Tígull 24. tbl 07. árg.

Page 1


24. tbl. 07. árg. 25. september - 1. október 2025

EFNIS:

NÝFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR

Nafn: Drengur

Guðlaugsson

Fæðingardagur: 29. ágúst 2025.

Foreldrar: Rósa María

Bjarnadóttir og Guðlaugur

Gísli Guðmundsson.

Þyngd: 4.018 g

Lengd: 50,5 cm

Stóra systir:

Tinna Kristín, eins árs.

Nafn: Jana Björk

Daníelsdóttir

Fæðingardagur: 20. ágúst 2025.

Foreldrar: Steiney Arna

Gísladóttir og Daníel

Freyr Jónsson

Þyngd: 3290 g

Lengd: 50 cm

Stóru systkini eru: Svava

Björk Daníelsdóttir og

Teitur Jarl Daníelsson

Nafn: Drengur Elmarsson

Fæðingardagur: 06. ágúst 2025.

Foreldrar: Thelma Lind Þórarinsdóttir og Elmar Gísli Gíslason

Þyngd: 4.488 g

Lengd: 54 cm

Nafn: Drengur Eyvindarson Fæðingardagur: 20. ágúst 2025.

Foreldrar: Aníta Elíasdóttir og Eyvindur Aron Jakobsson

Þyngd: 3946 g

Lengd: 52,5 cm

Stóru bræður eru: Kristófer Eyvindarson 2 ára og Ragnar Elí Eyvindarson 4 ára.

TÍGULL

DREIFING:

Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíða: Natali Osons.

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

eyjadreifing.is / eyjadreifing@eyjadreifing.is / s. 481-1161

Hráefni:

Sælkeri vikunnar DANÍEL FREYR JÓNSSON

PASTA CARBONARA

Ég þakka Guðbirni fyrir áskorunina og ætla ég að bjóða upp á ljúffengt pasta Cebona. Ég Skora á Jóhann Inga Norðfjörð nýjasta íbúa miðbæjarins.

Rummo Tagliatelle

Parmessan

Olivio olífu olía

3 Eggjarauður

Svartur Pipar

Bacon

Aðferð:

- Skera bacon í litla bita og steikja

- 3 eggjarauður, pipar og aðeins af baconfitunni og rifin parmessan ost saman í skál og hræra allt saman

- Sjóða pasta og ekki verra að hafa endann af pamessan ostinum í pottinum

- Svo fer allt saman á pönnuna á lágum hita, bæta vel af olíu og leyfa eggjakreminu að blandast vel við.

- Bæta sma parmessan og olíu yfir og voila!

Verði ykkur að góðu!

Daníel Freyr Jónsson

Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is

SJÓMAÐURINN SEM GEFUR VILLIKÖTTUM Í

Í síðustu viku áttum við samtal við Andra Júlíusson sem hefur á undanförnum árum varið ótal klukkustundum í að bjarga hundruðum fugla í frítíma sínum. Að þessu sinni gefst okkur tækifæri til að kynna starf Valgeirs Valgeirssonar og það sem hann hefur haft á sinni könnu.

Með þessum viðtölum, í samstarfi við Dýravinafélag Vestmannaeyja, viljum við draga fram í dagsljósið það óeigingjarna og ómetanlega sjálfboðaliðastarf sem margir leggja á sig í þágu dýravelferðar hér í Eyjum.

Hægt er að styrkja ýmis sjálfboðaliðastörf svo sem Villikattarfélagið og Dýravinafélagið.

Einnig er hægt að styrkja einstaklinga sem eru að leggja þessa vinnu á sig með því að leggja inn á Dýravinafélag Vestmannaeyja og setja nafn þeirra sem á að styrkja sem skýringu. Dýravinafélagið kemur svo styrkjunum áfram til einstaklinganna.

Dýravinafélag Vestmannaeyja

Kt: 630922-1890

Rk. 0582-14-630922

Skýring: Andri eða: Valli.

Valgeir, eða Valli eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið á sjó síðan árið 1979, fyrst á togaranum Sindra og svo á Þórunni Sveins til ársins 2014. En síðustu ár hefur hann öðlast nýtt hlutverk, að annast villiketti í bænum. Þegar Valli er spurður út í áhugann á dýrum segist hann alltaf hafa verið mikið fyrir dýr og hafi alist upp með þeim. „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á dýrum,“ segir Valli. „Ég ólst upp með þeim, þannig að þetta er bara hluti af mér.“ Hugmyndin að því að gefa villiköttum að borða kviknaði í desember fyrir fjórum árum. Upphaflega var hann að gefa fuglunum, en fljótlega fóru kettirnir að tínast að. Þá tók hann við keflinu af Svölu heitinni, sem áður hafði sinnt þessum kattahópum.

Hluti af tilverunni

Valli segist ekki þurfa mikla hvatningu til að halda þessu starfi áfram. „Þeir eru orðnir hluti af tilverunni minni. Þeir láta vita ef það vantar mat – bíða stundum bara fyrir utan,“ segir hann brosandi.

Reglulega er hann að gefa að jafnaði fjórum köttum, en stundum fleirum. Hann gefur þeim nokkrum sinnum á dag, einfaldlega þegar hann á leið inn í eldhús

eða sér að dallarnir eru tómir. “Svo eru fuglarnir líka duglegir að borða kattarmatinn” segir Valli. “Ég hef séð þá koma með ungana sína með sér að fá sér að snæða.” En hvað gerist ef hann þarf að bregða sér frá?

„Hann Björn Grétar vinur minn hefur tekið við matargjöfinni ef ég þarf að fara frá.“

Kostnaður og stuðningur

Það er þó ekki ókeypis að sjá þessum vinum hans fyrir fæðu. Valli kaupir bæði þurrmat og blautmat og áætlar að mánaðarlegur kostnaður sé um 25 þúsund krónur á mánuði.

„Stundum kemur Villikattarfélagið með mat sem ég kann mjög vel að meta, en að mestu sé ég um þetta sjálfur,“ útskýrir hann.

Fyrir Valla skiptir þetta starf miklu máli. „Það er góð tilfinning að vita að maður er að gera eitthvað gott,“ segir hann. Systir hans, Anna María, hjálpar stundum til og sér um að fylla á mat hjá staur neðar í götunni, svo kettirnir séu aldrei svangir.

Og þegar spurt er hvort hann ætli að halda þessu áfram, er svarið skýrt: „Já, ég held ég sé orðinn fastur í þessu. Þetta er bæði gefandi og skemmtilegt. Það er bara ekki hægt að hætta núna.“

RENATE HEISELE GEFUR GAUJULUNDI NÝTT

Renate Heisele er 33 ára og kemur frá Lettlandi. Hún býr í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Sandris, og tveimur sonum. Renate hefur fundið sína ástríðu í garðyrkju og sér nú um Gaujulund af mikilli alúð og kærleika. Fyrir hana er garðurinn ekki bara græn svæði heldur draumur sem hefur ræst. Við tókum spjall við Renate:

Fjölskylduhagir:

Ég er gift Sandris Heiselis (36) og við eigum tvo stráka, Deivids (13) og Endijs (10).

Af hverju fórstu í að sjá um Gauulund?

Ég byrjaði að sjá um Gaujulund vegna þess að mér líkar allt sem tengist garðyrkju. Garðyrkja er mín ástríða. Ég hef verið að kíkja annað slagið við í Gaujulund síðan við fluttum hingað. Þegar ég tek spjall við mömmu mína segi ég henni að mig langi í lítið svæði hér á eyjunni þar sem ég geti unnið (grafið, gróðursett, snyrt gras o.s.frv.) í frítímanum. Og já – draumur minn rættist, nú á ég garð sem er fullur af ást.

Hvaða planta/bólm er í uppáhaldi hjá þér?

Ég elska öll blóm. En ef ég þarf að velja, þá eru uppáhalds inniblómin mín orkídeur og í garðinum eru það pæóníur.

Hvernær byrjar þú aftur að góðursetja í Gauulundi?

Ég held að nýja tímabilið hefjist á næsta ári í maí, en það fer auðvitað eftir veðrinu.

Hvernig getur fólk aðstoðað þig með verkefnið?

Ef einhver vill hjálpa með eitthvað þá eru allir alltaf velkomnir. Við þurfum að laga girðinguna – það þýðir að ég þarf timbur eða að minnsta kosti eitthvað net. Einnig þarf að búa til nýjar hurð á húsið svo við getum notað það sem lítið geymsluhús fyrir öll garðverkfæri. Ég er líka að hugsa um að mála húsið og þakið upp á nýtt. Og blóm – Það er aldrei of mikið af blómum! Ef einhver vill gefa eitthvað í garðinn yrði ég mjög glöð. Það sama á við um garðskraut og garðáhöld.

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Við skulum bera virðingu fyrir vinnu annarra (ég er bara sjálfboðaliði hér) og sýna kurteisi. Hreinsum eftir gæludýrin okkar og pössum að ganga ekki á beðum.

Matjurtagarðurinn í Gaujulundi gaf vel af sér í sumar

LANDAKIRKJA

Viltu hafa áhrif 2025?

Styrtkarsjóður menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

Búið er að opna fyrir umsóknir á mínar síður á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar

Upplýstingar um reglur sjóðsins er að finna á vestmannaeyjar.is Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2025

ÞRAUTIR vikunnar

Nýsmíði

Gólfhitafræsing

Gólfhitalögn

Kjarnaborun

Pallasmíði

Þakvinna

Innréttingar

Utanhúsklæðningar aglverktakar@gmail.com // 768 5228

OPNUNARTÍMI

Virkir dagar frá 8:00-17:00 laugardagar 10:00-14:00

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.