

Sælkeri vikunnar NÖKKVI SNÆR ÓÐINSSON
OFNBAKAÐUR LAX MEÐ ASÍSKU ÍVAFI
Ég þakka JóaNorth fyrir áskorunina. Hér er ofboðslega ljúffengur lax á boðstólnum.
Hráefni:
150 g Hrísgrjón
350 g Lax (beinlaust flak)
1 msk Engifer (ferskt)
0.5 stk Chillí (ferskt)
0.5 dl Kóríander (ferskt)
1 rif Hvítlaukur
1 msk Olía
0.25 tsk Salt
0.25 tsk Pipar (mulinn)
60 g Salatblanda (að eigin vali)
Aðferð:
1. Sjóða hrísgrjón
2. Stillið ofninn á 200°C.
3. Setjið laxinn í eldfast mót. Ef hann er með roði má annaðhvort fjarlægja það eða snúa roðinu niður í mótið.
4. Takið hýðið af engiferi og raspið það fínt niður með rifjárni. Skolið chillí og kóríander og saxið fínt. Takið utan að hvítlauk og saxið eða rífið fínt niður. 5. Blandið engiferi, chillí, kóríander og hvítlauk saman í skál ásamt ólífuolíu. Hrærið vel saman og dreifið síðan jafnt yfir laxinn.
6. Að lokum saltið og piprið laxinn og bakið í miðjum ofni í 15-20 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn.
7. Skola salat og þerra áður en er borið fram með laxinum. Berið laxinn fram með brúnum hrísgrjónum, fersku salati eða öðru grænmeti. Það getur líka verið gott að kreysta sítrónu eða lime yfir fiskinn.
TÍGULL
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Nökkvi er sælkeri vikunnar.
Ég skora á Baldur Haraldsson, þann sem afrekaði hið magnaða þegar hann fjármagnaði hinn vinsæla PLAY sófa á nokkrum klukkustundum. Honum er margt til lista lagt, hvort sem um ræðir í eldhúsinu eða annarsstaðar.
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: ö
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.





GLÆSILEGAR SKREYTINGAR Á HREKKJAVÖKUNNI
Hrekkjavakan var haldin um síðustu helgi og var sérstaklega vel lagt í hana í ár. Hrekkjavökunefnd var stofnuð og eru það þau Hafdís Víglunds, Sirrý, Soffía Marý, Gíslný og Gulli smiður sem eru í nefndinni. Nefndin stóð að hrekkjavökuviðburði í samstarfi við nemendaráð Grunnskólans sem voru hrekkjavökudiskó í Alþýðuhúsinu. Á laugardeginum fóru börnin og gengu í hús klædd sem alls kyns verur og buðu “Gott eða grikk”.
Addi í London ljósmyndari Tíguls myndaði stemninguna og má sjá hér myndir eftir hann.
















Viltu minnast látins ættingja eða vinar?
Hægt er að senda okkur
minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi, þér að kostnaðarlausu.
Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.
Verð: 18.600 kr.

Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is
PASSAMYNDIR
Tökum passamyndir fyrir ökuskírteini og önnur skírteini.

Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir lausar umsóknir í tímavinnnu

Panta þarf tíma í myndatöku Hægt er að senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is eða hringja í síma 694 7999
Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir lausar umsóknir í tímavinnnu frístundaleiðbeinanda í lengda viðveru 10-18 ára barna og ungmenna með fatlanir skólaárið 2025-2026.
Vinnutími er eftir hádegi virka daga, eftir að skóla lýkur. Þegar vetrarfrí er í skólanum, á skipulagsdögum og á foreldraviðtalsdögum er lengd viðvera þá daga.
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember næstkomandi.
Skannaðu QR kóðann fyrir nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið má nálgast hjá Eyrúnu eyrunharalds@vestmannaeyjar.is eða hjá Helgu Sigrúnu helgasigrun@vestmannaeyjar.is með tölvupósti eða í síma 488-2000.


Vinnupallar - vinnupallar!
Vertu með öryggið í lagi þegar þú hengir upp jólaseríurnar í ár!
- Verkpallaleiga Vestmannaeyja býður upp á leigu á álpöllum frá EuroScaffold fullbúin sett með standhæð upp að 4.2 metrum og vinnuhæð upp í 6 metra. Hægt er að fara hærra (allt upp í 12m) með aukarömmum.
- Dagsleiga eða langtímaleiga
- Fljót afhending – hægt að sækja sjálfur eða fá sent
Stærð standard einingar:
135x250cm, 4.2m standhæð
Dagleiguverð 5.000 kr.m.vsk.
Vikuleiga 28.000 kr.m.vsk.
Hafðu samband ef þig vantar palla fyrir næsta verkefni – einfalt, öruggt og sveigjanlegt. Erum að auki með öfluga brothamra, sleggjur og bensín steinsagir til leigu. Eigum mikið magn af stál kerfispöllum sem henta í stærri verk eins og múrverk og þakskipti. Hægt að setja kerfispalla upp í kringum hús. Gerum tilboð í stærri verk.
Lágmarksleiga 3 dagar!



ALLRA HEILSA
Ingólfur og Rannver bjóða upp á kírópraktík í Eyjum
Ingó hefur starfað sem kírópraktor í 20 ár og Rannver í 8 ár. þeir kynntumst í Crossfit Reykjavík þar sem Ingó æfði og Rannver var þjálfari. Þeir hafa báðir alla tíð stundað íþróttir og telja það einn mikilvægasta þáttinn i heilbrigðum lífsstíl. Í þeirra huga er kírópraktík mikilvægur þáttur í að líða vel, halda líkamanum í sem bestu mögulegu standi og að hann endist sem lengst. Þeim gengur vel að eiga við allskyns verki og vandamál en þeirra nálgun í meðhöndlun hefur alltaf þessa þrjá þætti að leiðarljósi. Við heyrðum í þeim Ingó og Rannver sem eru núna að bjóða upp á kírópraktík hjá Allra heilsa en margir kannast við þá frá Kírópraktorstöð Íslands.
Við spurðum þá hvernig samstarfið hófst og hvað varð til þess að þeir fóru að koma reglulega til Vestmannaeyja:
Þegar Ingó var 27 ára gamall hafði hann aldrei komið til Vestmannaeyja. Hann fékk til sín í meðhöndlun mann að nafni Sigurður Bragason. Það kom upp í samtali þeirra á milli að Ingó hefði aldrei komið til Eyja og það þótti Sigga algjörlega fáránlegt og eitthvað sem þyrfti að breytast hið snarasta. Hann bauð Ingó á Þjóðhátíð, bauð honum að gista í bílskúrnum sínum og tók hann undir sinn verndarvæng og kynnti hann fyrir Eyjunni fögru. Skemmst er frá að segja að Ingó fór á níu Þjóðhátíðir í röð eftir þetta, gisti í bílskúrnum góða og tók ástfóstri við Eyjunum. Hann byrjaði að starfa á nuddstofunni hjá Jackie. Þegar Rannver útskrifaðist sem kírópraktor frá Life University í Atlanta þá hafði hann mikinn áhuga á að fara til Vestmannaeyja og meðhöndla þar þannig að úr varð að við höfum verið að koma til Eyja reglulega síðustu 4 ár.

Hvernig hefur viðtökurnar í Eyjum verið og hversu lengi hafið þið starfað hér reglulega?
Viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar. Það er margt eyjafólk sem vill nýta sér þessa meðhöndlun og við gerum okkar besta til þess að ná sem mestum árangri með alla sem til okkar leita. Það eru líka algjör forréttindi að starfa í Allra heilsa þar sem margir mismunandi meðferðaraðilar eru undir sama þaki og við getum leitað til hvers annars vegna ólíkra vandamála sem koma á okkar borð og leyst þau í sameiningu.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, getið þið sagt okkur hvað felst í kírópraktík og hvernig er hún frábrugðin öðrum meðferðarformum, eins og sjúkraþjálfun eða nuddi? Kírópraktík er mjög örugg meðferð og það er hægt að meðhöndla flest af því sem getur komið uppá í stoðkerfinu. Meðferðin er ekki sársaukafull og við hittum fólk á öllum aldri. Við leitumst við að vera mjúkhentir og okkar elstu kúnnar hafa verið yfir nírætt. Þegar við á þá tökum við röntgenmyndir af svæðinu sem við erum að vinna með til þess að geta betur áttað okkur á því við hvað við erum að
Rannver og Ingólfur.
eiga við og hvaða nálgun er líklegust til að ná árangri. Stoðkerfið er alltaf miðpunkturinn en svo meðhöndlum við líka tær, fingur, olboga, hné, axlir og mjaðmir. Við höfum töluverða reynslu í meðhöndlun og þar af leiðandi getum við líka fljótt áttað okkur á því hvenær ákveðið vandamál á betur heima hjá sjúkraþjálfara, nuddara eða lækni og þá vísum við okkar skjólstæðingum þangað.
Hvaða vandamál eða kvillar eru algengastir hjá þeim sem leita til ykkar?
Algengustu kvillarnir sem við eigum við eru tengdir stoðkerfinu, hryggnum. Það eru ótrúlega margar ástæður sem geta orsakað bakverki og þess vegna er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í upphafi til þess að átta sig á því hver er rót vandans. Yfirleitt er hægt að fá góða mynd af því sem er að orsaka vandamálið með ítarlegu samtali og líkamsskoðun. Þegar við á er ómetanlegt að geta skoðað röntgenmynd eða segulómskoðun af svæðinu sem við á. Við tökum röngenmyndir sjálfir þegar þess gerist þörf en svo höfum við aðgang að myndum sem teknar hafa verið í Orkuhúsinu,
Domus medica og Hjartavernd. Ef einhverjar myndir hafa verið teknar áður og á þessum stöðum þá skoðum við þær og notum til þess að hjálpa okkur að leysa vandamálið.
Hvernig getur kírópraktík hjálpað fólki með langvarandi verki, stífleika eða stoðkerfisvandamál? Þegar kemur að langvarandi verkjum, stífleika eða stoðkerfisvandamálum þá er samstarf á milli stétta mikilvægt. Við erum svo heppnir að hafa í kring um okkur frábæra sjúkraþjálfara, nuddara og lækna sem við vinnum með til þess að hámarka árangur. Í lang flestum tilfellum gefum við okkur að hægt sé að ná fólki verkjalausu. Að sjálfsögðu eru til tilvik þar sem slys eða sjúkdómar gera að að verkum að verkjaleysi er illfengin niðurstaða. Sem betur fer þá þýðir það ekki að það megi ekki reyna að tækla vandamálið. Oft er hægt að minnka verki um 10% til 90% ef rétt er farið að og halda verkjunum sem minnstum í framtíðinni. Fyrir suma getur einungis 20% minni verkur verið munurinn á því að geta notið dagsins eða ekki. Öll verkjavandamál eru ólík og við nálgumst þau þannig að við stefnum á 100% árangur.
Hversu miklu máli skiptir líkamsstaða og hreyfing í daglegu lífi fyrir að viðhalda góðri líkamsheilsu? Líkamsstaða skiptir miklu máli fyrir daglega heilsu. Það er flestum ljóst að síðustu ár hefur líkamsstaðan átt undir högg að sækja með aukinni tölvu og símanotkun. Við eyðum miklu meiri tíma hokin en við gerðum áður. Þeir meðferðaraðilar sem við eigum mest í samskiptum við eru allir á því máli að unga fólkið okkar er orðið meira hokið og samhliða því þá erum við að sjá fleiri stoðkerfisvandamál, t.d. vöðvabólgu í herðum og höfuðverki, ásamt öðru. Við leggjum sjálfir mikið uppúr því að vera með góða líkamsstöðu og miðlum til annarra hvernig þeir geti bætt sína eða viðhaldið henni
ef hún er góð fyrir. Ef viðkomandi er farinn að verða hokin þá er tvennt sem skiptir mestu máli, að byrja að gera réttar æfingar sem fyrst, og þegar við á, að fá aðstoð frá sjúkraþjálfara, nuddara og/eða kírópraktor.
Þið talið gjarnan um heildræna nálgun — hvað felst í því þegar kemur að heilsu og líkamsjafnvægi? Í okkar huga er mikilvægt að fólk geti sinnt sinni heilsu að mestu leiti sjálft og án mikillar utanaðkomandi aðstoðar. Að því sögðu þá förum við báðir reglulega í nudd, hittum okkar kírópraktor og stundum líkamsrækt. Við gerum þetta til þess að reyna eftir bestu getu að fyrirbyggja vandamál, auka daglega vellíðan og við viljum að líkaminn okkar endist okkur út ævina. Líkamsræktin getur verið af hvaða toga sem er. Það er lang best ef hægt er að blanda saman úthaldsæfingum, styrktaræfingum og liðleikaæfingum. Þetta getur verið jóga, lyftingar, sund eða göngutúrar. Það er í uppáhaldi hjá okkur báðum þegar við komum til Eyja að fara uppá Eldfell eða Dalfjall og eggjarnar, stundum er keppst við hvor okkar á betri tíma en við reynum að vera skynsamir.
Hversu oft komið þið til Eyja og hvernig virkar þjónustan fyrir þá sem vilja bóka tíma hjá ykkur? Við komum alltaf til Eyja á tveggja vikna fresti. Meðferðarlega hefur það reynst okkur vel og þegar við á þá höfum við blandað saman við okkar meðferð sjúkraþjálfun, nuddi og æfingum sem fólk fær með sér til þess að gera heima eða í ræktinni. Fyrir þá sem hafa ekki komið til okkar áður þá er best að hringja í okkur í síma 8677787 eða að senda okkur skilaboð í gegnum facebokk síðuna okkar: Kírópraktík Vestmannaeyjar. Þeir sem hafa verið hjá okkur áður geta notað sömu leiðir en einnig er hægt að fara inná Noona appið, finna Kírópraktorstofu Íslands, velja „Bóka tíma“, Vestmannaeyjar og „Endurkoma“.
Hvað mynduð þið segja við þá sem hafa verið í vafa um að prófa kírópraktíska meðferð?
Það er eðlilegt að sumir finni til einhvers vafa um að prófa eitthvað sem þeir hafa ekki prófað áður og vita jafnvel lítið um. Við bjóðum alla velkomna til okkar til þess að eiga við okkur samtal og fá að vita hvort þeir séu á réttum stað.
Hver er helsti misskilningur sem fólk hefur um starfsemi kírópraktora?
Helsti misskilningurinn er að kírópraktísk meðferð sé mögulega harkaleg eða sársaukafull.
Við hefjum enga meðferð án þess að vera eins vissir og hægt er að við getum náð einhverjum árangri. Þar sem meðferðin er mjúkhent og við gerum okkar besta til þess að vera með myndir og allar þær upplýsingar sem við getum áður en við hefjumst handa þá er það okkar tilfinning að við getum náð árangri eða að minnsta kosti gefið fólki ráðleggingar um hvert það getur leitað með sitt vandamál. Við hvetjum fólk líka til þess að tala við aðra í kringum sig sem hafa komið til okkar og vonandi bera þau okkur söguna vel og geta eytt vafanum.
Hvað vonist þið til að Vestmannaeyingar taki með sér úr heimsóknum ykkar?
Við vonum að sem flestir sem til okkar leita finni sem mestan mun á sínu vandamáli og komist í gegnum daginn án þess að finna til verkja. Við viljum líka geta kennt viðkomandi æfingar og aðferðir til þess að hjálpa sér sjálf og reyna að fyrirbyggja að vandamálið komi aftur. Það er oftast þannig að þegar búið er að finna hvert vandamálið er, meðhöndla það og þjálfa, þá er stærsti sigurinn unninn og minna mál að sinna því þannig að það komi ekki alltaf aftur.
ÚTROKKAÐIR
SVEITTIR
TILBÚNIR AÐ HEIÐRA ÞESSA MERKISMENN

Fyrr á árinu voru haldnir tónleikar í Höllinni til heiðurs hljómsveitarinnar Nirvana, þar sem 31 ár var liðið síðan söngvari hljómsveitarinnar Kurt Cobain lést. Tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel og var stemningin æðisleg. Spilað var fullt af lögum af öllum þeim breiðskífum sem Nirvana gaf út á sínum tíma og voru áhorfendur mjög ánægðir með hvernig gekk, þar á meðal við þungarokkararnir á eyjunni.
Þessir tónleikar veittu okkur mikinn innblástur til að fremja svipað verkefni seinna á árinu og er sú stund runnin upp. Eftir mikla skipulagningu og margar æfingar getum við loksins tilkynnt að þann 15. nóvember næstkomandi verða haldnir Metallica tribute tónleikar á Háaloftinu í Höllinni.
Spiluð verða lög af fyrstu 5 plötum hljómsveitarinnar og fram koma 9 hljóðfæraleikarar á þessum tónleikum sem munu skiptast á að spila á sviðinu til að heiðra þessa eðal hljómsveit. Þeir eru: Mikael Magnússon, Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðarson, Skæringur Óli Þórarinsson, Birgir Þór Bjarnason, Ásmundur Ívar Óskarsson, Óskar Elí Óskarsson, Jón Ævar Hólmgeirsson Austfjörð og Óliver Elí Gíslason.
Metallica er ein af þessum hljómsveitum sem flest allir í þungarokksheiminum geta rakið innblástur síns til. Hún er farsælasta þungarokkshljómsveit í heiminum, hefur spilað í öllum 7 heimsálfunum, selt milljónir eintaka af breiðskífum og gefið út 11 svoleiðis frá árunum 1983 til 2023.
“Ég fékk fyrst að heyra Metallica í tölvunni hans pabba þegar ég var 5 ára og var það lagið For Whom The Bell Tolls af plötunni Ride The Lightning. Ég verandi lítill risaeðlu- og vélmennaelskandi snáði fannst þetta vera grjótharðasta tónlist í heiminum og um leið og ég gat fór ég að æfa á trommur í Tónlistarskóla Vestmannaeyja með þeim tilgangi að tromma eins og meistari Lars Ulrich”, segir Mikael Magnússon.
Félagarnir mínir í þessu verkefni hafa líka allir sínar eigin sögur um þeirra fyrstu kynni við Metallica og enda þær allar á “ÞETTA VAR ÓGEÐSLEGA TÖFF!!!”. Og hingað erum við komnir í dag, allir útrokkaðir og sveittir og tilbúnir að heiðra þessa merkismenn í þessari merkishljómsveit og hlakkar okkur innilega til að sjá sem flesta uppi á Háaloftinu í Höllinni þann 15. nóvember.
Gólflisti í stað ofna?
Varmalistarnir frá DiscreteHeat eru gólflistar sem hita upp heimilið



Meira pláss & fallegra heimili


Losaðu um ogveggpláss fáðu betri hitadreifingu




Viðurkenndur dreifingar- og söluaðili ThermaSkirt Skannaðu
ERASMUS HEIMSÓKN Í FÍV – VATNSFÓTSPOR, PYSJUR OG GÓÐVILD Í FYRIRRÚMI

Eins og margir vita þá eru nemendur FÍV að taka þátt í Erasmus-verkefninu WATER, sem leggur áherslu á að fræðast um loftslagsbreytingar og vatn í tengslum við þær. Dagana 8.–11. september sl. komu nemendur og kennarar frá Pisa á Ítalíu og Seville á Spáni í heimsókn til skólans. Í þessari heimsókn var fókusinn á vatnsfótspor.
Heimsóknin hófst á mánudegi þar sem tekið var á móti gestunum niðri á bryggju þegar þeir gengu út úr Baldri. Þar beið þeirra skemmtileg óvænt uppákoma – nemendur FÍV mættu með pysjur sem þeir höfðu bjargað um nóttina og sýndu gestunum. Gestirnir komu einmitt á hápunkti lundapysjutímabilsins og voru yfir sig ánægðir að fá að sjá pysjur. Þess vegna var ákveðið að byrja á því að fara með alla út á hamar til að sleppa pysjunum. Frábært veður, náttúrufegurðin og pysjurnar, það var sannarlega byrjað á toppnum.
Vinnan yfir vikuna gekk mjög vel. Nemendur kynntu verkefni sem þeir höfðu unnið að fyrir heimsóknina og fræddu hvert annað um mismunandi tegundir vatnsfótspora og hvernig hægt er að reikna þau út, til dæmis þegar kemur að landbúnaði, matvælaframleiðslu eða fatnaði.
Einnig var farið í heimsókn á Vatnssafnið, þar sem Stebbi Jónasar tók á móti hópnum og sagði frá vatnssögu Vestmannaeyja. Ótrúlega áhugavert safn sem
meira að segja Vestmannaeyingarnir í hópnum höfðu ekki heimsótt og sumir vissu ekki af. Einnig var farið í gönguferð um Stórhöfða og þar voru þó nokkrar selfies myndir teknar enda útsýnið yfir eyjarnar í kring einstaklega fallegt.
Við fengum svo til okkar Þóru Hrönn, stofnanda og eiganda Kubuneh, sem hélt áhrifaríkt og mikilvægt erindi um verslunina Kubuneh, hjálparstarfið í Gambíu, staðreyndir um neyslu (t.d. Temu kaup, hraðtísku og afleiðingar þess) og samfélagsábyrgð. Fyrirlesturinn hennar vakti mikla umræðu og eftir hann voru allir sammála um að fleiri ættu að fá að heyra hana tala. Hún vakti alla viðstadda til umhugsunar.


Aðalverkefni heimsóknarinnar snerist þó um að skoða matseðil GRV, reikna út vatnsfótspor réttanna og finna leiðir til að minnka það. Nemendur voru skipaðir í hópa, hver hópur valdi sér rétt til að endurbæta – og svo átti að elda réttinn. Að sjálfsögðu var gerð keppni úr þessu og við fengum sérstaka dómara til að velja sigurvegarana. Einsi Kaldi og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar; Kjartan Vídó komu svangir upp í FÍV til þess að smakka á réttunum og áttu í mestu vandræðum með að velja sigurvegara, svo góðir kokkar voru nemendurnir.
En heimsóknin snerist ekki eingöngu um verkefni og fræðslu. Gestirnir tóku þátt í nýnema grillinu og fengu að smakka alvöru íslenskar pulsur – með öllu, að sjálfsögðu. Þau komu einnig í Pálínuboð í sal skólans, þar sem kennarar, nemendur og foreldrar nutu góðs matar og samveru fram á kvöld. Nemendahópurinn tók þátt í FÍV Cup í rigningunni og fengu að upplifa sanna Vestmannaeyjastemningu; lundapysjuveiðar um nóttina.
Heimsóknin heppnaðist frábærlega – vinnan var fjölbreytt, fjörug og mikið hlegið. Þegar hóparnir kvöddu fengu þeir að taka með sér nokkrar pysjur um borð í Baldur og sleppa þeim út á sjó á leiðinni í land, sem þau sögðu vera ógleymanlega upplifun.
Að lokum viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til Þóru Hrannar, Stebba Jónasar, Einsa Kalda og Kjartans Vídó fyrir að hafa tekið vel í beiðnir okkar og aðstoðað okkur við að gera heimsóknina bæði fræðandi og skemmtilega. Þetta er einmitt það sem einkennir samfélagið okkar – góðvild, samstaða og vilji til að hjálpast að.



ÞRAUTIR vikunnar



Nýsmíði
Gólfhitafræsing
Gólfhitalögn
Pallasmíði
Þakvinna
Innréttingar
Parketlögn
Skjólgirðingar




























