Búddistafélag íslands (Watthaiiceland) - Nabduen Phumpraman

Page 1

Búddistafélag íslands (Watthaiiceland) Nabduen Phumpraman



Arunee Khamsamai, 46 ára gömul taílensk kona sem hefur búið á Íslandi í 12 ár. Hún vinnur í eldhúsinu á Fosshóteli. Hún er ein af forsvarsmönnum búddamusterisins á Íslandi.



Búddismi eru trúarbrögð sem ekki gera ráð fyrir tilvist guðs. Búddistar fylgja heimspekikenningum Búdda, sem þýðir “hinn upplýsti”.


Munkar iðka trú sína í klaustrum, ýmist einir eða með öðrum munkum. Munkar geta kosið að þjónusta allar aðrar lífverur eða vera í einangrun og neita sér um lífisns lystisemdir með því að lífa fábrotnu lífi, biðja og stunda íhugun.


ar m


Búddistar votta virðingu sína við hina þrjá gimsteina, Búddamunkana Buddha, Dharma og Sahgha, með því að leggja saman hendur, setja þumla mitt á milli augabrúna og vísifingur á enni. Höfuðið er svo látið halla samsíða jörðu. Naiyana Pornpadung er 53 ára gömull taílensk kona sem hefur búið á Íslandi í 25 ár. Árið 1995, árið sem hún flutti til Íslands, var Búddistafélag Íslands stofnað.




Búddistafélag Íslands er skráð trúfélag á Íslandi. Forstöðumaður þess heitir Phramahaprasit Boonkam. Talið er að flestir búddistar á Íslandi séu ættaðir frá Thailandi og fylgjendur theravada-greinarinnar. Búddistafélag Íslands var stofnað árið 1995. Þeir starfrækja eina búddamusterið á Íslandi, á Vighólastíg 21 í Kópavogi og þar hafa munkar einnig aðsetur.


Búddistar hella vatni helgað látnum ættingja til að votta virðingu sína.



Munkar lifa á ölmusu og gera fólkinu á þann hátt kleift að stunda þá dyggð, sem kallast miskunnsemi og góðsemi.


Að bjóða ölmusu til munka er ein af hefðum sem búddistar iðka. Munkar fara út meðal fólks og rétta út ölmususkálar og fá í þær matargjafir, svo sem þurrmat og hrísgrjón


Um ljósmyndara Ég heiti Nabduen Phumpraman. Ég er 25 ára gömull, frá Taílandi og hef búið á Íslandi í 8 ár. Ég hef áhuga á að ljósmynda náttúru, landslag og umhverfisportrett. Ég er búddisti frá fæðingu þannig ég valdi eitthvað sem gæti kynnt betur búddatrú og Búddistafélag Íslands. Instragram : nabduen_photography Uppsetning og frágangur: Þórdís Einarsdóttir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.