__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

14. tbl. 03. árg. 5. - 11. maí 2021


hvíldarvikurnar mínar. Venjulegar vikur eru 8-11 klst (70-80 km) á viku. Stóru löngu vikunar eru 12-16 klst (90-110 km) á viku og yfirleitt með 3-5000m hækkun.

Það er vel hægt að segja að hér er á ferðinni einn af Ultra hlaupurum landsins. Friðrik Benediktsson hljóp á dögunum fyrstur heilt maraþon um Heimaey. Friðrik er fæddur 1983 og því 38 ára á árinu. Friðrik er giftur Kolbrúnu Jónsdóttur og saman eiga þau Ronju Lísbet, Emil Elvis og Karítas Ídu. Friðrik er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Grafarvogi. Við fengum að forvitnast um hvað væri framundan hjá Friðrik í hlaupunum. Ég er á leiðinni núna 5. júní í hlaup sem heitir Hengill Ultra og er 106 km fjallahlaup með 4000m hækkun. Það tekur milli 14-18 klst að klára það ef allt gengur upp og veðrið er hliðhollt manni. Næst á eftir því stefni ég á að fara í hlaup 18. september sem heitir Bakgarður náttúruhlaupa, Backyard Ultra. Þar er hlaupinn 6,7 km hringur

TÍGULL

og þú hefur 60 mínútur til að klára hringinn og svo er alltaf farið af stað á nýjum klukkutíma og svo bara farið eins marga hringi og þú getur, þannig ef ég næ að fara 160 km eins og ég stefni að þá þarf ég að hlaupa 24 hringi og það eru þá 24 klst sem það tekur og jafnvel lengur ef vel gengur. Þetta er svona það stóra sem er á planinu hjá mér en aldrei að vita hvort eitthvað skemmtilegt detti inn í millitíðinni. Hvernig æfir maður sig fyrir svona löng hlaup? Maður þarf að setja margar klukkustundir í undirbúning fyrir öll hlaup, í raun alveg sama hversu stór þau eru. Í svona Ultra hlaup þá er gríðarlegur undirbúningur sem maður er til í að leggja á sig. Maður telur vikurnar í raun ekki í km heldur í klst og hæðar metrum. Rólegar vikur hjá mér eru 5-7 klst á viku (50-60 km) og það eru

Ég fer mikið upp á land að æfa og fer þá á Esjuna mikið og er að taka þar 3-5 ferðir með allskonar útfærslum. Hef verið að fara á Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul ásamt fleiri fjöllum í kringum Reykjavík (eyjan er eiginlega of lítil til að æfa fyrir svona hlaup en ég reyni að finna út góðar æfingar í eyjum ef ég kemst ekki upp á land). Svo þarf að æfa það að borða á ferðinni og finna út hvað hentar og hvað ekki. Ég t.d. tek ekki inn neina orku í hlaupum sem taka minna en 3 klst og þá er ég að kenna líkamanum og skipta á milli því að eyða fitu og kolvetnum. Svo mæli ég alltaf með því að vera með þjálfara til að hjálpa sér því það er mjög létt að fara fram úr sér og þá fer maður að meiðast og þá fer allt í vaskinn. Maður er alltaf að dansa á mjög þunnri línu og það má ekki mikið út af bregða. Ég er með 2 frábæra þjálfara sem heita Þorbergur Ingi (Tobbi) og Eva konan hans. Einnig borgar sig að eiga góðan maka sem skilur hvað það er sem maður þarf að leggja á sig til að ná árangri og fær fullan stuðning frá. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið og hvar var það? Lengsta sem ég hef hlaupið var America to Europe Ultra sem var 55 km um Reykjanesið 10 dögum eftir 46 km Esju Marathon. Hvenær byrjaðir þú að hlaupa og hvernig æxlaðist það að þú fórst að hlaupa?

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumyndina á Tói Vídó.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Skoðaðu fleiri tilboð í vefverslun okkar

Tilboð í maí

Dimex Smíðavesti

Dimex mittisbuxur

Dimex Smíðavesti EN ISO 20471. Hægt að víkka með aukaflipa til að nota yfir úlpu. Hægt að nota með fallbúnaði.

Dimex mittisbuxur. Teygjanlegt efni, teygist á 4 vegu. Sýnileikavottaðar. EN ISO 20471 CL.1.

Tork Salubrin handsótthreinsir

Mobil Delvac MX ESP 15W-40 20L

Gel til handsótthreinsunar. Flaskan gefur um 250 skammta. Inniheldur 70% alkahól.

Minerölsk olía fyrir vélar í flutningabílum og vinnuvélum með sótkornasíu (DPF) og hreinsunarbúnað í útblásturskerfi.

Verslun N1 Friðarhöfn, Vestmannaeyjum, 481-1127

Dunlop stígvél Dunlop Purofort professional stígvél eru hentug við margskonar aðstæður. Þau eru létt og með höggdeyfi í sóla. Endast vel og gott að þrífa þau.

Tork Prem WC pappír Extra mjúkur WC pappír þrefaldur fyrir veggskammtara.

ALLA LEIÐ


Með svefnin þá passa ég upp á hann, ég er alltaf farinn upp í rúm milli 21:30-22:00 á virkum dögum og um 23 um helgar. Mér finnst mikilvægt að ég fái alltaf amk 7-9 klst svefn.

Ég byrjaði að hlaupa í Ágúst 2018, skokkaði þá 3 km og var gjörsamlega sigraður. Þá kom keppnisskapið upp í mér og 3 km urðu 5 km og 5 km að 7 km og svo eru þessir 3 km komnir í 100+ km. Æfir þú annað með hlaupum? Ég er með tvær styrktaræfingar í viku sem er blanda af lyftingum og mobility æfingum. Ég hjóla líka svolítið og fer í fjallgöngur, þegar ég fer í styttri fjallgöngur þá tek ég oftast annað ef ekki bæði börnin með sem og í hjólatúra um eyjuna. Hvað er mikilvægast í hlaupunum? Það sem mér finnst mikilvægast er að hafa æfingarnar fjölbreyttar og þær verða að vera skemmtilegar annars er enginn að fara að endast neitt í hlaupum eða annarri hreyfingu ef út í það er farið. Skórnir skipta svakalega miklu máli. Þetta er ekki alveg eins einfalt og oft er sagt „að fara bara út að hlaupa“.

Maður verður að vera í góðum skóm og skipta þeim út þegar þeir eru búnir. Hvað áttu best í 10 km? Ég hef bara keppt í tveimur götuhlaupum. Annað var gamlárshlaup ÍR 2018 var þá 52 mín með 10 km og svo Iceland Running Festival í byrjun júní 2019 og var þá um 47 mín með 10 km. Mér finnst hrikalega óspennandi að hlaupa götuhlaup og geri það helst ekki en ég á best óskráð 40:21 í 10 km. Ertu að spá mikið í mataræðið og svefn? Já og nei varðandi mataræðið ég hef prófað ýmislegt en ég í rauninni passa það en leyfi mér helling. Allt snýst þetta um að næra skrokkinn og ég passa að ég fái allt þetta helsta. Borða mikið af ávöxtum og eggjum og borða bara það sem fær mig til að líða vel.

Ertu með eitthvað drauma hlaup? Ég er með nokkur draumahlaup en bara eitt á Íslandi. Það er Súlur Vertical og er 55 km með 3000m hækkun og er á Akureyri alltaf um Verslunarmannahelgina, sem er mjög mikið vesen fyrir mann sem er giftur konu sem dýrkar Þjóðhátíð. Ég er svo með nokkur hlaup erlendis t.d Transvulcania sem er á Kanarí og er 128 km með 6400m hækkun CCC (100 km með 6100m) og TDS (120 km með 7200m) sem eru systra hlaup. UTMB sem er drauma hlaupið mitt 170 km með 10400m, það er hringur í kringum Mont-Blank Fjallgarðin. CCC og TDS eru undir hlaup frá UTMB hlaupinu. Þetta er svona sem er á framtíðarplaninu. Ég er að safna punktum til að mega sækja um þessi hlaup. Ég er kominn með punkta fyrir þrjú af þessum fimm hlaupum þannig að vonandi get ég tekið eitthvað af þessu á næstu árum. Hvað áttu marga hlaupaskó á þessari stundu? Ég á 6 pör af skóm sem ég nota til skiptis, 5 utanvega og 1 götu fyrir utan þá mörgu sem hafa bókstaflega klárast. Maður finnur það um leið þegar sólinn klárast og því mikilvægt að fylgjast vel með og skipta út reglulega.


Nú getur þú haft það

alla daga!

Frá og með fimmtudeginum 6. maí er opið allan daginn alla daga! Sunnudag - fimmtudags 11:30 - 21:00 Föstudaga & laugardaga 11:30 - 22:00

Hægt að panta borð á www.gott.is Minnum á take away í síma 481 3060 GOTT | Bárustíg 11 | gott@gott.is | www.gott.is


GUÐNÝ CHARLOTTA HARÐARDÓTTIR BÆJARLISTARMAÐUR VESTMANNAEYJA 2021 Hver eru þín helstu áhugamál? Tónlist, hannyrðir og svo finnst mér mjög gaman að baka þó ég sé nú alls ekki góð í því! Í hvaða námi ertu? Ég er í meistaranámi við Konunglega Tónlistarháskólann í Árósum (Royal Academy of Music in Aarhus) þar sem ég legg áherslu á tónlistarkennslu.

Guðný hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Vestmannaeyja árið 2003. Árið 2016 lá leið hennar í framhaldsnám við Tónlistarskóla Garðabæjar. Ári síðar nam hún píanóleik við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.mus.ed. gráðu. Guðný hóf meistaranám við Det Jyske Konservatorium í Árósum síðastliðið haust. Guðný Charlotta hefur einnig starfað sem píanókennari við Tónlistarskólann í Árbæ, verið meðleikari fyrir fiðlu/ víólu hópa í Suzuki námi við Tónlistarskólann í Garðabæ, þar sem hún starfaði einnig sem afleysingarkennari. Guðný hefur tekið þátt í fjölmörgum listrænum tónlistaverkefnum. Guðný Charlotta er vel að útnefningunni komin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Guðný Charlotta er við nám nú í Árósum og gat því ekki verið viðstödd útnefninguna. Foreldrar hennar, Hörður Pálsson og Kolbrún Matthíasdóttir tóku við viðurkenningu fyrir hennar hönd frá Njáli Ragnarssyni, formanni bæjarráðs Vestmannaeyja. Tígull tók létt spjall við Eyjamærina Guðnýju Charlottu:

Hvað er framundan hjá þér á næstunni? Ég er að klára fyrsta árið mitt hér í Danmörku með tilheyrandi ritgerðarskilum, tónleikum og lokaprófum. Síðan er ég að skipuleggja lítið „tónleikaferðalag“ með samspilshópnum mínum sem kallar sig „Trillutríóið“. Við ætlum að halda nokkra tónleika á Suðurlandinu í sumar. Ég er síðan alltaf með nokkrar hugmyndir bak við eyrað sem mig langar að framkvæma einn daginn, en það er bara spurning hvenær það gerist. Annars ætla ég bara að njóta íslenska sumarsins! Hver er draumurinn? Draumurinn er að verða góður píanókennari og fá að starfa við slíkt. Draumurinn er einnig að fá tækifæri að spila með öðrum jafningjum því það þykir mér ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Stefnirðu á að flytja aftur heim? Ég mun klárlega flytja aftur heim til Íslands. Ég hef komist að því að ég er ótrúlega mikill Íslendingur og ég var búin að mynda mér gott tengslanet á Íslandi tengt tónlistarbransanum sem ég vil endilega halda við og stækka. Hvort ég muni flytja strax til Vestmannaeyja er erfitt að svara því eins og staðan er núna bíða mín fleiri tækifæri á höfuðborgarsvæðinu, tækifæri sem efla mig sem tónlistarmann og kennara. Mig langar þó að búa nálægt fjölskyldunni en þetta er

víst ákvörðun sem ég þarf sem betur fer ekki að taka alveg strax! Hvernig hefur þetta verið hjá þér svona á þessum skrýtnu covid tímum? Covid kom á mjög leiðinlegum tíma námslega séð, bara eins og hjá öllum öðrum geri ég ráð fyrir, en ég var akkúrat að útskrifast úr Listaháskóla Íslands þegar faraldurinn skall á. Það var mikil óvissa með útskriftartónleikana mína, hvort þeir yrðu og hvernig þeim yrði háttað. Það var því mikil orka sem fór í það að gera plan B, C og þess vegna plan D því enginn vissi neitt hvernig framhaldið yrði. Mér tókst þó sem betur fer að ljúka bakkalárnáminu mínu með tónleikum og útskriftarathöfn sem mér fannst mikilvægur punktur til að setja fyrir aftan þetta þryggja ára háskólanám. Það góða við þessa tíma var þó að ég gat eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Þegar ég flutti síðan til Danmerkur var óvissan mikil. Skólinn byrjaði þó vel og ég gat mætt í alla mína tíma í persónu. Þegar leið á haustönnina og smitum fór að fjölga var gripið til þess að halda alla fræðitíma í gegnum fjarfundarbúnað. Sem betur fer fékk ég þó að mæta í mína einkatíma og meðleikstíma hjá píanókennurum mínum. Þannig hefur það verið síðan. Í dag þarf ég þó að sýna fram á neikvætt covid-próf á þriggja daga fresti til að komast inn í byggingu skólans. Því fylgir örlítil meiri fyrirhöfn heldur en gengur og gerist en auðvitað sýnir maður þá ábyrgð og lætur sig hafa það. Það sem mér þykir mest miður við mína upplifun á því að vera í skóla erlendis, er að skólahald og félagslíf er ekki hefðbundið. Ekki jafn líflegt og aðgengilegt og var áður. Ég bind því miklar vonir við að á næsta skólaári muni ég fá að upplifa nokkuð eðlilegt danskt háskólalíf!


ÉTA

Þú færð

Meraki vörurnar hjá okkur!

www.heimadecor.is Strandvegur 39


INDVERSK LINSUBAUNASÚPA Linsubaunir innihalda góð kolvetni og mikið af trefjum og hafa góð áhrif á blóðsykurinn. Þetta eru 4 skammtar. Hráefni: 250 gr rauðar linsubaunir 1 laukur 1 rauð paprika 1 msk olía 1/2 dós kókosmjólk 1 msk appelsínuþykkni 1/2 msk karrý 1 tsk túrmerik 1 búnt ferskt kóríander 1/2 l vatn

Aðferð: Skolið linsubaunirnar vel og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. Skerið laukinn og paprikuna smátt. Grófsaxið kóreander og leggið til hliðar. Mýkið laukinn og paprikuna í potti við meðalhita í nokkrar mínútur. Bætið við kókosmjólk, appelsínuþykkni, karrý, túrmerik, vatni og soðnum linsubaunum og hrærið vel. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið kóreander útí í lokin.

í Vestmannaeyjum

Börn og umhverfi - Námskeið 2021

Rauði krossinn í Vestsmannaeyjum heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir 12 ára börn næstkomandi laugardag og sunnudag ( 8. - 9. maí ) Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2007-2008. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún María Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Lóa Baldvinsdóttir leikskólakennari. Allir fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. Námskeiðið er haldið í húsnæði Rauða krossins, Arnardrangi við Hilmisgötu. Námskeiðsgjald er kr. 6.500,- sem greiðist við fyrstu mætingu. Innifalið er nemendahandbók og hressing (ávextir og safi) Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst á netfangið: hugrun58@hotmail.com


Ferðagjöfin hefur verið framlengd Láttu sjá þig - notaðu hana! Ferðagjöfin gildir til og með 31. maí. Ef þú getur ekki notað hana fyrir þann tíma, þá tökum við við henni og þú átt inneign hjá okkur. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og við tökum við henni í gegnum síma. Svo er þér auðvitað velkomið að líta við.

Pöntunarsími: /cantonvestmannaeyjar

481 1930

Canton | Strandvegur 49 | 481 1930 |

Raunfærnimat í skipstjórn NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI

Hefur þú starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi? Þá gæti raunfærnimat hentað þér!

Viska fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa. Viska er til húsa í Þekkingarsetri Vm. – ÞSV - Ægisgötu 2 Vm. í fjölbreyttu og skapandi umhverfi. Starfshlutfall 50% frá 1. sept. nk. en getur hækkað á haustönn með nýjum verkefnum og fer í allt að 100 % starf frá 1. janúar 2022. Starfssvið Veita fullorðnum einstaklingum þjónustu í formi námsog starfsráðgjafar. Framkvæma og útbúa raunfærnimat. Hæfnigreina störf og fræðsluþarfir m.a. á vinnustöðum. Umsjón og verkefnastjórn með einstaka fræðslu – og þróunarverkefnum.

Hæfnikröfur Leyfi Mennta- og menningarmálaráðuneytis til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi. www.vIskave.Is

Reynsla af náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati telst kostur. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn Þekking á framhaldsfræðslu og/eða starfi símenntuní skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur armiðstöðvaverið telst aflað. kostur.Metið Rík þjónustulund lipurð í er upp í námog í skipstjórn á B stigi ( 45.m. skip). Þátttakendur fara í mannlegum samskiptum. í skóla ognámsljúka því sem eftir Laun samkv. kjölfarið kjarasamningum og námi starfsráðgjafa. stendur.

Umsóknarfrestur er til Inntökuskilyrði: 11. maí 2021 • 5 ára starfsaldur á sjó Senda skal umsóknir varaform. stjórnar Visku á • 25 ára til lífaldur netfangið: helgabjorkolafsdottir@gmail.com Nánari upplýsingar:

Stjórn Visku fræðsluog símenntunarmiðstöðvar solrunb@viskave.is eða í símaVm. 488 0116


ÞRAUTIR

ORÐAÞRAUT

MALTÖL APPELSÍNUSAFI SÓDAVATN APPELSÍN

EPLADJÚS MJÓLK VATN MIX COCACOLA ORKA


KRÓNAN

Við auglýsum eftir styrktarumsóknum

Ert þú með hugmynd?

Á AÐ SKORA Á FÉLAGANA?

Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2021

Kronan.is/styrktarumsokn Afgreiðslutímar á www.kronan.is

OPIÐ ALLA DAGA 16:00 - 22:00 PÍLUKAST | BILLIARD

Braggabílar Braggabílar ehf óska eftir að ráða sumarstarfsmann til starfa við vörubíla og kranavinnu.

Tannlæknar 10. - 12. maí Birta Þórsdóttir

19. - 21. maí Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

Hæfniskröfur: Meirapróf og kranaréttindi er skilyrði Þjónustulund og sterk öryggisvitund Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð Stundvísi og snyrtimennska Nánari upplýsingar veitir Jón Steinar í síma 897-1535 og á netfangið braggabilar@gmail.com


EASY CHARGER HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ FYRIR BÍLINN

Easy Charger er stílhrein heimahleðslustöð 7,4 kW með innbyggðri 6mA DC vörn. Hentug fyrir þá sem vilja einfalda, þægilega og örugga hleðslulausn. Hleðslustöðin er CE vottuð með tveggja ára ábyrgð og er 2,3 kg að þyngd. Hún er með veðurþols vottuð IP54 og höggþolin IK08. Vinnsluþol stöðvarinnar er frá -25C upp í +50C.

Hilmisgata 4 900 Vestmannaeyjar www. geisli.is geisli@geisli.is 481 3333

Profile for Leturstofan

Tígull 14.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 14.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded