Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2020

Page 94

– Hvað hefurðu skrifað margar greinar í Sjómannadagsblaðið? „Ég held að það séu um 130 greinar. Ég var jú ritstjóri blaðsins í tíu ár.“ – Þú skipulagðir móttöku Ólafs V. Noregskonungs til Vestmannaeyja 1974. Hvernig kom það til? „Ég held það hafi verið Páll Scheving úr bæjarstjórninni sem hafði samband og bæjaryfirvöld höfðu þá verið í sambandi við Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi. Það var sjálfsagður hlutur að leggja sitt af mörkum því Norðmenn voru nú ekki búnir að gera neitt smáræði fyrir okkur. Þær voru stórkostlegar safnanir Norðmanna í sambandi við gosið og fjármunir sem þeir afhentu Vestmannaeyingum. Svo buðu þeir öllum börnum Eyjamanna til Noregs og fleira mætti nefna. Við höfum stundum gleymt þessu en mér fannst alveg sjálfsagt að taka þátt í skipulagningu konungskomunnar og kallaði alla skipstjóra á fund sem ætluðu að taka þátt í þessu. Við hittumst í Akoges og þar raðaði ég niður skipunum. Maður hafði nú aðeins komið nálægt slíku áður og gaman fyrir Eyjasjómenn að eiga þar nokkra hefð. Vestmannaeyjabátar tóku til dæmis á móti Kristjáni tíunda konungi árið 1921. Ég ákvað strax að gera þetta eins og oft er gert, við skiptum bátunum í tvo hópa eða tvær raðir og þegar við vorum komnir út sigldi hver á eftir öðrum og konungsskipið á milli okkar. Svo höfðum við þetta eins og í flotanum. Ég hafði prufað þetta einu sinni við strendur Portúgals, þá tókum við á móti Antonio Salazar einræðisherra. Hann sigldi í snekkju á milli raða af herskipum. Eyjaskipstjórar voru eins og þaulvanir sjóliðsforingjar og athöfnin tókst alveg prýðilega. Við sigldum í tveimur röðum, svo röðuðu allir sér um borð á þá lunningu sem snéri að konungsskipinu og hrópuðu húrra og höfðu góðan takk til að veifa á móti. Þetta kom vel út og þegar fyrsti báturinn var kominn fram hjá sneri hann til baka og fór í kjölfar konungsskipsins.

Þetta er allt skráð í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1973-1974 sem var þjóðhátíðarblað og framlag sjómanna í Vestmannaeyjum til þjóðhátíðar Íslendinga í tilefni af 1100 ára byggð í landinu.“ – Hefurðu fundið fyrir þakklæti sjómanna fyrir þín störf, alla vega stýrimanna og skipstjóra? „Já, og mér hefur þótt mjög vænt um þegar gamlir nemendur koma og heilsa manni innilega. Mér þótti mjög vænt um þegar Skipstjórafélag Íslands gerði mig að heiðursfélaga og forseti Farmannasambandsins hefur allaf verið mjög almennilegur og sýnt mér þakklæti. Það er meira en menntamálaráðuneytið gerði, ég verð nú bara að segja það. Ég var 40 ár í þjónustu skólamála á Íslandi. Það var ekki sagt svo lítið sem svei þér þegar ég lauk starfi. Ég sendi reikning til menntamálaráðuneytisins og fór fram á hálfs árs starfslokasamning vegna þess að ég gat verið hálfu ári lengur ef skólinn hefði ekki verið lagður niður. Þetta jafngilti 500-600 þúsund krónum (2009). Menntamálaráðuneytið svaraði ekki einu sinni bréfinu.“ – Okkur langar að vita hvort þú sért samt ekki sáttur við ævistarfið? „Jú, ég er mjög sáttur við það en segi stundum að ég hefði viljað vera lengur í Danmörku og sigla meira. Mig langaði alltaf í farmennsku og sigla til Austurlanda, hugsaði um það en þá var ég trúlofaður góðri konu sem hefur tekið mikinn þátt í því sem ég hef gert. Frábær kona, Anika Ragnarsdóttir heitir hún, ættuð að vestan. Ég kunni alltaf geysilega vel við mig á sjónum og síðasta árið sem foringi á sjómælingaskipinu Freyju var alveg frábært. Skipherrann Knut Kergot var alveg einstakur maður. Hann tók mig nánast að sér og kenndi mér eins og hann gat. Það var feikilega gott að vera með Dönum. Ég var í fimm ár þar ytra og kom bara einu sinni heim í hálfan mánuð en fann aldrei að ég væri meðhöndlaður öðru vísi en einn af þeim.“ – Var Anika með þér í Danmörku ?

Kóngur var mjög ánægður með þetta. Ég lenti í móttöku á Hótel HB og svo fórum við út á hraunið með honum. Þegar hann fór frá Eyjum sigldu allir bátarnir í kjölfarið á konungsskipinu eða kringum skipið en það var ekki skipulögð röð og þannig fylgdu þeir kóngi að Bjarnarey. Þar sneru bátarnir við og sigldu til baka og við sendum skeyti til konungsskipsins sem við fengum svar við. 94

„Við kynntumst í Kaupmannahöfn 1957. Anika kom heim á undan mér, var bara úti í tvö ár. Hún vann sem sjúkraliði á spítala í Kaupmannahöfn en starfar nú á Grensási í Reykjavík.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2020 by Leturstofan - Issuu