Skaginn í öllu sínu veldi - Hafdís Fía Rögnvaldsdóttir

Page 1

Skaginn í öllu sínu veldi Hafdís Fía Rögnvaldsdóttir


Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranes er uppalinn á Akranesi og er mikið inn í íþróttunum. Hann var ráðinn bæjarstjóri árið 2017. “Bærinn er mjög fjölskylduvænn og er með ánægðustu íbúum á landinu.”


Guðlaug er heit náttúrulaug í grjótgarðinum á Langasandi. Á neðstu hæðinni er vaðlaug, á miðhæðinni er setlaug og á efstu hæðinni er útsýnispallur með fallegu útsýni yfir faxaflóann. Guðlaug er vinsæl á sumrin og fólk kemur frá öllum landshlutum til að fara í laugina og njóta útiverunnar á Langasandi. Guðlaug var gjöf til bæjarins frá Minningarsjóð Jóns Gunnlaugssonar útvegsbónda og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur húsmóður frá Bræðraparti á Akranesi.


Langisandur er falleg sandfjara við Akranes, strandlengjan er uþb. 1 km löng. Fólk kemur langt að til að njóta útiverunnar í sandfjörunni á góðviðrisdögum og sandurinn er einstaklega góður í sandkastalagerð og má oft sjá heilu fjölskyldurnar að störfum við kastalabyggingar.


Meðfram strandlengjunni liggur hjóla og göngustígur sem er mikið notaður af íbúum bæjarins á hverjum degi.


Sjúkrahúsið á Akranesi er varasjúkrahús fyrir Landspítalann. Sagan að uppbyggingu sjúkrahússins er löng, 1915 var fyrst byrjað að tala um byggingu á sjúkraskýli. Fjármögnun gekk hægt en margskonar fjáraflanir voru haldnar til að safna fyrir sjúkrahúsinu. Það fór fyrst að ganga vel eftir að bænum var gefið Bíóhöllin og ágóðinn þar fór til byggingarinnar. Það er því óneitanlega sterk tenging milli Bíóhallarinnar og sjúkrahússins. Sjúkrahúsið er mikilvæg þjónusta og vinnustaður fyrir íbúa Akraness. Þar eru framkvæmdar fjöldin allur af liðskiptaaðgerðurm, bæði hné og mjaðmalið, þar er líka vinsæl fæðingardeild svo eitthvað sé nefnt. Það er alveg ljóst að þegar bænum var gefin Bíóhöllin var það mikil gæfa fyrir bæjarbúa.


Bíóhöllin á Akranesi var byggð árið 1942 og tekin í notkun 1943. Bíóhöllin er eitt elsta kvikmyndahús landsins og er ennþá starfandi í dag. Húsið er mjög sérstakt í laginu en það er teiknað eftir sænskri fyrirmynd. Það voru hjónin Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson sem gáfu bænum bíóið og átti rektrarágóðinn að fara til menningar og mannúðarmála á Akranesi. Fyrstu árin fór næstum allur ágóði af rekstri Bíóhallarinnar til byggingar sjúkrahússins.


Fótbolti er vinsæl íþrótt á Akranesi og er spilað hvernær sem tími gefst og í hvernig veðri sem er. Knattspyrnudeildin er mjög stór hjá ÍA og eru bæði karla- og kvennalið í meistaraflokki í efstu deildum á Íslandi.


Á Akranesi er eitt íþróttafélag og undir því eru 19 íþróttagreinar s.s fótbolti, fimleikar, sund, blak og hnefaleika svo eitthvað sé nefnt. ÍA var stofnað árið 1956 með sundfélagi og ungmennafélagi Skipasagi.


17. júní 2015 var Einar Ólafsson kaupmaður sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorð fyrir framlag sitt í þágu heimabyggðar.


Verslun Einars Ólafssonar eða Einarsbúð eins og verslunin er oftast kölluð var opnuð 1934 þegar Einar flutti til bæjarins. Verslunin var flutt í núverandi húsnæði 1946 og hefur verið þar alla tíð síðan.


Það eru mörg falleg útilistaverk á Akranesi, þetta verk heitir Grásleppukarlar, og er eftir Jón Pétursson og stendur í Kalmansvík. Á Akranesi hefur alla tíð verið mikil grásleppuveiði og má segja að verkið sé veiðimönnum til heiðurs.



Árið 1918 var litli vitinn byggður, vitinn er einn af fyrstu steinsteyptu vitum landsins. Thorvald Krabbe verkfræðingur teiknaði vitann en ljóshús hans var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi vegna stálskorts sem af völdum fyrri heimsstyrjaldarinnar en skipið strandaði árið 1917.


Axel Sveinsson verkfræðingur teiknaði Akranesvita sem er stóri vitinn en hann er 22,7 m. hár og var byggður 1943-1944.


Um ljósmyndarann Ég heiti Hafdís Fía Rögnvaldsdóttir og er uppalinn á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en hún hófst fyrir alvöru þegar að mamma og pabbi keyptu myndavél og ég fékk að prófa að taka myndir. Ég hef áhuga á bæjum út á landi og samfélaginu þar, skoða hvort það sé mikið öðruvísi en á höfuðborgarsvæðinu.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.