Tímamót á fimmtíu ára afmæli

Page 1

Tímamó T

AFMÆLI LIONSKLÚBBUR VESTMANNAEYJA 1974 2024
Á FIMMTÍU ÁRA

Tímamó T

Á FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI

Útgefandi:

Lionsklúbbur Vestmannaeyja

Ábyrgðarmaður: Sigmar Georgsson

Ritstjórn:

Guðni Einarsson

Ómar Garðarsson

Sigmar Georgsson

Ljósmyndir:

Óskar Pétur Friðriksson

Sigmar Georgsson og myndir úr einkasöfnum

Umbrot:

Sæþór Vídó / Leturstofan

Prentun og bókband: Stafræna prentsmiðjan

Forsíðumynd:

Guðmundur Sigfússon

Auglýsingar: Lionsfélagar

Prófarkalestur:

Guðni Einarsson

Ómar Garðarsson

Blaða- og afmælisnefnd:

Ágúst Pálmar Óskarsson

Bjarni G. Samúelsson

Hörður Þórðarson

Ingimar H. Georgsson

Óskar Pétur Friðriksson

Sigmar Georgsson

Ægir Ármannsson

Stjórn Lionsklúbbsins 2023/2024:

Formaður: Bergvin Oddsson

Ritari: Njáll Kolbeinsson

Gjaldkeri: Hjálmar Brynjúlfsson

Stjórn 2024/2025:

Formaður Sævar Þórsson

Ritari: Hörður Pálsson

Gjaldkeri: Hjálmar Brynjúlfsson

LIONSKLÚBBUR VESTMANNAEYJA

MEÐAL EFNIS:

4 Bergvin Oddsson formaður

9 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri

10 Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrv. alþjóðaforseti

12 Karlar í skúrum

14 Augnlæknastofa í Vestmannaeyjum

26 Söguslóðir Skaftárelda

28 Ágúst Pálmar Óskarsson stofnfélagi

35 Kanadaferð // Geir Reynisson

39 Sigmar Þór Sveinbjörnsson stofnfélagi

47 Þórður Rafn Sigurðsson stofnfélagi

50 Lundaskoðunarhús og pallur í Stórhöfða

55 Georg Hermannsson stofnfélagi

58 Leóklúbburinn LEO

60 Vigtartorg

62 Sigurbára VE 249

70 Hollandsferð // Sigurður Davíðsson

72 Ferðalag um Suðurnes

75 Arnardrangur

78 Teskeiðin hans Ólafs

82 Sigurður Guðmundsson aldursforseti

84 Sjúkrahús Vestmannaeyja

FORSÍÐUMYNDINA tók Guðmundur Sigfússon á fjáröflunar- netaróðri á Kap II VE. Í brúarglugga Einar Ólafsson skipstjóri og Ágúst Guðmundsson vélstjóri. Á dekki f.v. Birgir Indriðason, Gísli Þorsteinsson, framan við Gísla er Sævar Ísfeld, Þórður Rafn Sigurðsson, Adólf Sigurjónsson, Ingólfur Þórarinsson, Helgi Guðnason og Bernharð Ingimundarson. Uppi á lestarlúgu f.v. Guðjón Stefánsson, Össur Kristinsson og Ólafur Guðnason.

2 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
4. útgáfa // Dreift í apríl 2024

VIÐ LEGGJUM LIÐ

Ávarp formannsins Bergvins Oddssonar

Ég vil óska Eyjamönnum og félögum okkar í Lionshreyfingunni á Íslandi og í þeim rúmlega 150 ríkjum heimsins sem Lionshreyfingin starfar, gleðilegs sumars með hækkandi sól, birtu og yl. Um leið vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu velunnurum Lionsklúbbs Vestmannaeyja stuðninginn, velvildina og aðstoðina í þá hálfu öld sem klúbburinn hefur starfað.

Hér yrði alltof langt mál að telja upp þá sem hafa staðið í stafni fyrir hönd klúbbsins í gegnum tíðina, öll félagasamtök og fyrirtæki sem hafa lagt klúbbnum lið í þeim fjölmörgu samfélags- og líknarmálum í þágu Vestmannaeyja. Líka verkefna, sem hafa snert bæði samtök og einstaklinga annars staðar á Íslandi ásamt verkefnum á erlendri grundu. Allt með atgervi, elju og þrótti hundruða félaga frá upphafsdögum Lionsklúbbs Vestmannaeyja til dagsins í dag.

Þau skipta hundruðum verkefnin sem ráðist hefur verið í og ýtt úr vör á hálfri öld. Allt til þess að bæta samfélagið, hlúa að sjónverndarverkefnum, berjast gegn sykursýki og krabbameini sem og fjölbreyttum umhverfisverkefnum svo fátt eitt sé nefnt. Landssöfnun Lionshreyfingarinnar Rauða fjöðrin hefur staðið klúbbnum nærri í gegnum tíðina og þar hefur klúbburinn ásamt öðrum Lionsklúbbum um land allt safnað tugum milljóna króna. Allt

til þess að gera íslenskt samfélag enn betra og sýna samhug í verki.

Nú síðast réðst klúbburinn í það risavaxna verkefni að safna fé til kaupa á augnlæknatækjum á nýja augnlæknastofu á HSU í Vestmannaeyjum. Tækjabúnaðurinn kostaði 25 milljónir króna og með tilstuðlan líknarsamtaka og fyrirtækja í Eyjum og mótframlags Alþjóðahjálparsjóðs Lions náðist að fjármagna verkefnið og var augnlæknastofan opnuð 1. október 2021

Það er gaman að vera í Lions Í þróttmiklum klúbbi eða félagasamtökum þar sem verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg þarf að ríkja bæði vinátta og gleði.

Að hlakka til að hitta félagana, takast á við ný viðfangsefni, fara saman í ferðalög eða gleðjast á góðri stundu sem og að sýna samkennd, þegar eitthvað bjátar á er það sem skiptir öllu máli til þess að gera hvern Lionsklúbb góðan. Það er einmitt það sem Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur og gerir starfið svo skemmtilegt.

Um leið og við í Lionsklúbbi Vestmannaeyja þökkum fyrir okkur þessi fimmtíu góðu ár þá vil ég hvetja karlmenn í Eyjum til að ganga til liðs við hreyfinguna og eiga þátt í að gera samfélagið okkar enn betra og að sjálfsögðu leggja lið.

Bergvin Oddsson, formaður.

4 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Bergvin Oddsson, formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja.

Kveðja frá blaðanefnd:

STUÐNINGUR SAMFÉLAGSINS ER OKKAR GRUNDVÖLLUR

Þau eru ófá sporin sem Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur skilið eftir sig í okkar góða bæjarfélagi á þeim 50 árum sem hann hefur verið starfandi. Þetta sjáum við svo áþreifanlega þegar við lítum yfir farinn veg. Þar sjáum við svart á hvítu hverju við félagarnir í klúbbnum höfum áorkað með áhuga okkar og dugnaði þessi ár. Vonandi höldum við Lionsmenn áfram að styðja og efla samfélagið okkar á komandi árum.

Þetta vandaða afmælisrit klúbbsins, Tímamót, er fjórða útgáfa okkar með því nafni en fyrri blöðin voru framlag okkar Lionsmanna í umræðunni um málefni aldraðra.

Þessi blaðaútgáfa var hugmynd Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar sem var Lionsmaður af öllu hjarta og lét málefni eldri borgara sig miklu varða.

Blaðið sem nú lítur dagsins ljós er eins vandað og kostur er á. Við í blaðanefnd klúbbsins fengum tvo reynda blaðamenn til að annast ritstjórn þess og vinna úr því efni sem við Lionsmenn eigum í fórum okkar. Þetta eru þeir Ómar Garðarsson og Guðni Einarsson, báðir miklir reynsluboltar á sínu sviði. Blaðanefnd klúbbsins þakkar þeim fyrir ánægjulegt samstarf og glæsilega útkomu.

Einnig vill klúbburinn þakka öllum bæjarbúum ásamt fyrirtækjum, fé -

lagasamtökum og stofnunum í Vestmannaeyjum ánægjulegt samstarf öll þessi ár og góðan stuðning í þeim fjölmörgum verkefnum á þessum 50 árum sem liðin eru. Stuðningur samfélagsins í Eyjum er grundvöllur þess að við náum okkar markmiðum sem eru okkur öllum og bæjarfélaginu til heilla.

Blaðanefndina skipa:

Sigmar Georgsson

Ágúst Pálmar Óskarsson

Bjarni Guðjón Samúelsson

Ægir Ármannsson

Ingimar Heiðar Georgsson

Óskar Pétur Friðriksson

Hörður Þórðarson

6 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Blaða- og afmælisnefnd Lions, f.v. Ágúst Pálmar, Ægir sem heldur á Herði, Ingimar sem heldur á Bjarna, Sigmar og Óskar Pétur.
Óskum Lionsklúbbi Vesmannaeyja til hamingju með 50 ára afmælið

Myndin tekin í Eyjaprenti þar sem blaðið var unnið 1994. F.v. Ágúst Þórarinsson, Jón Þorkell Jakobsson, Guðjón Stefánsson, Henrý M. Kristjánsson ( fyrir aftan), Ólafur Guðnason, Ingólfur Þórarinsson, Sigurður Guðmundsson, Karl Marteinsson, Hjálmar Guðmundsson, Jóhannes Grettisson, Sigurjón Sigurjónsson og Ágúst Guðmundsson. Fyrir framan standa bræðurnir Grettir og Leifur Jóhannessynir.

TÍMAMÓT Á 50 ÁRA AFMÆLI

Fjórða útgáfa Tímamóta er nú komin út í tilefni stórafmælis Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Þetta blað er helgað starfsemi og sögu Lionsklúbbsins í fimmtíu ár. Vonandi verður lesandinn fróðari um Lions og Lionshreyfinguna og hverju hún hefur náð að áorka á þessum árum.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur þrisvar sinnum áður gefið út blöð undir nafninu Tímamót. Þau voru gefin út 1987, 1994 og 1999 og tileinkuð málefnum aldraðra. Bæjarfulltrúar voru fengnir til að rita greinar í blöðin en einnig læknar, forstöðumenn og starfsfólk Hraunbúða. Heimilisfólk á Hraunbúð -

um var tekið tali og tómstundir eldri borgara í Eyjum kannaðar. Það kom á óvart hversu margir voru að föndra, sauma, smíða, mála, tálga og margt fleira.

// Sigmar Georgsson

8 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Loks var blaðið heft, Sigmar Georgsson heftir og Hjálmar Guðmundsson sér um að næsta eintak snúi rétt. Blaðinu raðað, f.v. Ágúst Þórarinsson og Jóhannes Grettisson.

AÐ GEFA AF SÉR Í HÁLFA ÖLD!

Lionsfélagar í Vestmannaeyjum hafa verið virkir í hálfa öld. Vestmannaeyingar kynntust vel Lionshreyfingunni eftir að eldgosinu á Heimaey 1973 lauk. Lionshreyfingin víða um heim kom að þeirri miklu uppbyggingu sem blasti við okk-

ur Eyjamönnum eftir gos og tók að sér það mikla og krefjandi verkefni að búa Sjúkrahús Vestmannaeyja út með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti, svo hægt væri að opna stofnunina í nýbyggðu húsnæði við Sólhlíð. Mikilvægt og gríðarstórt

verkefni sem leyst var með miklum sóma.

En á þessum 50 árum sem liðin eru hefur hreyfingin komið að mörgum verkefnum, stórum sem smáum í Eyjum. Dugnaður, eljusemi og kraftur hefur fylgt Lions í Eyjum frá upphafi. Þessi sterka samkennd og samfélagslega ábyrgð, sem þeir hafa sýnt með öllum þeim góðu verkefnum sem komið hefur verið til leiðar fyrir tilstilli þeirra, er mikilvæg og þakkarverð.

Ég kynntist þessum dugnaði og eljusemi vel þegar þeir félagar stóðu fyrir, stýrðu og tryggðu augnskoðunarbúnað fyrir sjúkrahúsið hér í Eyjum. Fjárfrekt og flókið verkefni sem leyst var með miklum sóma. Nýjasta verkefnið er „Karlarnir í skúrum“ virkniverkefni fyrir þá sem eru ekki í mikilli virkni eða eru komir af léttasta skeiðinu en hafa heilsu og vilja til að vinna með höndunum í góðum félagskap. Þetta er ótrúlega fallegt verkefni sem ekki sprettur úr engu; það þarf að vinna því framgang eins verið er að gera.

Lionsmenn hafa verið duglegir í að virkja aðra með sér til góðra verka og hefur það svo sannarlega skilað sér til samfélagsins hér.

Við hér í Eyjum erum betra og auðugra samfélag með þetta góða félag í bænum. Ég hvet alla þá sem vilja gefa af sér að taka þátt í starfi Lions. Ég veit að það er alltaf þörf fyrir nýja félaga.

Hafið heilar þakkir fyrir þessi 50 ár! Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

9 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

HJARTANLEGA TIL HAMINGJU

Lionsklúbbur Vestmannaeyja

Ég óska Lionsklúbbi Vestmannaeyja hjartanlega til hamingju með afmælið og glæsilegt starf í 50 ár. Klúbburinn ykkar nýtur virðingar og trausts hjá Lions á Íslandi og er góð fyrirmynd fyrir aðra klúbba. Ég hef oft talað um hugrekkið, sköpunarkraftinn og dugnaðinn í þessum klúbbi og ég segi oft frá verkefnum ykkar í Lions-heimsóknum mínum, bæði hér heima og erlendis.

Óeigingjarnt starf

Þið eigið þakkir skildar fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu samborgaranna. Þið hafið þjónað ykkar nærumhverfi vel og einnig öllu landinu m.a. með þátttöku í

Rauðu fjöðrinni. Þið hafið með framlögum til Alþjóðahjálparsjóðs

Lions - LCIF, breytt lífi margra, sem hafa átt um sárt að binda. Klúbburinn hefur sinnt störfum sínum og fylgt markmiðum Lions í hvívetna.

Alþjóðlegt samstarf

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. Um 1,4 milljónir Lionsfélaga starfa í 49.000 Lionsklúbbum um allan heim. Lions nýtur virðingar á heimsvísu. Hjálparasjóðurinn okkar LCIF, sem þið þekkið vel, hefur verið metinn fremsti sjóður í heimi, fyrir framkvæmd, áreiðanleika, upplýsingagjöf, sveigjanleika, skilning á markmiðum stuðningsaðila o.fl.

Lions fjölskylda

Lions á Íslandi eru hluti af stórri Lionsfjölskyldu. Ísland er eitt af 200 löndum í Alþjóðasamtökum Lionsklúbba. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur sýnt skilning á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs, með framlögum sínum í LCIF. Í gegnum LCIF getum við stutt okkar minnsta bróður, þá sem minnst mega sín, hvar sem er í heiminum. LCIF styður m.a. við mörg brýn verkefni í þróunarlöndum, neyðaraðstoð vegna náttúruhamfara og stór heilbrigðisverkefni um allan heim.

Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrrverandi alþjóðaforseti Lions.

Styrkur til Eyja

Alþjóðahjálparsjóður Lions – LCIF var stofnaður 1968 og voru fyrstu styrkirnir veittir 1973 vegna náttúrhamfara í Bandaríkjunum. Fyrsti LCIF-styrkurinn til Evrópu fór til Vestmannaeyja 1974. Styrkurinn sem LCIF veitti var notaður til að kaupa allt innanstokks í Sjúkrahús Vestmannaeyja sem stóð autt og án allra tækja eftir eldgosið 1973. Var gjöfin metin að andvirði um 20 einbýlishúsa.

Fjarlækningar Lionsklúbbur Vestmannaeyja er stórhuga og fyrir um 4 árum fór klúbburinn að undirbúa kaup á öflugum tækjabúnaði til fjaraugnlækninga í Vestmannaeyjum. Stór styrkur fékkst frá LCIF og útvegaði klúbburinn sama fjármagn. Árið 2021 var svo undirritaður samstarfssamningur milli HSU í Vestmannaeyjum og Sjónlags um rekstur augnlæknastofu í húsnæði HSU í Vestmannaeyjum. Þetta er stórt skref til að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Sigmar Georgsson í Lionsklúbbi Vestmannaeyja var í forsvari fyrir verkefnið og veitti

Alþjóðaforseti Lions, Douglas Alexander, Sigmari Forsetaorðu sína í heimsókn á Íslandi.

Víðsýni og framsýni

Það er magnað hvað einn klúbbur getur sinnt mörgum og fjölbreyttum verkefnum. Það þarf víðsýni og framsýni, og það þarf hugrekki og sköpunarkraft. Klúbburinn sinnir öllum hefðbundnum verkefnum Lions svo sem blóðsykurmælingum, samkeppni um friðarveggspjald, sinnir börnum og ungmennum, öldruðum og fötluðum, en svo ótalmargt meira. Það verður þó að nefna sérstaklega hið magnaða „Lundaskoðunarhús“ sem byggt var 2008 og síðan að byggja útsýnispall á þrjá vegu umhverfis húsið. Til að geta þetta, þarf klúbburinn náttúrlega stuðning og skilning bæjaryfirvalda og fyrirtækja. Klúbburinn nýtur traust í samfélaginu

Gaman í Lions

Ég vil hvetja Vestmannaeyinga að ganga til liðs við Lionsklúbbinn, til að leggja samfélaginu sínu lið. En einnig þetta: Lions er farvegur umræðna sem efla og þroska. Lögð er áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra. Lions býður upp á fjölbreytt félagslíf, fræðslu, skemmtanir, verkefni, fundi og ferðalög með vinum og fjölskyldum. Lionsfélagar öðlast félagslega þjálfun í klúbbunum og í Lions fer fram markviss fræðsla.

Lionsklúbbar á Íslandi eru ekki bara þar sem þéttbýlið er mest, heldur eru klúbbar í öllum landshlutum, til sjávar og sveita. Lionshreyfingin á Íslandi endurspeglar íslenska samfélagið, félagarnir eru úr öllum stéttum, konur og karlar á öllum aldri, um allt land. Á Íslandi eru fleiri félagar á hverja 1.000 íbúa en í nokkru öðru landi í heiminum. Samvinna er lykill að árangri. Gangi ykkur sem best með ykkar glæsilega starf.

Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrrverandi alþjóðaforseti Lions.

10 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

HVAÐ VERÐUR UM PENINGANA SEM LIONSMENN SAFNA?

lögum Lions er kveðið á um að allt það fé sem safnast meðal almennings gangi óskert til líknar- og eða menningarverkefna sem viðkomandi Lionsklúbbur vinnur að hverju sinni. Klúbburinn má því ekki kosta félagsstarfsemi sína með söfnunarfénu. Það er gert með árgjöldum klúbbfélaganna.

Allt það fé sem Lionsklúbbur Vestmannaeyja safnar rennur í menningar- og hjálparsjóð klúbbsins. Eitt helsta markmið Lionshreyfingarinnar er að starfa af áhuga að hagsæld bæjarfélagsins á sviði menningarmála, félagsmála og líknarmála. Þetta markmið munum við ávallt hafa efst í huga þegar við ákveðum verkefni Lionsklúbbs Vestmannaeyja og hvernig við ráðstöfum söfnunarfé.

Sala á jóladagatölum og ljósaperum er eflaust sú fjáröflun, sem flestir muna eftir. Þessar fjáraflanir gengu orðið illa, sérstaklega perusalan þegar glóperan datt út og lýsing á heimilum breyttist.

Nú er aðal fjáröflunin fyrirtækjasöfnun. Þá sendum við bréf á fyrirtækin og erum oftast að safna fyrir ákveðnum verkefnum. Einnig höfum við tekið að okkur smíðavinnu, hellulögn, úreldingu fiskiskips og málingavinnu svo eitthvað sé nefnt. Á fyrstu árum Lionsklúbbsins var farið í nokkra sjóróðra og var það mjög góð fjáröflun.

Gunnar Andersen formaður Lions afhendir Braga Magnússyni gjafabréf að andvirði 500 þúsund króna til tækjakaupa fyrir Björgunarfélag Vestmannaeyja.

Nú eru Nutstep fjölþjálfarnir orðnir tveir að ósk endurhæfingardeildarinnar. Samanlagt verðmæti 2,8 milljónir króna með fylgihlutum. F.v,: Sigmar Georgsson, Kári Höskuldsson, Ágúst Óskarsson, Erlingur Einarsson, Ægir Ármannsson, Ingimar Georgsson, Elías Jörundur Friðriksson og Guðný Bogadóttir.

Sjónvarp gefið á Hraunbúðir. Bjarni Samúelsson, Arnfinnur Friðriksson og Guðjón Stefánsson.

Afhending á seinni Nutstep fjölþjálfa að andvirði 1.4 milljónir. Ingimar Georgsson, Elías Jörundur Friðriksson, Guðný Bogadóttir og Sigmar Georgsson.

Lionsmenn afhenda Sambýlinu frystikistu og slatta af frystivörum að ósk býlisins.

Undirritun vegna stórgjafar Lions, tækjabúnaður á nýja augnlæknastofu í Eyjum að andvirði 25 milljónir króna. Sigmar Georgsson frá Lions, Ólafur Már Björnsson augnlæknir, Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU, Jónmundur Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónlags, Óskar Jónsson augnlæknir og Ari Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármála HSU.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 11 Í

Nýtt verkefni hjá Lionsklúbbi Vestmannaeyja

SKÚR FYRIR KARLANA VERÐUR AÐ VERULEIKA

Lionsklúbburinn er farinn af stað með skemmtilegt verkefni fyrir karlmenn 18 ára og eldri. Viljum við reyna að ná til karlmanna sem ekki geta stundað almenna vinnu, hafa minnkað við sig eða eru komnir á eftirlaun. Oft menn sem hafa minnkað við sig og hafa ekki aðstöðu fyrir föndur eða aðra iðju. Þá myndast oft tómarúm og margir eiga erfitt með komast í rútínu eða finna sér verkefni og félagsskap. Í haust hófst fjáröflun sem hefur gengið mjög vel. Öllum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum var sent bréf þar sem óskað var eftir framlögum í verkefnið og markmið þess og tilgangur útskýrður.

Karlar í skúrum er úrræði sem gefur karlmönnum stað og stund til að hittast, vinna að sameiginlegum eða eigin verkefnum. Hverjum á sínum hraða. Markmiðið er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karla er höfð í fyrirrúmi. Þeir geti haldið sér við líkamlega, andlega og félagslega. Megináhersla er lögð á vinnu úr tré og hvers konar annað handverk. Tilgangurinn er að auka lífsgæði gegnum handverk, tómstundir og ekki síst samveru.

Vestmannaeyjabær hefur útvegað rúmgott húsnæði sem við Lionsmenn ætlum að stúka niður í vélasal, handverkssal, salerni og kaffistofu.

Skoðunarferð í Hafnafjörð

Til að undirbúa verkið fóru klúbbfélagarnir Sigmar Georgsson og Óskar Pétur Friðriksson í heimsókn til Hafnarfjarðar. Óskar Pétur myndaði aðstöðuna, fyrirkomulagið og tækjabúnaðinn. Það var virkilega vel tekið á móti okkur að Helluhrauni 8 og fengum við góða leiðsögn um húsnæðið. Hvaða tækjabúnað þarf í upphafi og bæta síðan við eftir þörfum.

Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Þeir sögðu stefnuna hjá þeim vera menn gætu sinnt léttri

12 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Leystir út með gjöfum. Steindór Guðjónsson afhenti Sigmari Georgssyni bandsög og slípivél frá þeim félögum.

trésmíði, útskurði, rennismíði, tálgun, hnífasmíði, skartgripasmíði, leðurvinnu og ljósmyndun.

Í skúrnum er reynt að skapa aðstæður fyrir allar hugmyndir. Félagslegi þátturinn vegur þungt og þeir sögðu kaffitímann og spjallið fulla ástæðu til að mæta sem oftast. Opið er alla virka daga. Kaffitíminn er heilagur, hafði einhver þeirra að orði. Að sjálfsögðu var okkur boðið í kaffið og spjallið. Við áttum góða stund í skúrnum og vorum leystir út með stórgjöfum við brottför.

Við fengum pússivél og bandsög sem ritari karlana í skúrnum, Steindór Guðjónsson afhenti Sigmari Georgssyni. Steindór hvatti okkur að endingu til að kíkja í annan skúr í nágrenninu. Utan á honum er útskorið skilti sem á stendur Snúið og skorið. Snúið merkir rennismíði og skorið útskurð. Þar var okkur einnig tekið af mikilli velvild.

Örn Ragnarsson sýndi okkur aðstöðuna og fór yfir tækjabúnaðinn og sagði okkur sína sögu sem væri svipuð og hjá flestum sem væru í þessu áhugamáli. Hann sagðist hafa farið í þetta til að búa sig undir starfslok, hafa eitthvað að gera og sinna þegar hann hætti að vinna.

Allt of margir einmana

Sagði hann alltof marga karla verða einmana eftir að hafa sinnt vinnunni fram að starfslokum. Eina áhugamálið væri sjónvarpið. Sjálfur byrjaði hann á útskurði, líkaði ekki en kolféll fyrir rennismíði. Keypti sér fljótlega rennibekk og rennir á hverjum degi alls konar hluti úr tré. Það sama gera félagar hans í skúrnum. Hann gaf okkur við brottför glæsilega skál sem hann hafði nýlokið við. Bauðst hann til að koma til Vestmannaeyja og kynna verkefnið okkur að kostnaðarlausu.

Einnig bauðst hann til að halda námskeið í rennismíði hjá okkur þegar verkefnið er farið af stað í Eyjum án þess að taka nokkuð fyrir. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi ferð til Hafnarfjarðar hafi verið til fjár og heilla fyrir verkefnið okkar og færum við öllum bestu kveðjur og þakklæti.

// Sigmar Georgsson Myndir // Óskar Pétur Friðriksson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 13
Við rennibekkinn. Sigmar tekur niður punkta og ráð frá þeim Birgi Þór og Steindóri Guðjónssyni sem mælir með að kaupa vönduð járn fyrir rennismíðina. Örn Ragnarsson afhenti okkur glæsilega skál, sem hann hafði nýlokið við að renna. Þarna mátti sjá glæsilegt handverk.

Ólafur Már Björnsson augnlæknir hjá Sjónlag sýnir mynd úr augnbotnamyndavélinni sem Svetlana sendi honum. Mynd: Lind Hrafnsdóttir.

Stórt stökk í fjarlækningum FULLBÚIN AUGNLÆKNASTOFA Á HSU Í VESTMANNAEYJUM

Það var mikill gleðidagur í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. október 2021 og fjöldi manns mættur í formlega opnun nýrrar augnlæknastofu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum. Forstjóri HSU, Díana

Óskarsdóttir, bauð fólk velkomið og kynnti þessa nýju þjónustu og samstarf HSU í Vestmannaeyjum og augnlæknastofunnar Sjónlags í Reykjavík. Er hún fyrst sinnar tegundar á Íslandi í fjaraugnlækningum og á vonandi eftir að þróast

Sigmar Georgsson formaður verkefnanefndar Lions og Jónmundur Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónlags við undirritun samnings á sviði fjaraugnlækninga.

áfram og vaxa á landsvísu á komandi árum.

Formaður verkefnanefndar Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sigmar Georgsson, fór í stórum dráttum yfir upphafið og framvindu þessa stóra verkefnis Lionsmanna í Vestmannaeyjum og aðkomu Alþjóðahjálparsjóðsins. Það er alveg ljóst að þetta stórkostlega framtak og samvinna Lionsmanna hefur gert svona gríðarstórt og viðamikið verkefni að veruleika. „Í dag eru hér einstaklega góðir gestir, hjónin Kristinn Hannesson alþjóðastjórnarfulltrúi og kona hans Dagný Finnsdóttir. Ég vil biðja Kristinn Hannesson að koma hér upp og ætla að biðja hann að afhenda tækjabúnaðinn formlega fyrir hönd Alþjóðahjálparsjóðsins LCIF,“ sagði Sigmar.

Haldið heiðri Lions á lofti Kristinn þakkaði þann heiður að fá að afhenda gjöfina fyrir hönd LCIF og þakkaði Lionsmönnum í Vestmannaeyjum hversu vel þeim hefði tekist að halda heiðri Lions á lofti í öllu verkefninu. Síðan bauð hann Díönu Óskarsdóttur forstjóra

14 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

Írís bæjarstjóri afhendir Sigmari blómvönd fyrir framtak Lionsklúbbs Vestmannaeyja.

Hjónin Dagný Finnsdóttir og Kristinn Hannesson sem komu til Eyja til að vera viðstödd. Kristinn afhenti gjöfina fyrir hönd LCIF, alþjóðahjálparsjóðs Lions. Kristinn lést 13. júní 2023.

Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að koma og taka við gjafabréfi fyrir fullbúinni augnlæknastofu.

Hann las síðan upp gjafabréfið og sagði að Alþjóðahjálparsjóður Lions hefði lagt til helming fjármagns til kaupa á framangreindum tækjum og Lionsklúbbur Vestmannaeyja staðið fyrir söfnun meðal einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka í Vestmanneyjum fyrir sömu upphæð og eru þeir bakhjarlar gjafarinnar.

Framkvæmdastjóri Sjónlags, Jónmundur Gunnar Guðmundsson, sagði frá starfsemi fyrirtækisins og samstarfinu við HSU. Hjá Sjónlagi störfuðu þá átta auglæknar, þrír sjóntækjafræðingar, fimm hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki. Sjónlag var stofnað árið 2001 og er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Óskaði hann Vestmannaeyingum til hamingju með nýju augnlæknastofuna og sagðist hlakka til samstarfsins.

með Kvenfélaginu

Bæjarstjórinn, Íris Róbertsdóttir, afhenti Lionsklúbbnum blómvönd og þakkaði fyrir dugnað og alla þá vinnu og þrautseigju við verkefnið sem hefur staðið í næstum tvö ár. Óskaði hún öllum til hamingju með opnun augnlæknastofunnar og sagði ljóst að Vestmannaeyingar fengju stóraukna þjónustu með nýjum og fullkomnum tækjabúnaði. Síðan var boðið upp á veitingar í boði HSU og gestum boðið að skoða aðstöðuna sem er hin glæsilegasta og tækjabúnaðinn.

Hjörtur var hvatamaðurinn Í október árið 2019 fékk Lionsklúbbur Vestmannaeyja beiðni frá yfirmanni sjúkrahússviðs Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Hirti Kristjánssyni að fá fund með verkefnanefnd klúbbsins og ræða fjármögnun vegna tækjabúnaðar til að opna augnlæknastofu á sjúkrahúsinu.

Kveikjuna að verkefninu má rekja til þess að erfiðlega hafði gengið að fá augnlækna til Vestmannaeyja, sem og á aðra staði á landsbyggðinni. Hjörtur læknir var búinn að vera með þessa hugmynd lengi og hafði meðal annars viðrað við Kvenfélagið Líkn að standa fyrir fjáröflun til tækjakaupanna. Þær kvenfélagskonur treystu sér ekki í svona fjárfrekt verkefni, þar sem þær höfðu árinu áður verið í stóru verkefni en þær gætu lagt fram góða upphæð ef einhver önnur félagasamtök treystu sér að fara í það.

Undirbúningur fer af stað Verkefnanefnd Lionsklúbbs Vestmannaeyja fannst verkefnið risastórt og um leið gríðarlega spennandi. Hún fór strax að skipuleggja vinnuna, án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið að umfangi það raunverulega varð.

Svæðisfundur var einmitt á þessum tíma hjá Lionsklúbbunum á Suðurlandi og sendi verkefnanefndin fulltrúa frá okkur á fundinn. Þar kynnti Lionsklúbbur Vestmannaeyja verkefnið fyrir fundarmönnum og kostnaðaráætlun. Tækin sem þurfti voru fimm, af fullkomnustu gerð, flest frá fyrirtækinu Zeiss og kostuðu tæpar 25 milljónir króna.

Fundarmenn sýndu strax mikinn áhuga á málinu og rætt var um mögulega umsókn til Alþjóðahjálparsjóð Lions LCIF. Í umræðunni kom fram að í svona fjárfrekt verk-

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 15
Fundað Líkn. Verkefnadeild Lionsklúbbs Vestmannaeyja kynnir verkefnið, augnlæknastofu í Eyjum. HSU bauð upp á glæsilegar veitingar, Ingimar Georgsson, Arnar Andersen, Hörður Pálsson og Gunnar Andersen.

efni yrði að fá fleiri klúbba inn í umsóknina til LCIF sem yfirleitt kemur með helming mótframlags og því yrði Lionsklúbbur Vestmannaeyja helst að fá fjóra Lionsklúbba með sér til að ná fullu jöfnunarframlagi. Fundarmenn sýndu verkefninu strax gífurlegan áhuga og fljótlega ákváðu þrír Lionsklúbbar á Suðurlandi og einn frá Reykjavík að taka þátt. Hver og einn lagði fram eitt þúsund dollara.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri var okkur Lionsmönnum ákaflega hjálpleg í öllu sem varðaði opinberar stofnanir. Þegar allt virtist lokað t.d. hjá Sjúkratryggingum Íslands, persónuvernd og fleirum þá gekk Íris í málið og eftir nokkur fundarhöld og símtöl þá fóru málin áfram og samningar náðust.

Margir lögðu umsókninni lið Reglur Alþjóðahjálparsjóðs Lions LCIF eru mjög strangar og verður kostnaðaráætlun og öll þarfagreining að vera fullnægjandi og mjög ítarleg. Hjörtur Kristjánsson læknir og upphafsmaður verkefnisins vann ítarlega skýrslu varðandi tækjabúnað, þjónustu HSU við bæjarbúa og greiningu á þörf og framkvæmd á fjaraugnlækningum sem er hið fyrsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi og er gríðalega spennandi.

Margir úr aðalstjórn Lions á Íslandi aðstoðuðu okkur við gerð umsóknarinnar til LCIF bæði við textagerð, uppsetningu og þýðingu á ensku. Þegar verkefninu var lokið og starfsemin sem var fjármögnuð með framlagi Alþjóðahjálparsjóðs Lions komin af stað varð að skila inn lokaskýrslu til sjóðsins með reikningum og greiðslukvittunum. Einnig umfjöllun fjölmiðla um verkefnið og öðru sem máli skipti. Sú vinna er í gangi núna og skýrslan mjög ítarleg og þarf að vinna vel.

Fjáröflun

Fjáröflun var fljótlega sett af stað og voru 50 fyrirtæki og félagasamtök í Vestmannaeyjum heimsótt og verkefnið kynnt af Lionsmönnum. Tveir Lionsfélagar heimsóttu stjórnendur fyrirtækja, sögðu frá aðkomu Alþjóðahjálparsjóðsins að verkefninu og að sjóðurinn myndi greiða jöfnunarframlag. Þessi framsetning á beiðni okkar um framlag þótti stjórnendum frábær og gott að vita að upphæðin myndi tvöfaldast

Stjórn Kvenfélagsins Líknar og Verkefnanefnd Lions. Samkomulag handsalað og Kvenfélagið Líkn ákveður að leggja 5 milljónir króna í tækjakaup fyrir nýja augnlæknastofu í Eyjum. Hörður Pálsson, Sigmar Georgsson, Ægir Ármannsson, Ingimar Georgsson, Júlía Elsa Friðriksdóttir, Guðný Bogadóttir og Edda Ólafsdóttir.

með framlagi frá LCIF. Þá fórum við einnig með kynningar á fundi hjá félagasamtökum í Vestmannaeyjum og fengum gríðarlega góðar viðtökur.

Kvenfélagið Líkn gaf loforð um fimm milljóna greiðslu ef Lionsklúbburinn næði að loka verkefninu. Það var hvatningin sem kveikti áhuga okkar Lionsmanna. Með þessu greiðsluloforði og jöfnunarstyrk frá LCIF voru komnar 10 milljónir upp í tækjakaupin og þá lifnaði baráttuandinn. Í lok apríl 2020 vorum við Lionsfélagarnir komnir með greiðsluloforð upp á tólf og hálfa milljón króna og fjáröflunartakmarkinu okkar náð. Þá var næst að fá áritaða útprentun hjá bankastofnun á stöðu söfnunarreiknings verkefnisins og senda til Alþjóðahjálparsjóðs Lions LCIF. Þann 21. maí 2020 fékk Lionsklúbbur Vestmannaeyja svar frá hjálparsjóðnum um að við fengjum fullan jöfnunarstyrk úr sjóðnum, þar sem við hefðum uppfyllt öll skilyrði umsóknarinnar. Gefin var heimild til að panta tækjabúnaðinn.

Tækin tengd Sjónlagi í Reykjavík Búnaður augnlæknastofunnar samanstendur af fimm fullkomnum augnlæknatækjum sem öll nema eitt koma frá Zeiss. Þau vinna öll á sama forriti sem auðveldar alla úrvinnslu. Tækin eru sjónsviðsmælir, sneiðmyndatæki, raufarlampi, augnbotnamyndavél og augnþrýstimælir. Innréttuð var aðstaða á þriðju hæð HSU í rúmgóðri stofu þar sem tækin hafa nægt rými og mikil þægindi fyrir sjúklinga. Tækin tengjast samskiptalausnum við augnlæknastofuna Sjónlag í Reykjavík. Þetta er tilraunaverkefni sem hlaut nýsköpunarstyrk upp á tæpar tíu milljónir frá ríkisstjórn Íslands til fjarlækninga. Starfsmaður á HSU hefur verið þjálfaður til að nota tækjabúnaðinn sem sendir stafrænar myndir til sérfræðinga Sjónlags í Reykjavík til greiningar. Þjónustan mun nýtast bæjarbúum í greiningum og eftirliti á augnsjúkdómum og mun án efa fækka mikið ferðum íbúa Vestmannaeyja til Reykjavíkur.

// Sigmar Georgsson

16 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

Hjörtur læknir fylgdi málinu úr hlaði

HEFUR SANNAÐ VEL GILDI SITT

Engin augnlækingaþjónusta hafði verið í boði í Eyjum í fáein ár. Ekki hafði tekist að finna annan augnlækni til að koma til Eyja eftir að Gunnar Sveinbjörnsson hætti að koma. Bæði var haft samband við einstaka augnlækna, augnlæknastofur og Félag augnlækna án árangurs,“ segir Hjörtur Kristjánsson, læknir um upphafið að því að koma upp augnlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum.

Ástæðurnar voru að hans mati nokkrar. „Augnlæknar höfðu næg verkefni á höfuðborgarsvæðinu og enginn hvati í boði til að færa þjónustuna út á land. Farand-augnlækningaþjónusta hafði litlum breytingum tekið frá því að fyrstu augnlæknarnir fóru að koma til Eyja fyrir u.þ.b. 100 árum með sjóngler í kassa.“

Hjörtur segir augnlækna af yngri kynslóðinni vana að hafa mun fullkomnari rannsóknabúnað til að sinna þjónustu sinni og eldra form augnlæknaþjónustu á landsbyggðinni hafi verið ófullnægjandi miðað við höfuðborgarsvæðið. „Vísa þurfti mörgum sjúklingum aftur til Reykjavíkur með tilheyrandi óþægindum. Ekki var hægt að veita fjarþjónustu á þessu sviði eins og staðan var. Sjón-

Vinnufundur í nefndinni sem vann að undirbúningi augnlæknastofunnar á HSU. F.v. Sævar Þórsson, Ingimar Andrésson, Hjörtur Kristjánsson læknir og upphafsmaður að augnlæknastofunni, Sigmar Georgsson verkefnastjóri, Ægir Ármannsson, Hörður Pálsson og Arnar Andersen.

Ingimar Andrésson ritari Lions afhendir Hirti Kristjánssyni lækni fána klúbbsins fyrir frábæra samvinnu.

lag augnlæknastofan, sem ég hafði samband var tilbúin að skoða samstarf ef tækjabúnaður til rannsókna væri fyrir hendi,“ segir Hjörtur og þar með hófst undirbúningur að merkustu tilraun í fjarlækningum hér á landi.

Lions greip boltann á lofti „Mér hafði borist til eyrna að Lions-samtökin hefðu styrkt augnlækningaverkefni hérlendis sem og erlendis. Eftir að hafa rætt þetta í framkvæmdastjórn HSU var ljóst að ekki var hægt að fá hluta af því litla fjármagni sem stofnuninni hafði til tækjakaupa. Grænt ljós fékkst ef hægt væri að fá utanaðkomandi stuðning. Ég hafði því samband við Sigmar Georgsson og félaga í Lionsklúbbi Vestmannaeyja og spurði hvort klúbburinn gæti aðstoðað,“ segir Hjörtur og þá fór boltinn að rúlla.

Um talsverða fjármuni var að ræða, en Lionsklúbburinn í Eyjum tók strax mjög vel í að skoða þetta og fór á fullt að leita leiða. „Samstarfið var mjög gott. Lionsklúbburinn í Eyjum er greinilega mjög öflugur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hef ég ekkert nema gott um aðkomu hans að segja. Í ljós kom að hægt var að sækja um styrk til alþjóðasamtaka Lions. Við hjálpuðumst að við að fylla út viðamikla umsókn og fékkst

styrkur að utan sem nam helmingi upphæðarinnar. Klúbbnum tókst að safna því sem upp á vantaði á fáum mánuðum og hægt að kaupa tæki og tól og fara af stað. Hik kom á meðan ný framkvæmdastjórn tók við taumunum hjá HSU en það leystist farsællega.“

Komum þyrfti að fjölga Hjörtur er hættur sem framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU og ekki haft beina aðkomu að fyrirkomulagi þjónustunnar. „Er ekki inni í öllum smáatriðum en mér finnst tækjabúnaðurinn hafa sannað vel gildi sitt. Hefur sparað mörgum sjúklingum ferðir til Reykjavíkur. Svetlana hefur sinnt sínu starfi af kostgæfni. Augnlæknar koma til Eyja en komum þyrfti að fjölga.“ Hjörtur vill efla tilvísanafyrirkomulag frá heilsugæslu en því miður sé heilsugæslan í Eyjum undirmönnuð. „Ég tel að það þyrfti að vera læknir í Eyjum sem væri beintengdur við verkefnið og milliliður við Sjónlag og augnlæknana þar. Hann gæti sinnt þessu kannski einn dag í mánuði, fylgt eftir málum, verið með móttöku fyrir ákveðna sjúklinga til að útskýra niðurstöður og fleira. Það myndi að líkindum efla gæði og samfellu í þjónustunni enn frekar,“ segir Hjörtur að endingu. Viðtal // Ómar Garðarsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 17

Fjaraugnlækningastofan á HSU

ÞJÓÐHAGSLEGA

HAGKVÆM ÞJÓNUSTA

Sjónlag augnlæknastöð sinnir fjaraugnlækningum á HSU í Vestmannaeyjum. Lionshreyfingin keypti fullkominn fjarlækningabúnað sem settur var upp á HSU og gerir Vestmannaeyingum kleift að fara í augnskoðanir í sinni heimabyggð. Sjónlag rekur einnig eigin fjaraugnlækningastofu á Akureyri og vilji er til að fjölga slíkum stofum. Hjá Sjónlagi starfa nú tólf augnlæknar auk sjóntækjafræðinga, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleira sérhæfðs starfsfólks. Hjá Sjónlagi er sinnt um 33.000 komum á ári en sumir sjúklinganna koma oftar en einu sinni.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónlags, segir að biðlisti sé eftir tímum hjá augnlæknum vegna læknaskorts. Fjarlækningastofur eins og í Vestmannaeyjum og á Akureyri séu mögulegar vegna þess að augnlæknar Sjónlags séu reiðubúnir að bæta á sig þeirri vinnu sem fjarlækningaþjónustan krefjist.

„Augnlæknarnir okkar sinna mikið fólki sem kemur um langan veg utan af landi, jafnvel til þess eins að láta taka mynd. Þetta kostar bæði ferðalög og oft fjarveru frá vinnu. Sumir þurfa einnig fylgdarmann. Við skoðuðum hvaða aðrir möguleikar væru í boði og Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá okkur sem lærði í Noregi, komst að því að Norðmenn voru að þreifa sig áfram með fjaraugnlækningaþjónustu í dreifðum byggðum Norður-Noregs. Ólafur þekkir Alexander Skau augnlækni sem sinnir fjarlæknaþjónustu í dreifðum byggðum Noregs á svipaðan hátt og Sjónlag býður upp á,“ segir Jónmundur.

Þeir hjá Sjónlagi ræddu við framleiðendur fjaraugnlækningabúnaðar, en þróun hans er mjög ör. „Læknaráð Sjónlags fundaði um hvernig við vildum gera þetta. Þeir juku við tækjabúnaðinn til að geta veitt meiri þjónustu en þá var algengt að veita í N-Noregi,” segir Jónmund-

ur. „Þetta snýst um að flytja gögn en ekki fólk á milli staða og að gera augnlækningaþjónustu aðgengilegri fyrir sem flesta landsmenn.“ Hann segir að Norðmenn hafi lagt áherslu á sinna fjareftirliti með sjón sykursjúkra. Niðurstaða þeirra var að fjaraugnlækningar væru þjóðhagslega hagkvæmar. Sjónlag skoðar, auk afleiðinga sykursýki, fleiri þætti varðandi augnheilsu.

Fylgjast þarf með augnheilsu sykursjúkra

„Því miður fjölgar þeim ört sem fá sykursýki. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Diabetes Ísland, félagi sykursjúkra, er fjölgunun hröð. Það er vel fylgst með þeim sem hafa sykursýki 1 en það skortir á þjónustu við þá sem eru með sykursýki 2,” segir Jónmundur. „Við höfum rætt um að efna til fræðslufunda í samvinnu við Diabetes Ísland um þá þjónustu sem er í boði. Það væri auðveldlega hægt að sinna eftirliti með

augnheilsu stórs hluta sykursjúkra í gegnum fjarlækningastöðvar. Ég vildi líka geta boðið sykursjúkum að koma í reglulega augnrannsókn hjá Sjónlagi í Reykjavík t.d. milli kl. 16.00 og 19.00 virka daga. Þar væru teknar myndir af augunum. Augnlæknir myndi lesa úr þeim og senda viðkomandi niðurstöðuna í gegnum Heilsuveru og ráðleggja um næstu skref. Þannig gætum við aukið afköstin og nýtt betur þá þekkingu og tækni sem við búum yfir. Læknaskortur er flöskuháls í heilbrigðisþjónustu í dag og því er mikilvægt að geta nýtt læknana sem best.”

Jónmundur kvaðst hafa heyrt viðtal við Gylfa Ólafsson, sem þá var forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði, Gylfi kom inn á skert aðgengi að sérfræðilæknum á landsbyggðinni. Jónmundur hringdi í Gylfa og sagði honum að Sjónlag væri að skoða fjaraugnlækningar. Í framhaldi af því hafði sam-

18 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Jónmundur segir fólk gríðarlega ánægt með þessa þjónustu.

Heimsókn í Sjónlag, þar sem alþjóðaforseti Lions afhenti framkvæmdastjóra Sjónlags áritaðan skjöld með verðlaunamynd úr friðarveggspjaldakeppninni, brennda í leirflís. F.v Jónmundur Gunnar Guðmundsson, Douglas X. Alexander, Guðrún Björt Yngvadóttir, Anna R. Blöndal, Sigmar Georgsson og Óskar Jónsson augnlæknir.

band Hjörtur Kristjánsson, sem þá var forstöðumaður lækninga á HSU í Eyjum, og spurði hvort það væri pláss fyrir Vestmannaeyjar að hoppa á vagninn?

„Ég sagði Hirti að við værum til í að prófa þetta og að Vestmannaeyjar gætu alveg orðið fyrstar. Við sóttum sameiginlega um styrk til ráðuneytanna. Lionshreyfingin fór síðan af stað með söfnun, keypti tækin og gaf HSU með því skilyrði að þau yrðu notuð í Vestmannaeyjum,” segir Jónmundur.

Hann segir að Vestmannaeyjar séu tiltölulega fámennar og því ekki hagkvæm eining í þröngu rekstrarlegu tilliti. „En þjóðhagslega er klár ávinningur af þessu. Við þurfum ekki nema 1-2 alvarleg tilfelli þar sem hægt er að forða því að fólk verði blint til að það sé búið að borga svona tækjabúnað margfalt upp. Það sama á við t.d. um Ísafjörð og Vestfirði. Íbúafjöldinn þar er ekki langt frá því sem er í Vestmannaeyjum. Samgöngur geta verið erfiðar á báðum þessum svæðum.”

Sjónlag keypti og setti upp búnaðinn sem er á fjaraugnlækningastofunni hjá Læknastofum Akureyrar (LAK). Hann kostaði um 35 milljónir króna með virðisaukaskatti. Jónmundur bendir á að á svæðinu frá

Blönduósi og austur á Þórshöfn búi um 35.000 manns sem geta nýtt sér þjónustuna. Stofan á Akureyri var opnuð í fyrravor og hefur verið opin tvo daga í viku. Ljóst er að fjölga þarf þjónustudögum í lok þessa árs vegna vaxandi aðsóknar.

Þörf er fyrir fjaraugnlækningastofur víðar á landinu Tekið skal fram að þessi tiltekna augnlæknaþjónusta snýst ekki um sjónmælingar og útgáfu ávísana á gleraugu. Almenna reglan er sú að þeir sem koma til Sjónlags og eiga þar enga sögu hitti augnlækni í fyrstu heimsókn. Sparnaðurinn af fjarlækningastofunum kemur fram við endurkomur og reglulegt eftirlit, t.d. með augum sykursjúkra. Sá hópur er stór sem þarf að mæta í reglulegt eftirlit með augunum, jafnvel á 3-4 mánaða fresti. Þá getur fólk mætt í myndatöku á fjarlækningastofu í stað þess að ferðast til Reykjavíkur með þeim kostnaði sem því fylgir. Þessir sjúklingar geta pantað tíma hjá LAK, HSU í Eyjum eða hjá Sjónlagi.

Sérþjálfað starfsfóllk tekur myndir og gerir þær rannsóknir sem þarf. Þetta kemur til Sjónlags í gegnum lokað tölvukerfi og innan eldveggja. Augnlæknir les úr myndunum

og skrifar sjúklingnum svarbréf á Heilsuveru eða fylgir eftir með símtali.

Jónmundur telur að þörf sé fyrir fjaraugnlækningastöðvar bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hann fór vestur á Ísafjörð til að kanna aðstæður. „Þá var mér sagt að á Vestfjörðum væru um 400 manns með sykursýki 2 og án reglulegrar augnlæknaþjónustu. Fólk veigrar sér við að sækja þessa þjónustu um langan veg. Það fær fær stuðning frá Sjúkratryggingum til tveggja ferða á ári, en margir þurfa að koma oftar í augnskoðun.” Jónmundur sagði að Höfn í Hornafirði og Sauðárkrókur hafi einnig verið nefnd sem heppilegir staðir fyrir fjaraugnlækningastofur. Hann segir að ef heimamenn séu reiðubúnir til að kaupa búnaðinn þá sé Sjónlag til í að veita þjónustuna. En hver er reynslan af fjaraugnlækningunum?

„Fólk er gríðarlega ánægt með þessa þjónustu, það eru takmörk fyrir því hve sérhæfða þjónustu hægt er að veita í dreifðum byggðum en við verðum að gera okkar besta því oft er um að ræða skjólstæðinga sem eiga erfit með að ferðast fyrir utan kostnaðinn við það,“ segir Jónmundur.

Viðtal // Guðni Einarsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 19

Fjaraugnlæknaþjónusta í Eyjum

SPARAR TÍMA, FERÐALÖG

OG FERÐAKOSTNAÐ

Svetlana Luchyk flutti til Íslands í lok ársins 1999 frá Úkraínu og er menntuð í læknisfræði. Hún hefur starfað sem lífeindafræðingur á rannsóknarstofu HSU í Vestmannaeyjum síðan. Þegar sjóntækjastofan var opnuð fyrir tveimur árum með nýjum og fullkomnum tækjabúnaði kom í hennar hlut að sjá um reksturinn og taka á móti öllum einstaklingum sem vilja koma í reglulega augnskoðun. Sérstaklega fólki sem er með fjölskyldusögu um gláku, sjúklinga með sykursýki týpu 1 og 2, langvarandi blóðþrýstingshækkun. Einnig sjúklinga með langvarandi augnsjúkdóma eins og gláku, hrörnun í augnbotnum, diabetisk retinopathia og fl.

„Það er mjög mikilvægt að allir sem haldnir eru sykursýki fari reglulega í augnskoðun. Þeir sem eru á insulinsprautum ættu að fara árlega, en þeir sem eru á töflum annað hvert ár sem viðmiðun, en síðan er bilið milli skoðana lengt eða stytt eftir ástandi augnbotnanna,“ segir Svetlana.

„Svo hægt sé að nýta sér þessa þjónustu þarf tilvísun frá heimilislækni fyrir fyrstu komu. Þegar hún er komin er hægt að panta tíma hjá mér í afgreiðslu HSU Vestmannaeyja.“ Stofan er vel tækjum búin, þökk sé öflugu átaki Lions. „Mitt verk er að gera sjónmælingu, augnþrýstingsmælingu, taka myndir af augnbotnum og sneiðmyndir. Einnig geri ég sjónsviðsrannsókn í völdum tilvikum til að kanna hvort um gláku sé að ræða. Allar mælingar og myndir sendi ég rafrænt til Sjónlags beint í þeirra kerfi og síðan eru þær skoðaðar af augnlækni. Ég sé ekki um gleraugnarecept eða lyfjaendurnýjun, augnskaða eða sé aðskotahlutur í auga, tárabólgu, hvarmabólgu eða ofnæmisbólgu. Í þessum tilfellum er nauðsynlegt að hafa samband við vakthafandi heilsugæslulækni eða augnlækni. Einnig skoða ég ekki börn.“

Frá opnunu stofunnar: F. v. Svetlana Luchyk starfsmaður á augn- læknastofu HSU í Eyjum, Ólafur Már Björnsson augnlæknir, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir stjórnarformaður Sjónlags, Gunnar Már Zoega augnlæknir, Þóra Guðmundsdóttir augnlæknir, Jónmundur Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónlags, Hjörtur Kristjánsson læknir, Kristinn Hannesson stjórnarmaður í alþjóðastjórn Lions, Sigmar Georgsson frá Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU.

Fólkið ánægt

Á þessum tveimur árum er komin nokkur reynsla á starfsemina. Svetlana er ánægð með aðstöðu og samstarfið við Sjónlag. „Starfið hefur gengið vel. Við tökum á móti tæplega 200 sjúklingum á ári. Flestir sjúklingar sem koma í reglulega augnskoðun eru með langvarandi augnsjúkdóma og koma frá sykursýkismóttöku. Sumt fólk þarf að koma nokkrum sinnum á ári í eftirlit. Mest er þetta fólk sem komið er yfir sjötugt, fólk sem á erfitt með að komast um, oft með göngugrind eða önnur hjálpartæki og getur ekki ferðast fylgdarlaust þannig að oftast fer ættingi með.

Það sem gleður mig hvað mest er þegar ég heyri hvað fólk er ánægt að sleppa við að fara upp á land. Það er heldur ekki auðvelt að fá tíma hjá augnlækni, getur verið tveggja

til þriggja mánaða bið þannig að kostirnir eru ótalmargir.

Sjálf tek ég á móti 100 sjúklingum á ári og svipuðum fjölda þegar augnlæknir kemur sem er tvisvar til þrisvar á ári. Einnig kom barnaaugnlæknir á síðasta ári í tvígang. Með honum kemur sjóntækjafræðingur og vinnum við náið saman. Sjóntækjafræðingurinn mælir sjón þeirra sem nota gleraugu en um aðrar mælingar og myndatökur sé ég.“

Svetlana segir að sparnaður og hagræði fyrir Eyjafólk verða seint metið til fjár. „Hagræðið er ómælt því það tekur tíma og kostar peninga að fara til Reykjavíkur. Það sama á við fólk með sykursýki eitt og tvö sem þarf að koma í skoðun á eins eða tveggja ára fresti. Augnlæknir uppi á landi getur fylgst með og metið stöðuna eftir skoðun hjá mér,“ segir Svetlana og bendir á þá staðreynd að oft er

20 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

það fólk af léttasta skeiði sem þarf á þjónustunni að halda.

Hún segir einnig að nú sé tími til að skoða framhaldið að fenginni reynslu.

„Ég hef átt mjög gott samstarf við Sjónlag. Einnig fylgjast Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU og Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga mjög vel með þessu verkefni. Þau fá frá mér reglulega yfirlit um þróun verkefnisins og við ræðum saman hvað getum við gert með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.“

Pabbinn augnlæknir

Svetlana segist hafa verið spennt fyrir starfinu en margt var að læra. „Mér finnst þetta bæði skemmtilegt og áhugavert og var mjög jákvæð þegar ég byrjaði. Ég ólst upp í fjölskyldu þar sem foreldrar mínir voru bæði heilbrigðisstarfsfólk. Móðir mín var lífeindafræðingur en hún lést úr krabbameini þegar ég var tvítug. Faðir minn var augnlæknir svo ég þekkti talsvert til starfsins og þessa tegund sjúklinga.

Ég fylgist með því sem er að gerast í Úkraínu á hverjum degi. Fjölskylda mín býr í vesturhlutanum og er nokkuð örugg. Samt er óvissa því hægt er að skjóta flugskeytum hvert sem er. Bróðir minn er í hernum, en ekki í fremstu víglínu. Meira veit ég ekki því hann má ekkert segja. Ég geri mitt besta til að hjálpa ættingjum og vinum en vissulega er þetta erfitt og skelfilegt ástand.“

Viðtal // Ómar Garðarsson

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

FYRSTA FJARAUGNLÆKNINGSTOFAN Á ÍSLANDI

„Þar sem erfitt hefur reynst að fá augnlækna út á land tel ég fjaraugnlækningar góða viðbót við þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum. Þjónusta sem nýtist bæjarbúum í greiningum og eftirliti á augnsjúkdómum. Þetta hefur farið rólega af stað en rúmlega 200 komur eru skráðar hjá okkur síðan starfsemin hófst í lok árs 2021,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

„Kveikjan er, að í lengri tíma hefur gengið erfiðlega að fá augnlækna til Vestmanneyja sem og á aðra staði á landsbyggðinni. Auk þess er sérhæfing á þessu sviði orðin mun meiri en áður. Í ljósi þess hvað tækninni og sérhæfingu í læknisþjónustu hefur fleygt fram á síðustu árum bindum við miklar vonir við fjarlækningar til að efla sérhæfða þjónustu á landsbyggðinni.“

Díana segir að fjaraugnlækningar hjá HSU í Vestmannaeyjum séu orðnar að veruleika. „Þetta er samstarfsverkefni stofnunarinnar og Sjónlags augnlæknastöðvar í Reykjavík. Um er að ræða tilraunaverkefni í nútímavæddri augnlæknisþjónustu

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. HSU hlaut 10 milljóna króna styrk frá stjórnvöldum til að fara af stað með verkefnið. Það var svo rausnarlegt framlag Lionsmanna í Vestmannaeyjum sem gerði útslagið. Þeir stóðu fyrir söfnun á kaupum á tækjabúnaði fyrir alls 25 milljónir króna sem gerði HSU kleift að hefja þessa spennandi vegferð.“

Díana segir mikið og öflugt starf Lionsmanna í Eyjum vera ómetanlegt. Þeir hafi leitt umfangsmikla söfnun meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og Lionsklúbba á fastalandinu. Eru þeir bakhjarlar gjafarinnar ásamt því að helmingur fjármögnunarinnar kom frá Alþjóðahjálparsjóði Lionssamtakanna (LCIF).

„Í dag er starfsemin í fullum gangi og íbúum í Vestmannaeyjum gefst kostur á að nýta sér þessa þjónustu. Hún fer fram á tveimur stöðum, annars vegar í húsakynnum HSU í Vestmannaeyjum og hins vegar í höfuðstöðvum Sjónlags í Reykjavík. Tækjabúnaðurinn sem keyptur var er á starfsstöð HSU í Vestmannaeyjum og þar rannsakar sérþjálfaður starfsmaður HSU það sem við á hverju sinni. Tekur augnbotnamyndir, gerir þrýstingsmælingar og skoðanir á sjónsviði. Myndirnar eru svo sendar með öruggum gagnaflutningi til greiningar í höfuðstöðvar Sjónlags,“ sagði Díana að endingu.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 21
Svetlana mælir augu Óskars Péturs sem var meðal þeirra fyrstu sem nýtti sér þjónustuna.

Í ÞÁGU SAMFÉLAGSINS Í HÁLFA ÖLD

1974

Alþjóða Lionshreyfingin útbjó Sjúkrahús Vestmannaeyja með öllu sem þurfti til að opna við Sólhlíð • Söfnun Lions hjálparsjóðsins nam alls 457 þúsund bandaríkjadölum • Lionsfélagar settu niður 14-15 þúsund blómlauka og dreifðu öðru eins meðal almennings • Lionsklúbbi Norðfjarðar sendar 100 þúsund krónur vegna snjóflóða í Neskaupsstað

1975

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja færður öndunarmælir • Lionsklúbbi Þorlákshafnar gefið ræðupúlt

1976

Íþróttamiðstöðinni gefið fleytitæki til sundkennslu • Segulbönd ætluð sjóndöprum o.fl. gefin ýmsum stofnunum

1977

Fjölskylda veiks barns styrkt vegna lækningaferðar til Englands • Sjúklingur styrktur vegna bílakaupa • Nokkrar barnmargar fjölskyldur styrktar fyrir jólin

Undirstöðurnar fyrir kerin á Vigtartorgi tilbúin, f.v. Hjálmar Brynjúlfsson, Sævar Þórsson, Arnar Andersen. og Friðgeir Þorgeirsson.

1978

Íþróttamiðstöð gefinn hjólastóll og lyftubúnaður • Barnaskólanum gefin hljómflutningstæki • Fatlaður unglingur kostaður í íþróttaskóla fyrir fatlaða • Fatlaður einstaklingur kostaður á íþróttamót • Hraunbúðum gefin tvö sjónvarpstæki • Þrjár einstæðar mæður fengu jólastyrk •

Föt keypt á nokkur börn frá fátækum heimilum • Landakirkja máluð að utan

1979

Sundlauginni gefin dúkka til æfinga í skyndihjálp • Hjálparsveit skáta gefinn búnaður til æfinga í skyndihjálp • Ný sundlaug Sjálfsbjargar styrkt • Lionsmenn gáfu vinnu við útistarfsvöll barna vestan við Hrauntún

1980

Hraunbúðum gefin hljómflutningstæki • Lions tóku þátt í að gefa sjúkrahúsinu fæðingarmonitor og hitakassa • Fjölskylda styrkt til að fara með veikt barn í aðgerð

1981

Unnið við móttöku 200 fatlaðra á norrænu sundmóti í Vestmannaeyjum • Lions tók þátt í að gefa Sjúkrahúsinu kviðarholsspegil • Hraunbúðum gefið videotæki • Sjálfsbjörg styrkt

1982

Björgunarfélag Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta styrkt til tækjakaupa • Nokkrar bágstaddar fjölskyldur styrktar • Landssöfnun

22 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Unnið við framkvæmdir á Vigtartorgi, f.v. Sigurður Smári Benónýsson byggingafulltrúi, Jóhannes Grettisson, Arnar Andersen og Gunnar Andersen.

gegn krabbameini • Heimilisfólki Hraunbúða boðið í rútuferð og gefinn jólaglaðningur

1983

Sjúkrahúsinu gefið djúpnuddtæki • Veglegur styrkur til Patreksfirðinga vegna snjóflóða • Íþróttafélag fatlaðra styrkt • Nokkrar fjölskyldur styrktar vegna tímabundinna erfiðleika • Heimilisfólki Hraunbúða færðar jólagjafir

1984

Hraunbúðum og Sjúkrahúsinu gefnir stækkunarskermar á sjónvörp • Klúbburinn kostaði gerð vatnsbrunna á Indlandi • Sjúkrahúsinu gefið sjónvarp • Hraunbúðum gefinn bingóbúnaður • Varúðarskilti við Eiði og Heimaklett kostuð í samvinnu við Eykyndil

1985

Slökkviliðið styrkt til tækjakaupa • Safnað fyrir línuhraðli á Landspítala • Barn kostað í hjartaaðgerð til Englands • Sjúkrahúsinu gefið heyrnarmælingatæki • Notuðum gleraugum safnað og þau send til hjálparstofnana erlendis

1986

Þroskahjálp styrkt til tækja- og leikfangakaupa • Fjölskylda veiks barns aðstoðuð vegna lækningaferðar til útlanda • Nokkrar fjölskyldur og einstaklingar fengu jólaaðstoð • Hreinsunarátak umhverfis Helgafell • Skiptinemi kostaður til dvalar í Kanada

1987

Lögreglan styrkt til fíkniefnavarna • Hraunbúðum gefinn hitaskápur • Aðstoð vegna stofnunar Félags eldri borgara • Sjúkrahúsinu gefin súrefnis- og sogtæki

1988

Kennarar kostaðir til að fá kennsluréttindi í Lions Quest • Veikur einstaklingur styrktur til utanfarar í læknismeðferð • Kennsluverkefni gefin Hamarsskóla • Myndarlegur styrkur til alþjóðahjálparsjóðs Lions LCIF • Nokkrar fjölskyldur styrktar fyrir jólin • Hraunbúðum, Sambýli Vestmannaeyja og Meðferðarheimilinu Búhamri gefnir ýmsir hlutir

1989

Ungur piltur kostaður til læknismeðferðar í Danmörku • Söfnun til byggingar vistheimilis fyrir fjölfatlaða • Vinna við sundmeistaramót fatlaðra • Hreinsunarátak á Heimaey • Hraunbúðum, sambýlinu og meðferðarheimilinu gefinn húsbúnaður

1990

Björgunarbúnaður gefinn um borð í Herjólf • Leikskólanum Kirkjugerði gefin þríhjól • Tveir kennarar kostaðir á námskeið í Lions Quest • Einstaklingur styrktur vegna veikinda • Heimilisfólki Hraunbúða færðar jólagjafir

1991

Sigurbára II VE 249 rifin og allt nothæft selt • Ungur drengur kostaður

til læknismeðferðar í Svíþjóð • Fjölskylda aðstoðuð vegna tjóns á húsnæði í ofsaveðri • Fjölskylda styrkt vegna dvalar í Reykjavík með mikið veikt barn • Ung kona styrkt til læknismeðferðar í London • Hraunbúðum gefin gufustrauvél • Sambýlinu og meðferðarheimilinu gefinn ýmis búnaður

1992

Sjúkrahúsinu gefið myndbandstæki til notkunar með ómskoðunartæki • Fjölskylda styrkt vegna tímabundinna erfiðleika Sjúkrahúsið styrkt til tölvukaupa • Ýmis húsbúnaður gefinn á Hraunbúðir, sambýlið og meðferðarheimilið • Heimilisfólki Hraunbúða boðið í rútuferð

1993

Sjúkrahúsinu gefið lífgunarborð og hitakassi fyrir ungabörn • Litla lúðrasveitin styrkt til búningakaupa • Heyrnarlaus stúlka styrkt til að læra tjáningu og táknmál í Bandaríkjunum • Sjónverndarátak Lionshreyfingarinnar styrkt

1994

Ræðukeppni milli Hamarsskóla og Barnaskóla styrkt • Sýning á leikverki Vímulausrar æsku styrkt • Nokkrum fjölskyldum gefnar matarkörfur og peningar fyrir jólin • Sambýlinu, Hraunbúðum og meðferðarheimilinu gefin heimilistæki

1995 Söfnun vegna snjóflóða í Súðavík styrkt • Bæklingur um gigt gefinn út og dreift í hvert hús • Söfnun vegna gigtarrannsókna • Kennarar kostaðir á námskeið vegna Lions Quest • Ungur maður styrktur vegna slyss • Hraunbúðum, sambýlinu og meðferðarheimilinu gefinn búnaður

1996

Ræðukeppni Hamarsskóla og Barnaskóla • Lions á Íslandi styrkir rússnesk barnaheimili • Meðferðarheimilinu, Hraunbúðum og sambýlinu gefin ýmis eldhússtæki

1997

Endurbætur á Arnardrangi fyrir Rauða krossinn • Vorhreinsun á Heimaey • Sambýlinu, meðferðarheimilinu og Hraunbúðum gefinn ýmis búnaður • Heimilsfólk á Hraunbúðum fékk jólagjafir

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 23
Perupökkun, Arnfinnur Friðriksson, Jóhannes Grettisson, Ágúst Óskarsson og Sigurður Alfreðsson.

1998

Mikil vinna við Arnardrang • Jólagjafir á Hraunbúðir, sambýlið og meðferðarheimilið • Nokkrar fjölskyldur styrktar fyrir jólin

1999

Leoklúbburinn Plútó stofnaður

• Heilsugæslustöðinni gefin heyrnarmælingartæki og þrýstimælir

• Kvöldskemmtun í boði Lions fyrir alla eldri borgara í tilefni árs aldraðra

• Ýmis búnaður gefinn á sambýlið, Hraunbúðir og meðferðaheimilið

• Fjölskyldur í erfiðleikum styrktar

• Jólatónleikar á Hraunbúðum með Lúðrasveit Vestmannaeyja • Tímamót helgað ári aldraðra gefið út

2000

Kennsluefnið Lions Quest endurgert til eflingar kennslu í FÍV • Fjölskylda styrkt til utanfarar með alvarlega veikt barn • Búhamar 38 valið jólahús og Túngata jólagata • Jólagjafir gefnar á Hraunbúðir, sambýlið og meðferðarheimilið

2001

Ungur drengur styrktur vegna hjartaaðgerðar í Bandaríkjunum • Endurbætur á Arnardrangi • Sambýlinu, meðferðarheimilinu og Hraunbúðum gefinn búnaður • Íþróttafélagið Ægir styrkt • Hólagata 21 valin jólahús og Illugagatan jólagata

2002

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Undirstöður fyrir útsýnispall í Stórhöfða steyptar, f.v. Sævar Þórsson og Hörður Pálsson.

styrkt • Margmiðlunardiskinum ,,spáðu í mig .... og þig” dreift á alla nemendur í 8. bekk • Íþróttafélagið Ægir styrkt • Meðferðarheimilinu, sambýlinu og Hraunbúðum gefinn ýmis búnaður • Sundlauginni gefin hjólastólalyfta • Birkihlíð 9 valin jólahús og Hólagata jólagata

2003

Byggðar tröppur niður í sundlaugina í samvinnu Lions, Eykyndils og

Jólagjafir afhentar á Hraunbúðum, f.v. Hörður Pálsson, Friðrik Harðarson, Sigurður Reimarsson. íbúi á Hraunbúðum, Ágúst Óskarsson, Hjálmar Brynjúlfsson og Sævar Þórsson.

Þroskahjálpar • Leikfélagið styrkt til kaupa á nýjum ljósabúnaði • Brunavarnarátak fyrir nemendur 3. bekkjar grunnskólanna • Sambýlið og Hraunbúðir studd • Nokkrar fjölskyldur styrktar fyrir jólin • Hólagata 33 valin jólahús og Austurvegur jólagata

2004

Rauða fjöðrin seld til styrktar langveikum börnum • Tekið á móti 14 unglingum frá 11 löndum á vegum alþjóðlegra unglingaskipta Lions • Fartölva keypt handa fötluðum nemanda • Sambýlinu gefin háþrýstidæla • Jólagjafir gefnar á meðferðarheimilið og Hraunbúðir • Vestmannabraut 11 valin jólahús og Litlagerði jólagata

2005

Bæklingum dreift til að kynna Medical Alert • Sólargluggatjöld á Hraunbúðir • Útsýnispallur byggður í Stórhöfða • Neyðaríbúð innréttuð í Arnardrangi • Flatir 10 jólahús og Illugagata jólagata

2006

Íþróttafélagið Ægir styrkt á Íslandsmót • Rafdrifinn skoðunarbekkur gefinn á Hraunbúðir • Matar- og kaffistell gefið á Sambýlið • Brunvarnir heimilanna kynntar nemend-

24 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

um í 3. bekk grunnskólanna og verkefnum dreift • Nokkrar fjölskyldur fengu jólaaðstoð • Heiðarvegur 32 valinn jólahús og Túngata jólagata

2007

Sérdeild Barnaskólans gefið sjónvarp, VHS og DVD tæki • Íþróttafélagið Ægir kostað á mót í Reykjavík

• Brunavarnir heimilinna endurtekið • Sjónverndarátak Lions styrkt • Blöðruskanni gefinn á Hraunbúðir

• Nokkrar fjölskyldur styrktar fyrir jólin • Húsið Helgafell valið jólahús

2008

Rauða fjöðrin seld vegna söfnunar fyrir leiðsöguhundum fyrir blinda • Lundaskoðunarhús byggt ofan á útsýnispallinn í Stórhöfða

• Jólagjafir gefnar á Hraunbúðir, meðferðarheimilið og sambýlið

• Matarkörfur gefnar heimilum í erfiðleikum • Heiðartún 1 valið jólahús

2009

Endurhæfingadeild HSU gefin tvö þrekhjól • Meðferðaheimilinu, sambýlinu og Hraunbúðum gefnar jólagjafir • Jólaaðstoð í samstarfi við fleiri féagasamtök • Vorhreinsun Vestmannaeyjabæjar

2010

Blóðmælingatæki og fylgihlutir gefin á bráðamóttöku HSU • Jólaaðstoð til fjölskyldna og einstaklinga

• Jólagjafir gefnar á sambýlið og Hraunbúðir • Blóðsykursmæling í Apótekinu.

2011

Alhliða nuddtæki gefið á endurhæfingadeild HSU • Sambýlinu gefið gervijólatré með ljósaseríu og skrauti • Stórverkefni á Viktartorgi og gaf Lions 200 vinnustundir • Blóðsykursmæling í Apótekinu

2012

Göngugrindur og rápmottur gefnar á Hraunbúðir • Sambýlinu gefið efni og vinna við stækkun á sólpalli • Jólagjafir til heimilisfólks Hraunbúða og sambýlisins • Blóðsykursmæling á Apótekinu

2013

Slökkvilið Vestmannaeyja styrkt til tækjakaupa • Blóðsykursmæling í Apótekinu • Jólaaðstoð til fjölskyldna í samstarfi við Landakirkju

2014

Kvenfélagið Líkn styrkt vegna söfnunar fyrir sneiðmyndatæki á HSU • Gleðigjafarnir styrktir • Hraunbúðum gefnar fimm rápmottur • Kertaverksmiðjan styrkt • Jólagjafir á sambýlið og Hraunbúðir • Blóðsykursmæling í Apótekinu

2015

Málningarvinna við Arnardrang fyrir Rauða krossinn • Plokkdagurinn - vorhreinsun • Lestrarverkefnið Nesti og nýir skór • Öllum 6 ára börnum, bókasafninu og skólum gefnar bækur • Leikskólunum gefnar þrautir og leikir sem tengjast lestri og námsörvun • Gefin vinna við viðhald á sambýlinu • Blóðsykursmæling í Apótekinu • Sambýlinu gefin búsáhöld

2016

Fjölþjáfi ásamt fylgihlutum gefinn endurhæfingadeild HSU • Blóðsykursmæling í Apótekinu • Fjölskylda og einstaklingur styrkt vegna veikinda • Vorhreinsun á Heimaey

2017

Öll stór eldhústæki og heimilsbúnaður í nýtt eldhús Hraunbúða • Björgunarfélagi Vestmannaeyja gefið sjónvarp • Jólaaðstoð í samvinnu við fleiri líknarfélög • Blóðsykursmæling í Apótekinu

2018

Fjölþjálfi og æfingabekkur gefnir endurhæfingardeild HSU • Vorhreinsun á Heimaey • Sambýlinu gefin útihúsgögn • Öllum 6 ára börnum í Grunnskóla Vestmannaeyja gefnar bækur • Blóðsykursmæling í Apótekinu

2019

Sambýlinu gefinn búnaður í eldhús • Fatlaður einstaklingur fékk rafdrifinn hjólastól • Jólastyrkir afhentir • Rauða fjöðrin seld til styrktar Blindrafélaginu • Blóðsykursmæling í Apótekinu

2020 - 2021

Söfnun og vinna vegna augnlækningastofu á HSU • Stofan var vígð 1. október 2021 • Heildarkostnaður nam alls 35 milljónum króna • Blóðsykursmæling fór fram bæði árin 2020 og 2021

2022 - 2023

Slökkviliðinu gefnir tveir eiturefnabúningar • Vorhreinsun á Heimaey • Píeta samtökin styrkt • Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, nemandi í Grunnskóla Vestmannaeyja, sigraði í friðarveggspjaldakeppni Lions á Íslandi • Blóðsykursmæling í Apótekaranum og í Safnahúsinu • Alþjóðahjálparsjóður Lions styrktur vegna jarðskjálfta í Sýrlandi og Tyrklandi • Björgunarfélag Vestmannaeyja styrkt til tækjakaupa.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 25
Lionsmenn byggja sólpall fyrir Sambýlið f.v. Ágúst Óskarsson, Frosti Gíslason, Ingimar Georgsson, Gunnar Andersen og Arnar Andersen.

Fjallageiturnar, f.v. neðri röð Edda Angantýsdóttir, Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Hanna Júlíusdóttir. F.v. efri röð Elísabet Ruth Guðmundsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir, Dóra Kolbeinsdóttir, María Krist- jánsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Elín Eiríksdóttir og Margrét Ársælsdóttir.

Lionsferð á slóðir Skaftárelda 2009

FYRRVERANDI RÁÐHERRA

VAR LEIÐSÖGUMAÐUR

Ferðin hófst með siglingu með Herjólfi í Landeyjahöfn föstudag einn sumarið 2009. Þar beið rúta sem við höfðum til umráða næstu þrjá daga. Bílstjóri var Árni Oddsteinsson frá Úthlíð í Skaftártungu. Gist var á hótel Geirlandi í tvær nætur og eftir kvöldverð á föstudagskvöldi var farið niður í Skaftárstofu á Klaustri. Þar var leiðsögumaður okkar, Jón Helgason fyrrverandi ráðherra, sem ætlaði að fara með okkur daginn eftir um slóðir Skaftárelda. Þeir hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Við fengum að sjá nýgerða kvikmynd um eldana og vildi Jón að við fengjum betri sýn fyrir ferðalagið.

Fyrst var farið niður Landbrot og þaðan niður í Meðalland. Nesti var borðað við Langholtskirkju í Meðallandi. Því næst var farið yfir Kúðafljót og keyrt um Álftaver og Þykkvabæjarklausturskirkja skoðuð. Haldið var

Horft í gegnum hliðið á Geirlandi á Síðu. F.v. Georg Skæringsson, Guðný Björgvinsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Hörður Pálsson.

áfram sem leið liggur yfir Hólmsá við Hrífunes og keyrt um Skaftártungu og alla leið inn að bænum Skaftárdal. Þar fór Jón yfir söguna og þá miklu

eyðileggingu þar sem hraunið rann. Við Búland er merktur vegur um Fjallbaksleið nyrðri og komið var við í Hvammi. Einnig var farið að Snæbýli sem er síðasti bærinn í sveitinni áður en farin er Fjallabaksleið syðri. Úr Skaftártungunni lá leiðin yfir brúna á Eldvatni og var stoppað á Klaustri. Þar var gengið að Systrastapa og horft yfir á Eldmessutangann. Einnig var stoppað aðeins við Kirkjugólfið. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á Geirlandi og mikið fjör fram á nótt. Á sunnudeginum var keyrt austur í Fljótshverfi. Stoppað var við Foss á Síðu og gengið um Dverghamra. Þá var haldið austur að Lómagnúp og Núpstaður skoðaður. Um miðja dag var stefnan tekin til Víkur þar sem var stoppað og fólk fékk sér næringu. Þaðan var haldið í Landeyjahöfn. Þetta var frábær skemmti- og menningaferð.

26 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

Friðarveggspjaldakeppnin

MYND BJARTEYJAR ÓSKAR

FÓR Í ALÞJÓÐAKEPPNINA

Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988. Markmiðið með henni er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Lionshreyfingin á Íslandi styrkir keppnina og er hún opin grunnskólabörnum á aldrinum 11 til 13 ára. Á hverju ári er valið þema keppninnar til að kveikja í ímyndunarafli nemendanna. Tjáning, listrænt gildi og frumleiki eru þau þrjú viðmið sem notuð eru til að meta veggspjöldin á öllum dómstigum. Bréf eru send til allra skólastjórnenda og þeir hvattir til þátttöku í keppninni.

Síðustu þrjú ár hefur Grunnskólinn í Vestmannaeyjum verið með í keppninni og hefur þátttaka nemenda verið góð. Árið 2021 tóku 34 nemendur þátt í keppninni. Þema verkefnisins var, „We are all connected“ (Við erum öll tengd).

Dómnefnd á vegum Lionsklúbbs Vestmannaeyja sem var skipuð tveimur listamönnum og þremur félögum úr Lionsklúbbnum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans í keppnina á Íslandi.

Lionsmenn heimsóttu vinningshafann og afhentu henni viðurkenningu og kertaskreytingu og óskuðu til hamingju að hafa einnig unnið á landsvísu. Bjarteyju Ósk var sagt að myndir hennar yrðu framlag Íslands í alþjóðakeppnina og værum við Eyjamenn ákaflega stoltir af þessu flotta framlagi í keppnina.

Listræn systkini

Bjartey Ósk og Eyþór Addi Sæþórsbörn eru listræn systkini. Þau eiga ekki langt að sækja hæfileikana, eru börn Bjarteyjar Gylfadóttur listamanns og myndmenntakennara og Sæþórs Gunnarssonar bílamálara. Þetta haust tóku þau systkinin þátt í myndasamkeppni og eins og komið hefur fram vann Bjartey Ósk friðarveggspjaldakeppnina á Íslandi og mynd sem Eyþór Addi teiknaði er

Verðlaunamyndin. Þema keppninnar fyrir árið 2021/2022 var „We are all connected“ eða við erum öll tengd.

ein af þremur myndum nemenda í fyrsta bekk GRV sem prýða jólakort Vestmannaeyjabæjar þetta árið. Við Lionsmenn heimsóttum Grunnskólann í Vestmannaeyjum og færðum skólanum innrammað viðurkenningarskjal frá Lions og einnig ljósmynd af vinnings-

myndinni. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri tók á móti viðurkenningunni og var að vonum bæði glöð og stolt af sínum nemanda og lofaði því að koma myndunum fyrir á áberandi stað í skólanum, öðrum nemendum skólans til hvatningar.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 27
Listræn systkini Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Eyþór Addi Sæþórsson.

Ágúst Pálmar Óskarsson fær viðurkenningu frá félögunum í Lions.

Ágúst Óskarsson hefur staðið vaktina frá upphafi:

LIONSMAÐUR ÚT Í GEGN

Ágúst P. Óskarsson er einn 31 stofnfélaga Lionsklúbbs Vestmannaeyja sem stofnaður var formlega í apríl 1974. Ágúst er sá eini sem enn starfar í klúbbnum og er ekkert að hætta þótt hálf níræður sé. Hann minnist margra góðra stunda í hópi Lionsmanna en undirbúningur að stofnun klúbbsins var hafinn þegar byrjaði að gjósa á Heimaey 23. janúar 1973.

„Upphafsmaður var Birgir Indriðason sem var byrjaður að undirbúa stofnun Lionsklúbbs hér fyrir gos. Birgir, sem vann m.a. hér á Bílastöðinni var félagi í Lionsklúbbnum Baldri í Reykjavík, sem er móðurklúbbur okkar. Gosið setti allt í uppnám þannig að ekkert varð af stofnuninni fyrr en árið eftir, 1974. Birgir

hélt áfram þar sem frá var horfið og með honum var Georg Hermannsson, kaupfélagsstjóri og Lionsklúbbur Vestmannaeyja verður til,“ segir Ágúst.

„Það var einstök tilviljun að á sama tíma var varaforseti Alþjóða Lionshreyfingarinnar, Johnny Balboo, hér að skoða afleiðingar gossins. Var með okkur á stofnfundinum og nældi á okkur fyrsta Lionsmerkið,“ segir Ágúst en fleira merkilegt gerðist í heimsókninni. Þar var tekin ákvörðun um að Alþjóða Lionshreyfingin fjármagnaði uppbyggingu Sjúkrahússins sem var stórvirki.

Perukóngarnir

Ágúst var ásamt Arnfinni Friðrikssyni öflugur í perusölunni sem

ásamt jóladagatölunum var ein af aðalfjáröflunum klúbbsins framan af. „Lions á Íslandi stóð fyrir hvoru tveggja og sendi það magn sem við báðum um. Í perusölunni var þetta eins og heildverslun, magnið var það mikið. Það hjálpaði að fyrst eftir gos var engin perusala í búðunum. Tíu perur voru í pakka, misstórar og svo var gengið í hús. Flestir keyptu og kom fyrir að við skiptum um perur fyrir fólk,“ segir Ágúst en þeir Arnfinnur gengu lengra.

„Við Finnur vorum alltaf saman og tókum upp á því að fara í fyrirtækin og bjóða perur. Töluðum við rafvirkjana sem urðu að fá leyfi frá æðsta valdinu. Þeir töluðu við forstjórana og leyfið fékkst. Rafvirkjarnir pöntuðu það sem þurfti,

28 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

perur af öllum stærðum og gerðum. Svo komu perurnar og magnið ekki lítið, í allar stöðvarnar og bræðslurnar. Nokkrir bátar keyptu líka af okkur og bærinn skipti við okkur. Fyrst þurfti að flokka og keyra út. Útbúa reikninga, láta rafvirkjann skrifa undir og svo í gjaldkerann. Það var töluverð vinna í kringum þetta en líka góður peningur.“

Eitt árið gáfu þeir félagar perusölunni frí og kom lítið inn þetta árið. Þeir voru ekki síður kröftugir í bæjarsölunni. „Ef enginn var heima komum við bara aftur. Það vantaði alla perur og það þýddi ekki að gefast upp,“ segir Ágúst sem er sáttur þegar hann lítur til baka eftir 50 ára starf í Lions. „Starfið hefur tekið nokkrum breytingum. Sölumennskan er farin úr starfinu en sjálft Lionsstarfið er það sama.“

Stalst á fundi

Frá 45 ára afmæli klúbbsins, f.v. Ingimar Heiðar Georgsson, Ágúst Pálmar Óskarsson og Bjarni Guðjón Samúelsson.

Ágúst sér ekki eftir því að hafa gengið í Lions. „Það er alltaf gaman. Fundir tvisvar í mánuði, léttir og skemmtilegir. Kom fyrir á vöktum í Fiskiðjunni að maður stalst á fund. Félagslíf var mikið, böll og ferðalög heima og erlendis. Eina verkið sem ég hef ekki tekið þátt í frá upphafi eru framkvæmdirnar í Stórhöfða. Nú er búið að ræsa út framkvæmdir á Hraunbúðum, karlarnir í skúrnum og verður byrjað á að hreinsa út á morgun. Auðvitað mætir maður. Ég er Lionsmaður út í gegn og á meðan ég fæ að vera með, mæti ég enda félagsskapurinn mjög góður. Og ég vil nota tækifærið til að þakka bæjarbúum fyrir samstarfið í þessa fimm áratugi. Án velvilja þeirra og fyrirtækja, þá gerðum við ekkert og vonandi heldur þetta samstarf áfram næstu áratugina,“ sagði Ágúst að lokum.

Sigmar afhendir Ágústi og Oddfríði Jónu, konu hans viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Ágúst var gjaldkeri 1 sinni, formaður í fjáröflunarnefnd 4 sinnum og stallari 12 sinnum.

Viðtal // Ómar Garðarsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 29
Ágúst Pálmar í ræðustól.

Sigmar Georgsson Lionsmaður

LIONS ER SLAGKRAFTUR TIL GÓÐRA VERKA

Ég geng í klúbbinn 1977, nýbyrjaður að vinna á Tanganum eftir níu ár hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja á Bárustígnum. Þar var Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri en hann var einn af stofnendum Lions í Vestmannaeyjum. Hann kom til mín niður á Tanga og segir; - ég var alltaf með í huganum að bjóða þér í Lions. Þótt þú sért kominn á Tangann eru alltaf sterkar taugar á milli okkar, sagði hann og bauð mér á fund,“ segir Sigmar Georgsson. Hann mætti, líkaði vel og sló til. Sigmar hefur síðan verið ein aðaldriffjöðrin í starfi Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Hann

hefur fimm sinnum verið formaður klúbbsins, ritari sex sinnum, einu sinni gjaldkeri og fimm sinnum formaður líknarsjóðs.

Lionsklúbburinn var fjölmennari en nú þegar Sigmar varð Lionsmaður. „Þá var þetta 50 manna klúbbur og biðröð eftir að komast inn. Fullt af flottum körlum eins og Tóti í Geisla, Finnur ökukennari sem þá var formaður, Óli Run, Þórður Rafn, Gulli á Gandí, Elli á Gjábakka, Trausti Jak, Gaui Stefáns, Engilbert Gísla og Sigmar Þór. Allt mjög öflugir karlar og líflegur hópur sem ég féll strax fyrir.“ Í mörgu var að snúast og Sigmar

nefnir helstu fjáraflanir, sölu á perum sem fóru í bílförmum og jóladagatölum sem var fastur liður í desember. Allt fór það til góðgerðarmála. „Við gáfum tæki á Sjúkrahúsið og Hraunbúðir. Vorum mikið á Sambýlinu og Búhamri meðferðarheimili. Á sambýlinu smíðuðum við sólpall og lagfærðum m.a. rennur og þakkassa og okkar framlag var vinnan. Vorum með krökkum í kofabyggingum, hellulögðum í kringum Ísfélagið og fengum góðan pening fyrir. Tókum Arnardrang alveg í gegn fyrir Rauða krossinn og fengum að launum miðhæðina til umráða á meðan

30 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Douglas X. Alexander, alþjóðaforseti, veitir Sigmari forsetaorðuna fyrir störf sín við fjáröflun fyrir nýja augnlæknastofu á HSU.

Lionsklúbburinn lifir,“ segir Sigmar. Fram að því höfðu þeir verið á hrakhólum með fundaraðstöðu. Fengu inni í Alþýðuhúsinu, Oddfellow, Hallarlundi, Akóges, í Básum á Básaskersbryggju og hjá Félagi járniðnaðarmanna við Heiðarveg. „Frá 1988 höfum við verið í Arnardrangi en vinnan þar stóð í þrjú til fjögur ár en var vel þess virði.“

Barátta við kerfið

Af öðrum verkefnum nefnir hann framkvæmdir í Stórhöfða og bætt aðgengi fyrir fatlaða í sundlauginni. „Þegar sundlaugin var opnuð gáfum við öll fleytitæki og lyftu fyrir fatlaða til að hífa þá út í laugina sem var endurnýjuð þegar tröppurnar voru klárar. Við höfum unnið að vörnum gegn sykursýki og sjónvernd. Það er staðreynd að sykursýkismælingarnar hafa bjargað mannslífum.“

Af hverju ertu stoltastur? „Verkefnið í sundlauginni var mjög vel heppnað en augnlæknastofan er kannski það stærsta. Tók í heild tvö ár og mikil þrjóska í því máli. Það var unnið á móti okkur og kerfið var hrikalega erfitt en söfnun innanbæjar gekk mjög vel. Voru allir tilbúnir í að styrkja okkur og vera með. Sérstaklega Kvenfélagið Líkn sem kom mjög sterkt inn. Hjörtur Kristjánsson er upphafsmaðurinn og hvatti okkur áfram.“

Sigmar nefnir líka málefni aldraðra sem klúbburinn tók að sér í nokkur ár. „Við vorum bakhjarlar Félags eldri borgara þegar það var stofnað. Buðum fólkinu í rútferð og á kaffihús á eftir. Héldum kvöldskemmtanir á Hraunbúðum og fengum Lúðrasveitina til að skemmta. Við gáfum þrisvar út blaðið Tímamót sem var bara um málefni aldraðra.“

Sala á Rauðu fjöðrinni er fastur liður á fjögurra ára fresti. Þá er gengið í hvert hús á landinu í söfnunarátaki fyrir Lionshreyfinguna á Íslandi. Safnað var fyrir línuhraðli fyrir Landspítalann sem gagnast við krabbameinsrannsóknir. Síðast var safnað fyrir leiðsöguhundum fyrir sjónskerta. Lions leggur líka til Alþjóðahjálparsjóðsins sem lagði til andvirði 20 til 25 íbúðarhúsa í Sjúkrahúsið eftir gos.

„Þetta er bara svo góður félagsskapur,“ segir Sigmar þegar hann er spurður um sjálft félagsstarfið. „Það er bannað að ræða pólitík og trúmál á fundum og maður fær svo mikla

Íris Róbertsdóttir og Sigmar Georgsson með fána Lionsklúbbs Vestmannaeyja, fána Alþjóðahjálparsjóðsins og fána Alþjóðaforsetans Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur í tilefni af ákvörðun sjóðsins að koma með helming fjármagns í augnlæknatækin.

vináttu og félagsskap. Þekkjumst vel og stóru verkefnin og ferðalögin tengja okkur enn frekar saman. Öllum þykir okkur gott að eiga hauka í horni.“

Starfað til góðs Fundir eru tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. „Þar njótum við þess að vera í tryggu húsnæði. Í upphafi vorum við 50 en í dag 25 og erum fæddir á árunum 1941 til 1973. Ágúst Óskarsson er elstur, einn sá virkasti og alveg ódrepandi. Fækkun á sér ýmsar skýringar og ein er minni áhugi á félagastarfi hjá yngra fólki. Það var meiri kraftur í þessu áður, tvö böll á ári, jólahlaðborð og þorrablót. Í dag er ekki ballfært en það var mikið líf lengi framan af,“ segir Sigmar og er sáttur þegar litið er til baka.

„Við sem höfum starfað saman í Lionsklúbbi Vestmannaeyja höfum að mínu mati borið gæfu til að koma mörgum góðum verkum til leiðar fyrir samfélagið okkar. Þar má ekki síst þakka samheldni og góðum vinskap okkar félaganna og höfum við alltaf verið frekar hæverskir með verkefnin okkar. En ég tel að við höfum ástæðu til að bera höfuðið hátt og vera sáttir í hjarta okkar með það sem við höfum í krafti Lions lagt til samfélagsins og annarra góðra verkefna á þessum 50 árum.

Ef ég horfi til klúbbsins míns þá eru böndin þar milli manna sterk og með árunum hafa þau styrkst. Eftir því sem böndin styrkjast verður slagkraftur til góðra verka meiri.“

Viðtal // Ómar Garðarsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 31

Rauða fjöðrin – Sameiginlegt verkefni fjórða hvert ár

SÖFNUÐU FYRIR SJÖ

LEIÐSÖGUHUNDUM

Sala á Rauðu fjöðrinni er sameiginlegt verkefni Lionsklúbbanna fjórða hvert ár. Þetta átaksverkefni Lions hefur styrkt kaup á augnlækningatækjum fyrir alla landsfjórðunga, einnig sérhæfðum tækjum fyrir háls-, nef- og eyrnadeildina á Landspítalanum, uppbyggingu á tannlæknaþjónustu og kaup á línuhraðli fyrir krabbameinsdeildina á Landspítalanum svo nokkur dæmi séu nefnd.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur fengið nemendur í sjöunda bekk Grunnskóla Vestmannaeyja í lið með sér við að ganga í hús og selja rauðu fjöðrina. Við Lionsmenn stöndum vaktina í matvörubúðum.

Átaksverkefnið árið 2022 var að safna fyrir sjö leiðsöguhundum fyrir blinda. Lionsmaðurinn Bergvin Oddsson var í forsvari fyrir söfnuninni í Eyjum og var í góðu samstarfi við Kolbrúnu Sól Ingólfsdóttur verkefnafulltrúa hjá grunnskólanum. Bænum skiptu þau upp í 15 sölusvæði og voru tveir nemendur með minni svæðin og þrír til fjórir með stærri sölusvæðin.

Gríðalega góð mæting var frá skólanum og gengu öll svæðin út til sölufólksins. Haldinn var góður fræðslufundur með nemendunum og var verkefnið vel útskýrt svo og samstarfið við Blindrafélagið. Takmarkið var að safna á öllu landinu 35 milljónum króna til að fjármagna kaup á sjö leiðsöguhundum fyrir félagið. Gríðalegur áhugi var hjá öllum krökkunum og voru þau ákveðin í að selja allar fjaðrirnar fyrir Lions. Hver hópur fékk umslag með sínu hverfi og dós með fjöðrunum og einnig bankainnleggsmiða merkta söfnun Rauðu fjaðrarinnar ef fólk væri ekki með handbæra peninga eða enginn heima.

Öflugir bæjarmiðlar

Bæjarfjölmiðlarnir Tígull og Eyjar. net gerðu verkefninu góð skil og greindu frá þátttöku skólakrakk-

Nemendur 7. bekkjar GRV sáu um söluna í Vestmannaeyjum.

anna. Einnig báðu þeir bæjarbúa að taka vel á móti sölufólkinu sem væri að gera frábæra hluti. Þá hvöttu fjölmiðlarnir almenning að taka þátt í söfnuninni og birtu bankaupplýsingar svo fólk gæti lagt inn á söfnunarreikninginn beint. Það er frábært að eiga svona fjölmiðla sem sýna í verki frábæran stuðning við stór verkefni sem þetta.

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Blindrafélagsins stendur á gömlum

merg enda hefur hreyfingin stutt við blinda og sjónskerta með myndarlegum hætti víðsvegar um heiminn í liðlega 100 ár. Í landssöfnun Rauðu fjaðrarinnar var það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kom mun meira að verkefninu með virkari þátttöku en í fyrri söfnunum, enda þörfin brýn. Söfnunin er upphafsátak í þriggja ára verkefni Blindrafélagsins um fjölgun leiðsöguhunda.

32 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Sigmar Georgsson , Oddur Bjarni Bergvinsson kominn með merki og götur, Bergvin Oddsson skipulagði söluna og Arnar Andersen formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja.

TIL HAMINGJU MEÐ 50 ÁRIN

Mars ehf Síon ehf BÍLAVERKSTÆÐI Harðar&Matta HJÁLMAR BRYNJÚLFSSON RAFVERKTAKI Í VESTMANNAEYJUM

SVÆÐISSTJÓRAR ÚR OKKAR HÓPI

Sendum

Lionsklúbbi Vestmannaeyja

árnaðaróskir á 50 ára afmælinu

34 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Fjórum sinnum hafa félagar í Lionsklúbbi Vestmannaeyja skipað stöðu svæðisstjóra á svæði fjögur, Suðurlandi. Þeir eru Arnfinnur Friðriksson, Sigurður Guðmundsson, Ingimar Heiðar Georgsson og Sigmar Georgsson. Sigurður Guðmundsson og Arnfinnur Friðriksson. Bræðurnir Sigmar og Ingimar Heiðar Georgssynir.

Tók þátt í ungmennaskiptum Lions 1987

KANADAFERÐ SEM

BRÚAÐI BIL MILLI LANDA

Það var bankað var upp á að Birkihlíð 7 að kvöldi dags snemma árs 1987. Fyrir utan stóð Sigmar Georgsson sem ég þekkti vel sem Simma á Tanganum. Hann kynnti sig sem fulltrúa Lions hreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Erindið var að bjóða mér, af hverju mér er mér ennþá hulin ráðgáta, að taka þátt í ungmennaskiptum á vegum Lions um sumarið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar í ljós kom að þetta verkefni væri alþjóðlegt og ég því á leið í ferðalag til útlanda. Það væri ofsögum sagt að ég hafi ferðast mikið út fyrir landsteinana á þessum tíma og aldrei einn. Þetta hljómaði allt eins og tónlist í mínum eyrum.

Ekki minnkaði spennan þegar ég fékk kynningarefni um verkefnið og í ljós kom að ég gæti valið á milli fjölda landa. Á listanum voru öll Norðurlöndin, flest Vestur-Evrópulöndin og svo Bandaríkin og Kanada. Það sem réði að lokum vali mínu, að fara til Kanada, var einfaldlega sú tilfinning mín að það væri það land sem ólíklegast væri að ég ferðaðist til á eigin vegum í framtíðinni. Ég get alltaf skotist til Frakklands eða Ítalíu, hugsaði ég, fullviss um að ég ætti eftir að fara víða á komandi árum.

Til þessara landa hef ég þó enn ekki komið.

Verkefnið snerist um að koma saman ungu fólki á aldrinum 16 til 20 ára og leyfa því að kynnast, annars vegar hvert öðru og ólíkum bakgrunni og uppruna og hins vegar að kynnast daglegu lífi og störfum fólks í því landi sem heimsótt var.

Tíu dagar í tjaldbúðum með öllum krökkunum og leiðbeinendum frá Lions og svo tíu dagar á heimilum tveggja Lions manna og fjölskyldna þeirra.

Eiginlega óraunverulegt

Ferðalagið út er eftirminnilegt. Að ferðast einn í fyrsta skipti, flug til New York og þaðan til Detroit þar sem ég var sóttur og keyrt yfir landamærin til Ontario í Kanada. Að stíga út úr flugstöðinni í Detroit var eiginlega áfall. Gríðarlegur hiti og mengun í þessari miklu bílaborg var eins og högg í andlitið. Þetta var eiginlega óraunverulegt fyrir lítt sigldan ungling frá Eyjum.

Að vakna svo á ókunnu heimili í Ontario við það að heimilisfaðirinn

var kominn með morgunverð sem var sóttur á McDonalds var eitthvað sem ég náði eiginlega ekki utan um. Svo var komið að því að fara og hitta alla hina þáttakendurna í tjaldbúðum í bænum Mt. Brydges í Ontario fylki.

Enginn lúxus

Veran í tjaldbúðunum var viðburðarrík, áhugaverð og á köflum erfið. Hitinn var um 32 gráður alla daga og mikill raki, sem varð til þess að gisting í tjaldi var allt annað en lúxuslíf. Við fórum í allskonar kynnis- og skoðunarferðir og sá ég meðal annars Niagara fossana, kynntist tóbaksrækt og lærði um menningu frumbyggja Kanada. Leikir, þrautir, íþróttakeppnir, varðeldur, sögur og fróðleikur um heimkynni hvers annars létu þessa 10 daga líða hratt.

Í hópnum voru krakkar frá tólf löndum alls staðar að úr heiminum, m.a. frá Japan, Mexíkó, Norðurlöndunum, Sviss, Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada. Það sem gerði þetta frábrugðið því að fara til dæm-

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 35
Geir Reynisson í efri röð lengst til hægri, með hluta af félögunum í Lionsbúðunum. Greinarhöfundur, Geir Reynisson.

is á alþjóðlegt fótboltamót eins og ég hafði gert áður, var að ekkert eitt tengdi okkur saman, annað en að vera ungt fólk með öllu sem því fylgir. Áhugamálin og bakgrunnurinn var allskonar.

Kvöddumst með tárum

En það er einmitt það sem þetta snerist allt um. Að kynnast ólíku fólki og skilja að í grunninn erum við öll eins. Að vera saman í hita og raka án þeirra þæginda sem við áttum að venjast þjappaði hópnum hratt og örugglega saman. Eftir viku vorum við eins og ein stór fjölskylda.

Kveðjustundin var ansi mögnuð og einkennilegt að horfa á fólk sem hafði aðeins þekkst í svo stuttan tíma, kveðjast með tárin í augunum. Í dagbók sem ég skrifaði segir um þennan dag: „Hvílík kveðjustund. Við hefðum aldrei trúað að við ættum eftir að kynnast svo vel á aðeins tíu dögum og það var allt annað en auðvelt að kveðjast, vitandi það að líkurnar á að við myndum nokkurn tímann hittast aftur voru nánast engar.“

Við tók dvöl á tveimur heimilum þar sem Lions menn tóku vel á móti mér. Heimilin hefðu líklega ekki getað verið ólíkari. Annars vegar hjá hjónum með uppkomin börn, risastórt hús þar sem þrjár glæsikerrur stóðu í hlaðinu og traktor til að slá landareignina. Hins vegar hjá hjónum með tvö ung börn á gömlum bóndabæ þar sem fólkið var rétt að koma undir sig fótunum.

Á báðum stöðum leið mér vel og ég fékk að kynnast lífi fólksins. Var boðið með í grillveislu þar sem var grillaður heill grís og á ball í risastórri skautahöll. Ég heimsótti stærsta skemmtigarð Kanada, reri um ár og vötn á kanó ásamt því að kynnast siðum og venjum þessa yndislega fólks.

Enn í dag er ég í samskiptum við aðra fjölskylduna og draumurinn er

að geta heimsótt þau aftur eða tekið á móti þeim hér heima.

Takk fyrir mig

Það er einkennilegt til þess að hugsa í dag á tímum þar sem samskipti milli heimsálfa eru minnsta mál með tækni sem maður gat ekki látið sig dreyma um í þá daga, að ég hringdi aðeins einu sinni heim á meðan á þessari dvöl minni stóð. Það var til að athuga hvernig stemmning væri á þjóðhátíð.

Heimferðin var svo að mestu tíðindalaus fyrir utan að tollverðir á Keflavíkurflugvelli höfðu mikinn áhuga á að skoða töskuna mína eftir gegnumlýsingu. Kom í ljós að tóbakslauf, sem ég hafði tekið með mér sem minjagrip, leit í gegnumlýsingunni út eins og eitthvað annað sem þeim fannst í meira lagi grunsamlegt.

Að lokum vil ég þakka Lionshreyfingunni fyrir að gefa mér tækifæri til að upplifa þessa ferð. Hún er ógleymanleg og náði svo sannarlega markmiði sínu; að leiða saman ungt fólk til að kynnast og brjóta niður múra milli ólíkra menningarheima.

Takk fyrir mig og til hamingju með afmælið!

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 37
Einn orginal á mótinu með Pepsi í hendinni. Allur hópurinn saman í Lionsbúðunum. Geir hjá annarri fjölskyldunni sem hann dvaldi hjá. Hjón með uppkomin börn.

JÓLAHÚS FRÁ ÁRINU 2000

Val á jólahúsi í Vestmannaeyjum hefur verið samstarfsverkefni Lionsklúbbs Vestmannaeyja og HS veitna óslitið frá árinu 2000. Húseigendum er afhentur verðlaunaskjöldur og fá rafmagnsreikninginn í desember verulega niðurgreiddan.

Ár: Jólahús :

2000 Búhamar 38

2001 Hólagata 21

2002 Birkihlíð 9

2003 Hólagata 33

2004 Vestmannabraut 11

2005 Flatir 10

2006 Heiðarvegur 32

2007 Helgafell

2008 Heiðartún 1

2009 Búhamar 31

2010 Draumbær

2011 Hrauntún 16

2012 Höfðavegur 43 C

2013 Hólagata 36

2014 Illugagata 32

2015 Birkihlíð 9

2016 Smáragata 1

2017 Hásteinsvegur 21

2018 Stuðlaberg

2019 Brattagata 16

2020 Hrauntún 16

2021 Birkihlíð 4

2022 Vesturvegur 11 B

2023 Búhamar 12

38 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Hjónin í Draumbæ, Margrét Íris Grétarsdóttir og Einar Hallgrímsson, fengu viðurkenningu fyrir Jólahúsið 2010 og hér taka þau við viðurkenningunni. F.v.: Erlingur Einarsson, Sævar Þórsson, Sigurjón Ingólfsson frá HS Veitum og Margrét og Einar. Hrauntún 16, sem er í eigu hjónanna Arnars Ingólfssonar og Margrétar Steinunnar Jónsdóttur var Jólahúsið árin 2011 og 2020. F.v.: Margrét, Arnar, Ægir Ármansson, Sigurjón og Sigmar Georgsson.

Var einn af stofnendum Lionsklúbbsins 1974

LÍKNARSTARF KLÚBBSINS STENDUR UPP ÚR

Lionsklúbbur Vestmannaeyja er eitt af þeim mörgu félögum sem ég hef verið meðlimur í og á góðar minningar um,“ segir Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður og fyrrverandi skipaskoðunarmaður. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Vestmannaeyja árið 1974. „Lions var afskaplega góður félagsskapur og skemmtilegur. Ég eignaðist góða félaga og vini í Lions og það var gott að taka þátt í því góða starfi sem Lionsmenn stóðu fyrir. Það var strax mikill kraftur og áhugi á starfi klúbbsins undir stjórn Birgis Indriðasonar, fyrsta formannsins, og þeirra sem á eftir komu. Allar götur síðan hefur Lionsklúbbur Vestmannaeyja gert ótal margt gott fyrir bæjarbúa og ekki síður okkur sem höfum starfað í þessu góða félagi. Fundir voru yfirleitt skemmtilegir og fræðandi. Það gaf líka mjög mikið að geta hjálpað þeim sem áttu í erfiðleikum vegna veikinda og annars. Það held ég að hafi verið ástæða þess að við gerðumst Lionsmenn.“

Sigmar var siðameistari klúbbsins 1975-1976, varaformaður 1979-1980 og formaður 1980-1981. Hvað gerir siðameistari?

„Það er fyrst og fremst að sjá um að farið sé eftir reglum klúbbsins. Mér fannst nú reglurnar ekki mjög stífar en það þurfti að fylgja þeim,“ segir

F.v.

Sigmar. Venjan í Lions er að hverju embætti sé gegnt í eitt ár og þá ganga menn gjarnan upp í annað embætti. Hann var einnig um tíma í stjórn líknarsjóðs Lionsklúbbsins ásamt tveimur öðrum klúbbfélögum. Studdu marga sem stóðu höllum fæti Líknarsjóður Lions fékk ábendingar um hverjir stóðu höllum fæti fjárhagslega. Stjórn sjóðsins annaðist úthlutun styrkja til þeirra bágstöddu og var það gjarnan gert í aðdraganda jóla. Farið var heim til viðkomandi og afhentur fjárstyrkur sem munaði um. Algjör trúnaður gilti um þessar úthlutanir og nöfn þeirra sem fengu styrk voru aldrei nefnd utan stjórnar líknarsjóðsins.

„Ég man vel hvað það voru margir sem voru virkilega illa staddir peningalega vegna veikinda og annarra erfiðleika og þurftu á hjálp að halda. Það er gott fyrir sálina að hjálpa bágstöddum,” segir Sigmar.

Þegar Sigmar starfaði í Lions var perusala ein helsta fjáröflunarleiðin. Klúbbfélagar útbjuggu pakka með blöndu af ljósaperum í algengum styrkleikum. Síðan var gengið í hús og seldar perur. Einnig voru seld jóladagatöl og jólakort sem klúbburinn gaf út. Þá var Rauða fjöðrin seld fjórða hvert ár. Ein eftirminnilegasta fjáröflunin voru sjóróðrar Lionsmanna á Dala-Rafni VE og Kap II VE. Andvirði aflans rann allt til líknarmála.

„Þetta var áður en fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á,” segir Sigmar. Hann rifjar upp róður á Dala Rafni VE undir stjórn Þórðar Rafns Sigurðssonar skipstjóra og Lionsmanns. „Við fiskuðum mjög vel og þessi róður styrkti líknarsjóð klúbbsins svo um munaði. Í áhöfn voru vanir sjómenn, rafvirki, vélvirki, lögfræðingur, kaupfélagsstjóri og bílstjóri. Ekki

munstraðir á bátinn. Þetta væri ekki hægt í dag með öllum þeim boðum og bönnum sem nú gilda um fiskveiðar.”

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 39
veit ég hvort við vorum Sigmar Þór Sveinbjörnsson. Sigmar Þór Sveinbjörnsson segir frá blaðaútgáfu á 10 ára afmæli Lionsklúbbsins. Hann er búinn að setja blaðabunka á öll borð og miða með götum og blaðafjölda í hverfin og biður menn að taka með sér og koma í hús sem fyrst. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Gísli Þorsteinsson, Gísli Eiríksson og Elías Gunnlaugsson.

Trollið tekið og ágætis hal hjá Þórði Rafni skipstjóra. Allir hjálpuðust að við að koma aflanum um borð og gekk það mjög vel þótt ekki væru allir vanir sjómenn. Rjómablíða var og ekki hægt að vera sjóveikur.

Lionsmenn voru vakandi fyrir verkefnum sem gátu orðið til góðs fyrir bæinn. Sumum var hrint í framkvæmd en öðrum ekki. „Eitt sinn ætluðum við að lagfæra legsteina í kirkjugarðinum sem höfðu fallið á hliðina, skekkst eða skemmst af völdum vikurs sem kaffærði kirkjugarðinn í gosinu. Við héldum að það væri hið besta mál að lagfæra legsteinana fólki að kostnaðarlausu. En það var ekki svo einfalt. Við sóttum um leyfi til sóknarnefndar Landakirkju en hún gat ekki veitt okkur það. Okkur var góðfúslega bent á að við yrðum að fá leyfi frá aðstandendum þeirra sem hvíldu í kirkjugarðinum ef við vildum laga legsteinana. Þar með varð ekkert úr þessu verkefni.”

Öflugt félagslíf og skemmtilegt

Félagslífið í Lions var öflugt. Haldnar voru glæsilegar árshátíðir með skemmtiatriðum og dansi fram á nótt, virkilega flott böll og eftirminnileg. Sigmar telur að margir Lionsmenn og makar þeirra eigi sérstaklega góðar minningar frá þessum árshátíðum.

„Eitt var það í starfi félagsins sem seint gleymist. Það voru svonefnd

karlakvöld og við máttum bjóða karlkyns gestum. Þar var stundum drukkið einum of mikið sem hafði smáafleiðingar daginn eftir, en ég vil ekki segja meira um það,” segir Sigmar. Þess má geta að klúbburinn var einungis fyrir karla líkt og aðrir Lionsklúbbar á þeim tíma. Eigin-

konum Lionsfélaga var þó boðið á ýmsa viðburði svo sem árshátíðir, böll og í ferðalög. Sigmar segir að rætt hafi verið um að hleypa konum inn í klúbbinn en nokkrir félagar voru harðir á móti því. Síðar voru stofnaðir sérstakir kvennaklúbbar Lions.

40 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Árshátíð Í Alþýðuhúsinu 1977. F.v. Elías Gunnlaugsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.

„Klúbbfélagar í Lionsklúbbi Vestmannaeyja voru duglegir í útgáfustarfsemi fyrstu árin. Ég var með í að gefa út Tímamót, blað um málefni aldraðra í Eyjum sem við fengum mikið hrós fyrir. Þar vorum við nafni minn, Sigmar Georgsson, ritstjórar og var virkilega gaman að vinna með honum að þessu blaði. Fleiri blöð voru gefin út sem kynning

Árshátið í Alþýðuhúsinu 1978. Tvö ástfangin pör á dansgólfinu. F.v. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Marta Sigurjónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson.

á starfi klúbbsins. Ég var með í því nokkrum sinnum að gefa út heilræði sem pössuðu vel í vasa. Þar voru tíu heilræði og fylgdu auglýsingar eða styrktarlínur,” segir Sigmar.

Lionsklúbbururinn fór í nokkrar skemmtilegar rútuferðir upp á land. Sigmar segir að mikið hafi verið sungið og eitt vinsælasta lagið var Er ég kem heim í Búðardal.

„Við heimsóttum Lionsklúbb Akraness 16. júní 1978 og gistum á Bifröst. Akurnesingarnir buðu okkur í rútuferð og mat í Ferstiklu í Hvalfirði. Þar var boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi, mjög góður matur að okkur fannst. Það var mik-

ið sungið og forsöngvari var maður frá Akranesi sem var mjög góður í að halda uppi fjörinu. Þarna voru líka skemmtiatriði og þessi heimsókn var virkilega skemmtileg.”

En hvað stendur upp úr eftir árin í Lionsklúbbi Vestmannaeyja?

„Lionsböllin voru mjög skemmtileg og eins allar ferðirnar upp á land og samveran með félögunum,” segir Sigmar. „Það breytti mér heilmikið að taka þátt í starfi Lions. Mér finnst standa upp úr hvað mér leið vel yfir að geta, ásamt klúbbfélögum mínum, hjálpað bágstöddu fólki.”

Viðtal // Guðni Einarsson

Til hamingju með 50 ára afmælið!
Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 41
Sigmar Þór Sveinbjörnsson brýnir aðgerðarhnífinn í fjáröflunartúr.

SLÖKKVILIÐINU GEFNIR

TVEIR EITUREFNAGALLAR

Lionsmenn mættu á opnun nýrrar slökkvistöðvar 1. júlí 2022 og afhentu Slökkviliði Vestmannaeyja tvo eiturefnagalla að verðmæti um ein milljón króna. Þessir gallar eru sérstaklega ætlaðir til notkunar í mengunar- og eiturefnaslysum og eiturefnaköfun þegar slökkviliðsmenn þurfa aukna vernd gegn hættulegum eitruðum og ætandi efnum við störf sín hvort sem þau eru í gas- eða fljótandi formi. Þeir eru hins vegar ekki ætlaðir til notkunar í eldi eins og hefðbundinn eldgalli slökkviliðsmanna.

Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri segir þessi efni víða og þörfina fyrir galla eins og þessa mjög brýna. Hann segir sína menn hafa lent í atvikum þar sem þeir hafa þurft að nota svona galla m.a. í ammoníaks- og sýrulekum. Notkun á rafhlöðum eykst nú hratt m.a. í bílum og farþegaferjum en hætturnar sem því fylgja eru ekki að fullu komnar í ljós. Því er talið nauðsynlegt að slökkviliðið komi sér upp viðeigandi búnaði til að takast á við þessar hættur þegar – og ef þær koma. Bruni í rafhlöðum myndar flúrgas sem er mjög skaðlegt mönnum og umhverfi. Viðbrögð við mengunarog eiturefnaslysum eru lögum samkvæmt á herðum slökkviliðsmanna. Þennan búnað er því nauðsynlegt að eiga til að geta brugðist við þannig slysum.

Margar hættur

Hætturnar eru reyndar mismiklar og stórar eftir sveitafélögum en þessi efni eru ansi víða og því nauðsynlegt að hafa traustan og viðurkenndan hlífðarbúnað í þeirra störfum. Friðrik Páll segir að með þessum nýja búnaði verði slökkviliðiðið orðið nokkuð vel útbúið til að sinna öllum minniháttar aðgerðum sem og fyrstu aðgerðum í stærri tilvikum eða þangað til að þeim bætist frekari aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samningur um samstarf í málum sem þessum þeirra á milli var undirritaður nú fyrir skömmu. Friðrik Páll segir að kostnaðurinn við þessa tvo galla sé yfir einni

Ágúst Óskarsson, fyrrum slökkviliðsmaður afhendir slökkviliðsstjóra, Friðriki Páli Arnfinnssyni, gjafabréf upp á tvo eiturefnagalla að andvirði einnar milljónar króna.

Afhending á öflugum bílaklippum og við það tækifæri var Lionsmönnum leyft að prófa ýmsan annan búnað. F.v.: Ægir Ármannsson, Jóhannes Grettisson, Sævar Þórsson, Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri, Ingimar Georgsson, Stefán Jónsson varaslökkviliðsstjóri, Pétur Árnmarsson og Ágúst Óskarsson.

milljón króna og stuðningur Lionsklúbbsins því mjög mikilvægur. Hann færir Lionsmönnum bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf. Það var tilhlýðilegt að einn af stofnfélögum Lions, Ágúst Pálmar Óskarsson, afhenti slökkviliðsstjóra gallana tvo. Lionsklúbburinn gaf fyrir örfáum árum slökkviliðinu mjög öflugar

björgunarklippur. Friðrik Páll segir það algjör forréttindi að hafa svo velviljuð og öflug félagasamtök eins og Lions í bæjarfélaginu sem bjóða fram aðstoð sína við uppbyggingu á tækjakosti slökkviliðsins. Fyrir það er slökkviliðið óendanlega þakklátt, þar sem þetta er yfirleitt sérhæfður og kostnaðarsamur búnaður.

42 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

Heimsókn alþjóðaforseta Lions til Íslands

ÓSKAR PÉTUR OG SIGMAR HEIÐRAÐIR

Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrrum alþjóðaforseti Lions, hafði samband við Sigmar Georgsson formann Lionsklúbbs Vestmannaeyja á haustdögum 2021 og sagði honum að alþjóðaforseti Lions, Douglas X. Alexander, væri væntanlegur til Íslands. Hún vildi að Sigmar og undirritaður kæmu til Reykjavíkur til að taka á móti honum og vera með yfirstjórn Lions á Íslandi þegar þau fylgdu alþjóðaforsetanum í Íslandsheimsókninni. Ekki þurfti neitt að suða í okkur að fara til Reykjavíkur og vera með þessu góða fólki. Þess má geta að í rúmlega hundrað ára sögu Lions var Guðrún Björt fyrsta konan sem varð alþjóðaforseti Lions og Douglas X. Alexander fyrsti þeldökki alþjóðaforsetinn. Það var því nokkuð merkilegt að fá að vera viðstaddur þegar þau hittust. Douglas vildi fá að sjá hvernig Sjónlagstækin í Eyjum virkuðu og Sjónlag í Reykjavík þar sem Jónmundur Gunnar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri tók á móti okkur. Óskar Jónsson, augnlæknir sýndi Lionsfólkinu aðstöðuna og tæki og gat fólk spurt um notagildi þeirra. Í fundarsal Sjónlags var Douglas og

Guðrúnu sýnt hvernig tækin í Eyjum virkuðu. Þar var búið að undirbúa fund með Svetlönu Luchyk, starfskonu Sjónlags í Eyjum, Hirti Kristjánssyni lækni, Pétri Árnmarssyni og Ægi Ármannssyni frá Lions gegnum fjarfundarbúnað. Svetlana hafði tekið myndir af augum sem

komu upp á stórum sjónvarpsskjá. Tilkomumikið var að sjá þetta og ánægja viðstaddra var mikil.

Augnlæknastöðin í Eyjum sú þriðja besta Jónmundur var spurður að því hvaða augnlæknastofa á Íslandi væri fullkomnust og ekki stóð á svari frá Jónmundi. Hann sagði að miðað við tækjakost væri Sjónlag fremst, næst kæmi Landspítalinn og í þriðja sæti HSU í Vestmannaeyjum. Þannig að við Eyjamenn megum vel við una. Douglas X. Alexander veitti Sjónlagi Friðarveggspjaldið, en það er veggskjöldur sem fyrirtæki sem skara fram úr fá afhent frá alþjóðaforseta Lions. Næst var haldið í Lionssalinn í Kópavogi og þar var nokkur hópur fólks saman kominn til að hitta alþjóðaforsetann. Vegna Covid var komið upp fjarfundarbúnaði og félagar vítt og breitt gátu fylgst með athöfninni. Stuttar ræður voru fluttar og Douglas sagði m.a. í sinni ræðu að þegar hann hafi vaknað á hótelherbergi sínu kl. níu um morguninn hafi verið kolsvarta myrkur úti, sem vakti undrun hans.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 43
Sigmar Georgsson, Douglas X. Alexander og Óskar Pétur Friðriksson. Douglas X. Alexander alþjóðaforseti og Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrverandi alþjóðaforseti í heimsókn hjá Sjónlagi.

Douglas veitti viðurkenningar og heiðranir. Mér til mikillar undrunar heiðraði hann skrifara, sagði að það væri vegna þess hve duglegur ég væri að upplýsa hvað væri að gerast í klúbbnum hér í Eyjum. Sigmar Georgsson fékk heiðursmerki fyrir sitt starf í þágu Lions og fyrir hve vel honum hafi tekist að safna fjármagni til að koma upp augnlæknastofunni hér í Eyjum. Douglas er með hjarta í merkjum sínum, á þeim stendur Service from the heart (Þjónusta af hjarta).

Hátíðarkvöldverður með þjóðlegum mat

Yfirstjórn Lions á Íslandi bauð alþjóðaforsetanum, auk okkar Sigmars, í hátíðarkvöldverð í Fjörukránni í Hafnarfirði. Þjóðlegur matur var á boðstólum, humarsúpa í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og súkkulaðiterta með ís í eftirrétt. Starfsfólkið kom fram í víkingaklæðum eftir matinn og bauð Douglas mjöð að víkingasið. Var hann gerður að heiðursvíkingi. Mér virtist hann taka því vel og var hann ákaflega stoltur af viðurkenningunni.

Morguninn eftir var mætt í aðstöðu Björgunarsveitarinnar í Hafnafirði þar sem Lionsfólkinu og forsetanum voru sýndir leitarhundar og tæki og tól sveitarinnar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, heiðraði hópinn með nærveru sinni.

Félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar afhentu Björgunarsveit Hafnarfjarðar eina milljón króna í styrk. Eftir að gestir höfðu fengið sér nýbakaðar kleinur og kaffi var Rósu afhent Friðarspjald Lions og tveir félagar klúbbsins heiðraðir. Þeir þökkuðu fyrir sig með því að gera Douglas að Gaflara. Félagarnir komu með stóran söfnunarbjörgunarmann og gáfu Lionsklúbbnum en færðu forsetanum lyklakippu með samskonar björgunarmanni. Douglas var mjög ánægður að hafa fengið litla karlinn en ekki þann stóra. Fór mun betur í vasa.

Mætt á Bessastaði

Alþjóðaforsetinn mætti ásamt yfirstjórn Lions á Íslandi og mér á Bessastaði til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, klukkan 15.00 sama dag. Hann tók á móti okkur í móttökusal Bessastaða þar sem ég tók myndir af forsetunum saman og með hópnum. Þegar ég hafði lokið myndatökunni sagði Kristinn Hannesson við mig: Ég verð að mynda þig með forsetanum. Ég sagði nei, en ég vil láta mynda mig með forsetunum. Kristinn myndaði mig svo með forsetunum þremur.

Næst lá leiðin í veislusal Bessastaða þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Þar ræddu forsetarnir saman og Guðni sagði okkur frá því þegar hann var eitt sinn að koma úr sundlauginni á Álftanesi. Hann hafði sett sundskýluna og handklæðið í plastpoka á stýri hjólsins. Lét soninn setjast á bögglaberann og hjólað heim á

Svetlana Luchyk með tvo sjúklinga í Eyjum, þá Ægi Ármannsson og Pétur Ármarsson, og komin í samband við augnlækni hjá Sjónlagi í Reykjavík.

Bessastaði. Þegar þangað var komið var hópur fólks fyrir utan. Guðni bauð þeim góðan daginn. Farastjóri sagði við hópinn: „Má ég kynna fyrir ykkur forseta Ísland, Guðna Th.”. Þessi hópur karla og kvenna frá Texas í Bandaríkjunum var frekar vantrúaður á að þetta gæti verið forseti Ísland. Maður á reiðhjóli með barn á bögglaberanum og engan lífvörð, nei þetta gat ekki verið svo háttsettur maður.

Við vorum töluvert lengur hjá forseta Íslands heldur en gert var ráð fyrir í dagskrá. Við kvöddum hann

44 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Douglas X. Alexander veitir Óskari Pétri Friðrikssyni viðurkenningu fyrir frábært framlag til Lionshreyfingarinnar, Guðrún Björt Yngvadóttir aðstoðar. Alþjóðaforseti færir forseta Íslands ljónið, merki Lions.

með virktum og alheimsforseti Lions færði Guðna gjafir.

Veisluborð í haustkulda

Frá Bessastöðum var haldið í gróðurreit austan við Hafnafjörð, alveg upp við Helgafell. Reitur sem félagar í Lionsklúbbi Hafnafjarðar hafa umsjón með. Þeir alþjóðaforsetar Lions, sem heimsótt hafa Ísland, hafa gróðursett þar tré. Það er ákaflega skemmtileg hefð og er lítill skjöldur settur við hvert tré með nafni þess sem plantaði því. Þrátt fyrir haustkuldann og snjó yfir öllu höfðu félagarnir í Hafnafirði sett upp veisluborð með kræsingum. Douglas X. Alexander alþjóðaforseti Lions, gróðursetti sitt tré í hafnfirskri jörð og skilti hans var sett við. Douglas veitti einum félaga úr klúbbnum í Hafnafirði viðurkenningarskjal.

Þegar hér var komið við sögu kvaddi ég hópinn, þurfti að keyra austur í Landeyjahöfn og sigla heim til Eyja. Ég tók í hönd Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur og þakkaði henni fyrir mig og sagði að nú yrði ég að yfir-

gefa þetta góða fólk. - Þú skilar góðri kveðju til Lionsfélaga minna í Eyjum sem við berum svo mikla virðingu fyrir. Fyrir þann dugnað og þor sem einkennir klúbbinn og þann árangur sem þið hafið náð. Það er ástæða þess að við buðum ykkur Sigmari að koma í hásætið hjá okkur og fylgja Douglasi X. Alexander alþjóðaforseta.

Stoltur tók ég í hönd Douglas X. Alexanders og þakkaði fyrir mig. Þessi glaðlyndi maður brosti sínu breiðasta og þakkaði fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að þetta var ótrúlega

og skemmtileg ferð, þar sem ég litli Lionsmaðurinn úr Eyjum fékk að fylgja þessu góða fólki.

// Óskar P. Friðriksson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 45
góð Heimsókn á Bessastaði til forseta Íslands. F.v.: Kristinn Hannesson, Douglas X. Alexander, Anna Blöndal, Guðni Th. Jóhannesson, Sigfríð Andradóttir, Þorkell Cýrusson, Guðrún Björt Yngvadóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson. Óskar Pétur Friðriksson með þremur forsetum.

BÆTT AÐGENGI FYRIR

FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA

þróttamiðstöðin hefur frá upphafi fengið stórar gjafir frá Lionsklúbbnum. Við opnun sundlaugarinnar í Brimhólalaut gaf klúbburinn öll fleytitækin til sundkennslu. Hann hefur í tvígang gefið lyftubúnað fyrir hreyfihamlaða til að komast ofan í sundlaugina og vandaðan hjólastól. Þá var einnig gefin æfingadúkka til lífgunaræfinga fyrir starfsfólkið. Tröppur voru útbúnar ofan í sundlaugina norðanmegin árið 2003. Það var mikið og stórt verkefni sem kostaði hátt í þrjár milljónir króna. Að því stóðu þrjú félög og hafði Þroskahjálp í Vestmannaeyjum forgöngu um málið. Hún lagði 800.000 krónur í verkið, Slysavarnadeildin Eykyndill 600.000 krónur og Lionsklúbburinn kom með 900.000 krónur. Hann fékk síðan úthlutað 500.000 krónum í verkefnið úr söfnun Rauðu fjaðrarinnar, landssöfnun Lionshreyfingarinnar sem var helguð bættu aðgengi hreyfihamlaðra.

Verkefnið tókst frábærlega vel og voru stjórnendur og starfsfólk Sundlaugarinnar á einu máli um að þetta væri eitt merkasta framtak frjálsra félagasamtaka fyrir Íþróttamiðstöðina.

Frá vígslu, fulltrúar þeirra sem komu að verkefninu. F.v.: Sigmar Georgsson, Kristján Eggertsson, Ólafur Ólafsson, Guðríður Þorvaldsdóttir, Unnur Baldursdóttir , Elísabet Gunnlaugsdóttir, Þuríður Júlíusdóttir og Ingi Sigurðsson.

Framkvæmdir í gangi, f.v. Óskar Pétur Friðriksson og Vignir Guðnason framkvæmdastjóri Íþróttamiðstöðvarinnar.

46 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Í
Tröppurnar tilbúnar til notkunar. Bjarni Samúelsson við lyftuna sem reynst hefur vel.

Hörkuaðgerð eftir tíu tonna hal á Dala Rafni VE. Þórður Rafn í brúnni, Georg Tryggvason, Georg Hermannsson, Sigmar Þór og Þórarinn í Geisla á dekki.

Þórður Rafn Sigurðsson, skipstjóri og Lionsmaður

KARLAR SEM ALLTAF

VORU TIL Í SLAGINN

Það lá vel á Þórði Rafni Sigurðssyni, fyrrum skipstjóra og útgerðarmanni, þegar litið var við á skrifstofu hans sem um leið er eitt merkasta sjóminjasafn landsins. Þórður Rafn er einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Vestmanneyja. Oftast kenndur við skipin og bátana sem hann gerði út sem allir voru nefndir Dala Rafn og báru einkennisstafina VE 508. Undantekningin var Ölduljón ásamt fyrsta Dala Rafni. „Það var mjög öflugur hópur sem stofnaði klúbbinn, man ekki hvað við vorum margir en þarna voru ýmsir skemmtilegir gaurar,“ segir Þórður Rafn og nefnir nokkra, Adda bílstjóra, Inga Þórarins, Gauja Stefáns, Trausta Jak og Gústa Óskars sem enn er að.

„Þetta voru karlar sem alltaf voru til í slaginn og ein fjáröflunarleiðin voru róðrar, bæði eftirminnilegir og ekki síður skemmtilegir,“ segir Þórður Rafn. Fyrsta róðurinn fóru þeir á fyrsta Dala Rafni. „Það var held ég 1975 eða 1976. Eftirminnilegir eru nafnarnir Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri og Georg Tryggvason lögfræðingur bæjarins. Sigmar Þór var stýrimaður, Gústi Guðmunds vélstjóri og Þórarinn rafvirki kokkur.“

Alvöru trolltúr

Þetta var alvöru trolltúr, farið út á laugardagskvöldi, komið heim á sunnudagskvöldi og góður afli.

„Við fengum ein 15 tonn austur á Vík í fínasta veðri. Flestir höfðu

verið til sjós og þetta var skemmtilegur róður. Þeir óreyndu, Georg og Georg, stóðu sig mjög vel. Við byrjuðum á að fá tveggja tonna hal en í því næsta tíu tonn. Þegar við vorum að hífa það þriðja heyrði ég Georg lögfræðing segja við Georg kaupfélagsstjóra: „Ég get sagt þér að ef pokinn skýst upp eins og áðan fer ég að dæsa.“ Það voru þrjú tonn í og aflinn heil 15 tonn. Blandaður afli, þorskur, ýsa og ufsi.“

Allt gekk vel og þegar í land var komið mætti fullt af Lionsmönnum til að landa og ganga frá. Næsta ævintýri var netaróður með Einari á Kap II. VE. „Einar Ólafs og Gústi Guðmunds á Kap voru í Lions og lögðu til bátinn. Ég var stýrimaður en í allt vorum við 12 eða 13

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 47

karlar. Þetta var á fyrstu Kap, 100 tonna Austur-Þýska bátnum. Netin voru vestan við Eyjar, alveg vestur á Banka. Skínandi veður, drógum fjórar trossur, minnir mig. Allt voru þetta vanir menn þannig að allt gekk vel og aflinn ágætur.“

Næst var það handfæratúr á Ölduljóni VE sem Þórður Rafn átti um tíma. „Fórum á sunnudagsmorgni, eldsnemma og norðaustan stormur í Eyjum. Þeim leist ekkert á en ég sagðist ætla inn fyrir Eyjar og austur í Fjallasjó. Þeir voru alveg gáttaðir að ég skildi láta mér detta í hug að það væri logn í Fjallasjónum. Þegar þangað var komið vorum við í glaða sólskini og logni. Tveir eða þrír sólbrunnu, stóðu berir að ofan við handfærarúllurnar. Það var ekki mikill afli, eitt eða tvö tonn en skemmtilegur róður. Vorum einir 15 með jafnmargar rúllur. Þetta var svaka gaman.“

Aflinn fór beint í Fiskiðjuna. Klúbburinn fékk aflaverðmætið óskipt og hver einasta króna fór í hjálparstarf Lions. Það hefur munað um minna.

Í lúkarnum á Dala Rafni. F.v.: Georg Hermanns, Georg Tryggva, Þórarinn Sigurðsson og Þórður Rafn.

Ógleymanleg ferðalög

Ferðalögin eru líka ofarlega í huga Þórðar Rafns og nefnir hann þegar

Lionsklúbburinn í Vík í Mýrdal var heimsóttur. „Brandararnir flugu og í hópnum var Addi heitinn bílstjóri, alveg dýrlegur. Bráðskemmtilegur

Þýskalandsferð 1976, f.v. Þórður Rafn Sigurðsson, Ingigerður Eymundsdóttir, Elías Gunnlaugsson, Margrét Sigur- jónsdóttir, Ágúst Pálmar Óskarsson, Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, Dóróthea Einarsdóttir, Magnús Sigurðsson, Ingólfur Þórarinsson, Erna Tómasdóttir, Guðjón Stefánsson, Marta Sigurjónsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Ása Sigurjónsdóttir, Ágúst Þórarinsson og Guðrún Ingibergsdóttir.

48 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

maður þegar sá gállinn var á honum. Við gistum hjá Lionsfólki í Vík og þegar í ljós kom að Ingi Þórarins og Marta heitin ættu að gista hjá prestinum fannst okkur kjörið að lesa þau í sundur og presturinn gæfi þau saman á sunnudeginum. Þá heyrist í Adda úr næst aftasta sæti,ég vil vera vera slörsveinn.

Þegar talið barst að snyrtingu kvenna á neðra hársvæðinu tók Maggý í Kaupfélaginu að sér sýnikennslu. Maggý kunni að segja frá, mikið hlegið enda heilt leikrit hjá henni.“

Loks er það ferð til Þýskalands, að hann heldur 1988. Flogið var á Lúxemborg og dvalið í þrjár vikur í Hambachtal, stutt frá landamærunum, í nýjum skemmtigarði og sumardvalarstað. „Við vorum nokkuð mörg og tvenn hjón í hverjum bústað. Voru Jessý og Trausti með okkur í húsi. Þarna vorum við á sjómannadaginn og við Gústi Guðmunds sáum um morgunmat fyrir karlana í tilefni dagsins. Það átti að vera gott og konurnar sér. Morgunmaturinn var hafragrautur og á eftir bjór og kornvín. Um hádegi voru allir orðnir skröltrakir. Inga mín og Ása hans Gústa sáu um konurnar sem fengu líkjöra og fleira gott.“

Þarna dvöldu þau í þrjár vikur og notuðu tækifærið til að ferðast um Þýskaland. „Keyrðum Rínardalinn frá Koblenz til Mannheim. Ferð sem tók tvo daga og gistum við á hótelum. Ógleymanleg ferð og aðra fórum við og gistum í eina nótt. Fórum dagsferðir til Trier, Idar-Oberstein og fleiri þorpa í kring.“

Þau héldu þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hátíðlegan í Lúxemborg í hópi Íslendinga. „Villtumst reyndar á leiðinni. Stoppuðum og lögðum við hlustir, heyrðum íslenskan söng og runnum á hljóðið. Við heimsóttum líka barinn hans Valgeirs Sigurðssonar, Cockpit Inn. Það gekk ekki vandræðalaust. Brugðum á það ráð að senda Gústa í leigubíl sem leiddi okkur á réttan stað. Já, það var margt brallað og árin í Lions eru okkur Ingu (Eymundsdóttur) mikils virði,“ sagði Þórður Rafn að endingu. Þórður Rafn var formaður 2 sinnum, stallari 1 sinni og formaður í fjáröflunarnefnd 1 sinni.

Viðtal // Ómar Garðarsson

Sigling á Rín. F.v. Margrét Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, Marta Sigurjónsdóttir, Elías Gunnlaugsson og Þórður Rafn Sigurðsson standandi.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 49
Þórður við opnun sjóminjasafns hans að Flötum 23, í júní 2021. Á safninu má finna fjölda bátalíkana og á sjöunda hundrað safngripa sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Mynd: Tígull.is

Smíðasaga Lions í Stórhöfða

LUNDASKOÐUNARHÚS

OG ÚTSÝNISPALLUR

Jóhannes Grettisson Lionsfélagi bar upp á fundi snemma árs 2003 tillögu frá Margo Renner um að reisa útsýnispall austan í Stórhöfða til lunda-og náttúruskoðunar fyrir okkur Eyjamenn og þá sem heimsækja eyjuna okkar. Tillagan var samþykkt og fengum við Margo til aðstoðar við að sækja um styrki til Pokasjóðs verslunarinnar og Ferðamálaráðs til byggja pallinn. Beiðni okkar var hafnað hjá báðum. Rúmum tveimur árum síðar, í lok febrúar 2005, hafði fulltrúi frá Vestmannaeyjabæ samband og spurði hvort við hefðum áhuga á að smíða útsýnispall vestan í Stórhöfða, sunnan Klaufarinnar. Vestmannaeyjabær hafði önglað saman rúmum 300 þúsund krónum sem áttu að duga fyrir efniskostnaði. Bærinn lofaði að sjá um jarðvegsvinnu og flutning á efni. Galvaskir Lionsmenn mættu svo í byrjun maí 2005 með uppbrettar

ermar suður í Stórhöfða í sannkallaðri Vestmannaeyjablíðu, suðaustan smá golu. Eitthvað hafði vafist fyrir yfirmönnum bæjarins að koma skilaboðum til undirmanna sinna. Lítið um jarðvegsframkvæmdir og timburstafli enn úti við veg. Fyrstu tvö kvöldin fóru því í timburburð og jarðvegsvinnu og var grafið niður á klöpp fyrir undirstöðum. Að því loknu fórum við og sömdum um verulegan afslátt hjá Húsasmiðjunni.

Nutum mikils velvilja

Húsasmiðjan gaf á endanum nánast allt efni í pallinn, enda „góðæri“ á þessum tíma. Einnig gáfu Steini & Olli ehf. okkur steypu í undirstöður og Gummi Rikka tækjakall lánaði okkur tæki til að flytja steypuna að pallinum. Tækið komst reyndar ekki nema rúmlega hálfa leið og Lionsmenn sáu um að flytja steypuna í hjólbörum það sem eftir var, um 50

til 60 metra undan brekku nánast niður á brún. Pallurinn var síðan afhentur bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 28. maí 2005.

Bergur Ágústsson, þáverandi bæjarstjóri, tók við pallinum sem gjöf frá Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Húsasmiðjunni við hátíðlega athöfn suður í Stórhöfða. Eins og allir handverksmenn voru Lionsmenn afskaplega stoltir af sköpunarverkinu. Fóru margar ferðir suður í Stórhöfða til þess að olíubera pallinn og monta sig af smíðinni ef ferðamenn voru á pallinum. Aðallega voru þeir þó að reka sauðkindurnar af pallinum sem voru hæstánægðar með þessa fyrirmyndar salernisaðstöðu sem Lionsmenn færðu þeim.

Skjólshús fyrir fuglarannsóknir

Erpur Snær Hansen, starfsmaður Náttúrustofu Suðurlands, hafði samband í desember 2007 vegna aðkomu okkar að pallinum. Ætlunin var að byggja fuglaskoðunarhús á pallinum, en fyrir dyrum stóð viðamikil rannsókn á hegðun lunda og fleiri sjófugla við Vestmannaeyjar. Erpur mætti á fund og kynnti hugmyndina og flutti gott erindi um væntanlega rannsókn sem að hans sögn yrði mjög viðamikil. Fjöldi vísindamanna frá mörgum löndum kæmi að henni.

Hugmynd Erps var að Náttúrustofa Suðurlands sækti um styrk til byggingar á húsinu og gerð göngustígs með góðu aðgengi fyrir alla. Sótt var um styrk í sjóð til styrktar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þetta væri mótvægisaðgerð vegna skerðingar á fiskkvóta og einnig vegna þess að góðærið svokallaða átti frekar erfitt með að ná yfir helstu fjallvegi umhverfis höfuðborgina. Svar barst frá sjóðnum góða í lok mars 2008. „Beiðni Náttúrustofu Suðurlands um styrk til byggingar lundskoðunarskýlis, var samþykkt á síðasta fundi”.

50 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Fuglaskoðunarhúsið i Stórhöfða tekur á sig mynd. Lionsmenn smíðuðu pallinn og húsið.

Verkinu alveg að ljúka og menn setjast aðeins til að hvíla sig, f.v. aftar Arnar Andersen og Pétur Árnmarsson og fyrir framan f.v. Hörður Pálsson, Sævar Þórsson og Ingimar Georgsson.

Lionsmenn skunduðu þá til fundar við þáverandi bæjarstjóra, Elliða Vignisson, og kynntu honum hugmyndina. Við reyndum að kreista nokkuð margar krónur út úr bæjarsjóði, sem við hugðumst nota til lagningar göngustígs að pallinum og húsinu, en sjóðurinn hafnaði styrk til göngustígsins. Elliði ráðlagði okkur að senda bréf til umhverfisráðs Vestmannaeyjabæjar og skýra okkar mál.

Húsið hannað á staðnum

Fátt var um svör frá umhverfisráði en styrkurinn fyrir húsið var í höfn. Erpur Snær vildi helst fá húsið klárt fyrir vorið. Ekkert var að vanbúnaði að hefja framkvæmdir enda álitleg peningaupphæð í boði fyrir verkið. Enn og aftur brettu Lionsmenn ermar upp fyrir olnboga og hófu framkvæmdir í lok apríl. Byrjað var á að laga gólfið en upphaflega var pallurinn á tveimur hæðum. Þurfti því að hækka upp vesturhluta pallsins.

Húsið var hannað á staðnum og hömuðust Lionsmenn þrjú til fjögur kvöld í viku og flesta laugardaga undir vökulum augum sauðkindanna sem skildu lítið í þessu brambolti okkar. Byggingu hússins var lokið 2. júlí 2008 og Náttúrustofan fékk það afhent til notkunar. Greiðsla fyrir verkið barst reyndar ekki fyrr en í lok september 2008, skömmu fyrir hrun íslensku bankanna. Undirritaður vonar að greiðslan til Lionsklúbbs Vestmannaeyja hafi ekki sett bankana í þrot!

Erpur lofaði góðu partýi þegar húsið yrði formlega afhent. Það stendur enn upp á Erp að halda partýið sem verður vonandi seinna. Lundaskoðunahúsið suður í Stórhöfða varð einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er heimsækja eyjuna okkar.

Enn og aftur haldið á Stórhöfða Dagný Hauksdóttir, skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, hafði samband við undirritaðan þegar árið 2023 var nokkurra daga gamalt og óskaði eftir aðstoð okkar vegna hugsanlegra breytinga á lundaskoðunarhúsinu. Hún hafði fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar sótt um styrk til endurbóta á ferðamannastöðum víðsvegar í Vestmannaeyjum, þar á meðal á útsýnispallinum. Dagný bauð álitlega fjárhæð fyrir verkið og að efn-

iskostnaður yrði greiddur af Vestmannaeyjabæ. Erindið var lagt fyrir fund hjá klúbbnum 21. febrúar 2023 og samþykkt eftir fjörugar umræður. Óskað var eftir teikningum frá tæknideild bæjarins. Gróft uppkast kom ekki fyrr en í seinni hluta marsmánaðar. Hugmyndin var að pallurinn kæmi í beinu framhaldi af göngustíg, sem liggur að húsinu, meðfram norður- og vesturhlið hússins og endaði með nokkurs konar tröppusætum við suðurenda hússins. Vel var hugað að aðgengi fyrir alla. Gröftur fyrir undirstöðum og burðarvirki fyrir pallinn hófst á skírdag 6. apríl 2023. Stillt var upp og rétt af þannig að allt væri tilbúið fyrir steypu.

Þriðjudagurinn eftir páska var nýttur til efnisflutninga á svæðið. Næsta dag, 12. apríl, voru undirstöður við pallinn steyptar. Bærinn lánaði okkur vélhjólbörur svo hægt var að keyra steypu nánast að húsinu. Steypan var handlönguð í fötum síðustu metrana og unnu þar margar hendur létt verk.

Sumarið var tekið snemma þetta árið. Klukkan tíu að morgni sumardagsins fyrsta mættu átta vaskir Lionsmenn, hressir og kátir, og hófu smíði á útsýnispalli við lundaskoðunarhúsið. Vinnan gekk mjög vel þennan kalda fyrsta sumardag og unnum við framundir kvöld. Áfram var haldið laugardaginn 22. apríl og miðaði verkinu vel. Ákveðið

52 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Steypunni keyrt með rafmagnshjólbörum, f.v. Hörður Pálsson, Arnar Andersen og Hjálmar Brynjúlfsson. Fræknir Lionsmenn, f.v. Sævar Þórsson, Ingimar H. Georgsson, Gunnar Andersen, Hörður Pálsson og Arnar Andersen.

Byrjað að forma útlínur nýs útsýnispalls við fuglaskoðunarhúsið í Stórhöfða. F.v. Sævar Þórsson, Gunnar Andersen, Friðgeir Þorgeirsson, Ingimar Georgsson og Arnar Andersen.

var að loka gistirými sauðfjár undir húsinu en þar hafði sauðfénaðurinn komið sér vel fyrir. Var því var lokað alveg niður í jörð allan hringinn við lítinn fögnuð sauðkindanna. Þær sáu nú fram á lokun eina neyðarskýlisins á svæðinu.

Pása til að hreinsa bæinn Unnið var nánast öll kvöld næstu vikuna en við tókum okkur frí frá pallasmíði fram eftir laugardeginum 29. apríl. Við tókum þátt í hreinsunardeginum og hreinsuðum okkar svæði frá gömlu blokkinni við

Hástein og inn í Herjólfsdal. Þegar hreinsunarstörfum lauk bauð Vestmannaeyjabær upp á pylsur og gos á Stakkagerðistúninu. Við kallarnir þáðum það með þökkum. Þegar við höfðum sporðrennt góðgætinu var haldið suður í Stórhöfða og haldið áfram við smíðavinnuna fram á kvöld.

Þó nokkur fjöldi ferðamanna kom og kíkti á okkur, flestum leist mjög vel á framkvæmdina. Áfram var haldið á sunnudeginum og sást fyrir endann á verkinu en efnisskortur lét á sér kræla. Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur en þriðjudaginn 2. maí var mætt kl. 16.00. Efnið komið og var tekið til óspilltra málanna. Unnið var fram eftir kvöldi og pallurinn kláraður.

Við sendum skilaboð til Vestmannaeyjabæjar að morgni 3. maí 2023 þess efnis að pallasmíði í Stórhöfða væri lokið. Það er von okkar Lionsmanna að Vestmannaeyingar sem og aðrir sem heimsækja eyjuna okkar fögru njóti útsýnispallsins um langa framtíð. Kannski er eftir að uppfæra pallinn í fjórða sinn, tíminn einn mun leiða það í ljós.

Skrifað á haustdögum 2023

// Ingimar H Georgsson

TÍU HEILRÆÐI Í HVERT HÚS

Tíu heilræði var lítill bæklingur sem Lionsklúbbur Vestmannaeyja gaf út í mörg ár og var borinn út í öll hús. Þetta var hugmynd Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar sem hann stýrði af miklum dugnaði. Safnað var auglýsingum hjá fyrirtækjunum í bænum í bæklinginn og ágóðinn rann óskiptur í alþjóðahjálparsjóð Lions.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 53

Lionsferð á Snæfellsnes 2017

FRÁBÆR FERÐ, VEÐUR OG LEIÐSÖGUMAÐUR

Haustferðalag á Snæfellsnes var lengi á óskalistanum hjá okkur Lionsmönnum og lengi vel var erfitt að fá gistingu fyrir hópinn. Loksins árið 2017 fengum inni á Hótel Arnarstapa sem er nýtt og glæsilegt hótel og vel staðsett. Hópurinn fór með Herjólfi seinnipart föstudags og Helgi Helgason beið okkar í rútunni í Landeyjahöfn eins og oft áður. Fyrsta stopp okkar var í Hveragerði þar sem hópurinn fór á góðan veitingastað og fékk sér að borða. Síðan var rölt um bæinn og fengið sér að sjálfsögðu Kjörís í eftirrétt og haldið á Snæfellsnes.

Á laugardeginum var farið í góða skoðunarferð um Snæfellsnes og helstu ferðamannastaðir skoðaðir undir frábærri leiðsögn Ragnhildar Sigurðardóttur leiðsögumanns. Gengið var frá Arnarstapa að Hellnum og síðan var lagt af stað með Helga rútubílstjóra og komið við á Laugarbrekku skammt frá Hellnum og stoppað við minnisvarða Guðrúnar Þorbjarnardóttur, víðförlustu konu heims sem uppi var í kringum árið 1000.

Tækifæri kraftakarlanna Næsta stopp var við Svalþúfu. Ragnhildur gekk með okkur þaðan með ströndinni, fram hjá Lóndröngum og sagði okkur margar sögur

Í stafni Óla Sófus, hjónin Sævar Þórsson og Dóra Kolbeinsdóttir.

frá svæðinu. Farið var að vitanum á Malarrifi og síðan að Gestastofunni og hún skoðuð. Þaðan var farið með rútunni í Dritvík og Djúpalónssand. Kraftakarlarnir í hópnum reyndu sig við steinana amlóða 23 kg, hálfdrætting 54 kg, hálfsterkan sem er 100 kg og fullsterkan 154 kg. Ekki náðist að festa á filmu þegar kraftkarlarnir lyftu þremur þyngstu steinunum upp að brjóstkassanum. Ekki fyrr en þeir lögðu þá niður.

Haldið var að Saxhóli og því næst að Gufuskálum og gengið út í hraunið og fiskibyrgin skoðuð. Þaðan var farið á Hellissand, Rif, Ólafsvík,

Grundarfjörð og Stykkishólm og alls staðar stoppað og Ragnhildur jós endalaust úr viskubrunni sínum. Farið heimleiðis Vatnaleiðina og komið að Búðum, farið yfir sögu staðarins og aðeins kíkt á barinn. Um kvöldið sameiginlegur hátíðarkvöldverður á hótelinu.

Sunnudagurinn var tekinn með rólegheitum, stoppað aðeins í Borgarnesi og borðað í Mosfellsbakaríi. Síðasta stopp var á Hvolsvelli og fengið sér snarl áður en keyrt var niður í Landeyjahöfn. Frábær ferð, frábært veður og frábær leiðsögumaður. Snæfellsnes er algjör náttúruperla!

Aflraunasteinarnir á Djúpalónssandi settir varlega niður aftur! Ágúst Óskarsson, Hörður Pálsson og Pétur Árnmarsson fóru létt með steinana. Áhorfendur, Hörður Þórðarson, Arnar Andersen og Gunnar Andersen.

54 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Sætar stúlkur á bekk. Hanna Júlíusdóttir, Dóra Kolbeinsdóttir, Elísabet Rut Guðmundsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

SAMSTILLTUR OG ÖFLUGUR HÓPUR

Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri vann að stofnun Lionsklúbbs Vestmannaeyja fyrir 50 árum // Minnist áranna í Lionsklúbbi Vestmannaeyja með mikilli ánægju

Ég flutti til Vestmannaeyja undir lok gosársins og tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja. Eitt af mínum fyrstu verkum þar var að stjórna vörutalningu um áramótin,” segir Georg Valdimar Hermannsson. Hann kom frá Borgarnesi þar sem hann hafði verið yfirmaður verslunarsviðs Kaupfélags Borgfirðinga. Eiginkona Georgs er Helga Helgadóttir, sem fæddist að Hásteinsvegi 7 í Vestmannaeyjum og ólst hér upp. Foreldrar hennar voru Helgi Þorsteinsson vélstjóri og Hulda Guðmundsdóttir frá Hrafnagili. Þau bjuggu lengi á Heiðarvegi 40 en fluttu í gosinu í Borgarnes til Helgu og Georgs og fluttu svo aftur með þeim heim til Vestmannaeyja eftir gos.

Georg var í Lionsklúbbnum í Borgarnesi og fyrir var í Vestmannaeyjum Lionsmaðurinn Birgir Matthías Indriðason. Hann flutti til Vestmannaeyja 1970 og hafði þá verið félagi í Lionsklúbbnum Baldri í Reykjavík. Birgir kannaði áhuga á stofnun Lionsklúbbs í Vestmannaeyjum en fékk ekki nægar undirtektir í fyrstu. „Birgir kom að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að stofna Lionsklúbb. Ég tók vel í það. Þá var ég búinn að vera á kafi í starfi Lions, hafði gegnt öllum embættum í klúbbnum í Borgarnesi og var formaður þar þegar ég flutti til Eyja á miðju starfsári. Við drifum í þessu mjög fljótlega. Ég man að við hóuðum saman um tíu manns sem við þekktum og okkur þóttu álitlegir. Þeirra á meðal voru Arnfinnur Friðriksson bílstjóri og tónlistarmaður, Gísli Þorsteinsson bæjarritari og Georg Tryggvason bæjarlögmaður. Þar

sagði ég frá því hvernig svona starf gengi fyrir sig,” segir Georg. Hann segir að Magnús H. Magnússon bæjarstjóri og síðar alþingismaður og ráðherra hafi ásamt fleiri góðum fé -

lögum bæst í hópinn fyrir formlega stofnun klúbbsins.

Vel gekk að safna áhugasömum stofnfélögum og var klúbburinn stofnaður 6. apríl 1974. Stofnfélagar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 55
Georg minnist áranna og samstarfsins í Lionsklúbbi Vestmannaeyja með mikilli ánægju.

voru 30 talsins. Birgir var kjörinn fyrsti formaður.

Varaforsetinn mætti Stofnskrárhátíð var svo haldin 23. apríl 1974. Þar afhenti þáverandi varaforseti Alþjóða Lionshreyfingarinnar, Johnny Balboo, stofnfélögum Lionsmerkið en hann var staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni.

„Það var eftirminnilegt að fá Johnny Balboo varaforseta til Vestmannaeyja,” segir Georg. Hann rifjar upp að hjálparsjóður Alþjóða Lionshreyfingarinnar hafi gefið stórar gjafir til Sjúkrahúss Vestmannaeyja eftir eldgosið 1973. Sú tengin varð til þess að það vakti mikla athygli innan Lionshreyfingarinnar á heimsvísu að verið væri að stofna Lionsklúbb í Vestmannaeyjum.

„Það vildu margir styðja Vestmannaeyinga. Meðal annars kom heilmikil sending af blómlaukum í sekkjavís eða alls 28.000 laukar frá Hollandi. Lionsmenn settu niður 14.000 lauka og öðru eins magni var dreift til bæjarbúa. Laukarnir voru gjöf frá hollenskum blómaræktendum og settu þeir óneitanlega skemmtilegan og litskrúðugan svip á bæinn, þegar að blómgunartíma kom. Við vorum að gróðursetja víða um bæinn og um allar hlíðar. Eitthvað af þessu kom ekki upp úr öskunni en víðast hvar gekk þetta vel. Einnig var verið að dreifa grasfræi og áburði og maður gladdist við að sjá nýtt líf birtast í allri þessari svörtu ösku sem var yfir öllu.”

Fyrstu mánuðirnir í Vestmannaeyjum eru Georg í fersku minni. „Þegar ég kom um áramótin 1973-1974 var askan svo mikil að það var eins og maður væri að vaða snjó á götunum. Askan var úti um allt. Mér er minnisstætt að allir pappírar sem maður handfjatlaði á skrifstofunni voru eins og þeir hefðu lent í sandfoki. Mér fannst ég alltaf vera með öskuryk á fingrunum. Það var mjög dimmt yfir bænum þennan vetur, enda allt kolsvart.”

Róður til styrktar

Líknarsjóði Lionsmanna

Helstu fjáröflunarleiðir klúbbsins voru perusala og sala á jóladagatölum og fjórða hvert ár tóku Lionsmenn í Eyjum þátt í landssöfnun Lionshreyfingarinnar, sölu Rauðu fjaðrarinnar. Ágóða af henni hefur

einkum hefur verið varið til verkefna tengdum sjónvernd. Eitt sumarið tók Lionsklúbbur Vestmannaeyja að sér að mála Landakirkju að utan.

Ein af fyrstu fjáröflunum klúbbsins fólst í því að Lionsmenn fóru í róður á Dala-Rafni VE með Rabba skipstjóra, Þórði Rafni Sigurðssyni. „Ég er enginn sjómaður en það er til mynd af mér í sjóstakki og í aðgerð í þessari ferð,” segir Georg. Afraksturinn af túrnum rann til Líknarsjóðs klúbbsins, en til hans rennur allt það fé sem safnast meðal almennings og skal ganga óskert til líknarmála. Í afmælisriti Lionsklúbbs Vestmannaeyja sem gefið var út á tíu ára afmælinu 1984 kemur m.a. fram að þá hafi klúbbfélagar verið orðnir

um 50 talsins. Af stofnfélögunum voru þá 19 enn starfandi. Birgir Indriðason var formaður 1974-1975 og Georg Hermannsson varaformaður. Georg tók svo við formennsku í klúbbnum 1975-1976 og var Georg Tryggvason varaformaður. Venjan var að menn sætu eitt ár í embætti og færðust þá í annað embætti, fyrst ritari, svo varaformaður og síðan formaður

Annasöm ár í Vestmannaeyjum Georg var önnum kafinn þau ár sem hann bjó í Vestmannaeyjum. Sem kaupfélagsstjóri setti hann í ársbyrjun 1974 á fót Vörumarkaðinn í Bárugötu, lágvöruverðsverslun með dagvöru og var hún með

56 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Georg í fullum herklæðum í fjáröflunarróðri á Dala Rafni VE.

mikla markaðshlutdeild. Um leið lokaði Kaupfélagið verslun sinni á Hólagötu, sem var eina verslunin í Eyjum sem var opin allt gosárið. Georg gaf strax út þá yfirlýsingu að allir fyrrverandi starfsmenn Kaupfélagsins myndu fá vinnu þegar þeir sneru aftur heim. Við það var staðið og fljótlega opnuðu svo aðrar deildir Kaupfélagsins, vefnaðarvöru-, búsáhalda- og raftækjadeild. Þá keypti Kaupfélagið veturinn 1974 húsnæði Timbursölunnar á Flötum og hóf þar verslun með byggingavörur, en mikil þörf var fyrir slíka verslun á þessum miklu uppbyggingartímum eftir gosið.

Auk þess var Georg í stjórn Herjólfs megnið af tímanum sem hann bjó hér, lengst af stjórnarformaður. Einnig var hann í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja öll árin. Þá sat Georg í heilbrigðisnefnd öll árin og um tíma í stjórn Sjúkrahússins. Georg tók þátt í stofnun og sat í stjórn hagsmunasamtakanna SVÞ, Samtaka verslunar- og þjónustu í Vestmannaeyjum. Formaður var Gunnlaugur Axelsson í Völundi.

Samhliða kaupfélagsstjórastarfinu var Georg umboðsmaður Samvinnuferða í Vestmannaeyjum. Því kom það m.a. í hans hlut 1977 eða 1978 að taka á móti fyrsta stóra skemmtiferðaskipinu sem kom til Eyja. Fékk hann Pál Helgason til að fara með farþegana í skoðunarferðir um Heimaey.

Samhentur hópur til góðs fyrir samfélagið „Við stofnun Lionsklúbbs Vest-

mannaeyja valdist saman samstilltur og öflugur hópur. Félagar lögðu áherslu á að mæting á fundi væri góð og voru ávallt reiðubúnir til að taka þátt í verkefnum klúbbsins. Vorum samhentir um að vilja láta gott af okkur leiða fyrir samfélagið í Eyjum. Einnig gátum við skemmt okkur

vel saman þegar því var að skipta,” segir Georg. „Ég man t.d. eftir því þegar við Gunnar Árnason á Árntý dressuðum okkur upp og hermdum eftir Halla og Ladda og lékum „Tvær úr Tungunum". Í annað skipti smalaði Arnfinnur þeim laglausustu saman í kór, „Víndrengjakórinn" sem söng við raust og gerði lukku undir hans stjórn.

Ég held að það hafi verið árið eftir að við Helga fluttum úr Eyjum að Lionsklúbburinn fór í ferðalag upp á land. Hann kom við í Borgarnesi og tók okkur með norður að Laugarbakka í Miðfirði þar sem við gistum. Um kvöldið tókum við þátt í skemmtun og dansleik Lionsklúbbsins á Hvammstanga. Já það var oft gaman. Ég minnist áranna og samstarfsins í Lionsklúbbi Vestmannaeyja með mikilli ánægju og gleðst yfir að hann skuli enn vera lifandi og öflugur. Ég sendi Lionsklúbbi Vestmannaeyja heilla- og hamingjuóskir á 50 ára afmælinu. Megi Lionsklúbbur Vestmannaeyja lengi lifa."

Viðtal // Guðni Einarsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 57
Georg og Helga á heimslóð í Borgarnesi. Blómlaukar gróðursettir á opnu svæði við Kirkjuveg.

Frá stofnun klúbbsins. Efri röð frá vinstri: Bjarni Samúelsson, Þórdís Friðsteinsdóttir, Erna Björk Einarsdóttir, Simonía Helgadóttir , Agnes Þorsteinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Lilja Arngrímsdóttir, Kolbrún Stella Karlsdóttir, María Sif Ingimarsdóttir, Ingimar Heiðar Georgsson og Hjálmar Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri : Gísli Elíasson, Leó Snær Sveinsson, Grettir Jóhannesson, Birgir Sigurjónsson, Hlynur Ágústsson, Einar Örn Ágústsson, Arnar Ingi Ingimarsson og Ólafur Jóhann Borgþórsson.

Leoklúbburinn Plútó

VETTVANGUR UNGS FÓLKS MEÐ HUGSJÓNIR

Vonandi mun sú tíð renna upp að nýju að unga fólkið finni þessar sömu hugsjónir, að vera ábyrg gagnvart samfélaginu sem þau lifa í og vilja leggja lið.

Það var í upphafi árs 1998 þegar Bjarni Sam og Ingimar í Vöruvali höfðu samband við okkur nokkur ungmennin í Eyjum í þeim tilgangi að setja á stofn Leoklúbb í Vestmannaeyjum, ungmennaklúbb Lionshreyfingarinnar. Sjálfur hafði ég heyrt af starfsemi slíkra klúbba á fastalandinu í gegnum vini og ættingja sem voru virkir í starfinu og varð strax spenntur fyrir því að fá að vera með í slíku verkefni.

Í kjölfarið hófst undirbúningur að stofnun hins nýja Leoklúbbs. Áhugasöm ungmenni slógust í hópinn, alls nítján talsins, og þar með var

grunnurinn lagður. Við byrjuðum starfsemina af krafti, völdum nafnið Plútó á klúbbinn, í höfuðið á hundi Mikka músar, eins þekktasta hunds í heimi, því við vildum að táknmynd hundanna; tryggð og vinátta, væru einkennandi fyrir starfsemi Leoklúbbsins okkar.

Fyrsta eiginlega góðgerðarverkefnið var þátttaka í sameiginlegu verkefni allra Leoklúbba á Norðurlöndum, haustið 1998, að selja kerti til stuðnings við börn og ungmenni sem áttu við geðrænan vanda að stríða. Þótt klúbburinn okkar væri ekki enn formlega stofnaður og á fámennasta starfssvæði þeirra allra, vorum við söluhæsti klúbburinn á landsvísu. Við vorum mjög stolt af þessum árangri, en við nutum jafnframt stuðnings bæði Vöruvals og

Kertaverksmiðjunnar

Heimaeyjar – sem hefur án vafa haft jákvæð áhrif á söluna. En allur söluhagnaður kertasölu íslensku leoklúbbanna rann til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans.

Að mörgu að hyggja

En þó starfsemi klúbbsins væri farin af stað leið rúmlega ár áður en stofnfundur var haldinn. Það þurfti að hyggja að svo mörgum þáttum. Það þurfti til dæmis að setja saman stjórn og fá samþykki alþjóðastjórnar Lionshreyfingarinnar fyrir hinum nýja klúbbi, svo eitthvað sé nefnt. Þó verkefnin hafi verið margvísleg gekk allt eins og í sögu og það var ekki síst vegna vasklegrar framgöngu stjórnar Lionsklúbbs Vestmannaeyja sem vann hart að því að Leoklúbbur yrði

58 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

stofnaður hér í Eyjum; einkum í þeim tilgangi að búa til vettvang fyrir ungt fólk til að láta gott af sér leiða. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur Leoklúbbsins Plútós, þann 11. nóvember árið 1999 í Alþýðuhúsinu. Til þeirrar hátíðlegu stundar mættu stofnfélagar hins nýja klúbbs, foreldrar þeirra, félagar úr Lionsklúbbi Vestmannaeyja og makar, svæðisstjóri Lionshreyfingarinnar og umdæmisstjóri auk bæjarstjórans í Vestmannaeyjum og fleiri góðra gesta.

Á fundinum kom skýrt fram hvert markmið starfsemi Leoklúbba væri; að vera vettvangur fyrir fólk á aldrinum 14 til 28 ára til að láta gott af sér leiða og vinna að mannúðarmálum. Jafnframt sem lögð er áhersla á að félagar fái þekkingu og reynslu af félagsstörfum, þannig að auka megi sjálfsöryggi þeirra, samstarfshæfileika og veita þeim þjálfun til forystustarfa. Þessi gildi og markmið sameinuðu starf Leohreyfingarinnar um allan heim.

Markmið Leoklúbbanna var göfugt

og starfsemin lífleg. Og því fengum við sannarlega að kynnast, því auk þess að taka þátt í verkefnum sem kæmu samfélaginu til góða kynntumst við ungu fólki í öðrum Leoklúbbum á fastalandinu og urðu þar til dýrmæt og góð vinatengsl.

Því miður varð starf Leoklúbbanna ekki lífvænlegt, því upp úr aldamótum fór klúbbunum fækkandi – sem er mikil synd. Því markmið þeirra er skýrt og hollt öllum þeim sem taka þátt í félagsskapnum.

Það fundu allir sem tóku þátt í starfsemi Leoklúbbsins Plútó á meðan á því stóð, hvað það var virkilega gott og gefandi að taka þátt í því að láta gott af sér leiða og um leiða að þjálfa sig i félagsstörfum. Um það verður ekki deilt, að á meðan þeir störfuðu skiluðu þeir miklu og góðu starfi til íslensks samfélags – rétt eins og Lionshreyfingin hefur gert, gerir enn og mun gera um ókomna tíð. Vonandi mun sú tíð renna upp að nýju að unga fólkið finni þessar sömu hugsjónir, að vera ábyrg gagnvart samfélaginu sem þau lifa í og vilja leggja lið. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í starfi Leoklúbbsins Plútó og held að gildin og markmið Leoklúbbanna hafi haft mikil áhrif á okkur öll sem fengum að starfa þar.

// Ólafur Jóhann Borgþórsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 59
F.v á stofnfundi: Arnar Ingi Ingimarsson, Hjalti Einarsson, Agnes Þorsteinsdóttir, Gísli Elíasson, Hlynur Ágústsson, Erna Björk Einarsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Kolbrún Stella Karlsdóttir, Ólafur Jóhann Borgþórsson, Einar Örn Ágústsson, Lilja Arngrímsdóttir, Leó Snær Sveinsson, Simonía Helgadóttir, Þórdís Friðsteinsdóttir, Iðunn Gunnarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og María Sif Ingimarsdóttir. Formaður Leo klúbbsins: Ólafur Jóhann Borgþórsson og Erna Björk Einarsdóttir.

Vigtartorg // Framtak RÚV og Vestmannaeyjabæjar:

EINSKISMANNSLAND

SEM FÉKK TILGANG

Þórhallur Gunnarsson, þá sjónvarpsmaður hjá RÚV, átti hugmyndina að andlitslyftingu Vigtartorgs og stóð um leið fyrir þáttagerð fyrir Sjónvarpið árið 2012, Viltu

hafa áhrif. Í Vestmannaeyjum fékk Vigtartorgið andlitslyftingu svo um munaði. Nafn torgsins vísar til gömlu Fiskiðjuvigtarinnar, sem eins og Fiskiðjan og Ísfélagshúsin, beið eftir hlutverki frá því að fiskvinnsla í húsunum lagðist af eftir 1992. Sama má segja um svæðið fyrir framan húsin. Það hafði lengi verið geymslusvæði fyrir smábáta og ýmislegt drasl sem tengdist útgerð. Húsin höfðu látið mjög á sjá og umhverfi þeirra var orðið áberandi sóðalegt.

Þórhallur sjónvarpsmaður og Sigurður Þorsteinsson hönnuður höfðu fengið þá hugmynd að athuga hvað hægt væri að gera með sameiginlegu átaki íbúa bæjarfélagsins og hönnuða í sjálfboðavinnu til að gera umhverfið betra og snyrtilegra. Um leið átti að gera sjónvarpsefni til að vekja áhuga á bættri umgengni um sameiginleg svæði okkar allra.

Torgið hugsuðu þeir sem tengingu hafnarsvæðisins og miðbæjarins. Þar átti að skapa líf og umgjörð fyrir menningu bæjarbúa og gestkomandi. Sjónvarpið mætti með tökufólk á svæðið og fylgdi eftir framkvæmdum þar sem fór saman hljóð og mynd. Framkvæmdirnar voru í höndum hinna ýmsu félagasamtaka og þeirra bæjarbúa sem vildu leggja lið. Þannig myndaðist skemmtileg stemmning og mátuleg keppni á milli verkþátta.

Frosti Gíslason, forstöðumaður Nýsköpunarsjóðs Vestmannaeyja, stjórnaði kynningu verksins og úthlutun verkefna til vinnuhópa. Margir voru vantrúaðir á að hægt væri að vinna þetta stóra verkefni á einungis einni viku, en með góðu skipulagi og krafti Eyjamanna tókst það. Allir lögðust á eitt með gleðina að vopni. Niðurstaðan var glæsileg

60 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Vinnan á fullu hjá Lionsmönnum við smíðina og verkefnið á Vigtartorgi að taka á sig mynd. Frosti Gíslason kynnti framkvæmdirnar á Vigtartorgi og náði að sannfæra Lionsmenn að taka að sér smíðaframkvæmdir utan um stóru fiskikörin.

Þórhallur Gunnarsson sjónvarps- maður hjá RÚV var hugmyndasmiður að vekefninu.

og fékk svæðið nafnið Vigtartorg. Það er fallegt hlið að miðbænum þegar fólk kemur með Herjólfi. Frosti Gíslason mætti á fund hjá okkur í Lionsklúbbnum og kynnti verkið. Hann mælti eindregið með því að við tækjum að okkur stærsta einstaka verkefnið, enda fjöldi trésmiða í klúbbnum. Hann sannfærði menn um að þetta væri aðalverk torgsins, hefði mesta aðdráttaraflið og góður minnisvarði fyrir okkur um ókomin ár.

Stoltir og glaðir

Verkefnið okkar var gríðarstórt, pallasmíði umhverfis og milli þriggja risastórra sjókerja með lifandi fiskum frá Náttúrugripasafninu og buslukers fyrir börnin. Frosti afhenti okkur vel útfærðar vinnuteikningar og heimild til úttektar á gríðalegu magni af planka- og pallaefni. Þarna hefðum við strax átt að sjá hversu risastórt þetta verkefni var í raun. Við lögðum á okkur ómælda vinnu öll kvöld í heila viku og alla helgina þegar vígsla torgsins fór fram. Unnið var að lokafrágangi með tugi manna yfir okkur. Bræðurnir Arnar Andersen og Gunnar Andersen ásamt Ingimari H. Georgssyni höfðu yfirumsjón með verkefninu. Þeir keyrðu mannskapinn áfram af festu og miklum myndarskap. Samanlagðar vinnustundir okkar voru rúmar 200 og komu 19 Lionsmenn að smíðinni. Allir gengu gríðalega stoltir og glaðir frá vel heppnuðu verki.

Nú hafa gömlu fiskvinnsluhúsin öðlast nýtt líf með glæsilegum íbúðum, Þekkingar- og háskólasetri, bakaríi og gestastofu Sea Life Trust með lifandi fiskum í búrum og stórri þró fyrir mjaldrasysturnar frá Kína.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 61
Fiskur kominn í körin og smíðin langt komin. Lokafrágangur og Lionsmenn hamast við að klára verkið og fólk mætt á vígsluna. Gunna Dís hjá RÚV tekur viðtal við yfirsmiðina hjá Lions. F.v. Arnar Andersen, Ingimar Georgsson og Gunnar Andersen.

Eftirminnileg úrelding og niðurrif Sigurbáru

VE 249

LÍTIÐ VERK FYRIR HRAUSTA OG KALDA KARLA

Það var árið 1991 að útgerðamaðurinn Óskar Kristinsson kom að máli við okkur í Lionsklúbbi Vestmannaeyja um að farga mótorbátnum Sigurbáru VE 249 sem nýlega hafði verið dæmdur í úreldingu. Við töldum þetta lítið verk fyrir hrausta og kalda karla og útgerðamaðurinn bauð okkur þokkalega greiðslu fyrir verkið. Að auki gerðum við okkur miklar væntingar um peninga fyrir tæki og tól sem við vorum staðráðnir í að koma í verð.

Vinnan var auðvitað miklu meiri en við félagarnir höfðum gert okkur grein fyrir. Stóð vinna frá miðjum marsmánuði og fram í júlímánuð. Fjarlægja varð öll tæki, vélar, olíuog vatnstanka, möstrin, blakkir og allt annað járnavirki, sem alls ekki mátti sökkva í sæ.

Aðalvélina náðum við að selja í kísilprammann á Mývatni, ljósavélin og spilið fóru á Ísafjörð, dýptarmælir og talstöð á Seyðisfjörð, gúmmíbjörgunarbátur á Hornafjörð, björgunargálginn og blakkir fóru til Grindavíkur. Annað sem við auglýstum í smáauglýsingum Dagblaðsins fór víða um land og gaf okkur góðar tekjur.

Í ljósum logum

Þegar búið var að losa þetta allt úr skipinu stóð til að draga það einhverjar 50 mílur suður fyrir Eyjar og sökkva skipinu á tilteknum stað undir eftirliti varðskips. Kostnaðurinn kringum þessa framkvæmd með Landhelgisgæslunni var alltof hár miðað við það sem við félagarnir

höfðum reiknað með. Okkur fannst sárt að sjá allan gróðann eiga fara til þriðja aðila.

Nú var ákveðið að reyna að fara örlítið á svig við lögin. Lóðsinn var kominn með bátinn á síðuna og tilbúinn að leysa landfestar er vörubíll frá Olíufélaginu Esso var mættur á bryggjuna með fjórar tunnur af úrgangsolíu. Þær voru snarlega hífðar um borð í Sigurbáruna og settar niður í fiskilestina. Svo slysalega vildi til þegar Lóðsinn var með bátinn í togi rétt austur af Viðlagafjöru, austast á nýja hrauninu, að allt í einu gaus gífurlegur eldur upp úr stýrihúsi og lúkarsgati Sigurbáru. Ekki var um annað að ræða en sleppa bátnum frá Lóðsinum og leyfa honum að reka upp í fjöru svo ekki yrði hætta af skipinu á alþjóða siglingaleið.

Mannbjörg úr brennandi bát Ekki hafa eldsupptök enn verið upplýst og náði Lóðsinn að bjarga Ágústi Óskarssyni vélstjóra og Lionsmanni frá borði úr hinu brennandi skipi, rétt áður en skorið var á dráttartaugina. Þarna mátti ekki miklu muna að yrði stórslys að mati skipstjórnenda.

62 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Sigurbára VE 249 á siglingu inn til Eyja. Sigurbára VE slitnar aftan úr Lóðsinum og eldur er laus í flakinu.

Brennuvargarnir, f.v. Björn Heimir Sigurbjörnsson, Ingólfur Þórarinsson, Arnfinnur Friðriksson, Jón Ólafur Karlsson, Jóhannes Grettisson, Sigurður Ögmundsson, Þórður Rafn Sigurðsson, Guðjón Stefánsson, Bjarni G. Samúelsson og Ágúst Pálmar Óskarsson.

Lionsmenn sem voru mættir í Viðlagafjöru til að horfa á eftir bátnum var verulega brugðið er þeir sáu eldtungurnar upp úr skipinu og það síðan reka stjórnlaust upp í fjöruna.

Aðalvélin sett á bretti. F.v. Elías Gunnlaugsson, Ágúst Þórarinsson og fyrir framan Guðjón Stefánsson.

Heppilegt var að fyrr um daginn höfðu Lionsmenn farið með talsverðar birgðir af úrgangsolíu austur í fjöru ef eitthvað óhapp myndi mögulega henda á leiðinni. Miklir straumar eru oft á þessari varasömu siglingaleið.

Nú komu þessar olíubirgðir sér vel og var hægt að nota olíuna til að viðhalda eldinum í bátnum næstu sólarhringa. Strax varð ljóst að hann færi ekki aftur á flot, að mati verkefnanefndar Lionsklúbbs Vestmannaeyja. En mikið þótti okkur öllum Lionsfélögunum gaman meðan verið var að brenna þennan eikarskrokk. Menn urðu unglingar á ný þegar þeir fengu að skvetta olíunni á eldinn líkt og þeir væru aftur brennupeyjar á áramótabrennu.

Sigurbára var smíðuð á Ísafirði árið 1954 og fékk nafnið Freyja ÍS 401. Árið 1963 var skipið keypt til Vestmannaeyja og fékk nafnið Hafliði VE 13. Árið 1968 er skipið selt nýjum eigendum og fær nafnið Sigurbára VE 249.

// Sigmar Georgsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 63
Arnfinnur Friðriksson losar blakkir og annað eigulegt til sölu.

VIÐTÖL VIÐ FÓLK Á GÖTUNNI

Helga Jóhanna Harðardóttir

GETUM FARIÐ Í AUGNSKOÐUN ÁN ÞESS AÐ FARA UPP Á LAND

Já, ég þekki aðeins til klúbbsins þar sem faðir minn, Hörður Þórðarson er meðlimur klúbbsins og maður hefur brallað ýmislegt með honum í gegnum tíðina og fylgst með,“ segir Helga Jóhanna.

„Það er margt gott sem þeir hafa lagt til hér í Vestmannaeyjum og gefið mikið til góðgerðamála. Má þar t.d. nefna fuglaskoðunarhúsið í Stórhöfða. Þeir hafa keypt ýmis tæki fyrir Spítalann, Hraunbúðir og skólana ásamt því að aðstoða einstaklinga sem þurfa á hinum ýmsu hjálpartækjum að halda. Þeir hafa einnig fært fólki sem hefur ekki mikið á milli handanna inneignir í matvörubúðum fyrir jólin. Þeir hafa séð til þess að nú geti Vestmannaeyingar farið í augnskoðanir án þess að þurfa að fara upp á land.

Þegar ég hugsa um barnæsku mína þá standa jólaböllin upp úr og það var mjög skemmtilegt að fara með pabba og pakka inn ljósaperum fyrir árlegu ljósaperusöluna. Þá fannst manni maður fá mikla ábyrgð við það að vera treyst til þess að missa ekki perurnar.

Einnig fór maður með honum og labbaði í hús og seldi jóladagatölin og var þetta partur af jólahefðinni. Systir mín nefnir oft hvað henni fannst nú skrýtið að pabbi kom aldrei með á jólaböllinn því hann þurfti alltaf að fara á fund einmitt þegar þau voru haldin.“

Jóhann Jónsson

BÆTA MANNLÍFIÐ Á SVO

MARGAN VEG

Jóhann Jónsson frá Laufási og allt múlígmann hjá bænum þekkir vel til Lionsklúbbsins. „Já, Lionsklúbburinn í Vestmannaeyjum er hópur góðra og duglegra manna sem láta sér fátt óviðkomandi og eru tilbúnir að leggja sitt að mörkum til ýmisa mála,“ segir Jóhann.

„Margt sem þeir gera er ekki sýnilegt en af því sýnilega er það útsýnispallurinn og lundahúsið úti í Stórhöfða og svo gjafmildi til Spítalans og Hraunbúða. Annars kemur þessi góði hópur svo víða að verki, til að bæta mannlífið í okkar bæ á svo margan veg.“

64 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Helga Jóhanna var ekki gömul þegar hún byrjaði að hjálpa til við perusöluna með pabba sínum, Herði Þórðarsyni. Jóhann Jónsson. Helga Jóhanna Harðardóttir.

F.v.: Lionsmennirnir Jóhannes Grettisson og Arnfinnur Friðriksson og beðið eftir mælingu f.v. Erna Sævarsdóttir, Dóra Kolbeinsdóttir og Guðmundur Guðmundsson.

HEFUR BJARGAÐ LÍFI

FÓLKS Í EYJUM

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur mörg undanfarin ár boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingu í samstarfi við Apótekarann og HSU. Sykursýki er sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin, áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti.

Talið er að þúsundir manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé að leita læknis.

Auður Ásgeirsdóttir tekur blóðdropa úr fingri Eyglóar Guðmundsdóttur.

Þetta hefur verið verkefni okkar í einhverja tugi ára hjá okkur og er eitt af stóru verkefnum Lionshreyfingarinnar í baráttunni við sykursýkina um allan heim. Lionsklúbburinn í Vestmannaeyjum hefur verið í góðu samstarfi við Apótekarann síðustu ár. Hafa þau lagt til strimlana við mælinguna og aðstöðuna ókeypis. HSU í Vestmannaeyjum hefur lánað okkur tvo hjúkrunarfræðinga til að annast mælinguna.

Erum við ákaflega þakklátir fyrir þetta ánægjulega samstarf. Mæting er alltaf mjög góð og við höfum dæmi, þar sem mælingin hefur bjargað fólki hér í Eyjum, sem gerði sér ekki ljóst hvernig heilsufari þess var komið.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 65

BARÁTTA VIÐ VÁGEST Í HÁLFA ÖLD

Samtök sykursjúkra voru stofnuð árið 1971 af Þóri Helgasyni yfirlækni á Landspítalanum og nokkrum sjúklingum hans. Fyrsta markmiðið var að stuðla að því að stofnuð yrði sérstök göngudeild á spítalanum fyrir fólk með sykursýki. Það markmið náðist mjög fljótlega og fór þá félagið að einbeita sér að félagsstarfi fyrir sitt fólk og svo hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum. Alveg frá því um 1990 hefur reglulega komið upp umræða um að breyta nafni félagsins. Mörgum hafa þótt orðin „sykursýki“ og „sykursjúkur“ vera óþjál, ekki nægilega lýsandi og jafnvel beinlínis villandi. Læknarnir okkar hafa í marga áratugi notað að mestu hið alþjóðlega heiti sjúkdómsins, diabetes, og á síðustu árum hefur þeirri skoðun vaxið ásmegin að við ættum sjálf að nota heldur einhverja útgáfu af því heiti. Á árinu 2021 átti félagið svo hálfrar aldar afmæli og af því tilefni var farið í samstarf við auglýsingastofuna Sahara um kynningarherferð á samfélagsmiðlum, sem tókst með miklum ágætum. Í framhaldi kom svo upp umræða um hvort ekki væri nú orðið tímabært að fá nýtt merki, í stað hins 50 ára gamla bláa og græna. Eitt leiddi af öðru og fljótlega var svo ákveðið að breyta nafni félagsins og kynna í framhaldi af því nýtt lógó og nýtt útlit á heimasíðunni.

Niðurstaðan varð sú að á alþjóðadeginum okkar, um miðjan nóvem-

vefslóð heimasíðunnar er enn sú sama og verið hefur lengi; www.diabetes.is

Lógóið, tveir dropar sem tvinnast saman, táknar eininguna í hópnum okkar, samvinnu og samstöðu. Í miðju, á milli dropanna, myndast hjarta, sem einnig táknar samstöðu og þann stuðning sem við getum veitt hvert öðru. Merkið er hægt að nota bæði lárétt og lóðrétt og litapallettan gefur marga möguleika í hönnun.

Félagsstarf í samtökum eins og okkar hefur breyst heilmikið á síðastliðnum árum, stór hluti starfseminnar fer nú fram á netinu. Minni þörf er fyrir félagslegt samneyti eins og ferðalög og skemmtanir ef marka má þátttöku í þannig viðburðum.

Við ætlum samt ekki að hætta að hitta félagsmenn og höfum blásið til gönguferða á sunnudögum einu sinni í mánuði og ætlum að ganga saman í eina klukkustund. Þetta verður auglýst á heimasíðunni og Facebook síðu félagsins.

Hvað er sykursýki?

Því miður eykst fjöldi fólks með sykursýki, sérstaklega þeirra með tegund 2 og er talað um þessa miklu

aukningu sem næsta heimsfaraldur. Einn af hverjum tíu fullorðnum um allan heim er með sykursýki. Yfir 90% þeirra eru með sykursýki 2. Nærri helmingur veit ekki að hann er með sykursýki. Áríðandi er að almenningur viti hver eru einkenni þess að vera með sykursýki.

Helstu einkenni eru: Sjóntruflanir, mikill þorsti, tíð þvaglát og almennt orkuleysi. Í mörgum tilfellum er hægt að seinka eða koma í veg fyrir sykursýki af tegund 2 og þar með fylgikvilla hennar með því að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Mikilvægt er að þekkja einkennin og hver sé þín persónulega áhætta t.d aldur, erfðir og lífsstíll. Mikilvægt er að fá greiningu snemma og síðan rétta meðferð.

Það verður okkar stærsta verkefni í framtíðinni að passa upp á það að allir með sykursýki 2 fái sambærilega þjónustu, að það skipti ekki máli hvar á landinu þú býrð en því miður hefur verið mikill misbrestur á því og afar misjafnt hversu gott aðgengi fólk hefur að vandaðri þjónustu og góðum stuðningi.

Stundum getur verið erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja hvað sykursýki er og hvernig hún lýsir sér, en hér koma einfaldar skýringar.

• Diabetes er alvarlegur sjúkdómur sem kemur upp þegar brisið getur ekki lengur framleitt insúlín, eða þegar líkaminn getur ekki lengur nýtt sér nægilega vel það insúlín sem brisið framleiðir.

• Þetta hefur áhrif á hvernig líkaminn breytir næringunni í orku. Í langflestum tilfellum er diabetes langvinnur og ólæknandi sjúkdómur alveg frá byrjun.

Tvær algengustu tegundirnar Tegund 1

Getur komið fram á hvaða aldri sem er, en algengast að það gerist á barns- eða unglingsaldri. Líkaminn framleiðir mjög lítið eða ekkert insúlín.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Diabetes Ísland.

Tegund 2

• Algengast að komi fram á fullorðinsaldri, en aldurinn er að færast neðar.

• Um 90% af öllum tilfellum.

• Líkaminn á erfitt með að nýta sér það insúlín sem hann framleiðir.

Hvernig virkar diabetes/sykursýki?

• Öll kolvetni úr matnum umbreytast í glúkósu/sykrur og sogast inn í blóðrásina. Insúlín er hormón sem virkar eins og lykill til að hleypa glúkósunni úr blóðrásinni inn í frumur líkamans til að búa til orku.

• Við tegund 1 er lítið eða ekkert insúlín til að hleypa orkunni þarna á milli, en þegar fólk hefur tegund 2 getur líkaminn ekki nýtt insúlínið nógu vel, líka kallað skert insúlínnæmi, og þá eykst álagið á brisið að búa til sífellt meira insúlín.

Helstu áhættuþættir fyrir tegund 2 sykursýki

• Erfðir

• Hækkandi aldur

• Óheilsusamlegar matarvenjur

• Hár blóðþrýstingur

• Hreyfingarleysi

• Ofþyngd

Einkenni um of háan blóðsykur

• Sjóntruflanir

• Mikill þorsti

• Mikil þvaglát

• Sár sem gróa seint og illa

• Tíðar sýkingar

• Doði í höndum og fótum

• Orkuleysi

• Óútskýrt þyngdartap

Einkenni um of lágan blóðsykur

• Þreyta og sljóleiki

• Skjálfti

• Sviti

• Hjartsláttur

• Svimi

• Óskýrt tal

Blóðsykur getur orðið of lágur ef

• Teknar eru of margar töflur eða of mikið insúlín

• Sleppt er alveg að borða

• Of langt er liðið frá síðustu máltíð

• Reynt er meira á líkamann en venja er

• Tekin eru kódein lyf, bólgueyðandi lyf eða gigtarlyf

María Sif Ingimarsdóttir hjúkrunarfræðingur sá um blóðsykursmælingu á heilsuátaksdeginum sem haldinn var í Safnahúsinu.

Afar mikilvægt er að sykursýki sé greind og meðferð hafin sem fyrst. Afleiðingar af ómeðhöndlaðri sykursýki geta verið mjög alvarlegar.

Algengustu fylgikvillar Sykursýki getur skaðað æðakerfi og taugar, sem getur valdið:

• Heilablóðfalli

• Hjartaáfalli

• Augnskaða, sjónmissi

• Skaða á gómum og tönnum

• Lifrarskaða

• Nýrnaskaða

• Fótasárum, sem geta endað með aflimun

• Aukinni sýkingarhættu

• Minni mótstöðu gegn smitsjúkdómum

Bestu leiðirnar til að halda blóðsykrinum í skefjum eru að gæta vel að mataræði og stunda reglulega hreyfingu.

Mataræði fólks með tegund 2

• Nota eins litla fitu og hægt er við matreiðslu

• Borða magurt kjöt, fuglakjöt, fisk, egg og ost

• Borða gróft brauð

• Borða mikið af grænmeti á hverjum degi

• Fara sparlega í ávexti og mjólk

• Borða 5-6 máltíðir yfir daginn

• Drekka ríkulega af hitaeiningasnauðum vökva, vatn er best

• Fara varlega í áfengisneyslu

Hreyfing er töframeðalið

Besta og áhrifaríkasta leiðin til að halda blóðsykri í skefjum er hreyfing. Regluleg hreyfing, t.d. röskleg ganga, á hverjum degi, gerir algjörlega gæfumuninn varðandi blóðsykurstjórnun. Hreyfingin lækkar blóðsykur, vinnur gegn beinþynningu, styrkir hjarta- og æðakerfi og örvar blóðrásina. En það eru einmitt neikvæð áhrif sykursýki á æðar og blóðrás sem eru svo hættuleg og geta leitt til alvarlegra sjúkdóma. Best er að finna þá hreyfingu sem hver og einn hefur gaman af og stunda hana reglulega, sumum hentar að fara í göngutúr en öðrum finnst betra að mæta í tíma í líkamsræktarstöð, og allt þar á milli. Betra er að hreyfa sig reglulega, þó það sé lítið í einu, en að taka mikið á því sjaldan. Og muna að lítið er alltaf meira en ekkert, öll hreyfing er til bóta.

Á heimasíðu Diabetes Ísland, www. diabetes.is, má finna ýmiss konar fræðsluefni og svo er um að gera að nýta sér hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni, en þeir eiga að geta ráðlagt og stutt fólk á þessari vegferð.

// Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Diabetes Ísland

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 67

ÞAÐ ER OFT LÍF OG FJÖR Í LIONS

68 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Víndrengjakórinn á árshátíð Lions 1976, f.v. Bjarni Samúelsson, Jónatan Aðal- steinsson, Ágúst Óskarsson, Ingólfur Þórarinsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Trausti Jakobsson, Geir Sigurlásson og Georg Hermannsson. Gengið frá haferninum á stalli fyrir framan Arnardrang. F.v.: Ægir Ármannsson, Gunnar Andersen, Kári Höskuldsson, Pétur Árnmarsson, Arnar Andersen, Sigmar Georgsson, Sævar Þórsson og Agnar Torfi Guðnason. Adolf Sigurjónsson stjórnar Víndrengjakórnum.
Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 69
Edda Ólafsdóttir og Guðrún Birna Leifsdóttir. Kristín Lilja Gunnarsdóttir og Valdimar Gumundsson. Í Hveragerði hjá höfuðstöðvum Kjörís, hjónin Pétur Árnmarsson og Anna Ingimarsdóttir. María Kristjánsdóttir og Edda Angantýsdóttir. María Kristjánsdóttir og Anna Davíðsdóttir. Erlingur Einarsson og Elín Eiríksdóttir. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, Elín Eiríksdóttir og Elísabet Ruth Guðmundsdóttir. Guðrún Birna Leifsdóttir og Björn Heimir Sigurbjörnsson.

Vorboðinn Keukenhof blómagarðurinn

Hollandi.

Til Hollands í boði Lions

FRÓÐLEG OG SKEMMTILEG FERÐ SEM LÍÐUR SEINT ÚR MINNI

Kvöld eitt um miðjan vetur 1978, þegar ég var staddur í sjoppu hér í bæ, kom einn af forvígismönnum Lionsmanna að máli við mig og bað mig að koma út í bíl. Þar var mér boðið upp á ferð til Hollands á sumri komanda mér algjörlega að kostnaðarlausu. Þetta var einstakt tilboð sem ekki var hægt að hafna og þáði ég það með þökkum.

Eftir að hafa notað tímann fram að ferðinni til söfnunar á ýmsum gögnum varðandi Ísland, því landið varð ég að kynna, hélt ég flugleiðis þann 30. júní sem leið lá til Amsterdam með viðkomu í London. Ferðin gekk vel að undanskildu því að þegar til Amsterdam kom fannst farangurinn minn ekki. Það leystist þó fljótlega með dyggri aðstoð fjölskyldu þeirrar sem tók á móti mér. Hjá henni dvaldi ég síðan í eina viku í bæ sem ber nafnið Hoorn og er staðsettur í norðurhluta Hollands. Það sem ég veitti strax athygli við

fyrstu kynni mín af landinu var hin endalausa flatneskja. Landið er mest allt marflatt jafnframt því sem allt er gróðri vaxið. Mér varð oft hugsað til þess að það væri synd að slík fegurð

sem þarna var skyldi ekki geta státað af eins og einu stykki fjalli, þó ekki væri nema til að njóta landslagsins enn betur. En því var ekki að heilsa og ég sá ekki eitt einasta fjall fyrr en að þremur vikum liðnum að ég kom aftur til Íslands.

Vindmyllur mala og dæla Fólk það er ég dvaldi hjá var mjög vingjarnlegt og vildi allt fyrir mig gera og fórum við í margar skoðunarferðir um nágrennið. M.a. ferðuðumst við mikið um þau svæði sem eru undir sjávarmáli og enn önnur sem eru að rísa úr hafi. Hollendingar heyja stöðugt baráttu við sjóinn um land og hafa reist feiknarleg mannvirki til að hafa sitt á þurru. Þarna sá ég líka fjöldann allan af vindmyllum. Í fyrsta lagi voru þær notaðar til að mala korn og síðan voru þær einnig notaðar sem dælur til að þurrka landið. Þó að tækninni hafi nú fleygt fram er þessum myll-

70 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Sigurður Davíðsson, greinarhöfundur. í

um svo vel við haldið að þær snúast flestar enn þann dag í dag. Einn daginn fór ég til Amsterdam og skoðaði þá merku borg. Amsterdam getur státað af mjög fjölskrúðugu mannlífi, frægum listasöfnum, merkum byggingum og síðan en ekki síst, síkjunum frægu. Ég fór í siglingu um síkin og var margt merkilegt að sjá í þeirri ferð. M.a. barði ég augum minnsta hús Hollands. Það er u.þ.b. 2 rúmmetrar að stærð og íbúinn er kona sem stundar elsta atvinnuveginn. Sjálfsagt takmarkast viðskipti hennar aðeins við mjög smávaxna menn en þó er aldrei að vita nema?

Fjölþjóðlegar sumarbúðir

Að lokinni fyrstu vikunni fór ég í einskonar sumarbúðir í suðurhluta landsins. Þar dvaldist ég ásamt krökkum frá flestum löndum hins vestræna heims í tvær vikur. Þar kynntist ég skemmtilegu fólki með „skemmtilegar“ hugmyndir um Ísland og Íslendinga. Það lá við að búist væri við 1000 ára gömlum víkingi og að sjálfsögðu var spurt um húsakynni, hvort ekki væri eitthvað um snjóhús ennþá. Ég tók undir það og kvaðst hafa alist upp í þriggja hæða snjóhúsi og sofið þar undir risi alla mína hundstíð. Augu viðmælanda minna urðu sem undirskálar og stækkuðu enn síðar er ég hélt fyrirlestur um landið með litskyggnum og öðru tilheyrandi. Hann vakti feikna athygli, ekki síst myndir héðan úr Eyjum. Það var ekki laust við að það kitlaði þjóðerniskenndina sem annars er svo lítil þegar á klakann er komið.

Hollendingar stunda mikið túlipanarækt.

Þessar tvær vikur liðu síðan við glaum, gleði og ferðalög og sem fyrr var allt gert til að förin yrði okkur sem ánægjulegust. Þann 20. júlí hélt ég heimleiðis til Íslands. Heimferðin verður mér alltaf minnisstæð sökum þess að um þær mundir höfðu flugslys verið afar tíð. Fékk ég þá flugu í kollinn að eitthvað hefði komið fyrir í flugtaki, því það brakaði óhuggulega í hjólastelli vélarinnar. En sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus og lenti ég heilu og höldnu á Keflavíkurvelli eftir stutta töf í London. Öll var ferðin hin ánægjulegasta og gleymist mér seint. Vil ég nota tækifærið hér til að þakka Lionsmönnum fyrir að gera þessa ferð mögulega og vona jafnframt að þessi greinarstúfur gefi einhverja hugmynd um það sem á daga mína dreif þar ytra.

// Sigurður Davíðsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 71
Magere brug, að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Gömlu vindmyllunum hefur verið haldið vel við og þær margar gangfærar.

Lionsferð um Suðurnes 2014

FRÁ STÓRA HVELLI TIL OKKAR TÍMA

Helgi Helgason, rútubílstjóri frá Vatnshóli í Landeyjum, beið eftir hópnum í Landeyjahöfn föstudagseftirmiðdag í maí 2014. Hann var með hópnum þar til að hann skilaði okkur í Herjólf síðdegis á sunnudeginum. Gist var á Hótel Keflavík, frábær gisting og aðstaða og á laugardagskvöldinu var boðið upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð. Farið var í skoðunarferð um Suðurnes á laugardeginum og leiðsögumaður okkar var Oddný Kristrún sem fylgdi okkur um helstu markverðustu staði. Fyrst var farið út á Garðskagavita og umhverfið skoðað og farið upp í vitann. Orkuverið Jörð ,,Blue Diamond” heimsótt og skoðað undir leiðsögn starfsmanns. Hönnun og hugmyndafræði sýningarinnar gengur út frá Stóra Hvelli og upphafi sólkerfisins allt til okkar tíma, stórkostleg upplifun.

Brúin milli heimsálfa

Þaðan var farið á brúna milli heimsálfa og gengið frá Ameríkuflekanum yfir á Evrópuflekann. Farið var að Reykjanesvita og heilsað upp á Geirfuglinn. Við skoðuðum Gunnuhver, sem alltof fáir Íslendingar hafa skoð -

Komin upp í Garðskagavita. F.v. Margrét Ársælsdóttir, Kristín Lilja Gunnarsdóttir, Hjálmar Brynjúlfsson, Dóra Kolbeinsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir og bakvið Sigmar Georgsson að taka myndir.

að. Þaðan var haldið til Grindavíkur og Kvikan, auðlinda- og menningarhús heimsótt. Saltfisksetrið var skoðað og endað á kaffihúsi. Frábært ferðalag og ógleymanleg skoðunarferð – Suðurnes eru falið leyndarmál, sagði fólkið.

Á sunnudeginum var komið við

Strákarnir við Geirfuglinn neðan við Valahnúk, skammt frá Reykjanesvita. F.v.: Erlingur Einarsson, Pétur Árnmarsson, Hörður Þórðarson, Valdimar Guðmundsson, Hjálmar Brynjúlfsson, Hörður Pálsson, Gunnar Andersen og Arnar Andersen. Fyrir framan t.v. Sævar Þórsson og Sigmar Georgsson.

í Strandarkirkju í Selvogi og við keyptum okkur kaffi og pönnukökur á T-bær kaffihúsi. Á Stokkseyri var Veiðisafnið skoðað og haldið áfram í Landeyjahöfn. Komið var við á Hvolsvelli og eldfjalla- og jarðskjálftasýningin Lava Center skoðuð. Þetta var áhugaverð ferð í ljósi síðustu atburða á Reykjanesi.

72 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Erlingur Einarsson skoðar fiskinn í Saltfisksetrinu í Grindavík.

TIL HAMINGJU MEÐ 50 ÁRIN

FRÁR ehf

ÖGMANNSSTOFA VESTMANNAEYJA

HELLUGERÐ AGNARS

Átaksverkefni Lions // Bætum lestur!

VEKJUM ÁHUGA BARNA

OG UNGLINGA Á LESTRI

Lionsmenn hafa heimsótt Hamarsskóla undanfarin ár til að afhenda öllum sex ára börnum bókina Nesti og nýir skór við upphaf skólagöngu þeirra. Í bókinni eru ljóð, sögur og myndir sem íslenskir krakkar hafa lesið árum og áratugum saman. Sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og eiga væntanlega eftir að njóta þess að kynna fyrir sínum börnum. Markmið okkar er að þessar sögur verði nýjum lesendum veganesti á leið þeirra inn í heim bókmenntanna.

Þetta eru allt góðar sögur, annars hefðu þær ekki verið lesnar svona lengi. Í þjóðsögum og ævintýrum er gjarnað talað um mikilvægi þess að taka með sér nesti og nýja skó þegar lagt er upp í langferð og núna eru þessi börn að leggja upp í langferð. Þau eru að leggja af stað út í ævintýraheiminn sem opnast þeim, þegar þau læra að lesa.

Bókin á að vera lestrarhvetjandi í mjög víðum skilningi - Á að vekja áhuga barnanna á bókmenntaarfinum, kveikja áhuga foreldra á lestri með börnum sínum og von okkar er sú að hún tengi jafnframt fjölskyldur við bókasafnið sitt.

Þess vegna lagði Lionshreyfingin á Íslandi þessu átaksverkefni lið til að bæta áhuga barna á lestri og bæta lestrarkunnáttu barna og unglinga og er um leið liður í almennri lestrarhvatningu. Hefur Lionshreyfingin

Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV tekur við viðurkenningum fyrir hönd sigurvegara í Friðarveggspjaldakeppninni 2021 til 2022 úr hendi Sigmar Georgssonar formanns verkefnanefndar Lions.

á Íslandi skuldbundið sig til 10 ára að starfa við þetta verkefni.

Bókin er gefin út með stuðningi frá Lionshreyfingunni á Íslandi, Barnavinafélaginu Sumargjöf, Norvik, Miðstöð íslenskra bókmennta og Borgarbókasafninu.

Við afhendingu bókarinnar hvatti formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja börnin til að fá foreldra sína, systkini, afa eða ömmu til að lesa fyrir þau úr bókinni, fara alltaf vel með bækurnar, nota ávallt bókamerki og heimsækja bókasafnið

reglulega svo þau kynnist hversu mikill fjársjóður sé þar til staðar. Eftir að búið var að afhenda öllum börnunum eintak af bókinni og bókamerki lá leið okkar í allar þrjár leikskóladeildir bæjarins. Þar afhentum við forstöðufólki deildanna gjafapakka sem innihalda læsishvetjandi námsefni m.a. léttlestrarbækur, stafaspil, bókstafi, tónlistarleiki og margt fleira.

Að lokum var farið á Bókasafn Vestmannaeyja og því afhentar 20 bækur að gjöf til að hafa til útláns.

74 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Börnin sýndu bókunum mikinn áhuga.

Arnardrangur er eitt glæsilegasta hús Vestmannaeyja. Fékk viðurkenningu fyrir bestu endurbætur á húseign árið 2011 frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæ.

Arnardrangur

HÚS MIKILLAR SÖGU

Húsið Arnardrangur er eitt sögufrægasta húsið í miðbæ Vestmannaeyja. Það stendur við Hilmisgötu í hjarta bæjarins. Hilmisgata fékk nafn sitt frá heimsókn Kristjáns 10. Danakonungs 25. júní 1921. Gatan hafði þá ekkert formlegt nafn en gekk undir nafninu Tukthússtígur. Eftir að konungur gekk um götuna var ákveðið að kalla hana Hilmisgötu, því hilmir merkir konungur.

Hjónin Ólafur Óskar Lárusson læknir og kona hans frú Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir komu til Vestmannaeyja árið 1925. Ólafur var settur héraðslæknir í Vestmannaeyjum sama ár. Jafnframt var hann ráðinn læknir við Franska spítalann (Gamla spítala) og starfaði þar til 1928 að rekstri spítalans var hætt.

Spítali fyrir erlenda sjómenn Ólafur fékk leyfi frá bæjaryfirvöldum til að stofna sjúkrahús fyrir er-

lenda sjómenn og aðra aðkomna sjúklinga. Hann réðst í það mikla verkefni að byggja þetta stóra og vistlega hús, Arnardrang, og tók það í notkun árið 1928.

Sjúkradeild var opnuð formlega með leyfi heilbrigðisstjórnarinnar hinn 1. janúar 1931. Nafn Arnardrangs má rekja til föður Ólafs, Lárusar Pálssonar, smáskammtalæknis og dannebrogsmanns, sem bjó á Arnardrangi í Landbroti. Þar stundaði Lárus læknisstörf samhliða búskap. Hann flutti síðar að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd þar sem Ólafur fæddist.

Á jarðhæð Arnardrangs voru læknastofur og þar gerði Ólafur aðgerðir. Á miðhæðinni voru sjúkrastofur fyrir erlenda sjómenn með tólf sjúkrarúmum og voru þau oft fullskipuð. Frakkar og Þjóðverjar fengu þar sjúkravist, en Englendingar lágu á Sjúkrahúsi Vest-

mannaeyja. Þessi skipan var ákveðin í samráði við ræðismenn þessara ríkja. Ólafur bjó svo með fjölskyldu sinni í risinu.

Vinsæll og margheiðraður Ólafur var ákaflega vinsæll læknir og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir störf sín fyrir erlenda sjómenn bæði af frönsku ríkisstjórninni 1932 og þýska Rauða krossinum 1936. Sjúkradeildin í Arnardrangi starfaði til ársins 1940, en var ekki tekin af skrá fyrr en árið 1951.

Ólafur læknir var mikill dýravinur og byggði lítið hús á baklóðinni sem hann kallaði dýraspítalann. Í þessu óvenjulega sjúkrahúsi voru þrjár sjúkrastofur, tvær litlar og ein stærri. Börn og fullorðnir komu þangað með heimilisdýr og særða eða olíublauta fugla til aðhlynningar. Læknishjónin sýndu dýrunum mikla alúð og hjartahlýju.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 75

Ólafur stofnaði einnig Rauða krossdeild Vestmannaeyja 23. mars árið 1941 og var formaður hennar í mörg ár. Hann lét af störfum sem héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1951 og seldi Vestmannaeyjabæ húseignina Arnardrang um það leyti. Ólafur dó 6. júní 1952.

Heilsugæsla til 1972

Arnardrangur hýsti síðar heilsugæslustöð og var hún starfrækt þar til 1972. Þá var heilsugæslustöðin flutt í nýja sjúkrahúsið við Sólhlíð. Íbúðin í risinu var nýtt til íbúðar fyrir lækna eða annað starfsfólk heilsugæslunnar. Þar bjó m.a. Einar Valur Bjarnason læknir með fjölskyldu sinni. Þriggja ára dóttir þeirra hjóna fór út á svalir, prílaði upp á handriðið og féll fram af svölunum. Frú Sylvía læknisfrú var mikil garðyrkjukona og framan við húsið hafði hún gróðursett hina svokölluðu Vestmannaeyjarós, einnig kölluð Hansarós. Nú kom sér vel að rósarunninn var orðin stór og þéttur og tók hann fallið af litlu stúlkunni. Fáeinir þyrnar stungust í handlegg telpunnar en að öðru leyti slapp hún ómeidd, samkvæmt frásögn Hermanns heitins Einarssonar á aðalfundi Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins fyrir mörgum árum.

Tónlistarskóli og aðsetur Lúðrasveitarinnar Þegar heilsugæslan flutti úr Arnar-

drangi var húsnæðinu breytt í tónlistarskóla. Lúðrasveit Vestmannaeyja fékk jarðhæðina fyrir æfingaaðstöðu en miðhæðinni og íbúðinni í risinu var breytt í kennslustofur. Þegar Tónlistarskólinn flutti svo í nýtt húsnæði fengu ýmis félög inni í Arnardrangi. AA samtökin voru meðal annars með fundaraðstöðu þar.

Þegar Lionsklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður 6. apríl 1974 tók hann á leigu herbergi í risi Arnardrangs fyrir stjórnarfundi og geymslu fyrir muni. Þetta glæsilega hús hafði drabbast niður og var að verða hálfgerð bæjarskömm.

Vestmannaeyjadeild Rauða krossins fékk Arnardrang að gjöf á gos-

Vaskur hópur. F.v. Ágúst Óskarsson, Bjarni Samúelsson, Sigurjón Sigurjónsson, Sigurður Guðmundsson og Stefán Einarsson og stúlkurnar eru Ólöf Rún Sigurjónsdóttir heldur á tvíburasystur sinni Jónu Rán Sigurjónsdóttur.

lokum, 3. júlí, 1998. Tilefnið var að 25 ár voru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og vildi Vestmannaeyjabær sýna Rauða krossinum þakklætisvott fyrir ómetanlegan stuðning við Vestmannaeyinga meðan á gosinu stóð og í uppbyggingu byggðarlagsins eftir gos.

Í afhendingu Arnardrangs fólst einnig skuldajöfnun af hálfu Vestmannaeyjabæjar á 24 ára skuld við Rauða krossinn. Þegar nýja Sjúkrahús Vestmannaeyja var tekið í notkun 1974 lánaði Rauði krossinn bænum fjármuni svo hægt væri að malbika bílastæðin norðan og sunnan við sjúkrahúsið. Hermann heitinn Einarsson, sem þá var formaður Rauða krossins í Vestmannaeyjum, minnti forráðamenn bæjarins reglulega á lánið. Málið var klárað með gjafaafsalinu fyrir húseigninni Arnardrangi.

Lionsmenn tóku til hendinni Hermann Einarsson hafði samband við stjórn Lionsklúbbs Vestmannaeyja og bað klúbbinn um að taka að sér verklegar framkvæmdir við endurbætur á húsinu í skiptum fyrir að fá þar aðstöðu. Rauði krossinn ætlaði að kosta allt efni sem til þurfti. Lionsmenn gengu að þessu og hófust þegar handa. Húsið var einangrað og múrað að utan og sá Kristmann Kristmannsson múrarameistari um það. Leifur Leifsson húsasmíðameistari og Lionsmaður skipti um alla glugga í húsinu. Þakið var málað og eins útveggirnir. Miklar endurbætur voru einnig gerðar innanhúss. Milliveggir skólastofanna voru fjarlægðir og einangrun sem farin var að mygla var

76 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Arnardrangur í Landbroti sem húsið er nefnt eftir.

Teikning af húsinu Arnardrangi frá árinu 1928.

rifin burt. Útbúinn var fundarsalur, eldhús, fatahengi og tvö salerni á miðhæðinni. Þessi aðstaða, sem Lionsklúbburinn má nýta svo lengi sem hann starfar, var vígð árið 1999. Rauði krossinn nýtir einnig salinn þegar þörf er á.

Ráðist var í miklar framkvæmdir á neðstu hæðinni árið 2004. Þar var bókstaflega allt hreinsað út m.a. vegna rakaskemmda. Dyraop voru stækkuð og gerður glæsilegur fundarsalur, ný salernisaðstaða, skrifstofa og lítið eldhús. Þar hefur Vestmannaeyjadeild Rauða krossins góða og glæsilega vinnuaðstöðu.

Næsta verkefni var að koma aðalinngangi í sama horf og hann var í

Lionsmenn í vinnuham. F.v.: Hjálmar Guðmundsson, Sigmar Georgsson, Bjarni Samúelsson, Ingimar Georgsson, Stefán Einarsson, Jóhannes Grettisson og Sigurjón Sigurjónsson.

upphafi. Einar Ólafsson skipstjóri var fenginn til að renna stóran hnúð á handriðið á stigann upp á hæðina. Hann skilaði frábæru verki og var stigauppgangurinn eins og nýr á eftir.

Rauði krossinn óskaði enn eftir aðstoð Lionsklúbbsins í desember 2005. Allt var rifið innan úr risinu og hafist handa við að innrétta þar neyðaríbúð í byrjun janúar 2006. Endurbótunum lauk síðan í endaðan mars sama ár. Í neyðaríbúðinni er fullkomin aðstaða fyrir allt að tíu manns sem geta búið þar í skamman tíma. Íbúðin er nú í langtímaleigu til að standa undir rekstrarkostnaði hússins.

Fært í upphaflegt horf

Lokaátakið við endurbætur á Arnardrangi hófst svo á vordögum 2011. Gamlar myndir sýndu steypta stöpla og járngrindur á milli þeirra framan við húsið. Kappkostað var að koma lóðarmannvirkjum í upphaflegt horf og réðust Lionsmenn með krafti í það verk. Þegar verið var að grafa fyrir veggjunum fundust gamlar járngrindur sem verið höfðu í gömlu girðingunni. Hörður Pálsson bifvélavirki tók að sér smíði nýrra stálgrinda og fór hann nákvæmlega eftir gömlu grindinni. Baklóðin var grafin út og grófjöfnuð. Lionsmenn lögðu einnig torf á lóðina og gróðursettu tvö grenitré. Þá voru útbúin bílastæði við lóðarmörkin að vestan og reistar þrjár fánastangir.

Lokafrágangur á lóðinni fólst í því að koma fyrir afsteypu af haferni á miklu bjargi fyrir framan Arnardrang. Þar gnæfir nú þessi konungur fuglanna á stalli sínum á miðri framlóð hússins.

Arnardrangur fékk viðurkenningu fyrir bestu endurbætur á húseign í Vestmannaeyjum árið 2011 frá Rotary og Vestmannaeyjabæ. Þetta stóra verkefni stóð árum saman og kostaði gríðarmikið vinnuframlag. Það þjappaði Lionsmönnum í Vestmannaeyjum vel saman og þeir gátu verið stoltir af árangrinum.

// Sigmar Georgsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 77
Samantekt Sævar Þórsson tekur til hendinni vopnaður kúbeini.

TESKEIÐIN HANS ÓLAFS LÁRUSSONAR

Ífebrúar 1951 skömmu eftir að ég hafði lokið kandídatsprófi, hringdi þáverandi landlæknir Vilmundur Jónsson í mig og spurði hvort ég væri til í að skreppa til Vestmannaeyja og leysa héraðslækninn þar af um nokkrar vikur, en hann þyrfti að fara til Reykjavíkur í smávegis aðgerð.

Mér þótti þetta vitanlega meiriháttar heiður og traust og sló strax til. Var ég þannig kominn til Eyja um miðjan febrúar. Reyndar varð vistin þar talsvert lengri en fyrst til stóð, reyndust veikindi héraðslæknisins, Ólafs Ó. Lárussonar, mun alvarlegri en í fyrstu virtist, og varð vist mín því alls sex viðburðarríkir og að mörgu leyti ógleymanlegir mánuðir. Mætti gera þar um marga pistla, en þessi snýr samt einkum aðeins að einu eftirminnilegu atviki. Ég minnist þess að ég fór fljúgandi til Eyja í fyrsta skipti, eins og oft síðar, í misjöfnu veðri. Flugvöllurinn var á sama stað sem nú er, en vitan-

Sylvía Guðmundsdóttir kona Ólafs Lárussonar læknis á Arnadrangi og dætur þeirra. F.v. Sigríður, Gunnhildur og Guðrún. Myndin er tekin árið 1933. Úr Ljósmyndasafni Vestmannaeyja, ljósmyndari Kjartan Guðmundsson.

Ólafur Lárusson læknir með syni sína. Aftari röð, f.v. Guðmundur, Sigurður, Lárus, Axel, Jakob og í fremri röð er Ólafur læknir og við hlið hans er Halldór frá Arnardrangi við Hilmisgötu. Úr Ljósmyndasafni Vestmannaeyja, ljósmyndari Kjartan Guðmundsson.

lega aðeins svipur hjá sjón og illlendanlegt með þessum tiltölulega litlu rellum sem til boða stóðu. Þar um mætti líka rita sérstakan pistil.

Þegar til Eyja kom í þessum fyrsta túr stóð þar snaggaralegur grannur maður og tók á móti mér, kynnti sig, Jakob Ólafsson, son héraðslæknisins. Hann flutti mig heim á heimili læknisins, sem var í stóru myndarlegu steinhúsi beint á móti spítalanum, sem þá var, en er nú Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar. Þar í Arnardrangi var sem sé bústaður héraðslæknisins og um leið lækningastofa, auk þess franskt og danskt vísikonsúlat, en Ólafur heit-

inn gegndi báðum þeim virðingarstöðum ásamt sínu erilsama héraðslæknisembætti.

Höfðinglegar viðtökur

Viðtökur að Arnardrangi voru hinar höfðinglegustu. Dóttir læknisins, Gunnhildur, réði þar að mestu leyti ríkjum að því er virtist, en vitanlega var það aðeins á yfirborðinu, því húsfreyjan sjálf var frú Sylvía N. Guðmundsdóttir ættuð frá Eyrarbakka af frægum ættmeiði þar um slóðir. Ekki man ég nú hvort hún var þarna þá eða ásamt bónda sínum, sem þá var kominn til lækninga og aðgerða í Reykjavík. Allavega var Gunnhildur

78 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Hilmisgatan á árunum í kringum 1945, Arnardrangur fyrir miðju.

að því er virtist hæstráðandi til lands og sjós, og var þar ekki í kot vísað. Hjá Gunnhildi bjó ung dóttir hennar, Edda, og í Arnardrangi áttu þá einnig heimili Axel sonur hjóna og heitkona hans Þorbjörg Andrésdóttir hjúkrunarkona.

Mig minnir að ég hafi auk húsnæðis einnig verið í fæði hjá Gunnhildi, a.m.k. eru mér minnisstæðar voldugar kjötsúpur hennar; kann þó að vera að ég hafi á einhverju tímabili verið kostgangari hjá Helga Ben. á Hótel HB, sem þá var nýtekið til starfa í Vestmannaeyjum.

Þarna datt maður inn í héraðslæknispraxísinn alveg án kynningar og aðstoðar, en mig minnir að það hafi allt gengið nokkuð snurðulaust; sennilega mikið af fólki á biðstofunni í fyrstu að sjá nýja lækninn, en auk þess var ég að einhverju leyti Einari Guttormssyni spítalalækni innan handar með aðstoð við aðgerðir og þess háttar.

Allt mjög snyrtilegt

Þar vildi svo vel til, að ég hafði af sérstökum ástæðum kannski heldur meiri „handlæknisreynslu“ en aðrir nótar, sökum þess að ég hafði tekið hluta af sænsku med. kand. kúrsunum á spítala í Stokkhólmi árinu áður. Spítalaþjónustan í Eyjum var reyndar kafli út af fyrir sig og verður ekki nánar rakin hér. Á lækningastofu Ólafs Lárussonar var allt mjög snyrtilegt og hver hlutur á sínum stað, vel séð fyrir algengustu handverkfærum. Í einu orði mun fullkomnari, hreinlegri og betri aðstaða en hjá sumum þeim héraðslæknum, sem ég hafði hlaupið í skarðið fyr-

ir á stúdentsárum mínum. Þarna var talsvert stórt og gott safn uppsláttar- og handbóka, og það sem vakti athygli mína og undrun strax einhvern fyrsta daginn, sem ég var þarna, var að á skrifborði læknisins lá nánast nýútkomið eintak af hinni stóru og yfirgripsmiklu kennslubók Cecil´s í lyflæknisfræði, en það var sá doðrantur sem við höfðum til viskuauka einmitt á síðasta misseri fyrir kandídatpróf.

Það sem síðan vakti athygli mína, undrun og aðdáun, þegar ég fór að fletta bókinni, var, að um alla bók voru undirstrikanir, athugasemdir í spássíum og hingað og þangað áritaðir bréfmiðar. Þessi „gamli“ héraðslæknir var sem sagt á kafi í að viðhalda og bæta sína kunnáttu og reynslu. Enda þótt allt væri í hinu besta lagi í læknastofunni og ekki síst í verkfæraskáp læknisins, gat ég auðvitað ekki stillt mig um að raða hlutum svolítið öðruvísi og endasnúa sumu. Í þessum stóra og hvíta verkfæraskáp gætti margra grasa, en flestallt var greinilega til síns ákveðna og rétta brúks. Þó furðaði ég mig á því að í miðhillu skápsins, á all áberandi stað, lá stór teskeið.

Teskeið með merka sögu

Einhver innri tilfinning sagði mér, að þessi teskeið hefði ekki gleymst þarna, er læknirinn var að fá sér molasopa, svo ég fór ekki með hana fram í eldhús til Gunnhildar, heldur stakk henni ofan í skúffu sem var framan á skápnum. Nú gerist það, eftir einhverjar vikur, að Ólafur heitinn kemur heim af spítalanum til nokkurra daga og kemur auðvitað

niður á lækningastofuna til að litast um. Kíkir þá inn í verkfæraskápinn og snýr sér svo að mér og spyr með nokkrum þjósti: „Hvar er teskeiðin?“ Nú var ég svo heppinn að geta opnað skúffuna og rétt honum þessa teskeið. Varð hann þá hinn ljúfasti, að vanda, og sagði mér sögu skeiðarinnar.

Einhvern tíma á vertíð að vetrarlagi fyrir mörgum árum var Ólafur sóttur í þýzkan togara, þar sem einn áhafnarmaður hafði fengið kraftblokk í hausinn og lá meðvitundarlaus. Ólafur mun hafa skilið þegar í stað að hér gæti verið um utanheilablæðingu að ræða, sem þrýsti að heila með þessum afleiðingum. Hann lét drífa manninn í hvelli í land og upp á stofu til sín. Einhvers konar bor hefur hann átt til að gera gat á hauskúpuna, en þegar inn var komið var ljóst að sjúkdómsgreiningin var rétt, og Ólafi tókst að sleifa út verulegu blóðmagni með hjálp teskeiðarinnar góðu.

Ekki veit ég um sannleiksgildi framhaldsins, en Ólafur sagði mér, að sjúklingurinn hefði rumskað, risið upp við dogg, horft á hann og sagt: „Aha, sind Sie Doktor Lárusson, der Pferdedoktor!“ (Nú, eruð þér þá hrossalæknirinn dr. Lárusson). Þessari frásögn fylgir önnur, sem ég þó ekki veit sannleiksgildi á. Sagt er að á meðan Þjóðverjanum var ekið á handvagni upp að Arnardrangi hafi líkkistusmiður plássins hlaupið með og tekið mál fyrir kistu, sem svo varð ekki þörf fyrir.

// Ásmundur Friðriksson Brekkan, læknir.

Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson, tengdasonur Óskars Péturs Friðrikssonar, er langömmubarn Sylvíu og Ólafs. Hér er Brynjólfur með börnum sínum, Malín Erlu, Emil Sölva og Kára Kristni við myndir af hjónunum í Arnrdrangi.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 79
Á Helgafelli. Ásmundur Friðrik Brekkan til vinstri en ekki vitað hver hinn er.

LIONSKLÚBBUR VESTMANNAEYJA 45 ÁRA

Afmælishátíð Lionsklúbbs Vestmannaeyja var haldin hjá Einsa kalda föstudaginn 29. mars 2019. Við fengum salinn fyrir okkur þetta kvöld þar sem við náðum að fylla hann. Formaður klúbbsins, Sigmar Georgsson, fór yfir söguna í stórum dráttum og kraftmikið starf klúbbsins öll þessi ár í fjáröflunum, verkefnum og vinnuframlagi.

Stóra stund kvöldsins var þegar fjórir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn en einn var fjarverandi þar sem hann var á sjó og sjóróðurinn lengdist um hálfan sólarhring. Nýju félagarnir voru: Bergvin Oddsson stjórnmálafræðingur, Vignir Skæringsson hvalagæslumaður með meiru, Ingimar Andrésson veitingamaður og Njáll Kolbeinsson sjómaður.

Aðeins einn stofnfélaga Lions í Eyjum er enn starfandi í klúbbnum, Ágúst Pálmar Óskarsson. Honum voru veittar viðurkenningar fyrir störf hans og dugnað. Afmælisnefndin tilnefndi fimm félaga sem Melvin Jones félaga, en það er æðsta viðurkenning Lions.

Einsi kaldi bauð upp á glæsilegan þriggja rétta hátíðarkvöldverð og Blítt og létt hópurinn flutti nokkur lög fyrir gestina.

80 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Inntaka nýrra félaga, f.v.: Berglind Guðmundsdóttir, Ingimar Andrésson, Inga Sigurbjörg Árnadóttir, Vignir Skæringsson, Fanný Rósa Bjarnadóttir, Ingimar Heiðar Georgsson, Bergvin Oddsson og Ágúst Pálmar Óskarsson. Þessir félagar fengu allir afhenta æðstu viðurkenningu Lions, Melvin Jones Fellow. F.v.: Hörður Pálsson, Ingimar Heiðar Georgsson, Sævar Þórsson, Arnar Andersen og Gunnar Andersen. Guðný Bjarnadóttir, Guðrún Birna Leifsdóttir og Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir. Kristín Lilja Gunnarsdóttir og Fanný Rósa Bjarnadóttir. Snæborg Þorsteinsdóttir og Inga Sigurbjörg Árnadóttir. Sigmar Georgsson formaður afhendir Herði Pálssyni æðstu viðurkenningu Lions. Afmælisnefndin. F.v.: Óskar Pétur Friðriksson, Sigmar Georgsson og Ægir Ármannsson.

Lionsferð í Borgarfjörð 2019

KÍKT VIÐ HJÁ GEORG STOFNFÉLAGA

Hópurinn fór með Herjólfi seinnipart föstudags haustið 2019 og rútan hans Helga Helgasonar, rútubílstjóra frá Vatnshóli í Landeyjum beið eftir okkur. Strikið var tekið á Vesturlandið. Gist var á Hótel Hamri í Borgarnesi sem var nýlegt Icelandair hótel og allt hið glæsilegasta. Hópurinn fór út að borða og síðan var setustofan á hótelinu nýtt fram á nótt.

Í hádeginu á laugardeginum var farið í skoðunarferð um uppsveitir Borgarfjarðar. Leiðsögumaður hópsins var Ari Björnsson úr Borgarnesi, giftur Fanneyju Kristjánsdóttur mágkonu Harðar Þórðarsonar.

Fyrst lá ferð okkar upp að Deildartunguhver og var baðstaðurinn Krauma skoðaður. Áfram lá leiðin upp að Hraunfossum og gengum við töluvert um svæðið og enduðum í kaffi og meðlæti á kaffihúsi á svæðinu. Farið var upp að Húsafelli og þaðan aftur niður um sveitir að Reykholti. Síðan var stoppað lengi í brugghúsinu Steðja, framleiðslan skoðuð og smökkuð. Um kvöldið var snæddur frábær kvöldverður á hótelinu og verið í setustofunni fram á nótt.

Sunnudagurinn var tekin snemma. Georg Skæringsson og Hörður Pálsson skeltu sér í golf og komu heim með glæsilegan bikar og titilinn Borgarfjarðarmeistarar. Á heimleiðinni var rennt niður á Þorsteinsgötu í Borgarnesi og hús tekið á Georg Hermannssyni, einum af stofnfélögum í Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Helgu Helgadóttur konu hans. Þau hjónin fögnuðu hópnum innilega. Komið til Eyja eftir kvöldmat.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 81
Heimsókn í brugghúsið Steðja í Borgarfirði. Morgunhanarnir Georg Skæringsson og Hörður Pálsson komu úr golfi þegar við hin vorum að koma úr morgumat.

Sigurður Guðmundsson frá Háeyri er aldursforseti fyrrverandi Lionsmanna í Eyjum

„ÞETTA VAR TÓM GLEÐI”

Sigurður Guðmundsson, húsasmíðameistari og tónlistarmaður, frá Háeyri í Vestmannaeyjum, Siggi á Háeyri, gekk í Lionsklúbb Vestmannaeyja fljótlega eftir að hann var stofnaður. Hann verður 93 ára þann 17. maí í vor og er aldursforseti fyrrverandi félaga í Lionsklúbbi Vestmannaeyja. Sigurður er við góða heilsu og fer flesta morgna á fund Reynisbræðra í Reynisbakaríi í Kópavogi. Einnig spilar hann reglulega fyrir dansi eldri borgara á Vitatorgi í Reykjavík og víðar. En hvað kom til að hann gerðist Lionsmaður?

„Georg Hermannsson, sem þá var kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum, og að mig minnir Arnfinnur Friðriksson harmónikkuleikari, buðu mér að ganga í klúbbinn,“ segir Sigurður. Það var líflegt félagslíf í Lions og stundum hóað saman í hljómsveit sem þeir Arnfinnur spiluðu í. Árshátíðirnar voru hinar bestu skemmtanir. Þar var boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði og tóku flestir þátt enda var reynt að virkja alla. Sigurður segir að þetta hafi verið algengt í Vestmannaeyjum.

„Okkur hjónunum var stundum boðið á árshátíðir hjá Bifreiðastöð Vestmannaeyja, vörubílastöðinni, sem haldnar voru í Akóges. Þar voru bílstjórarnir með skemmtiatriði á heimsmælikvarða, einhverjar bestu skemmtanir sem ég man eftir. Þar voru framarlega í flokki bílstjórar eins og Hilmar á Grundarbrekku, Óli í Vatnsdal og Adolf Sigurjónsson svo nokkrir séu nefndir.“

Til góðs á margvíslegan hátt Sigurður segir að hann hafi lært margt á því að vera í Lionsklúbbi Vestmannaeyja. „Það var meðal annars sú stefna Lions að vera til góðs í samfélaginu og að stuðla að því að enginn væri alveg útundan fjárhagslega eða á annan hátt. Það var aldrei talað um það hvernig klúbburinn hjálpaði ýmsum einstaklingum og fjölskyldum. Þrír klúbbfélagar stjórnuðu líknarsjóði

Lionsklúbbsins og úthlutunum úr honum. Það spurði enginn um hverjir fengu styrkina. Lionsklúbburinn gerði mikið og margvíslegt gagn í Vestmannaeyjum. Þar á meðal var að kaupa mörg tæki fyrir sjúkrahúsið og fleiri stofnanir og það oftar en einu sinni.“

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hélt fundi tvisvar í mánuði yfir veturinn. Þeir voru m.a. haldnir í fundarsal við Heiðarveg 7 og einnig í Alþýðuhúsinu og Básum. „Svo innréttuðum við aðra hæðina í Arnardrangi með miklum sóma og eftir það vorum

við með fundina þar. Við tókum allir þátt í því. Það voru margir smiðir í klúbbnum og við gerðum þetta allt sjálfir. Verkið gekk mjög fljótt og vel. Það var innréttuð smá skrifstofa innan við salinn þar sem gögn klúbbsins voru geymd.”

Sigurður var tvisvar sinnum formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja, tvisvar sinnum ritari og einu sinni svæðisstjóri umdæmisins. Honum þótti mjög ánægjulegt að gegna þeim embættum og að taka þátt í starfinu.

„Það voru alltaf miklar og mjög líf-

82 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Sigurður Guðmundsson, Siggi á Háeyri, á góðar minningar úr starfi Lions í Eyjum. Hann verður 93 ára í vor og er við góða heilsu.

legar umræður á Lionsfundunum en aldrei nein leiðindi eða eftirköst. Menn ræddu þar bæjarmálin og annað sem var efst á baugi. Það var engin flokkapólitík í því enda er hún bönnuð í Lions. Pólitík er aftur á móti mikið rædd þegar Reynisbræður, gamlir Eyjamenn, koma saman í Reynisbakaríi. Þar fá menn það óþvegið! Ég reyni að mæta reglulega í morgunkaffið í Reynisbakaríi, það er sérstakur og góður félagsskapur,” segir Sigurður.

Allir tóku þátt í fjáröflunum

Félagar í Lionsklúbbnum lögðust allir á eitt við fjáraflanir. Sigurður segir að perusalan hafi verið mjög eftirminnileg og rifjar upp eina sögu. „Við vorum tveir að selja perur og komum inn í kjallara ofarlega í bænum. Það var kolniðamyrkur í ganginum þegar við bönkuðum á dyr og húsráðandi kom til dyra. Hann brást hinn versti við og sagðist ekki ætla að kaupa neinar perur.

Ég sagði þá við hann: Þú gætir að minnsta kosti keypt eina peru svo maður hálsbrjóti sig ekki hér í ganginum. „Jæja, komdu þá með einn pakka,” sagði maðurinn og keypti perupakka.

Einar Sigurjónsson, forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, keypti alltaf perur af Lionsklúbbnum. „Einu sinni þegar Lionsmenn komu að

F.v. Sigurður Guðmundsson, Elísabet Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, Elsa Guðjóna Einarsdóttir heitin, kona Sigurðar, Guðjón Stefánsson trésmiður og Jón Karlsson verslunarmaður og Lionsmaður, tengdasonur Sigurðar. Myndin var tekin á árshátíð Lions á veitingastaðnum Hertoganum.

bjóða Einari perur opnaði hann skáp þar sem var stafli af ónotuðum ljósaperum. Hann vildi styrkja klúbbinn og keypti alltaf perur, en notaði bara hluta af þeim. Eyjamenn almennt voru mjög jákvæðir gagnvart því að kaupa perur af Lionsklúbbnum,” segir Sigurður. Hann segir að það hafi haft mjög bætandi áhrif á sig að vera í Lionsklúbbnum.

„Sú hugsun að láta gott af sér leiða og að framkvæma það hafði mikil áhrif á mig. Við sáum árangur af

starfinu. Mér fannst það gefa meira til baka en við lögðum fram. Þetta var tóm gleði.”

Sigurður var virkur í Lionsklúbbi Vestmannaeyja þar til að fjölskyldan flutti frá Vestmannaeyjum árið 1999. „Þá var mér boðið að ganga í Lionsklúbb í Kópavogi en ég vildi ekki eyðileggja góðu minningarnar frá klúbbnum í Eyjum og afþakkaði því boðið.”

Viðtal // Guðni Einarsson

Arfinnur Friðriksson var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Vestmannaeyja og var alla tíð mjög virkur og drífandi félagi og gegndi flestum trúnaðarstörfum hjá klúbbnum. Hann var eitt ár svæðisstjóri á Suðurlandi í umdæmi 109A. Finnur var ákaflega duglegur í fjáröflunum klúbbsins og var oft söluhæstur ásamt félaga sínum Ágústi Óskarssyni í fjölda mörg ár og seldu þeir ljósaperur í brettavís í fiskvinnsluhúsin og önnur fyrir- tæki. Á öllum skemmtunum hjá Lions og í ferðalögunum var Finnur hrókur alls fagnaðar og alltaf var hann með nikkuna nálægt og Eyjalögin leikin fram á nótt. Á myndinni er Arnfinnur í ræðustól og með honum eru meðstjórend- ur f.v. Ægir Ármannsson, Sigmar Georgsson, Bjarni Samúelsson og Ágúst Óskarsson. Fyrir framan t.v. Friðrik Stefánsson og Hörður Þórðarson fyrir framan hann.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 83

Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson af sjúkrahúsinu 2. febrúar 1973 þegar þakið var hreinsað af mörg hundruð tonnum af vikri sem kom upp í gosinu sem hófst 23. janúar sama ár.

Sjúkrahús Vestmannaeyja 1974
// Stórgjöf Alþjóða hjálparsjóðsins

LIONS FJÁRMAGNAÐI KAUP Á ÖLLUM TÆKJABÚNAÐI

Það má með sanni segja að íbúar Vestmannaeyja hafi kynnst Lionshreyfingunni árið 1974 eftir heimsókn Johnny Balboo, varaalþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar. Hann kom til Vestmannaeyja til að vera viðstaddur stofnun Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Meðal nýrra félaga í Lions voru nokkrir forystumenn bæjarfélagsins eins og Magnús H. Magnússon bæjarstjóri, Georg Tryggvason bæjarlögmaður og Gísli Þorsteinsson bæjarritari.

Uppbygging var hafin eftir eldgosið sem hófst 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Heimafólk var að flytja heim og mörg stór verkefni framundan í uppbyggingu bæjarfé -

lagsins. Farið var með varaforsetann í rútuferð um Heimaey og ummerki jarðeldanna skoðuð. Meðal annars var farið í nýja sjúkrahúsið þar sem heilsugæslustöðin var tekin til starfa á neðstu hæðinni. Hún hafði flutt starfsemi sína úr Arnardrangi í nýja húsnæðið við Sólhlíð árið fyrir gos. Ekki var ráðgert að ráðast í frekari framkvæmdir á tveimur efri hæðunum þar sem fjármagn í það var ekki á áætlun. Peningum var frekar ætlað í þau verkefni sem brýnust þóttu til að taka á móti öllu því fólki sem var komið heim og til þeirra sem vildu koma aftur heim sem fyrst. Búið var að koma fyrir litlum íbúðarhúsum til bráðabirgða og víða var unnið við

nýbyggingar. Alls staðar var verið að vinna í uppbyggingu samfélagsins í Eyjum.

Dáðist að hugrekki fólksins

Alþjóðaforsetanum fannst mikið til koma með hugrekki fólks að vilja flytja strax aftur á heimaslóðir eftir svona mikla eyðileggingu og ummerki jarðeldanna um allan bæ. Hann sagði klúbbfélögum frá verkefnum og starfsemi Alþjóða hjálparsjóðs Lions, LCIF, sem veitir stór framlög til uppbyggingar eftir náttúruhamfarir. Í þessari umræðu töldu okkar menn að mesta þörfin væri að flytja starfsemi sjúkrahússins í nýbygginguna við Sólhlíð, enda var

84 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

gamla sjúkrahúsið orðið barn síns tíma og fyrir löngu búið að sprengja utan af sér húsnæðið.

Málið var lagt fyrir stjórn hjálparsjóðsins sem samþykkti að koma að fjármögnun tækjabúnaðar og annars búnaðar sem þyrfti til að koma sjúkrahúsinu í fulla starfsemi. Óskað var eftir lista yfir þann búnað sem þörf væri á.

Verðgildi 20 einbýlishúsa

Hjálparsjóðurinn sá alfarið um að fjármagna allan tækjabúnaðinn sem óskað var eftir á aðra og þriðju hæð sjúkrahússins. Þar er um að ræða stærsta hluta alls innri búnaðar Sjúkrahúss Vestmannaeyja það er sjúkrarúm, húsgögn, lækningabúnað, tæki og búsáhöld í eldhús, skurðstofubúnað, fæðingarrúm, skrifstofuáhöld, loftþjöppu og margvíslegar vélar og tæki. Þetta stórkostlega framlag sjóðsins til Vestmannaeyja var einn af fyrstu styrkjum til Íslands og stærsta einstaka framlag sjóðsins frá stofnun hans 1968. Andvirði gjafarinnar samsvaraði þá verðgildi um 20-25 einbýlishúsa. Lionsmenn í Vestmannaeyjum hafa reynt að minnast þessarar höfðinglegu gjafar reglulega og halda minningu hennar vel á lofti. Þannig séu bæjarbúar ávallt vel upplýstir um þessa miklu aðstoð sem við Eyjamenn nutum. Hún breytti allri aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum um langa framtíð með glæsilegu og vel útbúnu sjúkrahúsi.

Samantekt // Sigmar Georgsson

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 85
Skjöldur sem var settur upp í anddyri sjúkrahússins til minningar um höfðinglega gjöf Lions. Merki Alþjóða hjálparsjóðs Lions LCIF.

VINASTUND Í VINAMINNI

Okkur var vel tekið þegar við kíktum í jólahlaðborð hjá heiðurshjónunum Helgu Jónsdóttur og Arnóri Hermannssyni. Þau ráku á árum áður bakaríið og

veitingastaðinn Vinaminni. Þetta var ógleymanleg kvöldstund með góðum vinum og gestgjöfum sem vildu allt fyrir okkur gera. Takk fyrir okkur.

86 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Elísabet Ruth Guðmundsdóttir, Ragnheiður Sigurkarlsdóttir og Ása Birgisdóttir. Sönghópurinn Blítt og létt var skemmtikraftur kvöldsins. F.v.: Ólafur Týr Guðjónsson, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Unnur Ólafsdóttir og Arnfinnur Friðriksson. Jóhannes Grettisson, Elín Laufey Leifsdóttir, Guðný Bjarnadóttir og Kári Höskuldsson. Elín Eiríksdóttir og Ágúst Óskarsson fá sér eftirréttinn.

Lionsferð á Flúðir haustið 2016:

TÓMATARÆKT, AGÚRKUR OG RÓBÓTAFJÓS

Farið með Herjólfi á föstudegi í haustferð á Flúðir haustið 2016 og ekið áleiðis upp í Hrunamannahrepp. Þegar komið var á Flúðir voru allir matsölustaðir búnir að loka. Þá uppgötvuðu einhverjir úr hópnum að maður var að festa pizzuvagn aftan í bílinn sinn og búa sig til brottfarar. Hann var hvattur til að opna vagninn og elda ofan í hópinn sem hann gerði með glöðu geði. Úr varð heilmikil pizzuveisla sem enginn úr hópnum mun nokkru sinni gleyma. Gist var á Icelandair hóteli á Flúðum þar sem öll aðstaðan var til fyrirmyndar.

Laugardagurinn var tekinn snemma í rútuferð um uppsveitir Árnessýslu og var Kristófer Tómasson leiðsögumaður. Farið fyrst að Brúarhlöðum þar sem stoppað var lengi og fylgst með fólki í flúðasiglingum. Keyrt upp í Haukdal þar sem margt var að sjá og komið við á Geysissvæðinu. Í hádeginu var litið við í Friðheimum þar sem ræktaðir eru tómatar undir 5000 fermetrum af gleri. Fengum frábæran fyrirlestur um tómatræktina og ferðamannaþáttinn hjá eiganda fyrirtækisins Knúti Rafni Ármannssyni. Á eftir fengum við frábæra tómatsúpu og brauð. Þar á eftir var farið í garðyrkjustöðina Gufuhlíð sem hjónin Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir

Á tröppunum við Icelandair hótelið á Flúðum, f.v. Kolbrún Matthíasdóttir, Elísabet Ruth Guðmundsdóttir og Ragnheiður Sigurkarlsdóttir.

Í heimsókn hjá Simma og Eddu í Grænuhlíð.

reka af miklum dugnaði. Stöðin er mjög tæknivædd og leiddu þau okkur um hana. Sýndu okkur framleiðsluferlið en þau framleiða agúrkur, alls um þúsund tonn á ári, undir 6000 fermetrum af gleri.

Þrír bæir á sama hlaði Næsti viðkomustaður okkar var á Skeiðum þar sem bæirnir Reykhóll, Reykir og Reykjahlíð eru á sama hlaði. Þar fengum við að skoða nýbyggt róbótafjós og voru menn mjög hrifnir af allri aðstöðunni og ekki síst snyrtimennskunni hvert sem litið var. Nokkrir Lionsmenn úr sveitinni mættu þarna með smurðar samlokur og gosdrykki og bjór og var þessu gerð góð skil.

Næst lá leið okkar niður í Sólheima og fengum við góða leiðsögn um allt svæðið af starfsmanni Sólheima. Hópurinn keypti sér kaffi og meðlæti og endaði daginn þarna í rólegheitum. Um kvöldið var þriggja rétta kvöldverður á hótelinu og fjör fram á nótt.

Í hádeginu á sunnudeginum var farið á pizzahlaðborð á veitingastaðnum Mika í Reykholti. Þar keyptum við heimagert konfekt sem eigend-

Pizzavagninn settur aftur í samband, þegar svangir Lionsmenn heimta afgreiðslu eftir lokun. F.v. Ágúst Pálmar Óskarsson, Gunnar Andersen, Sævar Þórsson og Hörður Þórðarson.

ur Mika framleiða. Næst var haldið í Skálholt og kirkjan og Þorláksbúð skoðuð og að endingu komið við í sumarhúsi Eddu og Simma, Grænuhlíð sem er staðsett í Vörðufelli í landi Iðu. Þar var boðið upp á kaffi og kleinur og sumarhúsalandið skoðað. Undir kvöldmat var stefnan sett á Landeyjar og viðburðarríkri helgarferð að ljúka.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 87

ÓGLEYMANLEG FERÐALÖG TIL ÚTLANDA

Ferðalög hafa frá upphafi verið hluti af starfi Lionsmanna í Eyjum. Höfum við farið í skemmtilegar og fróðlegar ferðir innanlands og í menningarferðir til útlanda. Hér eru nokkrar myndir úr ferðum til Krítar, Danmerkur og Þýskalands.

88 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Hópmynd úr ferðalagi á Krít árið 2007. Danmerkurferð 1991 f.v. Björn Heimir Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigurður Þór Ögmundsson uppi á útsýnispalli. Góðir félagar á ferðalagi um Rínardalinn. Elías Gunnlaugsson og Ágúst Óskarsson. Ferðalag til Danmerkur árið 1991 Hópurinn við Löngulínu.

Ný álma á Hraunbúðum tekin í notkun

UNGUR Í DAG GAMALL Á MORGUN

Lionsklúbbur Vestmannaeyja lagði hönd á plóg þegar ný álma á Hraunbúðum var í smíðum. Hann bauð fram aðstoð sína við að búa eldhúsið þeim tækjum sem þyrfti. Í nýju álmunni er stórbætt aðstaða og gott pláss fyrir íbúa sem þurfa sérhæfða þjónustu, til að mynda vegna heilabilunar eða annara veikinda.

Lionsklúbburinn gaf öll stóru tækin í eldhúsið, bakarofn, helluborð, gufugleypi, kæli- og frystiskáp og uppþvottavél. Líka mörg smærri raftæki eins og kaffivél, örbylgjuofn, brauðrist, vöfflujárn, samlokugrill, blandara, handþeytara og eitthvað af búsáhöldum eins og t.d. pottasett.

Mikið fjölmenni var mætt til vígslunnar, sem var 7. febrúar 2018, og barst fjöldinn allur af gjöfum frá mörgum félagasamtökum. Formaðurinn Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sigmar Georgsson, hélt ágætis ræðu sem hann byggði á orðtakinu: Ungur í dag - gamall á morgun.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 89
Bæjarstjórinn Elliði Vignisson ávarpaði gesti. Séra Viðar Stefánsson vígði nýju álmuna á Hraunbúðum. Sólrún Gunnarsdóttir forstöðukona Hraunbúða.

ÁRLEGUR ÞJÓNUSTUDAGUR

Áþjónustudegi Lions, 8. október ár hvert, leggja Lionsmenn áherslu á að liðsinna þeim sem þurfa á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda. Það getur falist í því að heilsa upp á íbúa dvalarheimila, heimsækja gamla kunningja og aðra sem Lionsmenn vita að þarfnast tilbreytingar.

Lionsmenn í Vestmannaeyjum viðhéldu þeim sið áratugum saman að heimsækja heimilisfólkið á Hraunbúðum á þessum degi. Farið var með það í rútuferð um Heimaey og boðið upp á veitingar auk þess að spjalla við fólkið og skemmta því á ýmsan hátt. Arnfinnur heitinn Friðriksson fékk oft lánaða rútu hjá Páli Helgasyni ferðamálafrömuði og var ökumaður og leiðsögumaður í þessum ferðum. Farið var á kaffihús þar sem Finnur spilaði á harmonikkuna fyrir hópinn og vakti það alltaf mikla lukku. Einu sinni fengu Lionsmenn Lúðrasveit Vestmannaeyja til að halda tónleika á Hraunbúðum. Auk heimilismanna komu gestir utan úr bæ og varð af þessu hin besta skemmtun.

Þjónustudagurinn var sérstaklega hátíðlegur á ári aldraðra, 1999. Þá var öllum eldri borgurum í Vestmannaeyjum boðið til kvöldskemmtunar í Alþýðuhúsinu og var hvert sæti setið. Um leið og gestirnir mættu var þeim boðið upp á fordrykk með þurrís. Harmonikkuleikararnir Örvar Kristjánsson og Grettir Björnsson skemmtu og léku síðan fyrir dansi. Lionsfélagar buðu gestunum upp á akstur á samkomuna og aftur heim að henni lokinni.

90 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Við Hraunbúðir. Eldri borgarar tilbúnir í rútuferð með Lions um Heimaey. Á kvöldskemmtun Lions á Hraunbúðum spilaði Lúðrasveit Vestmannaeyja nokkur létt lög. Stjórnandi Stefán Sigurjónsson. Kvöldskemmtun á Hraunbúðum í boði Lions. F.v.: Esther Valdimarsdóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Ásta Haraldsdóttir og Mínerva Kristinsdóttir. Brynjólfur Einarsson bátasmiður ferðbúinn ásamt Lionsmanninum Bjarna Guðjóni Samúelssyni.

TIL HAMINGJU MEÐ 50 ÁRIN

PÉTÓ
GEIRFUGLASKER EHF. DAVÍÐ MÁLARI SÚLNASKER EHF.
EHF. BYLGJA VE

AÐALSTJÓRNIR LIONS -

KLÚBBS VESTMANNAEYJA

frá stofnun 6. apríl 1974

Starfsárið 1974 – 1975

Birgir Indriðason, formaður. Gísli Þorsteinsson, ritari.

Arnfinnur Friðriksson, gjaldkeri.

Starfsárið 1975 – 1976

Georg Hermannsson, formaður.

Aðalsteinn Sigurjónsson, ritari. Ólafur Guðnason, gjaldkeri.

Starfsárið 1976 – 1977

Gísli Þorsteinsson, formaður. Ágúst Guðmundsson, ritari. Geir Sigurlásson, gjaldkeri.

Starfsárið 1977 – 1978

Arnfinnur Friðriksson, formaður. Einar Friðþjófsson, ritari.

Ásmundur Jónsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1978 – 1979

Ólafur Runólfsson, formaður.

Sigmar Georgsson, ritari. Friðrik Gíslason, gjaldkeri.

Starfsárið 1979 – 1980

Þórður Rafn Sigurðsson, formaður. Grétar Þórarinsson, ritari.

Ingólfur Þórarinsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1980 – 1981

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, formaður. Elías Gunnlaugsson, ritari. Ágúst Óskarsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1981 – 1982

Engilbert Gíslason, formaður. Friðrik Óskarsson, ritari. Trausti Jakobsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1982 – 1983

Gísli Eiríksson, formaður.

Sigurður Ögmundsson, ritari. Ágúst Þórarinsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1983 – 1984

Arnfinnur Friðriksson, formaður. Sigurður Guðmundsson, ritari. Guðjón Stefánsson, gjaldkeri.

Stjórn starfsárið 1984 – 1985. F.v.: Óskar Björgvinsson ritari, Sigurður Gísli Þórarinsson formaður og Bjarni G. Samúelsson gjaldkeri.

Starfsárið 1984 – 1985

Sigurður Gísli Þórarinsson, formaður. Óskar Björgvinsson, ritari. Bjarni G. Samúelsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1985 – 1986

Hjálmar Guðmundsson, formaður. Sigmar Georgsson, ritari. Gunnar Ingi Einarsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1986 – 1987

Sigurður Guðmundsson, formaður. Stefán Sigurðsson, ritari. Ólafur Guðnason, gjaldkeri.

Starfsárið 1987 – 1988

Þórður Rafn Sigurðsson, formaður. Borgþór Yngvason, ritari. Ágúst V. Einarsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1988 – 1989

Sigurður Georgsson, formaður. Leifur Á. Leifsson, ritari. Þórður Sigursveinsson, gjaldkeri.

Stjórn starfsárið 1985 – 1986. F.v.: Gunnar Ingi Einarsson gjaldkeri, Hjálmar Guðmundsson formaður og Sigmar Georgsson ritari.

Starfsárið 1989 – 1990

Arnfinnur Friðriksson, formaður. Sigmar Georgsson, ritari. Bjarni G. Samúelsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1990 – 1991

Helgi Sigurlásson, formaður. Reynir Jóhannesson, ritari. Jón Ólafur Karlsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1991 – 1992

Bjarni G. Samúelsson, formaður. Borgþór Yngvason, ritari. Jóhannes Grettisson, gjaldkeri.

Starfsárið 1992 – 1993

Sigurður Guðmundsson, formaður. Arnfinnur Friðriksson, ritari. Björn Heimir Sigurbjörnsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1993 – 1994

Sigmar Georgsson, formaður. Hjálmar Guðmundsson, ritari. Guðjón Stefánsson, gjaldkeri.

92 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA

G.

Starfsárið 1994 – 1995

Jón Þorkell Jakobsson, formaður. Sigurður Guðmundsson, ritari. Ólafur Guðnason, gjaldkeri.

Starfsárið 1995 – 1996

Bjarni G. Samúelsson, formaður. Karl Marteinsson, ritari. Sigurjón Sigurjónsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1996 – 1997

Jóhannes Grettisson, formaður. Sigmar Georgsson, ritari. Henrý M. Kristjánsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1997 – 1998

Sigurjón Sigurjónsson, formaður. Sigurður Guðmundsson, ritari. Bjarni G. Samúelsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1998 – 1999

Hjálmar Guðmundsson, formaður. Trausti Jakobsson, ritari. Guðjón Stefánsson, gjaldkeri.

Starfsárið 1999 – 2000

Sigmar Georgsson, formaður. Ingimar H. Georgsson, ritari. Hörður Þórðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2000 – 2001

Bjarni G. Samúelsson, formaður. Karl G. Marteinsson, ritari. Sigurjón Sigurjónsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2001 – 2002

Jóhannes Grettisson, formaður. Guðmundur S. Ásmundsson, ritari. Friðrik Harðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2002 – 2003

Bjarni Guðjón Samúelsson, formaður.

Sigmar Georgsson, ritari. Georg Skæringsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2003 – 2004

Jóhannes Ó. Grettisson, formaður. Sævar Þórsson, ritari. Hörður Þórðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2004 – 2005

Hörður Pálsson, formaður. Trausti Jakobsson, ritari. Hjálmar Brynjúlfsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2005 – 2006

Ingimar H. Georgsson, formaður. Friðrik Harðarson, ritari. Karl Marteinsson, gjaldkeri.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA 93
Stjórn starfsárið 1988 – 1989. F.v.: Leifur Á. Leifsson ritari, Sigurður Georgsson formaður og Þórður Sigursveinsson gjaldkeri. Stjórn starfsárið 1991 – 1992. F.v.: Jóhannes Grettisson gjaldkeri, Bjarni Samúelsson formaður og Borgþór Yngvason ritari. Stjórn starfsárið 1992 – 1993. F.v.: Arnfinnur Friðriksson ritari, Sigurður Guðmundsson formaður og Björn Heimir Sigurbjörnsson gjaldkeri.

Starfsárið 2006 – 2007

Bjarni G. Samúelsson, formaður.

Sævar Þórsson, ritari.

Hörður Pálsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2007 – 2008

Georg Skæringsson, formaður.

Ingimar H. Georgsson, ritari.

Hörður Þórðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2008 – 2009

Friðrik Harðarson, formaður.

Jóhannes Ó. Grettisson, ritari.

Friðrik Stefánsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2009 – 2010

Sigmar Georgsson, formaður.

Bjarni Guðjón Samúelsson, ritari.

Ægir Ármannsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2010 – 2011

Sævar Þórsson, formaður.

Hörður Pálsson, ritari.

Hjálmar Brynjúlfsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2011 – 2012

Jóhannes Grettisson, formaður.

Friðrik Stefánsson, ritari.

Sigmar Georgsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2012 – 2013

Ingimar H. Georgsson, formaður.

Georg Skæringsson, ritari.

Friðrik Harðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2013 – 2014

Hörður Pálsson, formaður.

Valdimar Guðmundsson, ritari.

Gunnar Andersen, gjaldkeri.

Starfsárið 2014 – 2015

Óskar Örn Ólafsson, formaður.

Ægir Ármannsson, ritari.

Kári Höskuldsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2015 – 2016

Sigmar Georgsson, formaður.

Bjarni Guðjón Samúelsson, ritari.

Arnar Andersen, gjaldkeri.

Starfsárið 2016 – 2017

Óskar Pétur Friðriksson, formaður.

Sævar Þórsson, ritari.

Hjálmar Brynjúlfsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2017 – 2018

Georg Skæringsson, formaður.

Sævar Þórisson, ritari

Ingimar H. Georgsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2018 – 2019

Sigmar Georgsson, formaður. Valdimar Guðmundsson, ritari. Ingimar H. Georgsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2019 – 2020

Ægir Ármannsson, formaður. Hörður Pálsson, ritari. Ingimar H. Georgsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2020 – 2021

Sama stjórn og 2019 - 2020 vegna Covid-19.

Starfsárið 2021 – 2022

Arnar Andersen, formaður. Óskar Pétur Friðriksson, ritari. Sævar Þórsson, gjaldkeri.

Starfsárið 2022 – 2023

Gunnar Andersen, formaður.

Sigmar Georgsson, ritari. Friðrik Harðarson, gjaldkeri.

Starfsárið 2023 – 2024

Bergvin Oddsson, formaður. Njáll Kolbeinsson, ritari. Hjálmar Brynjúlfsson, gjaldkeri.

94 Lionsklúbbur Vestmannaeyja // 50 ÁRA
Stjórn starfsárið 1998 – 1999. Guðjón Stefánsson gjaldkeri, Hjálmar Guðmundsson formaður og Trausti Jakobsson ritari. Stjórn starfsárið 1999 – 2000. F.v.: Hörður Þórðarson gjaldkeri, Sigmar Georgsson formaður og Ingimar H. Georgsson ritari.

ÓSKUM LIONSKLÚBBI VESTMANNAEYJA

TIL HAMINGJU MEÐ UPPBYGGJANDI OG ÁRANGURSRÍKT

STARF

Í 50 ÁR

LIONSKLÚBBUR NJARÐVÍKUR

LIONSKLÚBBURINN MÚLI FLJÓTSDALSHÉRAÐI

LIONSKLÚBBURINN VÍÐARR

LIONSKLÚBBURINN DYNKUR

LIONSKLÚBBUR SELFOSS

LIONSKLÚBBURINN SKJALDBREIÐUR

Arnar Andersen

Agnar Torfi Guðnason

Ágúst Pálmar Óskarsson

Anna Ingimarsdóttir

Anna Davíðsdóttir

Ágústa Högnadóttir

Bergvin Oddsson

Borgþór Yngvason

Bjarni Guðjón Samúelsson

Dóra Kolbeinsdóttir

Edda Angantýsdóttir

Einar Örn Valsson

Elín Eiríksdóttir

Elísabet Ruth Guðmundsdóttir

Friðrik Harðarson

Friðgeir Þór Þorgeirsson

Georg Skæringsson

LIONSKLÚBBURINN GEYSIR

LIONSKLÚBBURINN RÁN

LIONSKLÚBBUR ESKIFJARÐAR

LIONSKLÚBBURINN EIK

Guðmundur Sigfússon

Guðný Björgvinsdóttir

Guðný Bjarnadóttir

Guðrún Sveinsdóttir

Guðrún Birna Leifsdóttir

Gunnar Andersen

Guðrún Jóhannsdóttir

Hjálmar Brynjúlfsson

Hjördís Inga Arnarsdóttir

Hörður Pálsson

Hörður Þórðarson

Ingimar Heiðar Georgsson

Íris Róbertsdóttir

Kári Höskuldsson

Kolbrún Matthíasdóttir

Kristmann Karlsson

Margrét Ársælsdóttir

Marinó Sigursteinsson

María Kristjánsdóttir

Marý Ólöf Kolbeinsdóttir

Njáll Kolbeinsson

Óskar Pétur Friðriksson

Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir

Pétur Árnmarsson

Ragnheiður Sigurkarlsdóttir

Sigmar Georgsson

Sigurjón Sigurjónsson

Stefán Friðriksson

Svanhildur Sigurðardóttir

Sævar Þórsson

Valdimar Guðmundsson

Þórarinn Sigurðsson

Þórður Rafn Sigurðsson

Ægir Ármannsson

Til hamingju

Sendum Lionsklúbbi Vestmannaeyja árnaðaróskir á 50 ára afmælinu. Með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.