Tígull 18. tbl 07. árg.

Page 1


18. tbl. 07. árg. 2. - 9. júlí 2025
Gleðilega Goslokahelgi!

VILJUM AÐ FÓLKI LÍÐI VEL HJÁ OKKUR Í FALLEGU UMHVERFI

Hvernig fæddist hugmyndin

að Prýði?

Þetta húsnæði er auðvitað bæjarprýði og kallar hreinlega á kaffihús, svo það var lítið annað í boði en að opna eitt slíkt og betrum bæta það með því að hafa þarna vínbar líka. Nú hefur okkur tekist að hleypa lífi á hornið sem hefur legið alltof lengi í dvala

Hverjir eru eigendur Prýði?

Hrönn Róbertsdóttir og Jón Arnar sonur hennar eru eigendur.

Hvað þýðir nafnið „Prýði“ fyrir ykkur – og af hverju valdi þið það? Mörg muna eflaust eftir Gallerí

Prýði, en hún Hrönn er auðvitað dóttir hans Robba heitins í Prýði. Nafnið hefur því mikla þýðingu fyrir fjölskylduna og einnig söguna í Eyjum að opna Prýði á ný, í allt annarri og nýrri mynd.

Hvernig myndir þú lýsa andrúmsloftinu sem þið viljið skapa ?

Við viljum að fólki líði vel hjá okkur í hlýlegu og fallegu umhverfi. Við viljum að öllum líði vel og nýti sér það að nú höfum við opnað notalegt kaffihús þar sem hægt er að koma og lesa bók, sinna heimalærdómnum eða taka upp handavinnuna.

Hvað getur fólk búist við á kaffihliðinni? Er eitthvað sérstakt kaffi

TÍGULL

eða bakkelsi sem þið mælið sérstaklega með?

Við viljum fyrst og fremst bjóða uppá gott og fjölbreytt úrval af kaffi en síðan mæli ég með te-inu okkar sem við flytjum sjálf inn og er einstakt að öllu leyti.

Hvernig vínmenningu viljið þið kynna til leiks í Prýði?

Við erum ekki bara kaffihús heldur einnig vínbar þar sem er gaman að koma og setjast niður í einn drykk fyrir mat, hittast með vinum og fjölskyldu eða fá sér einn bjór yfir leiknum. Við viljum skapa skemmtilega kósý stemningu þar sem að hægt er að vera í stærri eða minni hópum hjá okkur

Hver hannaði staðinn?

Þetta var algjör teymis vinna, við vildum halda í það sem var upprunalegt og við unnum okkur síðan út frá því. Hrönn á hins vegar lang mestan heiður af því hversu vel heppnað þetta er, hún hefur einstakt auga fyrir fegurð og hefur henni tekist að skapa hjá okkur þessa fallegu frönsku kaffihúsa stemningu

Hvernig er opnunartíminn?

Við opnum 11:00 alla daga og erum síðan með opið til 18:00 mánudaga til miðvikudags en lengri opnun frá fimmtudegi til sunnudags.

Hvar er hægt að nálgast upplýsingur um það sem er í boði hjá ykkur?

Við erum með Instagram síðu sem við erum dugleg að setja inná myndir og leyfum þar fylgjendum að sjá hvað við erum að bjóða uppá daglega, en einnig mælum við með því að kíkja á okkur og skoða matseðilinn.

Eitthvað að lokum?

Við erum ótrúlega þakklát fyrir þær viðtökur sem við höfum fengið og hlakka ég til að fá ykkur í kaffi til mín á Prýði allt árið um kring.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Forsíðumynd/Addi í London

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

GÓÐA SKEMMTUN Á GOSLOKAHÁTÍÐINNI

DROTTNINGAR

ÞURA STÍNA

(Þuríður Kristín Kristleifsdóttir)

Heiti sýningar: Drottningar

Sýningarstaður:

HeimaDecor, Hilmisgötu 4

Opnunartími:

Opnun verður fimmtudaginn 3. júlí frá kl. 16-19 Fös 11-18

Lau 11-16

Sun 13-16

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á?

Sýningin Drottningar opnaði á HönnunaMars núna í apríl við góðar undirtektir. Mig langaði að halda áfram með konseptið og koma með sýninguna heim til Eyja en það héldu áfram að fæðast hugmyndir og hugtök eftir að ég opnaði sýninguna. Ásamt sýningunni opnaði líka pop-up verslunin Surashop.is sem gerði áhorfendanum kleift að kaupa verk og taka drottninguna með sér heim. Því fannst mér tilvalið að opna sýninguna í smærri mynd og pop-up verslun í drottningarbúðinni HeimaDecor sem er ein sú fallegasta í Eyjum og ég veit að mun halda vel utan um verkin. Ég mun einnig sýna ný verk úr drottningarseríunni em ég er að gera í tengslum við goslokin og Vestmannaeyjar.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? Sýningin er sköpuð í kringum hugtakið og orðið drottning en ég reyni að draga drottninguna fram í verkunum með því að nota þetta fallega orð á mismunandi hátt og skapa í kringum hugtakið í öllum sínum bestu samhengjum. Orðið drottning er svo fallegt orð og hlaðið jákvæðri orku því það er nánast alltaf notað til að upphefja eitthvað eða einhvern. Við erum nánast aldrei að nota orðið drottning í neikvæðum tilgangi. Það er eiginlega bara dramadrottningin eða slúðurdrottningin sem við getum sett í neikvæða flokkinn. Við tengjum mörg við drottningu sem móður og dætur okkar en líka ömmur, systur, frænkur og vinkonur. En svo geta drottningar líka verið pabbar og synir, bræður, afar, frændur og vinir. Með sýningunni er ég líka að gera tilraun til að kyngera ekki orðið enda vill ég meina að öll geti fundið sína drottningu og vona ég auðvitað að áhorfandinn finni sína eigin

SUMAR

tengingu við hugtakið úr heimi drottningarinnar sem ég er að skapa í drottningarverkunum, hvort sem það er í gegnum okkur sjálf eða einhvern sem við þekkjum.

Hvað veitti þér innblástur?

Mér fannst ég sjá drottningar út um allt og í öllu, Elísabet Englandsdrottning fellur frá og allur heimurinn fylgist með því enda enginn setið jafnlengi að krúnunni og hún. En það var aðallega eldri dóttir mín sem varð svona minn helsti innblástur fyrir sýninguna. Hún var alltaf að kalla mig drottningu, hún sjálf að sjálfsögðu prinsessan þá. Á svipuðum tíma fékk hún alveg gífurlega mikinn áhuga á skák og var alltaf að passa upp á drottninguna sína, henni fannst kóngurinn ekkert merkilegur –hann getur bara fært sig einn reit en drottningin má gera það sem hún vill. Svo fór ég í kjölfarið að heyra þetta út um allt í tónlist, í náttúrunni og dýraríkinu en við notum hugtakið líka í tenglsum við íþróttir eins og sunddrottning, hlaupadrottning, skíðadrottning og svo frv. Svo eru líka fegurðadrottningar, álfadrottningar, dragdrottningar og drottningar krúnunnar. Þegar það var búið að planta öllum þessu litlu fræjum hjá mér að þá varð ég einhvernveginn að setja þetta saman og koma þessu frá mér og það byrjuðu að myndast allskonar verk og skissur. Mér fannst besta leiðin til þess að klára þessar hugmyndir vera að halda sýningu.

Hvenær byrjaðiru að hanna?

Ég hef alltaf verið í einhverju skapandi frá því ég man eftir mér. Fyrst kom tónlistin og ég var alltaf að syngja og semja lög. Þegar ég var unglingur þá byrjaði ég hinsvegar að hanna og fór á listnámsbraut í almennri hönnun í Iðnskólanum í Reykjavík þegar ég var 16 ára (sem er í dag Tækniskóli Íslands). Ég ætlaði fyrst í myndlist þegar kom að því að velja háskólanám en grafísk hönnun var síðan fyrir valinu og ég sé ekki eftir því þar sem þetta fag er svo ótrúlega vítt og breitt. Ég útskrifaðist með BA gráðu úr grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands árið 2016 og hef mikið verið að vinna við auglýsingar, framleiðslu og markaðsherferðir síðan. Ég tók síðan meistaranám í Mílanó úr listrænni stjórnun og markaðssamskiptum og kláraði það nám haustið 2023.

Hvað ertu búin að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Hugmyndin kviknaði seinasta sumar og ég var mikið að vinna og skapa inn í þetta konsept í haust. Þegar ég var komin með mikinn efnivið og ákvað að besta leiðin til að miðla því væri að halda sýningu þá var ekki aftur snúið. Þegar ég fer

í svona verkefni fæ ég þau algjörlega á heilann og þetta verður svona einskonar þráhyggja sem getur verið erfitt að komast úr en þetta var fyrsta einkasýningin sem ég hélt á HönnunarMars en samhliða henni opnaði ég SuraShop.is. Það var í raun netverslun sem ég átti og stofnaði árið 2020 undir Skrifað í stjörnurnar sem ég endurmarkaði og breytti. Hún heldur núna utan um bæði projectin en mig hafði líka lengið að vera með pop-up verzlun og því fannst mér tilvalið að endurmarka heimasíðuna, stækka netverslunina og opna fisíska verslun um leið inn í sýningarrýminu þar sem allir geta tekið með sér heim sína drottningartengingu. Plakötin á sýningunni verða prentuð í 10 stykkja upplagi og eru öll stimpluð og merkt. Eins verður mjög takmarkað magn af kortum, púðum, derhúfum og bolum og ég hvet ykkur öll til að mæta á sýninguna í HeimaDecor og næla ykkur í drottningarverk.

Einhver skemmtileg straðreynd um þig? Ég er umkringd drottningum og það er best, á tvær litlar drottningar sem kenna mér eitthvað nýtt á hverjum degi. Svo er ég í hljómsveit með 7 queens og á endalaust af drottningarvinum og fjölskyldu. Drottningar geta allt

DAGSKRÁ GOSLOKAHÁTÍÐAR

SKANNA HÉR!

MYNDLISTASÝNING

SUNNA EINARSDÓTTIR

Heiti sýningar:

Myndlistasýning Sunnu Einars, vildi ekkert flækja þetta.

Sýningarstaður: Pálsstofa, Sagnheimar.

Opnunartími:

Sýningin opnar miðvikudag kl 16:45

Fimmtudag 13:00-16:00

Föstudag 13:00-16:00

Laugardag 13:00-16:00

Sunnudag 13:00-16:00

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Þessi sýning verður frekar fjölbreytt, flest verkin eru teikningar en svo verða einhver málverk með. Það er mikill Vestmannaeyja fílingur yfir sýningunni.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? Ég get sagt að það verður eitthvað fyrir alla. Ég var ekki að pressa á mig að hafa eitthvað sérstakt þema, heldur að leyfa mér að skapa það sem ég vildi og langaði til í undirbúningnum. Mér finnst allar myndirnar hafa heppnast vel og er ótrúlega spennt að sýna ykkur afraksturinn.

Hvað veitti þér innblástur?

Ég virðist aldrei ætla að hætta að teikna dýr sem mér finnst falleg. Svo er alltaf jafn gaman að mála og teikna staði frá fallegu eyjunni okkar, hún veitir mér mikinn innblástur.

Hvenær byrjaðiru að hanna? Það var algjör skyndiákvörðun að vera með sýningu og það var ekki planið í ár, en um leið og ég fékk tækifæri til þess þá gat ég ekki neitað því. Ég byrjaði að hanna hana í mars.

Hvað ertu búin að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Hef ekki lagt blýantinn niður síðan í mars.

Einhver skemmtileg straðreynd um þig? Ég hélt fyrstu myndlistasýninguna mína þegar ég var 12 ára gömul.

L Á T T U F A R

Safarica brekkustóll 5.995 kr. Bardani Manchebo 9.995 kr.

Til í 3 litum

TAKMARKAÐ MAGN

TAKMARKAÐ MAGN

Santa Cruz 19.495 kr. Bardani Toscane 3D 17.995 kr.

Kælitaska fyrir drykki og nesti

Axlarólar til að setja hann á bakið

Hægt að halla baki

Ber allt að 120 kg

Hægt að halla baki

Til í 3 litum

BJARTEY GYLFADÓTTIR

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á?

Við Sæþór bjóðum upp á samsýningu að þessu sinni og sýningin ber heitið Myndlist og mótorhjól. Það sem ég býð upp á sýningunni eru landlagsmálverk, fígúratíf málverk og fígúratífa skúlptúra sem gefa blómavösum nýjan karakter. Svo verður Sæþór með mótorhjól á sýningunni, þannig að þetta verður skemmtileg blanda.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna?

Sýningin mín samanstendur af ca 25 málverkum og 11 fígúratífum skúlptúrum sem standa í blómavösum.

Hvað veitti þér innblástur?

Eyjarnar veita mér innblástur eins og oft áður, einnig vinn ég mikið með kvenlega orku.

Hvenær byrjaðir þú að hanna/mála?

Ég hef alltaf haft mikla sköpunarþörf og hef ég verið að sinna minni list frá því ég var barn. Ég fór hins vegar

á mitt fyrsta olíumálningar námskeið árið 2000 (þá 17 ára) hjá henni

Steinunni Einarsdóttur heitinni, ég sótti hjá henni mörg námskeið í framhaldinu, oftast olíunámskeið, en einnig vatnslita- og teikninámskeið. Auk þess hef ég farið á mörg mismunandi námskeið hjá allskonar listafólki í gegnum tíðina, í olíumálun, mósaík og pappamassa svo dæmi séu tekin. Þess má geta að pappamassanámskeiðið sem ég fór á sl haust hafi kveikt hugmyndina að fígúratífu skúlptúrunum sem ég verð með á þessari sýningu.

Einhver skemmtileg staðreynd um þig? Ég hef ofnæmi fyrir gíröffum.

Hvar er sýningin? Akóges

Opnunartími: opnun fimmtudaginn 3. júlí kl 18 opið föstudaginn 4. júlí 14-17

opið laugardaginn 5. júlí 13-17

opið sunnudaginn 6. júlí 13-15

SÆÞÓR GUNNARSSON

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Sýningin er samsýning með eiginkonu minni, nokkuð óvenjuleg sýning þar sem ólíkir heimar myndlistar og mótorhjólaástríðu blandast saman á einum stað, þar sem konan mín sér um myndlistarhlutann og ég um mótorhjólin, sérstakur kokteill sem gæti orðið skemmtilegur.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? Ef ég svara fyrir minn hluta þ.e.a.s. mótorhjólin, þá eru til sýnis 5 mótorhjól í minni eigu. Flest hjólanna hef ég átt nokkuð lengi, mitt handbragð skín í gegn á öllum þessum tækjum og öll hafa þau sína sögu, sögu sem verður gerð skil á í stuttu máli á sýningunni.

Hvað ertu búin að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Það má segja að ég hafi byrjað í fyrrasumar að vinna fyrir þessa sýningu og undirbúningstíminn um það bil eitt ár. En mesta vinnan hefur samt farið fram á þessu ári.

Hvað veitti þér innblástur?

Veit ekki með innblástur, en ég ólst upp í við mótorhjólagrúsk hjá pabba mínum og áhugi minn á mótorhjólum hefur verið gífurlegur frá barnsaldri, hvort sem það tengist daglegum akstri, sögu, kappakstri eða almennu bílskúrsbrasi þá er ég með króníska

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ ÍSFÉLA GSINS

Á VIGTARTORGI

LAUGARDAGINN 5. JÚLÍ KL. 13.40

dellu. En varðandi sýninguna þá höfum við Bjartey svo lengi verið að reyna finna okkur sameiginlegt áhugamál, ég er afleiddur í myndlist, hún keypti sér mótorhjól um árið og varð ekki heilluð af sportinu, við höfum reynt að æfa saman crossfit en komumst yfirleitt ekki á æfingar á sama tíma, þannig að hingað erum við komin. Myndlist & mótorhjól, ekkert víst að það klikki.

Hvað ertu búinn að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Hugmyndin kviknaði síðasta sumar, ákvörðun tekin, svo var hætt við og svo var hætt við að hætta við. Veturinn hefur farið í að gera upp eitt hjólanna sem er fyrsta hjólið sem ég eignaðist og er búið að vera í minni eigu síðan 1993, hjól sem kom nýtt til Vestmannaeyja í janúar 1971.

Einhver skemmtileg staðreynd um þig?

Þeir miklu menn Tommy Lee og Zlatan Ibrahimovic deila fæðingardegi sínum 3. október með mér.

Að lokum: Allir eru velkomnir á þessa skemmtilegu sýningu og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

LÁTTU OKKUR UM VERKIÐ - ALLT Á EINUM STAÐ!

Við bjóðum upp á alhliða verktakavinnu: Pípulagnir, smíðar, raflagnir, gólfhitafræsingu & múrvinnu

Kíktu á heimasíðuna okkar www.aglverktakar.is

OPNUNARTÍMI

Virkir dagar frá 8:00-17:00 laugardagar 10:00-14:00

LUNDAPARTÝ

Heiti sýningar: Lundapartý

Sýningarstaður:

Flakkarinn – listrými (Skólavegur 15a)

Opnunartími:

Opnun föstudaginn 4. júlí kl. 16:30

Laugardag kl. 14:00-17:00

Sunnudag kl. 14:00-17:00

Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Þetta er sýning með innsetningu eftir sjálfa mig. Innsetningin er sett saman úr allskyns minni verkum sem mynda svo eina heild. Útkoman er eitt allsherjar partý.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? Á sýningunni er þetta nýja verk Lundapartý en eins er hægt að sjá verk frá fyrri sýningum síðustu tveggja goslokahátíða. Ég er líka með allskyns smálegt til sölu sem ég hef verið að hanna eins og t.d. límmiða, skissubækur, bókamerki, barmmerki, lundahausa, skart og fleira. Ég er svoddan multi-tasker.

Hvað veitti þér innblástur? Lundinn

Hvenær byrjaðiru að hanna?

Ég byrja á því að hanna í hausnum á mér. Hugmyndirnar eru margar vikur að gerjast þar. Síðan hef ég verið að grípa reglulega í listina sem að er grunnurinn að þessum litlu smáhlutum sem eru til sölu hjá mér eins og límmiðunum.

Hvað ertu búin að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna?

Ég hef verið einhverja mánuði að koma með allskyns útfærslur fyrir sýninguna og vinn svo við það þegar ég get.

Einhver skemmtileg straðreynd um þig?

Ég er hrikalega góð að skrifa spegilskrift.

FORSÖLULOK

Forsölu félagsmanna ÍBV lýkur

á miðnætti föstudaginn 4. júlí!

Tryggið ykkur miða á dalurinn.is!

ÞJÓÐHÁTÍÐARMIÐAR fyrir 67-70 ára

Hægt er að kaupa miða

á sérkjörum, 15.990 kr.

Eldri borgarar sem eru félagsmenn geta einnig nýtt félagsmannaafsláttinn og keypt 3 miða á þeim kjörum til viðbótar við sinn eldri-borgara miða.

Ef einhver lendir í vandræðum er hægt að hafa samband við Ellert Scheving framkvæmdastjóra ÍBV með því að senda tölvupóst á Ellert Scheving, ellert@ibv.is / kíkja í Týsheimilið / hringja í 867-0262

„ÁSTRÍÐA FYRIR LEIKNUM“

– MARGRÉT LÁRA MEÐ NÝJA BÓK

Margrét Lára Viðarsdóttir þarf vart að kynna – landsliðskonan sem skoraði mark eftir mark fyrir Íslands hönd og ruddi brautir fyrir kynslóðir ungra knattspyrnukvenna. Nú stígur hún á nýjan völl, að þessu sinni með bók í hönd sem gefur innsýn í hennar einstaka feril, sigrana og áskoranir – innan sem utan vallar. Í þessu einlæga viðtali segir Margrét Lára frá skrifunum, lífinu eftir boltann og þeim arfi sem hún vonast til að skilja eftir. Við heyrðum frá Margréti Láru:

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að skrifa þessa bók núna?

Ég er búin að vera með þessa bók í maganum í mörg ár, en einhvernvegin aldrei komið því almennilega í verk að láta verða að því að skrifa hana. Við eignuðumst okkar fjórða barn í ágúst 2023 og því fanns mér tilvalið að nýta fæðingarorlofið í að skrifa bók. Ég var mjög meðvituð um það ef ég ætlaði einhverntíma að láta að þessu verða þá yrði ég að fara drífa í því.

Fannst þér erfitt að rifja upp ákveðna atburði eða tímabil úr ferlinum?

Ég get alveg viðurkennt það að það tók vissulega á að rifja upp erfiða tíma sem ég átti á mínum ferli. Hlutir sem ég taldi mig vera búin að vinna úr og sópa undir teppið rifu vissulega upp gömul sár. Blessunarlega var margs góðs að minnast líka svo það kom svo sannarlega upp á móti

Ef þú lítur til baka á þinn glæsilega feril – hvað stendur upp úr? Það sem stendur fyrst og fremst upp úr er allt fólkið sem ég kynnist á mínum langa og farsæla ferli, liðsfélagarnir, vinirnir og þjálfararnir. Ég fékk að spila á stærsta sviði kvennaboltans, spilaði í meistaradeildinni, tók þátt í tveimur stórmótum með landsliðinu, spilaði með einu besta félagsliði heims, vann landstitla í þremur löndum og vann til fjölda einstaklingsverðlauna.

Hvernig hefur fótboltinn mótað þig sem manneskju – innan og utan vallar?

Fótboltinn hefur kennt mér ansi margt. Ég hef lært það að ef maður leggur sig fram, er agaður, þolinmóður, hefur hugrekki, sýnir metnað, er samviskusamur og hefur ástríðu fyrir því sem maður er að gera þá geta draumar ræst. Fótboltin hefur oft ýtt mér út fyrir þægindaramann og neitt mig til að horfast í augu við mótlæti og finna leið út úr því. Einnig hefur fótboltinn kennt mér að taka tillit til annarra og vinna í hóp í átt að sameiginlegu markmiði.

Hefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi með þá reynslu sem þú hefur í dag?

Hvaða kafla úr bókinni ertu hvað stoltust af – og hvers vegna?

Ég held ég sé stoltust af því hvernig ég tókst á við mótlæti á ferlinum og gafst aldrei upp. Þrátt fyrir mótbárur í formi mikilla meiðsla sérstaklega á atvinnumanna ferli mínum þá hætta ég aldrei að leita leiða í átt að bata og hélt áfram að spila þótt ég hafi þurft að aðlaga leik minn að breyttum líkama. Auk þess er ég ótrúlega stolt af nánustu fjölskyldu minni manninum mínum, börnum, foreldrum og systikyum sem stóðu alltaf þétt við bak mér og gerðu mér kleift að eltast við drauma mína all tíð.

Ég reyni að temja mér það að hugsa ekki mikið til baka í fortíðina og hugsa að ég hefði átt að gera hluti öðruvísi. Heldur vil ég halda áfram og læra til framtíðar. Hins vegar get ég alveg viðurkennt það að ég hefði átt að stjórna álaginu á mér á tímapunkti mun meira en gert var. Ég æfði og spilað með of mörgum flokkum sem rekja má til þeirra álagsmeiðsla sem ég þurfti að berjast við stóran hluta af mínum atvinnumannaferli.

Hvaða skilaboð viltu gefa ungu fólki – sérstaklega stelpum – sem dreymir um að ná langt í íþróttum?

Ég vonast til þess að þessi bók geti hvatt ungt íþróttafólk, foreldra, ömmur og afa, til þess að finna sér sína ástríðu í lífinu og sjái það að draumar geta ræst. Í mínum huga skiptir það ekki máli hvaðan þú kemur eða hver þú ert, ef að þú hefur ástríðu, sýnir aga, dugnað og elju þá geta stórir draumar ræst.

AF FLUGGER

Wood Tex viðarvörn og Facade Resist útimálningu á stein.

FACADE RESIST ÚTIMÁLNING Á STEIN

Facade Resist er algjörlega einstök vara, sem í meira mæli gerir það mögulegt að mála utandyra þrátt fyrir veðuráskoranir eins og rigningu og kulda.

Einnig vonast ég til að bók sem þessi hvetji ungt fólk til þess að lesa meira og að fræðslan í bókinni geti komið einhverjum að góðum notum. Fyrst og fremst vonast ég þó til að fólk hafi gagn og gaman af bókinni

Hvaða lærdóm viltu að lesendur taki með sér eftir lestur bókarinnar?

Stærsti lærdómurinn er í mótlætinu. Sýndu þrautsegju og þolinmæði og ekki gleyma að njóta ferðalagsins. Gangi þér vel

Sérðu fyrir þér að skrifa fleiri bækur?

Ég reikna ekki með að skrifa fleiri bækur, þó er aldrei að vita

Hvað tekur nú við hjá Margréti Láru – ertu með fleiri verkefni í pípunum?

Næstu dagar og vikur fara mikið í það að ferðast um landið og kynna bókina og hlakka ég mikið til að hitta okkar unga og efnilega íþróttafólk um allt land. Það styttist í EM kvenna í Sviss, en ég er svo heppin að fá a taka þátt í þeirri umfjöllun ásamt frábæru fólki á RÚV. Eftir smá vinnutörn verður ljúft að fara á þjóðhátíð og eyða tíma með manninum mínum og börnum.

ÞAKKLÆTI TIL STYRKTARAÐILA

Þessir ungu og efnilegu peyjar í 5. flokki eru á leiðinni á N1 mótið á Akureyri. Þeim langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja sem að styrktu þá: Karl Kristmanns heildverslun, AGL verktakar, AE smíðar, KAPP, Vélaverkstæðið Þór, Eyjascooter, Herjólfur, Skipalyftan, Bragginn sf, Bergur-Huginn, Eyjablikk, Miðstöðin & VM merkingar.

FÖSTUDAG & LAUGARDAG 18:00 - 04:00

Búrfellsstöð er fyrsta a stöðin sem Landsvirkjun reisti frá grunni og hóf að vinna rafmagn árið 1969. Hún er næststærsta virkjun Landsvirkjunar með 270 MW uppsett a . Orkuvinnslugeta stöðvarinnar er 1.885 gígavattstundir á ári. Á framhlið stöðvarhússins er lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson.

Leiðandi afl í 60 ár

Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965 og hefur alla tíð rutt braut framfara og uppbyggingar með eigendum sínum, íslensku þjóðinni. Saman höfum við byggt betri heim í sátt við dýrmætustu auðlind okkar, náttúru Íslands.

Landsvirkjun er orkufyrirtæki allra Íslendinga – takk fyrir stuðninginn!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tígull 18. tbl 07. árg. by Leturstofan - Issuu