HLEMMUR-TVÖ LÍF - Karen Helenudóttir

Page 1

HLEMMUR-TVÖ LÍF

KAREN HELENUDÓTTIR


Mamma vildi ekki að ég færi inn á Hlemm þegar ég var yngri. Hlemmur var staður sem fólk vildi ekki vera of lengi inn á og staður sem ég persónulega hugsaði oft um sem hættulegan og fór aldrei að. Árið 2017 var ákveðið að opna mathöll inn á Hlemmi, það var gert til að auka gæði staðarins og mannlífs þarna í kring. Mér finnst þetta áhugaverð tilraun til að breyta Hlemmi og gaman að sjá hversu mikið af allskonar og ólíku fólki kemur þarna núna í dag. Fyrir árið 2017 var ólíklegt að sjá fólk fara fínt út að borða á Hlemm, eða finna veitingastað sem er mælt með af Michelin eða unga krakka vera að leika sér og foreldrarnir áhyggjulausir á meðan. Markmið mitt er að sýna hversu fjölbreytt lífið við Hlemm er orðið. Það verður því áhugavert að halda áfram með seríuna og sjá breytingarnar á næstu 5-10-15 árum og hvernig fólkið breytist í leiðinni.








Karen Helenudóttir heiti ég, 24 ára gömul að útskrifast sem ljósmyndari úr Tækniskólanum. Áhuginn hingað til hefur verið landslagsmyndir, tískumyndir, ferðamyndir og núna vissulega ákveðin heimildar sería. Þetta verkefni var virkilega krefjandi en eitt skemmtilegast verkefnið líka á önninni. Virkilega stolt af þessari seríu og verður gaman að miða þessar myndir við önnur verkefni í framtíðinni.

Karen Helenudóttir

karen096@live.com

kphotography.myndir

Uppsetning og frágangur: Auður Vala Eggertsdóttir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.