

UNGUR FRUMKVÖÐULL Í EYJUM – ATLI MÁR SÆÞÓRSSON 14 ÁRA
Atli Már Sæþórsson er aðeins 14 ára gamall en hefur þegar haslað sér völl í 3D prentun. Hann byrjaði að læra hönnun og prentun í FabLab og keypti sér síðan sinn eigin 3D prentara í lok síðasta árs.
Hvað er það sem heillar þig við 3D prentun?
„Mér finnst magnað að geta búið til hluti alveg frá grunni. Ég nota aðallega PLA plast sem er algengasta efnið í 3D prenturum.“
Hvaða verkefni hefur þú verið að vinna í?
„Ég hef til dæmis hannað sérplatta fyrir
Bryggjuveiði, sem krakkar hafa gaman af að nota og deila á TikTok. Annars er nánast hægt að prenta hvað sem er – eins og stóla og blómavasa. En auðvitað ekki sjónvörp eða fatnað,“ segir Atli brosandi.
Hversu langan tíma tekur prentunin?
„Það fer eftir stærð og þyngd. Það tekur um klukkutíma að prenta einn platta af Vestmannaeyjum, en stærri hlutir taka mun lengri tíma.“
Ef fólk vill nálgast vörurnar þínar, hvernig fer það að því?
„Það er hægt að panta á heimasíðunni minni, 3dframleidsla.store, og ég er líka með síðu á Facebook undir nafninu 3D Framleiðsla.“
Atli er lifandi dæmi um hvað sköpunargleði og ný tækni getur opnað ótrúlega möguleika, jafnvel fyrir þá sem eru rétt að stíga sín fyrstu skref í viðskiptum.
TÍGULL
DREIFING:
Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is




Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: Erlingur Guðbjörnsson.
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

NÝTT Á ÍSLANDI
Varmalistar
frá DiscreteHeat eru gólflistar sem hita upp heimilið. Losaðu þig við plássfreka miðstöðvarofna og faðu betri hitadreifingu!
MÖGULEIKI Á AÐ TENGJA VIÐ LAGNIR SEM FYRIR ERU
10% afsláttur af öllum pöntunum út september


ThermaSkirt H2O tengist við hitaveitu, varmadælur, o. fl. hægt að nota sömu lagnir.

ThermaSkirt e gengur fyrir rafmagni og er hentugt þar hitaveita er ekki til staðar.

EasyCleanLST listarnir eru hannaðir fyrir heilbrigðisstofnanir og eru einfaldari í þrifum.

ThermaCurve loftlistar ganga fyrir rafmagni og eru hentugir þar hitaveita er ekki til staðar.
Viðurkenndur dreifingar- og söluaðili ThermaSkirt
Skannaðu kóðann og kynntu þér Hitalausnir
SNJÖLL HITATÆKNI FYRIR NÚTÍMAHEIMILI


Hitalausnir er nýtt fyrirtæki sem stofnað var nú í sumar af þeim Jóhanni Inga Óskarssyni, Þóri Helga Hallgrímssyni og Jónasi Guðbirni Jónssyni. En þeir bjóða upp á sniðugar hitalausna fyrir heimili og stofnanir. Við fengum Jóhann Inga Óskarsson einn eiganda Hitalausna til að segja okkur frekar frá fyrirtækinu.
Hvernig virkar þetta?
Lykilvörur Hitalausna byggja á gólflistum sem hita upp rýmið – en í stað hefðbundinna ofna sem taka mikið pláss og takmarka húsgagnaskipan, nýtir kerfið sér sérstaka lista sem setjast snyrtilega meðfram veggjum. Listarnir líta út eins og venjulegir gólflistar, en inni í þeim er annaðhvort vatnshitakerfi eða rafmagnshitun sem veitir jafna og skilvirka hitadreifingu. Þetta gerir þá sérstaklega hentuga fyrir þá sem vilja losna við stóra og fyrirferðarmikla ofna án þess að fara í umfangsmikla gólfhitauppsetningu.
Ef ég vil nýta mér hitalausnir, hvernig sný ég mér í því? Best er að fara inn á vefsíðuna okkar hitalausnir.is og sjá hvað við erum með í boði og fylla út umsókn eftir því sem hentar þínu heimili. Hvort þú ert með hitaveitu eða rafmagnskyndingu og fylla út stærð rýmis og þú færð verð frá okkur. Varðandi uppsetningu þá er hún tiltölulega einföld í framkvæmd og án mikillar raskana. Ef ofnalagnir eru góðar þá er hægt að nýta sér þær. Við getum aðstoðað við uppsetningu eða séð alfarið um uppsetninguna fyrir þig.

Eigendur hitalausna; Þórir Helgi, Jóhann Ingi og Jónas Guðbjörn.
Hitalausnir – Snjöll hitatækni fyrir nútímaheimili Í samfélagi sem setur sífellt meiri kröfur um orkunýtingu, hagkvæmni og fagurfræði, býður íslenska fyrirtækið Hitalausnir upp á einstakar lausnir sem sameina nýsköpun, hönnun og hitatækni. Með vörulínum sem byggja á nýjustu þróun á sviði vegg- og gólfhita, veitir fyrirtækið heildrænar lausnir fyrir nútímaheimili og atvinnurými.
Bjóða upp á faglega þjónustu og notendavænar lausnir Hitalausnir leggja mikla áherslu á að þjónustan sé aðgengileg og einföld. Fyrirtækið býður upp á skýr kennslumyndbönd og leiðbeiningar sem gera viðskiptavinum kleift að skilja og nýta kerfið án flókins verklags. Viðskiptavinir geta fengið ráðgjöf og tilboð í sínar aðstæður með því að hafa samband í gegnum hitalausnir.is. Þar má einnig sjá myndir, upplýsingar og svör við algengum spurningum. Einnig er hægt að hafa samband við okkur með tölvupóst á netfangið hitalausnir@hitalausnir.is eða í síma 768-5228 (Jóhann).
Vöruúrval sem mætir breiðum þörfum
ThermaSkirt vörulínan þeirra býður bæði upp á vatnsknúna og rafdrifna valkosti, sem henta allt frá litlum íbúðum yfir í stærri heimili, skrifstofur, gistirými og heilbrigðisstofnanir. Lausnirnar eru sérstaklega hentugar í eldri húsnæði þar sem gólfhiti er ekki til staðar – og veita þá notalegan hita án stórra framkvæmda.

Sjálfbær framtíðarsýn
Með áherslu á orkunýtingu og umhverfisvænar lausnir eru varmalistarnir sérstaklega vel fallnir til notkunar með varmadælum og öðrum sjálfbærum orkugjöfum. Þetta stuðlar að minni orkukostnaði og lægri kolefnislosun til lengri tíma.
Á myndunum má sjá hvernig gólflistanir sem hita upp rýmið koma út.



KVÖLDSTUND MEÐ BEGGA Í SÓLDÖGG Í EYJUM

Bergsveinn Arelíssuon, oftast kallaður Beggi í Sóldögg, hefur sett upp tónleikasýninguna Kvöldstund með Begga í Sóldögg. Þar nýtur hann liðsinnis góðra manna sem mynda skemmtilega hljómsveit sem hentar vel hans lögum og sögum. Eftir stutt spjall við Begga er augljóst að eyjarnar eiga stað í hjarta hans og komandi laugardag stoppar hann á Háaloftinu með þessa skemmtilegu kvöldstund.
„Fyrsta giggið mitt í Eyjum er alveg ógleymanlegt. Það var á Pizza 67 og vertarnir veittu vel eins og þeirra var von og vísa. Það var svo eftirpartý hjá Stíg Hannesar og eftir það var ekki aftur snúið með að gigga reglulega í Eyjum. Ég á alveg ótrúlega margar minningar frá Eyjum en sú fyrsta er ekki tengd tónlistinni. Við vorum svo heppin í Hólabrekkuskóla í Breiðholti að fá tvo nýútskrifaða kennara til okkar beint frá Eyjum. Það voru Raggi Hilmars og Óli Týr. Farið var í skólaferðalag að vori til og voru þeir að sjálfsögðu með í för. En þegar Sóldögg var að byrja spiluðum við á Calipso á fimm vikna fresti, mergjuð gigg, og þá kynntist maður ótrúlega mörgum peyjum og meyjum.“
Kvöldstund með Begga í Sóldögg var fyrst haldið í Bæjarbíói Hafnarfirði og nú eru nokkrar sýningar á takteinum. „Eyjamenn mega búast við einlægum og
skemmtilegum tónleikum. Fullt af sögum og sprelli af ferli sem spannar 37 ár. Upplifun sem er dáltíð eins og að koma í heimsókn heim í Felsjakórinn og hlusta á mog syngja og segja frá ferlinum mínum við stofuborðið. Og auðvitað rifja ég upp ógleymanlegar sumarnætur í Eyjum,“ bætir Beggi við.
Ferill Begga er fjölbreyttur og þekkir fólk til margra verkefna sem hann hefur komið að. Sem áður segir var hann í hljómsveitinni Sóldögg sem var eitt flaggskipa Aldamótabandanna. Þá hefur hann sungið með Vinum vors og blóma, Pöpunum inn á barnaplötur o.fl. o.fl. Aðspurður hvert sé hans uppáhalds lag frá ferlinum stendur nú aðeins á svari. „Þau eru orðin ansi mörg. Ég lenti í vandræðum með að velja úr fyrir Kvöldstund með Begga. En ég nefni Svört sól, Lífið er yndislegt, Friður og Einskisverður hlutur. Svo þykir mér mjög vænt um sólóplötuna September sem var gerð til heiðurs áhrifavaldanna frá 1980 – 1990.“
En hvað vill Beggi í Sóldögg segja að lokum? „Ég hlakka gríðarlega til og vona að ég sjái ykkur sem flest.“
Kvöldstund með Begga í Sóldögg verður laugardaginn 20. september kl. 21.00 en Háaloftið opnar 20.00. Forsala er í gangi á Tix.

stur tannlæknir hjá Hlýju

Fastur tannlæknir hjá Hlýju

Hlýja tannlæknastofa hefur fengið til sín fastan tannlækni á ný.
Það er hún Íris Þórsdóttir tannlæknir sem er flutt aftur til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni. Hún tekur vel á móti ykkur í hlýlegu umhverfi nýuppgerðrar tannlæknastofunnar á Hólagötu 40.
TÍMABÓKARNIR & UPPLÝSINGAR: 481-2772
www.hlyja.is
æknastofa hefur fengið til sín fastan tannlækni á ný. Það er hún Íris Þórsdóttir r sem er flutt aftur til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni. Hún tekur vel á kkur í hlýlegu umhverfi nýuppgerðrar tannlæknastofunnar á Hólagötu 40.

Hlýja tannlæknastofa hefur fengið til sín fastan tannlækni á ný. Það er hún Íris Þórsdóttir

TÍMABÓKANIR OG UPPLÝSINGAR: 481-2772
EYJABIO.IS
tannlæknir sem er flutt aftur til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni. Hún tekur vel á móti ykkur í hlýlegu umhverfi nýuppgerðrar tannlæknastofunnar á Hólagötu 40.

www.hlyja.is

TÍMABÓKANIR OG UPPLÝSINGAR: 481-2772
www.hlyja.is
Evrópukappaksturinn The Conjuring: Last Rites
Sunnudag kl. 15:00 Sunnudag kl. 20:00
Sælkeri vikunnar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON
MEXÍKANST LASAGNE
Ég vil þakka systur minni fyrir áskorunina, ég ætla að bjóða uppá mexíkanst lasagne.
Ég skora á Daníel Freyr Jónsson og óska honum og fjölskyldu til hamingju með nýju stelpuna.
Hráefni:
Kalkúnahakk 600g
Ostasósa 300g
Salsasósa 150g má vera mild medium eða hotég nota persónulega hot
Tortilla
Doritos
Taco krydd
Aðferð:
Steikið hakkið á pönnu með taco kryddinu. Hellið svo 300g af osta sósu og 150g af salsa leyfið því að malla smá. Svo er bara að byggja lasagne-að.
Ég byrja þá á að setja þetta saman í þessari röð í eldfast mót: hakk, doritos, tortilla svo enda ég á að setja rifinn ost. Setja eldfast mótið í ofn í 20 mínútur. á 180 gráður.
Gott er að geyma doritos til hliðar til að dreifa svo yfir þegar það er tilbúið fyrir extra chrunch.
Verði ykkur að góðu!


Guðbjörn er sælkeri vikunnar.
Er september þinn skoðunarmánuður?
Frumherji í Eyjum
vikuna 22. - 24. september
Allar gerðir ökutækja
Lokað í hádeginu
Tímapantanir í síma 570 9090 Faxastígur 38

Viltu minnast látins ættingja eða vinar?
Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi.
Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef.
Verð: 18.600 kr.


Ráðgjafi í Vestmannaeyjum

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðila í útibú okkar í Vestmannaeyjum til að sinna þjónustu og sölu til viðskiptavina. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í skemmtilegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
› umsjón og ábyrgð á rekstri útibúsins
› ráðgjöf og þjónusta vegna sölu trygginga og umsýslu tjóna
› viðhald og uppbygging viðskiptatengsla á svæðinu
› að tryggja framúrskarandi þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
› háskólamenntun sem nýtist í starfi
› reynsla á sviði stjórnunar
› þekking og reynsla af þjónustu á svæðinu
› frumkvæði, skipulagshæfileikar og mikil þjónustulund
Umsóknarfrestur er til og með 28. september nk. Sótt er um starfið á sjova.umsokn.is Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri, agusta.bjarnadottir@sjova.is
Atvinna
ANDRI BJARGAÐI 91 FUGLI Í SUMAR
- Mun aldrei labba framhjá dýri sem þarf hjálp
Andri Júlíusson hefur átt erilsamt sumar líkt og undanfarin sumur. Síðan í byrjun júní hefur hann bjargað og annast 91 sjófugla í bílskúrnum heima – mestmegnis ritur, en einnig fýla og lundapysjur. Fuglar sem annars hefðu líklega ekki lifað af, fengu tækifæri til að spjara sig í náttúrunni.
„Þetta hefur verið bæði krefjandi og gefandi,“ segir
Andri, sem hefur lengi haft ástríðu fyrir náttúruvernd og fuglalífi í Eyjum. „Það er ótrúlegt að sjá fuglana stækka og styrkjast en þetta er líka gríðarleg vinna.
Mamma og öll fjölskyldan hefur hjálpað með þetta og pabbi hefur þurft að geyma bílinn úti í allt sumar svo ég geti nýtt bílskúrinn í þetta verkefni.”
Mamma dýrasjúk eins og ég
Hvernig byrjaði þetta?
„Þetta byrjaði í raun alveg óvart,“ segir Andri og brosir. „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi enda í svona stóru dæmi þegar ég byrjaði að koma heim með litla fýla og rituunga fyrir nokkrum árum. Sem betur fer tók mamma vel í þetta þar sem hún er dýrasjúk eins og ég. Fyrst var ég bara að bjarga fýlunum á götunum, þar sem það eru margir sem vilja ekki bjarga þeim, en það er sáralítið mál, eiginlega mun auðveldara en að bjarga pysjunum. Ég fékk eitt sumarið að fara með Erp Snæ að bjarga fýlunum við Vík í nokkra daga, það var algjörlega meiriháttar, og að sjá alla fýlsungana fara aftur út á sjó er bara ómetanlegt.
Svo fór ég að taka heim alla litlu rituungana sem duttu úr hreiðrunum við sprönguna. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem lifa ekki af en þá er líka enn skemmtilegra að sjá þá sem ná að lifa af. Svo eru auðvitað alltaf einhverjar pysjur sem þurfa aðhlynningu líka eins og í sumar. Þær hafa verið frekar léttar í sumar og hafa þurft mat og smá tíma til að braggast almennilega.“
Hvað ertu að gefa þeim dagsdaglega?
“Ég hef mestmegnis verið að gefa þeim loðnu en eftir að Sea Life sagði mér að ég væri ekki velkomin þangað og þau myndu ekki vilja hjálpa til við þetta verkefni með því að gefa mér afgangs loðnu hef ég þurft að leita annarra ráða. Við höfum fengið fisk hjá nokkrum sjómönnum hér í bæ og svo er ég með stráka sem fara reglulega og veiða fyrir mig fisk. Það þarf hellings fisk fyrir fuglana þar sem ég þarf að gefa þeim 5x á dag. Stundum þarf ég svo að bæta lýsi við fæðuna, sérstaklega ef ég get ekki gefið þeim heilan fisk og svo fá þeir B vítamín á morgnanna.“

Mr. Squeaks var eftirminnilegur
Hvað gerirðu ef þú þarft að fara í frí?
„Ég var í smá veseni þegar við fórum í sumarfrí því ekki gat ég tekið fuglana með en Ruth Zohlen reddaði mér með því að taka við þeim í nokkra daga, hún er vanur fuglabjargari líka og hafsjór af fróðleik. Andri segir að allir fuglar séu skemmtilegir og með mismunandi persónuleika. En maður fær oft mjög skemmtilega fugla til sín, eins og t.d. Mr. Squeaks sem komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum. Mr. Squeaks neitaði fyrst að fara og elti okkur alltaf heim. Svo fór hann að fljúga um bæinn, spjalla við fólk og biðja um mat. Hann flaug heim þegar fólk hafði ekkert handa honum og kom í kvöldmat. Hann endaði svo á að fljúga með hinum ritunum til Grænlands þegar hausta tók en heimsótti okkur á sumrin í nokkur ár á
eftir. Hann á alltaf stóran part af hjartanu í mér og öllum sem kynntust honum.“
Hvernig heldurðu utanum fjöldann á fuglunum?
„Ég set upp skjal í tölvunni sem sýnir dagsetninguna á hvenær þeir finnast, hvenær þeim er sleppt og svo fá allir nafn. Ég reyni alltaf að gefa þeim skemmtileg nöfn sem tengist einhverju þema hverju sinni. Það voru t.d. mörg forsetanöfn í ár, bæði bandarískir og íslenskir.“
Nú er fuglatímabilið að verða búið, hvað ætlarðu þá að gera?
„Nú þegar haustið er komið er ég farinn aftur í nám við Fjölbrautarskóla Suðurlands og reyni að nýta eins mikinn tíma og ég get í að fljúga vélunum sem ég hef verið að læra á. Þess á milli er ég að grúska í ættfræði og efnafræði. Mér leiðist aldrei.“
Við erum gestir hjá fuglunum Stefnirðu á að halda þessu áfram?
„Ég mun aldrei labba framhjá dýri og ekki hjálpa því, ég er bara ekki þannig gerður. En ég get kannski ekki annast svona marga fugla að eilífu og því er mikilvægt að finna fleiri sem geta hjálpað til í þessu. Hildur Ólafs er mjög öflug í fýlabjörgun með mér og hún kemur nánast um hverja helgi úr borginni í björgunarstörf og svo eru strákar hér í bænum sem koma reglulega með fugla sem þurfa aðstoð, vonandi fara þeir bara að taka við þessu og kenna fleirum.“

Að sögn Andra er þetta ekki einfaldlega ástríða heldur ábyrgð. „Fuglarnir eru búnir að vera hérna 4000 árum lengur en við og í raun erum við gestir á eyjunni þeirra, því er mikilvægt að við virðum tilverurétt þeirra og það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að vernda náttúruna okkar. Hver fugl sem kemst aftur til sjávar er sigur.“












SÁLMASKRÁR

Tökum að okkur gerð sálmaskráa. Panta þarf tíma í síma 694 7999 eða senda tölvupóst á leturstofan@leturstofan.is
HEIMILISMATUR FYRIR ELDRI BORGARA
SEM BÚA HEIMA
Tígull kynnti sér þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara , sem styður þá í að vera lengur á heimilinum sínum eins og svo margir kjósa. Vestmannaeyjabær sér um þessa þjónustu en veitingastaðurinn GOTT sér um að gera matseðil, elda matinn og keyra honum heim að dyrum til eldri borgara. Þetta er afar vel heppnað og fólk er almennt mjög ánægt með. Við spurðum Sigga hjá GOTT útí þetta verkefni.
“já við fáum lista frá bænum hvaða aðilar fá mat og við sendum út matseðil fyrir hvern mánuð í einu. Á hverjum degi er svo keyrt út mat til eldri borgara á þessum lista. Margir telja að þegar við lokum hér yfir veturinn sé enginn starfsemi hjá okkur en það er síður en svo. Þessari þjónustu sinnum við alla daga ársins. Hvort sem það er aðfangadagur, nýársdagur eða fárviðri, ég held að við höfum aldrei alveg sleppt matnum, þó það hafi verið ófært á milli húsa þá hefur kannski frestast heimsendingin um einhvern tíma þegar hefur lægt snjóstormi td. Enda mikilvægt að maturinn berist, hvað þá í óveðri þegar eldri borgarar eiga erfitt með að komast í búð. Við leggjum mikið uppúr fersku hráefni, fáum nýjan fisk og vöndum okkur að hafa matinn næringarríkan, en svo þarf líka að reyna að hafa mat sem flestir vilja. Fólk er oft vanafast og með ákveðnar kröfur sem við reynum eftir bestu getu að fylgja”.
Áki H er einn af þeim sem nýtir sér þessa þjónustu og spurðum við hann;

Telur þú þessa þjónustu mikilvæga fyrir þá eldri borgara sem kjósa sér hana?
Því er svo háttað í mínu tilfelli að ég hef notið heimsendingar á hádegismat á vegum Vestmannaeyjabæjar til fjölmargra ára. Fyrstu árin barst maturinn frá eldhúsi Hraunbúða en hin seinni ár frá veitingastaðnum Gott. Öll árin hef ég verið yfirmáta ánægður með þessa þjónustu og tel hana mjög mikilvæga og gæti ekki án hennar verið. Kemur þar helst til hvað kunnátta mín í matargerð er fábrotin. Það hefur verið sérstök tilhlökkun hin síðari ár að hitta stúlkurnar á matarbílnum að máli hverju sinni og sama hvort þær hafa verið pólskar eða úkraínskar, alltaf jafn stutt í brosið hjá þessum elskum.
Einnig heyrðum við í Sigurgeiri Jónssyni:
„Mér finnst þessi þjónusta afar mikilvæg fyrir okkur eldri borgara. T.d. hlakka ég alltaf til á hverjum degi að fá góðan mat á góðu verði. Þetta er þjónusta sem ég gæti varla verið án og afar vel af hendi leyst hjá þeim á Gott, hvort sem er í matargerð eða útkeyrslu.“


“Mikilvægt er að þeir eldri borgarar sem þurfa á því að halda fái heimsendan mat. En til að fá heimsendan mat þarf að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt reglum Vestmannaeyjabæjar um stuðings- og stoðþjónustu. Þessar reglur má finna inn á síðu Vestmannaeyjabæjar” segir Kolbrún Anna Rúnarsdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
Áki og Klaudia starfsmaður GOTT.
ÞRAUTIR vikunnar

Gleði Friður
ÁST VINáTTA KæRLEIKUR ÞAKKLæTI LéTTLEIKI SAMVERA HUGARRó HLýJA VON
Vinátta Kærleikur Þakklæti Léttleiki Samvera Hugarró Hlýja Von













HAUST TILBOÐ














