Tígull 25. tbl 07. árg.

Page 1


„STÆRSTA OG ERFIÐASTA HLAUPIÐ MITT“ – Friðrik Benediktsson um Ultra

Trail Nice Côte d’Azur 100M

Það þarf bæði þrautseigju og mikinn styrk til að ljúka 100 mílna fjallahlaupi. Hlauparinn Friðrik Benediktsson tók þátt í Ultra Trail Métropole Nice Côte d’Azur – 100M, sem er hluti af UTMB World Series og eitt af mest krefjandi fjallahlaupum Evrópu. Hlaupið spannar um 155 kílómetra leið frá skíðabænum Auron niður á ströndina í Nice, með rúmlega 8.500 metra hækkun á gríðarlega fjölbreyttu og krefjandi undirlagi. Friðrik lýsir sjálfur upplifuninni sem „stærsta og erfiðasta hlaupi“ sem hann hefur tekið þátt í. Leiðin bauð upp á miklar öfgar: í upphafi hljóp hann í 10 stiga hita í Auron, en í fjöllunum lækkaði hitinn fljótt niður í –3 til –4 gráður yfir nóttina. Þegar morguninn rann upp tók sólin aftur við og hitinn fór í 24 gráður, sem var ekkert sérstaklega að hans skapi. Þrátt fyrir þessar áskoranir tókst honum að ljúka hlaupinu á glæsilegan hátt hann endaði í 209. sæti af 845 keppendum og 51. sæti í aldursflokki sínum. Af þeim 845 hlaupurum sem lögðu af stað náðu rétt undir 600 manns markinu. Friðrik segist ekki geta verið annað en sáttur með árangurinn og þakkar sérstaklega félögum sínum sem studdu hann á leiðinni, bæði í undirbúningi og á sjálfri brautinni. Við ræddum við Friðrik um undirbúninginn, upplifunina í hlaupinu, áskoranirnar og lærdóminn sem hann tekur með sér inn í næsta hlaupa ár.

Við ræddum við Friðrik um undirbúninginn, upplifunina í hlaupinu, áskoranirnar og lærdóminn sem hann tekur með sér inn í næsta hlaupaár.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka þátt í þessu hlaupi, sem er eitt af mest krefjandi 100 mílna hlaupum í Evrópu?

Draumurinn er að komast inn í hlaup sem er eiginlega svona það stærsta sem þú kemst í og heitir UTMB Mont blanc og er hringurinn í kringum fjallið.

TÍGULL

Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is DREIFING:

Til þess að komast inn í það hlaup þarf ég að safna svo kölluðum UTMB steinum sem ég fæ fyrir að klára svona hlaup.

Hvernig var undirbúningurinn — bæði æfingar og andlegur hluti?

Ég æfi í rauninni alveg eins og ég geri alltaf fyrir önnur hlaup, núna bætti ég inn mjög mikið að hæðarmetrum og var að klifra þetta frá 3-6000 m á viku og hlaupa rétt yfir 100 km á viku.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Ég hætti hjá þjálfaranum mínum síðasta haust og fór að þjálfa mig sjálfur og er í mínu besta formi sem ég hef verið í og búin að læra virkilega mikið inn á mig sjálfan og þjálfunarfræði.

Andlegi hlutinn er alltaf áskorun en það er bara eitt ráð til að æfa hann og það er að fara bara út í öllum veðrum og aldrei finna ástæðu til að æfa ekki.

Varstu með sérstakt markmið fyrir hlaupið?

Ég var með þann draum að vera sem næst 30/31 klst. en vissi að ég gæti í þessu formi verið undir 35 klst. En já hefði alltaf gert allt samt til að klára, hafði 48 klst. þak. Tíminn hans Friðriks var 32:51:52

Hvernig var tilfinningin að standa á ráslínunni í Auron og vita hvað beið þín framundan? Það var æðisleg tilfinning að standa á línunni í Auron og vita af því að núna væri eina markmiðið að kreista allt út úr mér sem ég gæti og vitandi að þetta yrði bæði vont og gott á sama tíma alveg sama hversu lengi og vont þetta gæti orðið.

Hvaða kaflar voru erfiðastir fyrir þig — og af hverju? Ég hef átt í vanda þegar það verður of heitt en fannst ég tækla það nokkuð vel og fann minna fyrir hitanum enda búinn að æfa það aðeins aukalega með að hjóla inni í regngalla með hitablásara á mér. En auðvitað tóku sumir kaflar meira í en aðrir, niðurhlaupin eru yfirleitt erfiðust.

Kom upp einhver augnablik þar sem þú hugsaðir um að hætta? Kolbrún konan mín sagði við mig að ef ég myndi ekki klára þá fengi ég ekki að skrá mig í fleiri hlaup erlendis.

Þannig ef sú hugsun og bugun kom upp sem hún gerði alveg nokkrum sinnum um að hætta röflaði ég þetta í hausnum.

Hvernig nýttir þú drykkjar- og stuðningsstöðvarnar?

Var skipulagið eins og þú bjóst við? Vissi hvernig flestar stöðvanar væru og hvað yrði á þeim, svo var vinur minn sem gat ekki keppt á tveimur stórum stöðvum sem var í raun með allt tilbúið, ég var orðinn frekar ruglaður í 113 km þannig það var æðislegt að hafa hann til að knúsa mig og stappa í mig stálinu.

Hvernig var samskiptin og andinn meðal hlaupara á leiðinni? Frakkarnir voru ekki mikið að nenna að tala við mig enda algjörlega ótalandi á ensku en ég spjallaði svolítið við Dana og svo strák frá Ástralíu.

Annars spjallaði ég bara mest við mig sjálfan og oft á tíðum var ég bara einn í myrkrinu upp á fjalli með höfuðljós, fannst best að hlaupa yfir nóttina í

myrkrinu og kuldanum.

Hvaða næringu notaðir þú í hlaupinu, og var eitthvað sem reyndist sérstaklega vel (eða illa)?

Ég hef oft verið að lenda í því að halda ekki niðri næringu en negldi hana í þessu hlaupi, er með drinkmix frá tailwind sem eru bara fljótandi kaloríur með söltum og steinefnum. Á stöðvunum borðaði ég eiginlega bara melónur appelsínur og banana.

Hvaða búnað — skó, fatnað, ljós eða tæki — treystir þú mest á, og stóðst það væntingar? Ég hljóp í Brooks skóm frá Fæturtoga sem heita Cascatia 19, var svo bara í hinu og þessu sem ég fann til, hitinn var frá -4 upp í +24 þannig ég fór í gegnum helling af fötum. Er með ljós frá black diamond og einnig stafi frá þeim. Þetta fæst allt í Hlaupár.

Hvernig skipulagðir þú hraða og hvíldir til að ná að ljúka 159 km innan tímamarka? Ég vissi að fyrstu klukkustundirnar væru mikilvægastar, ef maður fer of hratt á stað þá er hlaupið bara búið hjá manni. Setti þetta upp að fyrstu 70-80 kílómetrana yrði ég bara auka hraðann og lifa sólina af sem tókst alveg 110%, Hlustaði loksins á þau ráð sem ég gef öðrum hlaupurum en fer ekki eftir oft sjálfur..

Er eitthvað sem þú myndir gera öðruvísi ef þú tækir þátt aftur? Ég held að ég hafi útfært hlaupið eiginlega eins vel og mögulega gat gert, held að ég hafi gert allt 95% rétt, var í veseni með úrið mitt og það dó 2 sinnum og í einhverju rugli villtist ég með nokkrum Frökkum og eins og ég sagði þá tala Frakkar eiginlega bara ekki neina ensku, þannig kannski bara þarf ég að læra frönsku áður en ég keppi aftur í Frakklandi. Næsta hlaup er í Wales þannig ætti að getað spjallað betur við heimamenn þar.

Hvaða ráð myndir þú gefa öðrum sem láta sig dreyma um að taka þátt í 100 mílna fjallahlaupi? Held að það sé svolítið þannig að maður verður að trúa því að maður geti þetta en það er ekki neinn afsláttur gefinn í svona löngu hlaupi og það þarf virkilega að leggja inn alla vinnuna sem þarf. Það tekur þó nokkur ár að byggja sig upp í svona verkefni og mjög margar klst. í æfingar.

Svo er bara að byrja á einhverjum stað og ekki líta til baka alveg sama hversu erfitt þetta getur orðið og halda alltaf áfram.

Ég er svo heppinn að fá að vera að þjálfa hlaupahópinn hjá Eyjaskokk sem gefur mér virkilega mikið. Það er frábært fólk sem æfir með mér þar og eins að hafa haft hann Sindra Georgs með mér í vor og sumar að brölta um fjöllin og taka allskonar ruglaðar æfingar.

KÁTT Í HÖLLINNI: FIMM ÁR AF TÓNLEIKUM, BALLI OG STÓRVIÐBURÐUM Í EYJUM

Nýdönsk yfir sjómannadagshelgina í ár.

Einn haustboða Vestmannaeyja er vetrardagskráin í Höllinni. Kátt í Höllinni ehf er nú að fara inn í sinn fimmta vetur í rekstri og tókum við púlsinn á Hallarmönnum.

„Það eru viðburðir af öllum stærðum og gerðum hjá okkur. Við höfum verið heppin að fá til okkar árshátíðir, bæði hjá fyrirtækjum í Eyjum og ofan af landi, og er alltaf gaman að hýsa góða veislu. Talandi um það er nýafstaðið Lundaball sem er einn af hápunktum ársins í húsinu. Stærstu viðburðirnir hjá okkur hafa verið tónleikar um Sjómannadagshelgi og Goslok en svo höfum við verið með fermingarveislur, stórafmæli, erfidrykkjur, böll og hvað eina,“ svarar Daníel Geir Moritz, sem rekur Höllina ásamt Svani Gunnsteinssyni.

Dagskrá haustsins hefur vakið verðskuldaða athygli og vildum við vita hvernig dagskráin er ákveðin. „Þetta er svona blanda. Oft sækjast listamenn eftir því að fá að koma til okkar, við fáum reglulega fyrirspurnir frá Eyjamönnum um hvernig væri að fá þennan eða hinn og svo leggjum við upp úr því

að bóka fólk sem við höfum trú á að muni koma að glæsilegum viðburði. Hvernig aðsókn hefur verið er ekkert annað en hvatning með að halda áfram og þegar veislur eru er alltaf gott að ganga að því vísu að veisluþjónustan hjá Einsa kalda er í heimsklassa.“

Hvernig er aðstöðu- og tæknimálum háttað (hljóðkerfi, ljósabúnaður o.fl.) fyrir mismunandi viðburði?

„Við höfum græjað okkur ansi vel. Stækkuðum hljóðkerfið, bættum allt hljóð á sviði og fjárfestum í topp ljósabúnaði. Höddi er tæknimaður hússins og setur saman það sem hentar hverjum viðburði best. Við erum vel búnir og vonandi að fólk hafi tekið eftir því.“

Rekstur Hallarinnar er eitthvað sem okkur langaði að forvitnast um og hvaða hlutverk Kátt í Höllinni ehf sér fyrir húsið. „Þetta er auðvitað stanslaus æfing fyrir hjartapúlsinn. Við höfum verið óhræddir við að hugsa stórt og svo er bara að treysta á að fólk skili sér. Þetta er oft ansi stressandi en við erum heilt yfir mjög ánægðir með viðbrögðin. Eyjamenn eru duglegir að sækja tónleika og vonandi verður

ekki breyting á því. Það er líka svo að til okkar leita stundum ungir ofurhugar sem vilja halda tónleika við góðar aðstæður. Við höfum eftir fremsta megni komið til móts við slíkar hugmyndir enda lítum við á Höllina sem ákveðið félagsheimili fyrir Eyjamenn. Helstu áskoranirnar fyrir okkur er að hafa nóg um að vera en ekki of mikið. Það er engum til heilla ef einhver viðburður „étur“ annan.

Viðburðir á vegum Hallarinnar hafa verið fjölbreyttir og spurðum við hvort oft þyrfti að hugsa út fyrir kassann. „Alveg stanslaust. Það er virkilega gaman að spá í hvað hægt sé að gera í húsinu og höfum við reynt eitt og annað. Stærsta framkvæmdin hjá okkur hefur mögulega verið Októberfestið okkar. Þá fjarlægjum við alla stóla og borð, komum inn með bekki og skreytum þannig að fólk upplifi sig á alvöru Októberfesti þar sem bjór er dælt í krúsir. Við höfum líka tekið aðventumarkað föstum tökum og er fastur liður að handverksfólk sé með helgi í nóvember að selja vörur fyrir jólin. Hefur þetta alið af sér samvinnu milli aðila í vöruþróun og er virkilega gaman að sjá slíkt gerast.“

Þegar Hallarmenn eru beðnir um að líta til framtíðar stendur ekki á svörum. „Þróunin næstu árin verður að vera þannig að vörður sé staðinn um þá viðburði sem fyrir löngu eru orðnir að hefð. Má þar nefna Lundaballið, Þrettándaball, árshátíðirnar og Sjómannaballið, sem er dáið á mörgum stöðum á landinu. Það er ljóst að fólk í Eyjum vill hafa Höllina í rekstri og þá þarf að nota húsið eins og kostur gefst. Í ár höfum við líka fengið þónokkra hópa ofan af landi til okkar, í hópefli eða árshátíðir, og er það frábær viðbót.“

En skildi einhver ákveðinn viðburður standa upp úr? „Já, það eru eiginlega tveir viðburðir. Fyrsti viðburðurinn var ekki létt rennsli á húsinu með trúbador á Háaloftinu. Nei, það var ekkert minna en árshátíð Vinnslustöðvarinnar. Því fylgdi mikið stress þar sem um risastóran viðburð er að ræða og vildum við ekki hefja leika í Höllinni á sjálfsmarki. Allt gekk að óskum og var þetta frábært kvöld. Hinn viðburðurinn er síðan tónleikar Nýdanskrar í maí 2024. Þar var húsið gersamlega pakkað og ekki pláss fyrir eitt einasta borð í salnum. Nýdönsk hafði ekki spilað í Eyjum í dágóðan tíma og var bandið frábært á tónleikunum. Þá kom þessi tónleikagaldur og að upplifa hann með gestum okkar er það sem veitir mesta ánægju í starfi. Að koma að viðburði þar sem allir fara glaðir heim er alveg einstakt.“ Beðinn um að fara á neikvæðu nóturnar svaraði Daníel Geir: „Neikvæðu nóturnar segirðu. Þær eru nú fáar í raun og veru. Hér hefur fólk verið afar kurteist og vesen

lítið sem ekkert. Leiðinlegast er samt klárlega þegar hefur þurft að fella niður viðburð eða færa vegna dræmrar forsölu. Forsalan skiptir svo miklu máli í dag. Þá er svo mikið auðveldara að undirbúa allt og svo hefur það gerst að listamenn hafi hætt við að koma vegna dræmrar forsölu. Við höfum m.a.s. lent í því að listamenn hættu við að koma vegna forsölu með mánaðar fyrirvara, og þá var forsalan bara fín að mínu mati. Maður þekkir það verandi af landsbyggðinni og búandi í Eyjum að sumum finnst afskaplega erfitt að fara út á land, en það hefur þó verið alger undantekning hvað Höllina varðar.“

En hver væri þinn draumaviðburður í húsinu?

„Ég væri til í svakalega aldamótatónleika. Ekki bara með söngvarana og húsband, heldur að allar þær hljómsveitir sem einkenndu aldamótin myndu koma fram í sinni réttu mynd. Það væri algerlega truflað dæmi, enda lang besta tónlistin.“

Eins og nefnt var er nýafstaðið Lundaball. Við vildum því forvitnast um framhaldið í Höllinni. „Komandi helgi er Októberfestið okkar á föstudegi þar sem mikið er lagt upp úr dagskrá og mat. Kvöldið eftir verður síðan uppistand með Færeyskum uppistandara og gesti. Þá verða árshátíðir hjá bæði Vinnslustöðinni og Ísfélaginu á næstu vikum og svo hef ég alltaf haft gaman af kótilettukvöldinu. Í lok október verða líka Britpop tónleikar þar sem Oasis, vinsælasta hljómsveit heims í dag, verður mikill áhrifavaldur Heiðars úr Botnleðju og þeirra sem koma með honum. Það er eitthvað sem ég bíð mjög spenntur eftir.“

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?

„Ég er bara þakklátur fyrir þetta. Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og er Svanur auðvitað frábær makker. Konurnar okkar eru líka rosalega þolinmóðar. En í lokin langar mig að nefna að forsala á tónleika á dögunum var talsvert undir væntingum. Þegar uppi var staðið var mætingin hins vegar mjög góð og var þetta frábært kvöld. Til okkar komu hjón og sló maðurinn á létta strengi og sagðist hafa verið dreginn á þetta og brosti hann síðan kíminn. Þá bætti konan við; „ég er nú alltaf að segja að ef fólk mætir ekki, þá verður ekkert, þannig að það var ekkert annað að gera en að skella sér á tónleika.“ Þetta fannst mér skemmtilegt og er einmitt eitthvað sem ég hef alltaf haft í hugsa sjálfur, því menning er mikilvæg,“ segir Daníel Geir að lokum.

Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is

Sunnudag kl. 15:00

Sunnudag kl. 20:00

Íbúð aldraðra

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknst íbúð eldri borgara í Eyjahrauni. Íbúðin er 43,3 fermetrar. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Umsóknarfrestur er til 13.október nk. Umsóknir eru m.a metnar út frá félagslegum, heilsufarslegum og fjárhagslegum forsendum.

Sótt er um í gegnum íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu Fjölskyldu og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23 (gamla Íslandsbanka) og skal þá fylgigögnum einnig skilað þangað. Mikilvægt er að skila inn öllum gögnum sem óskað er eftir eða nýjum gögnum hafi aðstæður breyst. Eldri umsóknir óskast staðfestar.

Frekari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustuveri Fjölskyldu -og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23.

VANTAR MYND AF ÞÍNU BARNI? Sendu okkur endilega mynd og upplýsingar á tigull@tigull.is

Sjáðu alla nýjustu Vestmannaeyingana inni á TIGULL.IS

LUNDABALLIÐ Í GÓÐUM HÖNDUM HELLISEYINGA

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram síðastliðið laugardagskvöld og sáu Helliseyingar um framkvæmdina í ár.

Gestir nutu dýrindis matar frá Einari Kalda og að sjálfsögðu var ekki látið þar við sitja –heimafólk tók sig til og setti upp skemmtiatriði sem slógu í gegn og sköpuðu mikla kátínu í salnum.

Þegar líða tók á kvöldið steig Einar Ágúst á svið ásamt hljómsveitinni Gosunum og héldu þeir uppi fjörinu fram á nótt með kraftmiklum tónlistaratriðum og dansleik.

SKIPULAGSÁÆTLANIR

VEGNA ATHAFNASVÆÐIS

AT-4 VIÐ OFANLEITI

Vestmannaeyjabær auglýsir tillögu að breyttu

Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015- 2035 við Ofanleiti vegna breyttra skipulagsmarka athafnasvæðis AT-4, Frístundabyggðar (F-1) og Landbúnaðarsvæðis (L-4). Athafnasvæði AT-4 stækkar úr 0,7 í 1,3 ha.

Samhliða er auglýst tillaga að nýju Deiliskipulag athafnasvæðis við Ofanleiti og að breyttu Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti, ásamt umhverfissmatsskýrslu.

Tillagan að Deiliskipulagi athafnasvæði við Ofanleiti

gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 tilheyri athafnasvæðinu og að stofnaðar verði tvær nýjar lóðir í suðurenda athafnasvæðisins. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum á öllum lóðum athafnasvæðisins. Settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang, svo sem manir, lýsingu og geymslu lausamuna.

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti

gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk deiliskipulagsins auk þess sem reitir fyrir rotþró, sorp og sparkvöll eru fjarlægðir.

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. (mál nr. 973/2023, 143/2025 og 145/2025).

Athugasemdir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss til og með 21. október 2025.

AÐDÁUNARVERÐ FRAMMISTAÐA NEMENDA

Þann 15. september sl. var haldin rökræðukeppni í sal FÍV – hluti af einum ensku áfanga skólans. Ákveðið var að umræðuefnið yrði loftlagsbreytingar, þar sem FÍV er hluti af stóru Erasmus verkefni sem tengist því efni. Nemendum var skipt í lið og þurftu liðin að taka sér hlutverk „hinir sannfærðu“ sem hvöttu til aðgerða eða „ efasemdafólk“ sem drógu í efa alvöru og/eða brýna þörf málsins.

Sex hópar kepptu í þremur umferðum; hver hópur fylgdi skipulögðu formi með inngangi, rökfærslum, andsvörum og lokaorðum. Stemmningin var fagleg, og nemendur sýndu sviðinu og andstæðingum sínum virðingu þó að spennan í loftinu væri áþreifanleg. Það er skiljanlegt að taugarnar hafi verið þandar, fyrir flesta voru þetta þeirra fyrstu kappræður og í fyrsta skipti síðan fyrir Covid sem nemendur stíga á sviðið fyrir framan áhorfendur sem innihéldu bæði kennara, samnemendur og skólameistara. Svo má ekki gleyma að punkturinn yfir i-ið var að kappræðurnar fóru að sjálfsögðu eingöngu fram á ensku.

Það var því mjög áhrifamikið að fylgjast með nemendum stíga á sviðið og yfirstíga taugaspenninginn. Hver af öðrum stigu nemendur fram af mikilli fagmennsku, fluttu rök sín og báru sig vel. Sumir nemendur töluðu jafnvel án þess að styðjast við minnispunkta, það vakti sérstaka athygli enda krefst það mikils undirbúnings, yfirvegun og hugrekki. Annað eftirminnilegt atvik var þegar að „efasemdarfólk“ vann sína umferð – mjög merkilegt þar sem enginn nemenda deilir þessum skoðun persónulega. Þarna reyndi á hlutleysi og sannfæringarmátt nemenda.

Áhorfendur kappræðnanna voru sammála um hve dýrmæt reynsla þetta væri. Rökræðuverkefnið var ekki einungis tækifæri til að æfa enskuna, heldur reyndi á hlutlægni, samvinnu, fagmennsku og sannfæringarkraft nemenda. Þetta var einnig tækifæri nemenda til að fara út fyrir þægindarammann, ýta sér lengra, sigrast á taugaspenningnum og uppgötva hvað þau ráða við mikið. Nemendur sýndu ekki aðeins þekkingu og færni, heldur einnig hugrekki með því að stíga á svið og bera sig af slíkri fagmennsku. Það er óhætt að segja að við erum stolt af nemendum okkar.

ÞRAUTIR vikunnar

Nýsmíði

Gólfhitafræsing

Gólfhitalögn

Kjarnaborun

Pallasmíði

Þakvinna

Innréttingar

Utanhúsklæðningar aglverktakar@gmail.com // 768 5228

OPNUNARTÍMI

Virkir dagar frá 8:00-17:00 laugardagar 10:00-14:00

NÝTT Á ÍSLANDI

Varmalistar

frá DiscreteHeat eru gólflistar sem hita upp heimilið. Losaðu þig við plássfreka miðstöðvarofna!

MÖGULEIKI Á AÐ TENGJA VIÐ LAGNIR SEM FYRIR ERU

Losaðu um ogveggpláss fáðu betri hitadreifingu

ThermaSkirt H2O tengist við hitaveitu, varma­dælur, o. fl. hægt að nota sömu lagnir.

ThermaSkirt e gengur fyrir rafmagni og er hentugt þar hitaveita er ekki til staðar.

EasyCleanLST listarnir eru hannaðir fyrir heilbrigðisstofnanir og eru einfaldari í þrifum.

ThermaCurve loftlistar ganga fyrir rafmagni og eru hentugir þar hitaveita er ekki til staðar.

Viðurkenndur dreifingar- og söluaðili ThermaSkirt

Skannaðu kóðann og kynntu þér

Hitalausnir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.