið 2000 og byrjaði að æfa borðtennis þegar ég var 11 ára. Ég varð strax hel­tekinn af í­þróttinni þar sem hún hefur allt sem ég þarf. Ég er gífur­lega mikil keppnismanneskja og ætlaði mér strax á toppinn og byrjaði því fljótlega að æfa rosalega mikið. Ég bjó eiginlega bara í borð­ tennissalnum og æfi núna hátt í 25 tíma í viku. Ég varð Íslands­meistari fullorðinna árin 2018 og 2019. Ég stefni á að fara erlendis að æfa og í nám, en ég var einmitt í Noregi að æfa á fullu frá september-mars.


UM

Ég heiti Ólafía og hef verið áhugaljósmyndari síðan 2011. Áhuginn minn á ljósmyndun blómstraði þegar ég og fjölskyldan mín fórum hringinn í kringum landið eitt sumarið. Ég tók myndir á fjölskyldu­mynda­v élina og byrjaði að mynda ferðina með fjölskyldunni og hélt síðan áfram að mynda næstu ár.

Uppsetning og frágangur: Sigrún Rakel Ólafsdóttir

Þegar ég var kominn í 9. bekk vissi ég að ég vildi fara í nám í ljós­myndun. Ég byrjaði í Tækniskólanum árið 2017 og stefni á útskrift núna í vor. Frá því að ég byrjaði í þessu námi hef ég fundið ástríðu mína fyrir umhverfis portrettum og íþróttaljósmyndun þess vegna ákvað ég að sameina þetta tvennt fyrir lokaverkefnið mitt.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.