Sigrún og loftslagsverkfallið - Hrefna Morthens

Page 1

Sigrún og loftslagsverkfallið



Sigrún Jónsdóttir er forseti landssamtaka íslenskra stúdenta ásamt því að vera 5. árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands LÍS ásamt stúdentaráði Háskóla Íslands áttu frumkvæði að skipulagi loftslagsverkfallsins hér á landi sem er innblásið af hreyfingunni fridays for future. Markmið hópsins er að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og auki fjármagn í aðgerðir tengdum umhverfismálum Ásamt Sigrúnu eru ungir umhverfis­sinnar, samband íslenskra framhaldsskólanema og fjöldinn allur af ástríðufullu fólki sem skapar skipulagshópinn á bak við loftslagsverkfallið.


Frá fyrirlestri og kynningu sem opin var í HÍ


Sigrún leggur mikið upp úr því að gera allt sem hún getur til að hjálpa. Hún notar endurnotanlega poka, sleppir sem mest að kaupa ný föt, flokkar og er orðin grænmetisæta.


Fyrsta loftslagsverkfallið hér á landi fór fram þann 22.febrúar 2019. Í dag er ákveðinn samheldinn hópur sem mætir í hvert skipti á Austurvöll á föstudögum frá 12-13.





Ragnhildur Þrastardóttir varaforseti LÍS ávarpar hér fólksfjöldann sem mættur var á mótmæli í tilefni eins árs afmælis loftslagsverkfallsins á Íslandi.



Uppsetning og frágangur: Hörður Helgi

Sigrún talar um að tilhugsunin um það að hafa áhrif á umhverfi hennar til hins betra og vera hluti af framþróun skólans sé henni heillandi. Hrefna Morthens er nemandi á fjórðu og síðustu önn í ljósmyndun. Kemur frá Selfossi og er með samning hjá Stúdíó Stund þar sem Laufey Ósk leiðbeinir henni mikið. „Mér þykir vænt um jörðina okkar og hef mikinn áhuga á ljósmyndun, af hverju ekki að tengja það saman og útbúa bækling um Sigrúnu og þennan frábæra hóp fólks.“ Instagram hrefna.morthens


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.