
26. tbl. 07. árg. 15. - 22. október 2025
26. tbl. 07. árg. 15. - 22. október 2025
Undanfarnar vikur höfum við verið að ræða við dýravini í Eyjum í samstarfi við Dýravinafélag Vestmannaeyja.
Sigrún Gyða Þórarinsdóttir er ein af þeim, hún hefur verið að snyrta hunda í rúmlega 5 ár og er ein af tveim sem veita þessa nauðsynlegu þjónustu í Eyjum.
Hvernig byrjaðir þú að klippa hunda?
Þegar ég byrjaði að klippa hunda þá var ég bara að klippa hundana mína, því það var enginn að klippa hunda á eyjunni. Mér fannst of mikill kostnaður að þurfa að fara upp á land með hundana til að fá klippingu, svo ég ákvað að prófa að gera þetta sjálf.
Á einhverjum tímapunkti hafði einhver heyrt að ég klippti hundana mína og spurði mig hvort ég gæti klippt hundinn sinn. Mér fannst það lítið mál, og eftir það áttaði ég mig á því hvað mér fannst þetta gaman og hvað það var ánægjulegt að geta hjálpað öðrum með gæludýrin sín.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Það skemmtilegasta við þetta starf er hvað persónuleikar hundanna eru mismunandi. Það er líka svo gaman að sjá hvað það verður
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
mikill munur á þeim þegar ég er búin með þá, þeir verða oft alveg nýir hundar!
Algengasta tegundin sem ég klippi er schnauzer en þeir eru orðnir mjög margir hérna í Eyjum.
Þurfti þú að fara í sérstakt nám til að læra þetta?
Nei, ég fór aldrei í formlegt nám. Ég lærði þetta sjálf, í gegnum netið, og með því að prófa mig áfram. Ég held að þetta sé starf
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
sem maður lærir með reynslunni, að sjá og finna hvernig feldurinn lítur út þegar maður notar skæri eða rakvél og hvað hentar hverjum best.
Sumt þarf einfaldlega að læra með því að gera.
Besta hrósið sem ég fæ er frá hundunum sjálfum, þegar þeir eru glaðir, hoppa upp í fangið á mér og gefa mér kossa eftir klippingu.
Hvernig tekstu á við hunda sem eru stressaðir eða kvíðnir?
Það er mjög algengt að hundar séu stressaðir þegar þeir koma í klippingu. Þá finnst mér gott að hughreysta þá, stundum þarf bara
að tala rólega við þá, aðrir þurfa smá knús. Það mikilvægasta er að ég sé sjálf róleg, því ef hundurinn finnur að ég er stressuð, þá verður hann það líka.
Þegar ég klippi “erfiða” hunda er þolinmæði lykilatriði. Þeir geta reynt að kippa löppunum til eða berjast á móti, en þá bíð ég bara rólega þar til þeir hætta og held svo áfram. Þá læra þeir að það borgar sig ekki að streitast á móti. Hundar eru klárir og muna hvað virkar þegar þeir vilja ekki láta gera eitthvað — eins og að klippa neglur! Sumir væla, aðrir sleikja mann í framan og sumir jafnvel þykjast ætla að bíta.
Áttu einhverja skemmtilega eða eftirminnilega sögu úr starfinu?
Já, margar! Sú fyndnasta er líklega þegar einn hundur átti að koma til mín, en tók á rás og hljóp í burtu áður en eigandinn náði að opna hurðina hjá mér. Þegar hann hafði náðst loksins stakk hann af stað í annað sinn — hann var reyndar frekar stór, svo það var alveg sjónarspil!
Áttu sjálf hunda?
Já, ég á tvær púðlur sem heita Simbi og Herkúles og ég klippi þá báða sjálf.
Hefurðu einhver ráð fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að klippa hunda?
Já — byrjaðu rólega. Ekki gera kröfur um að allt verði fullkomið strax. Það tekur tíma að læra, og hver hundur er ólíkur. Og vertu alltaf þrjóskari en hundurinn sem þú ert að klippa!
Sérðu þig halda áfram með þetta starf til framtíðar?
Algjörlega! Ég sé mig gera þetta áfram svo lengi sem ég get. Þetta veitir mér mikla ánægju að geta veitt þessa þjónustu — sérstaklega hér í Eyjum, svo fólk þurfi ekki að fara alla leið upp á land með dýrin sín til að láta klippa þau.
Besta hrósið sem svo sem ég fæ er frá hundunum sjálfum — þegar þeir eru glaðir, hoppa upp í fangið á mér og gefa mér kossa eftir klippingu. Það segir mér allt sem ég þarf að vita.
Lokahóf KFS fór fram um þarsíðustu helgi þar sem veitt voru verðlaun þeim sem sköruðu fram úr þetta sumarið.
Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson
Efnilegastur:
Heiðmar Þór Magnússon
Mestu framfarir:
Sigurður Valur Sigursveinsson
Markahæðstir:
Daníel Már Sigmarsson og Unior Niwamania, með 8 mörk.
Jóhann Norðfjör með 100 leiki fyrir KFS.
Nethamar óskar eftir að ráða vélvirkja eða vanan aðila til starfa.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 849-3454.
Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is
Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fór fram í um síðustu helgi í Höllinni, og var þar heldur betur líf og fjör. Veislustjórarnir Sveppi og Pétur héldu uppi stemningunni og sáu til þess að gestir skemmtu sér konunglega allt kvöldið.
Kvöldið var fullt af gleði, góðum mat og fjöri, og má með sanni segja að árshátíðin hafi tekist afar vel í alla staði.
Ljósmyndir: Addi London Myndirnar frá kvöldinu tala sínu máli — þar má sjá bros, dans og góða stemningu í Höllinni.
Markvörður Skot Hraðaupphlaup
Frákast
Varnarmaður
Áhorfendur Dómari Leikhlé Afturhending Hornamaður Hægri horn Úrslit
Þann 22. október býður Krabbavörn
upp á opið hús í Líknarsalnum við Faxastíg.
Kynnt verður starfssemi félagsins
ásamt fyrirlestrum frá stelpunum í Veru Lífsgæðasetri.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Nýsmíði
Gólfhitafræsing
Gólfhitalögn
Pallasmíði
Þakvinna
Innréttingar
Parketlögn
Skjólgirðingar