Tígull 18. tbl 07. árg.

Page 1


Gleðilega Þjóðhátíð
19. tbl. 07. árg. 30 júlí - 5. ágúst 2025

HVAÐ VEIT GERVIGREINDIN UM ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM?

Fátt hefur verið rætt eins mikið á þessu ári og gervigreind. Okkur lék því forvitni á að vita hvað hún veit um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Við spurðum ChatGPT og gefum við því orðið.

Á hverju ári breytist Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum í líflega menningarsenu þar sem íslensk þjóðarsál og hátíðarandinn takast í hendur. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum – ein stærsta og þekktasta útihátíð landsins – dregur til sín þúsundir gesta sem sækjast eftir samveru, tónlist og einstökum upplifunum í dramatískum náttúruham í miðjum Eyjum.

FRÁ VEÐURFARSLEGU NEYÐARTILFELLI

TIL MENNINGARLEGRAR HEFÐAR

Saga Þjóðhátíðar hófst árið 1874 þegar Vestmannaeyingar gátu ekki siglt til Þingvalla til að fagna 100 ára afmæli íslenskrar stjórnarskrár. Þeir ákváðu að halda sína eigin hátíð – og hefðin hefur lifað áfram nær óslitið síðan þá. Í dag stendur Þjóðhátíð sem helsti viðburður ársins í Eyjum og einn mikilvægasti menningarviðburður landsins.

FJÖGURRA DAGA ÞJÓÐLEGT ÆVINTÝRI

Hátíðin fer fram yfir verslunarmannahelgina, í fjóra daga sem fyllast af tónlist, blysabrennum, fjöri og einlægni. Hápunktar hátíðarinnar eru margir, en enginn stendur jafn hátt í hugum gesta og brekkusöngurinn á sunnudagskvöldi. Þá fyllist dalurinn af röddum og ljósi, þegar þúsundir syngja saman undir blysahring sem lýsir upp náttúrulega hringleikhúsið sem Herjólfsdalur er. Á föstudegi hefst dagskráin með tónleikum og glæstum opnunarathöfnum. Laugardagurinn einkennist af stórtónleikum, fjölskylduskemmtunum og flugeldasýningu. Eftir hátíðlegan brekkusöng kemur mánudagurinn með afslöppun, söng og kaffi – og loks hverfur hátíðin inn í minningar fólks þar til hún rís á ný árið eftir.

TÍGULL

EINSTAKT UMHVERFI, EINSTÖK UPPLIFUN

Það sem gerir Þjóðhátíð svo sérstaka er ekki aðeins dagskráin – heldur líka staðsetningin sjálf. Herjólfsdalur, umlukinn eldfjöllum og bröttum hlíðum, býður upp á hrífandi náttúrubraut fyrir hátíðina. Þar blandast menning, náttúra og mannleg nærvera á hátt sem fáar hátíðir í heiminum eiga sér líka.

Vestmannaeyjar sjálfar eru eins og lítið land í landinu – náttúra, saga, mannlíf og eldfjallaorkan sem er nærri áþreifanleg. Og á Þjóðhátíð renna allir þessir kraftar saman í einstaka heild.

FYRIR ALLA – FJÖLSKYLDUR, VINI OG ÆVINTÝRAMENN

Þjóðhátíð býður ekki aðeins upp á tónleika og partí heldur líka fjölskyldutjöld, kaffihlaðborð og dagskrá fyrir yngstu gestina. Þetta er hátíð fyrir allt samfélagið – unga sem aldna – þar sem gleðin og þjóðernisvitundin leika lykilhlutverk.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.

Dreifing fer fram á fimmtudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

Svona sér ChatGPT Þjóðhátíð fyrir sér.
Forsíðumyndina tók Bent Marinósson á Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2024.

10:30-22 mánudag

SNÝST UM AÐ KOMA FÓLKI Í GÍRINN

Bóas Gunnarsson og Lilja Björk Jónsdóttir eru tónlistarfólk og skemmtikraftar en þar að auki í sambúð og foreldrar átta ára skellibjöllu. Þau hafa spilað á Pizza 67 yfir Þjóðhátíð síðustu fjögur ár, og það er engin tilviljun að þau koma alltaf aftur.

„Stemningin og starfsfólkið,“ segja þau, „svo kallar Eyjan mann alltaf heim.“

Þau segja stemningina á Pizza 67 vera einstaka. „Ótrúlega falleg, mikill söngur og gleði, góður staður fyrir viðgerðarstund eftir annrík kvöld í dalnum.“

„Helgin snýst um að koma fólki í gírinn fyrir Dalinn með samsöng og dansi. Starfsfólkið er orðið ákveðin „þjóðhátíðarfjölskylda“ og passar vel upp á það að við fáum að njóta alls sem eyjan hefur upp á að bjóða.“ Þau nái að upplifa öll helstu atriðin í dalnum, taka þátt í viðburðum í hvítu tjöldunum og jafnvel heimahúsum. „Í fyrra fengum við meira að segja að sleppa pysju sem auka ævintýri,“ segja þau og bæta við að Lilja hafi fyrst mætt á Þjóðhátíð þegar þau byrjuðu að spila á 67. „Við getum vel sagt að þjóðhátíðarbakterían sé búin að klófesta hana.

ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR

Við bæði munum vel eftir fyrsta skiptinu þegar við komum að spila á Pizzunni, þar sem við spiluðum „Þar sem hjartað slær“ og allir stóðu upp, um allt tjald, ofan á bekkjum, borðum og stól um, og voru í faðmlög um með vasaljós að syngja hástöfum með. Það var bara eitthvað við þetta augnablik sem okkur báðum þykir endalaust vænt um í dag.“

Tónlistin sem þau spila er allskonar og mótast af stemningu. „Já, það eru náttúrulega alltaf ákveðin lög sem eru „standard“, en við elskum óskalög og þau hafa verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Við höfum gaman af því að prufa að taka öðruvísi lög ef þau falla í kramið.“ Þau nefna að andrúmsloftið og fólkið ráði oft tónlistardagskránni. „Við höfum tekið heilan dag bara með íslenskum lögum, svo hefur sá næsti verið ekkert nema 80s slagarar!“

Þau tengja bæði sterkt við ákveðin þjóðhátíðarlög. Bóas nefnir: „Ég tengi sérstaklega við ‘Þar sem hjartað slær’, það kom út á fyrstu þjóðhátíðinni sem ég mætti á og á svo sérstakan Pizza 67 hjartastað – eins og við nefndum áðan.“ Lilja bætir við: „Ég tengi mest við það líka, en Eyjalögin hennar Klöru Elías og Jóhönnu eiga líka ákveðið sess í hjartanu – það eru ekki mörg kvennalög og það er bara svo gaman að syngja þau!“

En hvernig er pizzan á Pizza 67?

„Já, við höfum prófað þær flestar, en við erum mikið brauðstanga-

fólk og bestu pizzurnar eða brauðstangirnar koma iðulega þegar við biðjum staffið um að koma okkur á óvart – það kemur alltaf einhver snilld út úr því!“

Þegar þau eru spurð hverju þau séu spenntust fyrir um helgina, utan þess að spila, svara þau: „Kannski klisja, en við erum spenntust fyrir því að hitta staffið – „þjóðhátíðarfjölskylduna“ – og finna bara þessa ástar-/hamingjustemningu sem fylgir Þjóðhátíð. Að vera þreytt en hamingjufífl í brekkunni að syngja með í Dalnum og taka þetta allt inn.“

BREKKULÚR

Að lokum fengum við þau til að deila einni skemmtilegri sögu: „Jah, þær eru margar góðar. Að fá að sleppa pysju, spila með localnum í góðum partýum og vera alltaf velkomin til allra, smakka lunda í hvítu tjöldunum og fleira. En ætli sú fyndnasta sé ekki sú að í fyrra var svo hryllilega gaman í tjaldinu hjá Pizza 67 og við í algjörri sæluvímu eftir daginn. Við ætluðum heldur betur að koma okkur vel fyrir í brekkunni, syngja og horfa á blysin, en komum okkur svo vel fyrir að eftir orkumikinn dag sofnuðum við í brekkunni – og misstum af blysunum!“ Þau bæta við með brosi: „En við mælum alveg

Að lokum vilja þau leggja áherslu á eitt: „Eins og áður nefnt, er nóg til af fallegum og skemmtilegum hlutum til að gera í Eyjum, en mestu máli skiptir að skemmta sér fallega og passa upp á náungann. Okkur hlakkar mikið til að sjá sem flesta á Pizza 67 – og hver veit nema fyrsta spilaárið verði toppað í samsöng!“

Opnunartími yfir Þjóðhátið í Eyjum

31. júlí 1. ágúst 2. ágúst 3. ágúst 4. ágúst

10:00 - 18:00 & opnum aftur 22:00 - 02:00 (Húkkarinn) 10:00 - 19:00 12:00 - 19:00 12:00 - 19:00 12:00 - 16:00

Djákninn // Strandvegur 47 // djakninn.is

Hafþór í essinu sínu með hljómsveitinni Memm á Tjarnarsviði á Þjóðhátíð.

ÞJÓÐHÁTÍÐ ER Á ÖÐRU LEVELI

Það er fátt sem jafnast á við þjóðhátíðarandann sem svífur yfir Herjólfsdal á verslunarmannahelgi, og fyrir tónlistarfólk úr Eyjum er fátt stærra en að stíga á svið þar. Í ár snýr hljómsveitin Memm aftur í fjórða sinn, og að þessu sinni með glænýtt þjóðhátíðarlag í farteskinu – „Dalurinn ómar“.

Við hittum Hafþór Elí Hafsteinsson, söngvara og meðlim Memm, og einn höfunda lagsins, til að ræða tilurð þess og hvað sé fram undan hjá sveitinni.

VARÐ TIL Í GRUNNSKÓLA

„Þetta lag á sér dálítið sérstaka sögu,“ segir Hafþór, þegar hann rifjar upp fyrstu skref lagsins. „Það byrjaði allt fyrir sirka átta árum, þegar ég var í 10. bekk í grunnskóla. Við áttum að gera lokaverkefni og þar sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist, ákvað ég að semja þjóðhátíðarlag.“

Þá fékk hann frænda sinn, Hörð Þór Harðarson, með í lið, og þeir unnu lagið saman og gáfu það út. En lagið fékk nýtt líf í ár, þegar Memm ákvað að taka það upp á ný og móta það að eigin stíl.

„Við ákváðum að setja okkar svip á lagið,“ segir Hafþór. „Helgi R. Tórshamar, gítarleikari í Memm, samdi nýja brú inn í lagið og við útsettum það saman sem hljómsveit.“

Hljómsveitin Memm, Jón Bjarki, Viktor, Helgi, Ólafur Birgir og Hafþór.

1.990 Fartölvutöskur

39.990 Skólafartölvur Verð

Upptökur fóru fram hjá vini þeirra, Vigga Snæ, sem sá einnig um aðstoð við útsetningu. Hljóðblöndun og mastering voru svo í höndum Bigga Tryggva.

„Þetta var algjör samvinnuverkefni og það var ótrúlega gaman að fá að klára þetta verk á nýjan hátt með hljómsveitinni.“

VIÐBRÖGÐ FRAMAR VÆNTINGUM

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð, eiginlega vonum framar,“ segir Hafþór og bætir við að það sé alltaf sérstakt að heyra fólk taka lagið í sátt – sérstaklega þegar það tengist jafn sterkum menningarviðburði og Þjóðhátíð í Eyjum.

ÖÐRUVÍSI EN ALLT ANNAÐ

Það er fátt sem jafnast á við að spila fyrir troðfullan dal af þjóðhátíðargestum, og Hafþór tekur undir það. „Já, það er alveg öðruvísi en að spila á venjulegu balli,“ segir hann. „Stemningin sem skapast úti í dalnum er einstök. Það eru allir svo peppaðir og það er eitthvað sérstakt yfir því að standa á litla pallinum með fólkið dansandi fyrir framan sig. Þessi hátíð er einfaldlega á öðru leveli.“

MEMM OG MINNINGAR

Þó Memm hafi aðeins verið starfandi í nokkur ár, hefur sveitin nú komið fram fjögur ár í röð á Þjóðhátíð.

„Við vonum að árin muni bara halda áfram að telja,“ segir Hafþór með bros á vör.

Hljómsveitin samanstendur af fimm vinum sem allir eiga rætur að rekja til Eyja:

Hafþór Elí Hafsteinsson – söngur, Helgi R. Tórshamar – sólógítar, Ólafur Birgir Georgsson – rytma- og kassagítar, Viktor Ragnarsson – bassi og Jón Bjarki Birkisson – trommur.

„Við höfum gaman af því að spila fjölbreytta tónlist, og aldamótapoppið er eitthvað sem er virkilega að slá í gegn núna,“ segir Hafþór þegar talið berst að því hvað sé skemmtilegast að spila á balli. „En það er líka alltaf í ákveðnu uppáhaldi að taka Þorparann. Það klikkar aldrei.“

Að sjálfsögðu finnst Hafþóri „Dalurinn ómar“ eiga sérstakan sess í hjartanu, en hann hefur einnig sín uppáhalds úr þjóðhátíðararfinum.

„Draumur um þjóðhátíð hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Þetta gamla og góða, það er alltaf best.“

BARA BYRJUNIN

Memm hefur engin áform um að hægja á sér. „Við ætlum að halda áfram að spila og vonumst til að gefa út meira efni. Þetta er bara byrjunin,“ segir Hafþór að lokum og bætti við. „Endilega mætið og kíkið á okkur á Þjóðhátíðinni!“ hvetur Hafþór að lokum. „Við spilum á Brekkusviðinu kl. 21:00 á föstudagskvöld og síðan á Tjarnarsviðinu strax eftir brennuna. Við erum líka á Spotify undir nafninu Memm – það væri geggjað ef sem flestir myndu hlusta og syngja með. Gleðilega Þjóðhátíð!“

Góða skemmtun í Dalnum

+ GESTIR

LUNDINN KEMUR OG TEKUR YFIR DALINN

Þegar við heyrðum í Hlyn Má Jónssyni veitingamanni á Lundanum var hann alveg furðu rólegur miðað við törnina sem er framundan yfir Þjóðhátíð. „Já, við erum alveg furðu róleg og bara allt að verða klárt. Við vorum einmitt að ræða það í gær að við hlytum að vera að gleyma einhverju. Annars er þetta komið í svo þægilega rútínu og við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að undirbúa helgina,” sagði Hlynur. En Lundinn hefur undanfarnar Þjóðhátíðir skipað stórann sess hjá stórum hluta þeirra gesta sem sækja Eyjarnar heim þessa helgi. „Það er mjög mikil dagskrá í boði hjá okkur þessa daga og byrjar hún í raun og veru eilítið fyrr hjá okkur en hin raunverulega Þjóðhátíð. Við höfum verið að byrja á miðvikudegi með DJ-um og ýmsum hipphopp artistum sem poppa upp hjá okkur og keyrum ball fram eftir nóttu bæði innanhúss og í garðinum hjá okkur og sama er uppi á teningnum á fimmtudeginum,” sagði Hlynur fullur tilhlökkunar. „Yfir helgina færum við okkur svo í þessa skemmtilegu dagdrykkju og byrjum uppúr hádegi föstudag, laugardag og sunnudag og er yfirleitt orðið vel þéttsetið hjá okkur og farið að dansa uppá borðum svona klukkutíma seinna,“ sagði Hlynur og hló.

METNAÐARFULL DAGSKRÁ

Hlynur segir dagskrána mjög metnaðarfulla í ár en hann vinnur hana í samstarfi við Doctor Victor sem er eiginlegur viðburðastjóri. „Dagskráin er samansett af hinum ýmsu Dj-um og hipphopp artistum, bæði innlendum og erlendum. Svo poppa alltaf upp einhverjir óvæntir gestir sem eru mættir til að skemmta sér en vilja endilega fá að taka lagið.“

Hlynur sagðist ekki geta talið

Hlynur Már veitingamaður á Lundanum (t.h.) og Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar takast í hendur.

upp artistana alveg að svo stöddu en lofaði miklu fjöri. „Þetta er allt unnið í samstarfi við góða styrktaraðila sem verða áberandi á svæðinu. Happy Hydrate og Red Bull hafa verið með okkur síðustu ár og nú bætist Ölgerðin í hópinn en ég sel mikið að vörum frá þeim. En Red Bull og Happy Hydrate eru eiginlegir viðburðarhaldarar og verða þarna með allskonar varning sem þeir gefa gestum og gangandi. Metta Sport verður einnig á svæðinu sem og stefnumótaappið Smitten, sem ég reyndar hélt að væri eitthvað allt annað fyrst þegar þeir komu til okkar,“ sagði Hlynur og hló innilega. „Ég var að gefa fullt af bakpokum frá þeim í fyrra og hélt þetta væri eitthvað munntóbak eða slíkt. Svo horfði fólk

á mig eins og ég væri einhver asni. En ég er löngu búinn með stefnumóta pakkann þannig að ég er lítið að fylgjast með þeim bransa.”

Hlynur sagði einnig fleiri fyrirtæki verða á svæðinu að kynna sína vöru yfir helgina. „Svo bjóðum við uppá kjötsúpu einnig, til að sjá til þess að fólk nærist nú líka. Þar stendur mamma vaktina. Hún heimtaði að fá að gera þetta, aðallega til að næra starfsfólkið en við viljum einnig lofa öðrum að njóta og bjóðum súpuna því til sölu einnig. Þetta er nauðsynlegur partur af Þjóðhátíð og hefur bjargað mörgum sem hefur aðeins farið fram úr sér í gleðinni.“

LUNDINN Í DALINN

Hlynur hefur alla tíð vandað sig

við að allt sem hann geri í kringum Þjóðhátíð sé ekki í óþökk við ÍBV og reynt að skipuleggja sína dagskrá þannig að hún rekist ekki á við dagskrána í Dalnum. „En oft hafa þetta verið sömu artistarnir, þá sér í lagi DJ-arnir, í Tuborg tjaldinu og hjá okkur. Í ár ákváðum

við því bara að slá þessu saman og samnýta mannskapinn. Þannig að þeir sem eru á dagskránni hjá okkur verða einnig í Tuborg tjaldinu í Dalnum og sér Victor alveg um það,“ sagði Hlynur. „Ég tók spjallið við Þjóðhátíðarnefnd og við ákáðum að prófa að vinna

Viðburðarstjórinn,

þetta betur saman í ár. Sögusagnir hafa gengið um bæinn að Lundinn væri að taka að sér Tuborg tjaldið og þar á meðal barsöluna. „Nei, alls ekki, það er ekkert til í því. Þetta er bara þeirra fjáröflum, þ.e. ÍBV og þannig á það bara vera. Samstarfið snýr eingöngu að listafólkinu sem kemur fram hjá mér, þau munu einnig skemmta í Tuborg tjaldinu. Með stærstu nöfnin þá munum við passa uppá að það rekist ekki á. Að þau séu ekki sama daginn hjá okkur og í Dalnum.“

SNYRTIMENNSKAN

Í FYRIRRÚMI

Aðspurður hvort hann færi þá ekkert í Dalinn um helgina sagði Hlynur það aldrei að vita. „Ég var alveg hættur að fara í Dalinn þessa helgi enda fer mikil orka í þetta tilstand okkar. Undanfarin tvö ár hefur þetta hins vegar gengið svo smurt fyrir sig hjá okkur og við höfum ekki verið með opið nema til kl. 20 hátíðardagana. Þannig að okkar styrktaraðilar hafa verið það ötulir við okkur að þeir hafa boðið okkur í Dalinn á sunnudagskvöldið og höfum við staffið farið saman í brekkuna og gert okkur glaðan dag.

Auddi og Steindi að taka lagið í Lundagarðinum í Þjóðhátíðarpartýji.
Doctor Victor, á tryllir lýðinn í Lundagarðinum.

Þeir sem hafa orku í það þ.e.a.s.“ sagði Hlynur en bætti við. „Þó ekki fyrr en við höfum gengið frá og hreinsað svæðið vel í kringum okkur. Við leggjum metnað í það að þegar fólk keyrir eða gengur fram hjá að morgni sé allt í flottu standi og snyrtilegt. Þannig hefur það alltaf verið hjá okkur og viljum við halda því áfram.“

UPPÁVIÐ UNDANFARIN ÁR

Almennt yfir árið segist Hlynur vera mjög sáttur með aðsóknina að staðnum „Það þykir orðið mjög eðlilegt að kíkja á Lundann á virkum degi eða fyrir miðnætti sem var hinsvegar litið miklu hornauga fyrir ekki svo mörgum árum. Þetta er orðið mikið meiri félagsmiðstöð hjá okkur. Við erum með mjög fjölbreyttan kúnnahóp, menningarlega sé, allra þjóða. Fólk er að koma og spila hjá okkur Billiard og pílu og eiga glaða stund saman. Pílan er að koma rosa sterk inn og

stendur til að fara í framkvæmdir eftir Þjóðhátíð og gefa henni meira pláss. Við stefnum á að setja upp nokkur spjöld til viðbótar. Það væri hugsað fyrir hópa sem hingað koma og geta þá verið meira útaf fyrir sig,“ sagði Hlynur. Hann sagði þó að varlega þyrfti að fara við allar breytingar á húsinu þar sem það sé orðið gamalt og friðað.

„En ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Er einfaldlega í skýjunum hversu duglegt fólk er að koma til okkar og þá sér í lagi unga fólkið. Mætingin er bara vonum framar og það allt árið um kring. En það gerir mér líka kleift að geta boðið upp á stærstu nöfnin í bransanum á Lundanum án þess að rukka sérsaklega inn á staðinn. Og því ætlum við að halda áfram svo lengi sem við mögulega getum. En því ber einnig að þakka Ölgerðinni og Red Bull sem hafa stutt vel við bakið á okkur við stærstu viðburðina.“

KALLINN FUSSAR

OG SVEIAR

Hlynur sem rekur nú Lundann tók við rekstrinum af föður sínum Jóni Inga Guðjónssyni sem stóð vaktina allar nætur í rúm tuttugu ár. „Já, hann myndi nú helst vilja standa vaktina sjálfur en er náttúrulega bara kominn á aldur samkvæmt dagatalinu a.m.k. þó hann vilji ekki viðurkenna það sjálfur. En hann tók þá ákvörðun fyrir einhverjum árum að þetta væri komið gott hjá honum. Hann er bara þannig úr garði gerður að það er bara allt eða ekkert. Ef hann getur ekki staðið vaktina allar nætur þá er betra að sleppa þessu bara.“ sagði Hlynur brosti. „Hann er þó á hliðarlínunni og fylgist vel með og fussar og sveiar reglulega yfir því sem ég er að gera. En sem betur fer hef ég, enn sem komið er, tekið réttar ákvarðanir,“ sagði Hlynur að lokum

Gleðilega Þjóðhátíð!

Bylgja VE

DAGSKRÁ

FRAM AÐ

Miðvikudagur 30. júlí

HVÍTU TJÖLDIN:SÚLURNAR

17:00

Fimmtudagur 31. júlí 12:00 11:30 17:00 23:00 15:00

Ástarbraut

Veltusund Klettar

20:00

Skvísusund

Lundaholur

Sjómannasund

Sigurbraut Herjólfsgata

17:45 Ástarbraut

Þau sem eiga ekki frátekna lóð

18:30

19:15

Skvísusund Lundaholur

Sjómannasund

Veltusund Klettar

Sigurbraut Herjólfsgata

Aðeins bilar með súlur fá að fara inn í dal á þessum tíma

HVÍTU TJÖLDIN:BÚSLÓÐIN

Búslóðaflutningar verða á eftirfarandi tímum: 31. júlí kl. 11.30 til 15:00 og kl. 17.30 til 20:00

1. ágúst kl. 9.30 til 11:30 Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.

FERMINGARBÖRN 2011

Sem fengu aðgangsmiða að gjöf frá ÍBV þurfa að sækja armband milli kl. 12 og 16 fimmtudag á Básaskersbryggju. Hafið meðferðis gjafabréf og skilríki.

ATHUGIÐ aðeins fermingarbarnið sem gjafabréfið er stílað á getur nýtt það.

FORÐUMST BIÐRAÐIR!

Við hvetjum Eyjamenn til þess að nálgast Þjóðhátíðararmbönd sín á Básaskersbryggju fimmtudaginn 30. júí. frá kl. 12 til 22.

ATHUGIÐ armböndin eru sett á á staðnum.

Innrukkun í Herjólfsdal hefst kl. 10.00 föstudaginn 1. ágúst

HERJÓLFSDALUR

HÚKKARABALL

Portið bakvið Strandveg 50 Alaska / Issi / Tónhylur / SZK / Nussun & Hugo / Háski / Ingi Bauer & Big Sexy / Klara / Hubba Bubba

BÚSLÓÐIN

Í TJALDIÐ

Búslóðaflutningar leyfðir

9:00 - 11:30

SETNING ÞJÓÐHÁTÍÐAR

• Þjóðhátíð sett: Hörður Orri Grettisson formaður ÍBV

• Hátíðarræða: Páll Scheving Séra Viðar Stefánsson blessar hátíðina

• Lúðrasveit Vestmannaeyja

• Bjargsig: Gunnar Páll Elvarsson

• KAFFIHLÉ

LÉTT LÖG Í DALNUM

Á TJARNARSVIÐI

• Brúðubíllinn

• VÆB

• Skoppa & Skrítla

Á BREKKUSVIÐI kl. 15:30-17:00

• Barnasöngkeppni Landsbankans

Á TJARNARSVIÐI

• PBT

• Lína Langsokkur

• Brúðubíllinn

• MEMM

• Svala Björgvins

• Frumflutningur

Þjóðhátíðarlags: Stuðlabandið

• Helgi Björns og Reiðmenn vindanna ásamt Sölku

• PBT

Kynnir: Bjarni Ólafur Guðmundsson

• VÆB

• Stuðlabandið + gestir

LÉTT LÖG Í DALNUM

Friðrik Ómar

Selma Björns

Ragga Gísla

• Hr. Hnetusmjör

• FM95BLÖ ásamt Jóhönnu

Guðrúnu og Sverri Bergmann

Kynnir: Bjarni Ólafur Guðmundsson

Á TJARNARSVIÐI

• Sylvía & Árni: Bestu lög barnanna

• EmmsjéGauti

• Skoppa & Skrítla

Á BREKKUSVIÐI kl. 15:30-17:00

• Barnasöngkeppni Landsbankans

• Sigurvegari í barnasöngkeppni Landsbankans

• Stuðlabandið + gestir

Stefán Hilmarsson

Sigga Beinteins

EmmsjéGauti

Björgvin Halldórsson

GDRN

Kynnir: Bjarni Ólafur Guðmundsson

Dagskrá Þjóðhátíðar 2025 er birt með fyrirvara um breytingar

KVÖLDVAKA

Reiðmenn

Sól Guðmundsson

Jóhönnu

Bergmann

BRENNA Á FJÓSAKLETTI

• Gísli Pálmi

• Húgo - Nussun

• Háski

• Hubba Bubba • Klara Einars

• Ingi Bauer • Big Sexy

• Issi

• Alaska

• Sprite Zero

Á TJARNARSVIÐI

• MEMM • Brimnes

FLUGELDASÝNING

• Dj Muscleboy & Doctor Victor

• Aron Can

• Kristmundur Axel

• Veislan + gestir

Guðmundsson

barnasöng-

Guðmundsson

Magnús Kjartan

boði

• Ágúst & Færibandið

Á TJARNARSVIÐI

• Mucky Muck • Alles Ókei

• Birnir

• Flóni

• Daniil

• Tónhylur

• Stuðlabandið

Á TJARNARSVIÐI

• Færibandið • Brimnes

breytingar / /thjodhatid /dalurinnokkar / www.dalurinn.is

LÖGREGLAN

Er með mikinn

viðbúnað yfir

Þjóðhátíðina og er

DRÓNAR OG HÁTALARAR

Óheimilt er að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) á hátíðarsvæði án sérstaks leyfis yfirvalda. Stórir hátalarar eru ekki leyfilegir á hátíðarsvæðinu. Þetta er gert til að viðhalda þeirri góðu stemmningu sem verið hefur í hústjöldunum (notum söngröddina og gítarinn).

DÓSIR OG FLÖSKUR

ÞJÓÐHÁTÍÐAR VAKT HSU

Sjúkraskýli er opið í

Herjólfsdal frá kl.

20:00 - 08:00

Vaktsími HSU er 1700

NEYÐARTILFELLI

hringið í síma 112

Þjóðhátíðarnefnd vill benda gestum á, að á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu eru sérstakir gámar fyrir plastflöskur og dósir, hagnaður af þeim rennur í yngri flokkastarf ÍBV.

GÖNGUM

VEL UM

Kæru hvítatjaldsbúar sem og aðrir tjaldbúar. Munið að ganga vel um hátíðarsvæðið og hirða upp allt drasl í kringum tjald ykkar. Ath! Bannað er að skilja eftir húsgögn eftir hátíðina. SKEMMTUM OKKUR FALLEGA OG KOMUM HEIL

a tent

Aðgangsmiðar

Sjúkraskýlið

Veitingatjaldið
Tjarnarsvið
Lunda / Tuborg tjaldið
Litla bjórtjald
Munavarsla
Gæslan

Hve dátt er hér í dalnum inni, er dagur lýkur göngu sinni og þegar ljómar bálið bjarta, þá birtir yfir hverju hjarta.

Góða skemmtun!

Oddgeir Kristjánsson/Ási í Bæ

Gengur milli kl. 12 og 18

3

Ganga milli kl. 20 og 06

í Dalinn STRÆTÓ

leið 1

MIÐBÆR

• Dalurinn

• Miðbær

• Dalurinn

Gengur milli kl. 12 og 18

leið 2

HAMARINN

• Dalurinn

• Miðbær

• Kirkjuvegur

• Foldahraun

• Áshamar

• Dalurinn

Gengur milli kl. 20 og 06

leið 3

HELGAFELL

• Dalurinn

• Helgafellsbraut

• Illugagata

• Dalurinn

Gengur milli kl. 20 og 06

Fullorðnir kr. 1.100

Börn (6-13 ára) kr. 600

Eldri borgarar kr. 600

HVERT KVÖLD MEÐ SINN TÖFRALJÓMA

Fjölskylda?

Er giftur Rögnu Steinu S. Lárudóttur og við eigum 3 börn. Kristján Lárus, Antonía og Sunna María

Hver er fyrsta minning þín á Þjóðhátíð?

Fyrsta minningin er líklega frá 1974 eða 1975 á þjóðhátíðinni á Breiðabakka. Þá stóð ég upp á sviði, búinn að týna mömmu og pabba og Stebbi Pól sem þá var kynnir, rétti mér míkrafóninn og ég öskraði hástöfum á pabba.

Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati? Mér finnst hápunkturinn vera á miðnætti öll kvöldin. Hvert kvöld með sinn töfraljóma.

Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk í kringum hátíðina? Lítið um hefðir, það er kannski að kjötsúpan er ómissandi.

Hvað er mikilvægast í undirbúningnum? Skipulag. Er ekki sá skipulagðasti og alltaf eitthvað sem gleymist. Er að reyna að bæta mig.

Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald? Nei höfum verið sleppa einni og einni hátíð síðustu ár en eigum tjald og tjöldum í ár.

Litli eða stóri pallurinn? Litli pallurinn klárlega. Mesta stuðið.

Fallegasta mannvirkið í Dalnum? Vitin og svo Viftan

Uppáhalds Þjóðhátíðarlag? Mér finnst Oddgeirslöginn alltaf hafa einhvern sjarma yfir sér. Þau kveikja yfirleitt í þjóhátíðarfílingnum. Myndi segja Glóðir (Villtir strengir) standa upp úr af þeim.

Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga? Gleði og góða skemmtun.

Hvaða Þjóðhátíð stendur uppúr hjá þér og afhverju? Þegar maður er búinn að fara á yfir 40 þjóðhátíðir þá er erfitt um svör. En mér finnst allar þjóðhátíðir standa uppúr. Margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim öllum.

Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur? Eina þjóðhátíðina á mínum yngri árum þegar við peyjarnir vorum með tjald

Elli ásamt fjölskyldunni í Dalnum.

þá sofnaði ég inni í tjaldi. Gunni EllaP vildi endilega koma mér heim og gekk það misvel og tók töluverðan tíma. Hann náði að koma mér heim upp í Áshamar og lagði mig upp í rúm. Góður vinur. Gunni ákvað að labba inn í dal og rölti yfir gólfvöllinn. Þegar hann kom inn í dal þá fór hann beint inn í tjald. Þegar hann opnar tjaldið og rekur hausinn inn þá missti hann andlitið og trúði ekki sínum eigin augum, því ég sat í sófanum þeim sama og ég sofnaði í. Blessssaður sagði ég. Hvernig í ósköpunum fórst að þessu sagði hann við mig, gjörsamlega gáttaður á þessu. Viljinn var ekki alveg til staðar til að fara að sofa. Það var leigubíll fyrir utan heima sem ég tók niðri í dal og var á undan Gunna niður eftir. Gunni hélt samt að hann væri orðinn eitthvað klikkaður þegar hann sá mig þarna í sófanum, búin að vera 1 klukkutíma ef ekki meira að drösla mér heim.

Eitthvað að lokum? Munum að skemmta okkur vel og fallega. Gleðilega þjóðhátíð.

Gleðilega Þjóðhátíð!

Gleðilega þjóðhátíð

Sendum Eyjamönnum og Þjóðhátíðargestum öllum okkar bestu óskir um

gleðilega Þjóðhátíð

HEFUR ALDREI SLEPPT ÞJÓÐHÁTÍÐ

Fjölskylda? Ég er gift Ingólfi Arnari Arnarssyni og eigum við 4 börn og 8 barnabörn.

Hver er fyrsta minning þín á Þjóðhátíð?

Ég held að mín fyrsta þjóðhátíðarminning sé frá því þegar hátíðin var haldin á Breiðabakka, man eftir mér í kaffiboði í tjaldinu hjá Höllu og Sigurgeiri með mömmu og pabba.

Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati?

Hápunktur þjóðhátíðarinnar er í mínum huga þegar kveikt er á brennunni á Fjósakletti. Við komum saman fjölskyldan, alltaf á sama stað í Dalnum og horfum á brennuna.

Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk í kringum hátíðina?

Hápunktur þjóðhátíðarinnar er í mínum huga þegar kveikt er á brennunni á Fjósakletti. Við komum saman fjölskyldan, alltaf á sama stað í Dalnum og horfum á brennuna.

Þjóðhátíðin er mikil fjölskylduhátíð hjá okkar fjölskyldu, við borðum saman í tjaldinu, í Dalnum öll kvöldin og er það oft þröngt hjá okkur því við erum svo mörg, enn það er bara gaman. Mamma, pabbi, börn, barnabörn, tengdabörn og vinir oft með líka. Setningakaffið er líka alveg ómissandi, þegar við mætum öll spariklædd á setninguna og svo beint inní tjald í setningarkaffið.

Hvað er mikilvægast í undirbúningnum?

Undirbúningurinn fyrir hátíðina hefur verið eins hjá okkur í gegnum árin, við höldum þjóðhátíðarundirbúningsfund þar sem við plönum hvað við ætlum að vera með í tjaldinu, hann er alveg ómissandi, það er meira að segja skrifuð fundargerð. Svo hittumst við stelpurnar eftir hádegi á fimmtudeginum heima hjá mér oftast og búum til salöt og græjum samlokur og kalkúnalokur. Þá er oft mikið fjör, þjóðhátíðarlögin spiluð og sungið með.

Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald?

Við erum alltaf með hvítt tjald, reyndar er það þannig að við hjónin höfum aldrei prufað að sleppa þjóðhátíð og ekki mamma og pabbi heldur.

Betsý og Ingólfur hafa aldrei sleppt því að mæta í Dalinn á Þjóðhátíð.

Litli eða stóri pallurinn?

Held að ég geti nú ekki alveg valið stóri eða litli pallurinn. Þegar við vorum ung var það stóri og núna í seinni tíð frekar litli.

Fallegasta mannvirkið í Dalnum?

Fallegasta mannvirkið í Dalnum er í mínum huga brúin yfir tjörnina, vegna þess að tengdapabbi minn smíðaði hana, okkur finnst voða vænt um hana, notalegt að sitja á brúnni þegar er orðið dimmt, það er svo kósý.

Uppáhalds Þjóðhátíðarlag?

Uppáhalds þjóðhátíðarlagið mitt er Þegar ágústnóttin nálgast með Bræðurnir brekkan, “89 finnst það mjög fallegt lag.

Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga?

Þjóðhátíðin stendur í mínum huga fyrir mikilli samveru með fólkinu okkar. Fjölskylduhátíð, við komum saman allar kynslóðir og höfum gaman saman.

Hvaða Þjóðhátíð stendur uppúr hjá þér og afhverju?

Þjóðhátíðin 1982, Stuðmanna/Með allt á hreinu, stendur uppúr hjá mér, því þá byrjuðum við Ingólfur saman á húkkaraballinu, þá 15 ára gömul.

Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur?

Það er svo mikið uppáhalds hjá mér á þjóðhátið. En eitt af því er samveran í tjaldinu með okkar uppáhalds fólki og allir þeir sem koma í heimsókn til okkar, ættingjar og vinir. Líka aðrir sem við þekkjum ekkert og er voða gaman að spjalla við, oft mjög skemmtilegt spjall og mikið sungið og hlegið

Eitthvað að lokum?

Vonandi heldur þjóðhátiðin áfram að vera þessi fjölskylduhátíð sem hún er hjá okkur Eyjamönnum og gestum, hef heyrt að það færist í vöxt að fjölskyldur sem ekki er Eyjamenn komi til Eyja og eru með þjóðhátiðartjald og alles, finnst það skemmtilegt að heyra.

Fjölskyldan öll saman í brekkunni.

SÉRSTAÐAN FELST Í ÚRVALI, VERÐI OG ÞJÓNUSTU

„Sérstaða Icewear almennt er mikið úrval og góð verð,“ segir Tinna Ósk Þórsdóttir, verslunarstjóri Icewear í Vestmannaeyjum og bætir við að fyrirtækið leggi sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu á hverjum degi. „Útivist er fyrir alla. Við erum mjög stolt af því að geta boðið fólki að eignast góðan og flottan útivistarfatnað á sanngjörnu verði. Einnig erum við dugleg að gera extra vel við vini Icewear með flottum sérkjörum og spennandi sértilboðum.“

MÍA OG MÁR JAKKARNIR

VINSÆLIR FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐ

Aðspurð um hvað fólk versli helst fyrir Þjóðhátíð segir Tinna vinsældirnar skýrar. „Líklega Mía og Már jakkarnir og buxurnar, klassískar flíkur sem koma í allskonar litum og eru á góðu verði. Öll Festival línan er líka að koma sterk inn, enda sjúklega flott og á góðu verði.“

Það er úr nógu að velja þegar kemur að regngöllum í Icewear.

Tinna og fjölskylda mætt í brekkuna í Herjólfsdal.

Auk þess leggur hún áherslu á hlý föt „Svo er alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í góðum ullarsokkum, húfu og vettlingum. Það er svo leiðinlegt að verða kalt.“

HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ

SÉR Í DALINN?

Tinna mælir með hagnýtu og sveigjanlegu Þjóðhátíðaroutfiti fyrir breytilegt veður „Mér finnst alltaf best að vera í hlýrri og góðri peysu og svo vesti eða léttum jakka yfir þegar það er gott veður. Svo er hægt að henda á sig húfu og vettlingum þegar kólnar með kvöldinu.“

Í rigningu er þumalputtaregla hennar skýr: „Ég mæli með ull í grunnlagi, hlýrri peysu og góðum regngalla. Það er nóg úr að velja hjá Icewear og Festival línan sérstaklega flott í ár – ætti að sjá til þess að öll haldist þurr í dalnum.“

„MUST-HAVE“ Í TÖSKUNA

Þegar kemur að nauðsynjavörum í Þjóðhátíðartöskuna segir Tinna það einfalt. „Húfa og vettlingar! Þar fyrir utan myndi ég segja að

góður ullarfatnaður sem grunnlag og góður jakki sé lykilatriði. Ef þú ert í góðum ullarfötum næst líkamanum og næs jakka yfir þá ertu tilbúin í hvaða veður sem er og klár í veisluna.“

AUKINN AÐSÓKN FYRIR

ÞJÓÐHÁTÍÐ

Það kemur ekki á óvart að búðin verður vinsælli þegar Þjóðhátíð nálgast. „Já, það er klárlega meira að gera í búðinni eftir því sem nær dregur Þjóðhátíð. Við reynum að eiga nóg af vörum á lager og það er minnsta mál að panta ef það er eitthvað sem við eigum ekki til hjá okkur í Eyjum.“

Sérstaklega seljast Festival vörurnar hratt. „Barnapeysurnar og húfurnar eru sérlega vinsælar – en ég vona að allir fái sem vilja.“

SKYNSAMLEGUR

SKÓBÚNAÐUR… EÐA EKKI

Aðspurð um bestu skóna fyrir dalinn segir Tinna. „Ætli það skynsamlegasta í stöðunni sé ekki að vera í góðum vatnsheldum gönguskóm.“

Hún viðurkennir þó að vera ekki

alltaf praktísk í eigin vali. „Ég er samt ekkert alltaf mjög skynsamleg í skóvali og er oft í strigaskóm eða boots sem verða hálf ónýtir eftir helgina.“

STÍLL SUMARSINS

– HLÝTT OG STÍLHREINT

Tinna segir sumartrend ársins hafa verið nokkuð skýr „Black sheep línan hefur verið mjög vinsæl – flíkur fóðraðar með íslenskri ull, þunnar en virkilega hlýjar.“

„Hergilsey jakkarnir hafa líka verið mjög vinsælir, sérstaklega í off white, ljósbláum og bleikum litum. Svo hafa Bríet flíspeysurnar einnig slegið í gegn. Það er algjör gellupeysa, sérstaklega í hvítu.“

MÆTI HELST ALLTAF

Tinna hefur verið reglulegur Þjóðhátíðargestur frá barnsaldri. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég var oft á Þjóðhátíð sem barn, en ég held ég hafi sleppt 3–4 Þjóðhátíðum síðustu 15 árin.“

Uppáhalds Þjóðhátíðarlagið?

„Þú veist hvað ég meina mær með Skítamóral. Aðallega því ég á svo skemmtilega minningu af mér og vinkonu minni, líklega eitthvað

um 11 ára, að öskur-syngja það á meðan við biðum eftir Engla afa koma að sækja okkur á bekkjabílnum.“

FJÖLSKYLDUSTEMNING

OG HEFÐIR

„Ég geri alltaf ostasalat og baka eitthvað smotterí með krökkunum í vikunni fyrir Þjóðhátíð,“ segir Tinna. „Svo grillum við með tengdafjölskyldunni að minnsta kosti eitt kvöld áður en við löbbum saman inn í dalinn.“

Blysin eru einnig fastur liður. „Smári fer í blysin á sunnudeginum með elsta drengnum okkar og ég fer með yngri börnin í strætó heim. Það er eitthvað sem öll börnin hlakka mikið til. Við endum líklega öll saman í blysunum þegar yngri börnin verða orðin nógu stór.“

TVÖFALT TJALD

Fjölskyldan skartar hvítu tjaldi og nóg er um að vera þar: „Við erum með tjald með tengdafjölskyldu minni. Við erum orðin svo mörg að í fyrra stækkuðum við tjaldið og

erum nú með tvöfalt tjald.“

Aðpurð um vinsælasta bakkelsið í tjaldinu stóð ekki á svörum hjá Tinnu. „Gömlu góðu möffins, tebollurnar hennar tengdó, samlokur og ostasalatið góða.“

ENDUÐUM Í DALNUM

EFTIR ALLT SAMAN

Að lokum deilir Tinna skemmtilegri sögu frá Þjóðhátíð 2022. „Við Smári þóttumst ætla að sleppa Þjóðhátíð það ár og eyða viku í bústað í staðinn… en ég var stanslaust að fylgjast með því sem var í gangi í Eyjum.“

„Löng saga stutt – þá enduðum við á að koma til Eyja á sunnudagsmorgun og taka sólarhring í dalnum, fyrst með krökkunum yfir daginn og kláruðum svo nóttina með góðum vinum. Það var vel þess virði og við skemmtum okkur sjúklega vel.“

„Góða skemmtun í dalnum, klæðum okkur vel og verum góð við hvort annað :)“ segir Tinna að lokum með hlýju og hvetur hátíðargesti til að njóta með gleði og hlýju í farteskinu.

Tinna segir góða húfu algjört möst.
Tinna segir Festival línuna frá Icewear upplagða í Dalinn.

GLEÐI MEÐ MIKLU GLIMMERI, KNALLETTUBYSSUM OG HÁRKOLLUM

Fjölskylda?

Eiginmaðurinn Gunni Ella Pé og börnin Arna og Elli Hver er fyrsta minning þín á Þjóðhátíð? Þar sem ég er AKP þá var það Þjóðhátíðin 1996 og ég 21 árs þegar ég kom með vinahópnum mínum og við gistum í tjöldum í Dalnum. Veðrið var frekar óblítt, frekar rakt og lognið eitthvað að flýta sér þessa Þjóðhátíð. Tjaldið sem ég gisti í með vinkonu minni eyðilagðist og megnið af farangrinum blotnaði. Það kom þó ekki að sök enda fengum við inni í íþróttamiðstöðinni meðan að allt þornaði. Svo fékk ég bara inni í tjaldi hjá öðrum í vinahópnum það sem eftir var helgarinnar. Það var alveg rosalega gaman þrátt fyrir allt þetta og ég hef stundum sagt að ég hafi flutt til Eyja til að þurfa ekki að gista í tjaldi á Þjóðhátíð. Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati? Brekkusöngurinn, alltaf.

Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk í kringum hátíðina?

Soldið þetta týpíska; bakstur, að smyrja samlokur, kaupa nóg af glimmeri og svo mæta í einhverju skemmtilegu dressi á sunnudagskvöldinu. Á árum

áður hittist vinahópurinn í lunda í hádeginu á föstudeginum en það fjaraði út þegar lundaveiðar voru takmarkaðar. Þá hefur það breyst í að vinahópurinn hittist í matarboði eitt kvöldið.

Drífa og Gunni á sinni fyrstu Þjóðhátíð saman árið 2000.

Drífa og Gunni í brekkunni 2023.

Hvað er mikilvægast í undirbúningnum? Þjóðhátíðarlögin. Ég hlusta alltaf á þau við undirbúninginn, það magnar bara spennuna. Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald?

Já, það er alveg nauðsynlegt! Eiginmaðurinn er í Gáfumannafélaginu og það ágæta félag var alltaf með tjald og svo bættumst við eiginkonurnar og börnin inn í það. Svo var hópurinn orðinn svo stór að við hjónin ákváðum að fá okkur okkar eigið tjald og vorum með það í fyrsta skipti í fyrra. Hvítu tjöldin eru það besta við Þjóðhátíð, bæði að fá gesti til sín og að fara í önnur tjöld.

Litli eða stóri pallurinn? Úff...bara bæði betra...fer eftir hver eru á sviðinu hverju sinni.

Fallegasta mannvirkið í Dalnum?

Ég ætla ekki að taka afstöðu með Vitanum eða Myllunni svo að ég segi Brúin yfir tjörnina.

Uppáhalds Þjóðhátíðarlag?

Ég held það sé Ég veit þú kemur. Alveg dásamlegt lag og svo líka Sumarnótt með Greifunum enda var það Þjóðhátíðarlagið á minni fyrstu hátíð.

Almennar tímabókanir á erindum sem eru ekki bráð

Hringdu á þína heilsugæslustöð

• Langvinn líkamleg og andleg vandamál sem þarfnast ekki samdægursþjónustu.

• Lyfjaendurnýjun og vottorð (einnig hægt á Heilsuveru), tilvísanir og niðurstöður rannsókna.

• Bólusetningar vegna fyrirhugaðra ferðalaga. Minnum á að bóka tímalega.

• Venjulegt eftirlit hjá heimilislækni.

• Sjúkraþjálfun - Ekki þörf á tilvísun fyrir fullorðna fyrstu 6 skiptin. Getur pantað sjálfur/ur tíma hjá sjúkraþjálfara. Greiða þarf fyrir þjálfunina. Börn þurfa tilvísun til sjúkraþjálfara.

Skyndileg veikindi eða verkir sem eru ekki lífsógnandi sem ýmist þarfnast ráðgjafar eða skoðunar

Hringja í 1700 eða fá ráðgjöf í netspjalli á www.heilsuvera.is Símaþjónustan 1700 er opin allan sólarhringinn

• Hiti, hósti, hálsverkir eða flensulík einkenni.

• Sýkingar (öndunarfæri, eyra, húð, þvagfæri og augu).

• Væg ofnæmisviðbrögð, höfuðverkur sem þú hefur ekki fengið áður.

• Skert matarlyst og almenn vanlíðan.

• Vægir verkir, meiðsli eða tognun.

Við lífshótandi, alvarleg veikindi sem þarf að sinna tafarlaust

Leita á bráða- og slysamóttöku sem er opin allan sólarhringinn

• Til dæmis: brjóstverkur, andþyngsli, ofnæmisviðbrögð eða slys

Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga?

Hún stendur fyrir hefðir, samveru fjölskyldunnar og gleði með miklu glimmeri, knallettubyssum og hárkollum.

Hvaða Þjóðhátíð stendur uppúr hjá þér og afhverju?

Sú fyrsta sem ég fór á 1996 af því að þá fékk ég Þjóðhátíðarbakteríuna. Svo verð ég líka að minnast aðeins á Ekki-Þjóðhátíðina 2020 þar sem við redduðum okkur smá Þjóðhátíðargleði í garðinum þrátt fyrir covid.

Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur?

Ætli það hafi ekki verið 2004 eða 2005 þá vorum við Gunni að fara að tygja okkur heim aðfaranótt sunnudagsins. Við erum að labba fram hjá brúnni og þá segir Gunni við mig: Heyrðu Drífa komdu aðeins inn á brúnna. Og við fórum á miðja brúna og hann biður mig um að setjast niður á bekkinn. Ég var farin að búast við bónorði svo að ég settist niður alveg tilbúin að segja já. Þá segir hann: Eru ekki vindlarnir mínir í bakpokanum þínum? Biður mig um að snúa mér svo hann geti náð í vindlapakkann. Vonbrigði lífs míns. En hann má eiga það að bónorðið kom nokkrum árum seinna úti í fallegustu úteynni, Brandi. Eitthvað að lokum?

Skemmtið ykkur fallega og passið upp á hvert annað.

Fjölskyldan mætt í Dalnum 2014.

Gleðilega Þjóðhátíð

Gleðilega Þjóðhátíð!

VIÐ ELDANA ( ÞJÓÐHÁTÍÐARLAG 2025 )

Höfundur lags og texta: Stuðlabandið

Forspil: A Asus2 A Bm D G x2

Bm

A G A

Hver nótt með þér, ég lifna við á ný.

Og sól ég sé þegar dagur rís, svo hlý.

Stend við eldana, finndu hlýjuna, við erum á hárréttum stað.

Sjáðu gleðina, fegurð fjallanna, já hér á þjóðhátíð.

G

Viðlag:

D Em7

G

Þrái að vera hér, þú í örmum mér, já hér á Þjóðhátíð.

Bm7 A D

Em7

Lof mér að heyra í þér, syngdu hátt með mér, já hér á Þjóðhátíð.

G

Bm7 A G

Bm

Þetta ævintýr

A G A

Bm

ég upplifi með þér. ég muna skal allt það sem gerðist hér.

A G A

Stend við eldana, finndu hlýjuna, við erum á hárréttum stað.

G

Sjáðu gleðina, fegurð fjallanna, já hér á þjóðhátíð.

G

Viðlag:

D Em7

Þrái að vera hér...

Bm A G

Þetta er allt sem mig dreymir um, bara þú og ég, okkar stund.

Bm A G

Bm A G

Allt sem gerist hér geymir eyjan

A

fyrir mig.

A Asus2 A Bm D G

Nú finn ég þig.

A Asus2 A Bm D G D/F#

Nú finn ég þig.

Em7 D

Þú og ég og minningar, skrifum þær í stjörnurnar.

Bm7 A G D/F#

Em D/F# G

Augnablikin lifa þar til eilífðar.

A7sus4 A

Viðlag:

D Em7

Þrái að vera hér... o.s.frv.

Hækkað viðlag:

E F#m7 A

Þrái að vera hér, þú í örmum mér, já hér á Þjóðhátíð.

C#m7 B E F#m7 A

Lof mér að heyra í þér, syngdu hátt með mér, já hér á Þjóðhátíð.

C#m7 B A

C#m B A

C#m B G

Þrái að vera hér...

C#m B A

Þetta er allt sem mig dreymdi um, bara þú og ég, okkar stund.

Allt sem gerðist hér geymir eyjan

Flötum 29

sími: 481-1012 844-5012

tannsi@eyjar.is

Fallegur fatnaður á konur í öllum stærðum á sanngjörnu verði. Við tökum upp nýjar vörur vikulega. www.skvisubudin.is /skvisubudin

Nýsmíði

Gólfhitafræsing

Gólfhitalögn

Kjarnaborun

Pallasmíði

Þakvinna

Innréttingar

Utanhúsklæðningar

aglverktakar@gmail.com // 768 5228

til

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.