Tígull 14.tbl 03 árg.

Page 8

INDVERSK LINSUBAUNASÚPA Linsubaunir innihalda góð kolvetni og mikið af trefjum og hafa góð áhrif á blóðsykurinn. Þetta eru 4 skammtar. Hráefni: 250 gr rauðar linsubaunir 1 laukur 1 rauð paprika 1 msk olía 1/2 dós kókosmjólk 1 msk appelsínuþykkni 1/2 msk karrý 1 tsk túrmerik 1 búnt ferskt kóríander 1/2 l vatn

Aðferð: Skolið linsubaunirnar vel og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. Skerið laukinn og paprikuna smátt. Grófsaxið kóreander og leggið til hliðar. Mýkið laukinn og paprikuna í potti við meðalhita í nokkrar mínútur. Bætið við kókosmjólk, appelsínuþykkni, karrý, túrmerik, vatni og soðnum linsubaunum og hrærið vel. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið kóreander útí í lokin.

í Vestmannaeyjum

Börn og umhverfi - Námskeið 2021

Rauði krossinn í Vestsmannaeyjum heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir 12 ára börn næstkomandi laugardag og sunnudag ( 8. - 9. maí ) Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2007-2008. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún María Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Lóa Baldvinsdóttir leikskólakennari. Allir fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. Námskeiðið er haldið í húsnæði Rauða krossins, Arnardrangi við Hilmisgötu. Námskeiðsgjald er kr. 6.500,- sem greiðist við fyrstu mætingu. Innifalið er nemendahandbók og hressing (ávextir og safi) Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst á netfangið: hugrun58@hotmail.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tígull 14.tbl 03 árg. by Leturstofan - Issuu