ÍSAK ÓLI tugþrautarmaður - Bríet Guðmundsdóttir

Page 1

ÍSAK ÓLI tugþrautarmaður



Sagan er að einhverju leyti tvíþætt. Annars vegar sýnir hún mismunandi æfingaaðstöður eins íþrótt­a­­­manns og hins vegar er hún hvetjandi fyrir aðra iðken­­d­ur. Bæði með því að sjá íþróttamanninn á æfingum og í keppni þar sem hann er að ná árangri, komast í verðlauna­ sæti, brosa, klappa fyrir sjálfum sér, en líka svekktan og þreyttan, draga fram allar hliðar. Hún sýnir að það sé vel hægt að æfa og komast langt ef einstak­ling­inn virkilega langar það og er tilbúinn til að leggja sig allan fram.


Íþróttamaðurinn sem fjallað er um heitir Ísak Óli Traustason. Hann er fæddur í Skagafirði árið 1995 og ólst þar upp. Hann hóf æfingaferil sinn árið 2010 en í kringum þann tíma sem hann byrjaði í framhaldsskóla (árið 2011) fór hann að æfa af fullum krafti. Hann var búinn að kynna sér tugþrautina mikið og fannst hún ­spennandi en þar sem hann bjó var ekki nógu góð að­staða fyrir allar greinarnar. Eina inniaðstaðan þar er íþróttahúsið og er tímunum þar skipt niður á skólaíþróttir (grunn- og framhaldsskóla) fyrir hádegi og svo körfu- og fótboltaæfingar og badminton. Restina af deginum eru frjálsar íþróttir og aðrir viðburðir og því fær hver íþrótt takmarkaðan tíma. Nokkrar greinar þurftu að sitja á hakanum vegna aðstöðuleysis. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur árið 2016 ákvað hann að fara á fullt að æfa tugþraut og hefur honum gengið mjög vel og er á meðal fremstu tugþrautarmanna landsins í dag.













Uppsetning og frágangur: Brynjar Emil Friðriksson

BRÍET GUÐMUNDSDÓTTIR Ég er tuttugu og fjögurra ára, fædd og upp­­­­alin­­­ í Skagafirði. Veit fátt betra en ljósmyndun, ferðalög, útivist, handavinna og samvera með góðum vinum.

brietgudmundsdottir 2020


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.