Frú Ragnheiður - Karen Björk Wiencke

Page 1

Frú Ragnheiður


Skaðaminnkun er hugmyndafræði með það að markmiði að draga úr skaða vímuefnanotkunar. Árið 2009 setti Rauði kross Íslands á laggirnar skaðaminnkandi úrræði sem ber heitið Frú Ragnheiður. Úrræðið gengur út á að ná til jaðarsettra hópa á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem leita til Frú Ragnheiðar eru meðal annars heimilislausir og einstaklingar sem nota fíkniefni í æð. Einstaklingum er boðin skaðaminnkandi þjónusta svo sem nála­skiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta. Frú Ragnheiður notar sérútbúin bíl sem fer um höfuðborgarsvæðið sex kvöld í viku auk þess að fara á Suðurnesin tvö kvöld í viku. Einstaklingar sem nýta sér úrræðið geta fengið aðhlynningu á sári, sýklalyfjameðferð auk ráðgjafar frá hjúkrunarfræðing sem er á vakt á hverju kvöldi eða frá lækni sem sinnir bakvakt. Þrír starfsmenn standa vaktina í Frú Ragnheiði, hjúkrunarfræðingur, sjálfboðaliðar og aðrir fagaðilar. Hjá Frú Ragnheiði er boðið upp á nálaskipta­ þjónustu fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð en þangað geta einstaklingar leitað til að sækja sér nýjar nálar og sprautur auk þess sem Frú Ragnheiður tekur við notuðum búnaði sem þau sjá um að farga. Smokkar og aðrir hlutir eru í boði fyrir einstaklinga til að minnka líkur á smitum og sýkingum. Ráðgjöf er stór partur af Frú Ragnheiði.


Svavar bílstjóri kvöldsins, stendur við bílinn í fyrsta stoppi.


Rúnturinn Albert gerir bílinn kláran fyrir brottför.


Svala undirbýr rúnt-hringinn á meðan Gígja fyllir á birgðir bílsins.



Í bílnum er staðsettur Naloxon nefúði. Naloxon er ætlað til tafarlausrar notkunar sem bráðameðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun morfínskyldra lyfja (ópíóða) sem kemur fram sem öndunarbæling eða bæling á mið taugakerfinu.


Smokkar og sleipiefni er í boði fyrir þá skjólstæðinga sem vilja.

Skjólstæðingarnir fá bæði þykkar og örþunnar nálar, þessi bleika er notuð til að draga upp efnið úr litla pottinum og hin nálin er notuð til að sprauta efnunum í líkamann.


Skanni notaður til þess að sýna skjólstæðingum hvar æðarnar eru og hvaða æðar séu réttar til að stinga í til þess að koma í veg fyrir að það sé sprautað á vitlausan stað.



Gefið er næringu og drykki til skjólstæðinga og einnig er þeim gefinn útifatnaður og teppi ef þess er þörf.



Notaðar sprautunálar til förgunar sem afhentar voru á vakt.




Ég heiti Karen Björk Wiencke og er nemi í Tækniskólanum á ljósmyndasviði og er að útskrifast vorið 2021. Ég hef stefnt að því að verða ljósmyndari síðan ég var 12 ára gömul og hef brennandi áhuga á öllu sem við kemur ljósmyndun. Ég valdi að gera verkefni um Frú Ragnheiði vegna þess að mér finnst það áhugavert og vildi varpa ljósi á þetta mikilvæga starf sem er verið að vinna.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.