Heimili kvikmyndanna - Síðustu dagarnir í Paradís - Brynjar Leó Hreiðarsson

Page 1

Brynjar Leó Hreiðarsson

Heimili kvikmyndanna: Síðustu dagarnir í Paradís


Heimili kvikyndana: Síðustu dagarnir í Paradís Ljósmyndir: Brynjar Leó Hreiðarsson Umbrot og textameðferð: Erlingur Freyr Thoroddsen Prentvinnsla: Upplýsingatækniskólinn


Fyrsta fjölsalakvikmyndahús Íslands var byggt við Hverfisgötu 54 í Reykjavík árið 1977 og var lengi rekið undir heitinu Regnboginn. Árið 2010 tók við húsinu starfsemi sem hafði það markmið að veita kvikmyndamenningu heimili á Íslandi og stofnuð var Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna. Tíu árum seinna árið 2020 er Bíó Paradís á gullnu skeiði, fjölbreyttar sýningar og viðburðir fylla dagskrána og þar eru haldnar kvikmyndahátíðir alþjóðlegar jafnt og skólareknar. Paradís leggur áheyrslu á þær myndir sem ekki fá að njóta sín í stóru bíóhúsunum, þar á helst við um, íslenskar, evrópskar, heimildarmyndir og allt sem fellur utan Hollywood, en ekki síst perlur kvikmyndasögunnar sem eru reglulega sýndar grunnskóla og framhaldsskólanemum til að efla þekkingu og áhuga unga fólksins. Bíó Paradís er búið að setja sig rækilega í sinn sess sem hjarta kvikmyndamenningar á Íslandi. Í lok janúar 2020 kom tilkynningin sem enginn vildi heyra. Vegna hækkandi leigukostnaðar hefur kvikmyndahúsið verið neytt til þess að segja upp starfs­ fólki og loka sínum dyrum í byrjun maí og þar með 10 ára þróunarstarf í vaskinn. Framtíðin er óljós, fólk sem þekkir ekki heim án Bíó Paradísar berst fyrir áfram­ hald­andi opnun þess og vonar að ríkisstjórnin komi í veg fyrir lokun enda stór hluti af ímynd kvikmyndaborgarinnar Reykjavík sem heldur hátíðir sem nú bráðum hafa ekkert heimili. Þangað til er þó enn full dagskrá enda enginn betri tími til að skreppa í bíó á ­nýjustu búningadrömuna á frönskum dögum eða gamla sígilda samurai mynd í boði Svartra sunnudaga, svona undir endalokin.














Um ljósmyndarann „Ég er ljósmyndanemi á þriðja ári í Tækni­skólanum. Ég hef mikinn áhuga á listrænni ljósmyndun og finnst gaman að gera tilraunir með ljós og áferð og liti í eftir­ vinnslu. Upp úr grunnskóla fór ég að hafa mikinn áhuga á kvikmyndum og sótti oft framhalds­skólasýn­ingar­nar í Bíó Paradís og hef verið fastagestur síðan. Ég hef e ­ innig unnið að nokkrum stuttmyndum sem hafa unnið til verðlauna á Kvikmynda­hátíð Framhalds­skólanna.“ Brynjar Leó Hreiðarsson (f. 2001)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.