Tígull 41. tbl 04. árg.

Page 1

41. tbl. 04. árg. 23. - 29. nóvember 2022 JÓLAKRANSAR KONUKVÖLD HEIMADECOR PIPARKÖKU SKREYTINGAR FRÉTTHORN FÍV

SKRÁNING Í PUFFIN RUN 2023 HEFST UM HELGINA

The Puffin Run er eitt vinsælasta utanvegahlaup á Íslandi í dag.

Skráning í The Puffin Run 2023 hefst á laugardaginn 26. næstkomandi.

Þetta er sjötta hlaupið sem er haldið. Gríðarleg ánægja er með fyrirkomulag og skipulag hlaupsins.

Skipuleggjendur hlaupsins skora á þá sem hyggjast taka þátt að skrá sig tímanlega þar sem fjöldi þátt takenda takmarkast við 1000 manns. Í síðasta hlaupi komust færri að en vildu. Skráning fer fram á netskraning.is

Áfram er keppt í þremur mismunandi lengdum, einstaklingur 20 km, para 10 km og fjögurra manna sveit 5 km.

Sú breyting er á í ár að skrá þarf par og fjagra manna lið í sömu skráningu, sem sé einn sér um að skrá hópinn.

SAFNAR FYRIR ADHD SAMTÖKIN Í EYJUM

Friðrik Benediktsson hlaupara langar að leggja sitt af mörkum til ADHD samtakanna í Vestmanna eyjum. Þar sem hann er hlaupari og hefur verið með hlaupaæfingar, ætlar hann að setja upp hlaupa seríu sem verður 4-5 hlaup. Þetta er 7 km hringur sem allr geta hlaupið/skokkað eða bara geng ið og verður farið alltaf síðasta þriðjudag í mánuði alveg óháð veðri. Aðalatriði er að vera með hvort sem þið viljið fara hratt eða hægt þá verður alltaf gaman.

Það mun kosta 1000 kr. í hvert hlaup og mun allur ágóði renna

TÍGULL

DREIFING:

óskiptur beint til ADHD samtak anna og verða virkilega flott úr dráttarverðlaun í hverju hlaupi.

„Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í hverju hlaupi og verður fyrsta hlaupið núna 29. nóvember. Hlaupið verður frá Skeljungi (Beint á móti þar sem Blátindur er) klukkan. 17:15“, sagði Friðrik.

Dagsetningar á hlaupunum: 29. nóvember 27. desember 31. janúar 28. febrúar

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

KONUKVÖLD HEIMADECOR SÍÐASTLIÐIÐ FÖSTUDAGSKVÖLD

Vel var mætt á konukvöld Heimadecor sem haldið var síð astliðið föstudagskvöld. Afslætt ir, happadrætti, léttar veitingar og kynningar var meðal þess sem var í boði. Tígull mætti á staðinn og smellti af nokkrum myndum af fjörinu. Hér til hægri má sjá Sigrúnu Örnu eiganda Heimadecors (fyrir miðju) ásamt starfsfólki sínu.

Spjaldtölvur Allt að 20% AFSLÁTTUR Allt að 50.000 AFSLÁTTUR Leikjaturnar Allt að 30.000 AFSLÁTTUR Apple fartölvur Fartölvur í úrvali Allt að 45% AFSLÁTTUR 38.494 Thomson fartölva 69.990 45% AFSLÁTTUR ALLA VIKUNA 20-27. NÓVEMBER ALLT AÐ 75%AFSLÁTTURAFYFIR1.000VÖRUM Sendum FRÍTT ALLT AÐ 10.KG Sendum FRÍTT ALLT AÐ 10.KG 23. nóvember 2022 • B i r t me ð fyri r v a r a u m br eyti n ga ,r in n slátta r vill u r og m y n da br e ng Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

VILJA SETJA GRUNNDEILD RAFIÐNA UPP SEM LOTUBUNDIÐ FJARNÁM

FRÉTTAHORN FÍV

Nú fer að líða að útskrift hjá núver andi nemendum í grunndeild raf iðna í Framhaldsskólanum í Vest mannaeyjum. Grunndeildin síðast liðin ár hefur verið skemmtileg og ekki síður lærdómsrík fyrir mig sjálfan sem kennara, en ég hóf kennaraferil minn árið 2020 með því að stökkva í djúpu laugina og hrinda í gagnið glænýrri grunn deild rafiðna. Hún var þá í boði í fyrsta skipti í FÍV í heild sinni síð an breytingar á námi í framhalds skólum á Íslandi tóku gildi fyrir nokkrum árum.

Í megindráttum snýst grunndeild rafiðna um að gefa nemendum víða þekkingu á rafmagni og raf iðninni í heild sinni. Það á ekki að skipta máli hvort nemandi ætli sér að verða rafvirki, rafeindavirki eða jafnvel eitthvað sem krefst há skólamenntunnar eins og rafverk fræðingur eða raftæknifræðingur. Nemendurnir eiga að hafa öðlast grunnþekkingar til að takast á við þetta allt. Í kjölfarið geta nemend ur farið í fagnám í rafvirkjun eða rafeindavirkjum, eða klárað stúd entspróf og ráðist í hærri menntun í greininni.

Fyrir vikið hafa núverandi nem endur tekist á við allskonar verk efni. Þeir hafa sett upp raf-, net- og boðkerfi, sem er ef til vill helsta viðfangsefni hins venjulega raf virkja í dag. Nemendurnir hafa einnig unnið mikið með rafeinda búnað og smíðað rásir úr þeim, sett upp mismunandi stýringar og forritað örtölvur og iðntölvur til að vinna ýmiss skemmtileg verk. Síðast en ekki síst hafa nemend urnir fengið djúpa fræðilega þekk ingu á virkni rafmagns.

Staða rafiðnaðarins á minni stöð um úti á landi hefur lengi verið mér hugleikinn sem varð til þess að ég ákvað að skoða betur stöðu rafiðnaðarins á Íslandi í meistara verkefninu mínu í kennaranáminu. Í megindráttum kannaði ég hversu mikil áhrif landfræðileg fjarlægð í rafiðnnám hefði á stöðu rafiðnað ar í póstnúmerum á Íslandi. Til að gera langa sögu stutta þá komu niðurstöðurnar ekki vel út fyrir okkur sem höfum haft torsóttara aðgengi að náminu í gegnum árin. Þessi niðurstaða var mér auðvit að hugleikin og ég, Helga Kristín skólameistari og Thelma Björk aðstoðarskólameistari, ætlum að reyna að gera eitthvað í vanda málinu.

Við ætlum að gera okkar besta til að fella niður landfræðilegar hindranir og setja grunndeildina upp sem lotubundið fjarnám. Grunndeild rafiðna má skipta í bóklegan hluta og verklegan, eins og flest annað starfsnám. Bóklega hlutann munu nemendur geta unnið hvar sem er og hvenær sem er, innan skilaglugga auðvitað.

Verklega hlutann vinna nemend ur hinsvegar í lotum. Þeir taka þá frá 3-4 daga, einu sinni í mánuði,

þar sem við munum koma saman uppi í skóla og vinna verklegu æfingarnar saman. Að sjálfsögðu

verða vikulega vinnutímar sem ungir framhaldsskólanemar mæta í eins og venjulega og aðrir geta komið í ef til þess kemur. Með þessu vonum við að vinnandi fólk og fólk sem á erfitt með að sækja staðarnám í rafiðnum á Ís landi, t.d. vegna landfræðilegra þátta, geti auðveldlega stundað nám í grunndeild rafiðna hjá okk ur. Þessi útfærsla fellur einnig vel að hinu hefðbundna námi ungs fólks sem er að koma úr grunn skólanum hjá okkur. Það ættu því allir að geta notið sín. Lotubundna fjarnámið í grunn deild rafiðna í FÍV verður í boði haustið 2023 og það er ósk okkar að sjá sem flesta. Við hvetjum því alla, af öllum kynum, sem hafa á huga á rafmagni til að kynna sér þetta nám hjá Framhaldsskólan um í Vestmannaeyjum.

- Jónas Bergsteinsson, kennari í FÍV.

Starf hafnarvarðar laust til umsóknar

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf hafnarvarðar laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf sem er unnið á vöktum og á bakvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Hafnarvörður sinnir meðal annars hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar.

Menntun og reynsla:

· Bílpróf

· Skipstjórnarréttindi B (2. stig) er kostur

· Vigtunar- og hafnargæsluréttindi er kostur

· Lyftarapróf er kostur

Aðrar hæfniskröfur:

· Samskiptahæfni, lipurð og færni í mann legum samskiptum

· Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni

· Góð íslenskukunnátta

· Enskukunnátta er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 488-2545 eða í gegnum netfangið: dora@vestmannaeyjar.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitar félaga og viðkomandi stéttarfélags. Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni.

Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum skal fylgja umsókn. Skila skal umsókn á net fangið dora@vestmannaeyjar.is og merkja „Umsókn“. Einnig er hægt að skila umsóknum á Skildingaveg 5, 900 Vestmannaeyjum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er 2. desember nk.

Nú styttist í aðventuna en næstkomandi sunnudag er fyrsti í aðventu. Mörg heimili eru með þá hefð að vera með aðventukrans. Aðventukransarnir bera fjög ur kerti og eru eitt af augljósustu merkjum þess að aðventan er gengin í garð. Þeir eru eitt það jólaleg asta sem við setjum upp hjá okkur. Fyrsta kertið er Spádómakertið, annað kertið er Betlehemskertið, þriðja kertið er Hirðakertið og fjórða kertið er Englakertið. Til er falleg vísa um kertin fjögur eftir Lilju Kristjánsdóttur sem oft er farið með þegar kveikt er á kertunum:

Við kveikjum einu kerti á, Hans koma nálgast fer, sem fyrstu jól í jötu lá og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans. Því Drottin sjálfur soninn þá mun senda´ í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á; brátt kemur gesturinn og allar þjóðir þurfa að sjá að það er frelsarinn.

AÐVENTUKRANSAR
Black Friday Week Gerðu frábær kaup á gluggum og hurðum Gildir aðeins 18. - 28. nóv. 2022 Engin bið eftir tilboði - þú sérð verðið strax á netinu!

UPPSKRIFT VIKUNNAR Piparkökur

Hráefni: 180 g smjör mjúkt 120 g púðursykur 1 ½ dl síróp 1 egg 1 tsk vanilludropar ½ dl mjólk 390 g hveiti

Aðferð:

1 msk kanill 2 tsk malað engiferkrydd ½ tsk múskat ½ negull 1 tsk matarsódi ½ tsk salt

Setjið smjörið í hrærivél og þeytið þar til orðið ljósara og loftmikið. Bætið púðursykrinum og sírópinu út í, þeytið þar til létt og ljóst. Bætið egginu út í og þeytið. Bætið þá vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið.

Setjð hveiti, kanil, engiferkrydd, múskat, negul, matarsóda og salt í skál og hrærið saman. Bætið hveitinu út í eggjablönduna og hrærið varlega saman. Setjið deigið í plastfilmu og kælið í 2 klst inn í ísskáp. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir/yfir hita. Fletjið deigið út þar til það er um það bil ½ cm á þykkt. Skerið það út með smákökufomum og fletið á smjörpappír.

Bakið í u.þ.b. 9-10 mín eða þar til brúnirnar á kökunum eru byrjaðar að brúnast. Kælið og útbúið glassúr.

Glassúr

Hráefni: 300 g flórsykur 2-3 msk mjólk

Aðferð:

Setjið 2 msk mjólk og hrærið saman, ef glassúrinn er of þykkur, bætið þá við þangað til að hann verður þykk fljótandi. Setjið mjóann og fíngerðan hringlaga sprautustút á sprautupoka og svo er bara að byrja að skreyta.

Hér til hliðar má sjá hugmyndir að skreyttum piparkökum.

T I L B O Ð , A F S L Æ T T I R O G F L E I R A O P I Ð Í F L E S T U M V E R S L U N U M T I L K L . 2 3 : 0 0 F Ö S T U D A G U R F Ö S T U D A G U R S V A R T U R S V A R T U R FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA Í VESTMANNAEYJUM Ávaxtakarfan Laugardaginn 26. nóvember kl. 15:00 Miðapantanir í síma 852 1940 LOKASÝNING!
28 NÓV MÁN ÍBV - KA Olísdeild karla Kl. 17:45 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja SVARTUR FÖSTUDAGUR Opið í flestum verslunum til 23:00 TILBOÐ, AFSLÆTTIR O.FL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN FÖS NÓV 25 ARI ELDJÁRN OKKAR FREMSTI UPPISTANDARI Í HÖLLINNI! Tryggið ykkur miða á viðburði Hallarinnar tix.is/hollin 26 NÓV LAU ARI ELDJÁRN í Höllinni Kl. 20:00 Miðaverð 4.900 forsalsa á tix.is
Bílstjóri óskast í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar er að finna á www.posturinn.is/atvinna / / m.vidokort MVIDOKORT@GMAIL.COM Persónulegar jólakúlur Tek við pöntunum til 10. des. með nafni eða næstum hverju sem er! Er kominn tími á að skipta um tímareim? Eða að smyrja bílinn? Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn í síma 481 1216 Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com Fjölskyldumyndir fyrir jólin Bumbumyndir Fundir eru sem hér segir: Sunnudaga kl. 11.00 Mánudaga kl. 20.30 PPG bókarfundur Miðvikudaga kl 20.30 AL-ANON Þriðjudaga kl. 20.30 NÝLIÐAR VELKOMNIR HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI

Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi

BENÓNÝ BENÓNÝSSON

var bráðkvaddur að heimili sínu laugardaginn 12. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð.

Arndís Björg Sigurðardóttir

Jóhann Brimir Benónýsson

Elísabet Katrín Benónýsdóttir Benóný Benónýsson

Lilja Rut Sæbjörnsdóttir Óttar Guðmundsson Þórey Friðbjarnardóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

JÓNA KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR Sólhlíð 19

Lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 18. nóvember 2022. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 2. desember kl. 13:00.

Helga Sigurðardóttir Kristín Sigurðardóttir Lilja Sigurðardóttir

Ásgeir Sverrisson Magnús Þorsteinsson Guðmundur Adólfsson

barnabörn og barnabarnabörn. börn og barnabörn.

ORÐAÞRAUTIN

AÐVENTAN KERTALJÓS JÓLALEGT VETUR KÓSÝ INNIVERA BAKSTUR UNDIRBÚNINGUR SAMVERA FJÖLSKYLDAN

Sunnudagur kl. 20:00 Black Panther: Wakanda Forever Föstudagur kl. 20:00 Sunnudagur kl. 15:00 Devotion Skrýtinn heimur Þú getur fundið næstu bíómyndir og sýningartíma á www.eyjabio.is Íslenskt tal