Úfinn og rjómasléttur sjór - Hulda Margrét Óladóttir

Page 1

eftir Huldu Margréti Óladóttur

Úfinn og rjómasléttur sjór


Úfinn og rjómasléttur sjór Sjómennskan hefur tekið miklum stakkaskiptum á 20. öldinni vegna mikillar tæknivæðingar. Áhrif tækni­breytinganna hafa þó haft meiri áhrif á togarana og frystitogarana á meðan smábátarnir, sátu eftir. Vegna afkastagetu togaranna þá er það kvótinn sem stýrir veiðinni. Í dag eiga stóru útgerðirnar mest allan kvótann og þær síðan leigja hann áfram til smábátaeigenda, sanngjarnt... ekki satt? Þrátt fyrir þann mikla mismun sem finnst í kerfinu og þá óvissu sem áhöfn smábáta stendur frammi fyrir á hverjum degi halda þeir ótrauðir áfram. Þeir sækja sjóinn dag eftir dag og eru þeir sannkallaðar hetjur hafins. Ég var svo lánsöm að hitta áhöfnina á smábátnum Von GK175 (skipaskrá er 1762), en hann er minnsti netabátur landsins sem stundar þorskveiðar að sögn skipstjórans. Báturinn er í eigu Sigrúnar Jónínu, stýrimanns, og Guðbjarnar (Guffa), skipstjóra, en hann er jafnframt einn af þremur í áhöfn Vonar. Guffi er með 45 ára reynslu á sjó, en hann fór fyrst út að róa þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Óskar, sem er vélstjóri Vonar, hefur róið í samtals 35 ár á hinum ýmsu smábátum. Þriðji og síðasti áhafnarmeðlimurinn er síðan Pétur Færeyingur eins og hann er oft kallaður en hann er stýrimaðurinn um borð með yfir 30 ára starfsreynslu á sjó. Von GK175 er samkvæmt áhöfninni kvótalaus bátur. Eigandinn þarf því að leigja kvóta í hvert sinn sem farið er út að róa. Báturinn er með samning við Fiskmarkaðinn um að kaupa allan fisk sem veiddur er hverju sinni. Ég forvitnaðist um það hjá áhöfninni hvað einkenndi daglegt líf þeirra. Óskar vélstjóri orðaði það svona: „Daglegt líf áhafnarinnar einkennist af leit að endalausum nýjum fiskistöðum til þess að leggja netin og vona að veiðin verði góð. Í hnotskurn, þá er þetta kalt og ógeðslegt og erfiðisvinna. Við vitum aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, hvort eitthvað gerist eða hvernig veiðin verður. Við getum aldrei sagt hvenær við komum heim, á slæ– mum degi eru við kannski 20 klst. á sjó. Það er einnig mjög mikil óvissa að vita aldrei fyrir víst hvort það sé hægt að róa út á morgun eða á eftir. Það fyrsta sem við gerum alla daga er að hlusta á veðurfréttir – við erum alltaf að skoða veðrið áður en við leggjum af stað í langan veiðitúr.“ Eins og skilja má á orðum Óskars haldast sjómennska og lífshætta í hendur. Ég fékk það eintaka tækifæri að fara með þeim í þeirra fyrsta veiðitúr í vetur og um leið fékk ég að kynnast áhöfninni betur. Við veiddum 1799 kg í þessari ferð sem telst mjög góð veiði fyrir þessa stærð af báti.

Myndirnar endurspegla mína upplifun af netaveiðum við Íslandsstrendur á góðum degi.

2 ǀ „Úfinn og rjómasléttur sjór“


3





7


8 ǀ „Úfinn og rjómasléttur sjór“


„Sjómenn frá Sandi, bröta frá landi, bölvandi, hrópa og kalla á háseta alla flýttu þér fjandi“

9



11


Um höfundinn Hulda Margrét Óladóttir er 36 ára 4 barna móðir, unnusta, viðskiptafræðingur, nemi og sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Hulda Margrét hefur starfað við ljósmyndun sl. 2 ár samhliða námi sínu. Hún hefur mest verið að mynda fjölskyldu- og barnaljósmyndir ásamt því að mynda fótboltamyndir fyrir fotbolti. net en undanfarna 6 mánuði hefur hún verið að taka meira að sér stærri verkefni fyrir stofnanir og fyrirtæki.

2 0

Hulda Margrét er svo lánsöm að hafa fengið pláss í sameiginlegu ljósmyndastúdíói þar sem fimm ljósmyndarar leigja aðstöðu saman. Ljósmyndastudíóið hennar ber nafnið Hvítir Skuggar og er staðsett á Brautarholti 16, 105 RVK.

2

Hulda Margrét hefur ávallt haft mikinn áhuga á ljósmyndun og myndaði mjög mikið á filmu þegar hún var unglingur. Hún stefndi alltaf á að fara í ljósmyndanám en lífið tók aðra stefnu sem endaði með BS gráðu í viðskiptafræði. Það var ekki fyrr en 12. mars 2016 sem hún fékk þá tilfinningu að lífið væri of stutt til að lifa annars manns draumi, en á þeim tíma starfaði hún sem sölu- og markaðsstjóri. Hún var þó ekki tilbúin að gefa allt strax uppá bátinn og það var ekki fyrr en hún eignaðist yngsta barn sitt að hún áttaði sig á því að nú væri rétti tíminn, eini tíminn til þess hoppa frá borði og synda í land og læra ljósmyndun og sér hún ekki eftir því.

0

Ef áhugi eða spurningar vakna þá endilega hafðu samband í farsíma 897 0250 eða sendu henni tölvupóst á hulda@huldamargret.is. Ást og friður, Hulda Margrét

Uppsetning og frágangur Laura Salinas

Hulda Margrét er ekki ein af þeim sem fékk áhuga á ljósmyndun út frá því að mynda landslag eða mynda allt sem á vegi hennar varð. Það var ekki fyrr en Hulda Margrét fór að skoða hvernig ljósmyndari hún er, var og vildi vera að hún áttaði sig á því að hún væri portrett ljósmyndari í grunninn. Hulda Margrét sækist í að mynda fólk. Fyrir henni eru allir einstakir og hún elskar að ná fram persónutöfrum hvers og eins á mynd og draga fram allar þær einstöku hliðar sem hver og einn hefur. Hún leggur jafnframt mikla áherslu á vönduð vinnubrögð bæði í myndatökunni sjálfri sem og eftirvinnslunni.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.