Sverrir Gauti „Hvað er það versta sem getur gerst?“ - Katrín Ása Karlsdóttir

Page 1

Sverrir Gauti „Hvað er það versta sem getur gerst?“ Katrín Ása Karlsdóttir


Sverrir Gauti Svavarsson er tvítugur strákur úr Kópavogi. Hann æfir ballet á framhaldsbraut í Klassíska listdansskólanum. Hann æfir þar sex sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn. Auk þess æfir hann nútímadans og stundar nám á leiklistarbraut við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Ballet er mjög fallegt og fágað listform. Það krefst mikils aga, er líkamlega erfitt og krefjandi. Strákar eru í miklum minnihluta þeirra sem æfa ballet. Með Sverri æfa tveir strákar og fimmtán stelpur.



„Það getur verið tómlegt í strákaklefanum, enda eru mjög fáir strákar sem æfa með mér ballet.“


„Samvinna í dansi getur hjálpað manni bæði líkamlega og andlega, þá er mikilvægt að líða vel með þeim sem maður dansar. Ég er svo heppinn að hafa kynnst Kolfinnu, bestu vinkonu minni í dansinum. Við höfum hjálpað hvoru öðru að verða betri dansarar.“


„Að fara frá því að teygja aldrei, í að fara í splitt og spíkat á hverjum degi, var erfiðasta breytingin þegar ég byrjaði að æfa ballet. Það að koma sér í gott ballet form getur verið mjög krefjandi og erfitt og til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að ýta sér að sínum ystu mörkum.“






„Þú getur ímyndað þér lyktina.“


„Fæturnir fá mest að kynnast sársaukanum. Hver einasti vöðvi í líkamanum þ.á.m. litlu vöðvarnir sem flest fólk notar ekki eru gríðarlega mikilvægir.“



„Ballet er mjög góður grunnur til þess að læra hvaða dans sem er, það hefur hjálpað mér mikið í nútímadansi. Dansinn gefur mér einnig mörg tækifæri til að kynnast allskonar listamönnum. Ég fékk t.d. að taka þátt í leiksýningunni Teenage Songbook of Love and Sex. Ballettinn hefur tvíeflt mig og gefur mér mikið í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég finn mikinn mun á mér, er í frábæru formi, hef meira þol, aukinn liðleika, styrk og vöðvamassa.“



Um ljósmyndarann Katrín Ása Karlsdóttir heiti ég. Ég er tuttugu og fjögurra ára gömul, fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ljósmyndun og í dag er það mitt helsta áhugamál. Það sem heillar mig við ljósmyndun er að geta fangað falleg augnablik sem aðrir geta notið.

katrinasa.photography

Uppsetning og frágangur: Sigrún Rakel Ólafsdóttir

„Ég skora á alla stráka til þess að sleppa karlmennskunni, fara í sokkabuxur og dansa ballet, eða að minnsta kosti prófa einn ballet tíma. Hvað er það versta sem getur gerst?“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.